Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 1
0ja(5bagt 6 Io6íin » e t 1. f&ni Sktsnnsutfnn foatat 7 tt. -S^fgreibsía Ofl tnn^elmta á Sangaoeg 10. €»iml 2353 — J>óotbótj 961 4. blað. Reykjavík, 29. janúar 1935. XIX. árg. Minningar Sú var tíðin, að samVinnu- stefnan hér á landi var draum- sjón nokkurra fátækra bænda, sem lítil tækifæri höfðu til að kveðja sér hljóðs á alþjóðar- vettvangi. En -þessir ménn áttu trú á hugsjón sína, gleði af stárfi sínu og þrek til að hugsa um nýjar leiðir. Þeir stofnuðu hin fyrstu íslenzku kaupfélög. Þeir lögðu sig í mannraunir. Flestir eru þeir nú horfnir af stai’fssviðinu, hinir fyrstu samvinnumenn, með lítil laun önnur en meðvitundina um það, að hafa viljað vel og unnið' vel. En verk þeirra áttu í sér lifsmátt skipulagsins, sem lifir mennina. Kaupfélagshreyfingin barst sveit úr sveit, sýslu úr sýslu. En um leið óx baráttan gegn samvinnunni. Það var hörð barátta, óvægin barátta, þar var ekki sparað fé til. Og af andstæðingunum var þá pré- dikáð meðal þjóðarinnar, að samvinnustefnan væri hugar- órar barnalegra manna, lítils- vert fálm og ómegnug þess að leysa erfið viðfangsefni. En fyrir hina nýju kynslóð íslenzkra samvinnumanna gef- ur nú nýja útsýn. Samvinnu- félögin hafa orðið að mæta og verða enn að mæta ótal örðug- leikum. En samvinnustefnan er nú orðinn sterkur þáttur í lífi allrar þjóðarinnar. Naum- ast er nú nokkur maður í and- stæðingahópi svo fávís, að hann þori að neita samvinnu- félögunum um tilverurétt, eins og áður var títt. Kaupfélags- húsin á Akureyri eru nú hæð hærri en gömlu kaupmanna- verzlanimar, sem litu niður á það á uppvaxtarárunum. Og þannig er sjónarsvið samvinnu- mannanna nú. Þeir þurfa ekki að líta upp til annara máttar- valda í þessu landi. Flestir læs- ir Islendingar vita nú líka, að samvinnan er alþjóðahreyfing, sem telur 100 miljónir manna innan sinna vébanda víðsvegar um! menningarlöndin, og að Alþjóðasamband samvinnu- manna starfar að því, að skapa sannvirði vinnunnar og varð- veita friðinn í heiminum. Á tveim síðustu árum1 hafa verið stofnuð fimm ný kaupfé- lög. I útgerðinni við sjóinn er samvinnan að ryðja sér til rúms, leysa þá örðugleika, sem einstaklingar voru ómáttugir til að leysa eins og hún áður gerði það mögulegt að koma upp sláturhúsum, frystihúsum og mjólkurbúum landbúnaðar- ins. Skipulag samvinnunnar er að vinna nýtt og stórt starfsvið í hinum vaxandi bæjum. Menntastofnun samvinnumanna er nú meir sótt en við er hægt að taka, Æskan skilur sinn tíma. Hið gamla tímarit sant- vinnumanna, sem stofnað var á Norðurlandi1 fyrir aldamót, er að færast í nýtízku horf. Samband íslenzkra samvinnu- félaga er nú stærsta verzlunar- fyrirtæki landsins. Hin menn- ingarlega hugsjón félagshyggj- unnar og „praktisk" lausn hennar á vandamálum veru- leikans, haldast í hendur á veg- inum til framtíðarinnar. Búnaðarfélag tslands Hér í blaðinu var í nokkrum greinum á sl. hausti bent á ým- islegt, sem lagfæríngar þyrfti við í rekstri Búnaðarfélags- ins. Síðar hreyfði stjómin því í þinginu, að kallaður yrði saman almennur bændafundur eða bændaþing úr öllum héröð- um til að ræða þetta mál og ákveða skipulag félagsins. Hefði. það í sjálfu sér verið fremur eðlileg leið, þar sem hér á að vera um bændafélagsskap 'að ræða. En svo undarlega brá við, að nokkrir menn risu önd- verðir gegn því og með miklu forsi, að slíku ákvörðunarvaldi væri sleppt í hendur bændanna. Niðurstaðan varð sú, að stjórn- inni var falið að gera tiílögur og leggja