Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1935næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 20.11.1935, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.11.1935, Blaðsíða 4
TlMINN 1*5 Minningarorð Ada Árnadóttir kennari, sem varö hinni skæðu mænuveiki að banabráð 31. ág. s. 1. var fædd að Svínafelli í Hornafirði 9. sept. 1910, dóttir hjónanna JJórunnbjarg- ar Jónasdóttur og Árna Bergsson- ar og ólst hún þar upp hjá for- eldrum sínum. Ada var ágætum gáfum gædd og mikilli námfýsi. Seytján ára fór hún í Eiðaskól- ;mn og naut þar fræðslu í tvo vetur. Veturinn 1929—30 var hún við barnakennslu í Skagafirði og mun hennar meðfædda starfseðli við það hafa fundið og fallið í þann farveg, sem markaði lífs- braut hennar. Vorið 1930 fór hún alein fótgangandi úr Fljót- um í Skagafirði til Reykjavíkur og hafði aldrei þá leið fyr farið og ekki fyr til höfuðstaðarns komið, mundu flestar meyjar á liennar aldri hafa hikað við slíkt ferðalag. Haustið 1930 fór hún í konnaraskólann og útskrifaðist þaðan vorið 1932. Jafnframt kenn- aranáminu stundaði hún söng- nám og eignaðist slaghörpu, sem í höndum hennar veitti mörgum gleðistundir. — Framkvæmd- ir námsins reyndu mjög á hag- sýni hennar og viljaþrek — sem ávalt reyndist óþrjótandi — því efnahagurinn var þröngur og fíeira mótdrægt við að stríða. þrjú síðastliðin ár hélt hún svnábarnaskóla í Rvík um vetur en starfaði á sumrin við barna- heimilið í Grænuborg, sem hún l'éll svo sviplega frá, börnunum og samstarfsfólkinu til fleirþættrar eitirsjár. Henni hafði hcppnazt gegnum nám sitt og reynslu, að öðltist víð- tæka og sérstæða þekkingu á upp- eldismálum, sem hún hagnýtti kappsamlega og vel í kennslu_ sinni og störfum. Henni tókst é- valt svo prýðilega að klæöa efnin þeim búningi, sem skilningi og tilfinningum barnanna hentaði IipzI. Framkvæmdir hennar léku allar í gullnu jafnvægi vilja- fastrar alvöru og sivakandi glað- xærðar. O, Að sértu farin, víst ég verð að trúa, þó virtist komin skammt á æfileið. Sá ferjumaður fljótur er að snúa, sem fleytir milli lífsins stranda skeiö. Finguma, sem mér hugðnæmasta liljóma hreyfðu að eyra, er birgði lífsinæ tóm, nú hefir dauði hlekkt í kaldan dróma og hljóðna látið gléðiþrunginn róm. þín handtök voru hrein og fljót til dáða og hugargripin bj'ört scni árdagsskin. þú áttir sífellt gnægðir góðra ráða, það gladdi og styrkti að eiga þig að vin. því er svo heltómt skarðið fyrir skildi og skuggaþröngi í trúum vinar-hug, sem með þér lengi að starfi vera vildi og vinna á sárum þjóðlífsmeinum bug. Ég kveð þig, Ada, og klökkna lilýt í anda þó klökkvi sjaldan gisti þína brá. þú horfðir móti myrkum lífsins vanda og mildu brosin örast fæddir þó. Ég veit þú svífur hátt í vizku iieiðið við hugi vina örugg rækir mót, því skal ei hugsa fast um iága leiðið en lifinu vinna að dæmi þínu — bót. B. L. G. Norsk tyrirmynd Framh. af 1. síðu. tnjólkurvörur, til að hafa fé handa milli til að standast ó- hjákvæmileg útgjöld, után heimilis. Þannig ætla Norðmenn að gera þúsundir af heimilum, til að skapa ungu kynslóðinni lífsskilyrði, og til að gera Nor- eg sjálfstæðan um framleiðslu á landbúnaðarvörum. Norð- menn búast ekki við að land- búnaðarframleiðsla geti orðið útflutningsvara þaðan úr landi. Þeir byggja á því, að innilok- unarstefnan muni haldast og iðnaðarlöndin snúast að því að auka svo jarðrækt sína, að þau þurfi lítið að kaupa frá út- löndum af þeim vörum. En Norðmenn ætla að gera eins mikið af sjálfstæðum, nýjum býlum, eins og kringumstæður þeirra leyfa. Þessi býli eiga að vera byggð á því að hvert heimili kaupi sem minnst að af \innu, framleiði sem mest til eigin þarfa, en byggi verzlun sína á innlenda markaðinum. Er nokkur betri fyrirmynd okkur til handa um landnámið, heldur en fordæmi Norð- inanna ? Písíarvætti nútímans Magnús Kjaran