Tíminn - 05.03.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1935, Blaðsíða 2
84 T í M I N N Fjárlagaræðan 1935 flutí af Eysieini Jónssyni fjármálaráðherva við 1. umræðu fjáriaganna í sameinuðu Alþingi 26. fehr. Áður en ég vík að frv. því til fjárlaga fyrir árið 1936, sem ! hér liggur fyrir til 1. umr., vil ég, svo sem venja hefir verið til, gefa yfirlit um afkomuna | á árinu 1934. Er mér jafnskylt ! að gefa þetta yfirlit þótt núv. ! ríkisstjóm hafi tiltölulega lítil áhrif getað á það haft, hvera- ig aíkoman varð á því ári. Eins og kunnugt er, er afkoma rík- issjóðs að verulegu leyti ráðin fynríram með samningu fjár- laga, en það sem á vantar, að hún sé ráðin með fjárlögum, er afráðið þegar verklegar l'ramkvæmdir eru ákveðnar, en shkt gerist alltaf framan af ári. Vil ég þá byrja með því, að gefa yfirlit yfir rekstursaf- komu ríkissjóðs. En yfirlit þetta hlýtur þó að verða með þeim fyrirvara, að tölur geta breyzt nokkuð við endanlegan frágang reikninganna, þótt ekki ættu þær breytingar að vera stórvægilegar eða hafa mikil áhrif á heildarniðurstöð- una. Eins og rekstraryfirlit og sjóðsyfirlit (sem birt eru á 3. síðu hér í blaðinu), bera með sér, hafa útgjöld ríkissjóðs farið mjög verulega fram úr áætlun á árinu 1934. Veldur þar miklu um, að margir stór- vægilegir útgjaldaliðir, sem á- kveðnir hafa verið með sérstök- um lögum, voru ekki teknir upp í fjárlögin, og kem ég að því síðar. Ca. 2 /i milj. króna greiðsluhalli. Samkvæmt yfirlitinu hafa öll útgjöld ríkissjóðs, þar með taldar afborganir af' föstum lánum ríkissjóðs, en að frá- töldum fyrningum, orðið rúm- lega 17 milj. kr. 1934, en á fjárlögum voru útgjöldin áætluð kr. 11,6 milj. Eru því umfram- greiðslur og greiðslur sam- kvæmt sérstökum lögum, laga- heimildum og þingsályktunum um kr. 5,4 milj. Reksturshall- inn 1934 hefir orðið 1,188 milj. kr., en greiðsluhallinn 2,456 milj. kr. En í fjárlögunum var greiðsluhallinn áætlaður kr. 477 þús. Ónákvæm f járlög. Tekjur ríkissjóðs hafa farið 3,4 milj. kr. fram úr áætlun. Útkoman sýnir það mjög glöggt, að fjárlög ársins 1934 hafa í raun og veru ekki gefið neitt nærri því rétta mynd af þeim greiðslum, sem fyrirhug- aðar voru á því ári. Sýnir , þetta enn sem fyr, að ekki er * nægilegt að afgreiða lág fjár- I lög, ef upphæðir eru of lágt á- ætlaðar og fjöldi greiðslna á- kveðinn utan fjárlaga. Hitt er aðalatriðið, að fjárlögin á hverj um tíma sýni sem réttasta mynd af þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið um greiðslur, og að endanleg út- koma landsreikninganna verði sem næst því er fjárlögin gera j ráð fyrir. Er það vel viðeigandi i að minnast á það í þessu sam- \ bandi, að núverandi ríkisstjórn í iiefir sætt mjög miklu aðkasti ! fyrir það, að hafa afgreitt fjár- j lög frá Alþingi, sem gera j ráð fyrir um 14 milj. kr. út- i gjöldum árið 1935, og að þessu aðkasti á ríkisstjórnin að mæta j ; frá þeim sömu mönnum, „Sjálf j stæðismönnum", sem bera á- j j byrgð á afkomu ríkissjóðs á j árinu 1934, og þá því, að út- j gjöldin hafa reynzt 3 milj. kr. hærri en fjárlög núverandi 1 stjórnar gera ráð fyrir. Af þessum 2 y2 milj. kr. ber núverandi stjórn á- byrgð á 261 þús. kr. Það skiptir vitanlega nokkra máli, að sem