Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 2
14 T 1 M I N N Úr stjórnmálasögu íslendinga 1934 Eftir Jónas Jónsson A að borga mfölkina með Morgnnblaðiim? Alþingi það, sem hinir ungu ráðherrar stýrðu, var styttra en nokkurt þing hefir verið á síðustu 10 árum, og þó afkaat- aði það meiri umbótalöggjöf heldur en nokkurt annað þing fyr eða síðar, nema ef vera skyldi þingið 1928. Auk fjöl- margra minni mála var á þessu þingi komið skipulagi á fjórar stærstu söluvörur íslenzkra framleiðenda: kjöt, mjólk, fisk og síld. Þar að auki skilaði þingið greiðsluhallaíausum fjár- lögum og aflaði skatta, sem flialdið hafði hindrað Á. Á. frá að fá fram þau þrjú ár, sem hann gegndi fjármálaráðherra- störfum. Það lætur að líkindum, að ekki var unnt að koma fram svo mörgum stórmálum á stuttu þingi nema með mikilli vinnu. Þingmenn stjórnarflokk- anna unnu nálega allan þing- tímann eins og hásetar á tog- urum Kveldúlfs áður en vöku- lögin komu. íhaldið og félagar þess, Þ. Br. og Hannes, gerðu allt, sem þeir gátu til að tefja fyrir framgangi umbótamál- anna og það var enginn annar kostur að brjóta mótstöðu þeirra nema nieð löngum næt- urfundum. En með því að beita bæði þrautseigju og harðfylgi, tókst að bjarga öllum hinum þýðingarmestu málum! gegnum. þingið, þeirra, sem lögð voru íyrir það. Samstarf stjómarflokkanna var yfirleitt mjög gott. Alþýðu- flokkurinn fékk í kosningunum 10 þingmenn eins og búast mátti við fyrirfram, en Fram- sóknarflokkurinn fékk 15 þing- menn, var nálega búinn að fá 18 þrátt fyrir hið hættulega samsæri, sem gert var móti honum. Sigur Framsóknarfl. kom andstæðingunum algerlega á óvart, og vegna hans hefir það tekizt, sem nú er fram komið, að byrja á þróttmiklum umbótum í stað þess að annars var stefnt að niðurdrep.i frelsis og framfara. Kosningasigurinn var mikill og dýrmætur í öllum afleiðing- um, hverjum Islendingi, sem óskar frelsis sér til handa og menningarlífi handa þjóð sinni. Og þó er þessi sigur ekki nem'a byrjun, ekki nema fyrirboði þess, sem þjóðin þarf að unna sér sjálfri. En það er langt og samfellt tímabil, þar sem um- bótaflokkarnir vinna að því að reisa land og þjóð úr rústum eftir gamla og nýja óstjórn kyrstöðumannanna. Frelsi landsins og menningu hefir verið bjargað. Tvær hlið- stæðar fylkingar: smáframleið- endur og verkamenn standa hlið við hlið andspænis íhald- inu og vinum: þess. Umbóta- flokkamir vita, að lýðræðið heimtar sterka stjórn og starf- samt þing. Þjóðin hefir fengið þessa ósk uppfyllta. Árið 1935 byrjar með margháttuðum erf- iðleikum um verzlun og fram- leiðslu. En viðreisnin er byrjuð í atvinnumálunum. Þjóðin hef- ir fengið greiðsluhallalaus fjár- lög. Ábyrgðaflóðið hefir verið stöðvað. Kommúnisminn er að visna upp og svartliðarnir heyr- ast ekki nefndir. Oflátungar íhaldsins eru hættir að reyna að fljúga á tómu yfirlæti. Fóst- ursonur Kveldúlfs er hættur að hafa kjark til að níða sam- landa sína í erlendum blöðum. Þrátt fyrir ytri erfiðleika er að koma meira jafnvægi og ró í þjóðlífinu. Gyllingar rauðra, brúnna og svartra ofbeldis- hreyfinga hafa orðið sér til minnkunar. Æska landsins hallast að starfi,. að