Tíminn - 24.07.1935, Qupperneq 2

Tíminn - 24.07.1935, Qupperneq 2
122 TlvMINN f Eftir stjórnmáiðfundina Viðtal við Jónas Jónsson Jónas Jónsson alþm. kom hing-að til bæjarins 9. þ. m. eftir að hafa verið á landsmála. fundum víðsvegar um land. Tíð- indamaður blaðsins fór á fund hans til þess að fá sam- anhangandi yfirlit yfir funda- höldin. — Það hefir ekki verið til setu boðið fyrir ykkur stjórn- málamennina undanfarið. — Nei, ég hefi verið óslitið við fundahöldin nú í mánuð. Fyrst á almennum fundum um Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og þaðan um allt Norðurland og austur á Hérað. Síðan hélt ég flokksfundi í öllum hrepp- um Suður-Þingeyjarsýslu, einn og stundum tvo á dag. — Hver var nú aðstaða flokkanna til þessara funda- halda? — Framsóknarfl. boðaði til langflestra fundanna, eins og kunnugt er, af því að við álít- um að í lýðfrjálsu landi eigi þingmenn og kjósendur á hverjum tíma að ræða sín á milli öll helztu vandamal þjóð- félagsins. Og í öðru lagi var til þessara funda boðað af því, að við höfðurn dálítið sérstaka ástæðu til þess að ræða ein- mitt nú stefnu stjórnarinnar i fjár- og viðskiptamálum, á- samt baráttu stjórnarflokk- anna við íhaldið um skipulagn- ingu afurðasölunnar, kjötlögin, mjólkurlögin og fisk- og síld- armálin. En um íhaldið er það að segja, að það vildi helzt enga fundi, eða þá sem fæsta og stytzta,, enda munið þér sjálfsagt, að Mbl. prédikaði les. endum sínum, að ekkert gagn væri að þessum fundum. í sam- ræmi við þessa aðstöðu lögðu íhaldsmenn yfirleitt það til, að kommúnistar fengju sama ræðutíma og þingflokkamir, sem auðvitað varð eigi skilið öðruvísi en sem tilraun til þess að draga úr nytsemi fund- anna. — Því var íhaldið svo tregt til fundahaldanna? — Blátt áfram af því, að framkoma þeirra í landbúnað- ar- og útvegsmálum hefir verið sú, að þeir hlutu að óska þess, að ekki yrði rætt um! málin nú og því síður að þau yrðu brot- in til mergjar, heldur yrði um þau sem mest þögn — að framkoma. íhaldsins í þeim yrði helzt gleymd við næstu kosningar. Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins — Þeir eru þá ekki sérlega trúaðir á málstað sinn? — Nei, það kom greinilega fram í öllu, að þeir lituásjálfa sig í varnaraðstöðu og reyndu fremur að verja sig, þar sem þeir töldu sig helzt hafa fylgi, en að sækja á, þar seni baráttu var von. Þetta undanhald kom mjög berlega í ljós á sumum stærstu fundunum, t. d. á Sauðárkróki, þar sem þeir mættust Eysteinn fjármálaráð- herra og Magnús Jónsson pró- fessor. Ráðherrann ræddi fjár- málin og skipulagningu afurða- sölunnar í öllum aðalatriðum og hélt þeim fram gegnum all- an fundinn, en prófessorinn þorði hvergi nærri þeim að koma og talaði eins og á hann hlýddu sjö ára gömul börn. Kvaðst t. d. álíta. Sauðárkrók mestu borg í heimi, sagði sög- ur af áhrifamiklum framhjá- tektum í hjónaböndum, o. s. frv. — Akureyringar urðu víst ekki sérlega hugfangnir af frammistöðu ólafs Thors? — Það var nú varla von, og þó lagði ég þann grundvöll í frumræðu minni, sem telja mátti eftir aðstöðu íhaldsins, og eftir skrifum íhaldsblaðanna, að þeim ætti að koma bezt; benti á skuldasöfnun einstakl- inga, banka, bæjarfélaga og ríkis, á innflutningshöftin og hvernig einkasölurnar hefðu til orðið. En Ólafur Thors gafst .alveg upp við að verja málstað síns flokks, eins og Mbl. hefir túlkað hann um öll þessi mál og eyddi tímanum í þýðingar- laust málæði. — Hvernig voru fundir sótt- ir almennt? — Afar vel. Á fjölmörgum fundum voru 200—250 manns og í dreifbýli, eins og t. d. í Axarfirði, sóttu 300 manns fund, sem er alveg eindæmi þar. Og yfirleitt fóru fundimir mjög vel fram og áheyrn fundargesta var hin bezta, nema þar sem talað var fyrir algerlega fylgislausa flokka eins og víða átti sér stað með málsvara Þorsteins Briem og Einars Olgeirssonar. 1 Borgar- nesi gengu t. d. 150 menn af 200 út, meðan Gísli Brynjólfs- son talaði, og varð þá einum fyndnum manni þetta að orði: „Magnús Torfason lét út einn mann, en Gísli Brynjólfsson lét út 150“. — Áheyrendum hefir þá not- azt vel að fundunum? — Yfirleitt ágætlega, en ég álít að vegna vinnu bragða á fundum framvegis ætti helzt að haga svo til, að algerlega fylgislausir flokkar gætu ekki tafið tímánn fyrir þing-flokkunum. — Hvernig rættist úr þeirri spá Morgunbl., að Fram- sóknarflokkurinn ætti aðeins 3 fundarfæra menn? — Þar má óhætt segja, að hafi nokkuð skipt um stríðs- gæfuna, því að raunin varð sú, að Framsóknarfl. hafði alltaf fleiri og betri mönnum á að skipa en íhaldið. Einu sinni deildu Framsóknarflokksmenn við íhaldið á ellefu stöðum. samdægurs og auk þingmanna, sem þátt tóku í ræðuhöldun- um, áttu þeir fleiri æfða ræðu- menn á fundunum, er ekki komust að og voru margir þessara utanþingsmanna með- al færustu ræðumanna á land- inu. — íhaldið hefir þá haft minna, fundaliði á að skipa þegar til kom? — Já, það var í mesta mann- hraki; hafði varla á að skipa öðru en þingliði sínu, sem þó yfirleitt var mjög ófúst til ferðanna. Á Húsavík t. d. gerðu þeir verkfall Magnús Jónsson og Magnús Guðmunds- son og neituðu að láta senda sig lengra burt frá Reykjavík. Og á austfirzku fundúnum var mannleysi íhaldsins tilfinnan- legt. I Vopnafirði hafði það að- eins einn mann á móti fjár- málaráðherra og Páli Zophoní- assyni og sá eini gafst upp eftir fyrstu ræðu. Og á héraðs- fundunum eystra hafði íhaldið eiginlega aðeins tveim mönnum á að skipa, þeim Sigurði Krist- jánssyni og Jóni á Akri, en jafnvel þeir gáfust upp, þegar kom í hinn veglausa hluta Suð- ur-Múlasýslu. f Austur- Skaftafellssýslu mun íhaldið sjálft engan málsvara hafa haft. Raunin varð því sú, að þegar á reyndi hafði íhaldið ekki einu sinni 3 til varnar, héldui4 aðeins 2, er svo loks gáfust upp orustulaust. — Hvern árangur teljið þér helzt hafa orðið af fundunum? — Þann, að eftir þessa mörgu fundi, er öllum þorra landsmanna orðið það ljóst, að íhaldsflokkarnir hvorki gátu né vildu skipta um stefnu í fjármálum, eða. um skipulagn- ingu afurðasölunnar. Báðir þeir flokkar eru svo háðir milliliðastéttinni, að þeim væri ómögulegt að þrengja að hagsmunum hennar, þó að við lægi, eins og nú stendur á, efnahagsleg afkoma allra stétta í landinu. Glöggt dæmi þessa er það, að Þorsteinn Briem og Magnús Guðmunds- son reyndu ekki að koma í framkvæmd þeirri viðleitni til mj ólkurlaga, sem samþykkt hafði verið á Alþingi 1933 og að bráðabirgðalögin um skipu- lagningu á kjöt. og mjólkursöl- unni og á matjessíldinni, komu svo að segja undir eins, eftir að núverandi landsstjórn tók við völdum, en hafði ekki verið lireyft við áður. — Ilvernig snerust