gleggst greinar- gerð fáist fyrir því, að hve j miklu leyti núverandi ríkis- j stjórn hefir haft áhrif á niður- stöður ársins 1934, og að hve miklu leyti menn eiga aðgang ! að henni með gagnrýni á af- ! komu ríkissjóðs á árinu, sem j aðrir bera þó vitanlega höfuðá- byrgð á. Eg hefi gert nokkra j athugun á því, hve miklu þau j útgjöld nema, sem núverandi stjórn og stjómarflokkar hafa innt af höndum árið 1934, án þess að þeim væri það skylt eftir ákvörðunum, sem áður höfðu verið teknar. Að vísu getur þetta yfirlit ekki orðið nákvæmt, en það mun verða svo nærri lagi, að engu veru- legu getur skeikað. Hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að greiðslumar séu sem hér seg- ir: 1. Kauphækkun í vegavinnu................um 100 þús. kr. 2. Kjötuppbót.............................— 88 — — 3. Kostnaður við kjötverðlagsnefnd skv. lög. — 20 — — 4. Síldaruppbót skv. lögum................— 128 — — 5. Aukastyrkur til mjólkurbúa,(áætlað) .. — 150 — — 6. Viðbótarstyrkur til jarðskjálftahjálpar .. — 25 — — 7. Umframgreiðsla á atvinnubótafé............— 33 — — 8. Kostnaður við skipulagsnefnd .............— 10 — — 9. Kostnaður við Stokkseyrarbryggju .... — 7 — — Samtals 561 þús. kr. Hér á móti vil ég svo telja það, að núverandi stjóra og þingmeirihluti hefir aflað rík- issjóði tekna á árinu 1934 með 40% viðbótarskatti, og áætla ég að sú tekjuöflun nemi á árinu um 300 þús. kr. Eftir því sem ég kemst þá næst, hefir núv. ríkisstjóm og þingmeirihluti tekið ákvarðan- j ir, sem aukið hafa greiðslu- ; halla ríkissjóðs 1934 um.ca. 261 j þús. kr. af þeim 2,456 milj. sem greiðsluhallinn alls nemur. Ég geri ráð fyrir því, að at- hugasemd kunni að verða gerð um það í þessu sambandi, að fyrv. stjórn hefði einnig aflað ríkissjóði tekna með 40% við- bótarskatti, ef hún hefði setið áfram, og mun það rétt vera. En í því sambandi vil ég benda á það, að fyrv. landbúnaðar- ráðherra, Þorsteinn Briem, hef- Eysteinn Jónsson. ir hvað eftir annað talað um það opinberlega, að fyrv. stj. myndi hafa greitt sumar þeirra upphæða, sem ég taldi áðan að núverandi stj. og þingmeirihl. hefði tekið ákvarðanir um og bæri ábyrgð á, og hefir hann þá átt við 2. og 5. greiðsluna, sem eg nefndi. Nema þær því nærri eins hárri upphæð og 40% skattauk- inn, sem núverandi stjóm beitti sér fyrir, að samþykktur yrði, og fyrverandi stjóm myndi sennilega einnig hafa fengið samþykktan. Ber þetta því að sama brunni Núverandi ríkisstjórn og þing- meirihl. bera sérstaka ábyrgð á rúml. 260 þús. kr. af greiðslu- halla ársins 1934. Ennfremur mun það láta nærri, að af þeim 5,4 milj., sem greiddar hafa verið á árinu 1934 umfram fjárlög, hafi núverandi ríkis- stjórn og þingmeirihluti ákveð- ið greiðslu á rúml. 300 þús. kr., sem ætla má að ekki hefðu! verið greiddar ef fyrv. stjóm hefði starfað áfram. Það kann að vera að mér hafi láðst að geta um nokkrar smáupphæðir, sem núverandi stjóm hefir tekið ákvarðanir um utan fjárlaga, en ekki munu þær svo margar né stór- vægilegar, að nokkru muni er heitið geti í þessu sambandi. Þá vil ég geta þess, að ég hefi ekki í yfirlitinu reiknað með þeim spamaði, sem ríkis- stjómin hefir viðkomið, moð því að leggja niður varalög- regluna, er hún tók við völdum. Tekjur umfram áætl- un f járlaga. Mun ég þá gera grein fyrir þeim mismun, sem fram kom í reikningsyfirlitinu á áætluð- um tekjum og gjöldum og tekj- um og gjöldum eins og þau hafa reynst. Mun ég fyrst minnast á nokkra þá tekjuliði, er mest hafa farið fram úr á- ætlun. Tekjuskattur hefir farið fram úr áætlun um> 497 þús. kr. Að- allega er þetta vegna þess, að í fjárlögum 1934 var ekki reiknað með 40% skattaukan- um, sem samþykktur var á síðasta þingi, og hefir valdið töluverðri hækkun á skattinum eins og áður hefir verið drepið á. Kaffi- og sykurtollur hefir farið fram úr áætlun um 323 þús. kr., aðallega vegna þess, að í fjárögum 1934 er ekki reiknað með 25% gengisvið- auka á þessum tolli sem þó var samþykktur á vetrarþinginu 1933. Vörutollur hefir farið fram úr áætlun um 500 þús. kr., og verðtollur um 686 þús. kr. Veldur hér langsamlega mestu um, að vöruinnflutningur 1934 varð meiri en menn gátu búist við, eins og ég mun koma að síðar. Þá veldur hér einnig nokkm um hækkun verðtollsins, að á vetrarþinginu 1933 var verðtollur af ýmsum vörum töluvert hækkaður, en ekki reiknað með þeirri hækkun við áætlun tollsins. Gjald af innlendum tollvöru- tegundum hefir farið 152 þús. kr. fram úr áætlun, og reynst tvöfalt á við það, sem gert var ráð fyrir. Veldúr því bæði hækkun á sumum af þeim toll- um, er falla undir þennan lið, samkv. ákvörðun vetrarþings- ins 1933, og þó vafalaust eins miklu aukning sú, sem orðið hefir á innlendum iðnaði síðan fjárlög fyrir árið 1934 voru samin. Veitingaskattur hefir reynst 100 þús. kr., en hann var ekki áætlaður í fjárlögum fyrir 1934. Ágóði Viðtækjaverzlunarinn- ai, að frádregnum rekstrarhalla Útvarpsins, nam um 117 þús. en í fjárlögum var gert ráð fyrir 11 þús. króna rekstrar- halla hjá þessum stofnunum báðum saman. Ágóði Landssímans hefir orð- ið um 175 þús. krónum hærri en gert var ráð fyrir og Tó- bakseinkasökmnar 273 þús. kr. liærri. Hinsvegar hefir ágóði Áfengisverzlunarinnar orðið 105 þús. kr. lægri en gert var ráð fyrir. Gjöld urnfram áætlun f járlaga. Þá mun ég víkja að þeim gjaldliðum, sem mest hafa far- ið fram úr áætlun, og ennfrem- ur helztu greiðslum samkv. sérstökum lögum. Útgjöldin samkv. 11. gr. (dómgæzla og lögreglustjórn) hafa farið um 555 þús. kr. fram úr áætlun. Þar af er um- framgreiðsla til landhelgis- gæzlunnar 210 þús. kr., til toll- og löggæzlu um 70 þús. kr. og sakamálakostnaður 70 þús. kr. Þar í eru eftirstöðvar af kostn- aði við varalögreglu og kostn- aður við löggæzlu á Siglufirði, 21 þús. kr., en sú lögregla var lögð niður þegar núverandi stjórn tók við völdum. Á 12. gr. (heilbrigðismál) eru umframgreiðslur 158 þús, kr., sem stafar af því, að rekst- urskostnaður allra spítalanna hefir farið fram úr áætlun. Mest á Nýja Kleppi, 50 þús. ! kr., og þar næst á Landspít- > alanum, 40 þús. kr. Á 13. gr. A .(vegamál) hafa ; umframgreiðslur orðið 687 þús. i 1 kr. og eru þar með taldar ‘ flestar þær vega. og brúar- ! gerðir, sem unnar hafa verið ! fyrir lánsfé. Stærstu umfram- | greiðslumar til vega- og brúar- ; mála eru þessar (þá eru tekn- ar með upphæðir greiddar af ! lánsfé, sem ekki eru færðar á . 