Tíminn - 22.01.1935, Síða 3

Tíminn - 22.01.1935, Síða 3
T I M I N N 11 henni var þá ekkert samskotafé. Lílca hafði hann gert nokkurt rask á altarinu í því skyni að leita íjármuna. — Loks var i fyrrinótt brotist inn í Fríkirkjuna í Rvík, en sá maður var tekinn fastur af lögreglunni í gær. Ósatt er það sem stendur í ísa- fold og dilkum hennar, að fram- kvæmdastj. mjólkursölunnar nýju í Reykjavík hafi 12 þúsund króna laun. Hins vegar eru 12 þúsund kr. algeng forstjóralaun hjá pri- vat fyrirtækjum íhaldsmanna í Reykjavík, og hafa þó ýmsir dánumenn bæði i íhaldsflokknum og „einkafyrirteekinu" haft ríflega þá upphæð. Fjárhagsáætlun HafnarfjarSar- kaupstaðar fyrir yfirstandandi ár hefir nýlega verið samþykkt í bæjarstjóminni. Helztu útgjaldalið- ir eru: Til menntamála 72.200 kr., fátækraframfæris 110.000 kr., vaxta og afborgana á lánum 55.000 kr., atv.bóta 35.000 kr., gatna 15.000 kr., stjórnar kaupstaðarins 35 þús. kr. Gjöldin eru alls áætluð 402 þús. kr. Útsvörin eru áætluð 242.500 kr. Hermann Jónasson forsætisráð- herra fór utan í sl. viku. Fór hann með lög frá síðasta þingi til að leggja fyrir konung til staðfesting- ar. Reikningar Neslcaupstaðar 1933 hafa verið sendir blaðinu. Tekjur kaupstaðarins á árinu hafa orðið 142 þús. kr. Hæsti útgjaldaliður- inn var til menntamála 25.600 kr. Eignir bæjarins við áramótin voru taldar 309 þús. kr. og voru skuld- irnar 75 þús. kr. lægri. Farsóttartilfelli voru samtals 1346 á öllu landinu í desember- mánuði síðastl. Eggert Claessen verður að borga skatt. í hæstarétti var nýlega kveð- inn upp dómur í máli, sem Egg- ert Claessen fyrv. bankastjóri höfð- aði gegn bæjargjaldkera f. h. bæj- arsjóðs. Neitaði Eggert að greiða fasteignaskatt af eign sinni í Skildinganesi og risu málaferli út af því. Hélt Eggert því fram, að bæjarsjóður gœti ekki lagt skatt á eignina, þó Skildinganes hafi verið innlimað í Reykjavík. Dóm- ur hæstaréttar féll á þá leiö, að Eggert var dæmdur til að greiða skattinn. Bjami porsteinsson pregtur á Siglufirði sagði af sér störfum nú um áramótin, en mun þó halda uppi prestsþjónustu fram eftir vetrinum. Prestskosning mun fara fram á Siglufirði undir vorið. Látinn er Marius Lund bóndi á Raufarhöfn, rúmlega fimmtugur að aldri. Hann hafði átt við van- iieilsu að stríða mörg undanfarin ár. Kjötverðið. Verðlagsnefndin hef- ir ákveðið að verð á nýju og frystu kjöti skuli hækka frá deg- inum í dag telja um 8 aura pr. kg. Verö á öðru kjöti helzt óbreytt. Er sú hætta mest fyrstu dag- ana sem fiskurinn hangir. Ef hann fær þurk í tvo daga, er hann að mestui talinn úr hættu. Þá hefir hann skeljað og ver sig bæði regni og hita. Ef hann byrjar að slepja, er venjan að senda mann með fötu með sjó í til að skola af honum og telja Norðmenn, að lengi megi verja hann þannig. Það hjálpar þeim einnig að verja fiskinn, að þeir reyna að .skadda hann semi minnst. Eotnunargerlar vinna lang- helzt á holdi fiskjarins, þar sem það er skorið eða sært. Hafa Norðmenn því skilið lifr- arhimnuna eftir í kviðarholinu til að verja fiskinn rotnun og þvo ekki af