Tíminn - 16.07.1935, Qupperneq 2

Tíminn - 16.07.1935, Qupperneq 2
118 TlMINN Mbl. og Benedikt á Auðnum „Margt birtir ,,Mogginn“ rækalli rogginn, hnuplhvötum 'háöur og heimskur sem áður“. (Gamalt stef og þó alltaf nýtt). Nýlega birti Morgunblað- ið', undir fyrirsögninni: ,,Þing- eysk rödd“, brot úr grein, sem Benedikt Jónsson frá Auðnum skrifaði í vor í vélritað blað, sem Kaupfélag Þingeyinga gef- uf út og sendir eingöngu fé- lagsmönnum sínum. Þetta blað heitir „Boðberi", flytur auglýs- ingar og tilkynningar, er K. Þ. varðar, og við og við hugvekj- uf um félagsmálefni. Það er inhanfélagsblað, — einkablað félagsmanna í K. Þ. Þar ræða þeir sín í milli, — skrifast á. Réttur Morgunblaðsins til að birta nefnda grein — eða brot- ið úr henni —, er þess vegna líkur réttr bréfahnuplara, sem hleypur óviðkomandi manna í milli með það, sem hann hefir komizt að úr annara rnanna einkabréfum’, — slítur úr sam- böndum, — sýnir í röngu ljósi, — gefur villandi skýringar. Greinin, sem heitir „Tvennir eru tímarnir", eftir Benedikt frá Auðnum, sýnist í Morgun- blaðinu vera rokna skammir um Þingeyinga. En heima í „Boðberanum" er hún — öll í heild — föðurleg áminning hins níræða öldungs, — öfga- full að vísu og ósanngjöm eft- ir orðanna . hljóðan, — en sprottin af ást og umhyggju- semi eigi að síður — og skrif- uð í fullu trausti á það, að af því þetta sé félaga og vina á milli sagt, — þ. e. í félagsblað- inu —, þá verði það ekki tekið of bókstaflega. . Þetta skilur ekki Morgun- blaðið, eða er svo óheiðarlegt að látast ekki skilja það, enda til hvorttveggja trúandi. Feitast þykir Morgunblaðinu þetta hjá Benedikt: „Nú þykir Þingeyingum lítið varið í að vera Þingeyingar". Gamla manninum finnst Þingeyingar sem aðrir vera að verða helst til miklir alheims- borgarar, og sallar því á sína elskulegu félaga á þennan hátt, svo sem til að fá þá til að taka eftir því, sem hann : segir. i Hann hefir lifað með þrem | kynslóðum. Hann átti merkan j þátt í baráttu þjóðarinnar fyr- | ir sjálfstæði gagnvart Dönum. j Hann var einn af aðalfrum- j herjum í verzlunar-sjálfstæð- i isbaráttu alþýðunnar svo sem kunnugt er. Og hann var enn í fullu fjöri, þegar ungmennafé- lögin hófu sína hugsjónastarf- semi, — og var þar einnig með. Nú finnst honum orðinn ann. ar andinn, — átthagametnað- urinn og þjóði-æknin að ganga úr sér. Og hver treystir sér til að neita að svo sé? Hefir nokk- ur sýsla aði’a sögu að segja — í fullri hreinskilni? Undrast nokkur þó hin níræða. hetja, sem lifað hefir sterk þjóðrækn- istímabil og tekið kröftuglega þátt í þeim, hafi einhvers að sakna, — og láti í sinn hóp falla þung orð. Ilitt er samt sem áður þjóð- kunnugt og haft í hámæli, — stundum til lofs en ekki alltaf, — að Þingeyingar vilja alliv Þingeyingar vera. Enginn leyn- ir því, að hann sé Þingeying- ur að uppruna, ef hann veit sig vera. það, — jafnvel ekki Sigurður Kfistjánsson alþm., sem grunaður er um að hafa komizt yfir orð Benedikts og hlaupið með þau í Morgunbl. af smekkleysi og ræktarleysi, sem stafar af því, hvað hann er orðinn mosagróinn hjá Morgunbl.