fulltrúar íhaldsins við þessum stað- reyndum? — Þeir reyndu aldrei að af- saka eða skýra þetta, né hvers vegna öll íhaldsblöðin, nálega 20, hafa alltaf og undantekn- ingarlaust reynt að ófrægja og tortryggja lögin um afurða- sölu landbúnaðarins. Og leið- togar íhaldsins eru þarna sam- sekir, því að þeir haf:a aldrei þorað eða viljað fá rúm í þess- um blöðum til þess að leið- rétta ófrægingar þeirra, þó að þeir vissu betur. Þeir urðu líka alveg brjóstumkennanlegir í vandræðum sínum, leiðtogarn- ir, þegar þeir urðu að standa frammi fyrir bændum með þessa málavexti, ekki sízt Magnús Guðmundsson, sem þar neyddist til þess að af- neita flokksblöðum sínum. — Hverja ályktun má þá draga af landsmálafundunum yf irleitt ? — Það varð alveg ljóst af undirtektum þeirra, sem sóttu fundina, að bæði í sveitum og við sjó er meirihluti kjósenda þakklátur núverandi stjórn fyrir aðgerðir hennar í afurða,- sölumálunum, og fyhir stór- kostlegan dugnað við að vinna að bjargræðismálum þjóðar- innar á þessum tímum, sem allir skilja að eru svo óvenju- lega, erfiðir. Vövukaupin frá útlöndum Undanfarin ár hefir hallað stórlega á okkur í viðskiptun- um við útlönd. Er það hin mesta nauðsyn, 'að jöfnuður komist á um aðkaup og út- flutning. Þess vegna hertu nú- verandi stjórnarflokkar mjög á öllu eftirliti meg innflutnings- verzluninni, frá því sem áður var. Eru nú fyrir hendi tölur sem sýna hver niðurstaðan er fyrri helming þessa árs. Innflutningurinn hefir orðið 1.591 þús. krónum minni en á sama tíma í fyrra. Þó er í þessa árs innflutningi auka- lega efnivörur og áhöld til Sogsvirkjunar fyrir 480 þús. lcrónur. Má því telja að tekizt hafi að minnka algengan inn- flutning um 2 miljónir króna, sé miðað við fyrra ár. Og þó hefir hin mikla útþensla á síld. arútvegi leitt til aukins inn- flutnings á þessu ári. Annars er sania reynslan hér og í Danmörku. Danir hertu mjög á eftirliti með inn- flutningsverzlun hjá sér um svipað leyti og við. En fjóra fyrstu mánuði þessa árs hafði þeim ekki tekist að minnka innflutning miðað við fyrra ár. Á þetta rót í því, hversu að- gerðir í þessum efnum verka seint. Þegar ný fyrirm'æli eru gefin um utanríkisverzlun og margir vöruflokkar koma í fyrsta sinn undir eftirlit, hafa verzlanir þegar verið búnar að gera ráðstafanir um kaup og afgreiðslu vara fyrirfram um: nokkra mánuði, svo illt er að rifta. Þess vegna eru góðar horfur á að gjaldeyrisnefnd takist að minnka innflutning til mikilla rauna síðari hluta ársins, úr því tekizt hefir, eins og á stendur, að minnka allan al- gengan innflutning um 2 milj- ónir á fyrra árshelmingi. Kaupmannablöðin eru hin drýldnustu, h'Iakka yfir því hve lítið hafi áunnizt, miðað við árið 1933! og krefjast mánað- arskýrslu um úthlutun inn- flutningsleyfa. Á árunum 1932—1983 tókst að minnka innflutninginn stór- vægilega, sakir mikilla vöru- birgða, sem voru í landinú frá árunum áður. Dæmi vorú til að einstakar vefnaðarvöru- verzlanir í Rvík ættu þá birgð- ir fyrir meir en miljón króna. Og’ vita skulu kaupmanna- blöðin það, að samyinnumenn- irnir hefðu ekkert á móti op- inberri skýrslugerð um leyfi þau, sem gefin yrðu. En samvinnumenn munu gera þá kröfu, að kaupmanna- verzlununí verði ekki veitt hlutfallslega meiri innflutn- ingsleyfi en samvinnuverzlun- um, miðað við