hnakkablóðið, því það þornar í hnakkanum og myndar loftheldan skjöld gegn gerlum. Þeir eru ekki vanir að blóðga fiskinn þegar er hann er, veiddur, en það er sjálfsagt til bóta, því blóðið úldnar miklu fyr en hold fiskjarins og er því- til spillis öllum fiski. Hafa nú verið samþykkt lög er skylda fiskimenn að blóðga fiskinn þegar. Er óþurkar ganga, fer fisk- Rfkisbókhaldið Jón Þorláksson borgarstjóri hefir nýlega látið lýsa yfir því í Morgunblaðinu, að hann myndi láta taka ríkisbókhaldið til fyrirmyndar við færslu bæjarreikninganna. Þetta mun vekja almenna ánægju þeirra bæjarbúa, sem láta sér annt um glögga færslu reikninganna. Viðbótaránægja má það og vera fyrir Framsóknarflokks- menn, ekki sízt Eystein Jóns- son fjármálaráðherra, sem end- urbætti ríkisbókhaldið í tíð Framsóknarf lokksst j órnarinnar, að J. Þ, hefir nú loksins horfið frá mótþróa gegn þessu bætta sldpulagi. Er þetta einn þátt- urinn í þeim langa sjónleik, sem gerist á sviði þjóðmál- anna, að vitrir umbótamenn taka upp merk umbótamál, en íhaldið þverskallast og stimp- ast á móti þangað til heilbrigð skynsemi og hagsmunir fólks- ins krefjast umbótanna. Þá koma jafnvel taumstirðustu íhaldsmenn í slóðina. K. Sundmet. Stjórn í. S. í. hefir nýlega staðfest met á 100 m. bringusundi kvenna, er Anna Snorradóttir Sigfússonar setti á sundmóti fyrír Norðlendinga- fjórðung og haldið var á Akureyri um miðjan september. Anna er kornung, varð 14 ára daginn eftir að hún setti metið. Er hún sér- staklega efnileg sundkona, og haldi hún áfram að æfa sig með kostgæfni, mun hún óefað slá fleiri sundmet á næstu árum. Verðuppbót á saltkjöt 1933. — Ríkisstjórnin ákvað skömmu fyrir liátíðar, að fengnum skýrslum víðsvegar að af landinu, að greiða verðuppbót á útflutt saltkjöt fra haustinu 1933. Uppbótin er 10 aur- ar pr. kg. og hefir verið gréidd nú fyrir og eftir áramótin. Tvcir ernir ssáust á Mjóanesi i þingvallasveit nýlega. Sátu þeir á nesinu, alllanga stund, og var skammt á milli þeirra. Annar örn- inn hélt sig nálægt hrafnahóp, sem var að vaka yfir vatnshelii einum skammt frá bænum, en í vatns- hellumi þessum er stundum Iifandi silungur. Ungmeunafélagið Framsókn í Landakoti í VesturSkaftafellssýslu átti nýlega 25 ára afmæli. Félagið hefir starfað með miklu fjöri, alit frá upphafi til þessa dags. það á orðið gott bókasafn og hefir beitt sér fyrir sundkennslu og öðrum íþróttaiðkunum, skógrækt o. fh þrír af stofnendum eru enn í fé- laginu: Helgi Jónsson, Seglbúðum (fyrsti form. félagsins), kona hans, Geirriður Karlsdóttir og Magnús Auðunssen. urinn oft að úldna með dálkin- um. Það setur fiskinn í lægri flokk, en ónýtir hann ekki að jafnaði. Nú eru Norðmenn þó farnir að nota litlar vélar er rista dálkinn úr þessum fiski, þannig, að það sem1 skemmt er, fylgir honum. Munu þeir þann- ig fá .