Tíminn - 26.02.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1936, Blaðsíða 2
30 TIMINN Fjárlagaræðan 1936 Reksturs-ySírlit í Framh. af 1,. síðu. Ég hefi nú á það drepið, að útgjöldin og tekjurnar 1935 urðu nokkru hærri en fjárlög þess árs gjörðu ráð fyrir. Mun ég nú gera grein fyrir þeim mismun, sem er á áætlun og greiðslum einstakra liða fjár- laganna fyrir árið 1935. Mun ég byrja á tekjunum. Tekjur umfram áætlun. Tekjur ríkissjóðs af tollum og sköttum hafa orðið um 900 þús. kr. hærri en áætlað var. Þó hafa nokkrir liðið ekki stað- izt áætlun. Má þar helzt til nefna tóbakstollinn, er varð 147 þús. kr. lægri en áætlað var, útflutningsgjald af íslenzkum afurðum, sem hefir reynzt um 100 þús. kr. lægra en áætlun, stimpilgjald af ávísunum og kvittunum, sem reyndist um 100 þús. kr. lægra en áætlað var. Loks hefir tekju- og eigna- skattur og vitagjald, hvort um sig reynzt um 50 þús. kr. lægra en búizt var við. Hér á móti, og ríflega það, kemur áfengis- tollurinn, sem reyndist um 620 þús. kr. hærri en gjört var ráð fyrir. Voru tekjurnar af þess- um tolli með vilja áætlaðar mjög varlega, ásamt hagnaði áfengisverzlunarinnar, og til þess ætlast, að það sem þessir liðir kynnu að fara fram úr áætlun vægi upp á móti van- höldum í tekjunum og þeim umframgreiðslum, sem vitan- legt er að alltaf verða ein- hverjar. Þá hefir vörutollurinn farið fram úr áætlun um 390 þús. kr., verðtollurinn um kr. 221 þús., og kaffi- og sykur- tollurinn kr. 250 þús. Hafa .heildartekjurnar af tollum og sköttum því aukizt rúmlega um þá upphæð, sem þessir liðir hafa fram úr áætlun, því að áfengis- tollurinn hefir vegið á móti rýrnuninni er orðið hefir á sumum tekjustofnunum eins og lýst var. Tekjur af rekstri ríkisstofn- ana hafa farið fram úr áætlun um rúma 1 milljón króna, og er þess helzt að geta í því sam- bandi, að rekstrarhagnaður símans hefir orðið um 180 þús. kr. hærri en áætlað var, og rekstrarhagnaður áfengisverzl- unarinnar 850 þús. kr. hærri en áætlað var. Önnur fyrirtæki liafa gefið .svipaðar tekjur og gert var ráð fyrir. Greiðslur umfram áætlun. Þá mun ég stuttlega gera grein fyrir helztu umfram- greiðslum. Kostnaður samkvæmt 9. gr., alþingiskostnaður, hefir farið um 76 þús. kr. fram úr áætlun. Stafar það mest af þingfrest- uninni í fyrra. 11. gr., kostnaður við dóm- gæzlu og lögreglustjórn, hefir farið 427 þús. kr. fram úr á- ætlun og er .það stærsta um- framgreiðslan á árinu. Er þar aðallega um kostnað við land- helgisgæzluna að ræða; nemur sú umframgreiðsla um 220 þús. kr. og kemur af því, að varð- skipin hafa verið látin starfa meira að eftirlitinu en gjört var ráð fyrir, er áætlun var 'samin. Eins og kunnugt er, er nú verið að gera ráðstafanir til þess að draga verulega úr varð- skipakostnaðinum, og koma þær ráðstafanir vonandi til framkvæmda á yfirstandandi ári. Má búast við að unnt verði að framkvæma þennan sparn- að, án tjóns fyrir landhelgis- gæzluna. Þá hefir kostnaðurinn við toll- og Jöggæzlu farið fram úr áætlun um 70 þús. ki’ó.na. Ilefir tollkostnaðurinn í Reyk- javík vaxið töluvert eftir að farið var að skoða allar póst- sendingar. Þá hefir sakamála- kostnaður, skrifstofukostnaður toll- og lögreglustjóra í Rvík farið fram úr áætlun. Á 12. grein hefir kostnaður- inn við heilbrigðismál farið fram úr áætlun um kr. 149 þús. Er það