Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 3
' T í M I N N 15 Fréttir Smásöluverð á rjóltóbaki og munntðbaki má ekki vera hærra en hér segir: Rjól B. B, Mellemakraa B. B. Smalskraa „ „ Mellemskraa Obel Skipperskraa „ Smalskraa „ Mellemskraa Augustinus Smalskraa „ Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má smásöluverðið vera 3°|0 hærra vegna flutningskostnaðar. V, kg, bitinn kr. 11,20 Vgo — pakkinn — 1,20 Vso — — — 1,35 v20 — _■ — 1,20 ‘/W — — — 1,28 'Uo — — — 1,35 'Uo — _ — 1,21 V*o — — — 1,37 Tóbakseinkasala rikisins í Gerðahreppi í Grullbringusýslu er laus til ábúðar frá næstu fardögum að telja. Umsóknir um ábúð á jörðinni skulu komnar á skrifstofu sýslunnar fyrir 20. febrúar n. k. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósársýslu 20. jan. 1935 Ragnar Jónsson, settur. Tvö Kaupmannahafnarblöð liafa hirt viðtöl við Hermann Jónasson lorsætisráðherra, samkv. skeytum sem hingað hafa borizt þessa dag- ana. M. a. hafa þau lagt fyrir hann spumingar viðvíkjandi skrif- un> um ísland í enskum blöðum, Sambandslögunum og samvinnu við önnur Norðurlönd. Ráðherr- anh leggur aí' stað heimleiðis 8. íehr. Samningar tókust í gær í kaup- deilunni milli útgerðarmanna og sjómaiuia um kaup á togurum, seiri flytja fisk mili landa. Kjör sjómanna verða samkvæmt samn- ingunum svipuð því, sem stungið var upp á i miðlunartillögu sátta- semjata, En sú tillaga var eins og kunnugt er, felld af útgerðar- inönnum en samþykkt af sjó- mönnum. Hæstaréttardómur í hinu svo- kallaða „kollumáli“ eða l.iúgvitna- máli, sem íhaldið lf-t höiða gegn Hermanni Jónassvm forsætisráð- herra upp úr bæjarstjórnarkosn- ingunum í fyrravptur, var kveðinn upp í .jgær. Var Hermann Jónas- son, svo scm sjáh'sngt var, alger- legfl sýknaður, on Arnljótur Jóns- son 'rannsóknan.lnmaii M. C. í þessu máli, 0. tur fyrir óhæíilega niálsmeðferð. Allur kostnaður viö málavafstur þecta, á sámkv. dórnn- tim, að greiöast 'ir ríkissjóði, og mun hann vera talsverður. Ouðmundur Ásbjiitnssoii fulltrtii bæjarstjórnar Reykjavíkur í Mjólkursölunefnd hefir sagt sig úr nefndinni. í stað hans hefir í- iiaidið kosið Jakob Möller i nQfnd- ina, manninn, sem sumarið i931 vildi láta Reykjavik segja sig úr lögum við sv.eitirnar og stofna sjálfstætt riki! Mannskaði. Brezkur togari fórst með allri áhöfn í aftaka veðri við Látrabjarg síðastl. þriðjudagskv. 22. þ. m. Sendi skipstjórinn neyð- ar^k’eyti til nálægra skipa, en engri hjálp varð við komið. í Bandaríkjunum hafa undan- farna daga verið grimmdarfrost og einn daginn var 17 þumlunga enjór á götum New York borgar. Á Bretlandseyjum hafa verið ofsa- stormar. Mannfjöldi í Reykjavík. Samkv. bráðabirgðaskýrslu um niðurstöð- ur manntalsins í Reykjavík voru í lok síðasta árs um 32.900 íbúar í bBenum. Bæjarbúum hefir því fjölgað á seinasta ári um 1400 og er megnið af fjölguninni aðflutt fólk. Blökkumennska. Framkorna Mli). gagnvart Jónasi þorbergssyni á fimmtugsafmæli hans núna ný- skeð mun vera fordæmalaus and- styggð í íslenzkri blaðamennsku. þó að baráttan í opinberum mál- um hafi oft verið hörð hér á landi, tiai’a menn hingað til haft smekk- vísi og skapstillingu til þess að nota ekki slík tækifæri til að ráð- ast á andstæðing sinn með per- sónulegum þrælabrögðum. En vel fer á því, að það eru ekki merki- legri menn en ritstjórar Mbl., sem orðið hafa sér til skammar á þennan hátt. Maður verður úti. þorsteinn Gislason að Geitalandi varð úti á Miðfjarðarhálsi 22. þ. m. Vai- hans saknað þá um daginn og fóru um 60 manns að leita hans daginn eftir. Fannst hann þá á bersvæði og snéri andlitinu i veðrið. Er iialdið að hann hafi orðið bráð- bráðkvaddur. Héðinn Valdimarsson hefir verið kosinn formaður