Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 2
2 TIMINN Árið 1935 Eftir Jónas Jónsson, alþingismann Arfur fyrra árs. Alþingi 1934 hafði verið ó- vanalega stutt og óvenju starf- samt. Stjómarflokkamir stóðu ágætlega saman um nokkur stórmál, viðvíkjandi skipulagi atvinnuveganna. Ihaldið veitti harðsvíraða mótstöðu gegn hverri umbót. Þingfundir stóðu oft langt fram á nætur. Með því einu móti var hægt að beygja hina orðmörgu ræðu- menn íhaldsins, sem reyndu að eyða tíma þingsins með óþörf- um umræðum um hvert mál. En með sterkri forustu ráð- herranna og öruggu fylgi flokksmannanna tókst að koma í höfn löggjöfinni um skipulag á sölu kjöts og mjólkur, og um síld og fisk. Auk þess nefnd til að vinna að því að undirbúa íslenzkar sjávarafurðir fyrir nýja markaði. I öllum þessum lögum var sama megin stefnan, að hafa skipulag á sölu afurð- anna og útiloka óþarfa sam- keppni utan lands og innan. — Mbl.menn kunnu illa allri þess- ari löggjöf. í flokki þeirra voru hinir of mörgu og óþörfu milli- liðir; þeim fannst nú kreppt að sér og þeirra vegna hafði flokk- urinn beitt sér með allri orku móti skipulagningunni, sem þó var öllum almenningi í hag. Þessar tilfinningar komu mjög fram í áramótahugleiðingum ólafs Thors í Mbl. Hafði hann þar í hótunum um að gripið mundi til „sérstakra ráða“. Auk þess réðist hann þar með sér- stakri heift á Magnús Torfa- son og heimtaði að hann væri rekinn úr „varaliði“ íhaldsins og af þingi. Verður síðar vikið að þessari heift gagnvart Magn- úsi Torfasyni, því að hún átti djúpar og merkilegar rætur. Umrædd áramótagrein var ták Umrædd áramótagrein var táknandi fyrir þá beizku gremju, sem fyllti hug margra íhaldsmanna um áramótin síð- ustu. Pyrsta átakið. Ihaldið kunni því illa, að stjómarflokkamir voru í þann Góðir íslendingar! Það, sem ég tala við ykkur í dag, er ekki sagt á ábyrgð meðráðherra minna né stuðn- ingsflokka ríkisstjórnarinnar, heldur tala ég til ykkar á eigin ábyrgð um nokkur mál, sem ég tel miklu skipta. Það eru mörg mál sem þörf er að ræða, þar á meðal ýms þeirra, er afgreidd voru á ný- afloknu Alþingi. En með því að flest þeirra hafa verið rædd í útvarpi frá Alþingi nýlega, skal ég ekki endurtaka það og ég mun líka heldur kjósa að ræða um málin og viðhorfið meira almennt. Eitt af því hryllilegasta, sem huganum mætir, þegar áetand- ið er athugað, er ófriðarvofan, sem nú liggur yfir heiminum eins og ægilegur skuggi. Ófrið- ur geysar nú í Suðurálfu og öðru hverju er talið vafasamt, að komið verði í veg fyrir að sá hildarleikur berist inn fyrir takmörk Norðurálfunnar. Viðskiptakreppan heldur á- fram, heimsviðskiptin milli þjóða eru nú talin helmingi minni en fyrir ófriðinn mikla. Ríkisskuldir þjóðanna hafa stóraukizt. Okkar þjóð er eins veginn að taka í sínar hendur sölu og dreifingu mjólkur í kaupstöðunum við Faxaflóa. Hafði Kveldúlfur komð auga á það, að arðvænna var orðið að selja mjólk í Rvík en að fiska á togara. Hafði fjölskylda Thor Jensen lagt stórfé úr útgerð- inni í að brjóta land í Mosfells- sveit og koma þar upp stóriðju í búskap. Með 300 kúm hafði Thor Jensen tekist að svipta allt að 100 bændur atvinnu af því að farmleiða neyzlumjólk handa Reykjavík. Margir fleiri togaramenn voru komnir í slóð Jensens, svo sem Halldór Þor- steinsson. Auk þess var maður eins og Guðm. Þorkelsson að koma sér upp fjósi fyrir 50 kýr og ætlaði að flytja hey austan úr sveit til bæjarins. Á þennan hátt var verið að taka mjólkur- fi-amleiðsluna úr höndum bænda og koma henni í hendur fjárgróðamanna