Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 4
8 TIMINN Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Athugið að láta ekki mjólkurbrúsa yðar eyði- leggjast af riði, látið heldur tinhúða þá utan og innan, og þeir verða sem nýir. Guðm. J. Breiðíjörð Blikksmiðja og tinhúðun Laufásveg 4, — 3492 Biðjíð kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Fæst allsstaðar. Rauður foli veturgamall er í óskilum hjá hreppstjóra Kolbeinsstaða- hrepps, mark: fjöður aftan hægra, 2 bitar aftan vinstra. Eigandi vitji bestsins sem fyrst og greiði áfallinn kostn- að. Símstöð Haukatunga. A viðavangi Framh. af 1. síðu. ekki við gerða samninga um vexti og afborganir af lánum, sem þjóðfélagið hefir veitt til að hjálpa henni, þegar verst stóð á? Heldur hann, að það sé í samræmi við lífsskoðun feðra hans og mæðra í íslenzk- um sveitum, að gjalda síðast skuldina til þess aðila, sem hjálpina veitti, þegar skórinn kreppti að, án þess að ætlast til gróða? Vill Jón vinna að því, að næsta kynslóð geti sagt: Bændum landsins var hjálpað, en þeir launuðu með því að standa ekki við skuld- bindingar sínar við þann, sem hjálpina veitti? Slík eftirmæli kynslóðarinnar, sem nú býr í sveitunum, myndu sennilega lama fjármálatraust bænda- stéttarinnar um langa framtíð. Og víst mætti þá segja, að Jón hefði fullkomnað þá þjónustu sína við Reykjavíkuríhaldið, að eyðileggja ,bændavaldið“ í landinu. Jörðin Þrándarttaðir í Brynjudal í Kjós- arsýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Allar nánari upplýs. gefur Pétur Jakobsson Kárastig 12, Reykjavik. Simi 4492. Brðii [Ifi-Wf BÍBkupBtungum er til eölu nú þegar, laus úr ábúð í næstu fardögum. Á jörðinni eru ágæt skilyrði til tún- og garðræktar nýbyggt ibúðarhús, suða og upp hitun við jarðhita. — Semja ber við ábúanda jarðarinnar; Guðm. Ingimundarson Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Acta. OSRAM Dekalumen (DLm.) Ijóskúlar eru 20% ljóssterkar en eldri gerðir. A háls hverrar ljóskúlu er letrað 1 j 6 s- magnið^ (DLtm) og rafstranms- notkunin (Watt). REYKIÐ J. GRUJNTO’S ágæta holienzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 V2o kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15---- Fæst í öllum verzlunum Tilbáinn áburður Verð á þeim tegundum aí til- búnum áburði, er verða til sölu á kom- andi vori, er áætlað þannig, miðað við 100 kiló: Kalksaltpétur 17-18 kr. Kalkammonsaltpéturl9'-20 - Kalk-Nitrophoska 26-29 - Garða-Nitrophoska um 30 - Superfosfat - 8 - Kali 40% 12 - Tröllamjöl 17 - Menn eru beðnír að athuga, að Kalk- Nitrophoska er ný tegund af Nitrop- hoska er kemur i stað þess er áður hefir verið mest notaður. Þessi nýja tegund er nokkuð efnasnauðari og þarf því að nota um 15% meira ai Kalk- Nitrophoska, en af hinum Áríðandi er, að allar pantanir séu sendar sem fyrst, og í allra síðasta lagi fyrír 15. marz. Aburdarsala ríklsins. Tilbúinn áburður V Kaupfélög, kaupmenn, búnaðar- félög og hreppsfélög, sem ætla að kaupa tilbúínn áburð til notkunar á komandi vori, eru beðinað senda pantanir, sem allra fyrst, í síðastalagi fyrir 15. marz. Verð áburðarins verður mjög svipað því sem það var síðast- liðið ár. Áburðarsala ríkisins Kjötþunginn af sláturfénu á öllu landinu var í haust 4930 tonn, en í fyrra var hann 5200 tonn. Hefir því kjötmagnið í ár verið 270 tonnum minna en í fyrra. Skipætóllinn. Eitt nýtt farþegaskip, „Lax- foss“, hefir verið keypt á ár- inu í stað „Suðurlands“, sem dæmt hefir verið ónýtt. Gengur „Laxfoss“ í farþegaflutningi milli Reykjavíkur og Borgar- ness. Eitt flutningaskip var keypt, gufuskipið „Snæfell“, sem Kaupfélag Eyfirðinga keypti og lét gera við, og hefir það síðan verið í millilanda- ferðum. Togaraflotinn er sá sami og á síðastl. ári eða 38 talsins. Keyptir hafa verið inn í landið 10 nýir mótorbátar, 14—18 tonn að stærð, en 8 mót- örbátar 15—50 tonn að stærð hafa verið smíðaðir í land- inu,' 18 mótorskip hafa verið dæmd ósjófær, rifin, strandað eða seld til útlanda á árinu. Tala skipanna er því sú sama og á síðastliðnu ári, en þau sem komið hafa ný, eru auð- vitað verðmeiri en þau, sem hafa ónýtzt og flest stærri. Sjávarútvegurinn. Þorskaflinn. Afli hefir verið mjög tregur á öllu land- inu, en þó langminnstur á Vestur- og Austurlandi, þar sem hann varð helmingi minni en í fyrra. Fiskafli á öllu land- inu var til 31. des. samkvæmt skýrslu Hagstofunnar: 81. des. 1935 50.002 þús. tonn 81. des, 1934 61.880 þús. tonn 31. des. 1933 68.630 þús. tonn 31. des. 1932 56.372 þús. tonn Eins og af þessu sést minnk- ar fiskaflinn árlega. En þrátt fyrir það að aflinn er svo lítill voru þó fiskbirgðir tæpl. þús. tonnum meiri 31. des. í ár en í fyrra, eða 18.598 þur tonn. Sildveiðarnar gengu erfiðlega. Veiði var mjög treg. Síld, sem veidd var til söitunar, varð, við Norðurland, rúmlega helmingi minni en í fyrra. En í byrjun septembermánaðar byrjaði síld að veiðast í Faxa- flóa og veiddist fram í desem- berbyrjun. Veiddust þar og annarsstaðar við Suðurland um 52 þús. tunnur. Við Faxaflóa og hér sunnanlands hefir síld ekki fyrir verið veidd svo nokkru hafi numið. Síldveiðin við Faxaflóa í haust er því einn af merkustu viðburðunum í sjávarútvegsmálunum á þessu ári. Síldaraflinn var sem hér segir: Söltuð síld......... 73.757 tn. Matjessíld 7.452 — Kryddsöltuð síld . 28.335 — Sykursöltuð síld .. 4.499 — Sérverkuð síld . . . . 19.578 — Samtals 133.621 tn. I fyrra samtals 216.760 tn. Mestur munurinn er á matjes- síldinni í ár og í fyrra. En þá voru 71.023 tn. matjessaltaðar, en nú ekki nema 7.452. Bræðslusíld var sl. ár 549.741 hl. — — 1934 686.726 — Nýmæli í fiskveiðunum. Að tilhlutun Fiskimála- r.efndar voru í haust gerð- ar tilraunir með karfaveiðar. Voru 5 togarar við þær veiðar í 2 mánuði og öfluðu þeir ágæt- lega. Karfinn var lagður upp á Sólbakka og Siglufirði og bræddur þar í síldarverksmiðj- unum. Verð karfans var ákveð- ið kr. 4,00 á mál, en Fiskimála- nefnd lofaði 50 aura uppbót á mál ef' verksmiðjumar sköðuð- ust á því að kaupa karfann því verði. Unnið var bæði lýsi og mjöl úr karfanum og hefir sala þessara afurða gengið vel og gott verð fengist fyrir þær. Er því nú mikill hugur í mönnum um að gera út á karfaveiðar næsta ár. Samkv. skýrslu Hagstofunnar var búið að flytja út til 31. des. karfaafurð- ir fyrir 302.400 krónur. Hafa afurðir þessar verið seldar í Englandi, og fyrir ágætt verð. Annað nýmæli, sem að til- hlutun Fiskimálanefndar var tekið upp á árinu, var herðing fiskjar til útflutnings. Menn voru styrktir til þess að koma upp hjöllum og allmikið var hert. Samkv. skýrslu Hagstof- unnar var útflutningur harð- fiskjar til 31. des. 152.050 kg. fyrir kr. 117.320. — Eftir- spurn eftir harðfisknum hefir verið mikil og verðið gott.Hefir það verið 65—70 aura.kg. fyrir ufsa og 60—100 aura fyrir þorsk. Harðfiskurinn hefir ver- ið seldur til Hollands, Svíþjóð- ar, Þýzkalands, Afríku o. fl; landa. Sala sjávarafurða. Verð á fullverkuðum stór- fiski hefir verið mjög stöðugt. Nokkurt verðfall varð þó á Portugalsmarkaðnum fyrri hluta sumars. Útborgað verð á fullverkuð- um Faxaflóa- og Vestfjarða- fiski hefir verið í ár 70—74 kr. á skpd., á Norðurlandsfiski 80 kr. á skpd. og á Austfjarða- fiski 85 kr. skpd. Er þetta dá- lítið lægra útborgunarverð en var á árinu 1934, en þá var það frá 78—85 kr. á skpd. Verð á Labra hefir verið það sama og undanfarin ár eða 57 kr. skpd. Samkv. skýrslu Hagstofunn- ar hefir útflutningur fullverk- aðs saltfiskjar til 31. des. verið 38.861 tonn fyrir 16 millj. og 9 þús. kr. á sama tíma í fyrra voru það 46.674 þús. tonn fyrir 18 millj. 939 þús. kr., eða fyrir hérumbil 3 millj. kr. minna. Af óverk- uðum saltfiski voru flutt út 14.883 tonn fyrir 3 millj. 462 þús. kr. og er það fyrir rúml. ‘/2 millj. kr. minna en á sama tíma í fyrra. Samið hefir verið nýlega um sölu á 20 þús. kössum til Ar- gentínu og 5 þús. kössum til Cuba. En til Cuba hefir íslenzk- ur fiskur aldrei verið seldur áður og nú í nokkur ár ekki heldur til Argentínu. Sala á ísfiski hefir verið góð að undanteknum nóvember- rnánuði, þá var markaður léleg- ur nema í Þýzkalandi, en þar var mjög hátt verð í ágúst, september, oktober og nóvem- ber. Innflutningsleyfið á ís- fiski til Englands, sem er 12.500 tonn, var þó ekki allt notað, sökum þess að margir togarar hættu veiðum í nóvem- ber sökum þess hve verðið var lágt á markaðnum í Englandi. Lítilsháttar var sent út af hraðfrystum fiski til reynslu. Síldarsalan. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar var út- ílutningur síldar til 31. des. 143.582 tn. fyrir kr. 5.664.620, en til áramóta í fyrra 208.205 tn. fyrir kr. 4.801.830. Verð- mæti síldarinnar hefir því, þrátt fyrir litla veiði orðið nær því 1 milj. kr. meiri en í fyrra, sem stafar af því, að síldar- verðið hækkaði svo mikið síð- ari hluta sumars sökum þess hvað aflinn var lítill, en eftir- spurnin af þeim orsökum til- tölulega mikil. Útflutningur síldarmjöls hefir til 31. des. verið 5.324 tonn, fyrir krónur 922 þús. og síldarolía 7.419 tonn fyrir kr. 1 millj. 612 þús. Verðmæti síldarolíunnar og mjölsins er því um 200 þús. kr. minni en í fyrra. L ý s i hefir verið flutt út á síðastl. ári, 4.828 tonn fyrir 3 millj. 625 þús. kr. og er það fyrir um 800 þús. kr. meira en í fyrra. Magnið er litlu meira en lýsið hefir hælckað töluvert í verði á árinu. Allmiklir örðugleikar hafa verið á sölu fiskjarins, sérstak- lega til Spánar og Ítalíu sökum innflutningshaftanna þar, og er útlitið um sölu á fiski þangað slæmt, sökum krafa frá hendi Spánverja og Itala um gagn- kvæm kaup. (NiðurL).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.