Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1935næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 20.11.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.11.1935, Blaðsíða 1
©Ja&bagi 6kN!n9 ct J. yáni Áigaagatínn footat 7 ft» J^fgreibsía °ð tenfeeltnta d £augaoeg 10. ©iml 2353 — Póot^dt| ðOI XIX. árg. Reykjavík, 20. nóvember 1935. 48. blað. Norsk fyrirmynd fyvir æsku landsins Landshættir í Noregi ei’U sviplíkir og hér á landi. Sum- staðar er Noregur að vísu frjórri en Island, en á öðrum stöðum er byggð í Noregi á landi sem er hrjóstrugra en nokkur sveit á Islandi. Norðmönnum fjöigar tölu- vert eins og íslendingum. Þeir þurfa að búa til fjölda af nýj- um heimilum árlega. Landnám þeirra er stórfellt. Þeir búa til 1500 til 2000 ný sveitaheimili á ári. Eftir sama mælikvarða þyrftum við íslendingar að gera a. m. k. 50 nýbýli í sveit árlega. En við gerum sama sem ekki neitt í því efni enn. Norðmenn láta byggðina þéttast um allt landið. Sveitar- stjómir og héraðsstjórnir og ríkið hjálpast að til að styðja unga fólkið, sem vill nema land. En sjálft verður það að leggja fram vmnu og fé til að geta öðlazt hjálp þjóðfélags- ins. Ég kynnti mér í sumar sem leið nokkuð þetta nýbyggðar- mál í Noregi. Ríkið á mikið af löndum, sem það leggur til með góðum kjörum í landnámið, en oft er hinn hátturinn tek- inn, að foreldrar láta nokkuð af sinni jörð til bama eða fósturbama. Venjulega er hjálpin sem landneminn fær, samanlögð um 7000 kr. á býli. Þar af eru 2000—2500 kr. styrkur í land- námið, en 4500—5000 kr. langt lán með góðum kjömm. Leiðtogar nýbyggðarmál- anna 1 Noregi hallast meir að því að hækka styrkinn en minnka lánið. Vita þeir sem er, að landneminn á bágt með að afborga verulegar skuldir. I sveitum í Noregi em flest hús, bæði mannahíbýli og peningshús venjulega úr timbri. Skógurinn er víðast hvar við hendina, en timbrið kostar mikla vinnu, og er alls ekki jafn ódýrt og auðfengið i skógarlöndunum eins og okk- ur íslendingum myndi þykja líklegt. Ríkið og héraðsstjóm- ir láta landnemana fá teikn- ingar og fyrirmyndir að hús- um, en landneminn byggir sjálfur undir eftirliti trúnað- armanna. Styrkurinn í landnámið er að nokkru leyti til bygginga og að nokkru leyti til ræktunar. Ég spurði forgöngumenn móts- ins hvað þeir gerðu ráð fyrir um búskapinn og framtíðar- skilyrðin á þessum nýju jörð- um. Mér var svarað því, að landneminn ætti að geta kom- ið sér upp 3—4 kúm, haft matjurtarækt fyrir heimilið, 1—2 svín, ofurlítið af alifugl- um og i sumum héruðum lít- inn akurblett. I flestum tilfell- um yrði landneminn einyrki, sem framleiddi á sinni jörð meginið af því, sem heimilið þyrfti með, og verzlaði lítið. Ef unnt væri, þyrfti hann að vera í mjólkurbúi og fá dá- litlar peningatekjur fyrir Framh. 6 4. sfðu. Viðskipfin við Þýzkaland Umræður um viðskiptin við Þýzkaland fóru fram á Alþingi nýlega. Var þar með glöggum rökum hrakinn sá rógur, sem Mbl. og fylgiblað þess, hafa verið að reyna að breiða út um þessi viðskipti. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra hefir inn- flutnings- og gjaldeyrisnefndin beinlínis skapað í Þýzkalandi markað fyrir íslenzka fram- leiðslu, sem ekki hefði verið hægt að selja þar, ef aðgerðir nefndarinnar hefðu ekki komið til. Þessu máli er þannig háttað, að Þjóðverjar eru ekki fáanleg- ir til að kaupa íslenzka fram- leiðslu nema andvirði hennar sé tekið aftur í þýzkum vör- um. Sé meira selt til Þýzka- lands en vörukaupum þaðan nemur, stendur það fé fast. Og vitanlega hafa íslenzkir framleiðendur ekki ráð á að binda verð framleiðslunnar á þann hátt. Möguleikinn til að selja til Þýzkalands, er því al- gerlega takmarkaður við það, hvað hægt er að kaupa frá Þýzkalandi af nauðsynlegum