í Rvík og ná- grenni. Yfir bændastétt Suð- vesturlands sýndist vofa full- komin eyðilegging. Mjólkurlögin tryggðu rétt bænda á Suðurláglendinu,í Mos- fellssveit og Borgarfirði móti þessum nýju óvinum. Þau byggðust á samstarfi sam- • vinnumanna og verkamanna í T Reykjavík, sem mjólkurkaup- enda við bændur í Borgarfirði, Mosfellssveit og austanfjalls á móti Guðm. Þorkellssyni, Ragn- hildi í Háteigi og Thor Jensen. Ekki af því að neinn vildi í sjálfu sér skaða þessar og því- líkar persónur, heldur af því að annaðhvort urðu bændurnir að hætta að búa, eða þrengja að iðnaði togaramanna, sem fást við búskap. Skömmu eftir áramótin hóf íhaldið mjólkurverkfall og beitti húsfreyjum sínum fyrir sig. — Þótti kænlegra gagnvart íhalds- bændum á Suðvesturlandi, að flokkurinn væri ekki opinber- lega við málið riðinn. En blöð flokksins og allflestir leiðandi menn voru uppvísir að stuðn- ingi við verkfallið. Kvað svo ramt að því, að Pétur Magnús- son, 2. þm. Rangæinga, minnk- og einn hlekkur í þessari keðju. Eftir viðskiptaástandinu í heiminum almennt fer við- skiptaafkoma okkar. Lokun fyrir gömlu markaðina, vegna viðskiptareglunnar, króna mæti lcrónu: ég á við lokun mark- aða fyrir aðalframleiðsluvöru okkar í Miðjarðarhafslöndum, er tilfinnanlegra áfall en flest- ar aðrar þjóðir hafa fengið í sinni utanríkisverzlun. Af þessu og öðrum verulegum innflutningshömlum fyrir framleiðslu okkar til annara landa, stafa erfiðleikar at- vinnulífsins. Það er þessi stór- fellda lokun fyrir sölumögu- leika afurða okkar, sem gerir innflutningshöft og ýmsar verzlunarhömlur innanlands, sem eru óeðlilegar á venjuleg- um tímum, — lífsnauðsyn fyr- ir þjóðfélagið nú. — Þau verkefni, sem nú eru framundan, eru því fyrst og fremst að reyna að vinna nýja markaði, breyta framleiðslunni í samræmi við það, og kapp- kosta að framleiða í landinu sjálfu það sem þjóðin þarf að nota. Það sparar gjaldeyri, eykur atvinnuna, gerir þjóðina sjálfstæðari aði mjólkurkaup sín um tíma úr 8 ofan í 3 lítra á dag. Mun hann hafa vonast eftir að ekki kæmust upp þessi athöfn hans. Auk þess lá í því gagngerð fyr- irlitning íhaldsleiðtoganna á kjósendum sínum í sveit. Hafa margir þeirra verið of leiðitam- ir og súpa nú seyðið af á þann hátt, sem sézt af framkomu Péturs Magnússonar. Sigur stjórnarinnar. Mjólkurverkfallinu lault með algerðum ósigri íhaldsins. Báð- ir stjómarflokkamir stóðu fast saman um málið. Kom sér þá, sem oftar, vel fyrir Framsólcn- armenn, að hafa dagblað í höf- uðstaðnum og geta daglega skýrt málin. Flokkur verka- manna og blað hans var ein- huga í málinu, og var þó mjög sótt að verkamönnum með allskonar blekkingum, ekki sízt í blöðunum. En algengasta að- algengasta aðferð íhaldsmanna var að reyna með munnlegum áróðri í bæjunum að sanna, að leiðtogar verkamanna væru al- gerlega í vasa Framsóknar- manrxa og hefðu svikið hags- munamál bæjanna, svo sem sæ- ist á því, að kjötlögin og mjólk- urlögin væru fyrst og fremst fyrir bændur. En jafnhliða þessu var ísafold og blað vara- liðsins látin flytja þær fregnir einar út um sveitir, að Fram- sóknarmenn væru í vasa Al- þýðuflokksins. En þessi óheila 'málfærsla stoðaði ekki. Sam- salan hélt sínu. Ihaldið varð smátt og smátt að beygja sig og hafði mikla hneisu af fram- komu sinni. Fá mál hafa jafn greinilega sýnt bændum á Suð- urlandi að íhaldið er flokkur milliliða og kaupahéðna,, eins og mjólkurmálið. Kjötlögin. Ihaldið hafði barizt harð- lega gegn kjötskipulaginu og reynt að koma á verkfalli um kjötneyzlu, m. a. með því