Tíminn - 26.02.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.02.1936, Blaðsíða 3
tlHílfH 81 þýzkan markað frá því sem verið hefir. Þá hafa innkaup okkar frá Svíþjóð aukist um 390 þús. kr., innkaup okkar á Spáni um nálega 1 millj. króna og um 900 þús. á Ítalíu. Hms- vegar hafa innkaup okkar minnkað til muna í þeim lönd- um, sem kaupa minna af okkur en við af þeim, einkum í Bret- landi og Danmörku. Innflutn- ingur frá Bretlandi hefir minnkað um rúml. 2 millj. króna og frá Danmörku um kr. 2 millj., tæplega þó. Erliðleikamir vegna samn- inga vlð Suðurlönd. 1 sambandi við þessar uppl. þykir mér rétt að geta þess, að nokkru aðkasti hefir veríð beint til nefndarinnar fyrir það, að leyfa innflutning á vör- um, sem segja má að séu ó- þarfar, á sama tíma, sem neit- að er að einhverju leyti um innflutning á vörum, sem telja mætti nauðsynlegar. Þannig stendur á þessu, að í viðskipta- samningnum við Spán, er gerð- ur var árið 1934,var ákvæði um að ekki mætti synja um inn- fJutning frá Spáni, þótt um þær vörutegundir væri að ræða, er út af fyrír sig mættu teljast ónauðsynlegar. Bar þá að skoða þessi viðskipti sem endurgjald fyrir fiskmarkað okkar á Spáni. Sá samningur er nú ekki lengur í gildi. Ovinir innflutningshaftanna hafa reynt að koma inn tortryggni í garð innfl.nefndarinnar í sam- bandi við innfl. á þessum ó- nauðsynlegu vörum. Verður hinsvegar að treysta þvi, að þeir, sem viðurkenna nauðsyn- ina á þvi 'að lækka innflutning- inn, geri sitt til að leiðrétta slíkar missagnir. Innflutningurinn þarf aö minnka enn meir. Eins og ég gat um áðan, mun því miður ekki verða hjá því komist að herða enn á innflutn- ingshöftpnum. Skapar þetta að vísu nokkra röskun í landinu, en hjá því verður ekki komist. Við því er ekki hægt að búast, að útflutningur þessa árs verði meiri en ársins næst á undan, og er það því staðreynd, sem hægt væri að skýra með tölum, ef nánar væri út í slíkt farið, að ef greiðslujöfnuður ætti að nást með ekki meiri útflutningi en nú er, verður ekki hægt að veita leyfi til kaupa á öllum þeim vörum frá útlöndum, er til þessa hafa verið taldar nauðsynlegar. Er af þessu ljóst, að ef ekki er hægt að halda út- flutningsverðmætinu í þessu lágmarki og heldur auka það, þá verður þjóðin að breyta um lifnaðarhætti. Það er þvi mjög áríðandi að ötullega sé að því unnið að leita nýrra markaða fyrir íslenzkar framleiðsluvör- ur og reyna að auka útflutn- inginn. Að þessu er og hefir verið unnið með stuðningi rík- isstjórnarinnar, og það með sýnilegum árangri. Sem dæmi um hinar nýju leiðir 1 fram- leiðslu-og söluháttum, má benda á karfaveiðarnar, send- ingu á frystum fiski til Norð- ur-Ameríku, o. fl. mætti í þessu sambandi upp telja. En búast má við miklum innflutnings- erfiðleikum á meðan unnið er að öflun nýrra markaða í stað þeirra, sem tapast hafa. Tvœr teiðir til að né greiðslu jölnuði. Út af þeim umræðum, sem fram hafa farið um innflutn- ingshöftin fyrr og síðar, vil ég hér leggja áherzlu á, að í raun og veru er um 2 leiðir að ræða til þess að ná greiðslujöfnuði við útlönd. Önnur leiðin er sú, sem háttv. stjórnarandstæðing- ar telja sig fylgja. Hún er sú, að minnka kaupgetu almenn- ings í landinu svo að eftirspum eftir erlendum vamingi stöðv- ist af getuleysi fólksins til að kaupa. Hin leiðin, sú, sem stjórnarflokkarnir hafa valið