13. gr. A. í yfirlitinu): Til nýrra vega 332 þús. kr., þar af 251 þús. kr. af lánsfé. Til viðhalds og umbóta á þjóð- vegum 298 þús. kr., enda var sá liður ekki áætlaður í fjár- lögum nema 400 þús. kr., en hefir reynst 698 þús. kr. Til brúargerða hafa umfram- greiðslur orðið 277 þús. kr., þar af 245 þús. kr. af lánsfé. — Mér þykir hlýða að taka það fram í þessu sambandi, að sú stefna, að taka lán til vega- og brúargerða, hefir haft það í för með sér, að í fjárlagafrv. fvrir árið 1936, sem nú er lagt fyrir, eru vextir og afborganir af þessum lánum orðnar 142 þús. kr., og nema fast að helm- ingi þeirrar upphæðar, sem á fjárlögum er ætlað til vega- og brúargerða. Á 13. gr. B (samgöngur á sjó) hafa umframgreiðslur orð- ið 242 þús. kr., og er hér ein- ungis um að ræða umfram- greiðslur vegna strandferða- kostnaðar ríkissjóðs. Mun láta nærri, að um 150 þús. kr. af þeirri upphæð eigi rót sína að rekja til þeirrar ketilbilun- ar, sem varð á „Esju“ síð- astliðið ár. Eru þá bæði reiknuð bein útgjöld vegna tjónsins og aukinn halli á rekstri skipsins vegna stöðvun- arinnar, sem bilunin orsakaði. Á 14. gr. B (kennslumál) nema umframgreiðslur um 206 þús. kr. Laun bamakennara hafa farið 56 þús. kr. fram úr áætlun, og til barnaskólabygg- inga hefir verið veittur 50 þús. kr. meiri styrkur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þá hefir rekstrarstyrkur til héraðsskóla reynst of lágt áætlaður um 20 þús. kr. Aðrir liðir, sem fram úr áætlun hafa farið á þessari grein, eru svo lágir, að ég hirði ekki að nefna þá hér. Á 16. gr. (til verklegra fyr- irtækja) hafa gjöldin farið 321 þús. kr. fram úr áætlun. Eru þessar greiðslur helztar: Jarðræktarstyrkurinn hefir farið 160 þús. kr. fram úr á- ætlun, og tillag til byggingar- sjóða verkamanna samkv. lög- um, hefir reynst um 50 þús. kr. of lágt áætlað. — Atvinnu- bætur hafa farið 33 þús. kr. fram úr áætlun. Veldur því sérstakt tillag til atvinnubóta í Reykjavíkurbæ, sem ríkis- stjórnin veitti í haust eftir ein- dregnum tilmælum bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Umframgreiðslur á 17. gr. (styrktarstarfsemi) hafa num- ið 410 þús. kr. Hefir berkla- vamakostnaður farið 282 þús. kr. fram úr áætlun, enda ekki áætlaður nema 700 þús. kr. — Framlög til þeirra hreppa, er hafa fátækraframfæri fram yfir meðallag, hafa farið 85 þús. kr. fram úr áætlun, og til- lag til ellistyrktarsjóða kr. 35 þús. fram úr áætlun, sem staf- ar af lagabreytingu frá árinu 1933, sem ekki hefir verið reiknað með í fjárlögumi. Útgjöldin á 19. gr. (óviss út- gjöld) hafa reynst 349 þús. kr. hærri en gert var ráð fyr- ir. Veldur hér mjög miklu kostnaður við breytingu enska lánsins frá 1921, sem fram fór á árinu, og nam 243 þús; kr. Þessi kostnaður er áskilin 3% aukagreiðsla til allra skuldabréfaeigenda um leið og bréfin voru greidd, og umboðs- laun til þess firma, sem sá um breytingu lánsins. — Þá er ennfremur færður á þessa gr. ferðakostnaður sendiherrans í Kaupmannahöfn við samninga- umleitanir, 22 þús. kr., kostn- aður við Spánarsamningana, 18 þús. kr., og kostnaður við Þýzkalandssamninginn, 14 þús. kr. Ennfremur kostnaður við Skipulagsnefnd atvinnumála, 10 þús. kr. Greiðslur samkvæmt heimildum í f járlögum þál. og sérst. lögum. Greiðslur samkvæmt sérstök- um heimildum í fjárlögum nema 131 þús. kr. Er það upp- bót á útflutt saltkjöt af fram- leiðslu ársins 1933, er nemur 88 þús. kr. og styrkur til mjólkurbúa, sem nemur 43 þús. kr. Greiðslur samkvæmt þings- ályktunum nema 171 þús. kr., og eru þessar helztar: 1) Brúargerð á Múlakvísl kr. 57,6 þús. 2) Vegna dýpkunarskips- kaupa í Vestm.eyjum kr. 22 þús. 3) Kostn. við sjávarútvegs- nefnd kr. 39,5 þús. 4) Kostnaður við launamála- nefnd kr. 28,6 þú». 