Tíminn - 29.01.1936, Page 1

Tíminn - 29.01.1936, Page 1
<£5faíbbagi b I a & i> i n » ti ). t öni ÁtQauyuxtuu tosstax 7 £x« ^feteiösla lonjyelmta á Caugaoe^ fO« ö£aí 2253 — Pó»tfeó(f OGf XX. árg. j| Reykjavík, 29. janúar 1936. H 4. blað. Benedikí á Auðnum níræður Benedikt Jónsson á Auðnum var níræður í gær.Hann byrjaði niræðisaldurinn nálega í fullu fjöri, með óskerta heyrn og sjón lítt skerta. Níræðisaldur- inn verður flestum þeim, sem honum ná, þungur í skauti og fáir einir lifa hann til enda. En þessi síðasti áratugur hefir verið nálega óslitinn vinnudag- ur fyrir Benedikt á Auðnum. Hann hefir, auk þess að ganga til vinnu sinnar, stundað lestur og skriftir með elju og áhuga þvílíkum, sem gefinn er bjart- sýnum og framgjörnum æsku- mönnum. Að vísu gengur Bene- dikt ekki óþreyttur til fangs við tíunda áratuginn. Enda er skamt að minnast áfalls þess, er hann hlaut við missi konu sinnar. Kunnugir vita, að yfir kærleikanum í lífi og samstarfi þeirra hjóna vakti óvenjuleg fegurð. Jafnvel bráðabirgða- skilnaður slíkra sálna veldur djúptækum harmi. Benedikt Jónsson á að baki sér merka starfssögu. Hann stendur nú einn uppi þeirra frumherja, sem stóðu fyrir and- legri og félagslegri vakningu Þingeyinga fyrir hálfri öld síð- an. Hann var samstarfsmaður Péturs Jónssonar á Gautlönd- um um að fá Kaupfélagi Þing- eyinga fast skipulag og starfs- háttu. Auk þéss sem kaupfé- lagsskapurinn var fyrir sjónum hans höfuðvígi til sjálfsvamar gegn óréttmætum verzlunar- háttum, sá hann ávalt á leið- um hans meginvonir sínar um félagslega menningu og lýðræð- isþroska. Hann leit ekki á hreyfinguna eingöngu sem hagsmunasamtök, heldur eins og varanlegt námskeið, þar sem mönnum ætti að temjast þegn- lyndi, félagslyndi og mannúð til farsællegri sambúðarhátta. Auk starfs þess hins mikla, sem Benedikt Jónsson hefir unnið í þágu Kaupfélags Þing- eyinga hefir hann unnið annað meginstarf fyrir sýslunga sína, sem verður ávalt minnst meðan Bókasafn Suður-Þingeyinga í Húsavík og bókhlaða þess verð- ur við lýði. Benedikt hefir um marga tugi ára verið andlegur aðdráttamaður í Þingeyjarsýslu og annazt um bókaval og bóka- vörzlu í hinu merka safni sýsl- unnar. Voru þeir Pétur Jónsson og hann einnig samverkamenn á þeim vettvangi. Pétur var drjúgur bjsrgvættur safnsins mu hin ytri kjör, en Benedikt andlegur le'ðtogi þess. í safn- inu munu nú vera hátt á fimmta þúsund úrvalsbóka, þar sem eru saman komin skáldrit rnerkustu höfunda og valinn forði þess, sem ritað hefir verið á tungum nágrannalandanna um félagsfræði, hagfræði og aðrar hagnýtar greinar til al- þýðulesturs. Þingeyingar hafa reist traust hús yfir bókasafn sitt. Beggja megin handriðsins eru stallar í veggjunum. Er svo til ætlazt, að á stöllum þessum verði, þeg- Framh. á 4. síðu, Þjóðavhagure inn árið 1935 kafli úr útvarpsræðu Eysíeins Jónssonar, fjármálaráðher a 20. þ m. Ég hefi nú með örfáum orð- um drepið á nokkttr atriði, sem gefa hugmynd um afkomu rík- issjóðs og viðskipti peninga- stofnananna í landinu. Er þá eftir að gera