sér, er að hefta vöruflutning- inn með lagafyrirmælum, en halda uppi kaupgetunni í land- inu með sem mestum verkleg- um framkvæmdum og stuðn- ingi við atvinnuvegina. Menn verða því að gera sér það ljóst, að innflutningshömlumar mynda grundvöllinn fyrir því, að hægt sé að gera ráðstafanir til tekjuauka fyrir almenning, án þess að eiga það allt of mik- ið á hættu, að greiðslujöfnuð- urinn versni. Skilji menn þessa staðreynd, verður auðveldara fyrir menn að taka því með jafnaðargeði, þótt eigi sé hægt að fá allar þær erlendar vörur, er menn gjarnan vildu veita sér. Hið rétta viðhorf til inn- flutningshaftanna fyrir al- menning, er því ekki að beita sér gegn þeim og torvelda framkvæmd þeirra, þótt þeirra vegna vanti sumar vörur, held- ur hið gagnstæða, sökum þess að þau koma í veg fyrir að grípa þurfi til þehra neyðar- ráðstafana að takmarka inn- flutninginn með því að minnka kaupgetuna. Menn verða að leitast við að nota 1 stað er- lendu varanna, innlendar iðnað- arvörur og landbúnaðarvörur, og stuðla þannig að uppbygg- ingu iðnaðarins til þess að minnka atvinnuleysið og stuðla að bættri afkomu bændastéttar- innar. Að þessu hvorutveggju miða innflutningshöftin. Morgunblaðið játar nú, aö stjórnin sé á „réttri braut". Á þinginu í haust deildu hv. andstæðingar mjög á mig fyrir framkvæmdir í gjaldeyrismál- unum og töldu að ekkert gagn myndi verða að starfi innflutn- ings- og gjaldeyrisnefndar, og greiðsluhallinn mundi verða engu minni en á árinu 1934, en þá var hann 10—11 millj. kr. Þetta mál var af hálfu and- stæðinganna flutt af hinu mesta ofurkappi. Ég svaraði þá með því að óska eftir að þeir biðu niðurstöðunnar frá árinu 1935 og myndi þá koma í ljós, að mjög hefði miðað í átt- ina til þess að ná greiðslujöfn- uði við útlönd. Ætla ég nú að sú niðurstaða, sem skýrt hefir verið frá, sýni að úr gildi eru fallin þau stóryrði, sem háttv. stjórnarandstæðingar létu falla um þetta mál á síðasta þingi. Þykir mér rétt að geta þess hér til gamans, að nokkuð hefir kveðið við annan tón hjá stjórnarandstæðingunum nú undanfarið, en í haust t. d. kom í Morgunblaðinu föstu- daginn 7. febr. 1936 grein um verzlunarjöfnuðinn. Þar segir svo: „Árið 1934 var óhagstætt. Þá söfnuðum við milljónaskuld- um erlendis. Sl. ár var einnig óhagstætt, ef miðað er við þær skuldbindingar, sem við verðum að standa straum af. Greiðslu- jöfnuðurinn er ennþá óhag- stæður. En við erum á réttri braut. AS því verður aS keppa, að við hættum að safna skuld um erlendis og fönim aS greiða af gömlu skuldunum.“ Eu á eldhúsdaginn slðasta sagði Ólafur Thors, að stjórn- in stæði i „iordyri heivítis". í þessari Mbl.-grein er það hreinlega játað, að við, þ. e. a. s., við íslendingar, séum á „réttri braut“ í þessu stórmáli, og það undir stjóm þeirra, SjóðsySirlit Inn: Áætlun Reikningur Út Aætlun Reikningur Tekjur skv. reksturgyfirliti . I3,7«2,990 35,769,664 Gjöld skv. rekstursyfirliti 13,109,041 15,263,776 1. Fyrningar 289,051 300,000 I. Afborganír lána: 2. Utdr. veðbréf og bankav.bréf 50,000 59,000 ]. Rikíssjóður: ' 3. Endurgr. fyrírframgreiðsla . 10,000 29,000 a. Innlend lán . . . 217,957 295,358 4. Endurgr. lán og apdv. 5, eigna 125,000 66,600 b. Dönsk lán .... 323,095 323,876 Mism. v/stuttbylgjustöðvarinuar 112,000 c. Ensk lán .... 177,753 189,643 Reiknlngsl. greiðsluhalli (þar í 2. Rikisstofnanir: framl. tíl fiskimúlasj. 