Tíminn - 27.05.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1936, Blaðsíða 3
TIBINN 96 Hugheilar pakkír til allra ijær og nær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð arför Halldórs Vílhjálmssonar skólastjóra á Hvanneyri. Börn og vandamenn. í gömlu verksmiðjustjóminni og einn af þrem í hinni nýju. Þeir hafa ekki haft og- hafa ekki eftir núverandi skipulagi, úrslitaáhrif á málameðferð í verksmiðjustjóminni nema eft- :r því sem málstaður veldur. En ef athuguð er sú leið, sem Mbl. berst fyrir, að kaupa alla síld fyrir ríkisins hönd, þá sem berst verksmiðjunum, fyrir ímyndað hámarksverð, þá getur það vitanlega orðið mjög mikið ofan við hið sanna verð, sem síðar kemur fram. Það má vel hugsa sér að Mbl.menn vildu leggja til að verðið yrði 2 kr. hærra fyrir mál, heldur en það kann að reynast. I sæmilegu síldarári ættu verksmiðjumar að fá 400,000 mál. Tap ríkissjóðs á þessum eina lið yrði þá það eina ár 800 þús. kr. Árið sem leið var aflinn lítill, en tapið mun þó hafa numið nokkuð á annað hundrað þúsund krónur. Hvemig halda menn að slík- um opinberum rekstri reiði af, með stórtapi ár eftir ár? Á að jafna töpunum á alla lands- menn með tollum? Á að leggja skatt á stórar eignir, t. d. eign- ir yfir 20 þús. kr.? Segjum að Páll frá Þverá og Jóhann ólafsson hafi grætt sínar 800 þús. kr. hvor á að selja bíla. Vill Mbl. ganga inn á að taka af þessum mönnum á fáeinum árum kúfinn af eignunum með eignarskatti upp í tapið á rekstrinum ? Mbl. hefir æfinlega gert sjó- mönnunum allan þann skaða sem það getur og það gerir það enn í þessu máli. Það vinn- ur til að afneita stefnu sinni og fortíð til að geta hjálpað til að fá verksmiðjumar reknar á þann hátt, að þær fari á höf- uðið sem fyrst, og lendi í einkaeign sem allra fyrst. Þá á að góma sjómennina. Þá er búið að lokka þá úr því vígi sjálfshjálparinnar, sem M. Kr. reisti þeim, og þá munu afla- ldær íhaldsins ekki vilja setja síidarverðið þannig að ömgt tap sé á rekstrinum. Mér þykir mjög gaman að því, að hafa lokkað ólaf Thors, Valtý Stefánsson og Sv. Bene- diktsson í gildru. Vegna í- myndaðs augnablikshagnaðar við að skapa óró og illindi við sjómenn, hafa þeir hlaupið frá samkeppnisstefnunni, og etið ofan í sig marga árganga af blöðum sínum. Hér á eftir er íhaldsliðið eins og flóttamenn á eyðimörku. Þeir hafa hrasað í augnabliksæsingi með ríkis- rekstrarstefnunni í hennar allra veikustu mynd. Hitt er annað mál, að allar sögur íhaldsins um að við Framsóknarmenn höfum nú í vetur sérstaklega barizt fyrir lækkun hrásíldarverðsins, eru uppspuni. Um síldarverðið hef- ir ekkert sérstakt verið rætt eða áformað í sambandi við breytta stjórnarhætti. En við Framsóknannenn höfum haft andstyggð á framferði Sv. Benediktssonar, frá því að hann opinberaði til fulls sinn innri mann í aðförinni við Guðm. Skarphéðinsson vorið 1982. Sveinn hefir verið valdur að öllum þeim ófriði og allri þeirri sýkingu, sem þessi rekstur hefir liðið af síðan þá. Það sem við Framsóknarmenn höfum barizt móti hingað til og munum gera framvegis, eru stjóraarhættir íhaldsins allir, eins og þeir hafa komið fram í síldariðjunni síðan Framsókn- armenn gerðu hina merkilegu tilraun að brjóta kúgunar- hlekki sjómanna og útgerðar- manna með heilbrigðum sfldar- iðnaði á Siglufirði. Annars væri fróðlegt að lieyra frá þeim sem nú heimta tekjuhallarekstur á verksmiðj- unum, sem augnablikshjálp fyrir almenning, hve langt þeir halda að verði þangað til slíkum rekstri verði hætt, og „aflaklærnar“ byrja að vinna upp gamalt tap með því að taka gamla steinbítstakið um háls sjómannanna, sem M. Kr. og samherjar hans hafa bar- izt fyrir að hjálpa. Það er í sjálfu sér skemmtilegt að horfa nú á alla hina gömlu