Tíminn - 11.03.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.03.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbagi b labss i »!> e t 1. |fini Árear.sutíuu fostot 7 tu JSXfeteifcsía »8 ttra&elmta á taugaocg fO. 6inl 2563 - Póot&éijðei XX. árg. Reykjavík, 11. marz 1936 10. blað. Tekjusiofnar hreppa og bæja Þingið 1935 samþ. svohljóð- andi þingsályktun: „Sameinað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undir- búa og leggja fyrir næsta Al- þingi frumvarp til laga um tekjustofna bæjar- og sveitar- félaga". Ástæðan til þess að þessi þingsályktun var borin fram og samþ., var sú, að á því þingi höfðu komið fram mörg frum- vörp um auknar tekjur og nýja tekjustofna fyrir ýms einstök bæjar- og sveitarfélög, þótti réttara að setja heildarlöggjöf um þetta efni, heldur en að af- greiða þessi einstöku frv. En allir virtust" sammála um það, að hin brýnasta þörf væri orð- in á því, að auka tekjur bæjar- og sveitarsjóðanna og þó eink- um að tryggja þær„ Þann 2. jan. s. 1. skipaði svo atvinnumálaráðherra þá alþing- ismennina Bernharð Stefáns- son, Jónas Guðmundsson og Magnús Guðmundsson í nefnd til að undirbúa frumvarp um þetta efni. Lauk nefndin störf- ura áður en þing kom saman og hafa 2 nefndarmennirnir, þeir Bernharð Stefánsson og Magn- ús Guðmundsson, borið frv. fram í efri deild. Þess er getið í greinargerð frv. að skoðanir nefndar- manna séu nokkuð skiftar um ýms atriði og að þeir áskilji sér sem þingmenn óbundið at- kvæði um einstaka kafla og einstök atriði frumvarpsins. Hinir nýju tekjustofnar, sem frv. fjallar um, eru: Fasteigna- skattur, sem sé skylduskattur í kaupstöðum og kauptúnum, en heimild fyrir hreppsnefndir í sveitum, vegaskattur í kaup- stöðum, vörugjald handa kaup- stöðum og kauptúnum, aðflutn- ingsgjald handa sveitahreppum, skattur á ríkisstofnanir og út- svör á síldarverksm. ríkisins. Ails 'eru tekjur bæjar- og sveitarsjóða samkv. frumv. á- ætlaður um 1 milj. og 800 þús. kr. og er það rúmlega % útsvar- anna, eins og þau eru nú, og er ætlast til að þau geti lækk- að tilsvarandi. Við afgreiðslu þessa frv. mun Framsóknarflokkurinn telja sér skylt að gæta hagsmuna sveit- anna í öllu og mun ekki heldur standa á fulltrúa hans í nefnd- inni að fylgja fram nauðsynleg- um breytingum í þá átt, enda hefir hann eins og áður er sagt áskilið sér óbundið atkvæði um einstök atriði frv. En líta verð- ur þó á málið með allri sann- girni og' a. m. k. meiri víðsýni en blað Jóns í Dal gerir 7. þ. m. Er þar flestu snúið öfugt, eins og vænta mátti úr þeirri átt, og sízt er það til fram- dráttar sveitunum að taka svo einstrengingslega á málinu. Nefndin hafði mjög nauman tíma til starfa og lét flutnings- maður þess getið, að þess vegna væri lakar frá ýmsu gengið heldur en nefndin hefði viljað. Er þess þó að vænta að þingið geti afgreitt þetta mál á viðun- andi hátt, því mjög er lausn þess örðin aðkallandi. iRefsiaðgerða* nefndirí Á fundi, sem haldinn var á Brúarlandi síðastl. fimmtud., létu Ólafur Thors og