grein fyrir af- komu þjóðarinnar sem heildar síðastliðið ár og verður sú greinargerð aðalefni þessa er- indis. Mun ég þá fyrst minnast á út- og innflutning vara frá og til landsins. — Samkvæmt bráðabirgðaskýrslum hagstof- unnar hefir innflutningur vara á árinu 1935 numið um 42 milj. og 600 þús. króna. Er þar með talinn innflutningur til Sogs- virkjunarinnar. En til þess að samanburður við innflutning annarra ára geti haft nokkurt gildi, verður að draga þenna innílutning frá, þar sem hann er með öllu óvenjulegur, enda ekki til þess ætlazt, að hann gæti orðið greiddur af útflutn- ingsverðmæti eins árs. Þessi innflutningur nemur um 703 þús. króna. Er því hinn sam- bærilegi innflutningur ársins 1935 kr. 41 millj. 897 þús. kr. Árið á undan var innflutning- urinn kr. 48 milj. og 482 þús. króna, samkvæmt bi’áðabirgða- skýrslum. Nú má gera ráð fyr- ir, eftir reynslu ársins í fyrra, að tölur þessar hækki um ná- lega 7%. VerSur þá niðurstað- an sú, að vöruinnflutningur á árinu 1935 hefir verið um 7 milj. króna minni en 1934. Útflutningur íslenzkra afurða hefir numið á árinu 1935 kr. 43 millj. 881 þús. kr., samkv. bráðabirgðaskýrslum hagstof- unnar, en árið áður kr. 44 millj. 761 þús. kr. Ef reiknað er með að útflutningurinn í ár reynist við endanlegt uppgjör um 7% hærri en bráðabirgðaskýrslum- ar sýna, má gera ráð fyrir, að útflutningurinn hafi orðið tæpri 1 millj. króna minni árið 1935 en árið áður. Niðurstaðan er því sú, að verzlunarjöfnuðurinn hefir orð- ið hagstæður um 2 millj. kr., en var árið áður óhagstæður um 4 millj. króna. Jafnframt því, sem róið. hef- ir verið að því öllum árum með þeim árangri, sem áður var um getið,að minnka innflutninginn á árinu 1935, hefir einnig verið unnið að því, að flytja vöru- kaupin frá þeim löndum, sem við höfum keypt meiia af en við höfum þangað selt, og til þeirra landa, sem hafa keypt miklu meira af okkar fram- leiðsluvörum en við af þeirra. Árangurinn af þessari starf- semi kemur fram í því, sam- lcv. bráðabirgðaskýrslum, að innkaup okkai’ frá Ítalíu hafa á árinu 1935 aukizt um 900 þús. kr., innkaupin frá Spáni um tæpa milljón króna, frá Þýzkalandi um 560 þús. ki’. og frá Svíþjóð um nálega 400 þús. kr. Þessi aukning hefir átt sér Framh. á 2, síðu. A víðavangi ólafur Thors og 11 miljónimar. Eins og menn muna, fullyrti Ólafur Thors í eldhúsumræðun- um í vetur, að greiðsluhalli þjóðarinnar út á við myndi verða 11 millj. kr. á árinu 1935, en nálægt því telja menn, að* greiðsluhallinn hafi verið árið 1934. Hafði ólafur um þetta mörg svigurmæli, sagði að inn- fiutningshöftin hefðu engan á- rangur borið, og að fjármála- ráðherra hefði ekki reynst maður til að lækka innflutning- inn og bæta greiðslujöfnuðinn. Æstist Ólafur út af þessu, svo að firnum sætti, og komst þannig að orði, að ríkisstjórnin hefði svikið stefnu sína og stæði „í fordyri helvítis" (!), og annað mælti hann álíka vit- urlegt. Fjármálaráðherra and- æfði fjasi þessu með hægð, og kvað ráðlegt að, bíða eftir nið- urstöðum Hagstofunnar. Og mánuði eftir