Tíminn - 27.05.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1936, Blaðsíða 2
84 TlMINN Öttmn víd útsvarsskrána Síðustu niðurstöður af fjármálastjórn íhaldsmanna í Reykjavíkurkaupstað. Ihaldsflokkurinn hefir alla tíð stjóraað Reykjavík, þar hefir hann alltaf haft meira- hluta og- enn á hann 8 full- trúa af 15 í bæjarstjórninni. íhaldið hefir jafnan haldið því fram, að Reykjavíkurbæ væri vel stjónrað og- Reykja- vík væri „bezt stæði bærinn hér á landi og þótt víðar væri leitað“. „1 Reykjavík líður öll- um vel“, sagði foringi íhalds- ins, Jón Þorláksson í útvarps- umræðum fyrir síðustu bæjar- st j órnarkosningar. En samt er það nú svo, að íhaldið verður ofboðslega skelkað í hvert sinn sem það kemst ekki hjá að ræða fjár- málastjórn sína við bæjarbúa. Og þessi hræðsla verður þó ofboðslegust um það leyti sem borgununum er tilkynnt hvað útsvör þeir skuli bera hvert ár.um sig. Samkvæmt þessu hefir íhald- ið hækkað álögumar á bæjar- búa um meir en hálfa þriðju miljón á þessum liðum — eða 160% — jafnframt því sem öll önnur gjöld til bæjarsjóðs hafa xarið stórhækkandi. Þetta er ástæðan til þess, að einmitt nú dagana sem út- svarsskráin var seld á göt- um bæjarins, reynir Morgun- blaðið að telja Reykvíkingum MJólkurframleiisla •g kjarnfóiur Síðustu árin hefir kúnum í landinu fjölgað ört. Jafnframt hefir meðalnytin hækkað veru- lega. Vegna þessa hefir svo mjólkurframleiðslan aukizt stórlega. Það er komið svo nú, að erf- íðlega gengur að fá markað innanlands fyrir alla mjólkur- framleiðsluna. Þó hefir ýmsra ráða verið leitað til að auka markaðinn, og koma sölunni þannig fyrir, að verðið til bænda geti verið sem hæst. Um allar aðgerðir í þessa átt er deilt, en hvað sem um þær má segja, þá er það staðreynd, að þrctt fyrir aukningu í fram- kiðslunni, þá hefir verðfalli veríð afstýrt, og verðið til bænda fremur hækkað en hitt. Sala mjólkurafurða úr landi er lítt framkvæmanleg eins og nú er háttað viðskiptum milli þjóða, og alls ekki fyrir verð, sem bændur geta unað við að framleiða mjólk fvrir. Það virðist því vera komið svo nú, að að óbreyttum að- stæðum, sé ekki rétt að örfa menn til að auka mjólkurfram- leiðslu. Við Íslendingar látum kýrn- ar okkar lifa mest á töðunni af túnunum og grasinu í högun- um. Hvorutveggja þessu þurf- Er þetta að vonum. Því útsvarshækkunin er ekki aðeins spegilmynd af stjórn íhaldsins á fjármálum bæjar- ins,- heldur einnig áfellisdómur fyrir stefnu þá í atvinnu- og viðskiptamálum, sem íhaldið beitist fyrir. Þegar íhaldið verður að koma til dyranna eins og það er klætt og veit upp á sig skömmina, þá reynir það að skella sökinni á nábúaflokkana, minnihlutaflokkana í stjórn bæjarins, af því að þeir fari með stjórn landsins. Og rökin eru þau, að ríkið hafi helétið Reykjavík með sl- hækkandi sköttum og hvers- kyns óstjórn á fjármálum rík- isins: En hverjar eru staðreyndim- ar um fjármálastjóm Reykja- víkur og fjármálastjórn lands- ins: trú um, að orsökin til þessar- ar miklu hækkunar á framlög- um borgaranna til bæjarsjóðs stafi af því að ríkissjóður hafi látið greipar sópa um fjárhirzl- ur reykvískra borgara. Hvað mundi nú satt í þess- ari fullyrðingu blaðsins. Allar tolla- og skattatekjur ríkissjóðs námu 1929 .............. 12.4 milj. 1935 .............. 12.2 — 1936 samkv. áætl. 12.1 — Á sama tíma sem „skattar“ til bæjarsjóðs Reykjavíkur hafa hækkað urn 160% standa skatta- og tolltekjur ríkissjóðs í stað að kalla, fara meira að segja lækkandi. Er það ekki furðuleg bíræfni hjá flokki þeim, sem ber ábyrgðina á fjármálastjórn Reykjavíkur, að hafa í frammi blekkingar þvert ofan í stað- reyndir. Hvaða álögur hvíla þá á Reykvíkingum vegna bæjar- sjóðs annarsvegar og ríkissjóðs hinsvegar. Samkvæmt framansögðu nema álögurnar til bæjarsjóðs kr. 4.221.000,00. Hinsvegar er allur tekju- og c-ignarskattur til ríkissjóðs, þar með talinn hátekjuskattur áætlaður á gildandi fjárlögum kr. 1.750.000,00. Af þessari fjárhæð greiða lleykvíkingar í hæsta lagi, mið- að við undanfarin ár kr. 1.300.000,00. Til samanburðar skal þess getið, að álagður tekju- og eignarskattur í Reykjavík nam samtals árið 1929 kr. 1.178.000,00. Á þessum árum hefir Reyk- víkingum fjölgað um 26%, en tekju- og eignarskattur að meðtöldum hinum margumtal- aða hátekjuskatti til ríkissjóðs hefir aðeins hækkað um 172 þús. krónur eða rúmlega 10% Á sama tíma vaxa álögurnar til bæjarsjóðs Reykjavíkur undir stjórn íhaldsins um 160 %. Hvemig samrýmast þessar staðreyndir gífuryrðum íhalds- blaðanna um skattrán ríkis- stjórnarinnar, og að stjómar- flokkarnir séu með auknum álögum að koma framleiðslu- fyrirtækjunum á kné og svifta þau öllu gjaldþoli. Sannleikurinn er sá, að heildarupphæð skattsins stend- ui að kalla í stað, en sú meg- inbreyting hefir orðið, að skatturinn hefir flutzt af fram- leiðslufyrirtækjum og lág- tekjumönnum yfir á hálauna- menn og verzlunargróða. Meðal annars með því að hækka per- sónufrádráttinn, veita nýjum iðnfyrirtækjum þriggja ára skattfrelsi og lögheimila at- vinnufyi’irtækjum að draga rekstrartöp fyrri ára frá tekj- um sínum, áður en til skatt- áiagningar kemur, Enda greiða útgerðarfyrirtækin að kalla undanteknarlaust, hvorki tekju eða eignaskatt, og skattar iðn- fyrirtækja eru hverfandi. Slík er þá „píningarsaga skattþegna Reykjavíkur“ und- an hinni „dauðu hönd“ ríkis- stjórnarinnar. Nú er svo komið, að íhaldið er búið að gefa upp alla vörn fyrir óreiðustjórn sinni á fjár- málum Reykjavíkurbæjar. 1 stað glamuryrðanna um það hvað bærinn sé. vel stæð- ur, liggur nú fyrir játning um i hvílíkt öngþveiti hag bæjar- ins sé komið, og að álögumar til bæjarsjóðs sé að vaxa bæj- arbúum yfir höfuð. Þegar íhaldið skilur, að þess- um staðreyndum verði eigi lengur leynt fyrir bæjarbúum, reynir það að afsaka sig með því að það sé Alþingi sem ákveði að mestu útgjöld bæja og sveitafélaga. Hvaða ráðstafanir hefir Al- þingi gert síðan 1929, sem leiði til útgjaldaaukningar hjá Reykjavíkurbæ, sem nemur töluvert á þriðju miljón króna? Vill Morgunblaðið svara því? Er það máske fyrir aðgerðir Alþingis, að fátækraframfærið hefir hækkað úr 564 þús. 1929 upp í 1.447 þús. 1986, eða hækkað um 157 %. Er það að kenna Alþingi, að íhaldsmeirihlutinn í bæjar- stjóm hefir skelt skolleyrum við öllum umbótatillögum er varða fátækraframfærið ? Er það Alþingi að kenna að kostnaður við bæjarskrifstof- urnar hefir á þessum sama tíma hækkað úr 176 þús. kr. upp í 311 þús. eða hækkað um 77%. Hvar eru þau lög frá Al- þingi sem fyrirskipa þessar gífurlegu hækkanir? þess, sem snemmslegna taðan er betri, þá fást kýmar líka til að éta meira af henni. Þetta munar oft 1 til 3 kg. á dag, og það gerir sitt til að hægt sé að láta kýrnar mjólka meira. Byrjið því snemma að slá. Með því verður taðan betri. Með því þurfið þið síður að kaupa fóð- urbæti, og með því fáið þið meiri arð úr fjósinu. Almenn skoðun er það meðal bænda, að taða af nýrækt og túnum, sem tilbúinn áburður er borinn á, sé verri en taða af gömlu túnunum, þar sem haugurinn er borinn á. Þessa skoðun byggja þeir á reynslu. En hér villir oft sýn, að nýræktin og túnin, sem til- búni áburðurinn er borinn á, spretta fyr en hin túnin, og þurfa því að slást fyr, eigi tað- an ekki að verða verri. Þar sem góð rækt er í nýræktinni, munar það oft hálfum mánuði eða meir, sem sprettan er þar fyrri en á gömlu túnunum. — Hafið þetta hugfast í sumar. Látið ekki nýræktina spretta úr sér, byrjið nógu snemma að slá hana. Allir ættu að setja sér beztu iöðuna, svo þeir geti gefið af henni, þegar kýmar eru í hæstri nyt, og þurfa mest. Þessu sjálfsagða atriði gleyma menn stundum. Setja þannig í hlöðuna, að þeir ná ekki nema í rudda vissa tíma, og verða þess vegna að beeta Og hvar eru lagafyrirmælin um það, að allir aðalkosninga- smalar íhaldsins í bænum skuli launaðir af almannafé? Hinsvegar mun það koma á daginn, að ríkisssjóður hefir þvert á móti hlaupið undir baggann með bæjarsjóði Reykjavíkur. Ríkissjóður hefir tekið yfir á sig drjúgan hlata af fátækra- framfæri Reykjavlkurbæjar Fram á síðustu daga hafa íhaldsmenn haldið því fram, að þeir væru verndarar hins sjálf- stæða einstaklingsreksturs. Að dómi þeirra á verzlunin að vera eign kaupmanna, bátar og skip eign útgerðarmanna, verk- smiðjur að vera eign sérstakva gróðamanna. Mbl. segir að þessir athafnamenn eigi að réttum lögum að geta orðið ríkir, og af ríkdómi sínum veitt meira eða minna af fá- tæklingum atvinnu hjá sér. Ihaldsmenn hafa hatazt við félagsskap samvinnumanna, og atvinnurekstur með sam- vinnusniði. En þó hafa þeir haft enn sterkari orð um rekstur ríkis og bæja. Þeir hafa sjaldan haft nógu sterk orð til að óvirða og tortryggja togaraútveg Hafnarfjarðar o. s. frv. En þegar Sveinn Benedikts- son var kominn út úr síldar- verksmiðjunni, þá dettur Mbl. ekki í hug að afsaka hann með því að reyna að leiða rök að því, að Sveinn hafi gert eitthvað til gagns í verk- smiðjustjórninni. Það var að vísu ekki hægt, eins og mál- efni eru til. En í þess stað hefir Sveinn sjálfur í vesöld sinni, og allur flokkur hans, snarsnúizt frá stefnu sinni og yfir í ríkis- rekstur. Mbl. getur ekki nóg- samlega dásamað það skipu- lag. Vonandi sjá Mbl.menn að þeir verða líka að byrja að hæla útgerð Hafnarfjarðar. hann upp með fóðurbæti, sem þeir hefðu getað sparað sér með öllu, hefðu þeir náð í góðu töðuna. Með því að gefa kúnni nokk- urn hluta af dagsgjöfinni, sem vothey, má fá hana til að éta meira, en fái hún hana alla sem þurhey. Af þessu leiðir, að hægt er að fullnægja fóðurþörf hámjólka kúa, sé þeim gefið vothey til þriðjunga eða helm- inga, þó að það sé ekki hægt, sé þeim gefið tómt þurhey. Þetta er ein ástæðan til þess að allir eiga að gera vothey. En auk þessa er kúnni hollara að fá nokkurn hluta gjafar- innar sem vothey, og bónd- anum er það hagkvæmara um sláttinn, að setja