Fiskimálanefnd- ar. I nefndinni eru: Pálmi Lofts- son framkvæmdastjóri, Jón A. Pétursson hafnsögumaður, Júlíus Guðmundsson stórkaupm., Helgi Guðmundsson bankastjóri, Krist- ján Bergsson form. Fiskifélagsins, Guðm. Asbjörnsson kaupmaður og II. V. Ólafur Briem, sem verið hefir skrifstofustjóri Fisksölusamlagsins, hefir verið ráðinn skrifstofustjóri Fiskimálanefndar. Skriðuhlaup. í síðustu viku fóll skriða úr fjallinu fyrir ofan Sólbakka í Önundarfirði. Ónýtti hún töluvert af túnum Flateyrar- búa. þá kom hlaup úr tveim giljum nálægt vei-ksmiðju á Sól- bakka og. ollu þau allmiklum skemmdum á verksmiðjunni. A miðvikudaginn féll skriða úr fjall- Reykjavík, 28. janúar 1935 inu fyrir ofan Villingadal á In- gjaldssandi og eyðilagði hún meg- inið af túninu. Skriðan var um 2 in. á þykkt í sporðinn. Símasamband er nú við annan- livorn bæ i Mosfellssveit. Bæimir eru alls um 40 og er sími á 20 þeirra. A næstu árum verður unn- ið að því að koma síma á alla bæina. — Kjalnesingar hafa einnig í hyggju að koma upp sveitar- síma hjá sér og mun undirbúning- ur þegar hafinn. Úr Loðmundarfirði. í bréfi dags. 27. des. s. 1. úr Loðmundarfirði segir m. a. sem dæmi um veður- blíðuna þar: „í blómgarðinum Kolaverzlun SIOUR3AR ÓLAFSSONAR Simn.: KOL. Raykjavík. Simi 1933 lifna bellísar, kongaljós, gullfíflar og sóleyjar. Ein sóley hefir sprung- ið út þar og önnur í túninu". Dánardægur. Nýlátnar eru í Vesturheimi, Ragnheiður Eiríks- dóttir 76 ára gömul, ættuð úr Eiða- þinghá i Suðuimúlasýslu og Sig- ríður Jónsdóttir, 84 ára gömul, ættuð af Langanesi, Ragnheiður fór til Ameríku 1907, en Sigríður 1890. (Eftir Lögbergi). að fyrir nokkrumi árum hafði komist upp, að ráðunautur Jensens hellti vatni í mjólkina til að drýgja vöruna fyrir hús- bónda sinn. Thor Jensen var að vísu stærsti bóndi landsins, en íhaldið fami sárt til að eng- inn smábóndi hafði orðið fyrir því óhappi að vatn værj látið renna í mjólk hans eða mjólk- in í of litlum flöskum. Hér mætti bylgja bylgju. /Esing íhaldskvennanna gekk yfir bæinn eins og skrítin en hálfþægileg hitabylgja. OgVís- ir og Mbl., sem daglega fluttu langar greinar um söluskipulag. ið vx>ru eins og olía sem helt er í eld. En nú reis önnur halda móti hinni. Það var alda óbeit- ar og vantrúar á allan þennan gauragang. Ráðsettir menn vildu ekki koma nærri málstað Mbl. Þeini fannst Korpúlfs- stáðamjólkin ekki það álitlegri að öllu samantöldu, heldur en mjólkin fi'á venjulegum bænd- um, að þeir vildu leggja út í pólitískt áhættuspil fyrir gler- ið eða innihaldið. Þegar sr. Sveinbirni var boð- ið á hinn fyrri æsingafuhd kvennanna, stakk hann strax upp á við Guðrúnu Lárusdótt- ru að þeim fundi yrði útvarp- að, en frúin tók því hið versta. Hún fann með kvenlegri til- finningu, fremur en skynsemi, að málstaður hennar átti betur heima í kaffisamsætum' vel- klæddra en andlega volaðra kvenna í kvikmyndasölumi höf- uðstaðarins, heldur en í bað- stofum sveitakvenna, sem vinna frá morgni til kvölds að því að framleiða mjólk fyrir 12—14 aura lítrann. En miðstjórn Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins voru sammála sr. Sveinbirai um að þetta mál skyldi vera rætt í heyranda hljóði. Þær buðu hinum flokkunum hólm- göngu tvö kvöld í útvarpinu. Andstæðingarnir urðu þá að mæta. Ólafur Thors sendi full- trúa fyrir sinn flokk. Og bandamenn hans, Jón í Stóra- dal og Einar Olgeirsson, létu ekki standa á sér. Hálf þjóðin hefir nú hlustað á þessa þrenningu standa hlið við hlið móti Framsóknarmönn- um' og Alþýðuflokknum í því skyni einu að spilla fyrir þessu máli bjargráði bændastéttar- innar. Qg nú byrjaði undan- hald íhaldsins. í blöðum flokka- ins og á kvennafundum hafði allt eðli og