Tíminn - 27.10.1937, Síða 2

Tíminn - 27.10.1937, Síða 2
182 TÍMINN BðkaskrA. Gjörið svo vel að athuga þessa bókaskrá í góðu næði. í henni eru taldar margar góðar og eigulegar bækur, sem enginn bókavinur má láta fara fram hjá sjer. Hafið og hugfast: Kærkomnasta og besta vinargjöfin er góð bók. Skáldrit. August Stríndberg: Nýir siSir, saga; Ársæll Árnason þýddi. 148 bls., ób. 1.00. Samvizkubit, saga; Ársæll Árnason þýddi. 98 bls., ób. 1.00. Axel Guðmundsson valdi: íslenzkar smásögur. Úrvals smásög- ur eftir þessa höfunda: Jónas Hallgrímsson, Jón Thoroddsen, Þorgils gjallanda, Gest Pálsson, Step- han G. Stephansson, Þorstein Erlings- son, Einar H. Kvaran, Sigui-jón Frið- jónsson, Guðmund Friðjónsson, Jón Trausta, Kristínu Sigfúsdóttur, Jó- hann Sigurjónsson, Huldu, Sigurð Nordal, Jakob Thorarensen, Friðrik Ásmundsson Brekkan, Helga Hjörv- . ar, Gunnar Gunnarsson, Guðmund Gíslason Hagalín, Davíð Þorvaldsson, Kristmann Guðmundsson, Halldór Kiljan Laxness. Mjög handhæg bók til að lcýunast því besta, sem til er af smásögum eftir ísl. höf. Bókin er 300 bls., ób. 8.00, ib. 10.00. Axel Munthe: Frá San Michele til Paríaar, ísl. þýð- ing eftir Harald Sigurðsson. Fræg bók um allan heim. 192 bls. í stóru broti, ib. í shirt. 10.00, skinnb. 12.00. Árni Ólafsson: Ást vi8 fyrstu sýn, smásögur, 84 bls., ób. 2.00. Charles Garvice: Húsið í skóginum, skáldsaga, 436 bls., ób. 4.80. Conan Doyle: Keyptur á uppboíi og fleiri sögur eftir ýmsa höf. 198 bls., ób. 1.00. Einar H. Kvaran: Ofurefli, saga úr Reykjavíkurlífinu, 384 bls., ib. 8.00. Vestan hafs og austan, þl'júr SÖgur, 2. prentun, 237 bls., ib. 7.00. F. E. Sillanpaa: Silja, skáldsaga frá Finnlandi. 267 bls.j ób. 7.60, ib. 9.00. Franskar smásögur, þýddar af Birni heitnum Jónssyni ritstjóra, 196 bls., ób. 1.00. Fjórar sögur: Ferðasaga Eiríks víð- förla 1756—1768, eftir handriti Ólafs Davíðssonar; Samfylgd (ísl. ástarsaga); Heljarför (Jules Verne); Kirkjugarðurinn (Björnstj. Björn- son), 104 bls., ób. 1.75. Guðbrandur Jónsson (prófessor): Moldin kallar og fleiri sögur. 9 sög- ur, sem hlutu ágæta dóma, er þær komu út. 157 bls., ób. 4.80, ib. 6.00. Guðmundur Daníelsson: Bræðurnir í Grashaga, skáldsaga, sem mikið var umtöluð, þegar hún kom út, 184 bls., ób. 4.60. Ilmur daganna, skáldsaga, 192 bls., ób. 4.60, ib. 6.50. Guðmundur Friðjónsson: Ólöf í Ási, saga. Bók, sem miklar deilur vakti á sínum tíma. Er hér um bil uppseld. 164 bls., ób. 1.50. Guðm. G. Hagalín: Vjrkir dagar, 2. prentun. Fyrsta prentun seldist upp á skömmum tíma. 384 bls., ib. 8.60. Gunnar M. Magnússon: Brennandi skip, skáldsaga, 188 bls., ób. 4.00, ib. 6.00. H. G. Wells: í undirdjúpinu, saga, 56 bls., ób. 0.50. Hall Caine: GlataSi sonurinn, skáldsaga um ís- lenskt efni. Þýðing eftir Guðna Jóns- son magister. 445 bls., ób. 4.00. Halldór Kiljan Laxness: Sjálfstætt fólk I—II, skáldsaga, 419 + 350 bls., ób. 11.00 og 10.00, ib. 13.00 og 12.00. Jón Aðils: ViS horfum á lífiS. Þetta eru smá- sögur eftir mjög efnilegan höfund, 126 bls., ób. 4.00. Jón H. Guðmundsson: Frá liðnum kvöldum, smásögur úr daglega lífinu, 95 bls., ób. 3.50, ib. 4.50. Josepli Gollomb: Scotland Yard, leynilögreglusögur, 206 bls., ób. 4.00. Kristmann Guðmundsson: Bjartar nætur, skáldsaga, 176 bls., ób. 5.00, ib. 7.50. BrúSarkjóIIinn, skáldsaga, 267 bls., ób. 8.00, ib. 10.00. Börn jarhar, skéldsaga, 280 bls., ób. 7.50, ib. 9.50. Gyðjan og uxinn, skáldsaga frá eynni Krít. Gerist á 14. öld f. K. 220 bls., ób. 6.50, ib. 8.50. Lampinn, skáldsaga, 176 bls., ób. 5.00, ib. 7.50. Morgunn lífsins, skáldsaga, 324 bls., ób. 8.00, ib. 10.00. Krónuútgáfan I.—IV. hefti. Þýddar smásögur. Hvert hefti er 64 bls., ób. 1.00. Mark Twain: Sjö skopsögur. Þýðing eftir Pál Skúlason ritstjóra Spegilsins. — Fá- ir eða engir rithöf. hafa vakið jafn mikinn hlátur í heiminum eins og M. T. Enginn les þessar sögur óhlæj- andi. 125 bls., ób. 3.20. Rannveig K. G. Sigbjörnsson: Þráðarspottar, 6 sögur eftir vestur- íslenska konu, endurminningar frá æskuárum hennar. Sögurnar gerast á Vestfjörðum. 194 bls., ób. 4.50. Stefán Jónsson: Konan á klettinum, 12 smásögur, 146 bls., ób. 3.60. Pearl S. Buck: Gott land, skáldsaga frá Kína. Hefir selst í milljónum eintaka um allan heim. 336 bls., ób. 8.00, ib. 10.00. Vicki Baum: Grand Hótel, skáldsaga með mörgum myndum úr kvikmynd, sem gerð var eftir sögunni. 350 bls., ób. 4.50. Úrvals sögur, frá Costa Rica, Rúss- landi, Ungverjalandi, Spáni, Kína, ít- alíu og Danmörku, alt eftir úrvals höfunda, 114 bls., ób. 1.75. Theodór Árnason valdi og þýddi: Sjómannasögur. 13 sögui* eftir 10 er- lenda höfunda, flesta norska. 143 bls. í stóru broti, ób. 4.00. Þorsteinn Jósepsson: Tindar. Smásögur. Þ. J. hefir vakið á sér mikla athygli vegna óvenjulega snjallra ferðapistla frá ferðum hans um önnur lönd. Tindar bera vott um ótvíræða rithöfundarhæfileika og þykja sumar sögurnar vera „klass- iskar“. 