fjandmenn M. Kr. frá þeim tíma þegar Framsóknarmenn studdu hann til að koma upp hinni fyrstu verksmiðju, eins og aðstandendur Kveldúlfs, Vísis og Mbl. sjá þessa menn vera orðna vini( !)hinna fátæku Það væri gaman að vita hvað M. Ki’. yrði að orði, ef hann mætti litla stund horfa yfir þennan lítilfjörlega hóp lítil- fjörlegra hræsnara, sem segj- ast allt í einu vera farnir að bera fyrir brjósti hag fátækra sjómanna. Mér þykir sennilegt, að M. Kr. þætti gaman að sjá þessi hreinræktuðu einkenni hræsninnar, og þá auðvirðilegu lausung, sem kemur fram í daðri samkeppnismanna við ríkisrekstur á stærstu atvinnu- grein þjóðarinnar. J. J. Aflabresturinn og viðskiptin við útlönd Fiskafli landsmanna í lok vetrarvertíðarinnar að þessu sinni var rúml. þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra. Var þó árið 1935 með aflalægstu ár- um um langt skeið. Svo lítil er fiskframleiðslan það, sem af er árinu, að ekki hefir verið hægt að nota nærri að fullu þá mögu- leika, sem verið hafa til sölu t. d. á blautsöltuðum fiski og harðfiski. Enginn vafi er á því, að mikið hefði verið hert af fiski sunnanlands og vestan nú í vor, ef afli hefði verið venjulegur, því að tilraunirnar í fyrra báru mjög góðan ár- angur. En nú hefir herzlan orð- ið lítil. Lauslega áætlað má búast við að rýrnun aflans, það sem af er árinu, miðað við sama árs- tíma áður, nemi 6—8 milljón- um króna. Þetta þýðir, eins og allir sjá, stórfellda minnkun þess erlenda gjaldeyris, sem inn kemur í landið og nota þarf til að inna af hendi greiðslur til útlanda vegna vörukaupa og annara útgjalda. Veldur þetta miklum yfir- færsluörðugleikum hjá bönkum landsins. Hefir, eins og kunn- ugt er, verið reynt að bæta úr brýnustu yfirfærsluþörf bank- anna með því að gera Lands- bankanum kleift að taka rúml. tveggja milj. kr. lán í erlend- um gjaldeyri. Var heimild þessa efnis samþykkt í lok síð- asta Alþingis. Þess er að vænta í lengstu lög, að sumaraflinn, þar á meðal síldarvertíðin, bæti hér eitthvað úr. En þar er þó ekkj annað á að byggja en vonir einar. Og tæplega verður við því búizt, jafnvel þótt vel gangi, að hægt verði að fylla upp það skarð, sem hinn mikli aflabrestur í vetur hefir höggv- ið í gjaldeyristekjur landsins. Þjóðin verður því að vera við því búin, að afleiðingar aflabrests- ins komi fram að meira eða minna leyti í viðskiptajöfn- uðinum við útlönd á næstu ára- mótum. Ríkisstjórn og gjaldeyris- nefnd munu telja sér skylt, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að mæta þeim óvið- íáðanlegu og ófyrirsjáanlegu erfiðleikum, sem hér hefir að Líftryggingardeild Það er aðeins eiii ís- lenzki lifiryggingarfélag og það býður beiri kjör en nokkurí annað líf- iryggingafélag siarfandi hér á landi. Lfftryggingardeild SiátryDDinoðfíélðo Islands II Eimakip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 BETEID J. GRUNO’S ágæta holienzka reyktóbak VBBÐ: A ROMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 Vto *«• FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15--- Fæst í öllum verzlunum. höndum borið. Því mun nú inn- ilutningstakmörkunum verða beitt til hins allra ýtrasta. Má búast við, að þær takmarkanir verði víða hart niður að koma, svo að ýmsum þyki þungt und- ir að búa. Sem betur fer, er þó vaxandi skilningur alls almenn- ings á nauðsyn slíkra ráðstaf- ana og þýðing þeirra fyrir sjálfstæði landsins. Á árinu 1935 tókst að bæta greiðslujöfnuðinn út á við um 6 miljónir króna og greiðslu- hallinn var um áramót kominn úr 10—11 milj. kr. niður í 4—5 milj. kr. Á þessu ári er stefnt í sömu átt. Þjóðin verður að Ferðamenn ættu að skipta rið K«npfi«| Reykjavíkur. — Þajr hefik þ«ír trj”ggingu fyrir góðum og 4- dýrum vðrum. vísu að