rekstrarhalli sjúkrahús- anna, sem orðið hefir veruleg- um mun meiri, en ráðgert var. 13. gr., kostnaður við vega- mál, hefir farið 239 þús. kr. fram úr áætlun. Er það aðal- lega sökum þess, að eigi reynd- ist fært að halda þjóðvegunum nægilega vel við fyrir þá fjár- hæð, er til þess var ætluð. Hef- ir vegaviðhaldið farið 127 þús. kr. fram úr áætlun. Lagningar nýrra vega hafa farið kr. 51 þús. fram úr áætlun. Þar að auki ber að telja 42.500 kr., sem lagðar v oru til vega- og brúargerða af lánsfé. Er þar um að ræða síðustu upphæðirn- ar af því lánsfé, sem fyrv. stjórn hafði ráðstafað í því skyni. Þess iná geta hér, að vextir og afborganir af lánum, er tekin hafa verið til þessara framkvæmda, eru á fjárlagafrv. fyrir árið 1937 áætluð'kr. 230 þús. 14. gr. B. Kostnaðurinn við kennslumál hefir farið 138 þús. kr. fram úr áætlun. Þar af eru laun barnakennara 47 þús. kr. Hefir við undirbúning fjár- láganna eigi verið gætt þess hve ör er hæklcun á þeim lið vegna fjölgunar kennara. Enn- fremur hefir rekstrarstyrkur- inn til héraðs- og gagnfræða- skóla farið 30 þús. kr. fram úr áætlun. Stafar það af meiri skólasókn en gert var ráð fyrir. 16. gr. Þar hafa greiðslur til verklegra fyrirtækja farið kr. 72 þús. fram úr áætlun. Er það aðallega jarðræktarstyrkurinn, sem farið hefir fram úr á þessari grein, eða um 115 þús. króna. Hafa jarðabætur, mæld- ar árið 1934, reynst meiri en búist var við. Á þessari grein falla hinsvegar niður tvær greiðslur: framlag til ræktun- arsjóðs af útflutningsgjaldi kr. 40 þús. og 50 þús. kr. af fram- lagi til byggingar- og land- námssjóðs, er á að mæta kjöt- uppbót þeirri, er greidd var á árinu 1935, samkv. sérstakri þingsályktun. Á 19. grein hefir orðið um- framgreiðsla 121 þús. kr. Þyk- ir mér ekki ástæða til að rekja þá liði hér, þar sem þeir eru mjög margir og flestir lágir. Kem ég þá að greiðslum sam- kvæmt þingsályktunum, er nema samtals kr. 164 þús. Þar af er kjötverðlagsuppbótin kr. 150 þús. og kostnaður við tryggingarmálanefnd kr. 10 þús. Greiðslur samkv. væntan- Jegum fjáraukalögum eru 53 þús. kr. Stærsti liðurinn þar er viðgerð og breyting á húsinu nr. 3 við Pósthússtræti, er lög- reglan hefir nú flutt bækistöð sína í. Þótti svo knýjandi nauð- syn bera til þessarar endurbót- ar á húsinu, að eigi þótti fært að láta það bíða fram á þetta ár. — Greiðslur samkvæmt sérstökum lögum nema kr. 437 þús. kr. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar er framlög til fiskimálasjóðs, kr. 235 þús. Er það fé tekið af afgangi láns þess, er tekið var á árinu 1935, til greiðslu lausaskulda ríkis- sjóðs. En eins og kunnugt er, er fiskimálasjóður undir stjórn Fiskimálanefndar og atvinnu- málaráðuneytisins. Er fé því, TEKJITR: Fjárlög Innkomið I GJÖLD: Fjárveiting Greitt 2. gr. Fasteignaskattur .... 370.000.oo 400.000.oo 7. gr. Vextir 1.547.1.76.00 1500.685.oo Tekju- og eignaskattur . 1950.000. oo L900.000.oo 8. gr. Borðfé konungs .... 60.000.oo 60.000.oo Lestagjald af skipum . . öO.OOO.oo 59.220.oo 9. gr. Alþingiskostnaður . . . 250.920.oo 327.596.oo Aukatekjur, alm 620.000.oo 612.228.oo 10. gr. I. Ráðuneytið og íikisféh. . 249.766.oo 314.163.oo Erfðafjárskattur .... 5o.000.oo 79.833.oo (0. gr. II. Hagstofan 55.100.oo 58.950 oo Vitagjald 470.000.oo 421.836.oo 10. gr.III. Utanrlkismál 103.000.oo 161.607 oo Leyfisbréfagjöld .... 