Tíminn - 24.04.1935, Page 1
^fetEifcsía
O0 tenfjeltnta á Saugaocg JO.
6inU 2353 — ?>6bt{>ótí 961
XIX. árg.
Yfir efni
Nú á tíinum er mikið talað
um skuldasöfnun. Mest er talað
um tvær höfuðástæður til
skuldaaukningar. Aðra þá, að
atvinnuvegirnir beri sig ekki.
Það er stundum rétt hjá sum- i
um atvinnurekendum, en mjög
fjarri réttu hjá atvinnurekend-
um sem heild. Árið 1932 jukust
t. d. skuldir hjá bændum al-
mennt vegna þessa, en síðan
ekki. Svipað má segja um út-
gerðina. Og alltaf hafa einstaka
atvinnurekendur 1 öllum at-
vinnugreinum sýnt, að atvinnu-
reksturinn hefir borið sig hjá
þeim og þar með talað móti
þeirri staðhæfingu, að hann
þurfi að reka með halla. Hin
höfuð ástæðan er talin sú, að
ráðist sé í of miklar fram-
kvæmdir. Hér er efamálið hvað
eru of miklar framkvæmdir.
Það er vitanlegt, að fæstir eru
svo efnum búnir, að þeir geti
ráðist í stórframkvæmdir án
lána, og þegar lánunum er var-
ið til arðbærra fyrirtækja, þá
eru þau ekki vítaverð. Og svo
hefir verið með meginið af því
lánsfé, sem, bændur hafa tekið,
að því hefir annaðhvort verið
varið til arðbærra framkvæmda
(jarðræktarlánin) eða nauðsyn
legra umbóta, sem voru óum-
flýjanlegar (byggingarlánin).
En sú skuldasöfnun, sem ber
að víta, er sú, sem minnst er
talað um, en hún er hjá mönn-
unuin, sem lifa yfir efni fram,
mönnunum, sem ekki kunna að
sníða þarfir sínar eftir tekjun-
um1. Þessi skuldasöfnun er eink.
um í bæjunum og sérstaklega í
Reykjavík.
Það þekkja allir kunnugir, að
hér í Rvík geta menn reist sér
„villur" og keypt í þær mörg
þúsund króna húsgögn, þó þeir
verði að gera það allt í skuld.
Það vita margir, að hér geta
menn keypt pelsa, kjóla og ann-
að, sem þeim finnst nauðsyn-
legt til að fylgja tízkunni, þó
þeir eigi ekkert til að kaupa
fyrir. Það vita margir, að hér
fara menn á dansleiki og drekka
og eyða tugum króna og hundr-
uðum króna á einni nóttu og
borga allt með víxlum, gefnum
út upp á von í tekjum einhvern
tím!a í framtíðinni.
Menn, sem hafa 3—400 kr.
fast kaup á mánuði hverjum,
hafa gert þær kröfur til lífsins,
að þær hrökkva ekki og láta
svo bæjarsjóð borga sér sveit-
arstyrk, svo þeir geti fullnægt
þeim. Allir þessir og margir
fleiri lifa yfir efni fram. Þeir
hlaða á sig og sína aðstandend-
ur eða ábyrgðarmenn skuldum,
sem eiga að borgast af komandi
tekjum, sem oft er lítil von í
og stundum engin.
Af þessu stafar þjóðfélaginu
hætta. Móti þessum skuldum
myndast engin verðmæti. Þær
eru og verða baggi á komandi
kynslóð. En því miður er hér
umi að ræða hugsunarhátt og
venjur, sem mörgum finnst
ekkert athugavert við. Og þar
liggur þjóðarhætta. Þess vegna
eiga blöðin að legjast á eitt
með að hjálpa til að breyta
þessu. Það verður að verða al-
menningsálit, að það sé meiri
Framh. A 4. aiða
Reynslan
dæmir
Einn veigamesti þátturinn i
baráttu Framsóknarmanna við
íhaldið undanfarinn hálfan ann_
an áratug hefir verið um það,
hvort ríkið ætti að verja mikl-
um eða litlum fjármunum til að
lialda uppi jafnvægi milli at-
vinnuveganna í landinu og
draga úr fólksstraumnum úr
sveitunum. Atvinnupólitík
íhaldsins var frá upphafi ákaí-
lega einhliða. Áhrifamenn
íhaldsins, sem allir voru undir
áhrifum stórútgerðarinnar og
spekulationsgróðans í Reykja-
vík vildu láta lífið „ganga sinn
gang“ eins og það er kallað,
og láta ráðast, hvert „einstak-
lingsframtakið“ og hin „frjálsa
samkeppni“ bæru þjóðina. Þeir
höfðu ekkert við það að athuga,
að öllu veltufé þjóðarinnar væri
varið í hin nýju atvinnu- og
verzlunarfyrirtæki bæjanna og
til að byggja ný heimili fyrir
nýja innflytjendur, sem yfir-
gáfu sína fyrri lífsmöguleika.