vörum. Innflutnings- og gjaldeyris- nefndin hefir því hagað starf- semi sinni þannig, að binda innflutningsleyfi, alltaf þegar tiltækilegt þótti, því skilyrði, að varan yrði keypt í Þýzka- landi. En þetta er erfitt verk, einkum vegna þess, að vörur eru yfirleitt dýrari í Þýzka- landi en annarsstaðar. Inn- flytjendur eru því, sem von er, tregir til að kaupa þaðan sömu vörumar sem þeir gætu fengið ódýrari annarsstaðar. Og vit- anlega myndu þeir yfirleitt ekki gera það, ef þeir væru ekki knúðir til þess af nefnd- inni með því að setja skilyrði fyrir leyfunum. Innflutnings- og gjaldeyris- nefndin hefir þannig með vald- boði skapað útflytjenda að- stöðu til að fá framleiðslu sína greidda og þar með aukið markaðinn. Þeir samherjamir Hannes og Jón á Reynistað reyndu í þess- um umr. eins og áður, einkum Hannes, að ala á tortryggni út af því, að ekki væri leyfður ótakmarkaður útflutningur til Þýzkalands á landbúnaðaraf- urðum. En um það er einmitt talsvert kapp, að fá að nota hinn þrönga þýzka markað, af því að verðið er þar öllu hærra en annarsstaðar. Við út- hlutun útflutningsleyfanna hef- ir stjómin fyrs t -og fremst haft þá stefnu, að leyfa út- flutning á þeim vörum, sem eru óseljanlegar í öðrum lönd- um. Og um það ætti eklti að verða deilt af viti bomum mönnum, að þessi stefna sé sanngjöm og rétt. Legátar „einkafyrirtækisins“, sem einkis svífast í rógi sín- um gegn Framsóknarflokknum, hafa hinsvegar oftar en einu Framh. 6 4. síðu. A víðavangi Ilver trúir Sigurði Kristjánssyni? Hver trúir því, að Sjálfstæð- ismennirnir, sem fundu upp saltfiskskattinn og byrjuðu að innheimta hann áður en nú- verandi stjórn kom til valda, hafi verið á móti honum? Hver trúir því, að Sjálfstæð- ismenn hefðu veigrað sér við að „gera ágreining“ við stjórn- arflokkana um upphæð skatts- ins, ef þeim hefði þótt hann of hár? Hver trúir því, að Sigurður Ivi'istjánsson og hans nótar hafi áhuga á því, að „unna öll- um flokkum jafnrar þátt- töku“(!) í flutningi mála, sem þeir. telja vinsæl hjá almenn- ingi ? Hver trúir því, að brottför Sjálfstæðismanna úr utanríkis- málanefnd eigi ekkert skylt við ákvörðun stjómarílokkanna um afnám fiskskattsins ? Og hver trúir því, að sá flokkur sé heill í þessu máli, sem lætur formann sinn segja við ríkisstjómina, að hann „ráði ekki við“ Sigurð Krist- jánsson — nokkrum dögum áð- ur en Sigurður sjálfur lýsir yf- ir því í Mbl., að um allt, sem hann hafi gert, hafi hann „ráðgast við þingflokk Sjálf- stæðismanna“ og „borið undir formann Sjálfstæðisflokksins“? Það er sama, hvað mörgum blaðsíðum Sigurður þessi skrökvar í Morgunblaðið. Það trúir honum enginn — ekki einu sinni mennimir „með mos- ann í skegginu"! V erzlunarþingið. Fyrir nokkram dögum héldu kaupmenn hér í bænum, ásamt iáeinum öðrum, fund, sem þeir hafa nefnt verzlunarþing. — Það er athyglisvert, að ef nokkuð má marka ályktanir fundarins, virðist svo sem kaupmenn séu að öðlast skiln- ing á því, að greiðslujöfnuður í viðskiptum við útlönd sé nokkurs virði. Orð þeirra og athafnir áður benda til þess, að þeim hafi ekki verið þetta ljóst, og er því harla nýstár- legt að sjá í Mbl., með stóru letri, tilkynningu um að verzl- unarstéttin vilji „fyrst og fremst leggja áherzlu á, að innflutningi til landsins sé þannig hagað, að leitazt verði við að ná greiðslujöfnuði við útlönd“. Jafnhliða þessu gerir kaupmannafundurinn ráð fyrir að gjaldeyris- og innflutnings- nefnd verði hér starfandi, en gerir enga kröfu um afnám innflutningshaftanna. Hafa þá kaupmennirnir og Mbl. tekið aftur öll sín margendurteknu gífuryrði um skaðsemi inn- flutningshaftanna. Gróðinn af einkasölunum. Það er ástæða til að gleðj- ast yfir því, að kaupmennimir skuli sjálfir á þennan hátt tæta í sundur verulegan