25.000.oo 23.598.oo 11. gr. A. Dómgæzla og löggæzla . L065.760.oo L493.391.oo Stimpilgjald 500.000.oo 520.416.oo H.gr. B. Sameiginlegur kostnáður 231.000.oo 273.638.ÖÖ - Do. af ávisunum og kvitt. 150.000.oo 47.238.oo 12. gr. Heilbrigðismál .... 721.371.oo 915.582.oo Bifreiðaskattur .... 380.000.oo 390.84 (.00 13. gr. A. Vegamál 1.341.402.oo L580.537.oo Útflntningsgjald .... 700.000.oo 601.397.oo 13. gr. B. Samgöngur á sjó p. . . 716.000.oo 658.667.oo Áfengistollur 630.000.oo L250.886.oo 13. gr. C. Vitamál og hafnargj. . . 535.700.oo 592.450.oo Tóbakstollur ..... 1.380.000.oo L232.600.oo 14. gr. A. Kirkjumál . . . . . . 358.420.oo 360.419.oo Kaffi- og sykurtollur . . 900.000.oo 1.149.192.00 14. gr. B. Kennslumál 1.507.477.oo 1.646.447.00 * Annað aðflutningsgjald . 50.000.oo 91.844.oo 15 gr. Til visinda, bókm. og lista 209.010.oo 2l3.058.oo Vörutoiiur L250.000.oo L643.937.oo 16. gr. Til verklegra fyrirtækja. 2.629.675.00 2.701.360.oo Verðtollur -1.130.0(i0.oo L351.943.oo 17. gr, Styrktarstarfsemi . . . L158.200.oo 1.241.590.00 Gjaid af innl. tollvörum . 420.000.oo 438.57l.oo 18. gr. Eftirlaun og styrktarfé . 268.684.oo 282.188.oo Skemtanaskattur .... 150.000.oo 123.511.oo 19. gr. Oviss ritgjöld 100.000.oo 221.167.oo Veitingaskattur .... lOO.OOO'oo 88.967.oo 13.109.041.oo 14.603.494.oo Samtals ll.275.000.oo 12.428.064.oo 22. gr. Heimildarlög 4.500.OO -r- Innheimtuí. og endurgr. 150 OOO.oo Þingsályktanir .... 164.353.oo Hækkun á eft.irstöövum 100.000.o0 250.000.oo 12.178.064.oo Væntanleg fjáraukalög . . . . . 53.846.oo Sérstök lög 437.583.oo 3. gr. A. Póstmál 60.000. oo 56.500.oo 15.263.776.00 Landsiminn 339 OOO.oo 475.000.oo Tekjuafgangur .... 505.888.oo Áfengisverzlun .... 750.('00.oo L6O0.000.oo Tóbakseinkasala ... 600.0o0.oo 606.000.oo Rikisútvarpið 60.000.oo 85.000.oo Rikisprensmiðjan .... 60.000.oo 54.000.oo Landsmiðjan 10.000.oo 36.000.oo Raftækjaeinkasala . . . Rikisbuin 14.000.oo 19.800.00 Bifreiðaeinkasala .... 4.300.OO 2.936.600.OO 3. gr. B. Tekjur af fasteignum . . 24.650.oo 20.000.oo 4. gr. Vextir 518.940.oo 545.000.oo .\. gr. Ovissar tekjur 50.000.oo 90.000.oo - Samtals kr. 15.769.664.oo - Samtals kr. 15.769.664.00 sem í sjóðinn er lagt, varið til sjóðs á árinu 1935. stjórnin mun keppa að því, að Til þess að slíkt t akist, þarf ýmissa nýrra framkvæmda til eflingar sjávarútveginum, eink- um með tih’aunum um nýjar verkunaraðferðir á fiskiafurð- u m og til leitar að nýjum mörkuðum. Þá hafa ennfremur verið greiddar 85 þús. kr. sam- kvæmt sérstökum lögum um vaxtatillög til bænda, og 25 þús. kr. til iðnlánasjóðs. Ennfrem- ur 20 þús. kr. til verkamanna- bústaða, og er sú upphæð van- 1 goldið tillag af tekjum tóbaks- einkasölunnar frá fyrri árum. Þá vil ég að lokum minnast á umframgreiðslur á 20. gr. llafa afborganir af lánum rík- issjóðs orðið um 100 þús. kr. 1 liærri en áætlað var. Stafar ! þetta bæði af því, að afborg- anir af vega- og brúarlánum liafa orðið nokkru hærri en ráð var fyrir gert, svo og af hinu, að á árinu var gerð gangskör að því að innleysa útdregín skuldabréf af láninu frá 1920, er eigi hafði verið framvísað til greiðslu. -— Um aðrar veruleg- ar umframgreiðslui’ á 20. grein er vart að ræða. Þó ber þess að geta, að þar er fært 112 þús. kr. framlag til stuttbylgju- stöðvar landssímans, sem áður er