í vothey þegar óþurkar eru, en að stríða við að þurka. Látið því ekki leggjast undir höfuð að gera vothey í sumar. Geri bóndinn nú þetta tvennt, að byrja snemma að slá og verka nóg vothey (þriðjung til helming af kýrheyinu), þá er óhætt að fullyrða, að ef taðan verkast vel, og hrekst ekki, þá getur hann látið þær kýr, sem hafa eðli til þess, halda á sér kringum 15 mörkum í mál, eins lengi og þeim er eðlilegt. Ei' fóðurþörf allrabeztu kúnna, er þó ekki hægt að fullnægja með snemmsleginni töðu og votheyi. Þær geta ekki étið svo mikið af því, að þær fái nóg til þess, t. d. að halda á sér 20 mörkum, eins og ca. með framlagi sínu til atvinnu- bótavinnunnar, sem samtals er orðið 900 þús. kr. á undanförnum árum. Ihaldið hefir stjórnað Reykja- vík. Ihaldið hefir stjórnað Reykja- vík illa. Og íhaldið verður sjálft að taka afleiðingunum af óstjóm sinni á málefnum Revkjavíkur. Samkvæmt lögunum um síld- arverksmiðjur ríkisins eiga þær að vinna úr síldinni fyrir útvegsmenn og í hæsta lagi að greiða 75% út á áætlað verð síldarinnar við móttöku. Bank- arnir fylgja nú sömu reglu, eftir að hin miklu töp höfðu kennt þeim varfærni. Bank- arnir lána nokkurn hluta af á- ætluðu verði útflutningsfiskj- ar. En engum útvegsmanni dettur í hug að fara fram á að fá í banka lán út á fullvirðið, enn síður að bankinn kaupi fiskinn af þeim. En Sveinn Benediktsson er án þess að vita það, orðinn meiri socialisti en socialistinn sjálfur og allir samkeppnis- forsprakkarnir syngja sömu vísu. Þeir vilja hafa ríkisrekst- ur á verksmiðjum ríkisins. Þeir vilja ekki skeyta um stofnlög verksmiðjunnar jg ekki um stefnu flokks síns. Þeim er svo mikið í mun að reyna að koma verksmiðjun- um á höfuðið, að þeir hirða ekki um neitt samræmi í orð- um og gerðum. Það er vitað að Framsóknarmenn fylgja fram stefnu M. Kr. í þessu máli, stefnu sinni og allra heil- skyggnra manna. Þar á meðal þeirri stefnu, sem báðir bank- arnir fylgja um útlán út á fisk. En Framsóknarmenn eru ekki í meiri hluta í verksmiðju- stjórninni, hafa aldrei verið það, og hafa ekki enn gert til- raun til að vera það. Fram- sóknarmenn áttu einn af fimm 1% af kúnum kemst í eftir burðinn. Hér þarf að grípa til annara ráða. En áður en bónd- inn gerir það, verður hann að gera sér ljóst, hvort það borg- ar sig að láta þessa eða þessar góðu kýr mynda mjólk af öðru fóðri en heyi. Um það hefi ég oft skrifað og talað áður, með- al annars á öllum kúasýning- um, og skal því ekki ræða það hér. Að eins minna á, að þar sem mjólkurmarkaður er, borgar það sig næstum alltaf, og þar sem bóndinn getur með því komizt af með færri kýr, til að fullnægja mjólkurþörf heimilisins, borgar það sig allt- af. Undir öðrum kringumstæð- um er þetta sitt á hvað. I-Ivað á bóndinn þá að gefa? Hvaða viðbótarfóður á hann að fá? Ég tel, að hann eigi fyrst og fremst að rækta rófur til að gefa þessum kúm. Líka get- ur hann ræktað kartöflur, en þær eru vart eins góðar og gefa minni uppskeru. Bæði rófur og kartöflur eru einhæft fóður, og ekki til þess fallnar að gefast einar, sem viðbót við heyfóður til mjólkurkúa. Af því fær bóndinn lítinn eða eng- an ávinning. Þær eru ríkar af kolvetnum, en kýmar, sem mest mjólka, vantar bæði kol- vetni og eggjahvítuefni. En eggjahvítuefni eru sama sem engin