Eyjólfur Jóhannssoh kjósa nefnd manna, sem skyldi hafa einskonar al- ræðisvald til að koma fram í mjólkurmálinu fyrir hönd Korpúlfsstaðabúsins og bænda í nágrenni Rvíkur og rétta hlut þeirra með því að taka upp „nýjar bardagaaðferðir". — Knúðu þeir félagar nefndar- skipun þessa fram með miklum bæxlagangif Á þessi nefnd það sameiginlegt með hinni marg- umtöluðu „refsiaðgerðanefnd" þjóðabandalagsins, að í báðum sitja 18 menn! „Refsiaðgerðum" þessarar nýju 18 manna nefndar virðist nú eiga að beita gegn bændun- um fyrir austan fjall, í Árnes- og Rangárvallasýslu, vegna þess að þeir hafa fengið mjólk- urverðshækkun, sem nemur 33/4 aurum á lítra. „Flóamenn (þ. e. þeir, sem leggja mjólk inn í Flóabúið) eru þeir einu, sem geta verið ánægðir", sagði Ó. Th. á fundinum. Og „refsi- aðgerðarnefndin" á nú, sem sagt, að taka til þeirra ráða, sem með þarf til að sjá um, að „Flóamenn" verði ekki lengur „ánægðir"! En hvað er það þá, sem veld- ur því, að bændurnir austan fjalls eru „ánægðir", en Korp- úlfsstaðamenn og ýmsir aðrir vestanfjalls „óánægðir"? Fyrir hvern mjólkurlítra fá nú: Flóabúsmenn ca. 19Vk aura. Framleiðendur vestanfjalls 26 aura. Framleiðendur á bæjarland- inu 29 aura. Er nú ekki eitthvað óeðlilegt við það, að framleiðendurnir, sem fá 26 og 29 aura*), kvarti, og kjósi „refsiaðgerðanefnd" til þess að reyna að ná aftur einhverju af þeim, sem ekki hafa fengið nema ca. 19^2 aura? Framleiðendur vestan heiðar mættu gjarnan -muna það, að rnjólkursamsalan hefir vernd- að fyrir þá mjólkurverð, sem er miklum mun hærra en bændur geta fengið nokkurs- staðar annarsstaðar • á landinu — verð sem hefði hlotið að falla stórkostlega, ef mjólkur- lögin hefðu ekki verið sett. Það er líka samsölunni að þakka, að allur kostnaður og áhætta þessara framleiðenda við innheimtu og skuldatöp hjá mjólkurkaupendum, er gersam- lega horfið. Og því skyldu þeir íhuga það, framleiðendurnir með háa verð- ið, að fylgispekt við Korpúlfs- staðamenn og Eyjólf Jóhanns- son um „refsiaðgerðir" gagn- vart austanbændunum með 1954 aura verðið, mun ekki í augum landsmanna yfirleitt varpa neinum dýrðarljóma á nágrenni Reykjavíkur. *) þetta verð hefir eftir áramót- in hœkkað upp í 26,8 og 29,8 aura. A víðavangi Fiskiþinginu var slitið 4. þ. m. Eitt af síðustu verkum þess var að fella tillögu frá íhaldsmönnum, sem fól í sér óbeint traust til framkvæmdastjóra Fisksölu- sambandsins. Samhliða var felld áskorun, sem í tillögunni fólst, um að fela Fisksölusam- bandinu störf Fiskimálanefnd- ar og leggja nefndina niður. Mun Ólafi Thors hafa þótt nokkuð súrt í brotið, að full- trúasamkoma sjávarútvegsins skyldi taka þessa afstöðu, því að hann var, þá nýbúinn að flytja á Alþingi frv. um að leggja Fiskimálanefndina nið- ur. Hrakfarir og óhöpp þessa hvatvísa formanns Sjálfstæðisflokksins verða nú stöðugt meir og meir áberandi. Sl. mánudag óð hann t, d. upp á ríkisstjórnina með skömmum í þinginu fyrir það, að stjórn skuldaskilasjóðs vélbátaeigönda hefir tekið 1% millj. kr. lán