Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 2
6 TlMINN Ríkisútvarpið 5 ára Jónas Þorbergsson. Laust fyrir síðustu áramót átti útvarpið 5 ára afmæli. Engin stofnun þjóðarinnar hefir átt svo skjótum vexti að fagna á jafn skömmum tíma sem útvarpið. I fáum löndum Norðurálí- unnar er notendafjöldinn meiri — hlutfallslega. Og efalítið liggja til þessa 2 meginorsakir. Hin fyrri er sú, að hér lifir fróðleiksþyrst alþýða, er aldrei hefir fengið mennta- og þekk- ingarþrá sinni svalað eftir ósk- um. í fámenni strjálbýlis og ein- angrunar hefir fólkið búið, oft auðugt af innibyrgðum draum- um og skapandi ímyndun, en alltaf meir og minna útilokað frá hröðum, áhrifaríkum sam- böndum við hinn stóra, við- burðamikla heim. ---------Sögur hinna fyrstu biskupa Skálholtsstóls, er ritað- ar voru, fengu nafnið Hungur- vaka. Sá fróðleikur, er þær geymdu um suma mestu menn- ingar- og siðfrömuði þjóðarinn- ar á þeim tímum, vöktu hjá þeim, er þær lásu og heyrðu, þrá eftir meiri vitneskju um líf og atburði samtíðar sinnar og fortíðar. Það var hungtni hms söguþyrsta fólks, sem ekki varð fullnægt, nema með auk- inni þekkingu, víkkuðum hug- myndaheimi og stærra sjónar- sviði. Og því sárara verður þetta andlega hungur sem þjóðin finnur betur einangrun lífs síns og fábreytileik, samtími& og hana grunar viðburðarauðgi og barátta hins stóra, fjarlæga umheims. Ekkert eitt þekkt menning- artæki er jafnvel til þess fært og útvarpið að svala fróðleiks- löngun, gleði- og listþrá þeirra, sem í strjálbýli búa. Þessvegna fyrst og fremst hefir það náð svo mikilli út- breiðslu og svo víðtækum vin- sældum, sem raun er á. Annað mikilvægt atriði í vexti þessarar stofnunar, er sú crugga forusta, er henni var fengin þegar í upphafi. Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóri hefir skipað vandasamt sæti. Og svo hafa sumir menn viljað til stilla, að hann sæti þar ekki á neinum friðstóli, þótt hinsvegar lægi það opið fyrir hvers manns augum hvílíka þýðingu það mætti hafa fyrir hina ungu sfofnun, að ekki stæðu ástæðulausar og illkvittn- islegar erjur um stjórn henn- ar starfskraíta, frá byrjun. En þrátt fyrir slíka viðleitni ómerkilegra manna, hefir út- varpið náð þeim vexti og vin- sældum, undir forstöðu Jónas- ar Þorbergssonar, að frábært er. Hann hefir stýrt málum þess með þeim vaskleik og þeirri farsæld, sem svo mjög hefir einkennt gáfur hans o'g störf alla jafna. Nú er svo komið, eítir 5 ára starf, að um helmingur þjóðar- innar á þess kost að hlusta á útvarpið og fylgjast með flestu því merkasta, er við ber hvar- vetna á jörðunni og mennirnir láta sig miklu skifta. Þá er og þess vert að geta, að íslenzkir útvai’psnotendur eiga kost viðtækja, sem eru allmiklu ódýrari en samsvar- andi tæki, á markaði nágranna- landanna. Er það að þakka hagfelldum verzlunarháttum á þeim hlutum — eins og kunn- ugt er. Og ekki er nokkur efi á því, að margir munu þeir, er sent hafa, við 5 ára afmæli hinnar bráðþroska stofnunar, stjóm hennar og starfsfólki hlýjan og þakklátan hug. Hallgr. Jónasson. Tveir ihaldsmenn vitna Meðal þeirra ræðumanna, sem töluðu í útvarpið á gaml- í árskvöld, var Hallgrímur Iienediktsson stórkaumaður, formaður Verzlunarráðs ís- . lands. 