lýsti því ný- lega kjökrandi fyrir verzlunar- þinginu svonefnda, hvemig hann hefði við hátíðlega messu á minningardegi Jóns Arason- ar og sona hans vaknað til skilnings á því, að hann og stéttarbræður hans í kaup- mannastéttinni væru kjömir píslarvottar hins nýja tíma. líann hvetur stéttarbræður sína til þess að taka sér Jón Arason og syni hans til fyrir- myndar og umfram allt, að í verða allir samferða á högg- ■ stokkinn. Atvinna Magnúsar Kjarans og hans líka, er að vísu illa fallin til þess að skerpa gáfur j og opna útsýn yfir söguleg rök. Dagleg og látlaus um- hugsun um það, hvemig unnt muni vera að hagnast per- sónulega á viðskiptum við al- j menning, selja hlut hærra verði, en hann var keyptur, ná ábatasömum kaupum, selja dýrt, þroskar aðeins eina gáfu, ef gáfu skyldi kalla, — hið svonefnda verzlunarvit. En verzlunarvitið er raunar í fari þeirra manna, sem vinna ein- göngu fyrir sjálfa sig, ekki annað en eiginhagsmuna- Viðokiptin við Þýzkal. Framh. af 1. sfðu. sinni reynt að vekja óánægju út af þessu hjá bændum. Er það drengskaparbragð, sem slíkum kumpánum hæfir. En út af þessu komst Hann- es þó í talsverðan vanda í um- ræðunum. Fjármálaráðherra lagði fyrir hann þá spurningu, hvort hann áliti rétt af stjórninni, að leyfa að selja til Þýzkalands ull og gærur, sem hægt væri að selja annarsstaðar (að vísu með heldur lægra verði), ef það kostaði það, að einhver Önnur framleiðsla, sem engin þjóð viU kaupa nema Þjóðverjar, yrði að liggja óseld og ónýtast í landinu. Ráðherrann endurtók spum- inguna fjórum sinnum og skor- aði á Hannes að svara: já eða nei. En svarið kom aldrei. A viðavangi Framh. af 1. síðu. ,,létu verstu látum" framan við ibúð danska sendiherrans. Morgunblaðið ,,taldi það til bi eystiverka, að margir réðust á einn“ i Keflavík og fluttu for- mannstetur verkalýðsfélagsins þar nauðugan til Reykjavíkur, eða var ekki svo? Var ekki framið „ofbeldi" af sjálfstæðismönnum í Bolungarvik gegn Halldóri Júlíussyni rannsólcn ardómara? Var það ekki „hreystivcrk" að áliti sjálfstæðismanna, þegar kaup maðurinn löðrungaði Svafar Guð- ínundsson, þáv. formann innflutn- iíigsnefndar og stéttarbróðir hans tuskaðist við Kaaber bankastjóra?" Þannig lýsa nazistadrengirn- ir fyrirmyndum sínum. hyggja samfara hrekkvísi. Enda þótt svo raunalega sé háttað um viðhorf kaupmanna til almennra þroskunarskilyrða, þá munu þess engin dæmi, að nokkur maður úr þeirri stétt hafi fyr en nú látið sér til hugar koma, að líkja eigin- hagssmunagaufi kaupmanna við stærsta fómarafrek, sem unnið hefir verið í allri sögu landsins. Ber það til, að mann- inn, sem ber sér slíkt í munn, brestur tiltakanlega vitsmuni og smekkvísi. Sú staðreynd að einmitt þessi maður er kjörinn forseti stéttarsamkundu kaup- manna, gefur þó jafnframt nokkuð til kynna um hið al- menna þroskastig stéttarinnar. Og hvað er það svo, sem orkar því, að þessi heimska mannsins rís til svo ótrúlegra marka? Annarsvegar innflutn- ingshoft, hinsvegar nokkrar einkasölur ríkissjóðs. Verzlun Islendinga er ekki þjóðarat- vinnuvegur á sama hátt og verzlun Breta og annarra ný- lenduríkja. Við erum heldur ekki þannig settir á sam- gönguleiðum þjóðanna, að um- hleðsla vara eða umboð í milliríkjaverzlun komi til greina. Verzlun íslendinga er í því einu fólgin, að selja fram- leiðsluvörur landsmanna og kaupa inn frá útlöndum nauð- synjar þjóðarinnar. Verzlun slíkrar þjóðar ætti því í raun réttri öll að vera rekin eins og umboðsstarf með hagsmuni al- mennings fyrir augum. Þetta viðhorf ryður sér smátt og smátt til rúms og af þessum skilningi mun smám saman birta yfir innihaldi þessa þrætumáls. Magnúsi Kjaran og hans líkum er alveg óhætt að þurka framan úr sér helgi- slepju eiginhagsmunahyggj- unnar. Það trúir því bráðum enginn, að hann og aðrir kaup- menn séu bomir til þeirra sér- Við stækkum filmur og gaml- ar myndir í allar stærðir. Verðið er sem hér segir: Póstkortastækkun 75 aura. 10X15 cm.........2,50 13X18 cm.........3,25 18X24 cm.........4,50 24X30 cm.........6,00 Sé Afilman ekki til kostar fyrsta myndin 1,50 meira. Myndimar eru límdar upp á karton og að öllu leyti vel frá þeim gengið. Stækkuð mynd frá okkur er tilvalin jólagjöf. Sendum gegn eftirkröfu. KODAKS. HANS PETERSEN Bankastræti 4. Reykjavík. réttinda, að tína saman aura úr vösum ríkra og fátækra. Áður en liðinn er fullur tugur ára, mun það verða orðin al- menn skoðun landsmanna, að verzlun íslendinga beri að reka eins og umboðsstarf fyr- ir almenning í samvinnufélög- um, ellegar fyrir hönd ríkis- stjómarinnar, þar sem það þykir betur fara. En hverfum snöggvast aftur að samlíkingunni. Jón Arason Hólabiskup barðist til elli til verndar þeim trúarbrögðum, sem hann var settur til að gæta og til andspymu gegn erlendri ásælni á hendur lands- mönnum. Lotinn af elli gekk hann út til hálshöggs á eftir sonum sínum í Skálholti. Skapsmunajafnvægi hans við þann atburð er sérstaklega I fært í frásögur. Enda dóu Jón I Arason og synir hans glæsileg- asta fórnardauða, sem kunnugt er um í allri sögu landsins. Þess er hinsvegar ekki get- ið, svo í frásögur sé fært, að Magnús Kjaran né þorrinn af síéttai'bræðrum hans hafi fórnað neinu teljandi fyrir almenn málefni eða velfarnað þjóðarinnar. Auranurlið í hag- íelldum og misjafnlega hag- felldum viðskiptum við almenn- ! iug markar lífsviðhorf þeirra j og æfistarf. Persil er sjálfsagt ] ágætt þvottaduft. En inn- flutningi Persils og verzlun með það verður ekki líkt við j fómardauða Jóns Arasonar. Sérhver kaupmaður, sem ætti til að bera hið marglofaða verzlunarvit, gæti verzlað með , Persil. En allar kynslóðir landsins hafa eignazt aðeins ] einn Jón Arason. Og nú kemur málstaður Magnúsar Kjarans sérstaklega til greina. Ungur tók hann þátt í æskulýðsfélögum, þar sem fórnarlundin var sett of- arlega á stefnuskrá. Hann átti þess einnig kost, að taka upp merki almenningshagsmuna og beita sér fyrir sjálfsbjarg- ] arsamtökum almúgans meðal j þjóðar sinnar. Hvemig brást hann við? Brást hann þannig við, að hann geti líkt sér við Jón Arason? Því fer mjög ] fjarri. Æskuáh'ugi Magnúsar Kjaran strandaði í „Persil“ og öðrum vörumerkjum. Hann kaus eiginhagsmunanurlið í stað almennrar þjónustu. Þrátt fyrir þessar ófrægilegu niður- stöður situr hann viknandi, þegar verzlunarstéttarinnar „er minnst á heilögum stað". Og hann lýsir hrifningu sinni með þvílíkum fjálgleik, að vel mætti ætla að ómagahálsinn á honum tognaði við þá tilhugs- un, að mega leggja hann á höggstokkinn fyrir verzlun með Persil. Hneykslaður. Husqvarna- prjónavélar eru vðurkenudar fyrr gæö Jpllig opsíVJ Þó er verðð ‘ ófrúlega lágt Sésmbanid ísl. samvínnuféfaga Carborundum Brand Nia- gara Grinders hafa alla þá kosti og gæði til að bera, sem aðeins fást með margra ára tilraunum og reynslu. Hver brýnsluvél er útbúin með hinum heimsfrægu, hreinu Car- borundum smergelskífum. Notið eingöngu Carbo- rundum brýnslutæki! er viðurlcennt að fullnægi hinum ströng- us-tu kröfum. rOUNG’S baðduft: Drepur algerlega lús og annan óþrifnað. YOUNG’S »Red Label Paste«-baðlyf: Auk þess að lækna kláða og drepa öll snýkjudýr, hefir það þann mikia kost, að að útrýma algerlega nit (færilúsaeggjum) YOUNG’S „Springboka-baðIyf: Er fram- úrskarandi gott til allra venjul. notkunar. Allar nánari upplýsingar gefur Satnband ísl. samvinnufélaga Búið til lijá: Robert Young & Company Limited, Glasgow, Scotland. IBezt Ódýrust Simí 1080 Prentsm. Acta. J. X Ritstjóri: Gíali Gaðmondafloa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 48. tölublað (20.11.1935)
https://timarit.is/issue/55969

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

48. tölublað (20.11.1935)

Aðgerðir: