Tíminn - 16.07.1936, Side 1

Tíminn - 16.07.1936, Side 1
J^fgrei&sía Ofl Snnhclrata á Zansaocg JO. €iol 2353 - Í>iatb6(J ðOI 0ja(bbagt fclotaliu n I. Jfitii &xgansut(nn eostat 7 ttu XX. ár. Reykjavík, 16. júlí 1936. 28. blað. Sambúð sjálf* síæðva þjóða Hér í Reykjavík hafa nýlega komið fyrir tvö atvik, sem sýna, að ýmsum mönnum hér á landi er það miður ljóst en skyldi, hvernig menntuð og sjálfstæð þjóð á að haga fram- komu sinni gagnvart öðrum þjóðum. Annað atvikið gerðist í sam- bándi við komu þýzka skemmti- ferðaskipsins Milwaukee hing- að til lands. Hópur manna hér í bæ hafði undirbúið þessa heimsókn á þann hátt, að dreifa út í bifreiðai’ hinna þýzku gesta flugriti á þýzku, sem var sær- andi fyrir marga þeirra á ýms- an hátt, og mála á húsveggi við höfnina og veggi Almannagjár þýzkar áletranir, sömuleiðis í móðgunarskyni við gestina. Vitanlegt er það, að almenn- ingur hér á landi er ekki hlynnt- ur stjómmálastefnu hinna þýzku nazista og leggur mis- jafnan dóm á verk þeirra þar í landi. En gagnvart okkur ís- lendingum hafa þýzkir nazistar eða stjórn þeirra ekkert af sér brotið. Þeir hafa sýnt okkar þjó'ð alla venjulega kurteisi, og í Þýzkalandi höfum við einnig á síðustu árum — mætt vinar- hug á ýmsan hátt. Þýzkir menn — enda þótt nazistar séu — eiga því heimtingu á, að þeim sé tekið hér með fullri gestrisni, og ekki látnir sæta óvinsamlegu viðmóti, heldur þvert á móti. Hitt atvikið, sem ber vott um furðu lítinn þroska í sam- búð við aðrar þjóðir, eru hin óviðurkvæmilegu skrif íhalds- bíaðsins Vísis í garð Dana nú síðustu daga. Hrakyrði þau, er blað þetta velur dönsku þjóð- inni eru á allan hátt tilefnis- laus, og ói’éttmæt eins og nú standa sakir. Við íslendingar höfum áður fyr átt í hörðum deilum við Dani og talið okkur eiga þeim grátt að gjalda. En þeir tímar eru liðnir. Islend- ingar standa nú Dönum jafn- fætis að réttindum meðal þjóð- anna, og það er íslenzkum blöð- um ósamboðið að vera að jag- ast um gamlar væringar við þá kynslóð, sem nú ræður í Dan- mörku og yfirleitt kemur fram áreitnislaust og vinsamlega í okkar garð. Þessi framkoma Vísis er álíka vöntun á manna- siðum og tiltæki kommúnist- anna gagnvart nazistunum á þýzka skemmtiferðaskipinu. Framkoma eins og sú, sem kommúnistar sýna gagnvart Þjóðverjum og Vísir gagnvart Dönum, getur vitanlega ekki skaðað þær þjóðir eða haft áhrif á gerðir þeirra á neinn hátt. Að því leyti er hún svo tilgangslaus, sem mest má verða. Það eina, sem svona framkoma getur komið til leið- ar, er að spilla áliti erlendra manna á íslendingum, og koma inn þeirri hugmýnd, að þjóðin sé ekki enn búin að losa sig við hin lakari einkenni undirokun- arinnar, enda þótt hún vilji sjálfstæð teljast og hafi fengið viðurkenningu sjálfstæðisins. Leigunámið Einn af mestu erfiðleikum Mjólkursamsölunnar, þegar hún tók til starfa, var sá, að hún hafði ekki umráð yfir tækjum til að framkvæma hina lög- boðnu gerilsneyðingu mjóík- urinnar. Hinsvegar kom það strax í ljós, að heppilegast var og ódýrast að gerilsneyða alla mjólkina á einum stað. Fram úr þessu var ráðið á þann hátt, að samið var við eiganda mjólkurstöðvarinnar hér í bæn- um (Eyjólf Jóhannsson fyrir hönd Mjólkurfélags Reykjavík- ur) að taka að sér alla geril- sneyðinguna fyrir ákveðið gjald, og hafa á henni einka- rétt. Sumir voru að vísu þeirrar skoðunar, að Samsölunni væri óhjákvæmilegt að hafa sjálf umráð yfir gerilsneyðingar- stöðinni, og að stöðina ætti að taka eignar- eða leigunámi, þar sem hún var ekki fáanleg á annan hátt.Og augljóst mál var það þegar í upphafi, að hvim- leitt myndi verða að hafa stöð- ina í höndum Eyjólfs Jóhanns- sonar, sem var opinberlega yf- irlýstur fjandmaður Samsöl- unnar. Það sýndi sig líka, þeg- ar frá leið, að Eyjólfur gerði það, sem hann gat, til að hafa sem mest út úr Samsölunni fyrir gerilsneyðinguna, og sinnti því þó engan veginn sem skyldi að hafa stöðina í því lagi, sem æskilegt mátti téljast. Kom þetta áberandi fram við rannsókn þá, sem Mjólkursam- salan lét fram fara í fyrrasum- ar, og m. a. var framkvæmd af Jónasi Kristjánssyni mjólk- urbústjóra á Akureyri. Hefir það mál áður verið rakið hér í blaðinu. Eins og sakir stóðu í þessu máli, mátti það að vísu til sanns vegar færa, að „almenn- ingsheill“ krefðist þess, að stöðin yrði tekin. Nýja dag- blaðið er þó þeirrar skoðunar, að það hafi verið rétt ráðið hjá landbúnaðarráðherra og Mjólkursölunefnd að reyna samningaleiðina svo lengi sem unnt var, og freista að kom- ast hjá stærri aðgerðum. Blað- ið verður að álíta, að eignar- nám og leigunám séu ráðstaf- anir, sem ekki eigi að grípa til fyr en í síðustu lög, og að heimild stjórnarinnar í þessum efnum beri að nota með ýtr- ustu varfæmi. Leigunám það, sem nú fer fram, er á ábyrgð Eyjólfs Jó- hannssonar og knúið fram af þjösnalegri framkomu hans og brigðmælum. Löggilding stöðv- arinnar var beinlínis bundin því skilyrði, að hún tæki að sér að gerilsneyða alla þá mjólk, sem gerilsneyða þarf til neyzlu í bænum. Enda varð svo að vera, þar sem henni var feng- inn einkaréttur á gerilsneyð- ingunni. Ríkisstjórn og Mjólkursölu- nefnd ber vitanlega engin skylda til að heimta það af bændum, að þeir gangi inn í Mjólkursamlag Kjalarnesþings, ef þeir vilja það ekki sjálfir og hafa til þess full rök. En hitt Frh. á 4. síðu. A víðavangi Heyskapur er nú byrjaður í flestum sveitum landsins. Vorið hefir verið gott, og á harðindasvæð- inu norðanlands og austan urðu fénaðarhöld framar öllum von- um, og víðast góð. Spretta var fljótari og betri norðanlands en sunnan. Ber tvennt til, bæði það, að tíð hefir verið öllu betri í sumar nyrðra, og svo hitt, að frost voru talsverð sunnanlands í vetur, en snjór hlífði þar eigi jörð að sama skapi og fyrir norðan. I ná- grenni Reykjavíkur var taða hirt um síðustu helgi. Síldveiðin hefir verið ágæt það sem af er vertíðinni. Byrjaði veiðin mjög snemma, eða um 20. júní, og hefir verið mikil. Framan