að lofsama hvalkjöt sem úrvals- fæðu, svo og grænmetisát. En fljótlega dró úr þeirri sókn. Jón Ivarsson kaupf.stj. tók að sér yfirstjóm kjötsölunnar fyrsta árið. Hann var lands- kunnur maður fyrir hagsýni og dugnað í verzlunar- og atvinnu- málum. íhaldið þorði hvorki að En þótt baráttan við hina hörðu og löngu heimskreppu sé mikil og alvarlegri nú en á undanförnum árum, þá er þó full ástæða til að gefa fleiru gaum á þessum tímamótum. Ófriðurinn er nú ekki aðeins yfirvofandi milli þjóða, heldur innbyrðis í sjálfum þjóðfélög- unum. Einu þjóðskipulagi er liollvarpað, annað reist á rúst- um þess, og hið nýja skelfur á grunni eftir fárra ára líf. Umrótið er stórfellt og hraði breytinganna er mikill. Rit- frelsi, málfrelsi, trúfrelsi og persónufrelsið sjálft, öll háleit- ustu réttindi, sem þjóðirnar hafa úthellt blóði sínu til að ná, eru nú sumstaðar næstum afnumin á nokkrum dögum, og allt frelsi fært í fjötra. En það er í senn athyglis- vert og ánægjulegt fyrir okk- ur, að í öllu þessu brimróti breytinga og byltinga, standa nábúaríki okkar, Norðurlönd og England, eins og klettar úr hafinu á grundvelli þingræðis og lýðræðis. í því sambandi held ég, að það sé rétt, að við minnum okkur á hvers virði þetta frelsi er fyrir einstaklingana og þjóðimar, hvernig það hef- ir verið varðveitt og á hvem hátt ýmsar aðrar þjóðir hafa glatað því. Grundvöllur hins beita sér verulega gegn honum eða skipulaginu og féll öll sókn niður í þeim efnum, þar til seint á árinu 1935 í sambandi við verðlagningu í Sláturfélagi Suðurlands. Sláturfélagið hafði á fyrri árum haft hina réttu og eðlilegu álagningaraðf erð, að borga út meirihluta áætlaðs verðs, en ekki allt. Svo gera öll kaupfélög, sem fylgja sett- um samvinnureglum. En af því að Sláturfél. hefir ekki starf- ‘að nægilega náið í sambandi við önnur samvinnufélög, en hinsvegar átt í illkynjaðri sam- keppni við fjárspekúlanta úr Reykjavík, þá hafði sú venja komizt á, að félagið borgaði út á haustin jafn mikið og spekú- lantamir buðu í féð. Svo virð- ist hafa verið farið að haustið 1934. Varð þetta slæmt í fram- kvæmdinni Reyndi Þorsteinn Briem að kveikja óánægjueld gegn kjötskipulaginu og notaði sér það, að allur almenningur vissi ekki, að stjóm Sláturfé- lagsins hafði um mörg ár’ haft kaupmanna- en ekki kaupfélaga verðlag. Hefndist félaginu að vonum fyrir að yfirgefa hinn merkasta stefnugrundvöll, sem það átti að standa á. Rétt er að geta þess, að félagsstjóm- in lærði af þessu og borgaði minna út í haust en kaupmenn, en getur síðan bætt upp eftir v þegar útséð er um söluna. 600 þús. krónur. Pétur Ottesen og Sigurður Kristjánsson fluttu á þingi því, sem nú er nýlokið, ýmsar til- lögur fyrir íhaldið til að fleyga kjötlöggjöfina. Voru þær tillög- ur stráfelldar, sem betur fór. En í þeim umræðum gaf Páll Zóphoníasson, sem tekið hafði við forustu kjötmálanna af Jóni Ivarssyni, afar merkilega skýrslu, sem hefir varpað til iarðar allri hinni lævísu róg- mælgi, sem hrófað hafði verið upp gegn kjötsöluskipulaginu í nafni bænda. Páll sannaði þar, að bændur landsins hefðu grætt 600 þús. kr. á kjötskipu- lagi Herm. Jónassonar haustið 1934, ef borið væri saman við kjötverzlunina undir stjóm Þorsteins Briem 1933. Við þetta sítur nú. Ihaldið og varalið þess hefir orðið að sætta sig við þennan dóm. sanna frelsis, eins og lýðræðis- þjóðirnar neyta þess, er mál- frelsi og ritfrelsi, almennur kosningaréttur, þingstjóm, þar sem meirihluti þings vinn- ur að þjóðmálum, og loks ríkisvald, sem er byggt á vilja