fyrir þing síðar. Búnaðarfélagið er byggt upp á talsvert kynlegan hátt. Upp- haflega félaginu, sem myndað var með frjálsum samtökum einstakra manna, var, þegar jarðræktarlögin voru samþykkt, steypt saman við hálf opinberar stofnanir, hreppabúnaðarfélög- in, en í þeim eru allir lögskyld- aðir til að vera, sem jarðrækt- arstyrk fá samkv. lögunum. Valdið yfir félaginu er að nafni til í höndum Búnaðarþings, sem kjósa skal af búnaðarsam- böndum hreppabúnaðarfélag- anna, en skiptingin í búnaðar- sambönd og réttur þeirra til fulltrúafjölda er mjög af handahófi. Kosning þessara fulltrúa er óbein, og aldx*ei hef- ir verið neinn almennur áhugi rneðal bænda fyrir vali þessara manna, og ætti þó svo að vei’a. Og í i’eyndinni hefir svo Bún- aðarþing, þegar til kemux-, ekk- ert vald, því að landslög mæla svo fyrir, að meirihluti félags- stjórnar er skipaður af Alþingi og ber ábyrgð fyrir því en ekki Búnaðarþingi. Tvískinnungur sá, sem hlýtur að vera í svo sundurleitri og losaralegu skipulagi, hefir líka komið greinilega fram. T. d. hefir félagið árum saman setið uppi með tvo búnaðarmála- stjóra, þvert ofan í samþykktir Búnaðai'þings. Samvinna og starfshættir innan félagsins hefir í sambandi við þetta ver- ið sérlega slæm, eins og t. d. hefir glögglega verið lýst af Sigui'ði Sigurðssyni fyrv. bun- aðarmálastjóra. Hefir bæði hon- um og fleiil út af því jafnvel dottið í hug að færa ætti rnikið af starfi Búnaðarfélagsins yfir í landbúnaðarráðuneytið og liafa fyrir það sérstaka skrif- stofu, svo sem tíðkast í ná- grannalöndum. Væri þá hugsan. leg sú leið, að Búnaðarfélagið yrði aðallega félagsskapur til að vekja áhuga á landbúnaðarmál- um1 svipað og upphaflega. En hvað sem því líður, þá á núverandi stjóin þakkir skil- ið fyrir það, að hún hefir gcng- izt fyrir því, að komizt yrði að einhveri’i viðunandi niðui*- stöðu um fyrirkomulag þessa félagsskapar eða þeiri’a starfa, sem honum nú éru falin. Hér er uml mikil verkefni að ræða fyr- ir íslenzkan landbúnað og mikl- ir fjármunir í húfi. A víðavangi Þorvaldur í Arnarbæli sagðist einu sinni hafa gert tilraun til að verða frægur, og tekizt í sinni sveit. En enginn spáði því, að hann myndi verða landfrægur. Eftir aukaþingið í fyrra, þegar nokkrir menn gerðu tili'aun til að kljúfa Framsóknarflokkinn, gekkst Þorvaldur fyrir því, að stofna Framsóknarfélag í ölfushreppi og skoraði fast á Framsóknar- menn, að standa á móti Jóni í Stóradal og öllu hans athæfi. Um1 sama leyti tók Þorvaldur þátt í prófkosningu Framsókn- arflokksins í Ámessýslu, og studdi að því með sínu at- kvæði, að Bjarni á Laugar- vatni yrði frambjóðandi með Jörundi Bi'ynjólfssyni. I marz- mánuði kom Þorvaldur til Reykjavíkur og sat þar bænda- fund. Á þeim fundi hafði „einkafyrirtækið“ rniklar liðs- bónir uppi og gekk illa. Gerði Þoi’valdur þá í viðtali við ýmsa. Árnesinga mikið spott að þess- ari viðleitni til flokksmyndun- ar, og bað hana aldi’ei þi’ífast. En kvöldið sem fundinum lauk, efndu Jón í Dal og menn hans til veizlufagnaðar í Oddfellow- höllinni. Þangað var Þorvaldi boðið. Undir boi’ðum var geng- ið að því, að ráða menn í „miðstjóm“ handa „einkafyrir- tækinu“ í von um að síðar tæk- ist að mynda flokkinn. Loks vantaði í eitt sæti í miðstjórn- inni og fékkst enginn til. Var þá leitað til Páls á Ásólfsstöð- um, en hann neitaði, kvaðst ekki kunna við að svíkja sinn flokk. Þá var það, að Þorvald- ur í Arnai’bæli varð frægur í annað sinn! Þegar heim kom, byi’jaði hann strax að vinna á móti