í rófunum og kartöflunum. Aftur eru þau að- alnæringarefnið í síldarmjöli, og því þarf bóndinn, sem á um við að fá breytt í seljan- legar afurðir, og það látum við kýrnar gera með því að breyta töðunni og grasinu í mjólk. En þó þetta sé aðalfóður kúnna, þá kaupum við líka handa þeim fóðurbæti, og látum þær breyta honum í mjólk. Mikið a:C fóðurbætinum er keypt frá öðrum löndum, og verður að borgast með erlendum gjald- eyri. Mjög er það misjafnr, hve mikið það er, sem bænd- urnir gefa af fóðurbæti. Marg- ir gefa hann engan, aðrir gefa upp undir og yfir helming af innifóðri kýrinnar í fóðurbæti. j Allan innfluttan fóðurbæti verðum við að greiða með er- lendum gjaldeyri, en hann fá- um við einungis með því að geta selt vörur í öðrum lönd- um. Nú er það svo, að bæði höfum við litlar vörur að selja, meðal annars vegna þess dæma- fáa aflaleysis, sem verið hefir í ár, og sala þeirra gengnr treglega og er háð miklum tak- mörkunum. Vegna þessa og fleira höfum við gjaldeyri af skornum skammti, og verðum fyrst og fremst að verja hon- um til þess, sem brýnast kallar að. Mjólkurafurðir, framleidd- ai af erlendum, innfluttum fóðurbæti, og seldar á erlend- um markaði, myndu hvergi nærri seljast fyrir verð fóður- bætisins, sem þarf til að fram- leiða þær, enn síður fyrir meira, sem þó þyrfti að vera, væri vit í innflutningnum séð frá sjónarmiði heildarinnar. Allar þessar ástæður munu hafa legið til þess, að gjaldeyr- is- og innflutningsnefndin hef- iv nú í síðasta blaði Tímans auglýst, að ekki megi gera ráð fvrir því, að leyfður verði inn- flutningur á fóðurbæti handa nautgripum í sumar né á kom- andi vetri. Nú er það hinsvegar svo, að urn 40% af kúnum okkar get- ur ekki mjólkað þá nyt, sem þeim er eðlilegt, af tómu þur- heyi verkuðu eins og það er venjulegast. En geti bóndinn ekki látið hverja kú mjólka fullkomna nyt, eftir því sem henni er eðlilegt, þá notar hann ekki allan vinnukraft kýrinnar, og hefir ekki fullt gagn af henni. Sú spurning vaknar því, hvort ekki sé hægt að hafa full not af góðu kún- um án þess að þurfa að kaupa erlendan fóðurbæti. Ég hygg, að það sé mögulegt, og til að benda á leiðir til þess sting ég nú niður penna. Fyrst vil ég þá enn einu sinni benda á það, að gæði töð- unnar fara mikið eftir því hvenær hún er slegin. Það get- ur verið svo mikill gæðamunur, að eins gott sé að hafa kg. af töðu sleginni áður en gras- ið fór að setja ax, eins og tvö slegin eftir að það var orðið alaxað, og nokkur hluti þess farinn að fella fræ. Þessi mun- ur verður aldrei nógsamlega brýndur fyrir bxendum. Aulc Árið 1936 eru útsvörin í Reykjavík áætluð kr. 3.477.670, auk 5—10% umfram. En það gerir ef reiknað er með 8% álagi . . kr. 3.756.000,00 Auk útsvaranna tekur bæjarsjóður í neyzlu- sköttum af bæjarbúum með okri á hita- veitu, rafmagni og gasi.................... kr. 305.000,00 Ennfremur fær bærinn hluta af hátekjuskatti a. m. k.....................................kr. 160.000,00 Samtals nema þessar álögur kr. 4.221.000,00 Hliðstæðar tekjur bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1929 námu . .............................. kr. 1.659.000,00 Álögurnar hafa því aukizt um kr. 2.592.000,00 Iháldsmenn veiddir í gildru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.