óskemmd flök, en selja beinin til mölunar. Þegar kemur fram í júní, er fiskurinn talinn fullþurkaður. Er hann þá beinharður og ól- seigur og vinnur ekkert á hon- um fyr en búið er að bleyta hann upp. Er hann þá víðast nefndur stokkfiskur eða kylfu- fiskur, eins og Spánverjar nefna hann. Bútungurinn er metinn eftir því hvort hann hefir úldnag til einhverra muna, en verðið fer aðallega eftir stærðinni. Er smæsti fiskurinn að jafnaði verðmestur. Er það mikill hag- ur Norðmönnum, því vegna þessa verður meðalstærð þess hluta fiskjarins, sem saltaður er, meiri, og fá þeir því hærra verð fyrir saltfisk sinn. Einn- ig þornar magri og smái fisk- nrinn miklu betur en sá stóri. Sumir telja að' frost spilli Jorðin Geirshliðarkol í Reykholtsdalshreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. (Aðeins ábúð getur komið til greina). Semja ber við ábúanda Svein Sveinbjörnsson eða eigandann Sveinbjörn Sveins- son Hábæ á Akranesi. Akranesi 18. jan, 1935. Sveinbjörn Sveinsson. Anægðastir lífa þeir, er gera skyldnr sínar Ein af mörgum er sú að vera líftryggður hjá Vátryggingarfélaginu Nye Danske at 1864 Aðalumboð fyrir ísland: , Vátrygg'ingarskrifBtofa Sigiúsar Sighvatssonar, Lækjargötu 2 Hinar margeftirspurðu ágætu J U N 0 SAUMAVÉLAR ern komnar. Samband fsl. samvinnufélaga. honum, en aðrir ekki. Skilst ■ mér að sumir markaðsstaðir | vilji ekki fisk, sem hefir fros- ! ið, en aðrir telji það til.bóta. ’ Á Finnmörku frýs fiskurinn | venjulega, en sá fiskur er að jafnaði í heldur lægra verði en Lófoten fiskurinn. Ekki mun frost þó spilla fiski seni farinn er að þorna að ráði. Aðalhættan er því, að fisk- urinn úldnj vegna langvar- andi hita og óþurka. Þora Norðnienn því ekki að hengja upp bútung- eftir að farið er að hlýna á vorin og naumast eftir miðjan apríl. Er reglan að hengja engan fisk upp eftir 12. apríl og taka engan fisk niður fyrir 12. júní. Þessi verkun. er rnjög vinnu- spör og ódýr, enda er bútung- urinn ódýrari en ráskerti fisk- urinn. Aðalatriðið til þess að herðingin heppnist, er að trön- umar séu settar upp þar sem er nógur súgur, því það er að- alatriðið við alla fiskverkun, að fiskurin'n þomi í lofti, en við sem minnstan hita. Það er því óvist, ag það mundi til verulegra bóta, að hafa þök eða rimlaveggi til að verja fiskinn úrkomu. Norðmenn reyna að hengja fiskinn þann- ig upp, að hnalckinn snúi í þá átt, sem úrkomu er helzt von, en álíta að þurkurinn notist betur, ef fiskurinn er óvarinn. Er sólargangur þó styttri en hér, bæði í Lófoten og- Finn- mörku, fram til jafndægra. Ráskerti fiskurinn er verk- aður eins og bútungurinn, en flakaður svo, að dálkurinn er alveg tekinn úr fiskinum og flökin hanga aðeins saman á sporðinum. Þar seih ekki þarf að hreyfa bútunginn fyr en hann er búinn, þarf venjulega að hafa nokkra gát á ráskerta fiskinum, til þess að hann slepji ekki við tréð. Hann þorn- ar mikið fyr en bútungurinn, því hann er þynnri, og er því það sem fiskast að vetrinum hengt upp sem bútungur, en að vorinu er ráskert, enda er þurkur þá að jafnaði tryggari. Helgi P. Briem. Gísli Guðmundsson. Prentsm. Acta. Ingþór Bjðrnsson Þegar kemur norðarlega á Holtavörðuheiði, blasir við •myndarlegt býli, austan Hrúta- fjarðarár. Það eru Óspaksstað- ir. Sá bær hefir orðið nokkuð kunnur hin síðari_ ár ekki sízt vegna bóndans Ingþórs Björns- sonar, sem