vera við því búin, að óviðráðanlegir atburðir eins og aflabresturinn nú, geti tafið þá viðleitni og seinkað því að takmarkinu verði náð. En tak- markið er og verður að vera þrátt fyrir allt: Fullur greiðslu- jöfnuður út á við svo fljótt, sem unnt er. góðu kýrnar, að búa sig undir það í vor, að geta gefið þeim rófur og síldarmjöl að vetri. Með því getur hann komizt af án þess að þurfa að kaupa nokkui’n útlendan fóðurbæti. Rófurnar eru einhæfar, en af þeim þarf um 10 kg. í fóð- ureiningu. Sé sú fóðureining bætt upp með t. d. 250 gr. af sildarmjöli, þá er þess að vænta, að kýrin geti af því framleitt kringum 3 kg. af mjólk. Ég tel því, að hver bóndi eigi nú í vor að reyna að átta sig ó því, hvað hann má búast við, að kýrnar hans komizt í að vetri eftir að þær eru komnar inn. Eigi hann kýr, sem hann hefir reynslu fyrir, að ekki komist 1 nema 12 til 14 merk- ur, eins og meiri hlutinn af öllum kúm landsins gerir nú, þá þarf hann ekki fóðurbæti, svo framarlega sem taðan verk- ast sæmilega. Geri hann vot- hey, og byrji hann snemma að slá, þá er óvíst, að hann þurfi fóðurbæti, þó kýmar hans kom- ist í 15 til 16 merkur, en eigi hann kýr, sem komast hærra, eða hann getur vænzt, að kom- íst hærra eftir fyrri ára reynslu, þá verður hann að reyna að afla sér rófna og sfld- armjöls til þess að geta feng- ið fullt gagn af þeim. Auglýsing gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar hefir gefið mér tilefni til að skrifa þessa grein. Ég hef með henni viljað benda kýreigendum á það, að þeir geta haft fullt gagn af kúm sínum, að vetri, þó þeir fái engan annan fóðurbæti en síldarmjöl, ef þeir hafa fyrir- hyggju strax, og búa sig rétt undir næsta vetur, hvað fóðr- un kúnna snertir. Geri þeir það ekki, og fáist ekki fóðurbætir, þá mega þeir hinsvegar búast við því að hafa ekki fullt gagn af beztu kúnum, og því ekki þann arð úr fjósinu, sem þeir ella gætu. Um fóðrun kúnna að öðru leyti að vetri skal ég ekki ræða nánar nú. Til þess er tækifæri síðar. Hugsað get ég, að einhverjir kvíði fyrir geymslu rófnanna að vetri. Það er ástæðulaust. Þær má vel geyma fram á sum- ar óskemmdar með öllu. En um ræktun og geymslu rófna skrifa vafalaust aðrir mér fær- ari og þessvegna sleppi ég því. En ef þið viljið fá fullan arð af kúnum að vetri án þess að kaupa erlendan fóðurbæti þá munið þetta: Byrjið snemma að slá. Verkið vothey. Hafið snemmslegnu, beztu töðuna sér. Sáið til rófna í vor, og haf- ið það svo mikið að þið getið gefið þeim kúnum, sem mjólka mest, nægilegt af þeim með síldarmjöli að vetri. Uppstigningardag 1986. Páll Zóphúníaseon. Um starfsemí Kreppulánasjóðs Niðurlag. Mjög mikið ósamræmi er í þvJ hversu Jón og Pétur búa að einstökum eigendum fasteigna. Framsóknarmaður í Mýrasýslu á fasteign, sem er metin rúm 30 þús. Á eigninni hvíla 1018 kr. fram yfir matið. Þessi lán- takandi fær engar veðskuldir greiddar. En ihaldsmaður í Ár- nessýslu á fasteign, sem er metin 85500 kr., en skuldar 44.510 kr. En fyrir þennan mann greiða Jón og Pétur allar veðskuldimar eða gefa eftir af þeim. Árnesingurinn fær 25 þús. kr. frá sjóðnum í kreppu- bréfum og peningum, en af þeim tæpum 20 þús. kr., sem eftir eru, borgar hann 8%. Allt hitt er honum gefið. Ihaldsbóndi í nánd við Reykjavík fær jörð sína hækk- aða með sérstakri virðingar- um 67 þús. kr. til að ,geta fengið nógu hátt lán. Nú á Kreppusjóður svo stóra fjár- hæð í þeirri jörð, að bóndinn getur hvenær sem er hlaupið á brott með búið, sem er óveðsett og látið sjóðinn fá skaðann af jörðinni. Jón og Pétur virðast ekki hafa hirt um að fá rétta vitn- eskju um lausafjárveðin, er þeir tóku sem tryggingu. Þann- ig veita þeir lán árið 1935 út á framtöl um skepnueignir bænda 1933, þannig að stund- um er veðið þriðjungi minna en stendur á lánveitingaskjal- inu, og engu um að kenna nema hirðuleysi .eða kæruleysi þeirra Jóns og Péturs. Þeim félögum Jóni og Pétri mun hafa þótt sér henta bezt, að fylgja engri reglu um neitt er snerti starfið til að geta lát- ið hugblæ sinn ráða einan um störfin. Þetta sést á því, að af 2230 lánum, sem athuguð hafa verið í heild hefir í 322 tilfell- um verið lánað út meira en lán- takandi hafði veð fyrir. En í 972 tilfellum hafa lántakendur fengið meiri afföll heldur en á- stæður voru til eftir eignum þeirra, og þannig gengið á rétt kröfuhafa að óþörfu. Stundum hafa þeir félagar alveg hreinlega brotið lögin til að koma fram vilja sínum. Þannig lána þeir góðvini sínum í nánd við höfuðstaðinn nálega 40 þús. kr. úr Kreppusjóði út á jörð, sem maðurinn hafði þá nýlega keypt fyrir braskskuld- ir úr öðrurn atvinnuvegi. En auk þess var þetta lán ekki betur tryggt en svo, að jörðin var, vegna Kreppusjóðs, hækk- uð úr 31 þúsundi í 117 þús. kr. Það má fullkomlega draga í eia, að slíkt endunnat sé sam- boðið heiðarlegri lánsstofnun. Pétri Magnússyni fanst þó ekki nógu vel gert við manninn eða nógu illa við kreppusjóð, því að hann lét þennan góðkunningja sinn og samherja sleppa með aðrar fasteignir og lausafé ó- veðsett, og nam sú eign rúm- lega 12 þús. kr. Annar góðvinur og flokks- bróðir Péturs, bóndi á Suður- landi fær eftirgefið mörg þús. lcr. af skuldum tryggðum með fasteignaveði, en fær að hafa lausafé sitt allt óveðsett, en það nam 10.500 kr. að mats- verði. Skammt frá þessum giftudrjúga íhaldsbónda var „varaliðsmaður“ allmjög skuld- ugur. Hann fær að láni í krepp- unni 16 þús. gegn 17 þús. kr. veði. Fyrir hann er greidd fast- eig-naskuld 8175 kr. og upp í kaupgjald 950 kr. í peningum. Kröfuhafar fá 20%. En þessi bóndi fær að halda öllu búi sínu óveðsettu, en það nam 13 þús. kr. En skammt frá þessum vold- ugu vinum Jóns og Péturs bjó oíur lítill Framsóknarbóndi. Hans lán er 2140 kr. Hans veð fyrir þessu láni er 2076 kr. Og það er aleiga bóndans. Hér fá kröfuhafar 90%. Jóni og Pétri hefir vafalaust fundizt ekki skipta hversu væri farið með þennan mann. Hann væri bara venjulegur fátæklingur. * Þá er komið að nokkrum vinum og samsýslungum Jóns í Stóradal. Hann lánar einum varaliðsmanni 9500 kr. Gefur eftir 47% af skuldum, en læt- ur manninn eiga eftir óveðsett fyrir hálfu fjórða þúsundi. Næsti varaliðsmaður fær 8000 kr. lán. Er gefið eftir 87 % en á eftir óveðsett í eignum fyrir 6448 kr. Þá kemur Fram- sóknarmaður. Hans lán er 2500 kr. og veðið jafnt því. Honum ei gefið eftir 21%, og ekkert óveðsett. Þessi maður hafði crfiðastan heimilishag af þess- um þrem, ekkjumaður með | nokkur ung’ börn. Jón í Stóradal var eins og önnur mannanna börn. Hann uppgötvaði að einn varaliðs- maður í Austursýslunni nr. 322 hefði yfirleitt fengið of lít- ið úr Kreppusjóði. Hann send- ir bóndanum þessvegna 1700 kr. alllöngu seinna en lánið var undirritað og tók ekkert veð fyrir viðbót þessari. Litlu síðar hitti Jón annan kjósanda sinn nr. 1837. Af honum eru felldar niður allar ábyrgðir, og var það auðsýnilega alveg sérstak- ur heiður, sem þessum manni var veittur, vafalaust vegna frábærra hreystiverka í þjón- ustu góðra málefna. Næst veitir Jón sérstökum óreiðumanni í liði sínu kreppu- lán að upphæð 17329, og gefur eftir 67%. En hann lofar þess- um manni að hafa lausaféð, er nam rúmlega 7000 kr. allt óveðbundið. Ekki er gert lakar við þekkt- an íhaldsbónda í Skagafirði. Hann fær lán 8500 kr. Veðset- ur fyrir því eignir að upphæð 10500. Lánardrottnar hans gefa eftir 67%. En þessi íhaldsbóndi fær að hafa óveð- sett lausafé, sem nemur tæp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.