að Ólafur var að berjast um í eldhúsinu, lágu þessar niðurstöður fyrir. Þær sýna, svo að ekki verður leng- ur um deilt, að innflutningur- inn hefir lækkað um sjö mill- jónir á árinu, þrátt fyrir það þótt erlendar vörur hafi heldur hækkað, og þær sýna að verzl- unarjöfnuðurinn hefir batnað um sex milljónir, þrátt fyrir 'nál. 1 millj. kr. lækkun á út- fiutningi. Og loks sýna þær, að greiðsluhallinn muni vera kominn niður í 4 milljónir í stað 11 millj., sem ólafur gekk út frá! En síðan Hagstofan reiknaði út niðurstöður sínar, hefir verið kyrrt um þetta mál í herbúðum íhaldsins. Nú er móðurinn runninn af „elda- buskunni“, og ísafold þegir eins og steinn. En óbreyttir í- haldsmenn hyggja í gaupnir sér og íhuga frásögn Eyr- byggju um Þórð blíg, sem ný- lega hefir heimfærð verið upp á „foringja" þeirra, að „hann mátti eigi at vera fyrir kapps sakir, en eigi var hann svo sterkur, at hann mætti eigi fyrir þá sök at vera“. — Og styrkist nú enn hjá þeim sú skoðun, að bezt fari á því, að Ólafur haldi sér frá fullyrðing- unum, eins og Þórður blígur frá leikum ungi’a manna á Snæfellsnesi. Jón í Dal er nú farinn frá Kreppulána- sjóði fyrir fullt og allt. Eigi hefir hann þó sem sæmst var, horfið til gegninga að búi sínu, heldur tekið upp þann, sem verri var, að stunda áfram blaðaútgáfu sína fyrir íhaldið. En öllum ber saman um það, að aldrei hafi blaðtetur Jóns aumra verið en nú síðan það fékk starfskrafta hans óskifta, enda mun Jóni vera farin að renna til rifja eymd sín, og vesalt hlutskipti, sem von er. Helzt finnur hann sér það til nú að ráðast á Framsóknar- flokkinn fyrir það, að 'iækkað hafi verið framlag ríkisins til sýsluvegasjóða. En rétt er að fræða Jón um það, að það var nafni hans og samherji, 40- aura Jón, sem einkum beitti sér fyrir þessari lækkun í fjár- veitinganefnd og færði það fram, að héröðin hefðu ekki efni á að leggja fram meira fé til sjóðanna móti ríkissjóðstil- laginu, en nú er gert ráð fyrir. Þótti mönnum þetta myndi rétt vera hjá Jóni. Þá gefur Jón í Stóradal í skyn, að ríkisstjórn- in hafi samið um kauphækkun t sýsluvegum. En það er ósatt mál. Samningarair um kaup í vegavinnu ná aðeins til þjóð- veganna, enda er ríkið ekki samningsaðili fyrir sýslunefnd- ir eða hreppsnefndir í kaup- gjaldsmálum. Ú tf lutningsg jaldið af landbúnaðarafurðum. Það var eitt í samningum Framsóknarflokksins og Alþýðu flokksins, þegar núverandi stjórn var mynduð, að fellt skyldi niður útflutningsgjald af landbúnaðarafurðum. Var þetta gert á þinginu 1934. Gjald þetta kom m. a. óréttlátlega niður vegna þess, að það var lagt ein- göngu á þann hluta af fram- leiðslu bænda, sem út er flutt- ur, og eru það þó síður en svo hlunnindi að verða að nota er- lendan markað, sem bezt sýn- ir sig í því, að bæta þarf upp verð á útfluttu kjöti. íhalds- menn og hjálparkokkar þeirra sem áður voru á móti því að afnema gjaldið, hafa leitast .við að telja bændum trú um, að afnám þess væri þeim einkis virði. Samkvæmt verzlunar- skýrslum fyrir árið 1935 hafa það ár verið fluttar