af var veiðin aðallega við Langa- nes. Síðastliðið laugardagskvöld (11. þ. m.) voru alls komin á land nærri 340 þús. mál síldar, en á sama tíma í fyrra var veið- in ekki nema rúml. 250 þús. mál og byrjaði þó snemma þá. Og öll bræðslusíldin í fyrra- sumar var ekki nema um 366 þús. mál, eða litlu meira en komið var á land um síðustu lielgi. Verðið, sem ríkisverk- smiðjurnar greiða nú fyrir síld- ina, er kr. 5,30 pr. mál, en var í fyrra aðeins kr. 4,02 pr. mál að meðaltali. Munar þetta geysimiklu fyrir útgerðina, og munu nú flestir hrósa happi yfir því, að þeim ólafi Thors og Sveini Benediktssyni tókst ekki að stöðva síldarflotann í vor. Síldin er nú orðin vel feit, og söltun er að hefjast. Karfaveiðin er, eins og kunnugt er, al- gert nýmæli í íslenzkum sjáv- arútvegi. Var hún hafin seint í fyrrasumar fyrir atbeina Fiskimálanefndar. Snemma á s. 1. vori var veiðin aftur hafin. Var karfinn bræddur 1 verk- smiðju ríkisins á Sólbakka og nokkuð á Siglufirði, en karfinn veiðist aðallega á svokölluðum I-Ialamiðum vestra. Starfar Sól- bakkaverksmiðjan nú eingöngu að karfavinnslu. Kveldúlfur, sem batt togai’a sína í höfn mikinn hluta vertíðar, átti kost á að veiða karfa fyrir ríkis- verksmiðjurnar fyrir ágætt verð, en hafnaði því boði. Eigi höfðu þeir Kveldúlfsmenn held- ur framtak til að reyna að vinna karfa í verksmiðju sinni á Hesteyri fyr en komið var langt fram á sumar. Oekk það þá ágætlega sem vænta mátti. í s. 1. viku voru komnar til verksmiðjanna 8449 smálestir af karfa. Er þetta stórfé bæði til útgerðarinnar og í erlendum gj aldeyri til verksmiðjanna. En þetta mikla verðmæti gátu hin- ir „ráðkænu“ forkólfar stórút- gerðarinnar aldrei lært að nota sér. Á Halamiðum hefir oft á tíðum komið meira af karfa en þorski í vörpur togaranna. En hinir „ráðkænu" borguðu sjó- rnönnum sínum stórfé til að fleygja karfanum í sjóinn! Mjólkurstöðin ! í Reykjavík hefir nú verið tekin leigunámi til afnota fyr- ir alla bændur, sem mjólk selja til Reykjavíkur. Eru dóm- kvaddir virðingamenn nú að meta, hvað sanngjarnt sé, að greitt verði í leigu af stöðinni. Jónas Kristjánsson mjólkur- bússtjóri á Akureyri er um- boðsmaður ríkisst j órnarinnar við virðingargerðina. Eyjólfur Jóliannsson neitaði að afhenda stöðina nema með fógetaúr- skurði. Mætti hann í réttinum með Eggert Claessen sér til að- stoðar, og ætluðu þeir félagar að mótmæla leigunáminu, en lögmaður tók eigi kröfu þein*a til greina, og úrskurðaði, að leigunámið skyldi þegar fara fram. í stjóm stöðvarinnar hafa verið skipaðir Gunnar Arnason búnaðarráðunautur (formaður), Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum og sr. Ingimar Jónsson. Verður strax og unnt, er byrjað að vinna að umbótum á stöðinni og vinnubrögðum þar. Verður því leigunámið væntanlega til þess að tryggja vöruvöndunina 1 betur en áður var, jafnframt því, sem brotin er á bak aftur síðasta tilraunEyjólfs Jóhanns- sonar og Korpúlfsstaðamanna til að eyðileggja mjólkurlögin. I Bændur í Þingeyjarsýslum styðja jarðræktarlögin. Á aðalfundi Búnaðarsam- bands Norður-Þingeyinga, sem haldinn var á Lindarbrekku í Kelduhverfi 26. f. m., var sam- ! þykkt með samhljóða atkvæð- ; um svofelld tillaga: „Aðalfundur Búnaðarsam- , bands Norður-Þingeyinga, hald- ( inn að Lindarbrekku 26. júní 1936 lýsir ánægju sinni yfir hinum nýju jarðræktarlögum og telur þau til bóta frá eldri lögum um sama efni og felur væntanlegum fulltrúa Búnaðar- sambands Þingeyinga að stuðla að því, að Búnaðarfélag ís- j lands hafi framkvæmd þeirra með höndum". Á sameiginlegum fundi j beggja búnaðarsambanda sýsln- ! anna, liöldnum degi síðar á sama stað, var samþykkt til- laga sama efnis með 17 at- kvæðum gegn einu. j Fjörbrot Jóns á Laxamýri. Búnaðarþingsfulltrúi var kos- inn á sama fundi Sigurður , Jónsson Arnarvatni, en vara- j fulltrúi Helgi Kristjánsson í Leirhöfn. Formaður Búnaðar- : sambands Þingeyinga var kos- inn Björn Sigtryggsson, Brún — í stað Jóns Þorbergssonar á Laxamýri. Formaður Búnaðarbands Norður-Þingeyinga (sem er deild úr Búnaðarsambandi Þingeyinga) er Guðni Ingi- j mundarson bóndi á Snatrastöð- um. Með kosningum þessum er kveðið niður að fullu valda- brölt Jóns Þorbergssonar og „varaliðsins" í búnaðarmálum Þingeyinga. Úr Múlasýslum. Þingmenn Sunnmýlinga, þeir Eysteinn Jónsson og Ingvar Pálmaaon, eru nú búnir að Th. Stauning forsætisráðherra Dana, kom hingað til lands í vikunni sem leið, m. a. til að ræða við ís- lenzku ríkisstjórnina um verzl- unarviðskipti íslands og Dan- merkur. Danski landvarnarráð- herrann, Alsing-Andersen, var einnig í þessari för. Ráðherr- arnir komu á danska vitaskip- inu Argus. Fóru þeir frá Rvík til Vestfjarða og þaðan norður og austur um land. halda 10 leiðarþing í kjördæmi sínu. Leiðarþingin hafa verið vel sótt og fylgi þingmannanna stendur föstum fótum í hérað- inu. Athygli vakti það, að Sveinn á Egilsstöðum þorði ekki að mæta á fundinum á Ketilsstöð- um. Hann fór í skírnarveislu þann dag, til þess að sleppa við að standa fyrir máli sínu. Þingmenn Norð-Mýlinga hafa nýlokið ferð um kjördæmi sitt og haldið leiðarþing, þar sem unnt var vegna mislinga í sveitunum. Flestum ber saman um það nú, að fylgi Framsóknarflokks- ins í sýslunni hafi stóraukist síðan um kosningar, og að í- haldið og varaliðið muni hú vera komið í minnahluta, jafn- vel þótt sameiginlega yrði boð- ið fram. Fundir íhaldsins í Rangárvallasýslu. Jón Ólafsson og Pétur Magn- ússon eru búnir að boða sex leiðarþing í Rangárvallasýslu. Einn af þessum fundum, sá sem boðaður hafði verið í Landsveit, féll þó niður, sökum þess að enginn hreppsbúi fékkst til að mæta þar. Biðu þeir Jón og Pétur á fundar- staðnum mikinn hluta dags, en urðu frá að hverfa við svo bú- ið. Á fundi á Ægissíðu mætti i Skúli Guðmundsson fyrir Framsóknarflokkinn. Veitti ; hann þeim Jóni og Pétri all j þarflega meðferð. En að venju var íhaldið í meirahluta á þessum stað, og samþykkti vantraust á ríkisstjómina. Á fundi í Þykkvabæ mætti Gísli Guðmundsson af hálfu Framsóknarflokksins. Stóð sá . fundur nál. 8 klukkustundum. Rætt var um afurðasölulögin, fjármál, jarðræktarlögin, aust- uiweginn, benzínskattinn o. fl., þ. á m. hið fræga mjólkur- verkfall Péturs Magnússonar.. j Sérstalca athygli vöktu ræður Guðjóns Jónssonar bónda í Ási um kjötmálið og jarðræktar- Framh. á 4. síðu. Uian úv heimi Eitt það merkasta, sem kom- ið hefir í ljós í Abessiníu- stríðinu, er að Bretland er ekki lengur mestráðandi á sjónum. Það ræður ekki lengur yfir Miðjarðarhafinu — ekki þeg- ar til kastanna kemur. í upphafi stríðisins sendu Bretar mikinn hluta herflotans inn í Miðjarðarhafið. Sennilega hefir hér legið tvennskonar til- gangur á bak við. Annar sá, að gæta þess að leiðin til Ind- lands yrði ekki heft á neinn hátt, þótt ítölum kynni að detta það í hug undir vissum kringumstæðum. Hinn tilgang- urinn hefir sennilega verið, að sýna Mussolini hramm brezka ljónsins, sýna honum, að enn væru það Bretar, sem drottn- uðu á hafinu, er í harðbakka slægi. Þeir ættu stærstan her- flota, risavöxnustu skipin og hviklausan vilja til þess að halda völdunum á sjónum. Og floti þeirra var dreifður víðsvegar um hafið. Sumt var við Gibraltar, nokkur hluti hans við Malta, en þó flest vígskipin og stærst framundan Egyptalandi, á höfninni í Al- exandriu og við mynni Súez- skurðarins. Auk þess, sem að framan getur, hafa Englendingar sjálf- sagt viljað sýna friðrofa Þjóðabandalagsins alvöru sína i því, að halda þó allfast við ákvæði þess og fyrirmæli. En nú er svo komið, að ó- grynni vígskipa eru hvergi nærri nægileg til þess að tryggja yfirráð á sjó. Vígbúnaður loftsins hefir breytt öllum gildandi hlutföll- um í hernaðarstyrkleika, jafnt á landi sem hafi. Flugher Itala er, sem kunn- ugt er, gífurlega öflugur og í raun og veru stóð Englending- um af honum hinn mesti ótti. I raun réttri er Miðjarðar- hafið komið í hendur Itala, sem sumir telja að eigi nú næst stærsta flugher í heimi. Það er ekki til sá staður um- hverfis Miðjarðarhafið, sem It- alir ná ekki til með flugvél- um sínum. Malta er ekki leng- ur talin öruggt skipalægi brezka flotans. Alexandriu skortir ýmsan hafnarútbúnað og Gibraltarvígið mikla við Njörvasund, getur að vísu varið sundið fyrir umferð skipa, en gegn loftflota stoðar það ekki neitt. Eitt þótti ýmsum kynlegt í framferði Englandinga. Rétt áður en ítalir tóku Addis A- beba, voru mörg stærstu ensku herskipin send burtu úr Mið- jarðarhafinu. Af hverju? Það vissu fæst- ir. Ef til vill í því skyni að sýna það, að Bretar hyggðu ekki á ófrið, hvað sem í skær- ist. En hin skýringin er þó tal- in sennilegri, sú, að floti þeirra hafi raunar hvergi verið hult- ur á þessum slóðum. Hvergi meðfram öllu hafinu er til staður, þar sem olíuforði er öruggur fyrir loftárás. I síðustu fregnum er talað um fasistiskt „belti“, sem Mussolini og Hitler séu að Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.