fæddist þar fyrir 57 árum, ólst þar upp, bjó þar allan sinn búskap og andaðist þar 18. nóv. s. 1. Ingþórs Björnssonar hefir áður verið minnst í þessu blaði. Ég vildi bæta þar við fáum orðum um eitt einkenni í skap- ferli hans, sem’ verið hefir dýrasti arfur bændastéttarinn- ar. En það er þrekig og stað- festan. Fæstar jarðir ganga í erfðir til langframa hér á landi. Til þess hefir verið of mikið festu- leysi í þjóðháttunum. Ingþór var fæddur á sinnj jörð, hafði aldrei farið þaðan nema í stutt ferðalög. Hann hafði gert mik- ið af landareiginni, húsað bæ- inn, stækkað túnið. Þeir, sem heimsóttu Óspaksstaðaheimilið á vorin í gróandanum sáu bú- stofninn dreifðan um landar- eignina, en laxinn kvikan í ánni fyrir neðan túnið. Heima voru hin skörulegu hjón, mörg hálfváxin börn, og þegar þau voru ekki nógu mörg, þá voru tekin fósturbörn. Á Óspaks- stöðum mátti ekki vera mann- fátt. Á þennan hátt hafa íslenzk sveitaheimili litið út í meira en tíu aldir. I skjóli við þessi heimili er mynduð saga lands- ins og menning þess. Og þann- og þurfa íslenzk heimili að vera í framtíðinni, ef þjóðin á að lifa og vera heilbrigð og frjáls. Ég skal ekki fullyrða að Ingþór Bjömsson hafi verið meiri vexti en aðrir menn. Mér fannst hann með stærri mönn- um, en það getur verið af því að kjarkur hans var alltaf óbilandi. Ég þekkti hann í niörg ár, og vissi að hann átti eins og flestir aðrir við ýmsa og oft mikla erfiðleika að etja. En hann var alltaf jafn örugg- ur og gunnreifur. Hann tapaði aldrei trúnni á sigur, þó að móti blési. Bjartsýnin og kjarkurinn hjálpaði honum; yfir alla erfiðleika. Það er ekki langt á milli æskuiheimila þeirra Ingþórs Björnssonar og St. G. St. á Víðimýrarseli í Skagafirði. Báðir dáðu hig sama, þrekið og festuna. St. G. St. iýsir hug- sjón þessara manna í kvæði sínu um grenitréð. Það bognar aldrei, heldur brotnar seinast í bylnum stóra — í dauðanum. Eitt lítið tré, eitt af þeim, sem áldrei bognaði, hefir nú brotnað í byljum skammdegis- ins. En maður kemur í manns stað. Unga kynslóðin mun taka á sig byrðar þeirra, sem burtu hverfa. Vonandi verða batnandi þjóðhættir til að fjölga hinum traustu heimilum, þar sem þrekmikil og staðföst hjón ala upp mikinn hóp barna og fóst- urbarna, þar sem festa og ör- yggi er yfir öllu starfi heimil- isins. Þar er, eftir því sem verða má, bætt úr því, að ein af eikunum, sem St. G. St. orkti um, hefir brotnað í vetrar- storminum. J. J. I Nýýu Rósarsápa, Möndlusápa. Baðsápa, Pálma- sápa, jafnast fyllilega á við beztu erlend- ar sápur. Biðjið um Sjafnar handsápur. Til sölu Jörðin Skálanes í Seyðisfirði er til kaups og ábúðar í næstu fardögum, með öllum húsnm og öðrum mann- virkjum. Nánari uppiýsingar gefur Hallgvímuv Ólason Skálanesi. Auglýsing. Samkvæmt lögum nr. 63, 10. des. 1934, er einstakl- ingum og efnagerðum sem framleitt hafa hér á landi bökanardropa, rlmvötn, andlitsvötn og hárvötn skylt að gefa Áfengisverzlun ríkisins nú þegar skýrslu um birgð- ir sínar af þessum vörum. Afengisverzlun ríkisins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.