Þeir byggðu allt sitt traust á
hinum! ágæta og takmarka-
lausa markaði fyrir íslenzkan
saltfisk í Suðurlöndum, sem allt
til fárra ára þurfti lítið eða
ekkert fyrir að hafa. Blöð
þeirra unnu að því að gylla fyr_
ir almenningi út um sveitimar
bina ágætu afkomumoguleika í
höfuðstaðnum, hinn glæsilega
fj árhag (!) Reykj avíkurbæ j ar
og hina digru máttarstólpa at-
vinnulífsins, sem standa myndu
óbrotgjamir um aldur og æfi.
Þeir voru á móti því að afla
ríkissjóði tekna S því skyni að
efla landbúnaðinn og bæta lífs-
ekilyrðin í sveitunum:. Glögg-
lega kom þetta fram í „skríl-
vikunni" sælu vorið 1931, þegar
æstir skapsmunlr gerðu ýmsa
af þessum mönnum berorðari
og hreinskilnari en endranær.
Þá var hrópað „niður með
bændavaldið" úti fyrir svölum1
Varðarhússins. Þá var skrifað í
dagblöð íhaldsins um hinn
„deyjandi atvinnuveg ölmusu-
mannanna“, eins og landbúnað-
urinn þá var nefndur í þeim
herbúðum. Og krafan um
breytta kjördæmaskipun var að
verulegu leyti borin uþp af
þeirri hugsun, að nú skyldi
þeim atkvæðum fækka á Al-
þingi, sem tækju fé af arði
þjóðarbúsins til að veita í
ræktun landsins, vegi og síma
út um byggðimar, bætt húsa-
kynni, frystihús og mjólkurbú,
skóla fyrir æsku sveitanna og
aðrar þvílíkar framkvæmdir.
Framsóknarmenn sögðu hin3_
vegar: Það er gott, meðan
fiskimiðin eru auðug og mark-
aðurinn ótakmarkaður fyrir
saltfiskinn. En það er óvarlegt
að trúa því, að svo hljóti að
verða um alla framtíð. Þjóðm
þarf að vera við því búin að sá
gjaldeyrir, sem inn kemur fyr-
ir þessa framleiðslu verði tak-
mörkum háður. Og þá ríður á
að eiga þann atvinnuveg, sem
getur framleitt matvæli og ann_
að það, sem þjóðin sjálf getur
notað. Það er einskonar líf-
trygging fyrir framtíðina.
Hér þarf ekki framar að
deila. Dómuf reynslunnar er
A víðavangi
Skattamir til
Reykjavíkurbæjar.
öllum sem nokkuð hugsa,
hlýtur að hrjósa hugur við út-
gjöldunum í Reykjavíkurbæ.
Þau vaxa ár frá ári, en sam-
hliða minnkar atvinnan í bæn-
um1, og möguleikamir til að ná
inn tekjuhum.
Árið 1934 var jafnað niður
2475800 kr. eða nærri hálfri
þriðju miljón.
Árið 1935 á að jafna niður
3108150 kr. eða um 25% meira
en í fyrra. Samhliða er nokkur
hluti af tekjum rafveitunnar
og gasstöðvarinnar látinn renna
í bæjarsjóð, til að lækka út-
svörin á þeim sem breiðust
hafa bökin og mest burðarþol-
ið, en koma þeim jafnt yfir á
hvern ljósatíma og gastening3-
metra sem bæjarmenn nota.
Þetta er meir en lítil aukning
á einu ári, og hvar lendir með
sama áframhaldi? Hve lengi
rísa bæjarbúar undir? Og hvað
myndi verða sagt u!m! svo gíf-
urlega skattahækkun hjá rík-
inu?
Á þingi 1934 töluðu íhalds-
menn mikið um spamað. Þó
loru allar tillögur þeirra í
gagnstæða átt og hefðu stór-
hækkað fjárlög og sett á þau
mikinn tekjuhalla, ef sam-
þykktar hefðu verið. I bæjar-
stjóm ræður íhaldið. Og gegn-
um þá hækkun, sem það nú
gerir á útgjöldum bæjarins,
sjá menn vilja þess ómengaðan
af stefnum annara flokka. Og
hann er þessi: 25% hækkun á
útsvörunum. Þar er spamaður-
inn! — Og svo leyfa þessir
menn sér að vitna hástöfum uih
spamað í blöðum sínum og á
mannfundum!
Lán og launakjör.
Þeir, sem ímynda sér að
hægt sé að taka Isafold alvar-
lega, þegar hún þykist vilja
hvetja til gætni í fjármálum
landsins, þekkja ekki fjár-
stjóm íhaldsins í Reykjavík.
Þeir halda kannske, að íhalds-
meirihlutinn í Reykjavík taki
aldrei lán. Þó safnar bæjarsjóð.
ur skuldum með ári hverju. Og
það er ekki ennþá misseri síð-
an Reykjavík tók sex miljóna
lán í útlöndum. Og hinir vísu
fjármálaspekingar íhaldsins
urðu að biðja „rauðu ríkis-
stjórnina" að ábyrgjast fyrir
sig lánið. — Menn halda líka ef
til vill, að íhaldið hafi lækkað
laun hjá starfsmönnum bæjar-
ins, síðan kreppan byrjaði. En
það bólar bara eltki á því enn-
þá. Nei, launin hjá bæjarsjóði
Reykjavíkur hafa ekki verið
lækkuð um einn eyri. Bærinn
elur enn ihálaunamenn með 18
—20 þúsundum, og heldur uppi
fallinn. Hinir góðu fiskmarkað-
ir gátu, því miður brugðizt.
Þjóðin er farin að takmarka
innkaup sín. 1 bæjunum er nú
atvinnuleysi, sem kostar mil-
jónir. Hver sú framkvæmd um-
liðinna ára, sem forðar bæjunum
frá nýju innstreymi atvinnu-
leysingja, eða miðar að því að
þjóðin geti fætt sig sjálf, er
vígður þáttur í frelsi landsins.
dýrtíðaruppbót. Ríkið hefir
lækkað laun sinna starfsmanna,
bæði með beinum niðurfærsl-
um og nú með auknum skatti
á hálaun. Dýrtíðaruppbót rílc-
isins var á síðasta þingi alveg
felld niður á laun yfir 5 þús.
kr. Sá sparnaður nemur 70—80
þús. En íhaldið í Reykjavík
heldur hálaunagreiðslum uppi
bæði hjá bæjarsjóði og í einka-
rekstrinum. Það gerir ríkinu
erfitt og í sumum' tilfellum
ómögulegt að lækka laun. Og
svo berja þessir menn sér á
brjóst á kjósendafundum og
þykjast vilja launalækkanir!
Hvað segja
íhaldsmenn í sveitunum?
Hvað myndu kjósendur
íhaldsins í Dölum eða Rangár-
vallasýslu segja, ef þeir sæu at-
vinnumálahugleiðingar þær, er
flokksblað þeirra, Visir, birtir
í gær? Auðvitað er þeim ekki
ætlað að sjá þær. En Vísir er
þar að skamma stjórnina fyrir
það, að hún muni ekki láta
verja eins miklu fé til a£vinnu:-
bótavinnu í Reykjavík, eins og
Magnús Guðmúndsson hafi gert
í fyrra. Magnús er þar lofaður
liástöfum fyrir það, að undir
hans stjórn hafi verið unnið í
atvinnubótavinnu fyrir hátt á
áttunda hundrað þúsund króna
á einu ári í Reykjavík. Finnst
íhaldsmönnum úti um sveitir
þetta koma vel heima við það,
sem frambjóðendur þeirra eru1
vanir að segja um atvinnubóta-
vinnuna? Það gerir það víst
ekki. En það kemur vel heima
við tillögur Jakobs Möllers á
síðasta Alþingi, þar sem hann
vildi láta ríkið greiða eina
miljón í atvinnubætur (í stað
Yz milj. nú), en bæiúa ekki
neitt! Vísir segir líka, að nauð-
synlegt sé að byggja hús í
Reykjavík í ár fyrir 6V2 mil.
jón. Er það til að stöðva fólks-
strauminn? Og hvað ætti þá að
byggja m'ikið á öllu landinu?