1 Hann talaði um viðskiptin j \ið útlönd á árinu 1935. Og í því sambandi gerði hann sem oðlilegt var, innflutningshöft- in að umræðuefni. 1 þessu efni gaf formaður Verzlunarráðsins eftirtektar- verðar yfirlýsingar. Hann lýsti yfir því, að á ár- inu 1935 hefði verðmæti inn- fluttra, erlendra vara minnkað 1 um a. m. k. sex milljónir króna fi’á því sem var árið áður. Hann vakti jafnhliða athygli á því, að minnkun innflutn- ingsmagnsins væri þó raun- verulega enn meiri en þessi tala sýndi, því að tilfærsla við- skiptanna milli landa hefði haft það í för með sér, að í ýmsum tilfellum hefði fengizt minna vörumagn en áður fyr- ir sama verð. Og hann lýsti yfir því, að þessi mikla minnk- un innílutningsins væri inn- fiutningshöftunum og starfi gjaldeyrisnefndar að þakka. | Hann lýsti ennfremur yfir því, formaður Verzlunarráðs- ins, að vegna hmflutningshaft- anna og aðgerða gjaldeyris- j nefndar, hefði það tekizt að beina til mikilli muna innkaup- um til þeirra landa, sem aðal- lega kaupa íslenzka framleiðslu. Hann minnti á það, að innkaup ! frá ítalíu hefðu tvöfaldazt á árinu og innkaup frá Þýzka- j landi stóraukizt. En að sama skapi hefði innkaupum verið beint frá þeim löndum, sem hlutfallslega minna kaupa af íslerizkri framleiðslu. 1 Það er skrítin glettni for- laganna, að Hallgrímur Benediktsson skuli flytja þessa ræðu og gefa slíkar yfirlýsing- ai, einmitt sama daginn, sem Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, birtir áramóta- bugvekju sína í Mbl., og er að reyna að telja þjóðinni trú um, að árangur innflutningshaft- anna hafi enginn orðið. Hallgrímur Benediktsson er flokksbróðir Ólafs Thors. Og hann er formaður Verzlunar- ráðsins. Sú stofnun hefir ekki verið hlynnt takmörkunum á innflutningi vara. Hann er andstæðingur núverandi stjórn- ar. En ræða hans er málflutn- ingur heiðarlegs andstæðings. Ilann lætur innflutningshöftin njóta sannmælis. Hann lætur tölurnar tala. Og hann gerir það, þó að hann verði um leið sama sem að lýsa yfir því, að ummæli Ólafs Thors séu fleip- ur eitt og staðlausir stafir. En í útvarpið á gamlárs- kvöld talaði líka annar íhalds- maður. Það var Helgi Her- mann skólastjóri, formaður Iðnráðsins. Hann átti að gefa skýrslu um starfsemi íslenzkra iðnaðarmanna á liðna árinu. Ræða hans var allt önnur en formanns Verzlunarráðsins. — Iiún var glöggt dæmi um það, ; hvernig heiðarlegir andstæðing- : ar eigi ekki að flytja mál sitt. j Það eina, sem Helgi Her- mann Eiríksson hafði um inn- flutningshöftin að segja, var i það, að neitað hefði verið um innflutning á hráefnum til iðn- aðar, og að iðnaðarmenn hefðu j orðið að kaupa þessi hráefni dýrara verði en þörf hefði ver- ! ið. Formaður iðnráðsins veit vel, að þessi ummæli eru órétt- mæt. Ilann veit, að gjaldeyris- nefnd hefir einmitt lagt sig fram til þess, að íslenzka iðn- aðinn þyrfti ekki að skorta hráefni. En formaður iðnráðsins þagði um annað, sem honum hefði verið skylt að geta um í þessu sambandi. Ilann þagði um það, að iðn- aðurinn, alveg sérstaklega, hefir haft stórkostlegt gagn af innflutningshöftunum. — Hann þagði um það, að gjald- eyrisnefnd hefir fylgt þeirri meginreglu að leyfa ekki inn- ílutning á iðnaðarvöru, sem framleidd er í landinu sjálfu. Ilann þagði um það, að á þenn- an hátt hefir erlendri