Framsóknarflokknum í Ámessýslu. En þeirn, sem heyrðu hann í útvarpsumræð- unum urn! daginn lýsa „hinum svívii’ðilegu áformum“ Fram- sóknarflokksins og þar með sjálfs sín, eins og hann var fyrir ári síðan, mun mörgum hafa orðið að spyrja: „Skyldi hann eiga eftir að verða fræg- ur í þriðja sinn“! Guðmimdur á Stóra-Hofi hefir tekið sér fyrir hendur meira en vafasamt hlutverk, þar sem hann reynir að halda uppi málstað „einkafyrirtækis- ins“ í Rangárvallasýslu. — Fyrir nokkru síðan var í út- vax-pinu boðað til Landsfundar bænda, sem á að koma' saman hér í Reykjavík í febrúar n. k. Síðastliðinn laugai’dag gengust forsprakkar „einkafyrirtækis- ins“ í Rangárvallasýslu fyrir fundi á Str önd, til þess að kjósa fulltrúa á fyi’nefndan Landsfund bænda. Fundinn sóttu um 70 manns og hafði „einkafyrirtækið" smalað íhaldsmönnum svo rækilega, að þeir urðu á fundinum' í nokkrum meirahluta eða höfðu þar 40 rnóti 30 af fundarmönn- um!. Notuðu þeir síðan meira- hluta sinn, til þess að beita fáheyrðu ofríld um stjóm og störf fundarins. Kusu þeir eft- ir tilnefningu 4 af fylgismönn- um sínum, til þess að mæta á Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri fyrverandi ritstjóri og alþingismaður, varð fimmtugur 22. þ. m. Þann dag héldu vinir hans og samstai’fsmenn honum sam- sæti að Hótel Borg og tóku þátt í því á annað hundrað manns. Gi’ein um J. Þ. birtist á öðrum stað í blaðinu. Landsfundinum! og synjuðu með hinni mestu þvei’úð og ó- ; skammfeilni öllum uppástung- . um andstæðinga sinna um sæmilega kosningaraðferð. Var stungið upp á því, að kjósa leynilegri kosningu á rniðum og í öðru lagí, að beita hlut- fallskosningu, með því að sýnt þótti, að fundurinn var klofinn í tvær andstæðar sveitir, en hvorritveggja uppástungunni var þverlega neitað af for- sprökkum „einkafyrirtækisins“. — Helgi læknir á Stórólfshvoli bar þá fram fyrirspum til Guð- mundar á Stóra-Hofi um það, hvort hann vissi nokkur dæmi til jafn svívirðilegrar fundar- stjórnar og vissi Guðmundur engin dæmi slíks. Lýstu! þá Framsóknarflokksmenn yfir því, að þeir myndu boða til fundar á heiðarlegan hátt, til þess að kjósa fulltrúa á Lands- fund bænda. R. Laun verzlunarforkólfa í Reykjavík. Lengi hafa íhaldsmenn og kommúnistar sveitanna fullyrt, að forstjóri samsölunnar hefði 12 þús. kr. laun. Raunar hefir hann 10 þús. Og Guðm. Ás- björnsson og Eyjólfur Jóhanns- son samþykktu þessa kaup- greiðslu umyrðalaust. Til sam- anburðar má geta þess, að Helgi Bergs í Sláturfélaginu og Eyjólfur Jóhannsson hafa tæp 11 þús. hvor, og eru þó fyrirtæki þeirra miklu minni en samsalan. Jón Halldórsson bankamaður, bróðir Péturs Halldórssonar (þess sem vildi láta gera nýmjólkina að grá- blöndu) hefir 10 þús., Johnson í bankanum 9,800, gjaldkeri Utvegsbankans 10 þús. og 500 kr., Hallgrímur Hallgrímsson í Shellfélaginu 12 þús., verzlun- armaður hjá Haraldi Árnasyni rúmlega 9 þús. og skrifari í Eimskipafélaginu, var ráðinn þangað af Jóni Þorl. og Egg- ert Claessen með 10 þús. kr. launum. Vilja Jerusalemsdætur íhaldsins gráta yfir þessu? Notaleg laun. Ihaldið talar mildð um að starfsmenn Mjólkursamsöl- unnar hafi há laun. En það borgar sínum eigin mönnum miklu betur. Ríkarður Thors hefir 24 þús., Proppé 24 þús., Kr. Einarsson 24 þús. fyrir að reyna að selja saltfiskinn, Jón Ólafsson hefir 12 þús. í Út- vegsbankanum, Tr. Þ. hefir 19 þús. í Búnaðarbankanum og 7 þús. í Kreppulánasjóði, Jón Þorl. hefir 16 þús. og 800 kr., sem! borgarstjóri, Steingr. raf- magnsstjóri hefir 22 