til 15 ára hjá olíufélögunum og er lánið fengið af innstæðu, sem félögin hafa átt í bönkunum hér og ekki hefir verið hægt að yfirfæra í erlendum gjald- eyri, m. a. vegna þess, hve seint greiðslur fyrir fisk koma frá Suðurlöndum. Hélt Ólafur, að þetta hefði verið gert í þágu olíufélaganna. Einn af flokks- mönnum hans, Jón Ólafsson bankastjóri, gerðist þá til þess að setja ofan í við hann fyrir þessa glópsku, og skýrði frá því, að þessi lántökuaðferð hefði einmitt verið mjög heppi- leg til að losa bankana við yf- irfærslu þessarar upphæðar. Fyrir skuldaskilasjóð skipti þetta hinsvegar engu máli. Þótti þá öllum sýnt, að Ólafur hefði hlaupið freklega á sig, er flokksmaður hans neyddist til að vitna opinberlega á móti honum. ' Fyrsta málið, sem afgreitt hefir verið frá yfirstandandi Alþingi, er þings- ályktunartillaga, sem flutt var af Gísla Guðmundssyni, um að rannsökuð verði á næsta sumri vegarstæði yfir öxarfjarðar- heiði og Hálsa í Norður-Þing- eyjarsýslu, og gerð kostnaðar- áætlun um vegarlagningu á þessum leiðum, hvorri fyrir sig, í því skyni að fá úr því skorið, hvað það kostar að koma sveitunum austan öxar- fjarðarheiðar í samband við akvegakerfið og hvor leiðin sé ódýrari. En slík rannsókn hefir enn ekki legið fyrir. Löggjöf um vinnudeilur. Tveir íhaldsmenn flytja nú á Alþingi frv. um vinnudeilur, og er 1. umræða um það nýaf- staðin. Við þá umræðu benti Hermann Jónasson forsætisráð- herra á það, að hann hefði látið opinberlega í ljós álit sitt á þessu máli, a. m. k. tvisvar sinnum, og vísaði sérstaklega til útvarpsræðu þeirrar,er hann fiutti á nýársdag og birt var hér í blaðinu, en þar hélt ráð- herrann fram þeirri skoðun, að löggjöf um vinnudeilur væri ó- hjákvæmileg í náinni framtíð. En árið 1931 flutti ráðherrann erindi um þetta mál á flokks- þingi Framsóknarmanna, og var það í fyrsta sinn, sem at- hygli var vakin á nauðsyn al- mennrar löggjafar um vinnu- deilur hér á landi. Ráðherrann kvaðst vera þeirrar skoðunar, að málið ætti að takast til meðferðar í nefnd nú á þinginu, en síðar ætti að athuga málið milli þinga af fulltrúúm vinnuveitenda og verkamanna, t. d. í milliþinga- nefnd, og reyna að komast að samkomulagi, áður en það- yrði endanlega afgreitt. Mætti þá hafa það frumvarp til hliðsjón- ar, sem nú væri fram komið. Viðskiptin við útlönd. Samkvæmt bráðabirgða- skýrslum Hagstofunnar, nam verðmæti innflutningsins í fe- brúar 3 millj. 233 þús. kr., en útflutningsins 3 millj. 312 þús. kr. I febrúar 1935 var inn- fiutningurinn 2 milj. 579 þús. kr., en t útflutningur 1 millj. 985 þús. kr. Innflutningur í janúar og fe- brúar 1936 er samtals 4 milj. 920 þús. kr., en var 5 millj. 598 þús. kr. árið áður. Útflutningur í janúar og fe- brúar 1936 er samtals 6- millj. 625 þús. kr., en var -3 millj. 448 þús. kr. árið 1935. Verzlunarjöfnuðurinn er því hagstæður nú um 1 millj. 705 þús. kr., en var óhagstæður um 2 millj. 