sam- keppni verið bægt frá iðnað- aðinum íslenzka, beinlínis fyr- ir aðgerðir gjaldeyrisnefndar- innar og honum þannig veitt ómetanleg vernd. Er það að vilja hinna inn- lendu iðnaðarmanna, sem nú auka atvinnu sína í skjóli inn- flutningshaftanna, að formað- ur iðnráðsins þegir um þetta mikilsverða hagsmunamál þeirra. Eða er það vilji iðnaðar- manna, að látið sé undan þeim kröfum, sem uppi eru um það, að hleypa erlendum iðnaði inn í landið, til að skapa verðlækkun í frjálsri sam- keppni ? Það væri ástæða til að ætla, að stéttin vildi láta verða við þessum kröfum, úr því að hún velur sér forvígismann og talsmann eins og Helga Her rnann Eiríksson. Og það er sannarlega þess vert að athuga framkomu þeirra þriggja íhaldsmanna, sem nefndir hafa verið nú um þessi áramót. Annarsvegar hins gleiðgosalega og óprúttna flokksforingja, Ólafs Thors, sem ekki hirðir um að kynna sér málavexti, slúðurberans Helga Hei-manns Eiríkssonar, sem viljandi dylur rétt mál, en geipar um smámuni — og hins- vegar Hallgríms Benediktsson- ar, sem fyrst og fremst telur sér skylt að skýra rétt frá staðreyndum á opinberum vett- vangi, enda þótt pólitískir and- stæðingar hans eigi í hlut. „Ekki verður feigum forðaðái Ýmsir menn í Morgunblaðs- liðinu eru nú að verða þeirrar skoðunar, að íhaldið sé öllum heillum horfið. Þeir eru búnir að hörfa upp á fernar almenn- ar alþingiskosningar á síðustu átta árum, og í öllum þessum femum kosningum hefir íhald- ið orðið í minnahluta. Þó hafa báðir andstöðuflokkar íhalds- j ins orðið fyrir áföllum á þess- um tíma. Alþýðuflokkurinn, þegar kommúnistar klufu sig frá honum 1930, og Framsókn- arflokkurinn, þegar Jón í Dal og Hannes reyndu að sundra flokknum 1933—34. Eitthvað hefði iíka átt að lagast fyrir Mbl.-mönnum, þegar þeir gleyptu Frjálslynda flokkinn og innbyrtu Jakob Möller og Sig- urð Eggerz. En þetta hefir engin sýnileg áhrif haft. Það er eins og ekkert geti hjálpað íhaldinu. Og þessi gamla saga um ólán íhaldsins og auðnuleysi hefir endurtekið sig síðustu daga. í fyrsta sinn á æfi sinni hefir íhaldið nú í vetur gengizt fyr- ir verkfalli. Það ginnti bíl- stjórana til að stöðva bifreiðar sínar og studdi þá í blöðum sínum. íhaldið ætlaði sér að hafa stórkostlegan pólitískan ávinning af þessu verkfalli. En þetta verkfall íhaldsins er fyrsta verkfallið, sem tapazt liefir á íslandi — tapazt al- gerlega fyrir þá, sem fyrir því stóðu. Verkfallið aflýst án þess, að nokkur skapaður hlutur liafi hafzt upp úr því. Og það var raunar engin furða. Verlc- fallsmennirnir höfðu engan til að semja við. En það er þó fyrsta skilyrðið til þess, að verkfallsdeila verði leyst, að einhver sé til, sem getur ver- ið samningsaðili við verkfalls- menn. Þessi aðili var ekki til. Af þessari og fleiri ástæðum var verkfallið fyrirfram tapað. Og verkin sýna merkin. Dag- inn eftir að verkfallinu er hætt, auglýsa olíuverzlanirnar hér í bænum, að benzínið hækki um fimm aura. Ihaldið hefir því haft það eitt upp úr þessu brölti sínu, að baka bíl- stjórunum vinnutjón og sjálfu sér nýjan ósigur og vanvirðu. Blöð íhaldsmanna eru fúl og fáorð um úrslitin. Mbl. hefir þó fundizt, að það yrði að reyna að klóra eitthvað í bakk- ann. Birtir það í gærmorgun daufa og heimskulega þvætt- ingsgrein