-stefnunni. Benedikt dembif ásökunum á Þingeyinga í félagsblaði þeirra, eins og faðir, sem brýn- ir drengi sína til dáða, eða herforingi, sem hvetur lið sitt til áhlaups. Hann vill fá hugi þeirra til að loga og hikar ekki ; við að nota til þess fjarstæð- j ur, eins og þá, að þeir vilji ekki lengur vera Þingeyingar, af því hann veit, að með því kemur hann við hjartað í þeim. Slíkar fjarstæðuásakanir hef- ir margur foringi notað sem herhvöt og gefist vel. En hvað er það, sem Bene- dikt Jónsson heimtar af Þing- eyingum? Hann heimtar meiri dáð. — Hvenær og hvar er dáðin nóg? Hann vill sterkari félagsleg samtök og samheldni. — Hvar er ekki þörf á að tala um slíkt? Hann harmar burtflutning vaskra drengja. — Hverjum finnst einkenni- legt, að hann skuli gera það? Og hvaða héi-að verður ekki öðruhvoru fyrir slíkum burt- flutningi ? Hann vill sterkari andstöðu gegn konnnúnistiskum öfgum lítilsigldra manna. Er ekki vert fyrir forystu- menn allra héraða að vera á verði gegn þeim öfgum? Hann slcorar á félaga sína að rísa gegn íhaldi og vanafestu, oddborgarahætti og sjálfbirg- ingsskap, fjárplógsmönnum og sérréttindaseggjum þjóðfélags- ins, — með öðrum orðum: gegn Mbl.-stefnunni. Ef til vill mætti segja, að þessa síðastnefnda gerðist ekki mikil þörf í Þingeyjarsýslu, þar sem stefna sú hefir svo að segja ekkert fylgi. En hverjum þykir undarlegt að Benedikt frá Auðnum skuli flytja þessa áskorun níræður? Hann sem hefir gert þetta, alla sína löngu starfsæfi. Honum er það lík- lega meira en nokkrum öðrum einstökum manni að þakka, að Þingeyingar eru ekki menn Morgunbl.-stefnunnar. Þess vegna, er það broslegt — og um leið ákaflega heimskulegt — af Morgunblað- inu, að reyna að nota rödd Benedikts sér til framdráttar. Það minnir alla hugsandi menn alt of mikið á andstöðu blaðs- ins og íhaldsflokksins gegn lífsstefnu og starfi þessa við- urkennda menningarfrömuðs alþýðunnar. Rödd Benedikts frá Auðn- um hefir oft verið ströng og hvöss í skrifum hans. Hann hefir haft kunnáttu til að beita henni á ýmsum tónstigum. En hún hefir aldrei fallið inn í raddir Morgunblaðsins, — ekki einu sinni þó hann sé orðinn níræður, — hversu fegið sem það vildi svo vera láta. Einmitt fyrir það er hann og verður hann mest metinn. Karl Kristjánsson frá Eyvík. Nautakjtttið og verðiagoing þest Nautakjötið er víða á landinu nokkur verzlunarvara og mun framleiðsla þess og sala fara eitthvað vaxandi á síðustu ár- um og vera orðin almennari. Veldur því meðal annaxs það, hversu sótt hafa ýmsir kvillar og vanhöld á sauðfénaðinn um nokkurt skeið, svo og það hve vinnufrek og fyrirhafnarsöm sauðfjárræktin er og arðlítil með því kaupi, sení nú verður að gjalda. Nautpeningurinn er hraustari og vanhaldaminni og léttari hirðing hans og umsjón. Má því búast við töluverðu framboði á nautakjöti á næst- unni. Allt nautakjöt sem hér er framleitt, verður að seljast inn. anlands. Þeir, sem kunnugir eru markaði erlendis, telja, að kjöt af íslenzkum nautgripastofni geti alls ekki orðið söluhæft ytra, til þess þyrfti að flytja inn sérstakt holdakyn, og þó svo væri gert, mundu litlar eða engar líkur vera fyrir háu verði á því erlendis, samanborið við það verð, sem tíðkast hér á nautakjöti.' Nautakjöt það, sem á mark- að kemur hér, er mjög misjafnt að gæðum, enda af gripum á öllum aldri og ólíku ástandi. Það kemur á markaðinn af fárra mánaða gömlum kálfum, af ársgömlum og eldri nautum og af kúm á ýmsum aldri o. s. frv. Verðlagið er líka mismunandi, sem von er, en fer oft ekki eft- ir gæðum, heldur ýmsum atvik. um. Kjöt þetta er ekki metið af lögskipuðum matsmönnum, en vafalaust allvíða skoðað af lækni áður en það er selt. Síðan bráðabirgðalögin um sláturfjárafurðir voru sett í fyrrasumar, hafa komið fram tilmæli frá nokkrum bændum, um ag verðskrá nautakjöt á sama hátt og sauðfjárkjöt, en kjötverðlagsnefndin hefir ekki