150 þús. kr. í febrúar- lok 1935. Dulskeytin. • Frv. um eftirlit með loft- skeytanotkun veiðiskipa var til 1. umræðu í efri deild í sl. viku. Þrátt fyrir þá ógeðfelldu at- burði, sem skeð hafa nýlega, og sanna nauðsyn þessarar lagasetningar, reyndi Magnús dósent að malda í móinn og telja óþarft að setja slík lög, vegna eldri lagafyrirmæla. For- sætisráðherra og Jónas Jónsson sýndu fram , á hversu rangt þetta væri hjá Magnúsi, m. a. með því að benda á, að land- símastjóri hefði neitað um að- gang að skeytunum, nema að undangengnum dómsúrskurði. Jónas Jónsson bað um nafna- kall við atkvæðagreiðsluna, svo íhaldsmenn gætu sýnt hug sinn til málsins. Sátu þeir Magnús dósent, Magnús Guðmundsson og Þorsteinn sýslumaður hjá við atkvæðagreiðsluna, Pétur Magnússon laumaðist burtu, en Guðrún og Jón Auðunn greiddu atkvæði með því að frv. yrði vísað til athugunar í nefnd. — Réttarrannsókn heldur stöðugt áíram í njósnarmálinu. Hefir nú náðst í manri þann, er út- vegaði lykla að dulmáli varð- skipanna o. fl., og hafa upplýs- ingar hans komið upp um fleiri, sem við málið eru riðnir. Þófaramálið. Frv. Jörundar Brynjólfsson- ar um breytingar á þingsköp- um Alþingis var til 2. umr. í neðri deild í síðastl. viku. Hafa íhaldsmenn í allsherj- arnefnd, sem hafði málið til meðferðar, ekki lengur treyst Ásgrímur Jónsson málari átti sextugsafmæli 4. þ. m. — Nýja dagblaðið segir þann dag, að myndir Ásgríms séu í ís- lenzkri list hliðstæðar ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. sér til að rísa gegn því megin- atriði frv. að setja varnir gegn óþörfu málþófi.Hinsvegar vildu þeir ekki fallast á þá breyt- ingu, sem fyrirbyggir, að minnihluti geti eyðilagt mál með því að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu. Þá hafa íhaldsmenn í nefnd- inni orðið sammála öðrum nefndarmönnum um að setja þau fyrirmæli í þingsköpin, að hver þingflokkur skuli skyldur að tilnefna til efri deildar þá tölu þingmanna sinna, er hon- um ber í hlutfalli við atkvæða- magn sitt í sameinuðu þingi. Nú skýtur einhver flokkur sér undan þeirri skyldu og tilnefn- ir forseti þá þingmann eða þingmenn úr þeim flokki til setu í efri deild í réttu hlutfalli við atkvæðamagn hans. Ef fyrirmæli þessi ná sam- þykki, má m. a. skoða þau sem einskonar lögfestingu á niður- setningu Þorsteins Briems í efri deild. Ofaníát Mbl. og G. Sv. Á eldhúsdaginn í vetur réðst Gísli Sveinsson með skömmum á bifreiðaeinkasölu ríkisins og snerti þessi árás ítalskt firma, sem selur einkasölunni vörur. Endurtók svo Mbl. þvætting þennan. Sveinn Ingvarsson for- stjóri skrifaði þá grein hér í blaðið og skýrði frá því, að hið ítalska firma myndi höfða at- vinnurógs- og skaðabótamál út af því, að þarna væri gerð til- raun til að spilla sölu á fram- leiðslu þess. Gísli Sveinsson hafði eins og nærri mátti geta, látið prenta ræðu sína í Mbl. Þinghelgin gat því ekki hlíft honum. Og það hefir Tíminn fyrir satt, að mik- ill skelkur hafi gripið þetta skörulega yfirvald. Enda brá svo við, að hann sváraði grein Sveins Ingvarssonar engu orði. Endir þessa máls er svo sá, að Morgunblaðið er nú ný- skeð látið biðja umboðs- mann hins ítalska firma auð- mjúklega afsökunar og éta of- an í sig öll stóryrðin. Með þessu ofaníáti mun Mbl. hafa keypt bæði sjálft sig og hmn hvat- vísa þingmann sinn undan málshöfðuninní. En telja verð- ur vafasamt, að íhaldið hleypi G. Sv. í útvarpið á næsta eld- húsdegi! Uian úr heimi 1 Japan brauzt út fyrir skömmu blóðug uppreisn. Voru það herflokkar úr setuliði höf- uðborgarinnar, sem uppreisnina gerðu, en háttstandandi menn í hernum stóðu á bak við og þótti þeim ríkisstjórnin of deig til stórræða gegn Kínverjum og Eússum. Uppreisnarmenn um- kringdu opinberar byggingar, og myrtu fjármálaráðherrann og fjölda stjórnarstarfsmanna, en forsætisráðherrann komst undan með naumindum. Um tíma bárust aðeins óljósar fregnir af þessum viðburðum sökum fréttaskoðunar, og varð naumast vitað, hverjir ofan á hefðu orðið. En nú sýnist upp- reisnin hafa verið bæld niður, og Hirota, einn slyngasti stjórnmálamaður Japana, og áður sendiherra í Norðurálfu, hefir myndað nýja stjórn. — Ýmsir menn í fyrv. stjórn voru taldir frjálslyndir, þar á meðal hinn myrti fjármálaráðherra, og haf ði hann m. a. neitað guð- dómlegum uppruna keisarans! Italir telja sig undanfarið liafa unnið stóra sigra í A- bessiníu. En nú hefir Þjóða- bandalagið gert nýja tilraun til að stilla til friðar, og hafa báð- ir aðilar gengið inn á að ræða friðarskilmála. Takist ekki að semja frið, vofir olíubannið yfir Italíu. En nú allra síðustu daga hafa hér í Norðurálfu gerst viðburðir, sem mjög hafa dregið athygli manna frá styrj- öldinni í Suðurálfu. Franska þingið hefir samþykkt að lög- festa vináttusamning milli Frakklands og Rússlands, þar sem hvort ríkið fyrir sig lofar hinu aðstoð, ef á það verði ráðizt í hernaði. Þessi samn- ingur hefir verið tekinn mjög óstinnt upp af Þjóðverjum, og lýsti þýzka stjórnin yfir því, að hún teldi hann brot á Lo- carno-samningunum. Frakkar buðust hinsvegar ti^ að láta alþjóðadómstólinn í Haag skera úr um það, hvort þessi nýi fransk-rússneski samningur væri brot á eldri milliríkja- samningum. En á laugardag- inn var kallaði Hitler saman þýzka ríkisþingið, og lýsti þar yfir því, að þýzka stjórnin teldi sig ekki lengur bundna við Lo- earnosamninginn og hefði á- kveðið að fara með her inn á hið friðlýsta landsvæði við Rín. En það hefir verið í samningum, að Þjóðverjar mættu eigi hafa her í þeim héröðum, er næst liggja landa- mærum Frakklands. Þýzkir hermenn eru þegar komnir inn á hið friðlýsta svæði. 1 Frakklandi vekur þetta mikinn ótta og æsingu. Hafa Frakkar þegar sent hersveitir til landamæranna og kært mál- ið fyrir Þjóðabandalaginu. Rík- isstjórnir Frakka og Breta hafa lýst yfir því, að þær jLeldu þýzku stjórnina hafa framið samningsrof. Er þetta mikla vandamál, ásamt friðar- samningatilraununum í Afríku- stríðinu, til meðferðar á fund- um Þjóðabandalagsins nú í vik- unni; og er almennt talið, að ófriðarblikan sé nú svartari en nokkru sinni fyr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.