Geta ekki svona upplýsingar
opnað augu einhverra fyrlr
falsi þeirra íhaldsmanna, sem
eru látnir tala við fólk úti lún
byggðir landsins?
Hvert stefnir
S jálfstæðisflokkurinn ?
Nýársboðskapur Ólafs Thors
nú fyrir nokkrum mánuðum,
um, að „óvæntir atburðir" ættu
að verða núverandi ríkisstjórn
bráðlega að falli, hefir orðið
mörgum að umtalsefni, eins og
vænta mátti. Þessi boðskapur
var birtur í Mbl. rétt eftir að
íhaldsflokkurinn hafði farið að
dæmi erlendra ofbeldisflokka
og gengið burt af þinginu.
Hann birtist rétt sömu dagana
og Mbl. var að bollaleggja um
að „losa sig við þingið“.
Og þegar það jafnframt
berst almenningi til eyma, að
sami Ólafur Thors hafi sagt, í
þinginu, að Jón Baldvinsson
skyldi verða „dreginn niður úr
forsetastólnum" og Sigurður
Kristjánsson hafi hreytt því
að mönnum úr stjómarflokk-
unum, að sjálfsagt væri að
fleygia þingmönnum út(!) þá
er engin furða þó að friðsamir
borgarar staldri við og spyrji:
Hvað á svona framkoma og
svona yfirlýsingar að þýða?
Gleðilegi
sumar
Starf bóndans er meir sam-
tvinnað náttúrunni en flestra
annara. Hann starfar að því að
yrkja jörðina og fullkomna. —
Hann er stöðugt að hjálpa nýju
lífi til að gróa, þroskast og
dafna. Hann er stöðugt að
hjálpa skepnunum til að verða
sem fullkomnustum. Með öllu
þessu vinnur hann að endurbót-
um, endursköpun á sjálfri nátt-
úrunni. Og honum tekst því að
eins að hjálpa henni áfram til
meiri fullkomnunar, að honum
takizt að vinna í samræmi við
lögmál hennar. Með því skapar
hann sér arð, með því bætir
hann hag komandi kynslóða og
með því þroskar hann og full-
komnar sjálfan sig.
En vegna þessa fær góður
bóndi annað viðhorf gagnvart
starfinu og lífinu en flestir aðr_
ir. Hann verður að sjá hlutina
frá sjónarmiði framtíðarinnar
og sjónarmiði þjóðarheildar-
innar.
Veturinn er senn að kveðja,
sumardagurinn fyrsti nálgast.
Veturinn er undirbúningstími
vorsins og sumarsins, eins og
bamsárin eru undirbúningur
unglings og fullorðinsáranna. Á
þeim kemur þroskinn og upp-
skeran.
Ég er vinnumaður bændanna.
Mitt starf er að bera boð milli
þeirra og fá þá til þess að
hugsa rrieira um starf sitt og
stéttarbræðra sinna en þeir ella
mundu gera. Þessvegna sendi
ég þeim nú kveðju mína og
sumaróskir. Og mín bezta sum-
arósk til handa þeim er sú, að
sumarið verði þeim gleðilegt, ag
það færi þeirn gott starf og
góðan árangur af starfinu. Þá
veit ég að þeir vaxa með starf.
inu, og að það er mikill maður
sem stöðugt getur vaxið í
starfi sínu.
Gleðilegt sumar, gott starf
og góðan árangur af því.
Páll Zóphóníasson.
Hvert stefnir Sjálfstæðisflokk-
urinn?