treyst sér til að færast það í fang. Ástæðurnar til þess eru þæz’, sem að nokkru er getið í þessari grein. Meðan ekki fer fram flokkun kjötsins eftir gæðum, verðúr verðskráning þess eintómt fálm og handahóf. Kjötþungi hvers nautgrips sannar ekki neitt um gæðin, og þót mat og verðlag kindakjöts innanlands sé aðallega miðað við kjötþunga, verður það alls- endis ónógur mælikvarði á nautakjötið, verð þess og gæði. Kroppþungi sauðfjár er einnig lang-t frá því að vera réttur og öruggur mælikvarði, þegar dæma. á um hvort kjötið sé gott eða lélegt og kjötmatið er ekki í lagi og vai’la forsvaranlegt, ef það svo að segja eitt gildir um flolckun þess, hve mörg kílógr. hver kroppur vegur. Meðan ekki kemur lögskipað mat á nautakjöt, gætu einstak- ar verzlanir,sem kaupa það, sett sér reglur til að fara eftir um flokkun þess, en þær reglur vei’ða varla í samræmi við regl- ur annara verzlana og því ekki viðhlítandi til að verðskrá vör- una eftir í heild. Til þess að unt sé að verðleggja nautakjöt. ið heildarlega, verður að láta fara fram flokkun á því um allt land og haga verði þess eftir því, hversu góð varan er. Vafa- laust hefir lögskipað mat og skynsamleg verðskráning nokk- ur áhrif um vörugæðin og því athugandi, hvort tiltækilegt væri að fara inn á þá leið. Það er líka æskilegt að nautakjötið sé ekki á boðstólumi á þeim árs. tíma, sem sauðfjárkjötið er mest, helzt ætti nautakjöt ekki ag vera í framboði nema seinni hluta vetrar og fram á vorið. Gripirnir þurfa að fá verulega gott toður til þess að kjötið sé gott og er því ekki heppilegt að sláturtíminn sé eftir að far- ið er að beita þeim út, og þó komið sé fram í júní, eru þeir ekki búnir að ná góðum holdum af beitinni einni. Sláturtími nauta ætti vafalaust að vera meðan þau eru fóðruð inni, enda fellur það vel við þann tíma, sem minnst er af nýju kjöti á boðstólum, og er þess þá helzt að vænta, að verðið geti verið viðúnandi. Reynsla síðustu ára bendir til, að of mlikið sé framleitt af kjöti, einkum lélegra kjötinu. Kjöt af ám og fleiru rosknu fé er nærri árlega afgangs og þvælist fyrir, er ný framleiðsla kemur á markaðinn. Þetta verð. ur að breytast og breytast fljótt. Þau héruð landsins, sem markaðsaðstöðu hafa fengið, með eða án ríkisaðstoðar fyrir Ullarmat Fyrir mánuði síðan gerði ég í útvarpserindi all ítarlega grein fyrir öllum helztui atriðum, sem áríðandi er að tekið sé tillit til við ræktun og verkun ullar, til þess að hún geti orðið sem bezt og verðmætust vara. Vænti ég að margir hafi hlustað á, eink- um bændur og aðrir þeir, sem ull framleiða. Og með því að nú er orðið full áliðið sumars og ullarverkun í þann veginn lok- ið að þessu sinni, fresta ég, þar til síðar, að endurtaka þau sannindi. En ég vil ekki láta hjá líða, að birta öllum, sem blöð lesa, og ull eiga, nýju flokkunarregl- urnar, sem í fyrsta. tinni verð- ur farið eftir við ullarmat á þessu ári. Þær eru þannig: Reglur uin ílokkun og merklngu 4 ull til útílutuings. 1. gr. Ull, sem hæf er til útflutn- ings, flokkist þannig: A. Vorull: 1. fl. Hvít vorull, vel þvegin og vej þurr, þelgóð og blæfalleg, fætlingalaus, greið og ili- hærulítil, laus við dökk hár, klepra, mor og sand. 2. — Hvít vorull, allvel þvegin og vel þuri’, greið, fætlingalaus og flókalaus. 3. — Hvítir vorullarflókar, vel þvegnir og vel þurrir. 4. Svört, mórauð og grá vor- ull, sem um allt, nema lit, fulinægir sömu skilyrðum og J. og 2. fl. 5. — Öll önnur hvít og mislit vor- ull, sem ekki fullnægir ofan greindum skilyrðum. B. Haustull: 0. — Hvít haustull, rökuð af skinnum, vel þvegin og vel þurr, fætlingalaus og skinn- sneplalaus. 