skipulagi, að frelsi, að menningu. Smá- framleiðendurnir um land allt, taka höndum saman innbyrðis. Samvinnan er fjöregg þeirra. Vegna samvinnunnar og þess þroska, sem hún veitir, bera þeir gæfu til að hafa nýtilegt og hleypidómalaust samstarf innbyrðis og við sjómenn og verkamenn. Vinnandi stéttir landsins vita, að undir staifi þeirra og forsjá er komin gifta lands og þjóðar um ókomin ár. ______________________J. J. Tvö lömb sem ég á ekki, voru mér dreg- in s. 1. haust, með mínu marki: sýlt hægra, fjöður aftan og hangfjöður aftan vinstra. Guðrún Guðmundsdóttir, Grindavík. Sími 7. Ein af þeim kröfum!, sem íhald og kommúnistar héldu var það, að Samsalan ætti að lána mjólkina, eftir því sem kaupendum þóknaðist. Vitan- lega er þessi krafa til þess gerð að reyna sem fyrst að eyðileggja starfsemi Samsöl- uxmar. Lánastarfsemi er eitt | það hættulegasta, sem fyrir hag Samsölunnar getur komið. 1 útvarpsumræðunum héldu íhaldsmenn þessu einnig fram. En það var einungis einn 1 þeirra, sem duldist ekkert við um það í hverjum tilgangi þetta væri fram borið. Það var Magnús Jónsson. ' Hann sagði þessi merkilegu orð m. a.: „Það á að lána mjólkina eins og blöðin eru lánuð“. Þetta mun vera mælt af óvenjulegri hreinskilni og óvenju ófalinni meiningu, þeg- ar þessi maður á í hlut. Ihaldsmenn hafa dreift sorp- blöðum sínvun út um allt land, troðið þeim inn á nær hvert heimili, jafnótt og þau voru; send aftur til feðra sixma í Reykjavík. Meðan Islandsbanki var í þeirra höndum, lá á því þung- ur grunur, að þeir notuðu hann sem einskonar flokkssjóð. Þeir veittu úr honum fé til gæðinga sinna, sem svo héldu aftur uppi blaðakosti íhaldsins. Og þegar bankinn féll í rústir í höndurri þeirra, lognuðust ekki færri en fjögur íhaldsblöð út af nær samtímis. Síðan ná íhaldsmexm fé til sinnar blaðaútgáfu m. a. gegn- um ýmsa okrara og braskara- starfsemi. Þeim er enn mokað út um allar sveitir, þrátt fyrir þá andstyggð, sem þar er á þeim víðast hvar. íhaldsmenn lána þau óbeðið og vita að fæst- um dettur í hug að borga svikna vöru, óumbeðna og við- bjóðslega, eins og blöð íhalds- ins eru. En nú hefir Magnúsi Jóns- syni dottið snjallræði í hug. Hann langar í mjólk, er ekki al- veg frá því að þiggja „sam- sullið“ ef hann fær það lánað. Þessvegna slær hann fram í út- varpinu þessari upástungu: Þið bændur skuluð lána okk- ur mjólkina ykkar. 1 staðinn lánum við svo ykkur blöðin okkar. Þessi hugsun og þessi hugs- un ein, var það, sem fólst í beiðni M. J. til bænda um lán- aða mjólk. Framleiðendur áttu að lána hana eins og íhaldið lánar blöðin, þ. e. fá hana aldrei goldna. Svona hákristileg er hún um- hyggjan fyrir þeim hluta þjóð- arinnar, sem á lífsafkomu sína undir viðunanlegu verðlagi og skilvísri greiðslu mjólkurinnar. Svona fíflslegan fláttskap gat naumast nokkur annar borið fram en Magnús Jónsson. Bóndi hér í nágrenninu, sem undanfaríð hefir selt sína mjólk beint í bæinn til neytenda, fyr- ir 42 aura lítrann, hefir tjáð blaðinu það, að hann telji sig græða á starfsemi Samsölunn- ar nú þegar. Hann lánaði m. a. Mbl.-mönnum mjólk — og þeir guldu hana með Morgunblaðinu og Vísi. Með öðrum orðum, þrátt fyrir 42 aura verð á lítra, tapaðist svo mikið af andvirð- inu eða fór í fyrirhöfn við inn- köllun, að bóndinn kveðst aldrei hafa fengið meir inn en 28—30 aura fyrir lítra. Nú kveðst hann græða það a. m. k. sem svaraði fyrirhöfninni við inn- heimtu mjólkurverðsins. Smáframleiðendur eiga nú eftir kenningu Magnúsar dós. að lána sína lífsbjörg, bæði honum og öðrum íhaldsmönn- um. Hann hefir góð orð um að senda þeim Mbl. í staðinn. Mj ólkurframleiðendur! Finnst ykkur ekki tilboðið glæsilegt? Tveir Pétrar Ihaldsmenn hafa í xrijólkur- málinu teflt fram tveim Pétr- uiri til þess að túlka sinn mál- stað. Báðir eru íhaldsmenn og báðir þingmenn og báðir trúir þjónar sinnar stefnu. Annar var sendur út til þess að tala til landslýðsins alls, í útvarpið. Það var Pétur Magn- ússon. Haxm þótti hæfilega vandaður til þess að leika hlut- verk hins umhyggjusama bændavinar. Og hann fullyrti fyrst að mjólkurlögin væru sett til þess „að bæta kjör framleiðenda, án þess að íþyngja neytendum“. Áður hafa flokksblöð íhalds- llnnMH IM . mun framvegis aðeins veita þeim umsækjend- um ókeypis för til útlanda með skipum h. f. Eimskipafólags fslands, sem láta fylgja um- sóknum sínum sönnunurgögn fyrir því, að þeir hafi fengið heimild til kaupa á erlendum gjald- eyri, er svari til kostnaðarins við fyrirhugaða dvöl þeirra í útlöndum. ins fullyrt mánuð eftir mánuð, að mjólkurskipulagið hafi af stjórnarflokkunuiri verið til þess sett að eyðileggja frairi- leiðslumöguleika bændanna. Það er ekki í fyrsta sinn, að þingmenn flokksins eru látnir vitna á móti sínum eigin mál- gögnum, sínum innsta hug, áhugaefnum og sannfæringu, þegar kjósendaóttinn knýr hjarta þeirra niður í buxumar. En Pétur Magnússon sagði fleira lærdómsríkt. Hann sagði þetta m1. a.: „Mjólkurneyzlan á að aukast sem allra mest“. Þetta er Pétur Magnússon látinn segja- við fólkið, sem á sína afkomu undir sölu mjólk- urinnar. En svo á íhaldið annan Pét- ur, Pétur Halldórsson. Hann þykir raunar ekki beinlínis heppilegur í útvarpið, þótt hann sé öllu meira metinn í íhaldsflokknum en nafni han3. En Pétur Halldórsson er ágæt- ur fyrir Reykvíkinga. Þar er óhætt að sleppa honum laus- um. Þessi þingbróðir og flokks- bróðir P. M. hefir og sínar skoðanir á hlutunum, þar á meðal mjólkinni. Og það er tal- ið alveg óhætt og m'eir að segja sjálfsagt ag lýsa þeim fyrir borgarbúum. Pétur Magnússon sagði bændunuhi, sem selja mjólkina, að neyzla hennar ætti og þyrfti að aukast sem mest. Pétur Halldórsson segir Reykyíking- um', sem kaupa mjólkina, að neyzla hennar eigi að minnka sem mest. Fólk eigi að neita sér um mjólk framleiðendanna, en blanda það litla, seiri þeir kaupi með vatni. Þetta eru pistlar hinna tveggja Pétra, sem' báðir þjóna undir sama flokk og sömu hagsmuni: Annar er látinn segja við bændur: Við viljum og skulum vinna ykkur allt það gagn, sem vig getum, m. a. kaupa af ykkur mikla mjólk. Hinn segir við sína útvöldu í Reykjavík: Við skulum kúga f'ramleiðendurna inn á gamla ólagið með því að kaupa ekki mjólk af þeim1, en blanda það ■ litla, sem við fáuiri, með heitu vatni. Annar Péturinn er postuli sveitanna og er stundum nefnd- ur Pétur