frjálsra, menntaðra og löghlýð- inna borgara. Ríkisvald, sem vemdar landslýðinn gegn of- beldi og lögleysum einstaki’a manna. Utan Norðurlanda og Eng- lands hafa margar þjóðir glat- að frelsi sínu vegna þess, að þær kunnu ekki að fara með þessi gæði; Málfrelsi og rit- frelsi, þingvald og löggæzlu. Við íslendingar getum lært mikið í þessum efnum af öðr- um þjóðum, varast fordæmi sumra, en tekið aðrar til fyrir- myndar. Ég vil fyrst víkja að misnotk- un prentfrelsisins. I ýmsum löndum hafa komið upp öfga- og óaldarflokkar, sem hafa al- gjörlega lifað og starfað utan við grundvöll lýðræðisskipu- lagsins. Takmark þeirra hefir verið að eyðileggja frelsið, lýð- ræðið og þingræðið. Þessir menn hafa byrjað með að sverta og svívirða trúnaðar- menn þjóðanna, bera þeim á brýn mútur, eiðrof, föðurlands- svik, alveg út í bláinn. Hver trúnaðarmaður lýðræðislands Fiskimálin. Jón Árnason framkvæmda- stjóri hafði á fundum sam- vinnumanna og í blöðum þeirra bent á leið til að gera fisksölu- samlagið að almannafyrirtæki, með lögfestu skipulagi, lög- legri stjórn, endurskoðun, aðal- fundi o. s. frv. Finnur Jónsson og Jón Árnason lögðu svo sam- an fram frumdrætti að skipu- lagi því um fiskimálin, sem lög- fest var 1934. Fisksölusamlag- ið varð annaðhvort að um- breyta sér í sómasamlegt, al- mennt félag, eða deyja, og hafði stjórnin þá rétt til að taka upp landsverzlun með fisk. Þegar kom fram á útmánuði og vor, urðu miklar stymping- ar milli Haralds Guðmunds- sonar ráðherra og forkólfa fisk samlagsins, einkum sona Thors Jensen. Voru þeir mjög ófúsir tíi að breyta samlaginu í þá átt, að það væri almennt fyrir- tæki og háð opinberri gagnrýni og eftirliti, og létu sem þeir myndu heldur ganga slyppir og snauðir frá fiskhúsum sínum, en að þola slíkt aðhald. Niður- staðan varð þó sú, að þeir beygðu sig í aðalatriðum. Er nú í fyrsta sinn eins konar hvítra manna fyrirkomulag á fisksölusamlaginu, þó að margt sé enn upp á gamla mátann. Nú er'þó haldinn aðalfundur, kosin stjórn, endurskoðendur o. s. frv. Auk þess hefir ríkis- stjórnin tvo gæzlumenn í stjórn fyrirtældsins, þá Jón Árnason og Héðinn Valdimarsson. Eru þeir trygging fyrir því, þótt í minnihluta séu, að skaplega verði íarið með fisk þann, sem lagður er í samlagið. Ein meg- in réttarbót er nú þegar fengin, að verðjöfnuður er ákveðinn innan samlagsins. En áður þótti við brenna, að þeir „stærstu“ í Reykjavík sem sátu næst kjöt- kötlunum, sendu sinn fisk á bezta markaðinn, en Austfirð- ingar, Norðlendingar og Vest- firðingar fengju að bíða og lenda í verðfallinu. Nú á þetta ekki að koma að sök. Á hinn bóginn hefir mörgum manni orðið vonbrigði að allir sömu menn skulu vera í framkvæmda stjórn fisksölunnar eins og áð- ur og áhrif Kveldúlfs á yfir- borðinu litlu minni en fyr. Hefir Haraldi ráðherra nokkuð verið legið á hálsi fyrir það, að hefir verið borinn slíkum sök- um dag eftir dag og ár eftir ár. Flestir hafa vitað að þessar árásir voru tilefnislausar, að þær voru vísvitandi ósannar, að þær voru aðferð til að drepa lýðræðið. Sé ekkert gert til að stemma stigu fyrir slíkum eiturlindum, þá deyfa þær á nokkrum árum tilfinn- ingu borgaranna fyrir því hvað sé rétt og hvað sé rangt. Menn þreytast á frelsi, sem þeir sjá svo misbrúkað og halda jafnvel að það sé tilvinn- andi að losna við frelsið til að losna við að sjá það misnotað. Nábúaríki okkar hafa séð hættuna í þessu efni, og í nafni lýðræðisins og til að bjarga því, hafa sum þeirra, svo sem Danir og Norðmenn, hert á hegningarákvæðum þannig, að