7. — Hvít haustull, rotuð af skinnum, vel þvegin og vel þurr. 8. — Svört, mórauð og grá haust- ull, sem samsvarar 6. fl. að öðru leyti en lit. aðra framleiðslu en kjötið, verða að minnka sauðfjárrækt- ina og eftirláta þeim héruðum að stunda hana, sem verða að hafa kjötið að aðalframleiðslu- vöru. Jón ívarsson. Alurðasölumálin Erindi Jóns Árnasonar framkvæmdastjóra á sídasta adalfund! S. 1. S. Ég- tel sjálfsagt að rifja upp hvað gerst hefir í afurðasölu- málunum síðan Sambandsfund- ur afgreiddi tillögur sínar um þau í fyrravor. Samvinnumenn landsins eiga upptök að skipulagi því, sem komið var í framkvæmd á síð- astliðnu ári um sölu á mjólk og kjöti, og útflutningi á fiski. Á tveimur fundum árið 1934 af- greiddu fulltrúar samvinnufé- laganna ítarlegar tillögur um' af urðasöluna. Var það í sjálfu sér mjög eðlilegt, að fyrst og fremst kæmu tillögur um þessi mál frá samvinnumönnum, því samvinnan ein var fær um að leysa málin á viðunandi hátt. Stjórn Sambandsins sendi til- lögur Sanmbandsfundanna til landbúnaðarráðherra. Hann skipaði milliþinganefnd til að athuga afurðasölumálin (kjöt, 'mjólk, kai-töflur og egg). For- maður nefndarinnar var Hann- es Jónsson alþm. á Hvamms- tanga. Aðrir nefndarmenn voru Egill Thorarensen, Guðmund- ur- Jónsson, Helgi Bergs, Ingi- már Jónsson, Jón Árnason og Magnús Þorláksson. Engar til- lögur voru lagðar fyrir nefnd- ina nema tillögur Sambands- fundanna. Og í nefndinni komu ekki fram tillögur um neinar verulegar efnisbreytingar. Tals verðir vafningar voru í nefnd- arstörfunum og gengu þau seint. ÁfgTeiddi nefndin þó á- lit til ríkisstjórnarinnar, sem í öllum aðalatriðum var samhl'j. till. Sambandsfundanna. Um eitt atriði varð þó ekki sam- komulag. Það var um skipun Mjólkursölunefndar og Kjöt- verðlagsnefndar. í milliþinga- nefndinni kom fljótt fram uppástunga um það, að neyt- endum væri tryggð þátttaka í þessum nefndum. Ég tel rétt að skýra frá því hér, þar sem ég var fulltrúi Sambandsfélag- anna í milliþinganefndinni, að ég féllst strax á þessa uppá- stungu, taldi hana skynsam- lega og sanngjarna. Út af þess. ari tilhögun nefndanna hefir núverandi ríkisstj. orðið fyrir illvígum og ómaklegurh árás- um, þar sem henni er borið á brýn, að hún hafi ekki hirt um hag framleiðenda, með því að fallast á að neytendur ættu fulltrúa í nefndunum. Verð ég’ að telja þetta með öllu órétt- mætt, þar sem ríkisstjórnin í þessu efni fór eftir tillögum okkar, sem vorum fulltrúar framleiðenda í nefndinni. Ef það á að teljast skaðlegt, að hafa heimilað neytendum1 þátt- töku, ætti ádeilan fyrst og fremst að bitna á okkur. Með stjómarskiptunum í fyrrasumar var það tryggt, að lillögum samvinnumanna um innanlandssölu á mjólk og kjöti væri tryggður framgang- | ur. Tók landbúnaðarráðherra | mjög karlmannlega á þessum ' málum og gaf út bráðabirgða- lög, þar sem ekkert hefði orðið úr framkvæmdum fyrr en ein- hverntíma á þessu ári, ef mál- ; in hefðu beðið þings. Ég vil fara nokkrum orðum um árangurinn af þessum lög- um og viðtökum þeim, sem þau fengu hjá þjóðinni. Á þingmálafundum í fyrra- vor hétu allir flokkar afurða- sölumálunum fylgi sínu. Vissu menn þó vel, um hvað var að ræða, því tillögur frá fyrri Sambandsfundinum höfðu þá vei’ið birtar og var vitanlegt, að forgöngumenn málsins, sam. vinnumennirnir, myndu fylgja málunum á