Tíminn - 20.11.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1935, Blaðsíða 3
TlMINN 195 að vonast eftir, að sá árang- ur haldi áfram að aukast. En starfið á þessum vettvangi er mikið og vandasamt og er erf- itt að inna það af hendi, ef stöðugum illdeilum er haldið uppi því til truflunar. Sú rannsókn hefir leitt ýmislegt nýtt í ljós, til dæm- is það, að gerilsneyðingar- gjaldið hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur er allt of hátt, og að hreinsunarstöð þess er meir ábótavant en flestir munu geta gei’t sér grein fyrir. Sjálfsagt hefði það verið bezt, bæði fyrir bændur og neytend- ur, að stefnt hefði verið að því, að kippa þessum ágöllum í lag, án þess að þyrlað væri upp nýjum hávaða, sem enginn getur haft ánægju af nema pólitískir æsingaseggir íhalds- ins hér í Reykjavík. Nú hefir það gerzt eins og allir vita, að Eyjólfur Jóhanns- son og bakarameistarar bæjar- ins hafa allt í einu boðizt til að taka að sér dreifing og sölu mjólkurinnar fyrir meira en helmingi lægra gjald en þessir sömu aðilar tóku fyrir sína fyrirhöfn áður en Samsalan var stofnuð. Það er sannarlega engin furða, þó að Samsalan hugsi sig tvisvar um áður en hún tekur slíku tilboði. Það er t. d. ekki nein smáræðis áhætta að fleygja allri sölunni í hend- ur bakaranna, og veita þeim þannig beinlínis aðstöðu til þess að gera mjólkursöluverk- fall í bænum, ef þeim síðar byði svo við að horfa að hækka sölulaunin frá því, sem þeir bjóða nú. Og vitanlega verður Samsalan einig að sjá, hver er útkoman á dreifingar- og sölu- kostnaðinum hjá henni sjálfri við endanleg uppgjör ársins, áður en farið er að líta við hin- um og öðrum tylliboðum. En nú er svo að sjá, sem ritstjórar Mbl. hugsi sér að hefja nýjar illdeilur í málinu. Eyjólfur Jóhannsson hefir tek- ið í streng með þeim og nú síðast sagt sig úr stjóm Sam- sölunnar. Það er að vísu vaíalaust, að Samsalan getur vel komizt af án Eyjólfs Jóhannssonar. En hitt er fremur ólíklegt, að bændur þeir hér i nærsveitun- um, sem Eyjólfur telur sig vinna fyrir, græði á því, að aftur sé hafinn ófriður um þetta mál. Ef árásargreinar Eyjólfs Jóhannssonar og úrsögn hans úr samsölustjóminni ber að skoða sem andstöðu af hans hálfu gegn umbótum þeim, sem nú er verið að gera og þarf að gera eftirleiðis, hljóta áhugamenn í þessu máli að fylkja sér enn betur saman en áður um þá mikilvægu úr- lausn, sem í því myndi felast, ef Samsalan byggði 6ér sjálf nýja og fullkomna mjólkur- stöð Fréttir Frú Jakobina Johnson og Áa- mundur P. Jóhannsson bygginga- meistari eru nú komin aítur til heimkynna sinna vestra. Sam- kvœmt frásögn vestanblaflanna láta þau mjög vel af feröalögum sínum hér heima i sumar. Hmktunarléluo Norðnrlanda byrj- aöi á tilraunum mefl komyrkju síðastl. vor. Var sáð í tvær dag- sláttur: byggi i rúmlega eina, rúgi í Yz, höfrum í V* og hveiti og ert- um í hitt. Rúgur ber ekki kom fyr en á næsta ári, svo ekki verður um í hitt. Rúgur gefur ekki upp- skeru fyr en að ári,svo eigi verður Hinsvegar hafa 8 teg. byggs veitt uppskcru sem svarar 21—30 tn. af ha. og 5 teg. hafrar sem svarar 11—12 tn. af ha. Öll uppskeran hjá Ræktunarféiaginu i haust var 10 tn. byggs og 2 tn. hafra. SamtiSin ,9. hefti þessa árs, er komin út. Er efni fjölbreytt og vel með farið. þar er grein um verð- bréfaverzlun eftir Aron Gubrands- son, „Grace Moore" og um það rætt hvort hún sé af ísl. bergi brot- in, „Sýslubókasafn Suður-þing- eyingja", ,,Hér gerist aldrei neitt", smásaga eftir Oddnýju Guðmunds- dóttur. Auk þess má nefna grein um mátt góflmálmanna, fram- haldssöguna „Hefndin", heilræfli, skrítlur, um nýjar bækur o. fl. Ljósbað baraa. Héraðslæknirinn a ísafirði hefir gengizt fyrir þvi að Röntgenljósastofu hefir verið komið upp fyrir böm i barnaskól- anum, og er ætlazt til að þau gangi í Ijós tvisvar 1 viku, stund- arfjórðung i senn. Tíu börn geta uotið ljósanna samtímis. Brennandl skip, heitir ný skáld- saga, er út kom i dag, eftir Gunn- ar M. Magnúss kennara. Sagan gerist í Reykjavík á síðustu ára- tugum. Ólafur Erlingsson gefur bókina út. Hjónaband. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Daviðsdóttir frá Arnbjargarlæk og Pétur Bjamason hreppstjóri, Grund í Skorradal. Bréf Matthíasar Jochumssonar hefir bókadeild Menningarsjóðs gefið út í tilefni af 100 ára af- mæli skáldsins. petta er mikil bók, rúmar 800 bls., með formála eítir Stgr. Matthíasson og afburða fróðleg og skemmtileg, sem geta rnátti nærri. Pálmi Hannesson rektor hefir tekið við forsetastörfum í þjóð- vinafélaginu. Páll E. Ólason hef ir lagt þau niður sökum annríkis. í tilefnl af aldarafmæli Matt- híasar Jochumssonar hefir póst- stjómin gefið út sérstölc hátíða- frímerki með mynd skáldsins. Eru það fjórar tegundir frímerkja, 35 aura, 7 aura, 5 aura og 3 aura. Frímerkin eru smekkleg. Epiifl fellur ekki iangt frá eik- inni“. Drengjum íhaldsins, sem telja það köllun sína að fremja of- beldi i nafni þjóðernisins, með þvi í)ð vega margir að einum, finnst að vonum að Morgunblaðið launi þeim illa dygga þjónustu, þegar það, af ótta við það að ekki sé með öllu þurkuð burt öll rétt- lætistilfinning úr hugum lesenda sinna, ásakar þá fyrir fólskuverk og afneitar um leið skilgetnum af- kvæmum sínum. Finnst drengjum íhaldsins svo mikið til um þenn- an ódrengskap Morgunblaðsins, að þeir ganga hrcint til verks í blaði sinu og viðurkenna, að öll of- beldisverk þeirra séu unnin eftir fordæmi íhaldsins en harma þó um leið að þeir séu ekki „sam- keppnisfærir" við það. Til sönnun- ar bcnda þeir á skrilsæði íhalds- manna eftir þingrofið 1931, of- beldi þeirra í Keflavik og Hnífs- dal og mörg eru fleiri „hreysti- verkin", sem íhaldsdrengirnir öf- unda feður sína af. Og þeir enda á því að segjast neyðast til að taka ,,„djúpt“ ofan fyrfr Morgunblaðs- mðnnum sem ofjörlum" sínum, en vilja auðvitað að íhaldið gang- ist við sér. Minningarorð Húsfrú Ingibjörg Magnús- dóttir að Auðsstöðum í Hálsa- sveit andaðist að heimili sínu 1. maí síðastliðinn og var jarð- sungin að Reykholti 20. s. m., að viðstöddu margmenni, eftir því sem gerist í fámennum og afskekktum sveitum. Hún giftist laust fyrir alda- mótin eftirlifandi manni sín- um, Þorsteini Guðmundssyni bónda á Auðsstöðum. Eignuð- ust þau hjón tvö böm: Guð- mund, er býr á Auðsstöðum —- og er hann fjórði ættliður er þar býr — og Ingibjörgu, er dvelur ekkja í Borgarnesi. Auk þess ólu þau upp eina stúlku, er þau tóku án endurgjalds, og reyndust þau henni sem væri hún þeirra eigið bara. Það, sem einkum einkenndi Ingibjörgu sál. var glaðværð og fórnfúst hjarta, og kom það fram við alla sem henni kynntust. Söngrödd hafði hún fagra og unni mjög söng og hljóðfæraleik. Hún var ein af þeim mætu íslenzku konum, er létu í hvívetna gott af sér leiða til allra. Hún var mál- svari dýranna, og vildi jafnan láta þeim líða vel. Banamein hennar var krabbamein. Þjáningar síðustu æfistunda bar hún með stakri þolinmæði, og lét með því eftir sig göfugt fordæmi til allra ev til þekktu. Blessuð sé minning hennar. B. J. í síðustu Dælarétt var mér dregið hvítt hrútlamb með mínu marki: Stúfi’ifað h., hálftaf fr., biti a. vinstra. Auð- kennt með bláum lit í brúsk- inn. Lamb þetta á ég ekki. Sá, er getur sannað eignarrétt sinn til lambsins, vitji and- virðis þess til mín að frádregn- um kostnaði og semji við mig um markið. Oddgeirshólum í Árnessýslu 16. nóv. 1935. ólafur Árnason. FISKIMJ0L Gefið kúm yðar fiskimjttl, með því fáið þið aukið miólkurmaem, því það inniheldur ecíriahvftuefni, míneralefni oer Vitamín D. DR. JÓN E. VESTDAL segir í grein um fiskimjöl .......í fiskimjöli eru allt að 55°/0 af köfn- unarefnis-samböndum og lang mestur hluti þeirra eru hrein eggjahvítuefni og auk þess um 23°/0 af kalciumfosfatl, eða rúm 10°/0 af fosforsýru og um 13°/0 af kalki. Fiskimjölið er því sér- staklega til þess fallið, að bæta upp þær kjarn-. fóðurtegundir að eggjahvítu- og míneralefnum, sem af þessum efnum eru snauðar..... ........Búast má við því, að 1 fiskimjöli sé Vitamín D. til nokkurra muna..... Með tilliti tii græðanna er fiskimjöl" ódýrasta fóðrið handa mjólkurkúm FISKIMJÖL H.F. Reykjavík ísafirði Ferðamenn ættu að skipta við K&upfflag Reykjavíkur. — Þar hafa þdr tryggingu fyrir góöum og 6* dýrum vörum. K a n p 1 ð Þormóður Eyjólfsson var þá einn hinn reyndasti og bezt- metni kaupsýslumaður á Siglu- firði. Hann hafði verið öflugur og einlægur stuðningsmaður verksmiðjumálsins frá byrjun. Hann skapaði fyrirtækinu til- trú innn á við og út á við. Með lægni og festu hefir hann sem formaður bjargað fyrirtækinu yfir alla boða og blindsker fram á þennan dag. Guðm. Skarphéðinsson var maður vel gefinn og vel mennt- aður, hæglátur og gæfur í fram- komu. Hann var öflugasti for- ingi verkamanna í bænum, mikils virtur og ástsæll af starfi sínu fyrir þá. f höndum Þormóðs og Guðmundar var verksmiðjunni engin hætta bú- in. Og Sveini þýddi ekkert að beita við þá undirferli eða ofsa. Þeir héldu fast saman og vissu hverskonar maður hann var. Sveinn undi illa sínum hlut, en gat engu fram komið verk- smiðjunni til verulegs skaða. Hið eina sem gladdi hann var að hafa spillt fyrir Erlingi Friðjónssyni, Finni Jónssýni og Guðmundi Skarphéðinssyni hjá atvinnumálaráðherra fyrrihluta vetrar 1931 og fengið hann til að uppleysa síldareinkasöluna. Vorið 1932 urðu stjómar- skipti. Framsóknarstjóra lét af völdum, en íhaldið tók við. Mik- ið leynimakk var undangengið þá um veturinn milli þeirra manna á þingi, sem sviku Framsóknarfl. og íhaldsins. Eitt af leynimakki íhaldsins var það, að ekki skyldi skipað í stjóra verksmiðjunnar fyr en eftir stjóraarskiptin. Guðm. Skarphéðinssyni var nú spark- að út, en Sveinn gerður að að- almanni. Hugðist hann að verða formaður, en Þormóður hrakti hann af velli í það sinn. Um leið og stjómarskiptin voru um garð gengin trylltist Sveinn Benediktsson. Hann hugsaði sér alla vegi færa. Hann ætlaði að leggja undir sig Siglufjörð og verksmiðjuna. Verkamennina átti að gera að vamarlausum þjónum. Sveinn fór þá í bifreið milli símsvöðv- arinnar og Hótel Borg. Hann hafði opinberlega í heitingum við Þormóð Eyjólfsson og Guð- mund Hannesson bæjarfógeta um að hann skyldi eyðileggja þá og alla þeirra framtíð. Um sama leyti birti hann grein þá, sem gera mun hann kunnan í landinu með samskonar frægð og Þorvald Vatnsfirðing af heimsókn sinni á engið til Ámunda bónda. Guðm. Skarphéðinsson var heilsulítill maður, var sjúkur af hjartabilun og höfðu læknar ráðið honum að forðast sem mest geðshræringar. Sveinn vissi þetta vel. Hann hafði leigunjósnara á Siglufirði. Hann lét taka ljósmynd af húsi Guðm. Hann safnaði saman alískonar upplognnum þvætt- ingi um Guðm. og bjó sig undir óvænt áhlaup á hann um leið og íhaldið væri komið að völd- um. Hann setti saman viðvan- ingslega skrifaða grein í Mbl. fulla af illgirnislegum aðdrótt- unum um Guðmund. Sveinn og vinir hans sendu hraðboða með þetta eint. Mbl. til Sauðár- króks, og þaðan var það sent í mesta flýti til Siglufjarðar, sumt í vélbát sem Jónas Krist- jánsson læknir útvegaði, sumt landveg á hestum. Á Siglufirði var blaðinu dreift ókeypis út í þúsundatali. Sveinn hafði ekki farið vill- ur vegar um heilsufar Guðm. Skarphéðinssonar. Hann bogn- aði fyrir hinni illgirnislegu og eitruðu árás. lTitsmunir hans komu honum ekki að haldi. Skynsamlega skoðað gat hann tekið árás Sveins með jafnaðar- geði. Greinin var einn samfelld- ur lygavefur, og Sveinn hefir aldrei staðið við eitt orð í árás sinni. Það er á alþjóðarvitund, að hún var vísvitandi ósann- indi. Hún var gerð.til að brjóta niður hinn vinsæla og gætna leiðtoga verkamanna á Siglu- firði. Hún var verkleg fram- kvæmd á hótunum Sveins við ' Þormóð konsúl og Guðmund : bæjarfógeta. Allir vita að Sveinn hafði reiknað rétt, en hitt er ósannað, hvort Guðm. féll í sjóinn af bryggju í þungri leiðslu eða sundurkraminn af vitundinni um andstyggileik þeirrar sakar, sem hann átti að höfuðóvini. Vinir Guðm. Skarphéðinsson- ar leituðu hans í sjónum. Eftir marga daga slæddu þeir lík hans upp. Kona hans var ung og heilsulítil. Hún stóð nú ein og vamarlaus uppi með tvö lítil börn og hið þriðja rétt ófætt. Hún bar sorg sína í hljóði, en brotnaði eins og mað- ur hennar. í þrjú ár veslaðist hún upp af harmi, einstæðings- skap og sjúkleika, unz dauðinn veitti henni hinztu hvíld við hlið þess manns, sem svo svip- lega hafði verið frá henni tek- inn. Sveinn hugðist nú að koma til Siglufjarðar sem sigurveg- ari. Hann kom á hestum frá Sauðárkróki og hafði sér til fylgdar pilt úr Skagafirði að nafni Jón Norðmann. Þeir komu seint um kvöld til Siglu- fjarðar og létu lítt á sér bera. En verkamennirnir vissu skjótt að Sveinn var kominn í bæinn. Reiði og harmur fyllti brjóst hvers smælingja í bænum. Verkamennirnir vissu að ör- inni, sem skotið var í brjóst verkamannaleiðtoganum var stefnt að þeim, og að takmark Sveins var að gera fátækt þeirra sárari og ok þeirra þyngra en áður. Ihaldsstjórnina grunaði, að Sveinn myndi eiga köldum greiða að mæta á Siglufirði og sendi óðinn þangað, til þess að Sveinn gæti flúið með hon- um næsta dag. Sú varð og raunin á. Verkamenn komu hundruðum saman og sögðu Sveini að þeir vissu hvað hann hefði gert og í hvaða skyni hann hefði viljað ryðja úr vegi hinum ástsæla foringja. Þeir sögðust ekki hafa skap til að sjá hann í bænum. Þeir beittu ekki við hann ofbeldi. En hann fann fyrirlitningu þeirra og andstyggð leggjast á sig eins og farg. Hann bognaði og gekk niðurlútur til strandar. Mann - grúinn fylgdi honum og skildi ekki við hann fyr en Sveinn var kominn um borð og varð- skipið hélt út fjörðinn. Verka- menn á Siglufirði höfðu sýnt íhaldinu í Reykjavík, að þeir þekktu innræti og eðli þess manns.sem sendur var til Siglu fjarðar í því skyni, að vera svipa á þá, sem bágast ættu í bænum. Þegar til Reykjavíkur kom, varð Sveinn að segja af sér í stjórn verksmiðjunnar og í- haldið lét í bili annan og þolan- legan íhaldsmann koma í hans stað. Leið svo nokkur stund. Þá vonaði Sveinn að fátækling- arnir á Siglufirði væru búnir að gleyma. Hann vildi aftur komast í verksmiðjustjómina. Þá ritaði Jón Baldvinsson, for- maður verkamannaflokksins, ríkisstjórninni bréf og mælti með sterkum orðum gegn þeirri óhæfu, að Sveinn Benediktsson kæmist nokkumtíma aftur í stjórn síldarverksmiðjunnar á Siglufirði. Þau rök eru í gildi, enn í dag. En þó er sag- an að endurtaka sig. Flokkur verkamanna varð fyrir því ó- láni, að Steinþór Guðmundsson gekk á hönd fjandmanna sinna og varð leiksoppur í hendi þeirra. Brestirair í skapgerð þess eina manns kosta ríkis- sjóð og íslenzka skattborgara eina miljón króna, tapið af síldareinkasölunni. Nú hafa þau undur gerzt, að Sveinn Bene- diktsson er aftur orðinn alls- ráðandi í bili um síldarbræðslu ríkisins. Steinþór Guðmundsson er nú endurborinn og heitir í þetta sinn Jón Sigurðsson, en Sveinn Benediktsson er arftaki þeirra Ásgeirs Péturssonar og Björns Líndal. í fyrra sinnið leiddi miljónatap og eyðilegg- ing á síldarsöluskipulaginu af því, að fulltrúi • verkamanna gekk á hönd gróðabrallsmönn- um útvegsins. Nú vofir yfir verksmiðjunum að sama skapi meiri eyðilegging, sem eignin er meiri og meira í húfi fyrir atvinnulífið. Niðurl. næst. J. J. Kolaverzlun SIGURSAR ÓLAT8S0NAB Sáiaa.i KOL. ReykJavOb «■> USS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.