Tíminn - 09.07.1935, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1935, Blaðsíða 4
116 TlMINN Aðalfundur S. I. S. Framh. af 1. síðu. því nauðsyn og skylda til að veita þeim stuðning. Skýrslia stjórnarformanns Sambandsins. Ingólfur Bjarnarson formað- ur sambandsstjórnarinnar gerði grein fyrir þeim málefnum, sem síðasti aðalfundur hafði falið stjóminni til athugunar og úr- lausnar, svo sem: Sameining kaupfélaga á þeim stöðum, þar sem menn aðstöðu vegna gætu verið í einu félagi. Lýsti formaður yfir því, að stjórain teldi rétt að vinna að þessu og mundi gera það, en þó með fullri gætni. Námskeið fyrir samvinnu- menn: Formaður skýrði frá, að stjórain hefði ætlað að koma slíku námskeiði á síðast- liðinn vetur, en það hefði far- izt fyrir af sérstökum ástæð- um. Nú taldi hann að til stæði að koma á námskeiði næsta vetur, og taldi líklegt að það mundi eiga sér stað á Akúr- eyri. Vinnufatagerð. — Stjómin hefði ekki talið rétt að ráðast í að setja á stofn sjálfstæða vinnufatagerð á liðnu ári, en í athugun væri hvort rétt mundi að setja á fót vinnufatagerð í sambandi við Klæðaverksmiðj. una Gefjunni. Breyting lánakjara við Kreppulánasjóð. — Formaður skýrði frá að fengist hefði framgegnt ósk Sambandsfund- ar 1934, um að bændur fengju lán úr sjóðnum til 40 ára með jöfnum afborgunúm. Sam vinnuskólinn. Guðlaugur Rósinkranz flutti skýrslu um starfsemi skólans s. 1. vetur. Hafði skólinn verið fullskipaður og starfsemi hans gengið vel. Tímaritið „Samvinnan“. Guðlaugur Rósinkranz gerði grein fyrir breytingum þeim, sem gjörðar hefðu verið á tímaritinu í samræmi við á- kvarðanir síðasta aðalfundar, og lagði fram fundarmönnum til athugunar fyrsta hefti rits- ins í hinni nýju útgáfu. Skýrði ræðumaður frá því á hvern hátt hugsað væri að gera „Samvinnuna“ sem læsileg- asta, fróðlegasta og eiguleg- asta. Hét hann á fundarmenn að vinna sem bezt að útbreiðslu ritsins, málstað samvinnunnar til gagns. Einnig hvatti hann menn til að senda ritinu frétt- ir, myndir og ritgerðir um þau efni, sem ritið hefir sér- staklega til meðferðar. Verksmiðjan „Gefjun". Framkvæmdastj. verksmiðj- unnar, Jónas Þór, flutti erindi um starfsemi „Gefjunnar", en þó sérstaklega um nýbygging- ar hennar til ullarþvottar, kambgarnsgerðar og annarar vandaðri dúkagerðar. Gat hann þess, að með þessum fram- kvæmdum væru að komast í framkvæmd óskir og sam- þykktir fyrri aðalfunda Sam- bandsins um starfsemi „Gefj- unnar“. Út af erindi þessu komu fram margar fyrirspurnir sem málshefjandi svaraði. Einnig' urðu nú allítarlegar umræður um ullarverkun og svohljóð- andi tillaga samþykkt með öll- j um atkvæðum: „Fundurinn skorar á kaupfé- | lög landsins að beitast fyrir j því, að bændur verki ull sína sem bezt og selji hana ekki ó- þvegna“. Kosningar. a. í sambandsstjórn til þriggja ára: Einar Árnason, Sigfús Jónsson. b. Varaformaður til eins árs: Sigurður Jónsson Arnar- vatni. c. Varamenn í stjórn til eins árs: Vilhjálmur Þór, Jón ívarsson. d. Endurskoðandi til tveggja ára: Jón Guðmundsson. e. Varaendurskoðandi til tveggja ára: Guðbrandur Magnússon. Allir voru þessir menn end- urkosnir. Afurðasalan. Jón Árnason framkvæmda- stjóri flutti ítarlega ræðu um skipulagning afurðasölunnar, er samvinnufélögin hefðu átt i'rumkvæði að. Verður í næsta blaði flutt sem nákvæmast ágrip af þess- ari ræðu J. Á. Jón ívarsson, formaður kjöt- verðlagsnefndar, skýrði frá störfum Kjötverðlagsnefndar og viðhorfunum um þau verk- efni, er nefndin hefir með hönd- um. Til fróðleiks las hann upp útdrátt úr skýrslu um slátrun sauðfjár hjá verzlunum lands- ins s.l. haust. Sýndi þessi út- dráttur, að hjá samvinnufélög- unum hafði verið slátrað 82% en hjá kaupmannaverzlunum að einsl8%. Þá skýrði ræðumaður frá því, að þrátt fyrir það, þótt sauð- fjárslátrun hefði verið óvenju- lega mikil síðastliðið ár, þá væru óseldar kjötbirgðir alls ekki óvenjulega miklar. Að loknum ræðum Jón Árna- sonar og Jóns ívarssonar fóru fram víðtækar umræður um af- urðasölumálin. Að þeim lokn- um kom fram svolátandi tillaga frá Kristjáni Sigurðssyni Dag- verðareyri, sem samþykkt var með ölíúm atkvæðum: „Aðalfundur S. I. S. telur á- stæðu til að láta í ljós á- nægju sína yfir framkvæmd- um þeim, sem gjörðar hafa verið um skipulag á meðferð og sölu aðalframleiðsluvara landbúnaðarins. Telur fundur- inn að ráðstafanir þessar hafi þegar orðið og verði landbúnaðinum að miklu liði. Vill fundui’inn í þessu sam- bandi sérstaklega þakka þeim framkvæmdastjóra Jóni Áma syni og landbúnaðarráðherra Hermanni Jónassyni fyrír þeirra öruggu forustu í þessu nauðsynjamali“. Reikninganefnd skilar állti. Álit nefndarinnar var svo- hljóðandi: „Reikninganefnd Sambands- fundar 1935 hefir, eftir því sem tími vannst til, athugað rekstur Sambandsins á liðna árinu. Eftir þá athugun lýsir nefndin yfir því, að hún tel- ur hag og rekstur þess í góðu lagi, eftir því sem á- stæður standa til. Ennfremur hefir nefndin kynnt sér hag Sambands- deildanna, rekstur þeirra og afkomu, eftir þeim gögnum, er fyrir lágu, og í tilefni af , þeirri athugun vill nefndin vekja athygli sambandsstj. á eftirfarandi atriðum: 1. Að gera rækilega athug- un á rakstri þeirra Sambands deilda, er ekki hefir tekist að varna skuldasöfnun frá 1931, enda þótt nefndin við- urkenni, að óviðráðanlegar orsakir geti legið til nokkurr- ar skuldasöfnunar í einstök- um tiifellum. Reynist það svo, að áframhald verði á skuldasöfnun hjá einstökum félagsdeildum án sérstakra orsaka, þá lítur nefndin svo á, að þær deildir verði að setja undir sérstakt eftirlit S. I. S. Nefndin vill, svo sem áður hefir verið gert, taka það fram, að hún telur mjög var- hugaverðan þann reksturs- halla, sem virðist endurtaka sig og jafnvel aukast hjá nokkrum félögum og 1 sam- bandi við það beina því til sambandsstjórnarinnar, hvort ekki sé sérstök ástæða til að athuga rekstur þeirra félaga og hvort ekki sé hægt að kippa því í lag, t. d. með því, eins og kom fram á síðasta aðalfundi, að fækka deildum en stækka verzlunarsvæði þeirra þar sem svo hagar til, að slíkt væri hægt. 3. Nefndin vill skjóta því til sambandsstjórnarinnar, hvort hún ekki sjái sér fært að setja félögunum, að af- skrifa útlendar vörubirgðir um hver áramót með sem lík ustum afföllum umfram á- langningu. p.t. Reykjavík, 29. júní 1935. Hannes Pálson. B. Kristjánss- son. Þórh. Sigtryggsson. Egill Thorarensen. Guðm Ólafsson. Sig. Þórðarson. Ingimar Eydal. Út af áliti reikninganefndar og tillögum spunnust langar umræður. Rætt var um tilgang samvinnufélaga, ráð til að sporna við skuldaverzlun og framtíðarhorfur sambandsfélag anna og Sambandsins yfirleitt. Allir ræðumenn voru sammála um að hagur Sambandsins sem; stofnunar væri sterkur og ör- uggur, en hinsvegar væri mik- ið verkefni og erfitt eins og at- vinnurekstri alménnt er hátt- að, að komast hjá skuldaverzl- un að fullu, þótt að því beri að sjálfsögðu ag vinna af alefli. Afgreiðsla ársreiknings 1934 Reikningar Sambandsins voru, með áritun endurskoðenda, bornir undir atkvæði og sam1- þykktir í einu hljóði. Ráðstöfun ársarðs. Stjórn Sambandsins lagði fyrir fundinn svolátandi tillögu um ráðstöfun ársarðs af rekstri Sambandsins 1934: 1. Tii stofnsjóðs . . 46.280.08 2. — varasjóðs . . 9.256.02 3. — sjótr.sjóðs . . 19.449.46 4. — Gefjunarsj. . 18.003.41 5. — reksturstrygg. ingarsjóða: a. gæruverksm. 13.931.84 b. Garnastöðv. 12.633.37 6. — Menningarsj. 