um hrakfarir sínar. í greininni eru þrjú atriðL I fyrsta lagi nokkur almenn skammaryrði um Jónas Jónsson alþm. út af greinum þeim, er hann skrifaði um verkfallið og AíYinnuvegir og fjármál árið 1935 Eftir Guðíaug Rósinkranz, hagfræðing Fjárhagsafkoma fyrra árs var langt frá því að vera glæsi- leg. Sölutregða á útflutnings- vörum var mjög mikil og verð- ið hafði fallið töluvert, og um síðustu áramót var ekki sjáan- legt, að nein breyting yrði til bóta í þeim efnum. Aftur á móti hafði ýmislegt verið gert til skipulagningar á sölu land- búnaðarvara innanlands. Kjöt- og mjólkurlög, og ný lög um gjaldeyrisverzl. höfðu verið sam þvkkt. Með framkvæmd þessara laga vænti maður nokkurra umbóta, enda hefir það reynzt þannig, og verður nánar vikið að því síðar. Skal hér nú í stórum drátt- um gefið yfirlit yfir helztu at- riði viðskipta- og atvinnulífsins á ári því, sem nú er nýliðið. Tíðarfar. Veturinn frá nýári var frek- ar mildur, eða í betra meðal- lagi. Þegar kom fram í maí gerði stillur og góðviðri um land allt og var þá ágætis gróðrartíð. Skepnuhöld voru víðast góð. Síðast í maí gerði þc þurrka- og kuldatíð, sem hélzt langt fram í júní. Dró það mjög úr gróðri, og fór hon- um jafnvel aftur. Sláttur byrj- aði því í seinna lagi og gras- spretta var heldur slæm. I sláttarbyrjun gerði rigningatíð, er hélzt langt fram á sumar og voru óþurrkarnir mestir á Suð- ur- og Vesturlandi, sérstaklega var rigningasamt á Vestfjörð- ' um. Síðari hluta sumars voru miklir óþurkar á Norðaustur- j landi og náðist hey sumstaðar j ekki inn, og á Vesturlandi náð- j ist taðan sumstaðar ekki inn fyrr en í september. Af völdum rigninganna urðu mikil skriðu- hlaup á Austfjörðum og varð af þeim mikið tjón. Haustið var gott á Suðurlandi, sérstak- lega var tíð óvenju góð í nóv- ember og í desember að undan- teknu óveðrinu mikla, sem varð 14. og 15. des. En í því ofviðri fórust fimm mótorbátar með áhöfn. Af völdum þessa óveðurs fórust bæði á sjó og landi 25 menn, og var þetta eitt það mesta mannskaðaveður, er komið hefir á síðari árum. Norðan- og Austanlands lagð- ist veturinn að með mikilli snjókomu í uppsveitum norðan- lands og urðu af jarðbönn, er héldust um hríð. Þennan snjó tók þó nokkuð upp aftur. Afli var mjög í lakara lagi, sérstaklega á Austur- og Vest- urlandi, og var afli þar um helmingi minni en t. d. í fyrra. Á Suðurlandi var afli nær því í meðallagi. 1 Bústofninn. Búpeningi hefir á síðustu ár- um fjölgað allmikið á öllu landinu. Sérstaklega hefir naut- gripum fjölgað mikið, en mest í þeim héruðum, sem hafa mjólkur- og rjómabú. Sunnan- lands mun nautgripum hafa fjölgað mest. Á þessu ári hef- ir fé heldur fækkað norðan- og austanlands, en fjölgað í hinum landsfjórðungunum. Hrossum hefir aftur á móti fækkað tölu- vert síðustu ár hefir þeirn einnig fækkað á síðastl. ári. Á síðustu 10 árum hefir hross- um fækkað um 6—8 þúsund á öllu landinu. Þessi fækkun staf- ar aðallega af því, að útflutn- iugur á hestum hefir minnkað mikið og notkun bíla í stað ! hesta mjög farið í vöxt í land- ínu. Refarækt fer alltaf heldur í vöxt. Sérstaklega fjölgar nú | silfurrefum. Nokkur refarækt er nú þegar í flestum sýslum landsins, en mest í Mýrasýslu. ' Á sl. ári hefir refum fjölgað, en hve