afneitari. Hinn er postuli höfuðstaðar íhaldsins og fer með kenningu flokksins hreina og klára. Þeir eru báðir þjónar hins sama föðuri. Jörð . » i í Borgarfirði til sölu: Nýbyggt íbúðarhús úr steinsteypu. Úti- hús öll jámvarin, er taka 140 fjár, 5 kýr, 8 hesta. Tún nál. 200 hesta, slétt með fjárheldri girðingu. Engjar útfrá því. Verð kr. 8V2 þús., sem mest hvílir á jörðinni. Nánari uppl. á afgr. blaðsins. TRYGGINGU hafa menn fyrir að fá góðar vörur með góðu verði, með því að verzla við Kaupfélag Reykjavíkur. TRÚLOFUNARHRINGAR ávalt fyrirliggjandi. HARALDUR HAGAN, Austurstr. 3. Sími 3890 Flótti íhaldsins Helmingur þjóðarinnar hefir nú í tvö kvöld hlustað á um- ræður út af mjólkurskipulaginu nýja. Við þær umræður hefir margt komið í Ijós, sem áður var lítt kunnugt almenningi, en sem hefir þýðingu fyrir af- komu þúsunda manna í land- inu. Hreyfing í þessu máli byrjar með löggjöf, sem Sig- urður í Yztafelli og Jörundur Brynjólfsson koma á 1917 fyrir Reykjavík. Næsta stigið er það, að Kaupfélag Eyfirðinga kemur upp ágætu mjólkurbúi og mjög fullkomnu skipulagi á öll mjólk- urmál Eyfirðinga. Þriðja stig- ið er það, er Framsóknarmenn á þingi beitast fyrir löggjöf um mjólkurmál. Byrjaði sú barátta 1932 en málið náði ekki frarri að ganga fyr en með bráða- birgðalögum Hermanns Jónas- sonar síðastliðið sumar. Framsóknarflokkurinn hefir staðið fyrir%allri þessari bar- áttu. Ihaldið notaði aldrei lög- in frá 1917. I Eyjafirði stóð það frá byrjun móti mjólkur- í mjólkurmálinu samlaginu og hafði í fyrstu allt illt á homum sér að skipta við þá stofnun meðan það gat komið nokkuru við. Óg á þingi eyðilagði íhaldsflokkurinn og Jón í Stóradal allar nýtilegar tillögur í mjólkurmálinu árin 1932, 1933 og 1934, þar til kosningar skáru úr. Ihaldsmenn gerðu mikinn að- súg að ríkisstjórninni fyrir mjólkurlöggjöfina. Má heita að Vísir og Mbl. hafi aldrei linnt látum nú í heilt ár að spilla fyrir lögunurii. I þessum blöð- um hefir aldrei komið nein vin- samleg grein um málið. Pétur Ottesen heldur því fram í Mbl., að þingmenn íhaldsins í Reykja vík séu að vísu móti málinu, en aðrir þingmenn flokksins séu því meðmæltir. En þá er mjög misskipt dugnaði þessara manna. „Vinir“ mjólkurmálsins úr íhaldsherbúðunum sjást ekki né heyrast. öll blöð flokksins eru opin fyrir óvinum skipu- lagsins, en lokuð fyrir hinum ósýnilegum „vinum“. Á þingi beittu íhaldsmenn endalausri málþófi gegn mjólk- urlögunum, og þeirri aðferð sem háskalegast var að fylgja, allskonar fleygum og meinlok- um. Ef Framsóknarmenn, Al- þýðuflokkurinn og M. T. hefðu ekki staöið fast saman um málið er fullvíst, að íhaldið hefði látið það stranda eins og áður. Bráðabirgðalögin, sam- þykkt laganna á Alþingi og framkvæmd þeirra er eingöngul byggð á samkomulagi og sam- heldni samvinnumanna og verkamanna. Samsalan tók til starfa 15. jan. Sama dag svívirti Mbl. alla bændur, sem framleiða mjólk til sölu í Reykjavík, með því að kalla vöru þeirra „samsull". Blaðið hafðí þetta smekklega orð tvisvar sinnum í sömu greininni. Eina hreina mjólkin var frá Thor Jensen, og það engu síður sú mjólk, sem hann kaupir af ýmsum og selur með sinni m jjólk. Blaði.