hluta af af þeim villukenningum, sem þeir hafa boðað þjóðinni að undanfömu. Gefur þetta vonir um að þeim sé að aukast nokk- uð skilningur og þroski. En þó virðist batinn mjög hægfara. Kaupmennirnir bera fram, enn sem fyr, harðorð mótmæli gegn einkasölum ríkisins og krefj- ast þess, að afnumin verði þau lög um einkasölur, sem í gildi eru. Ef farið væri eftir tillög- um þeirra, myndi ríkissjóður tapa verulegum hluta af tekj- um sínum, en þeim verzlunar- fróðu mönnum hefir elcki þótt það ómaksins vert að benda á leiðir til tekjuöflunar í staðinn. Gefur þetta nokkra hugmynd um hvers þjóðin mætti vænta, ef hún yrði nokkru sinni svo ólánssöm að fela Sjálfstæðis- flokknum að fara með völd í landinu. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Sl. mánud. var haldinn aðal- fundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Fráfarandi stjóm, Hallgrím- ur Jónasson (form.), Magnús Stefánsson og Guðlaugur Rós- inkranz, skoruðust undan kosn- ingu og hlutu kosningu í þeirra stað: Guðmundur Kr. Guðmunds- son skrifstofustjóri, formaður. Sigurvin Einarsson kennari, ritari. Guðjón Teitsson skrifstofu- stjóri, gjaldkeri. Kosnir voru 7 menn í fulltrúa ráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík, en þar eiga einnig sæti fulltrúar frá Félagi ungra Framsóknarmanna. Smáútgerðin á ekki samleið með stórútgerðinni. Smáútvegsmenn af Suður- nesjum, ásamt nokkrum mönn- um úr Reykjavík, Akranesi og frá Vestmannaeyjum, hafa nú nýlega átt fund með sér hér í bænum um ýms vandamál bátaútgerðarinnar, þar á meðal sjálfa fisksöluna. Næstsíðasta daginn voru sjávarútvegsn. Alþingis, at- vinnumálaráðherra og þing- menn- þeirra héraða, er hér eiga hlut að máli, boðnir að mæta á fundi þessum. Voru þeim tilkynntar nokkrar álykt- anir, er fundurinn hafði gert, og urðu um þær nokkrar um- i'æður. Yfirlýsingu ríkisstjómarinn- ar um afnám fiskskattsins, var tekið með mikilli ánægju á fundinum. Fundarstjóri var sr. Bryn- jólfur Magnússon í Grindavík. Skýrði hann þingmönnum þeim, er mættir voru, frá til- gangi fundarins, og las upp á- lyktanir þær, er gerðar höfðu verið. Tók hann það fram m. a., að smáútvegsmenn væru þeirrar skoðunar, að þeir ættu í ýmsum atriðum ekki samleið með stórútgerðinni í Reykja- vík. Umræðumar um kjötlögin. íhaldsblöðin hafa verið mjög reið við Pál Zophóníasson út af ræðu þeirri, sem hann flutti á Alþingi á dögunum um árangur kjötlaganna og birt var hér í blaðinu. Páll sýndi m. a. fram á það með skýrum tölum, að bændastétt landsins hefði hagnazt um 600 þús. kr. á kjötlögunum á fyrsta ári. Sigurður Kristjánsson hafði í greinargerð fyrir frv. sínu Jón Árnason framkvæmdastj óri útflutnings - deildar Samb. Isl. samvinnufé- laga og formaður bankaráðs Landsbankans átti fimmtugs- afmæli 17. þ. m. Sjá grein á öðrum stað í blaðinu. birt bréfkafla frá nokkrum í- haldsbændum, er töldu sig óá- nægða með kjötlögin. En Páll sýndi fram á, að í öllum þeim béröðum, þar sem þessir bréf- ritarar ættu heima, hefði verð- ið hækkað haustið 1934 frá því sem var 1933. Þetta væru því einkennilegir menn. Síðara hluta umræðnanna dró heldur niður í Sig. Kx., er glópska hans varð heyrin kunn, en Pétur Ottesen tók við. Gat þó Pétur, þrátt fyrir mikinn bægslagang, ekkert hrakið fyrir Páli nema eina tölu viðvíkjandi kjötbirgðunum í Iíeykjavík í fyrrahaust. En þá tölu hafði kjötverðlags- nefnd fengið upp gefna hjá Sláturfélagi Suðurlands, við- víkjandi birgðum sjálfs þess, og hafði Sláturíélagið ekki leiðrétt hana. Annars voru ræð- ur Péturs framhald á þeirri skipulagsbundnu árás á hags- muni bænda.