framkvæmd mjólk- urlaganna verið fordæmt skil- yrðislaust. En nú varð að tala við þjóðina alla. Pétur Hall- dórsson hafði á kvennafundin- um _ skorað á konur að byrja mjólkurverkfall til að skaða bændur og knýja fram mjólk- urlækkun. Og hann hafði bein- línis kent konunum að þær skyldu svíkja mjólkina ofan í böm sín, með því að blanda mjólkina með volgu vatni, til að óvitamir skyldu síður verða varir við svikin. Að þessu leyti stóð P. H. alveg við hlið Einars Olgeirssonar, sem heimtar mjólkurverkfall til að kúga bændur. En P. H. var ekki sendur í útvarpið, heldur annar Pétur, sem annars greiðir eins atkvæði í þinginu í flestum málum. Og þessi Pétur sem tal- aði við sveitafólkið sagði að mjólkurlögin væru góð, sjálf- sögð og nauðsynleg. Hann bað Reykvíkinga að kaupa mikla mjólk af bændunum. Eftir því sem á leið umræðurnar varð fleira og fleira ágætt, nema helzt brauðin. Það var sú aauðásynd, að mjólkursamsal- an er búin að lækka brauðin fyrir íhaldsmönnum um 20%. Einmitt þetta er nú mesta sorgarefni bæði bakaranna og annar í sama flokki, sem selja of dýrt. Daginn eftir umræðumar var grátur og gnístran tanna í liði hinna æstu kvenna og hjá ritstjórum íhaldsblaðanna. Leið- togar íhaldsins höfðú eggjað blaðamenn sína og konur til óhæfilegra árása á bændur, at- vinnu þeirra og atvinnubætur. Og svo höfðu þessir sömu menn í útvarpinu frammi fyrir þjóð- inni raunverulega afneitað blöð- um sínum! og konum. Nú var ekkert eftir nema flóttinn. Hann verður rekinn að vísu, en með mildi og mannúð. Þeir sem velja sér sterkan málstað og sigra hafa efni á að sýna mannúð andstæðingum, sem hafa tekið að sér vonlausan málstað, barizt með grimmd, tapað og flúið. J. J. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Acta. Jónas Þorbergsson fimmtugur Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri v$rð fímnitugur 22. þ. m. og þann dag minntust nokkrir vinir hans úr Reykja- vík og nágrenninu þess með samsæti að Hótel Borg. Jónas Þorbergsson er fæddur og uppalinn í Suður-Þingeyjar- sýslu. Faðir hans var efnaiírill smábóndi. Hann missti konu sína frá þrem ungum drengjum og gekk þeim, eftir því sem framast var unnt, í stað bæði föður og móður. Allir þessir bræður hafa mannast vel og eru þjóðkunnir menn. Tveir hinir eldri, Hallgrímur fjár- ræktarfræðingur og Jón bóndi á Laxamýri, hafa lagt meiri stund á að nema fræðilega um fjárrækt, heldur en aðrir bænd- ur á sama tíma. Yngsti bróðir- inn fór aðra leið. Þrátt fyrir mikla fátækt og heilsuleysi á æskuárunum, brauzt hann gegnum skólanám í skólanum á Akureyri, þar sem mannast hafa margir af helztu forgöngu mönnum samvinnu- og lýðræð- ishreyfinganna hér á landi. Það- an fór hann til Ameríku og var þar sex ár í hinum erfiða skóla harðrar lífsbaráttu. Að þeim tíma kom Jónas heim og var í næstu 10 árin ritstjóri að blöðum samvinnumanna, Degi, á Akureyri og Tímanum í Rvík. Um áramótin 1930 tók hann við forstöðu útvarpsins og hefir gegnt henni síðan. Þegar Jónas Þorbergsson kom frá Ameríku og tók við ritstjórn Dags, var hann ó- venjulega fær til að stunda blaðamennsku. Hann hafði að eðlisfari mikla hneigð til rit- starfa, var létt um að rita, hafði margháttuð áhugamál, bæði um efnislega og and- lega hluti. Hann hafði þá þeg- ar fjölbreytta lífsreynzlu og hafði þroskast í hinum harða skóla þess, sem verður fyrst. og fremst að treysta á mátt og megin og ryðja sér og áhuga- málum sínum braut með eigin orku og ástundun. Jónas Þorbergsson varð strax áhrifamikill blaðamaður, svo að hann þótti þá og síðar í allra fremstu röð þeirra, er það starf hafa stundað hér á landi. Hann var hugkvæmur um áhugamál, djarfur og markviss í sókn, en varfærinn og gætinn í vöm. Var Dagur