235 þús.) 99,845 391.000 a. Landsiminn . . . 135,000 131,920 b. Rikisútvarp ... 124,040 124,040 ■ : ' - II. Eignaaukningrikisstofnana 1. Landsiminn .... 135,000 160,000 Sami (stuttb.stöðin). . 112,000 3. Rikisprentsmiöjan . . 20,000 40,000 2. Landsmiöjan .... 10,000 23,000 4. Rtkisútvarpið .... 34,000 III. Vitabyggingar .... 76,000 30,000 Samtals kr. 16,727,613 Samtals kr. 16,727,613 sem nú fara með völdin. Þessi ummæli stinga nokkuð í stúf við fyrri skrif og ummæli hv. stjórnarandstæðinga. Man ég ekki betur en að formaður Sjálfstæðisflokksins léti svo um mælt í eldhúsumræðunum síðustu, að í gjaldeyrismálun- um væri ég kominn mjög af- vega og staddur í fordyri hins versta staðar. Fjárlagafrumvarpið fyrlr ár- ið 1937. Ég vil þá víkja að fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1937. Um það get ég verið mjög stuttorður, þar sem það er samið eftir sömu meginreglum og fjárlagafrumv, fyrir árið 1936, og í öllum höfuðdráttun- um eins. Greiðslur samkv. þessu frumv. og tekjur eru nær jafnháar og samkv. fjárl. fyrir 1936. Einstakir liðir hafa verið færðir til samræmis við fengna reynslu. Einn liður hef- ir þó verið hækkaður nokkuð frá því sem verið hefir, en það eru afborganir lána. Hefir sá liður orðið að hækka um 200 þús. krónur. Þar af er afborg- un af enska láninu nýja, kr. 117 þús., en 80 þús. kr. eru afborgun af vega- og brúar- gerðalánunum. Til fróðleiks er rétt að geta þess, að síðan 1934, er núv. stjórn tók við vqldum, hafa afb. samningsbundinna lána hækkað um 400 þús. kr., og er það allt vegna skuldbindinga er gei'ðar voru áður en núv. stjórn tók við völdum. Einnig er rétt að geta þess, að í þessu frv. er gert ráð fyrir lækkun á ríkisskuldum um 1 milljón og 200 þús. ki*. Við samningu fjárlagafrv. fyrir árið 1935 gerði ég í fyi’sta sinni tilraun til að hafa fjárlög í sem beztu sami*æmi við reynsluna. Þessum tilraunum hefir verið haldið áfram við samningu þessa frv. og komi ekki eitthvað sérstakt fyrir, hygg ég að minni umfi*am- greiðslur ættu að verða á árinu 1937 en áðux*. í sami-æmi við stefnu stjórn- arinnar er gert ráð fyrir í þessu frv. mjög svipaðri greiðslu til verklegra fram- kvæmda og til atvinnuveganna og í fjárl. fyrir 1936, en eins og kunnugt er, verða framlög- in til þessara mála aukin á ár- inu 1936 frá því sem var 1935. Álítur stjórnin eigi unnt að komast hjá að sinna þein*i þöi*f sem nú er á verklegum fram- kvæmdum og framlögum til styrktar smáframleiðslu lands- manna. Er ríkisstjórnin þess fullviss, að þótt þessi stefna hafi nokkur fjárútlát í för með sér til ríkissjóðs, sem þó bitna áðallega á þeim, sem betur mega, þá er hún heppilegri fyr- ir þjóðarheildina en sú stefna andstæðinganna áð skera allt niðúf,er til atvinnuveganna á að fara, eða verklegra fram- kvæmda, og sem hlyti að auka Breytíngar á skuldum ríkissjóðs 1935 Skuldir samkvæmt landsreikning 1934. 41,987,920 Tekið lán hjá Hambros Bank. 11,739,500 Skuldabr. lán v/jarðakaupa á Eyrarbakka og Stokkseyri. 254,500 Lán til vega- og brúagerða. 85,000 Aukin skuid i Handelsbanken. 