út land- búnaðarafurðir fyrir 5 millj. og 700 þús. kr. En útflutnings- gjaldið var ll/2%, og þýðir því niðurfelling þess um 85 þús. kr. hagnað fyrir bændastéttina á því ári, eða um 6000 meðal dilksverð. En þetta hefðu bænd- ur fengið að borga áfram, ef ísafold og Jón í Dal hefðu ráð- ið. Magnús á Blikastöðum er að reyna að kenna Stein- grími búnaðarmálastjóra um það, að laun Pálma Einarsson- ar hjá Búnaðarfélaginu hafi verið hækkuð. En Magnús hlýt- ui að vita það vel, að búnaðar- málastjóri er ekki í stjórn fé- lagsins og hefir þar ekki at- kvæðisrétt um kaupgreiðslur félagsins. — Þá lætur Magn- ús Mbl. dylgja um það, að fé- lagið greiði kaup fyrir að vinna störf fyrir Pál Zophoníasson, sem hann komizt ekki yfir síð- an hann fór að sitja á þingi og starfa í kjötverðlagsnefnd. Þetta eru hrein ósannindi, sem vel sézt á því, að félagið hefir ekki fjölgað starfsmönnum í Jæssu skyni — og kaup manns, sem fór á sýningar fyrir Pál á sl. ári, endurgreiddi Páll af launum sínum. Enda vita þeir, sem til þekkja, að Páll er flest- um mönnum starfsamari, og getur því fremur tekið að sér ný störf en margur annar, án þess að eldri störf hans líði við það baga. En letingjalýður Morgunblaðsins á eðlilega erfitt með að skilja það, að menn vilji taka á sig ný störf á þann hátt að bæta við sig miklu erf- iði frá því sem áður var, eins og Páll Zophoníasson hefir gert. Benedikt á Auðnum. Myndin er tekin í trjágarði heima hjá honum og hefir hann sjálfvir ræktað stóra reynitréð, ])að or 16 ára gamalt og yfir í m. á hæð. „Barnasíða“ Morgunbl. Síðan höfundur „mosagrein- arinnar“ gekk af Heimdalli dauðum í fyrra, hefir ílialdið í Heykjavík ekki tiaít neitt „barnablað“ til að annast póli- tískt uppeldi Morgunolaðs-æsk- unnar. Hinsvegar stot'naði það um svipað leyti „Félag sjálf- stæðra drengja“, sen, n.un hafa átt að sinna þessu göt’uga hlut- verki. En ekki er vitað, að þetta félag hafi náð neitt veru- lega út fyrir Kveldúlfsfjöl- skyldumar, og fara af því litl- ar sögur.En nú hefir verið bætt úr þessum uppeldisskorti hinna verðandi íhaldsmanna með því, að gefa út öðru hverju sér- staka „barnasíðu“ í Morgun- blaðinu. Er þangað valið það efni, sem sérstaklega mun álit- ið heilsusamlegt fyrir íhalds- börnin. Birtist þar t. d. nýskeð grein um „árásarglæpamenn“, sem svo eru þar nefndir, og er greinin lýsing á innræti þess- arar manntegundar. En þessir „árásarglæpamenn", sem verið er að fræða börnin um, eru þingmenn stjórnarflokkanna og ýmsir aðrir, sem íhaldinu er illa við, svo sem framkvæmda- stjórar Sambandsins, kaupfé- lagsstjórar, bændur, sem greiða atkvæði með Framsóknarflokkn um, fólk í verkamannafélögum o. s. frv. Þessi blaðaútgáfa heyrir víst undir það göfuga starf, sem á máli kommúnista heitir „baráttan um barnssál- ina“! Ósannindi Gísla Sveinssonar. Til enn frekari afsönnunar á rógburði G. Sv. um Bifreiða- einkasölu ríkisins, hafa for- stjóra einkasölunnar m. a. bor- izt eftirfarandi vottorð frá þekktum bifreiðastjórum: I. „Ég undirritaður, sem heii ekið