mikið, er ekki hægt að , segja, þar eð skýrslur um það eru ekki fyrir hendi. Hænsna- rækt fer og mikið í vöxt. Fjölg- un hænsna hefir þó ekki verið eins mikil á þessu ári og und- anfarin ár, þar eð framleiðsla á eggjum er nú orðin það mik- il, að eftirspuminni er full- nægt. Egg hafa því engin verið fiutt inn á árinu. En allt fram til þessa hafa egg verið flutt inn í landið og fyrir allmiklar upphæðir, en þó langminnst í fyrra. Árið 1931 voru t. d. fJutt inn egg fyrir pálega 170 þús. kr. Miklar framfarir hafa því orðið á þessu sviði. Garðyrkja. Garðyrkja fer stöðugt vax- andi. Þótt ekki sé ennþá rækt- að hér nægilega mikið af kart- öflum og allmikið flutt inn af þeim, er það þó minna í ár en á undanfömum árum. T vor mun meira hafa verið sett niður af kartöflum en nokkru sinni fyrr og uppskeran í haust mun því hafa verið sú mesta, sem hér hefir orðið. Kartöflu- sýki varð nú ekki vart svo heitið gæti. Verð á kartöflum var í haust almennt 11—12 kr. pokinn á Reykjavíkurmarkaðn- um. — All mikið vantar þó ennþá á að við fram- leiðum í landinu allar þær kai’- töflur, sem við notum, en það ætti að verða auðvelt. Nýaf- staðið Alþingi samþykkti lög um framleiðsluverðlaun fyrir kartöfluframleiðslu og má bú- ast við að það hafi nokkur á- lirif um aukna kartöflurækt 4 næstu árum. Við þurfum raun- ar að gera meira en að rækta það mikið af kartöflum, að það nægi, með þeirri neyzlu, sem nú er á kartöflum; við þurfum líka að auka kartöfluneyzluna. | Hér á landi er kartöfluneyzlan ennþá meira en helmingi minni en í nágrannalöndum vorum. En kartöflur eru ein sú ódýr- asta og bezta fæða, sem notuð er, svo ennþá er mikið ógert og mikið má auka framleiðsl- una svo að vel sé. Ræktun á hverskonar grænmeti fer ár- lega í vöxt, sérstaklega þar | sem hverahiti er. Mjólkurbúin. Framleiðsla mjólkurafurc j hefir áukizt allmikið á árini og ekkert smjör hefir ver: flutt inn. Hægt hefir nú ver í fyrsta sinn að láta lögin ui j blöndun smjörlíkis með í lenzku smjöri, koma til fran ' kvæmda. Frá 1. október hef allt ísl. smjörlíki veríð blan< að 3% af íslenzku smjöi Eykur þetta mjög mikið söli möguleika á íslenzku smjöri c gerir um leið smjörlíkið að betri vöru en ella. Auk þess er nú einnig blandað A og D vitaminum í allt smjörlíki. Eitt nýtt mjólkurbú hefir tekið til starfa á árinu, er það mjólkurbú Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki. Eitt rjómabú var reist á árinu á Flúðum, sem er nýbýli í landi Grenjaðarstaðar í S.-Þingeyjar- sýslu. Mjólkurbúið á Sauðár- króki er stórt og framleiðir alla venjulegar mjólkurafurðir, smjör, osta og skyr. En búið á Grenjaðarstað er einungis rjómabú, tekur aðeins á móti rjóma og framleiðir smjör. Það er lítið rjómabú, rekið með raf- nragni og hefir rekstur þess gengið ágætlega. Þá hefir nokkur undirbún- ingur verið hafinn um fram- leiðslu þurrmjólkur. Dr. Jón Vestdal hefir gert tilraunir um framleiðslu hennar og notkun í brauð. — í Húnavatnssýslu hefir þegar verið hafinn undir- búningur um stofnun mjólkur- bús til þurrmjólkurvinnzlu. Mjólkursalan. Þann 15. janúar tók Mjólk- ursamsalan í Reykjavík til starfa, samkv. lögum um mjólkursöluna. Frá 15. jan. til áramóta hefir Samsalan selt:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.