Eins og byltingaflokkurl
En það eru líka aðrar eftir-
tektarverðar hliðar á fram-
komu Sjálfstæðisfloksins um
þessar mundir? Afstaða Sjálf-
stæðismanna í fjármálum
landsins á þingum í vetur
hefir verið eins og þar væri
hreinir óvitar á ferðum. Hvað
eftir annað hefir flokkurinn
risið upp með írafári og heimt-
að, að felldir væru niður
tekjustofnar ríkisins, svo að
miljónum skiptir, en jafnframt
þverneitað að sjá fyrir nokkr-
um peningum í staðinn. Og al-
veg um sama leyti bera svo
þessir menn fram tillögur um
að hækka útgjöld ríkisins um
miljónir!
~ Það hefir verið reiknað út,
að ef þingmeirihlutinn hefði
verið svo fjarri skynsamlegu
viti í fjármálum, að fara al-
gerlega eftir stefnu íhalds-
manna, þá myndi greiðslu-
hallinn á fjárlögunum 1935
Framh. á 4. síðu.
Uian úr heimi
V íg búnaðarkapphlaupið.
Anthony Eden, enski ráð-
lierrann, kom heim fyrir nokkru
úr leiðangrí sínum um Mið. og
Austur-Evrópu. Fór Eden þessa
ferð í þeim tilgangi að komasfc
eftir hvaða aðstöðu hinar ýmsu
valdstjómir hafa um undir-
skrift nýs friðarsáttmála. Þetta
hefir verið erfitt og vandasamt
starf og má m. a. sjá það af
því, að Eden varð sjúkur af
þreytu, þegar hann kom aftur
beim til Englands. Einnig er
það kunnugt, að ferðalag Edens
hefir ekki að fullu borið tilætl-
aðan árangur. Hann hefir
fengið æskileg svör við tillögum
sínum í Frakklandi, Rússlandi
cg Tékkóslóvakíu, en vald-
stjórnir Þýzkalands og Póllands
voru andstæðar uppástungum
hans. Síðan hafa fulltrúar
Breta, Frakka og ítala haft
íund með sér. Og loks var haid-
inn fundur í ráði Þjóðabanda-
lagsins. Ráðið samþykkti einum
rómi ávítur til Þjóðverja út af
Iiroti á Versalasamningunum.
Einn maður í ráðinu, fulltrúi
Norðurlanda, Munch utanríkis-
ráðherra Dana, sat hjá við at-
kvæðagreiðsluna- Þýzka stjóm-
in hefir mótmælt kröftuglega.
En nú segja síðustu fréttir, að
Frakkar og Rússar séu í þann
veginn, að undirrita samning
um opinbert varnarbandalag sín
á milli.
Til þess að leggja áherzlu á
það, að full alvara sé bak við
kröfúr Ítalíu til Þýzkalands,
hafa Italir enn á ný aukið her-
aflá sinn að mun. Samtímis
hafa Frakkar nú samkv. síðustu
fregnum 400 þús. manna undir
vopnum við landamæri Þýzka-
lands. Þar að auki hafa
]æir kallað heim 72 þús.
negraliermanna og hafa nú alls
undir vopnum um 504 þús.
manna. Þjóðverjar hafa þegar
allt að 500 þús. manna her.
ítalir hafa 600 þús. manna und_
ir vopnum og Rússar á aðra
miljón. Um vígbúnað 1 lofti
liefir John Simon utanríkis-
málaráðherra upplýst það í
enska þinginu, að Þjóðverjar
hafi nú þegar álíka mörgurn
hernaðarflugvélum á að skipa
og Englendingar. Hefir John
Simon heimildir um þetta frá
Hitler, sem varla hefir sagt
herafla Þjóðverja meiri en hann
í raun og veru er.
Eitt þeirra fáu landa, sem
hafa ákveðið að auka ekki víg-
búnað sinn, er Kanada. Og enn.
fremur hefir komið fram í
neðri málstofu þingsins ein-
beitt krafa um það, að tilkynna
brezku ríkisstjóminni, að Kan-
ada muni ekki rétta Englend-
ingum hjálparhönd ef þeir fari
í stríð um málefni, sem ekki
skipti Kanadabúa nokkru máli.
Páfinn hefir sent út nýjan
friðarboðskap þar sem hann
varar þjóðirnar við að stofna
til heimsstyrjaldar. Hann endar
boðskapinn með þessum kröft-
ugu orðum: Ef nokkur vogar
sér að drýgja þennan guðlausa
glæp, get ég ekki annað en beo-
ið til Guðs með eftirfarandi
orðum: — Glataðu þeim, sem
æskja styrjaldar.