á Norður-, Aust- ur- og Vesturlandi, sem hald- ið hefir verið uppi í haust í blöðum íhaldsins og snepli Jóns í Dal. Mættu bændur nyrðra muna þetta, þegar í- haldið sendir Pétur næst á landsmálafundi um þeirra byggðir. Blað nazista lýsir innræti íhaldsmamta. Nokkrir nazistastrákar í Reykjavík hafa verið teknir fastir fyrir að ráðast á og meiða pólitískan andstæðing á fáfarinni götu að kvöldlagi. Hefir Mbl. ekki þorað annað en að átelja þetta athæfi. En „snáðarnir“ svara fullum hálsi á þessa leið í blaðtetri sínu, Islandi, 16. þ. m.: „Séum við þjóðernissinnar of- beldissinnar, tökum við „djúpt" ofan fyrir Morgunblaðsmönnunum sem ofjörlum okkar. Eða hvað segja sjálfstæðismenn þá um „þingrofsvikuna" í apríl 1931'? Hrintu þeir ekki Jónasi og öðrum framsóknarmönnum „dólgs- lega“ út úr þinghúsinu 14. apríl 1931. Eltu sjálfstæðismenn þá ekki með „gífuryrðum" að heimilum þeirra þann dag. „Hópuðu þeir sig ekki saman og spönuðu sig til hins mesta dólgs- skapar,, fyrir framan hús Tryggva sál. þórhallssonar þávorandi for- sætisráðherra kvöld eftir kvöld og Framh. á 4. síðu. Uian úr heimi S. 1. mánudag, þann 18. þ. hi. gengu í gildi hinar viðskipta- legu refsiaðgerðir Þjóðabanda- lagsins gegn Ítalíu. Rúmlega 50 þjóðir í öllum álfum heims hafa formlega tilkynnt þátt- töku sína í þessari tegund styrjaldar gegn friðrofanum. Mussolini hefir svarað með því að láta draga fána ríð hún þennan dag um alla Italíu og brennandi eggjunarorðum til þjóðarinnar um að bjóða Þjóða- bandalaginu birginn. öll utan- ríkisverzlun Ítalíu hefir verið tekin í hendur ríkisins, og ráð- stafanir gerðar til hinnar ítr- ustu nýtni á öllum innfluttum efnum. T. d. eru nú hirtir gaml- ir járnbrautarteinar, og fólk er beðið að hafa með sér umbúðir um vörur, sem það kaupir í búð- um, af því að pappírsinnflutn- ingurinn er takmarkaður. Jafn- vel dagblöðin eiga að minnka af sömu ástæðu. — ítalir eru nú að skipta um yfirhershöfð- ingja í Abessiníu. De Bono heitir sá, sem lætur af forystu, en Badoglio sá, er við tekur. Er þetta talið tákna það, að nú eigi að herða sóknina og láta til skarar skríða. Enda herma síðustu fregnir, að Italir hafi gert stórkostlega flugárás á að- alher Abessiníumanna og drep- ið 5 þúsundir manna. — Þingkosningar í Bretlandi fóru fram 14. þ. m. Úrslitin urðu þau, að þjóðstjómin svo- kallaða, undir forystu íhalds- foringjans, Stanley Baldwins, hélt velli, en tapaði þó verulega frá síðustu kosningum (1931). Hafði stjórnin áður 554 þing- sæti, en hefir nú 427. Stjómar- andstæðingar höfðu áður 61 þingsæti, en hafa nú 183. — Fjöldi þingsætanna stehdur þó eigi í réttu hlutfalli við fylgi flokkanna meðal kjósendanna. Með stjóminni voru greidd samtals 11 milj. 700 þús. atkv., en andstæðingar hennar fengu samtals 10 milj. 300 þús. atkv. — Mikla athygli vekur það að vonum, að fyrverandi forsætis- ráðherra þjóðstjómarinnar, Ramsay MacDonald, féll í kjör- dæmi sínu Seaham í Skotlandi með gífurlegum atkvæðamun fyrir frambjóðanda Verlca- mannaflokksins. En MacDonald var svo sem kunnugt er áður formaður Verkamannaflokks- ins og tvívegis forsætisráðherra þess flokks. En árið 1931 klauf hann sig með nokkrum mönn- um út úr ílokki sínum, og gekk til samstarfs við íhaldið og hluta úr Frjálslynda flokknum um myndun þjóðstjómarinnar. Flefir sú ákvörðun eigi orðið honum happasæl, þar sem hann stendur nú uppi á gamals aldri, sviftur fylgi gamalla samherja innan þings og utan og hrak- inn frá forsætisráðherradómi af hinum nýju bandamönnum. I Austur-Asíu horfir nú mjög ófriðlega. — Hafa Jap- anar gert kröfu um að norður- hluti Kína segi sig úr lögum við aðalríkið. Virðast þeir reiðu búnir að fylgja þeirri kröfu fram með hervaldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 48. tölublað (20.11.1935)
https://timarit.is/issue/55969

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

48. tölublað (20.11.1935)

Aðgerðir: