Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1935, Blaðsíða 4
16 T í M I N N sönnuð þótti sjóðþurð á Skúla Thoroddsen sem sýslumann af því að í tveggja ára endurskoð- un fannst skekkja sem munaði 1 krónu og 65 aurum. Eðli þessa áróðurs sást bezt á því, að um leið og útvarpsstjórinn hætti að vera þingmaður, félla ásakanir andstæðinga hans nið- ur með öllu. tJtvarpið var nýmæli á ís- landi. Aðeins ein tilraun hafði verið gerð áður og misheppn- aðist svo sem mest mátti verða. Jónas Þorbergsson varð að byrja hér algerða nýsköpun og hann gat ekki nema að nokkru stutt sig við erlenda reynslu, af því að skilyrði hér voru alveg sérkennileg. Tak- mark hins nýja útvarpsstjóra var að gera útvarpið íslenzka sem allra bezt úr garði, og að leggja þegar í byrjun trausta undirstöðu. Skipulagsbreyting sú, sem gerð var með lögunum 1930, var samkvæmt hans til- lögum, þar sem meðal annars var tekin upp einkasala við- tækja. Var honum falið að stofnsetja verzlunina árið 1930. — Þá lagði hann hina mestu stund á að fá heppilegt starfs- fólk. Kom honum þar að góðu halda meðfædd skarpskygni og fjölbreytt lífsreynsla. Tókst honum að velja að útvarpinu hvem starfsmanninn öðrum nýtari, jafn konur sem karla. Sjálfur telur hann sig hafa notið ómetanlegrar aðstoðar í skipulagssstarfinu af samstarf- inu við verkfræðing útvarpsins. En þar fannst líka laginn mað- ur, Gunnlaugur Briem, sonur Sigurðar Briem póstmálastjóra, íjölmenntaður um verkfræðileg efni og ágætur starfsmaður. Þegar fengin voru góð áhöld, heppilegur húsakostur og ágætt starfsfólk var lagður undirbún- ingur að gagnlegu starfi. Vegna rúmleysis verður sú saga ekki sögð nema í stuttu máli hér. Útvarpsstjóri hefir með höndum umsjá með skrif- stofuhaldi, fjárreiðum, inn- heimtu afnotagjalda og alit eftirlit ■ með daglegum fram- kvæmdum. Um dagskrá ræður hann ekki, en stjórnar dagleg- um fréttaflutningi. Hefir hon- um tekizt að vanda svo áreið- anleik fréttanna, að allir trúa útvarpinu. Allar tilraunir fyni andstæðinga J. Þ. í þá átt að sanna hlutdrægni á útvarpið, hafa fallið um sig sjálfar og orðið að engu. Og í fjármálunum getur út- varpsstj órinn líka hrósað sigri. Hann hefir gert útvarpið að vel sjálfstæðu fyrirtæki fjár- hagslega. Á fjórum árum er gróðinn af verzluninni með út- varpstæki 500 þús. kr. og þó eru tækin seld V3—V4 ódýrari en í næstu löndum. Gróðinn af auglýsingum er orðinn um 25 þús. kr. á ári og af frétta- stofu og ýmsum aukastörfum um 15 þús. kr. Hlustendum hefir fjölgað svo, þrátt fyrir kreppuna, að eigendur tækja eru nú yfir 10 þús. og óhætt að fullyrða, að 50 þús. af þjóðinni hlusti stöðugt á útvarp og oft fleiri. í stað þess að menn bjuggust við að útvarpið á ís- landi hlyti að verða byrði á skattþegnunum í svo stóru og strjálbyggðu landi, þá er nú svo komið að • útvarpið getur með sínum eigin tekjum staðið undir afborgunum af dýrri stöð og húsi, greitt kostnað við skemmti- og fræðslustarfsemi sína og þó átt skilding til að koma upp hleðslustöðvum fyrir fólk í dreifbýlinu, og til að bæta stöðina sjálfa, ef þess þarf með til að forðast erlenda samkeppni um öldulengdir. Jónas Þorbergsson hefir komið á þremur nýmælum,, sem hvergi eru þekkt við út- varpsrekstur nema hér á landi, en eru til samans undirstaða að gengi útvarpsins. Fyrst er einkasala á viðtækjum. Hún tryggir notendum hin beztú tæki með lægra verði eins og áður er sagt, heldur en þekk- ist í næstu löndum, þar sem einstakir menn annast söluna. Og samt græðir ríkið á annað iiundrað þúsund krónur árlega á heildsölunni og hefir þaðan meginstuðning við daglegan rekstur fyrirtækisins. 1 öðru lagi er viðgerðarstofan. Verk- efni hennar eru almennar viðgerðir og breytingar á tækj- um, miklar ókeypis leiðbein- ingar um meðferð og viðgerðir. Viðgerðarstofan hefir námskeið fyrir viðgerðarmenn utan af landi og menn í förum út um land til viðgerða 0g eftirlits. Loks hefir útvarpið í sambandi vig viðgerðarstofuna styrkt á einu ári 30 hleðslustöðvar, til að létta fyrir þeim, sem eklci hafa rafmagn og verður þeirri starfsemi vafalaust haldið áfram. 