ð kom því óvart upp hve rótgróna fyrirlitningu það hef- ir á. bændastétt landsins og vinnu en auðvirðilega aðdáun á spekúlantinum, seiri aldrei Ieggur sjálfUr hönd á plóginn. Árásir íhaldsblaðanna urðu nú æstari með hverjum degi. Bæði dagblö ð íhaldsins kepptust um að ljúga um mjólkurmálið, um starfsmenn samsölunnar, og starfrækslu hennar. íhalds- flokkamir hugðust að gera mál. ið að kosningamáli fyrir sig í kaupstöðunum. En vegna nauð- synjar málsins og fylgis þess í sveitum, þorðu! leiðtogar flokksins ekki að gera sig bera að of miklum fjandskap opin- berlega. Þeir tóku þá það ókarl- mannlega ráð að etja konum sínum fram. Boðuðu nokkrar æstar íhaldskonur til tveggja æsingafunda um málið. Sr. Sveinbjöm komu á fyrri fund- inn, en Hannes dýralæknir á hinn síðari. Fengu þeir að tala litla stund, en ef þeir eða aðrir vildu koma með skýringar um málið, sem íhaldinu komu ekki vel, stöppuðu hinar reiðu frúr og létu ýmiskonar illumi látum. Höfðu smalar íhaldsins hóað þessum konum saman, í flokks- hagsmunaskyni, en ekki til að ræða málið. Á þessum fundum kom Ein- ar Olgeirsson og fleiri kommún. istar fram; við hlið íhaldsins og stóð með því að tillögurii fyrst og fremst þeim að lækka þegar í stað mjólkina ofan í 35 aura. Jafnframt krafðist „samfylk- ingin“ þess að bændur lánuðu mjólkina, að búðir væru jafn- margar og áður, að mjólkin ætti að vera óhreinsuð eins og fyr. íhaldsfrúmar og kommún- istar voru alveg sammála um að halda við öllum göllumi hins gamla sleifarlags, en lækka mjólkina fyrir bændum engu síður. Fyrstu dagana sem sairisal- an starfaði var hið nýja skipu- lag ekki að fullu; búið að laga sig eftir þörfmn bæjarbúa. En urn það ollu mestu samtök í- haldsins um að látast ekki vilja neina mjólk nema frá Thor Jensen. Voru það samtök, og fyrirskipun frá leiðtogum íhaldsins, alveg eins og hinar reiðu frúr voru leiksoppar í höndum þeirra. Tilgangurinn var auðsær: að skapa samsöl- unni sem mesta erfiðleika, 0g freista að eyðileggja hana, því að þá var bændunuiri þrýst niður í fyrra kaupleysi, verka- menn sviptir von um að skipu- lagið hjálpaði þeim, en Korp- úlfsstaðabúig og vinir þess því betur sett. En meðan stóð á þessuin átökum komst upp að mjólkin frá Korpúlfsstöðum var að nQkkru leyti seld á of litlum flöskum. Hefir Thor Jensen verið stefnt fyrir að selja eftir sviknu máli og er það mál nú hjá dómstólunum. Jensen af- sakaði sig með því, að hann græddi ekki á því að flöskum- ar væm litlar, því að það, sem í þær ætti að fara, en kæm- ist ekki fyrir, rynni út á gólf- ið. Eftir því ættu um 40 lítrar af Korpúlfsstaðamjólk að flæða um' gólfið á vinnuherberginu á hverjum morgni. Þætti slík umgengni ekki búmennska hjá smábændum í sveit. Sviknu flöskumar frá Korp- úlfsstöðum komu eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir leiðtoga íhaldsins. Þeir voru í þann veg- inn að skapa almenna dýrkun á kúnum á Korpúlfsstöðum, á mjólk þaðan og á eigendumi búsins. Og nú var sannað að einmitt frá þessurri helgistað íhaldsins var daglega dreift út mörg hundruð flöskum með sviknu máli. Þá rifjaðist upp,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.