um getið. Miiljónin, sem átti að hafa íarið í bitlinga! í sambandi við þessa greinar- gerð um umframgreiðslur, get ég ekki stillt mig um að minna i. það, að af háttv. stjórnar- andstæðingum hefir því verið haldið mjög á lofti, að ríkis- stjórnin hafi eytt ógrynni fjár í allskonar nefndarkostnað. Hefir þetta gengið svo langt á fundum, að andstæðingarnir hafa talið stjórnina mundu eyða meira en 1 milljón króna í þessu skyni á árinu 1935. Uggir mig nú, þegar uppgjör liggur fyrir, er sýnir rekstur ársins 1935, að nokkuð muni vefjast fyrir háttv. andstæð- ingum að finna sínum fullyrð- ingum stað. Væri þó óneitan- lega vel til fallið fyrir þá, að færa sönnur á mál sitt hé r á Alþingi, þegar skjölin eru lögð ,á borðiö fyrir þá. En hið sanna i þessu máli er það, að með öllu vantar grundvöll fyrir ciylgjum þeirra í þessa átt. Þá vil ég þessu næst gera grein fyrir , þeim breytingum, sem orðið hafa á lánum ríkis- (Sjá yfirlitið á öðrum stað í blaðinu). Skuldir ríkisins. Samkvæmt þessu yfirliti hafa skuldir ríkissjóðs á árinu raunverulega aukizt um 379 þús. og 600 kr. Samkvæmt yf- iríitinu hefir orðið skulda- aukning, er nemur 245 þús. og 500 kr., vegna jarðakaupa rík- issjóðs á Eyrarbakka og Stokkseyri, og vegna affalla af enska láninu, er tekið var á ár- inu 1935, 566 þús. kr. Samtals er skuldaaukningin, sem stafar ;.f þessu tvennu, kr. 820 þús. kr. Sýnir þetta glögglega, að ef ekkert hefði haft áhrif á skuldir ríkissjóðs annað en rekstur hans árið 1935, hefðu ríkisskuldirnar lækkað um ca. 4:40 þús. krónur. Kemur það þá heim við það, að rekstrar- reikningurinn sýndi töluverðan afgang, sem gengið hefir í af- borganír föstu lánanna. Nýja lánið var notað til að yreiða yamlar skuldir, og af- gangurinn rann í Fiskimála- sjóð. Ennfremur kemur í ljós, af þessari greinargerð, að hið nýja lán, er tekið var í Eng- Jandi á árinu, hefir eigi verið notað til þess að standa undir hinum almennu greiðslum rík- issjóðsins, heldur til þess að greiða með eldri skuldir, eins og margsinnis hefir verið tekið fram áður, þótt ekki sé ör- grannt um að sumir hafi viljað gefa annað í skyn. í íjárlagaræðu minni í fyrra gerði ég grein fyrir lántökunni, en skal taka það fram hér, því ti) áréttingar, að af nettó-upp- hæð lánsins, sem var 10 millj. og 667 þús. kr., gengu 3 millj. 322 þús. kr. til greiðslu á skuld- um Útvegsbankans í Englandi og afgangurinn gekk upp í skuldir Landsbanltans í Eng- landi. Myndaðist þá um leið ínnieign hér í Landsbankanum, sem notuð var til greiðslu á lausaskuldum ríkissjóðs, að undanskildum þeim 614 þús. kr., er lagðar voru til hliðar og ætlaðar fiskimálasjóði. Um aíkomu ríkissjóðs sjálfs á árinu 1935, mun ég þá ekki fara fleiri orðum að sinni. En áður en ég skilst við það mál, vil ég benda á það, að ríkis- korna á greiðsluhallalausum ríkisbúskap. Á því eru auðvit- að ýmsir örðugíeikar. Jafn- framt því að tekjustofnarnir rýrna, aukast kröfurnar á hendur ríkissjóði um allskonar fjárframlög. Þó hefir þessu marki svo að segja verið náð á þessu fyrsta ári, er núv. rík- isstjórn ber ein ábyrgð á. Viðskiptin við útlönd. Þá mun ég gera grein fyrir afkomu þjóðarinnar út á við á árinu 1935. Um það efni hefi ég nú fyrir skemmstu flutt er- indi í útvarpið, sem birt hefir .verið í blöðunum og verð ég því stuttorðari um það en ella. Geri ég ráð fyrir