Tíminn - 04.03.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.03.1936, Blaðsíða 1
©ja(bbag.i feta&o ins (t I. yáni Áxganajxxina toatax 7 tx. ^feteibsla og lnní>cim ta á iauaaotg IO. 6imi 2353 - .póoí^ij ðö! XX. árg. Reykjavík, 4. marz 1936. 9. blað. A að bovga blöðin? Þegar menn kaupa fasteign- ir, föt, matvæli eða aðra slíka hluti, þá dettur mönnum, að f rátöldum fj árprettamönnum og beiningamönnum, ekki ann- að í hug en að kaupandinn verði að borga fullvirði þess, sem keypt er. Allt annað er talið ósæmandi dugandi manni. Dagblöð, vikublöð, mánaðar- rit o. s. frv. eru venjulegar vbrur, gefin út til að fullnægja eðlilegri eftirspurn. Og blöð eru slík nauðsynjayara, að þau eru taliii^ ómissandi, þar sem menntaðar þjóðir búa. Ef litið er yfir heimsframleiðsluna, þá eru blöð ein hin eftirsóttasta vara, sem til er, og ein hin stór- ielldasta framleiðslugrein. Erlendis er þetta viðurkennt. Þar líta menn yfirleitt á blöðin eins og nauðsynjavöru og menn borga blöðin daglega jafnskil- víslega eins og brauð eða mjólk. En hér á landi er þessu nokk- uð öðruvísi háttað. Allstór hluti þjóðarinnar vill fá blöðin gef- ins, og helzt fá.gjafir frá mörg- um. í hugum þessara manna hefir skapast samskonar við- horf til blaðanna, eins og hjá því fólki, sem vill láta gefa sér í'öt og mat. Það hefir verið hlutverk okk- ar samvinnumanna að berjast fyrir vöruvöndun, um fram- leiðslu landsmanna og sannvirði í allri verzlun. Allt starf sam- vinnufélaganna hefir stefnt að því að framleiða góðar vörur, kaupa góðar vörur og verzla með þær á þann hátt, að réttur almennings væri tryggður á allan hátt. Það er líka hlutverk okkar samvinnumanna að bæta úr þeirri hættulegu venju að mikill hluti þjóðarinnar léti það líðast að vera óskilvís um eina sérstaka vöru —„blöðin. Það mun vera almennt álitið, að Tíminn sé mest lesinn allra blaða á Islandi og að svo hafi verið um mörg ár. Hann hefir líka átt við miklu meiri skil- semi að búa en nokkurt annað blað, sem starfað hefir undir svipuðum kringumstæðum. Það i\ þannig að réttu lagi að vera hlutverk Tímans að beita sér alveg sérstaklega fyrir að breyta til bóta þeirri hættu- legu venju, sem hér hefir verið að myndast í þessum efnum. Það sem þjóðin þarf að skilja, er, að dugandi menn fá ekki og eiga ekki að fá nauðsynjar sín- ar gefins, og ef menn byrja að sætta sig við slíkar gjafir, þá hefir gjöfin niðurlægjandi áhrif á þann, sem þiggur hana. Sú óvenja að þiggja blöð gef- ins er orðin nokkuð gömul hér á landi. Stjórnmálaflokkar hafa gert nokkuð að því að kynna stefnu sína, einkum í fyrstu, með því að senda blöð sín að einhverju leyti ókeypis. Og ef ekki er um annað að ræða en sýnishórn af nýrri vöru, þá virðist ekkert við það að at- huga. Þegar Tíminn hóf göngu sína var blaðið sent út á þann hátt fyrstu mánuðina, en eftir fyrsta árið var Blaðið búið að Framh. á 4. aíðu. w Arangur mjólkurlaganna Bændur í Árnes- og Rangárvallasýslu fá 33/4 aura verðhækkun pr. mjólkurlítra. Ihalds- blöðin steinþegja! Aðalfundur Mjólkurbús Flóa- manna var haldinn á Skeggja- stöðum í Flóa föstudaginn 28. febr. sl. Fyrir lágu á fundinum niðurstöður