fólksfjölda. Fer þá ekki hjá, að nokkur breyting verði á um verzlúnar- jöfnuðinn, landinu í hag. Iðnþinginu, sem í þetta sinn var háð á Akureyri, er lokið fyrir nokkru. Sambandsstjómin var öll endurkosin, en í henni áttu sæti: Ilelgi H. Eiríksson skólastjóri(for- seti), Emil Jónsson alþingism., Einar Gíslason málari, Ásgeir Stefánsson framkv.stjóri og por- leifur Gunnarsson bókbindari. — þetta er í fyrsta sinn, sem Iðnþing- ið kemur saman á Akureyri. Tvö fyrstu þingin voru háð í Reykjavík 1931 og 1933 og næst mun Iðnþing- ið koma saman 1937. Reykholtsskóli. Aðsókn að skól- anum hefir aldrei verið jafn mik- il og nú. Síðastliðið ár var ekki hægt að veita nærri öllum skóla- vist þar, sem sóttu. Nú lítur út fyrir að skólinn verði orðinn full- skipaður á miðju sumri. Iþr óttir og utanfarir Landið okkar er afskekkt og þannig sett, að jafnvel ná- grannaþjóðirnar vita lítið um fólkið, sem hér býr. Og allur fjöldinn hyggur að við hljótum að vera skrælingjar sem heima eigum á íslandi. En þar sem því er nú svo farið, að við höfum að því er séð verður, ekki ástæðu til að skella skuld á ætt og uppruna, og úr því að sannað þykir, að hér hafi um skeið verið lifað eftirtektaverðu menningarlífi, og þar sem margt bendir til að sú saga gæti endurtekið sig, þá er ekki nema að vonum, þótt nokkur ástæða þyki til þess að vinna gegn þeim mísskilningi nágrannanna, að vig séum guðsvolaðir vesalingar, og það því fremur, sem högum' okkar er nú hvað atvinnulíf snertir svo háttað, að við þurfum að eiga samskifti við ýmsar þjóð- ir og þá jafnframt nokkurt traust hjá þeim. Enda er svo komið, að ýmis- legt er gjört til þess að eign- ast þetta traust og hrinda því, að við séum menningarsnauðir skrælingjar. í einskonar auglýsingaskyni af þessu tagi, hafa ýmsir ein- stakling’a r og’ hópar manna tekið sér sérstaklega fyrir hendur að hrinda ámælinu sem á þjóðinni liggur. Skal á fátt eitt minnst. íslenzkir rithöfundar hafa sezt að með nágrannaþjóðun- um og ritað á þeirra máli og tekist svo, að ekki aðeins þeir, heldur þjóðerni þeirra hefir hefir orðið gagnsemd að. Söng. menn og hljómlistarmenn hafa einnig á seinni árum „farið í víking“ og oft með viðunandi árangri. Nútíma rithöfundar íslenzk- ir, sem rita á móðurmáli sínu hafa náð því að verða þýddir á tungur ýmsra menningarþjóða. Listaverk okkar beztu mál- ara hafa að einhverju litlu leyti komizt á sýningar í ná- grannalöndum, en þó minna en skyldi, sakir fátæktar þeirra. Og ef til vill hafa miðlungs- menn á því sviði orðið teknir helzt til hátíðlega af góðviljuð- um útlendingum, aem hafa hialdið, að ekki væri á betra völ, og „gestrisni“ þeirra þá orðið til að setja okkur niður í áliti dómbærra manna með öðrum þjóðum, umfram* 1 það sem efni stóðu til. Glímuflokkar, leikfimlsflokk- ar og söngflokkar hafa verið sendir utan og oftast með til- ætluðum árangri. En auglýsingastarfsemi af þessu tagi er ekki ábyrgðar- laus. Og nú hefir það komið fyrir að úrvalsflokkur „bezta knatt. spyrnufélagsins á Islandi" er nýkominn úr hringferð um ýmsar helztu borgir nágranna- landanna. Og því miður við lítinn orðstír. Þeir virðast sjálfir ánægðir með förina. Og einkum er af því látið hvað þeir hafi lært mikið. Eftir allan lærdóminn fáþeir svo sérstakt tækifæri til þess að ganga undir „próf“ frammi