3.369.99 i 7. j Yfirfært til n. á. 22.365.33 Samtals kr. 145.289.50 Jónas Jónsson, alþm. fimmtugur Jón Árnason framkvæmda- stjóri flutti svohljóðandi tillögu, sem var samþykkt með öllum atkvæðum: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga 1935 tjáir Jónasi Jónssyni alþing- ismanni hugheilar þakkir fyr ir hans miklu og óeigin- gjömu störf í þágu sarn- vinnumálanna í landinu, árn- ar honum allra heilla í til- efni af nýafstöðnu fimmtíu ára afmæli hans, og óskar þess, að þjóðin beri gæfu til að njóta fágætra starfs- krafta hans enn um langt skeið“. Tilmæli Atvinnurekendafélags Islands. Stjórninni hafði borist til- mæli frá Atvinnurekendafélagi íslands um að Sambandið gengi í félagið. Konr fram það álit, að þar sem í Sambandinu eru bæði neytendur og framleiðendur, vinnuþiggjendur og vinnuveit- endur, þá sé rétt að Samband- ið gangi hvorki í félag atvinnu- rekenda né vinnuþiggjenda. Engin ályktun gerð, en mál- inu vísað til stjórnarinnar. Ljósmæðraskólí Islands Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsu- hraustar (heilbrigðisástand vei'ður nánar athugað í Lands- spítalanum). — Konur, sem lokið hafa héraðsskólaprófi eða gagnfræðaprófi, ganga fyrir öðrum. — Eiginhandar umsókn sendist stjórn skólans á Landspítalanum fyrir 1. september. Umsókninni fylgi aldursvottorð, heilbrigðisvottorð og próf- vottorð frá skóla, ef fyrir hendj er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Landspítalanum, 8. júlí 1985. Gudm Thoroddsen. Nýræktun þarf alhliða og algildan áburð Notíð Nitrophoska I. G. þá er árangurinn öruggur. Öll efnin: köfnunarefni, fosforsýra, kali í sama pokanum Kiæðaverksmiðjan GEFJUN Greiðslur úr stofnsjóði. Svolátandi tillaga kom fram frá Sigurði Þórðarsyni og sam- þykkt með þorra atkv. gegn einu að loknum umræðum: „Fundurinn lýsir yfir því, að hann leggur þann skilning í ákvæði samþykkta kaupfé- laganna um útborgun á stofn. sjóðsinnstæðum, að kaupfé- lagsstjórum sé óheimilt að greiða kreppulánaumsækjend- um stofnsjóðsinnstæður þeirra eða afhenda þær til skuldajafnaðar, og með til- vísun til ákvæða gildandi samvinnulaga um þetta efni, vill fundurinn skora á stjórn og framkvæmdastjóra Sam- bandsins að vera á verði um meðferð félagsdeilda á þess- um málum“. fratnleiðir beztu innlendu fataefnim Á saumastofunni í Reykjavík eru saumaðir allskonar karlmannafatnaðir og frakkar. Drengjaföt og pokabuxur er afgreitt með rajög stuttum fyrirvara. Auk þess eru drengjaföt og pokabuxur ávalt fyrirliggjandi* og það af öllum stærðum og gerðum. Ferðateppi, band og lopi löngu viðurkennt fyrir gæði. Saumum eftir aðsendum málum. Tökum ull í skiftum fyrir vörur. Sendum hvert á land sem er gegn póstkröfu. GEFJUN, Laugaveg 10 Simi 2838 Fundarlok. Fundinum' laúk kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags- ins 30. júní og hafði því stað- ið í fjóra daga. Næsta dag bauð stjórn Sam- bandsins fulltrúunum, ásamt nokkrum gestum, austur í Ár- nessýslu. Var ekið að Laugar- vatni, en á heimleið var komið að Ljósafossi í Sogi, þar sem nú er haíin vinna að stórfelldri vatnsvirkjun, einnig var komið við í Mjólkurbúi Flóamanna. TRÚLOFUNARHRINGAR ávalt fyrirliggjandi. HARALDUR HAGAN, Austurstr. 8. Sími 8890 Ritstjóri: Gisll Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta. B e z t a Héraðsskólinii að Laiigum verður í haust settur 12. október, eða nokkru fyrr en xmdan- íarið. Auk bóklegra greina verður kennt: Leikfimi, ound, söngur og handavinna. Smíðar verða og kenndar sem sér- nám. — Skólahúsin eru raflýst. — Umsóknir og fyrirspum- ir um skólann séu áritaðar til mín, að Laugum, um Einars- staði. — Æskilegt er að umsóknir séu komnar eigi síðar «n í lok ágústmánaðar. Lelfur Asgeirsson. Munntóbakið er írá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjið kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Fæst allsstaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.