um rekstur búsins á árinu 1935, fyrsta reynzluári í aj ólkurlaganna. Niðurstöðurn- ar eru þessar helztar: Mjólkurmagn, sem búinu hafði borizt árið 1935 var sam- tals 3.003.187 1. og er það 922 þús. 1. meir en árið áður. Reksturshagnaður búsins vat* kr. 153.078,08. Af þessari ^iár- hæð var lagt í sjó'ði kr. 23.102,91, greitt í verðuppbæt- ur á mjólk til bænda kr. 113.130,63 og yfirfært til næsta árs kr. 38.172,83. Að meðtalinni ofangreindri verðuppbót nam útborgun búsins fyrir meðalfeita mjólk 19,57 aurum á lítra og hafði áður verið greiddur flutnings- kostnaður á mjólkinni til mjólk- urbúsins og öll sjóðgjöld. Nem- ur þessi hækkun á mjólkur- verðinu frá því, sem var árið áður, 3,78 aurum á lítra. Alls seldi mjólkurbúið osta á árinu fyrir kr. 138.937,49, þar af til Þýzkalands fyrir 63 þús. kr. og ennfremur nokkuð til Skotlands. Eins og kunnugt er, hafa andstæðingar búsins reynt að gera það óvinsælt fyrir að hafa sent félagsmönnum heim osta og skyr. Heimsendur ostur til bænda nam samtals 1,4% af andvirði þeirrar mjólkur, sem send hafði verið til búsins, en heimsent skyr liðlega hálfum eyri af verði hvers lítra. Heim- sendingar þessar stafa af ónógum markaði fyrir þessar vörur, en virðast þó ekki hvað skyrið snertir hafa verið mjög tilfinnanlegar, þar eð bændur höfðu auk hins heimsenda skyrs keypt mjög mikið af skyri frá Mjólkurbúi Flóa- manna á árinu. Þá þykir rétt í þessu sam- bandi að vekja eftirtekt á því að á síðastliðnu ári er ostur í fyrsta sinn fluttur til annara landa svo nokkuru nemi. Og loks skal þess getið, að birgðir mjólkurbúsins af ostum á síð- ustu áramótum eru 15 þús. krónum minna virði en við næstu áramót á undan. Vinnslukostnaður m j ólkur árið 1934 nam 6.4 aur. á 1., en 1935 nam hann 5.9 aur. á 1. og hefir því lækkað um hálfan eyri á árinu. Á fundinum voru mættir 25 fulltrúar úr Árnes- og Rangár- vallasýslu, en alls voru á fund- inum 200 manns úr báðum sýsl- unum, þar á meðal báðir þing- menn Árnesinga, þeir Jörundur Brynjólfsson og Bjarni Bjarna- son og formaður mjólkursölu- nefndar, sr. Sveinbjörn Högna- son. Fundarstjóri var Ágúst Helgason bóndi í Birtingaholti. Fundurinn samþykkti m. a. í Framh. á 2. slOu. A víðavangi Árshátíð samvinnumanna var haldin að Hótel Borg "í Reykjavík síðastl. laugardags- kvöld. Alls sóttu hátíðina nærri fimm hundruð manna, þar á meðal fjöldi aðkomumanna, sem staddir voru í bænum um stundarsakir. Undir borðum voru ræður fluttar og þess á milli skemmt með söng o;? hljóðfæraslætti, en síðar stig- inn dans. Jónas Jónsson alþm.. setti hátíðina, en Bjarni Bjamason alþm. stjórnaði ræðuhöldum og Sigfús Halldórs frá Höfnum söngnum. Ræður fluttu: Hermann Jónasson for- sætisráðherra, Guðbrandur Magnússon forstjóri, Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra, Gísli Guðmundsson alþm., Vigfús Guðmundsson gestgjafi, Hall- grímur ,Jónasson kennari, Sig- urður Einarsson alþm., Sigurð- ur Baldvinsson póstmeistari, og Sigfús Halldórs ritstjóri frá Höfnum. Björn Haraldsson í Austurgörðum og Kjartan Gíslason frá Mosfelli fluttu kvæði. Fjárlagaræða Eysteins Jónssonar ráðherra hefir valdið stjórnarandstæð- ingum miklum vonbrigðum. Þvert ofan í hrakspár þeirra hefir fjárhagur ríkissjóðs far- ið heldur batnandi á,árinu 1935. I staðinn fyrir 1 milj. 420 þús. kr. tekjuhalla á árinu 1934 er nú kominn 740 þús. kr. tekju- afgangur. 1933 og 1934 vantaði li/5_2i/2 milj. til að ríkið gæti, auk rekstursútgjalda, innt af hendi afborganir af lán- um og eignaaukningu, en nú ekki nema 155 þús., þ. e. greiðsluhallinn er nærri horf- inn. Gjöldin, sem 1933 fóru um 25% og 1934 um 45% fram úr áætlun, fóru nú aðeins 14V§% fram úr áætlun. Útgjöld ársins 1935. sem stjómarandstæðingar sögðu, að væru „hærri en nokkru sinni fyr" hafa reynzt svo að segja nákvæmlega jafn- há meðaltalsútgjöldum síðustu 5 ára. Ríkisskuldimar hafa raunverulega lækkað um 420 þús. kr. Og hinn óhagstæði greiðslujöfnuður við útgjöld er kominn úr 10 miljónum niður í 4 miljónir. Formaður íhaldsflokksins þagði! Athygli vakti það, að ólafur Thors dró sig í hlé frá útvarps- umræðunum og lét Magnús Guðmundsson nota ræðutíma íhaldsflokksins. Mun ó. Th. hafa talið sér erfitt að standa við stóryrðavaðalinn frá eld- húsdeginum í vetur. En þá komst hann eins og menn muna svo smekklega að orði, að fjármálaráðherrann stæði „í fordyri helvítis"! Enda er nú hinum gætnari Sjálfstæðis- mönnum farinn að standa stuggur af að hafa slíkan ang- urgapa fyrir formann, og þykir þeim lítið mark takandi á yfir- lýsingum hans. — M. G. lagði í ræðu sinni aðaláherzluna á það, að allir skattar kæmu að lok- um niður á framleiðslunni. Þetta er að vissu leyti rétt, en þó ekki nema hálfur sannleik- Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra Sveinbjörn Högnason formaður Mjólkursölunefndar. HHnBHI Jörundur Brynjólfssin 1. þm. Árnesinga. Egill Thorarensen framkvæmdastjóri M. B. F. og fulltrúi austurbúanna í M j ólkursölunef nd. Bjarni Bjarnason 2. þm. Árnesinga. Það eru þessir fimm menn, sem fyrst og fremst hafa beitt sér fyrir mjólkurlögunum og framkvæmd þeirra með þeim árangri, að mjólkurverðið til bænda í Árnes- og Rangárvalla- sýslu hefir hækkað um 33/4 aura pr. lítra frá því sem áður var, jafnhliða því, sem fram- leiðslan hefir aukizt til mikilla muna. Þetta hefir tekizt á fyrsta ári, enda þótt reynt hafi verið að spilla fyrir málinu á ýmsan hátt t. d. með mjólkur- verkfalli í Reykjavík. 5 ^* ivq/mn*+1 +* ¦»-*ii „Reykjavik, 20. marz 1935. Pétur Magnússon hæstarétt- armálaflutningsmaður fékk héð- an íir búðlnni heimsenda 8 ltr. af mjólk daglega frá byrj- un febrúarmánaðar. — 26. íebr. úar, eða annan dag „mjólkur- verkfalls" Húsmæðrafélagsins, minnkaði hann þessa pöntun sina ofan i 3 Hr. á dag og hefir svo verið síðan. Mjólkurbúðin Tjarnargötu 10. Aðalheiður Sigurðardóttir. Vitundarvottar: Emmy Sörensen Einar þorsteinsson". iji.r»«. i-")in_if*i«'i,^i^-si»~*i^..i|,—>i'ii"*|'L"~.......¦_ *.....i«" ur. Því að skattaálagning getur einmitt verið aðferð til þess að skila framleiðslunni aftur því, sem áður hefir verið af henni tekið. Þannig er það t. d., ef skattur ér lagður á launamenn, og honum síðan varið fram- leiðslunni til styrktar á ein- hvern hátt. Og þessi aðferð hefir einmitt verið notuð í tíð núverandi stjómar. íhaldið getur ekki haldið „landsfund*. Fyrir nokkru lét miðstjóm íhaldsmanna það boð út ganga í blöðum sínum, að „lands- fundur Sjálfstæðisflokksins" yrði settur í Reykjavík 14. marz n. k. íhaldið hefir á undanförnum árum haldið nokkra slíka ,,landsfundi".. Raunar hafa samkomur þessar alls ekki átt það nafn skilið. „Fulltrúamir" hafa yfirleitt engin umboð haft — enda flestir verið úr Reykjavík, ,og mikill hlutinn kaupmenn. Það voru þessir fundir, sem m. a. samþykktu að leggja niður gróðastofnanir ríkissjóðs, svo sem tóbaksverzl- Utan úr heimi Fy-rir nokkru síðan skýrði hin þekkta, franska blaðakona, Genevieve Tabouis, frá því, að Þjóðverjar hefðu þrjú 'hernað- íuáform í huga. Það fyrsta \æri að ná l'kvaine frá Rúss- urn með áðstotS Pólverja og væri Görip.g faðir þeirrar hug- rayndar. Önnur ráðagerðin væri sð brjptast inn í Tékko-Slo- vakiu og Austurríki og hin hriðja, að gera innrás í Frakk- Iand. En sökum hinna miklu víg- gii'ðinga á landamærum Frakk- lands, sagði G. Tabouis, ætla Þjóðverjar ekki þá leið. Þeir munu heldur ekki reyna að géra innrásina um Belgíu eins og í heimsstyrjöldinni. Fyrir- ætlun þeirra er að ráðast fyrst inn í Holland, þaðan inn í Belgíu og þá er leiðin orðin þeim auðveld inn í Frakkland. Frá her'naðarlegu sjónarmiði virðist þessi tilgáta G. Tabouis sennileg. Belgíumenn og Frakk- ar hafa komið sér upp öflug- um víggirðingum við þýzku landamærin, en Hollendingar hafa miklu ófullkomnari varn- ir. Á landamærum Hollands og Belgíu, og Belgíu og. Frakk- lands, eru hervarnirnar einnig lélegar. En hvað sem hæft er í þessu eða ekki, er það víst, að Hol- lendingar óttast mjög hinn mikla vígbúnað Þjóðverja, einkum við hollenzku landa- mærin. Þjóðverjar fjölga þar stöðugt hinum svonefndu vinnustöðvum, vega- og brúar- byggingar eru stundaðar af gífurlegu kappi og alltaf er verið að bæta við nýjum og nýjum flug\'öllum. Virðist slíkt þó ekki horfa til mikilla bóta fyrir þýzka atvinnuvegi, en gæti hinsvegar haft mikla hemaðarlega þýðingu, ef til styrjaldar kæmi á þessum slóð- um. Það er fyrst og fremst vegna vígbúnaðar Þjóðverja við landamærin, að hollenzka stjórnin hefir lagt þær tillögur fyrir þingið, að auka vígbúnað- arútgjöldin um 54 millj. gyll- ina eða sem svarar 166 millj. kr. Af þessari upphæð verður 32 millj. gyllina varið til land- varna og flughersins, en af- gangurinn verður notaður -til endurbóta og aukningar á flot- anum. unina, og gefa kaupmönnum hagnaðinn. En svo illa mæltist þessi tillaga fyrir úti um land- ið, að jafnvel þingmenn flokks- ins hafa ekki þorað að ber-a hana fram á Alþingi. En nú er svo komið, að menn eru hættir að fást til að koma á þessa samkundu. Svo aum- lega hefir liðsbónin gengið, að miðstjórnin er nú búin að aug- lýsa í Mbl. og fsafold, að hætt verði við „landsfundinn" að þessu sinni, en að ný tilraun muni gerð til fundarhalds í júní í vor. Því er borið við, að harðindin á Austurlandi hafi eyðilagt fundarsóknina. En auðvitað er það fyrirsláttur einn, því að þess eru næstum engin dæmi, að austfirzkir bændur hafi ó- makað sig á þessar samkomur.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.