fyrií- þúsundum samlanda sinna á íþróttavellinum í Rvík. Og einkunnin varð ömurleg. Yfirleitt hefir frammistaða knattspyrnumannanna íslenzku í viðureigninni við Þjóðverj- ana, sem „boðið“ hefir verið heim til viðureignar við hina hraustu syni Egils Skalla. grímssonar, Gunnars á Hlíðar- enda og Skarphéðins Njálsson- ar orðið all-háðuleg. Knattspyman er orðin eins. konar öndvegis- og uppáhalds- íþrótt Reykvíkinga. Þó er lítillæti þeirra svo mik_ ið, að ekki aðeins unglingar heldur jafnvel hópur fullorð- inna áhorfenda. rekur upp org og siguróp, ef úrvalsliði hvers íþróttafélags um sig tekst að koma knettinum út fyrir mið- línu og eitthvað inn á vallar- helming aðkomumannanna. Þeir afsaka ósigrana með því að hér sé að etja við úrvalslið 60 miljóna þjóðar. En hafa þessir úrvalsmenn átt fleiri æskuár til þjálfunar en jafnaldrarnir hér heima? Andleg-t og líkamlegt atgervi á ekki að þurfa að fara eftir þjóðarstærð. Mismunandi langt æfinga-ár á knattspyrnuvelli veldur ein- hverju. En enganveginn þeim geisimun, sem hér kemur fram. Og þá m. a. vegna þess, að góður knattspyrnumáður leggur stund á fleiri íþróttir en sjálfa knattspyrnuna, og jafnar það nokkug þennan að- stöðumún. Það sem Valsmenn ekki lærðu í utanför sinni og hafa þá held. ur ekki kunnað áður, er hrað- inn. Þeir náðu öðru hvoru sæmi- legum samleik úti á miðjum velli. En oftast nær kom hin barnalega einstaklingshyggja þá fram hjá þeim. Þeir tóku nú að sýna „kúnstir“ með knött- inn, hver um sig, leika sér að honum eins og köttur að mús. Á þessu töpuðu þeir tíma. Þjóð verjamir voru að sama skapi fljótir að raða sér í varnarstöðu og þegar svo loks tók að nálgast mark andstæðinganna, varð allt til einkis, knötturinn tekinn af þeim, og vegna þess hve leikur Þjóðverjanna ein- kennist af miklum hraða og hreinum línum, voru Valsmenn sjaldan í meiri hættu en eftir þessi misheppnuðu „upphlaup“ sín, reyndist þeim þá „örðug eftirreiðin“ og máttu einatt mæna á eftir knettinum inn í sitt eigið mark, langt utan af velli. Sama var sagan um hin fé- lögin, þótt telja mégi að K.R. og Fram hafi staðið sig hlutfalls- lega betur en Valur. Að vísú verður að virða Val til vork- unnar, að hann var „bezta knattspyrnufélagið á Islandi“ áður en hann fór í utanförina og hafði „lært“ svo mikið í öðr- um löndum og mun kappliðinu þýzka því hafa verið nokkurt kapp í kinn þegar til viðureign- arinnar kom, enda fór ekkert hinna einstöku knattspymufé- laga verri hrakför. Það félagið, sem fyrst atti kappi við þýzka knattspymu- liðið hér í Reykjavík, virðist hafa ofmetnazt af því, að hafa ekki tapað nema með 3 mörk- um gegn 0. Og ganga nú um höfuðstaðinn hreystisögúr úm það, sem1 virðast eiga rót sína að rekja til félagsmánna sjálfra, að ættu þeir þess kost að keppa að nýju, þá mundu þeir sigra. Leikmönnum sem horft hafa á alla leikana virðast þetta æðimiklar fjarstæður. I fyrsta lagi höfðu aðkomu- mennirnir ekki jafnað sig að íullu eftir sjóferðina, þegar fyrsti kappleikurinn átti sér stað. I öðru lagi var eitt hið mesta óveður, sem hér þekk- ist um þetta leiti árs, kvöldið sem þessi leikur fór fram, og eitthvað ættu landarnir að vera samþýddari veðuráttufarinu en aðkomumenn. I þriðja lagi voru þeir þá „óvanir vellinum“ aðkomu-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.