að efni erind- isins sé kunnugt hv. þm. flest- um og öðrum þeim, er á mál mitt hlýða. í byrjun ársins 1935,gengu í gildi riý lög um gjaldeyris- verzlun. Samkvæmt þeim lög- um hefir nú verið unnið í eitt ár og var ný gjaldeyrisnefnd skipuð í ársbyrjun samkvæmt hinum nýju lögum. Innilutninyurinn heíir lækk- að um 7 millj. og greiðslu- jöfnuðurinn út á við batnað um 6 milljónir. Innflutningurinn á árinu 1935 hefir samkvæmt bráðabirgða- skýrslu hagstofunnar um það efni numið kr. 42 millj. og 600 þús. lcr., en að frádregnum inn- ! flutningi, vegna Sogsvirkjunar- : innar, kr. 41 millj. 897 þús. i Árið 1934 var innflutt fyrir kr. 48 millj. og 48 þús. Verður að gjöra ráð fyrir því, að inn- fJutningurinn á árinu 1935 hækki um nálega 7% við end- anlega skýrslugerð. Innflutn- ingur ársins 1935 hefir því verið um 7 millj. kr. lægri en innfl. á árinu 1934. Útflutning- ur ísl. afurða hefir á árinu 1935 numið um kr. 43 millj. 881 þús., en í fyrra nam hann kr. 44 millj. 761 þús* kr. Er því útflutningurinn tæplega 1 millj. króna lægri nú en 1934. Niðurstaðan er því sú, að verzlunarjöfnuður ársins 1935 er hagstæður um 2 millj. króna, en var í fyrra óhagstæð- ur um 4 milljónir króna. Hef- ir því tekizt á árinu að bæta greiðslujöfnuðinn um 6 millj. króna. Fullum greiðslujöfnuði hefir þó ekki verið náð á árinu. verzlunai’j öfnuðurinn sennilega að vera hagstæður um nálægt 6 millj. króna. En segja verð- ur að vel hafi miðað í þá átt að ná fullum greiðslujöfnuði, eins og þær tölur, sem ég hefi lesið, bera gleggst vitni um. Hlutverk gjaldeyrisneíndar er tvennskonar: A3 minnka innkaupin og beina þeim til markaðslaudanna. Hlutverk gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar hefir verið tvíþætt: Annarsvegar að vinna að lækkun heildarinnflutnings til landsins, að svo miklu leyti, sem fært þykir. í því starfi hefir nefndin mætt marghátt- uðum örðugleikum á árinu sem leið, m. a. verðhækkun erlends vamings síðara hluta ársins, óeðlilegum vörukaupum, sem nauðsynleg eru vegna viðskipt- anna við -Suðurlönd, Spán og It- alíu, og mikinn innflutning út- gerðarvara, sem ekki verða hér taldar. Fleiri erfiðleikar hafa og orðið á vegi nefndarinnar. Þegar aðstæður allar eru metnar, verður eigi annað sagt en að nefndinni hafi tekist vel að leysa þennan þátt hlutverks síns, þótt enn lengra virðist ó- lijákvæmilegt að ganga í þessu máli. Að öðrum þræði hefir það verið hlutverk nefndarinnar, að skipuleggja utanríkisverzlun- ina, færa innkaupin sem mest til þeirra landa, er kaupa meira af okkur en við af þeim. Þetta er miklum örðugleikum háð. Gömul verzlunarsambönd þarf að slíta og mynda önnur ný. Einnig fylgir þessu oft á tíðum að innkaupin þarf að færa það- an sem þau eru hagkvæm og til þeirra landa, sem selja dýr- ara, vegna þess að þau lönd lcaupa okkar vörur. Nefndinni hefir orðið mjög mikið ágengt í þessari skipulagningu verzl- unarinnai’, og kemur það greinilega í ljós í skýrslum þeim er hagstofan hefir gefið út um inn- og útflutning. Þann- ig hafa innkaupin í Þýzkalandi aukist um 600 þús. kr., þrátt fyrir heildarlækkun innflutn- ingsins og þar méð hafa skap- azt möguleikar til sölu á ís- lenzkum afurðum í Þýzkalandi íyrir atbeina nefndarinnar. Kemur þetta m. a. fram í auk- inni sölu landbúnaðarafurða á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.