hinar siðlausu árásir öfgablað- anna Varða stórlega við lög. Það er ekki óalgengt í þessum lýðræðislöndum, að siðlausir öfgamenn fái að sitja í fang- eisi nokkra mánuði fyrir að ljúga vísvitandi upp á trúnað- armenn þjóðarinnar, að þeir séu föðurlandssvikarar og mútuþegar. — Og blöð bylt- ingaseggjanna, þar sem ekki sjást aðallega rök um deilu- raálin, heldur staðlausar full- yrðingar um mútur, föður- landssvik o. s, frv„ fá jafn- kreppa ekki meira að mönnum, sem höfðu ekki reynst færir til að líta á fisksölumálin frá al- rnennu sjónar-miði. Enn er of snemmt að kveða upp dóm um þetta, en margt bendir til, að ráðherrann hafi þrætt meðal- hófið. Mikið af fiskframleið- endum landsins eru að vísu dugnaðarmenn á sjónum, en lítt þrosltaðir félagslega og full- ii af barnalegri oftrú á mönn- um, sem mest leika á þá og hafa þá að féþúfu. Má vafa- laust líta svo á, að farsælast verði að láta hina fomu fiski- málaforkólfa afhjúpa sig sjálfa. Má segja, að sumir þeirra- hafi gert það all rækilega í Gis- mondimálnu og öðrum dular- fullum þætti framkvæmda sinna. Auk þess er haldið í horfið með skipulagsbreytingu á samlaginu með stjómskipuð- um eftirlitsmönnum. Fjárstjórn Eysteins Jónssonar. Það var mikið happ fyrir landið, að á hinum erfiða tíma skyldi þjóðin eignast þann fjár- málaráðherra, sem sameinaði dirfsku ungra manna við gætni hinns ráðsetta manns, en svo var í þetta sinn. Eysteinn Jónsson er að vísu yngsti ráð- herra, sem þjóðin hefir eign- ast og kom í stöðu sína á þeim tíma, þegar verst var að taka við. Ásgeir Ásgeirsson hafði þá haft fjárstjórn landsins í þrjú ár, viljað vel, en verið vanmátt- ugur í allar áttir. Hann lagði svo mikla. stund á að ná völd- unum og halda þeim, að hann þorði aldrei að hafa nokkurn aga á þinginu. Þess vegna fengu allir það, sem þeir vildu, framlög, ábyrgðir, útlendar og innlendar. Hver stór lántakan rak aðra, utan lands og innan, svo að allt var fullt af lausa- skuldum, sem Eysteinn Jóns- son dró saman í eitt lán erlend- is seint á árinu 1934. Eysteinn Jónsson gerði meðalhófsmönn- um landsins, en einkum stuðningsliði sínu á þingi ljóst, að hann yrði elcki einn dag ráðherra eftir að þingið sýndi léttúð eða slceytingarleysi um fjármálin. Varð það sammæli beggja stjórnarflokkanna að halda jafnvægi um fjárlögin, forðast ábyrgðir ríkisins erlendis og vel stundum að hvíla sig. Þannig verja fremstu lýð- ræðisþjóðirnar ritfrelsi og málfrelsi með því að hafa hem- il á öfgunum. I skjóli þessara aðgerða starfa blöð lýðræðis- flokkanna jafn frjáls og áður. Ég hygg að við íslendingar getum í þessu efni lært af ná- búum okkar. Hér starfa öfga- flokkar utan við takmörk lýð- ræðisins. öll framkoma þeirra í ræðu og riti, er brot á móti góðum siðum og drengilegum skiftum í opinberum málum. Vill þjóðin láta þessa menn eyðileggja frelsið eða eiga borgarar landsins að byrgja fyrir hættuna meðan tími er til? Ég ætla að minnast á þing- ræðið og vinnubrögð þinganna. Verði þingin óeðlilega löng vegna málþófs og annarra mis- notkunar þingsltapa, þá er álit þinganna í hættu, en á þvi græða byltingaflokkarnir, þeir, sem.vilja afnema þingin og innleiða kúgun og einræði. — Nábúaríki okkar Islendinga hafa skilið í tíma þessa hættu fyrir þingræðið. Og þeir hafa útilokað hana, með því að setja þingunum starfsreglur, sem fyrirbyggja málþóf og ó- þarft málæði. Þessar starfs- reglur gera þingin styttri og starfshæfari, Nfjárskveöja forsætisráðlierra flatt i útvarpið á nýjársdag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.