lesinn með mikilli eftirtekt af áhugasöm- um mönnum um allt land. Með- an Jónas var ritstjóri Dags á Akureyri átti hann meginþátt í að hrinda af stað og í fram- kvæmd með mörgum öðrum ágætum mönnum hinu mikla verki, að koma upp berkla- spítala fyrir Norðurland að Kristnesi. Þau tíu ár, sem Jónas Þor- bergsson var ritstjóri að blöð- um samvinnumanna, óx flokkn- um mjög fylgi um allt land og mun enginn neita því, að hann átti mikinn þátt í sigrum flokksins og vaxandi gengi. Sjálfur var hann í framboði 1931 og var þá kosinn þing- maður fyrir Dalasýslu. Hefir mörg-um Framsóknarmönnum orðið að harma það, að atvikin hafa hagað því svo, að hann starfar nú að alþjóðlegu en ekki flokkslegu málefni. Tvennt einkenndi mjög starf J. Þ. meðan hann var blaða- maður. Annað voru meðfæddir hæfileikar hans til að taka með mikilli skarpskygni lögfræðis- lega á málum, og hitt var hæfileiki hans til góðrar fjár- stjómar á fyrirtækjum þeim er hann stýrði. Á Norðurlandi voru lengi í minni höfð viðskipti hans við íhaldsmenn á Sauðárkróki. Nokkrir forsprakkar andstæð- inga hans þar höfðu fengið all- marga menn til að undirrita einskonar ávarp til ritstjóra Dags, og var það birt í öðru blaði á Akureyri. Var J. Þ. þar borinn sökum um óviðeigandi rithátt. En þeir, sem ávarpið sömdu, höfðu ekki gætt betur en svo orðalags í þessari „áminningu“, að í því voru hin frekustu meiðyrði og vörðuðu við lög. En J. Þ. brá við skjótt og stefndi í einu 32 mönnum, er undir ávarpið höfðu ritað, og á meðal þeirra var sýslu- maður og dómari Skagfirðinga. Vann J. Þ. málið, svo sem viia mátti, og þótti þessi stefnu- för eigi lítil tíðindi í Skaga- firði. — Á Akureyri hlaut J. Þ. líka mikla æfingu í rekstri mála. Mætti hann oft 1 rétti fyrir Böðvar Bjarkan, sem vandaði þó jafnan mjög til mál- færslu sinnar. Það kom og vel fram hér syðra, eftir að J. Þ. tók við ritstjóm Tímans, hversu töm honum var gagnrýni í slíkum efnum. Má á það drepa t. d., hversu mikla vinnu hann lagði í að leggja Hnífsdalsmálið, Stokkseyrarmálið, Shellmálið og Bolungarvíkurmálið ljóst fyrir almenning og hversu glöggar voru greinar hans um þau mál. Vildu sumir ekki trúa, að ólög- fróður maður hefði skrifað. Fjármálamennska J. Þ. kom glöggt fram, bæði meðan hann starfaði við Tímann og Dag og síðar við útvarpið. Hann var allra manna duglegastur að afla blöðum þeim er hann stýrði tekna með auglýsingum og góðu skipulagi á innheimtu. Verður sérstaklega vikið að þessu efni í sambandi við út- varpið. Þegar J. Þ. hætti blaða- mennsku eftir 10 ára starf, naut hann almennrar viður- kenningar fyrir mikla hæfi- leika til þeirra starfa. Flestir þekktu skarpskygni hans og vígfimi í sókn og vöm mála. En þeir, sem nær stóðu þekktu! hagsýni hans og áhuga fyrir því að gera fyrirtæki þau er hann stýrði fjárhagslega sjálf- stæð. Með áramótunum 1930 byrj ar nýr þáttur í starfsemi hans. Hann hættir að vera blaða- maður og byrjar að byggja upp með nýju og heilbrigðu skipu- lagi eitt stærsta og að mörgu leyti mesta menningartæki þjóðarinnar, útvarpið. Það varð að skipta um vinnuaðferð. 1 stað þess að vinna sigra á and- stæðingunum með því að beita allri vígfimi til að vera sem! markvissastur í sókninni, þá var nú megináherzlan lögð á hið fullkomnasta hlutleysi, að vera þjónn allrar þjóðarinnar og hvergi andstæðingur. Sumir þeir, sem átt höfðu í höggi við J. Þ. meðan hann - var blaðamaður og þótt hann oft höggva stórt og vera bein- skeyttur í meira lagi, þóttust ekki vilja trúa því, að hann gæti gætt nægilegs hlutleysis í útvarpinu. Hófu andstæðingar hans að honum sókn, bæði leynt og opinberlega, og með álíka smásmygli eins og þegar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.