þeim grundvelli, sem fundurinn lagði. Kom aldrei frá neinum flokki, eða flokksblaði, andúð gegn tillög- unum á meðan á kosningahríð- inni stóð. Þess vegna kom mörg'urri það á óvart, að for- göngumenn og blöð Sjálfstæð- isflokksins réðust með offorsi gegn lögunum og framkvæm'd þeirra og bændaflokksmenn sýndu þeim enga samúð, svo ekki sé rneira sagt. Einkum var harður aðsúgur gerður að framkvæmd mjólkurlaganna. Eru mönnum deilurnar í svo fersku minni, að ég hirði ekki að rekja þær hér. Hinsvegar ber ekki að láta hjá líða að minnast þess, að verkamenn í bæjunum og flokkur þeirra, jafnaðarmennirnir, reyndust hinir drengilegustu stuðnings- menn við málstað bændanna. Ég mun verða fáorður um ír amkvæmd m j ólkurmálsins. Skipulagið á mjólkursölunni hefir þegar fært bændum nokkrar auknar tekjur í hag- felldari vinnubrögðum við sölu mjólkur og vinnslu mjólkuraf- urða. En ef til vill er mesti vinningurinn í því fólginn, að með samstarfi því, sem koroið var á með mjólkurlögunum, var fyrirbyggt yfirvofandi mjólkurstríð milli framleiðenda í nærsveitum Reykjavíkur og austan heiðar. Verðjöfnunin fyrirbyggir þetta. Ég er kunnugri framkvæmd kjötlaganna, vegna þess að ég átti sæti í Kjötverðlagsnefnd. Vegna ónógs undirbúningstíma og af því að byrjunin er jafn- an örðug, bar ég nokkurn kvíð- boga fyrir því, að framkvæmd laganna mundi örðug, vegna mótþróa þeirra, sem undir þeim áttu að búa. — Þetta fór þó á annan veg. Má yfir- leitt segja, að mjög lítils mót- þróa gætti gegn framkvæmd laganna. Tel ég það fyrst og fremst því að þakka, að allur þorri framleiðenda eru sam- vinnumenn, og að um hendur samvinnufélaganna fór mestur hluti kjötsins. Skyldu þessir aðilar nauðsyn kjötlaganna og léttu stórkostlega framkvæmd þeirra. Um kaupmenn má það segja, að þeir brugðust yfir- leitt vel við lögunum og sýndu engan mótþróa gegn þeim, að frátöldum fáum undantekning- um. Formaður Kjötverðlags- nefndar, hr. Jón ívarsson, sem er hygginn og samvinnuþýður maður, átti m'estan þátt í því, hvað litlir árekstrar urðu við l'ramkvæmd laganna. Það er í fyrsta skiptið síð- astliðið haust, sem áreiðanleg- ar skýrslur liggja fyrir um sláturfjártölu landsmanna. Er því ekki hægt að gera saman- burð við fyrri ár. En slétrun var óvenjulega mikil. Víða var sláturfé mjög rýrt, og þó kjöt- magnið af þeim ástæðum yrði nokkru minna, en ella mundi hafa orðið, þá torveldaði þetta sölu kjötsins mjög mikið, vegna þess hve mikið tilféllst af lélegu kjöti, sem erfitt var að losna við og sjálfsagt héfði spillt stórkostlega fyrir á inn- lenda markaðnum, ef allt hefði verið með sama hætti og áður. Dilkakjötsframleiðslan í haust sem leið var alls 4.425 tonn. Af því fór um hendur sambandsfélaganna 2.927 tonn. Sláturfélag- Suðurlands hafði 464 tonn og Kaupfélag Borg- firðinga 224 tonn. Samtals á öllu landinu hafa kaupmenn því haft til sölumeðferðar 610 tonn. Hér fyrir utan var óvana- lega miklu slátrað af fullorðnu fé, einkum norðan. og austan- lands. Var það alls 757 tonn. Ásókn um að selja kjöt á innlendum markaði var geysi- mikil. Er enginn vafi á, að ef allt hefði verið látið afskipta- laust, hefði innlendi markaður- inn verið fylltur úr hófi fram. Þó Kjötverðlagsnefndin reyndi að vera sem allra réttlátust lun veitingu á söluleyfum innan- lands, þá munu sambandsfélög- in hafa orðið harðast úti og bar þetta einkum til: Sam- vinnufélög og kaupmenn 1 Reykjavík og nágrenni, hafa

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.