vöruflutningabifreiðum i sam- fleytt 11 ár og notað hér áður Pirelli hjólbarða og reynst þeir ágætlega, hefi átt tal við ýmsa bifreiðastjóra um Pirelli, og láta þéii’ yfirleitt vel yfir reynslu sinni á því. pað skal líka tekið fram, að þegai' ég i septembei' 1935 keypti al Einkasölu rikisins Pirelli hjól- barða 30X5 á 113,50 krónur pr. stk., þá seldi Heildverzlun Ásgeirs Framh. á 4. síðu. Uian úr heimi Stjórn Lavals í Frakklandi hefir sagt af sér, og Albert Sarraut hefir m.vndað nýtt ráðuneyti. Sarraut var forsæt- isráðherra mánaðartírria fyrir tveim árum. Hann er úr hægra armi Social-radikala flokksins, og styðst ráðuneytið við þann ! flokk og ýmsa miðflokka, en j jafnaðarmenn veita því hlut- I leysi. Talið er, að aðalhlutverk þessarar stjórnar verði að sjá um að þingkosningar fari frið- samlega fram. En þær eiga að verða í tvennu lagi — hvor þingdeild út af fyrir sig — í marz og maí. Flandin, sem var forsætisráðherra á undan La- val, er utanríkisráðherra í hinu nýja ráðunéyti. Hann er talinn andvígur ítölum en mikill vinur Breta. Blöð íhaldssömustu flokkanna taka stjórninni mjög illa, en í daglegu tali er hún nefnd „stjórnin án stóru nafnanna“ og skoðuð sem bráðabirgðast j óm. Skæðar orustur hafa geisað í Abessiníu undanfarna viku. En íregnum um úrslitin ber svo illa saman, að erfitt er að henda reiður á. Hitler og Goebbels hafa báð- ir haldið opinberar ræður nú nýlega og mjög á sama veg. Leggja þeir höfuðáherzluna á það, að veldi Þýzkalands og herstyrkur sé nú ávo mikill, að Þjóðverjar þurfi hvorki samn- inga né hernaðarbandalög við aðrar þjóðir. Þá töluðu þeir um, að sérhver Norðurálfuþjóð hefði rétt til að eignast nýlend- ur í þeim heimsálfum, sem byggðar væru „óæðri kynstofn- um“. Þykja þessi ummæli benda til þess, að þýzka stjóm- in sé þess albúin að heimta nýlendur og muni grípa fyrsta tækifæri til að fylgja þeirri kröfu eft-ir. Þá hefir hún látið á sér skilja, að hún muni ekki til lengdar viðurkenna hið svo- kallaða hlutlausa landsvæði við Rín, en á því svæði mega Þjóð- verjar enga hermenn hafa, og voru sett um það ákvæði í Versölum á sínum tíma, Frakk- landi til öryggis. í Grikklandi hafa farið fram almennar þingkosningar. Þrír aðalflokkar hafa tekið þátt í kosningunum. Er það flokkur Venizelos þess, er útlægur varð fyrir uppreisn sína í fyrra, en nú heimkvaddur af Georg kon- ungi, flokkur Tsaldaris fyrv. forsætisráðherra og flokkur Kondylos fyrv. hermálaráð- herra þess, er í vetur gerði hina síðari byltingu og kom Georg konungi í hásætið. Koma urslitin nokkuð á óvart, því að uppreisnarmaðurinn, Venizelos, virðist enn eiga sterk ítök í þjóðinni. Hefir flokkur hans fengið álíka fylgi og hinir báðir til samans, en þó eigi hreinan meirahluta, og er gert ráð fyrir samsteypustjóm. Má segja, að stjórnmálasaga öld- ungsins, Venizelos, taki nú að ganga æfintýri næst. Jarðarför Georgs V. Breta- konungs fór fram í London í gær, að viðstöddum þjóðhöfð- ingjum og öðru stórmenni víðs- vegar að úr heimi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.