Tíminn - 12.12.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1934, Blaðsíða 4
214 T I M I N N Hagnýting iairdhita. Syðri-Reykjahver mannahendur. kemst undir n Austanmegin við Brúará, um tveggja tíma ferð frá Skálholti, er bærinn Syðri- Reykir í Biskupstungumf. Bærinn dregur nafn sitt af einum stærsta goshver lands- ins, sem þar er í hlaðvarpanum. í margar aldir hefir verið búið á Syðri- Reykjum. Kynslóð eftir kynslóð hefir bar- ist þar við bæjarkuidann að vetrinum, þó liefir sjóðandi vatnið bullað upp úr jörð- inni fáa faðma frá bæjardyrunum, með því ofurmagni, að gufustrókurinn stendur hátt í loft upp, og sézt um óravegu. Fólkið, sem þarna hefir búið, hefir ekki haft önnur not hins mikla jarðhita, en að sækja heitt vatn í mat og til þvotta. Og þóttu það hin mestu þægindi. Fyrir nálega 10 árum kom þarna að hvemum verkfróður maður, til að athuga möguleika fyrir því að hagnýta þennan raikla hitagjafa til upphitunar á húsi, er menn höfðu í huga að byggja við jarðhita, og síðar var byggt á öðrum stað. En dómur þessa manns var sá, að erfitt mundi að virkja hverinn, vegna hins ógur- lega hita, sem var af gosunum og af gufunni stafaði. Við hlið verkfræðingsins stóð son- ur bóndans á Syðri-Reykjum — þá nýlega fermdur — og hlustaði hljóður á þann harða dóm hins verkfróða manns. Engum mun hafa dottið í hug þá að þessi sami drengur mundi verða til þess að sigra þá „óbilgjörnu klöpp“. Fáum árum síðar fór þessi piltur, Grím- ur ögmundsson, á skólann á Laugarvatni. Eftir skólavist sína, gerðist hann ráðsmaður skólans, og vann jafnframt að hinum marg- háttuðu hita- og gufuleiðslum skólans, sem oft varð að breyta á ýmsan veg, vegna þess að lítil reynsla var þá fengin um heppileg- ustu tilhögun þeírra. Við þessi störf varð Grímur mjög leikinn og fékk staðgóða þekkingu á öllu er að þeim laut. Sú reynsla varð til þess, að hann á sl. hausti réðist í það stórvirki, að beizla hverinn heima hjá sér, er talið var óvinnandi verk. Á mjög einfaldan, en skynsamlegan hátt, tók Grímur til þeirra verka. / Með smálæk og rigningarvatni af stórri mýri, er leitt var í skurði í hverinn, tókst honum að lægja svo ólguna og hitann í hvemum, að þar sem áður var ekki kom- andi nálægt fyrir sjóðandi gufunni, varð nú ekki heitara en svo, að menn gengu hindr- unarlaust til verka. Á járnbentum steinblt- um, er Grímur steypti sjálfur yfir gýginn, hvílir rammefld steinkista, er hvolfir yfir gufunni. Undir þessu steinhvolfi hamast hverinn með drunum og dynkjum, og þeyt- ir sjóðandi vatninu útundan bitunum, en gufumökkurinn stígur hátt í loft upp, eins og áður, líkt og ekkert hefði ískorizt. Úr steinhvolfinu liggja leiðslur heim' í bæ, er flytja gufu er leikur um ofna og potta, og hitar allt með ótrúlegum hraða. Kvergi kemst minnsti vottur af gufu út í húsið inni, því hún endar í skólpleiðslum bæjarins og seitlar þar út. Um leið og Grímur byggði yfir hverinn, byggði hann, fáa metra frá hvernum, gufu- baðhús úr steini. Er það 4X7 m. vegghátt með stórum gluggum sólarmegin. Hús þetta má einnig nota fyrir þvottahús. Jafnhliða gufubaðinu er hægt að fá sér heit og köld steypiböð. Er frágangur allur á þessu hinn prýðilegasti. Mun vera óhætt að fullyrða, að þetta er einhver fulikomnasta hagnýting á hveragufu, er gerð hefir verið hér á landi. Enda unnin af manni, sera hefir öðlazt þekkingu sína af eigin reynd, og þeirri eft- irtekt, er hyggnum mönnum er í brjóst borin. Syðri-Reykjahver munai geta hitað upp fjölda bæja, því gufumagn hans er afar- mikið. Og ræktanlega landið, sem skiftir iiundruðum hektara í allar áttir frá hvern- am, spáir góðu um að þarna rísi upp sam- vinnubyggð, sem hefði gnægð jarðhita í elds stað. Rafmagn til ljósa má fá með því að virkja foss, sem hveralækurinn myndar um 300 metra frá hvernum. En þó aldrei verði fleiri en eitt heimili á Syðri-Reykj- um, þá hefir Grímur Ögmundsson unnið þarna merkilegt og vandað verk, sem færir heimilinu ómetanleg þægindi á komandi tímum. Ritað 20. nóv. 1934. . Teitur Eyjólfsson. vk HÁRVÖTN Bezta Mueinfóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjið kaupmann yðar um B.B. munntóbak Fæsi allsstaðar. T. W. Bucli (Xjitasmiðia Buchs) Tietgensdage 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta" ogog„Evolin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „IIenko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, akilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágset tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst allstadar á Islandi P. W. Jacobsen & Son Timburverzlun Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lnndsgade KQbenhavn. Afgrciðum frá Kaupmannahöfn bœði stórar og litlar pantanir og heila skipsíarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðasalar annast pantanir. :: :: :: :: EEE OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: :: Stórkostlegar endurbætur hafa verið gerðar á hárvötnum vorum og þola þau nú fullkom- lega samanburð við hárvötn þekktra erlendra firma. Byrjum í dag að selja þessar nýju teg- undir í smjög smekklegum umbúðum. Framleiðum eins og að undanförnu: Eau de Portugal Eau de Cologne Eau de Qainine Bay Rhum Hárvötnin í hinum nýju umbúðum eru mjög hentug til jólagjafa. Seljum aðeins í heildsölu til verzlana, rak- ara og hárgreiðslustofa- Húsmæður! Notið eingöngu bökunardropa Á. V. R. í jólabaksturinn, þeir eru beztir. Áft ngisverzlup ríkisins i Reykjavík. Simi 2590. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OG H V E ITI Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. sikptir eingöngu við okkur. JuriO 1904 var 1 fyrtta sinn þaklagt i D&n- mörku á* ICOP AL. Bezta og ódýrasta efni í þök. Tíu Ara ábyrgð á þökunum. Þurfa akkert viðhald þann tíma. Létt. ------- Þétt. ------- Hlýtt. Betra en bárujám og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fcst alstaðar á Islandi. Jens Villadsens Fabriker Kalvebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biðjið um verðskrá vora og sýnishom. BEYEIB J. GRUNO’S ágæta hollenzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 V*o kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95--- Fæst í öllum verzlunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.