162,000 12,241,000 54,178,920 ~h Greiddar skuldir: 1. Afborganir fastra lána: Greitt af ríkissjóði 1.064,837 — - bönkum 286,871 — - síldarverksmiðjum 99,675 2. Greitt láu hjá Barclays Bank frá 1931 3. Greiddar lausaskuidir: Barelays Bank 2,231,286 Búnaðarbanki, víxlar 1,600,000 Greitt Landsbanka v/skuld- ar v/Landmandsbanken 250,000 Landsbanki 795.585 1,451,883 1,491,120 4,876,871 7,819,374 46,359,546 Til samanburðar við skuldir 1934, má draga frá sem eignaaukningu: 1. Hluti Útvegsbanka af Hambrosláui 3,653,000 2. Innlagt á hlr. í Lb. v/fiskimálasjóðs______378,995 4,031,995 Skuldir í árslok 1935 42,317,551 Skuldir í áralok 1934 41,937,920 Aukning: 379,631 atvinnuleysið og gera afkomu smáframleiðendanna verri. Núverandi ríkisstjórn telur það sitt hlutverk að stöðva skuldasöfnun við útlönd og hallarekstur ríkissjóðs, jafn- hliða því, sem hún sinnir sem mest þeim eðlilegum óskum, sem fram eru bornar um að- stoð ríkisvaldsins, þar sem erfiðleikar eru fyrir. Engum mun um það hugur blandast, að það er margháttuðum erf- iðleikum bundið að ná því marki, sem að er keppt í þessu efni, þar sem viðskiptahalli við útlönd hefir verið mikill og greiðsluhalli ríkissjóðs tilfinn- anlegur. Hér við bætist svo það, að úr öllum áttum berast kröfumar á ríkissjóð og sífellt er gert ráð fyrir meiri og meiri aðstoð af hans hálfu. Nú hafa verið lagðar fyrir niðurstöður ársins 1935, sem sýna veruleg- ar breytingar frá því, sem áð- ur var — greiðsluhalli ríkis- sjóðs lækkaður um yfir 2 millj. króna og allverulegum rekst- ursafgangi náð í fyrsta sinn um nokkur ár. Ennfremur bað, sem ef til vill skiftir meira máli, að verzlunarjöfnuðurinn héfir batnað um 6 milljónir króna, enda þótt útflutningur hafi fremur lækkað. Það er ekki mitt að leggja dóm á það hvort árangurinn af starfi stjórnarinnar á þessu fyrsta heila ári, sem hún hefir starf- að, er mikill eða lítill. Ég vil aðeins benda á það, að hann verður að metast með hliðsjón af þeim utanaðkomandi erfið- leikum, sem íslenzka þjóðin hefir mætt á árinn, sem leið. Enginn veit hvernig árið, sem er að byrja, verður fyrir Islendinga. Margt bendir til þess, eins og áður er á drepið, að það verði erfitt og að auka þurfi þar af leiðandi ýmsar hömlui', sem eru hvimleiðar en alveg óhjákvæmilegar eins og nú stendur. Hinsvegar er eng- inn vafi á því, að íslenzka þjóð- in hefir oft átt við meiri erfið- leika að stríða en nú, og sigr- azt á þeim. Við íslendingar munum vafalaust sigrast enn á erfiðleikunum. Sú margháttaða viðleitni, sem fram kemur hjá fjölda manna í því að koma upp nýjum atvinnurekstri og að notfæra sér þau gæði nátt- úrunnar, sem áður hafa verið ónotuð, sýnir það, að menn hafa ekki tapað trúnni á landið og gæði þess. Þess vegna er sígurinn vís, þótt að kunni að kreppa í bili. tjörbrotJónsáLaxamýri Framh. af 1. síðu. samræmi við þessar reglur. Áð- ur höfðu mætt á fundum sam- bandanna ýmist formenn eða aðrir stjómamefndarmenn hreppabúnaðarfélaganna eða félagsmenn kjömir af stjórn- um eða fundum hreppabúnað- arfélaganna. Á fundinum varð og ljóst, sem menn raunar ' vissu áður, að kosning fulltrúa á Búnaðarþing átti ekki fram ! að fara fyr en ári síðar en I þessi fundur var haldinn. For- manni Búnaðarsambandsins var kunnugt um þessa ann- marka á væntanlegri kosningu áður en hann boðaði fundinn, og þótti fulltrúum því ein- kennilegra, að hann skyldi hraða fundinum svo mjög og velja fundartímann svo óheppi- lega, því heita mátti, að illfært væri þá byggða milli, sökum \ orleysinga. Var þó fundurinn allvel sóttur og þótti illt að láta niður