1 .þriðja lagi er frétta- stofa útvai-psins algerlega ný og frumleg stofnun hér á landi. Fréttastofan hefir fréttamenn út um allt land, í hverju hér- aði, kaupstað og á skipaflot- anum. Samhliða þessu tekur fréttastofan fregnir frá mörg- um útvarpsstöðvum í öðrum löndum handa hlustendum sín- um og heimilar síðan dagblöð- unum til birtingar eftir samn- ingi. Það mun hafa verið von sumra gamalla andstæðinga Jónasar Þorbergssonar, að þeim gæti tekizt með pólitískri rangsleitni að flæma hann frá útvarpinu og hindra hann frá atvinnu. Það myndi síðarmeir hafa þótt lítið frægðarverk að svifta útvarpið þeim húsbónda, sem á fáum árum hefir megn- að að gera hag þessarar stofn- unar miklu meiri 0g traustari, heldur en nokkur gat búizt við að hægt yrði að gera á svo skömmum tíma. En jafnvel þó að siíkt óhappaverk hefði mátt vinna á útvarpinu, þá gætt’Ji andstæðingar hans ekki að því, að J. Þ. er einn hinn mesti blaðamaður af núlifandi ís- lendingum, og að jafnan er mikil eftirspurn eftir vinnu slíkra manna. En að líkindum hafa þessir menn ennþá síður haft vitneskju um það að út- varpsstj órinn gæti allt í einu verið orðinn heppilegur hús- bóndi fyrir samvinnufyrirtæki, sem þyrfti að fá glöggan og útsjónarsaman forráðamann. Saga útvarpsstjórans er táknmynd um það, sem gerist hvarvetna á Islandi og hvar- vetna í næstu löndum heims- ins. Úr fátækum heimkynnum sveitanna koma hinir ötulustu og afkastamestu forráðamenn. I hörðum skóla lífsbaráttunn- ar temja þeir krafta sína, sýna í verki mátt sinn og verða eft- irsóttir af því mannfélagi, sem aldrei hefir nógu marga dugn- aðarmenn til vandasamra starfa. Þannig er sagan um munað- arlausa drenginn úr Þingeyjar- sýslu, sem hafði lítið annað en góðar gáfur og menningu átt- haga sinna í veganesti út í lífsbaráttuna, en er nú búinn að sýna í vandasömum störf- um hve miklu þvílíkir menn geta áorkað áður en þeir verða 50 ára gamlir. Vinir og sam'verkamenn út- varpsstjórans geta á þessum eftinninnilegu tímamótum ekki óskað honum betri óska en að hann haldi inn á leiðir kom- andi ára sömu óhvikulu stefnu og hingað til. J. J. Reykjavík. — Sími 1249. Niðursuðuverksmiðja Reykhús Símnefni Slátui’félag. Bjúgnagerð Frystihús Pramleiðir og selur í heildsölu og smásölu: NiðursoðiS kjöt- og íiskmeti, fjölhreytt úrval. Bjúgu og allsk. áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæöi. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútíma kröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Fióamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Prjónavólar Husqvarna- prjóuavélar ern viðurkenndar fyrir gæði Þó er verðið ótrulega lágt Samband ísl. samvinnufélaga Fóðurbætir Bezti foðurbætirinn er S.I.S. - FódnrManda. Samband ísl. samvinnufélaga I Nýiu Rósarsápa, Möndlusápa. Baðsápa, Pálma- sápa, jafnast fyllilega á við beztu erlend- ar sápur. Biðjið um Sjafnar handsápur. 1 Vetrarföt oé vetrarfrafikar Nýkomið úrvai af smekklegum fata- og frakkaefnum, Rynnið yður vöru og verð, GEFJUIV Laugaveg 10 Simi 2838. Jörðin Elliðakot í Mosfellssveit fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. . Á jörðinni er járnvarið, stórt íbúðarhús, ásamt geymslu og fénaðarhúsum. G-irðingar og nýrækt mikil, og ótakmörkuð rækt- unarskilyrði út frá túninu á grjótlausu landi. Kúa- og sauðfjárjörð ágæt. Jörðin liggur ca. 15 km. frá Reykjavík. Allar nánari upplýsingar gefur: Einar Ig. Einarsson Lághoiti, Reykjavík. Jörð til söíu Hálf jörðin Úthlíð í Biskupstungum er laus til ábúðar og leigu, frá næstu fardögum að telja. Upplýsingar gefur MAGNÚS V. MAGNÚSSON, Ingólfsstræti -9. — Sími 8124. Gula bandið bezt og ódýrast, aðeias krónur 1.30 kílóið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.