þús., Þór- arinn hafnarstjóri hefir 18 þús., Garðar Þorsteinsson hef- ir 8 þús. hjá bænum fyrir hjá- verk. Svavar auminginn Guð- mundsson hafði 800 kr. á mán- uði í aukatekjur frá landinu, þegar núverandi stjóm byrjaði að spai’a á honum. Pétur Magn- lisson hefir um 6000 kr. í Bún- aðarbankanum, rúmlega 7000 Kreppulánasjóði, og fékk 30 þús. kr. fyrir málfærslu á vín- niáli Lárusar Jóhanessonar. — Finnst íhaldsbændum þessi laun lág? Jón í Dal talaði um það í útvarpsum- j’æðunum, sem mikla óhæfu, að nefndarmenn í Mjólkursölu- nefnd hefðu 10 kr. kaup á dag, þá daga sem þeir eru að störf- um. Sjálfur lét hann í fyrra ákveða sjálfum sér 20 kr. á dag í Kreppulánasjóði — líka fyrir þá daga, sem hann starf- aði ekki neitt eða var í kosn- ingasnatti norður í Húnavatns- sýslu. Uian úr heimi Baráttan um olíuna. I baráttunni milli hinna vold- ugu þjóðfélaga er olían miklu stærra atriði en t. d. járn eða kol, Verður það ofur skiljanlegt, þegar þess er gætt, hvar á jörðinni þessi verðmæti er að finna. Öll stórveldin nema helzt Japan eiga gnægð jáms og kola í sínu heimalandi. Þau þurfa ekld að óttast um að þau vanti járn eða kol, þótt til ófriðar kæmi og flutningar stöðvuðust. En um olíuna er allt öðru máli að gegna. Af stórveldunum eiga aðeins tvö, Rússland og Bandaríkin nægar olíulindir til eigin notkunar. Og í Bandaríkjunum eru þær olíulindir, sem þekktar era, þó ekki taldar meiri en svo, að vel geti þrotið innan 10—20 ára. Stóra-Bretland á engar olíu- Hndir heima fyrir. En í Vestur- Asíu, í Persíu og Mesopotamiu, hafa Bretar tryggt sér eiti- hverjar mestu olíuuppsprettur heimsins. Fyrir nokkrum ára- tugum leigði auðugur Englencl- ingur mestöll olíuréttindin í Persíu til 60 ára fyrir nál. milj. ísl. kr., og voru stjóm- endur þess menningarsnauða lands þá gersamlega óvitandi um, hvað þeir voru að gera. Og nú á 2 síðustu árum hef- ir verið lögð olíuleiðsla, helml- ingi lengri en ísland frá vestri ail austurs, frá olíulindunum austur við Eufrat-fljót í Meso- potamíu vestur að hafnarbæj- um við Miðjarðarhaf, yfir óbyggðar eyðimerkur. Er það hið mesta furðuverk. Japanar hafa geysilegar áhyggjur út af sinni litlu olíu. Heima fyrir eiga þeir næstum engar olíulindir, en í Man- sjúríu er nokkur olía og einnig á einni Sakalin, sem þeir eiga í félagi við Rússa. Er því bók- staflega sagt engin furða, þótt eldhætt sé á þeim landamær- um! Nú í ár hafa svo Japanar tekið upp það örþrifaráð að freista að tryggja sig með nýj- um olíulögum, sem eru alveg einstök í sinni röð. Með þeim lögum eru hin erlendu félög, sem flytja inn olíu, m. a. skyld- uð til að hafa ávalt 6 mánaða birgðir fyrirliggjandi í land- inu, og er ríkisstjóminni gefið ótakmarkað vald yfir þeim birgðum „ef nauðsyn ber til“. En nú hafa vísindin fundið nýja lausn á þessum málum. Það eru Þjóðverjar, undir stjóm Hitlers, sem lengst ganga í að hagnýta sér þessa aðferð. Er nú verið að hefja framkvæmdir um þessa vinnshi svo stórfelldar, að gert er rf.ð fyrir, að olíuframleiðslan geti verið orðin langt til nægileg fyrir landið árið 1937, þegar 4 ára áætlun Hitlers á að vera lokið. Áform Þjóðverja eru um! það, að vinna olíuna úr brún- kolum, og er það þó talsvert dýrara en að nota til þess steinkol, sem líka er nóg af í Þýzkalandi. En menn þykjast sjá hvað undir búi, því að steinkolanámumar era aðallega vestur undir lagdamæram Frakklands, en brúnkolin inni í miðju landi. Með komandi styrj- öld í huga eru áformin lögð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.