falla aðalverkefni 1 hans, vegna hinna formlegu annmarka á kosningunni, enda íullyrti formaður, að Búnaðar- þing mundi taka kosninguna gilda eftir ástæðum. Formaður lét þá kjósa kjörbréfanefnd og fékk henni til athugunar kjör- bréf fulltrúa úr Norðursýsl- unni, sagði hann, að kjörbréf fulltrúa úr Suðursýslunni hefðu verið athuguð á fundi á Laxa- mýri dagana á undan og væru þau öll í lagi. Eftir fundinn upplýstist þó, að einn þeiira fulltrúa hafði- ekkert kjörbrét haft. Kjörbréfanefnd taldi kjörbréf tveggja fulltrúa úr Norðursýslunni gölluð, en lagði þó til að öll kjörbréfin væru eftir atvikum tekin gild. Reis þá formaður, Jón Þorbergsson, úr sæti sínu, og andmælti öðr- um þessara fulltrúa. Þótti mönnum, sem þá væri grím- unni varpað, því víst þótti, að sá fulltrúi mundi ekki kjósa Jón á Búnaðarþing. Hinn full- trúinn, sem vafasama kjörbréf- ið hafði, var aftur á móti á- kveðinn kjósandi Jóns. Fundurinn samþykkti þó mót- atkvæðalaust að taka þessi tvö kjörbréf gild. Ætlaði formaður. sem einnig var fundarstjóri, þá að ganga til dagskrár. Var honum þá bent á, að enn væru aðeins þessir tveir fulltrúar viðurkenndir á fundinum og fékk hann þá samþykkt um- boð hinna fulltrúanna. Af óða- goti því, sem var á formanni og framferði hans yfirleitt, varð mönnum ljóst,livílíkt. stór- mál þessi kosning var í hans augum og grunaði menu þá þegar, að til kosningarinnar væri stofnað svo fyrirvara- og undirbúningslitið í þeim til- gangi að tryggja honum full- trúasætið á Búnaðarþingi, enda upplýstist það síðarmeir, að hann hafði unnið að því-á bak við tjöldin, að svo mætti verða og eru sannanir fyrir því hand- bærar. Þegar kosningin stóð yfir, dró Jón Þorbergsson upp úr vasa sínum tvö lokuð umslög, er hann hafði sjálfur áritað og innsiglað með sínu eigin inn- sigli og sagði, að í þeim væru atkvæðaseðlar tveggja fulltrúa, er hann taldi að rétt hefðu til að sitja fundinn, en væru fjar- verandi, hefðu þeir kosið full- trúa til Búnaðarþings með þess- um seðlum daginn áður og af- hent sér og yrðu þessi atkvæði þar með tekin inn 1 kosning- una. Sá, sem þessar línur ritar, varð til þess að benda Jóni á það, að slík kosningaaðferð, sem þessi, væri með öllu ólög- leg. Hér væri um heimakosn- ingu að ræða, sem auk þess að vanta allt lagalegt gildi, vant- aði einnig allt öryggi og væri hún því ekki boðleg fundinum. Felldi fundurinn síðan með öll- um greiddum atkvæðum tillögu frá J. Þ. um að taka þessi heimagreiddu atkvæði til greina. Að því búnu voru at- kvæði viðstaddra fulltrúa rann- sökuð og féllu þau þannig, að Sig'urður Jónsson á Arnarvatni var kosinn fulltrúi á Búnaðar- þing með 11 atkv., en Jón Þor- bergsson hlaut 10 atkv. og einn seðill var auður. Þessa afgreiðslu úrskurðaði J. Þ. gilda sem fundarstjóri. Þar með lauk fyrsta þætti þessa máls. Kunnugir þóttust vita að all- ilia mundi J. Þ. una málalokum þessum, þó hann á fundinum léti sem minnst á því bera, en álitu þó, að hann mundi sjá þann kost vænstan, að láta við svo búið sitja. Svo varð þó ekki. Nokkru síðar ritar hann sem formaður búnaðarsam- bandsins, stjói*n Búnaðarfélags íslands bréf og kærir yfir kosningunni. Tekur hann fram í kærunni, að álitamál geti verið hvort kosningin sé lög- mæt, með því að hún hafi ver- ið háð ári áður en lög mæli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.