6) Kostn. við atvinnumála- nefnd kr. 19 þús. Greiðslur, sem færðar hafa verið á væntanleg fjáraukalög, nema 207 þús. kr., og er þar langstærsti liðurinn framlag til landskj álftahjálpar, 145 þús. krónur. Greiðslur samkvæmt sérstök- um lögum nema um 1,4 milj. kr., og skulu taldar nokkrar þær helztu: 1) Kostnaður við gjaldeyris- og gengisnefnd kr. 37 þús. 2) Iiafnargerð á Skagastr. kr. 32 þús. 3) Kostnaður við Sogsveginn kr. 80 þús. 4) Greidd síldaruppbót kr. 128 þús. 5) Kreppuráðstafanir land- búnaðarins: a) Vaxtatillag kr. 100,7 þús. b) Tillag til Kreppulána- sjóðs kr. 258,6 þús. c) Yfirtekin lán vegna frystihúsa og mjólkurbúa (á- ætlað kr. 500 þús. (Samtals kr. 859,3 þús.). 6) Kostnaður við kjötverð- lagsnefnd kr. 20 þús. Ríkisskuldimar. Mun ég þá enda yfirlitið um afkomu ríkissjóðs á árinu 1934 með því að gefa yfirlit yfir breytingar á skuldum ríkis- sjóðs á árinu: (Sjá töflu á næstu síðu). Eins og yfirlit þetta ber með sér, hafa skuldir ríkissjóðs hækkað á árinu 1934 um rúml. U/2 milj. kr. Af þessari aukn- ingu er nálega 1 milj. kr. vegna byggingar síldarbræðsluverk- smiðju á Siglufirði, og stendur verksmiðjan undir því lám sjálf. Ennfremur em um 250 þús. kr. af þessari aukningu! vegna áfallinnar ábyrgðar frá Síldareinkasölunni. Er því skuldaaukningin á árinu 1934 vegna sjálfs ríkisrekstrarins 310 þús. kr. að viðbættum rúmlega 200 þús. kr., sem1 standa hjá ríkissjóði um ára- mót af láni síldarbræðslunnar, eða raunverulega alls um Vz milj. kr. Af því að það skiptir tölu- verðu mál’i út af fyrir sig, hvernig lán ríkissjóðs skiptast í inniend og erlend lán, og hverjar breytingar verða á heildarupphæð erlendra og inn- lendra lána, vil ég geta þess, að ný erlend lán ríkissjóðs sjálfs hafa á árinu numið um 878,7 þús. kr., en afborganir fastra erlendra lána hafa numið uml 700 þús. kr. Hafa því skuldir ríkissjóðs erlendis hækkað um 178 þús. kr. Er þá ekki talið með lánið vegna síldarbræðsl- unnar, sem hún á sjálf að standa straum af. Afkoma þjóðarimiar út á við. — Viðskiptin við aðrar þjóðir. Eftir að hafa gert þannig grein fyrir afkomu ríkissjóðs á árinu 1934, mun ég gefa stutt yfirlit um afkomu þjóðarinnar út á við eftir þeim bráðabirgða- gögnum, sem fyrir liggja nú. Helztu skýrslur, sem til er að vísa í því efni, er yfirlit um inn- og útflutning vara samkv. bráðabirgðayfirliti Hagstofunn- ar fyrir árið 1934. Hefir vöru- útflutningur frá Islandi árið 1934 numið 44 milj. og 800 þús. kr. Til samanburðar vil ég geta þess, að í fyrra nam út- flutningurinn samkvæmt sömu bráðabirgðaskýrslum 47 milj. kr. Útflutningurinn á árinu er því um 2 milj. og 200 þús. kr. lægri að verðmæti en í fyrra. Liggur sá munur nær eingöngu í því, að miklu minna hefir selst af fiski en árið 1933.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.