Tíminn - 11.03.1936, Síða 4

Tíminn - 11.03.1936, Síða 4
TIMINN Tilkynniná Þar eð Guðbjörn Guðmundsson, sem verið hefir forstjóri prentsmiðjunnar undanfarið, lætur af því starfi frá og með 1. marz n. k., tilkynnist hérmeð heiðruðum viðskiptavinum prentsmiðjunnar, að fyrst um sinn veita prentsmiðjunni forstöðu þeir Jón Þórðarson vélsetjari og Óskar Jónsson verkstjóri. Reykjavík, 29. febrúar 1986. Prentsmíðjan Acta h. f. eru búnar til með fullkomnustu nýtfzkuvélum. Þeir sem reynt hafa SJAFNARSÁPUR spyrja eínungis um sápur frá Leður og skinu í útsölu Gefjunnar, Laugaveg 10 eru til sölu margar tegundír af LEÐRI, SKINNUM og unnum vörum úr þessum efnum Jakkar, Kápur, Húfur, Bílstjórahanskar o. fl. frá sútunarverksmidju §» L S. á Akureyri. Ennfremur tekið á móti pöntunum á: LEÐRl til söðlasmíða og aktýgja9 fiás^ag’nagerð- ar o.fl. - SKINNUM til fatagerðar, hadzkagerðar o.fl. Skoðíð sýnishorn og athugíð verð. Samband ísi. samvinnufélaöa. Um lífsábyrgðarfélagið „D ANMAR k" Hérmeð leyfl eg raér að tjá að herra Dr. biskup Jóni Helgasyni hefur sakir tengda, venzla og vináttu- banda við nýjan nú raestráðandi stjórnanda í lífs- ábyrgðarfélaginu Danmark, hlotnast það starf að verða aðaltrúnaðarmaður og aðalerindreki félags þessa liér á landi, og er ekki nema sjálfsagt að félagið Danmark styrki biskupinn eftir föngum vegna vináttu og venzla stjórnandans, Biskupinn er beðinn að láta sér annt um að bjálpa og leiðbeina þeim, sem gamaltrygðir eru í lífsábyrgð- arfélagi þessu, -og láta þá njóta sömu velvildar og réttinda, eins og þeim nýju sem biskup nær inn í félagið. Eins og gefur að skilja, eftir hér greindu, er það þýðingarlaust að slást við biskupinn um yfirsnata- völdin fyrir félag þetta hér á landi, en engan, sem til þekkir, langar til að verða samverkamaður bisk- upsins. A meðau biskup hefur félag þetta er hann beðinn um að vinna eigi fyrir önnur vátryggingafélög. Eaupmannahöfn, 2b. janúar 1936. Porvaldur Pálsson, Ixknir. 40 Dvöl Hr. ritstjóri Tímans. Vegna missagnar, sem slæðst hefir inn í vinsamlega smá- grein um Dvöl í síðasta blaði Tímans vil eg biðja um rúm í blaðinu fyrir örfáar línur. Stærð Dvalar verður ekki minni en sem svarar 32 bls. á hverjum mánuði. Komi tvö hefti saman annan hvern mán- uð verða þau 64 bls. Marzheft- ið, sem nú er verið að prenta, verður 40 síður. Er ætlunin að árgangur Dvalar verði a. m. k. 400 bls. og má hann varla vera stærri, svo að hann sé hæfileg- ur að binda hann í eina bók. Að Dvöl standa ýmsir ungir á- hugamenn, þar á meðal nokkr- ir úr háskólanum og kennara- skólanum, ásamt fáeinum meira þekktum, ritfærum mönnum. En ég hefi í svipinn tekið að mér að sjá um útgáfu Dvalar og hefi ábyrgð á henni og ber því að snúa sér til mín með allt er hana varðar. Um leið vil ég nota tækifær- ið að mælast til þess við vini mína og góðkunningja víðsveg- ar á landinu og aðra þá, er telja feng að óháðu, fræðandi og skemmtandi tímariti, að greiða fyrir Dvöl í sínu ná- grenni, eftir því sem þeim fmnst hún verðskulda. Ókkur, sem stöndum að Dvöl, er ljóst, að ekki verður hægt að halda henni út, sem stærsta og bezta sjálfstæða tímariti landsins, nema með aðstoð margra góðra manna um !and allt. Vinsamlegast. Vigfús Guðmundsson. aumingjaskap vina Sveins á Egilsstöðum. í þeirra tíð hrap- ar kjötverðið niður úr öllu valdi. Það þurfti við snöggra og djarfmannlegra úrræða. Það þurfti rlllð allsherjarskipulag’i að hindra innlendu samkeppn- ina, sem felldi kjötið í verði. En á tveim árum gerði „vara- liðið“ ekkei’t skipulag. Það fékk það ekki. Það var ósjálfstæður leiksoppur milliliðastéttarinnar. Og sú stétt vildi ekki skipulag. Ilún hugsaði um sig en ekki bænduma. Þessvegna fékk bændastéttin enga leiðréttingu á samkeppnishnminu fyr en samvinnumenn héldu aftur um stýrisvöl landsstjórnarinnar. Fortíð varaliðsins í kjötmál- inu er álíka veik eins og hin skriflega vörn Sveins á Egils- stöðum. Það vir&ist fara saman vondur málstaður og litlir hæfileikar til að hafa leiðsögu í vandasömum málum. Nú legg ég til hliðar um stund hið algerða athafnaleysi Þ. Briem og liðsmanna hans, meðan þeir höfðu aðstöðu til að gera bændum gagn, og kem að þeim möguleikum sem eru fyrir hendi um það að hækka kjötið þannig að bændur fái lcr. 1,27 fyrir kg., að frádregn- um kostnaði. Kjötið er selt innanlands og utan. Á söluna erlendis hefir Sambandið komið svo full- komnu skipulagi, að það vekur undrun þeirra er til þekkja. Frændi Jóns Jónssonar, sem nemur landbúnaðarvísindi í Ed- inborg, hefir lýst mjög skil- merkilega hve tiltölulega lítill munur er á því verði, sem ís- lenzki sambandsbóndinn fær fyrir sitt frosna dilkakjöt heim til sín, og því verði, sem skozki bóndinn fær í sinn hlut. Að vísu er innlenda kjötið þar miklu verðhærra á markaðin- um, því að það er nýtt. En skozki bóndinn selur mest af sínu kjöti með hjálp kaup- manna og þeir hirða mestan verðmuninn. Með hinu full- komna skipulagi Sambandsins, er íslenzku bændunum tryggt tiltölulega miklu hærra verð, heldur en enskir bændur fá. Og þó að gáínaljós leið'toga „vara- liðsins“ logi ekki skært, þá mun enginn í þeim hóp nógu heimskur til þess að halda, að íslendingar geti skipað erlend- um mönnum að borga kjötið héðan hærra en heimsmarkaðs- verð, þar sem það er selt. „Varaliðið“ mun þess vegna hljóta að hallast að öðrum tveim leiðum: Að stórhækka kjötið innanlands eða að leggja fram verðhækkunina úr ríkis- sjóði. Tökum fyrst verðhækk- unina innanlands. Þá vaknar strax spurningin: Hvers vegna gaf „varaliðsstjórnin“ ekki út bráðabirgðalög haustið 1932 eða 1933 um einkasö.lu á öllu kjöti og hækkaði útsöluverðið t. d. upp í kr. 1,50 á kg. ? Nóg var þörf bændanna með 52 aura útborgaða 1932. Var Þ. Br. svo áhugalaus, eða svo svikull við bændur? Eða gekk honum til skynsamleg varfaérni eins og núverandi kjötverðlagsnefnd ? Sennilega sjá allir menn, sem ekki setja met í heimsku, að ef kjötverðið væri hækkað upp úr öllu hlutfalli við aðrar mat- vörur, þá myndi neyzla þess minnka alveg stórvægilega. Kjötið hefir nú verið hækkað til stórra muna, og að dómi kunnugustu manna gengið eins langt og fært er, án þess að draga úr neyzlunni innan- lands. Kjötmarkaðurinn erlend- is er alveg takmarkaður í Eng- landi, en hraðminnkandi í Nor- egi. Langbezti markaðurinn er innanlands. Á hinn bóginn er mikill meirihluti fólks við sjáv- arsíðuna bláfátækt fólk og kjötkaup þess háð atvinnuskil- yrðum þess og verðlaginu. Ef kjötið yrði hækkað eins og „varaliðið“ talar um, þá myndi kjötneyzlan minnka svo stór- kostlega, að megninu af því kjöti, sem nú er selt innan- lands, yrði ofaukið á öllum mörkuðum. Kjötmatur yrði þá óhófsvara fyrir fámenna stétt. Og þar sem það fólk, sem lifir óhófslífi, hefir bundizt samtök- um að gera bændum það til skaða, að ganga sem mest í bindindi um kjötneyzlu, þá er nokkurnveginn víst, að þeim, sem þessa leið fara, tækist að loka að mestu le.vti innlenda markaðinum. Þá er eftir síðasta ráðið og það sem „varaliðið“ stefnir að, en það er að koma tekjuhalla þeim, sem þeir telja á búskapn- um, yfir á ríkissjóð. Þó gengið sé fram hjá kröfu Jóns á Reynistað, og tekið verð Þ. Br. 1932, þá hefði þurft 4 milljónir króna úr ríkissjóði í kjötupp- bótina. Sennilega myndi flest- um ríkisstjórnum ganga erfitt að útvega fé í þessa uppbót, og enginn „varaliðsmaður“ hefir bent á leið til þess. En þar að auki myndi slík framkvæmd draga dilk á eftir sér. Sjó- mannastéttin, verkamanna- stéttin og iðnaðarstéttin myndu allar koma með kröfu um þurftarlaun, og enginn vafi er á, að þeim stéttum myndi auð- velt, að setja upp reikning um þörf sína, sem ekki væru ó- sanngjarnir, en þó það háir, að allar þessar uppbætur myndu samanlagðar gleypa tekjur rík- issjóðs. Nú mun Sveinn Jónsson vænt- anlega segja, að þessu fé megi ná inn með nýjum sköttum. En á hverja? Auðvitað hinar stóru framleiðslustéttir fyrst og fremst. Og hver væri þá ávinn- ingurinn, að veita bændum fyrst 4 milljónir úr ríkissjóði í kjötuppbót, og taka síðan sömu uppbót af bændum með skatti. Jíngum manni með heil- brigðri skynsemi kemur til hugar að þessi leið sé fær. Engin þjóð hefir enn látið sér lcoma til hugar að borga úr ríkissjóði ótiltekinn reksturs- halla á heilum atvinnuvegi. Jafnvel Rússum dettur slíkt ekki í hug. Bæði bændur og verkamenn bera þar úr býtum það sem framleiðslan gefur, og ekki meira. Rússar hafa, meir en nokkur önnur þjóð, innleitt hjá sér „akkorðsvinnu“ í fram- leiðslunni, að sið Ameríku- manna og á þann hátt láta þeir hvern bera ábyrgð á sinni vinnu og afkasti. Ef einhver þjóð reyndi að baktryggja einhverja fram- flytur einkum. stutt- mJP V al- skáldsögur, sem taldar eru perlur í heimsbók- menntunum; einnig flytur hún stutt kvæði, margskonar erlendar frásagnir, . ferðasögur, ísl. sagna- þætti, fræðigreinar um furðuverk nútímans, ritdóma, kýmnisögur o. in. fl. Dvöl verður a. m. k. 400 bls. 1 stói u broti þotta ár og kostar að- eins 6 krónur árg. Eignist l.jölbreytta, fróðlega og skemmtilega bók, en þó með lágu verði. Utanáskrift: DVÖL, Reykjavík. Gauta-, Dala-, gul- rófna- og kálfræ ersent um land alt eftir því sem ósk- að er. Jón Arnfinnsson garðyrkjumaður Baldursgötu 4. Reykjavík. leiðslugrein, með borgun úr ríkissjóði, þá væri sjálfbjarg- arhvöt og ráðdeild drepin í hugum ffamleiðenda. Þeir teldu að aðrir ættu að borga fyrir sig. Uppbót á atvinnurekstri er hægt að gera í sérstökum slysatilfellum. Sú uppbót er undantekning. Verði hún að venju á þann hátt, sem varalið- ið prédikar, er atvinnuvegur- inn dauðadæmdur, og eymd og manndómsleysi lætt í brjóst þeirra er atvinnuna stunda. Þannig stendur þá Sveinn á Egilsstöðum með hugðarmál sitt. Grundvöllurinn er svo laus, sð framleiðsluverðið er reiknað frá 40 aurum upp í 1 kr. 27 aura á hvert tvípund af kjöti, en það er sama og að segja, að kröfur „varaliðsins“ eru draum- ar þess. Sjálfir hafa þeir staðið að hinu aumasta kjöt- verði, sem bændastéttin þekkir og enga uppbót borgað. Árið eftir 1933 var Þ. Br. meir en hikandi hvort ástæða væri til uppbótar, ef verðið yrði rúm- lega 70 aurar kg. Þeir kum- pánar komu ekki á neinum skipulagsbreytingum meðan þeir höfðu völd, bæði sökum andlegs sljóleika, vanþekkingar, kjarkleysis, og undirokunar hjá andstæðingum bænda. En eftir að Framsóknarmenn hafa bjargað kjötsölunni, í aðalatrið- um eins og frekast er unnt, og fært bændastétt landsins tekju- auka, sem nam mörg hundruð þúsund krónum á ári, þá spretta hinir hröktu flóttamenn upp úr fylgsnum sínum og segjast vilja koma öllum bú- skap fslendinga á ríkissjóðinn. Þeir eru lítið vitandi um að slíkt getur engin þjóð og hefir aldrei gert. í vanmætti sínum láta þeir sig dreyma um að svifta bændastétt landsins allri löngun til sjálfsbjargar. Framh. j. j. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.