119 bls., ób. 3.20. Ljóðabækur, sálmabækur og rímur. Björg C. Þorlákson dr.: Ljóðmæli, 152 bls., ib. 8.00. Það var fáum kunnugt meðan dr. Björg lifði, að hún fengist við skáldskap, en ljóð- mæli hennar bera þess vott, að hún sat skáldabekkinn með sóma. Einar H. Kvaran: LjóS, 134 bls., ib. í mjúkt alskinn og gyllt í sniðum 8.50. Fáar bækur eru jafn vel fallnar til tækifærisgjafa sem ljóð E. H. Kvaran. Guðmundur Daníelsson: Eg heilsa þér, 112 bls., ób. 4.50, ib. 5.75. Guðm. Finnbogason valdi: DýraljóS, 192 bls., ib. 5.50. í þessa bók hefir dr. G. F. safnað öllu því helsta, sem ort hefir verið á ísl. um dýrin. Nokkrar myndir eru 1 bólcinni, Guðm. Frímann: Störin syngur, 500 tölusett eintölc, prentuð sem.handrit á mjög góðan pappír. Kr. 7,00. Einar Benediktsson: Hvammar, 172 bls., ób. 6.50, shirt- ingsb. 7.50, alskinn gyllt í sniðum 15.00. Guðmundur Guðmundsson: Friður á jörSu, 2. útg., 58 bls., ób.1.00. LjóSasafn I—-III, 357 + 272 + 245 bls., ib. í shirtingsb. 24.00, í fínt al- skinn 30.00. Þetta er heildarútg. af Ijóðum G. G., frumsömdum og þýdd- um. Ljósaskifti, ljóðaflokkUr um kristni- tökuna á íslandi, 60 bls., ób. 1.00. I f' 1 f ' 5f-p . ■fv v . íT.. - ■ ■;*: ■':.; Islensk úrvalsljó'Ö: 1. bindi: Jónas Hallgrímsson, 120 bls. 2. — Bjarni Thorarensen, 134 — 3. bindi: Matth. Jochumsson, 144 bls. 4. — Hannes Hafstein, 143 — Ib. í mjúkt alskinn, gylt að ofan, hvert bindi 8.00. Úrvalsljóðin eru þær bækurnar, sem síst má vanta á heimilin. Þau hafa að geyma eingöngu hið allra besta, sem bestu skáld þjóðarinnar hafa ort á undanförnum áratugum. Fallegri út- gáfur af íslenskum bókum eru ekki til. — Kaupið safnið jafnóðum og það kemur út, og þér safnið yður varanlegum fjársjóðum. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni: Upp til fjalla, ljóð, 164 bls. Steindór Sigurðsson: Skóhljóð, ljóð, 100 bls. Ób. 5.00. Árni Sigurðsson frík.prestur valdi: Barnavers úr Passíusálmum, 138 bls., ib. 2.00. Eins og nafnið bendir til, er þessi bók sérstaklega ætluð börnum. Þrjátíu og fimm sálmar. 32 bls., ób. 0.76. Benedikt Gröndal: Rímur af Göngu-Hrólfi, 172 bls., ób. 1.00. Látið Göngu-Hrólfs rímur ekki vanta í safn yðar af Gröndals-bókum. Bjarni M. Gislason: Eg ýti úr vör, kvæði. 126 bls., ób. 4.00, ib. 5.00. Ljóðin eru flest tsjáv- arljóð, enda var höf. sjómaður um þær mundir, sem hann samdi ljóð þessi. Tóma8 Guðmundsson: Fagra veröld, 3. útg., 96. bls., ób. 5.00, ib. 7.60. Hallgrímur Pétursson: Passíusálmar (48. útg.), shirtingsb. 5.00, skinnb. 8.00. Haraldur Níelsson safnaði: Þitt ríki komi, 77 sálmar, ib. 2.00. Sálmabók til kirkju- og lieimasöngs, 17. prentun, vasaútgáfa, shirt.band 9.00, skinnb. gylt í sniðum, 16.00. Sálmabók til kirkju- og heimasöngs, 19. útg., ib. í shirt. 8.00, skinnb. 13.00, rúskinn misl. 16.00, skinnb. gylt í sniðum 18.00. Sálmar 150. Safnað og gefið út að til- hlutun synodusar 1910. Ib. 3.50. Hagnýt fræði. Árni Friðriksson magister: Mannætur. Hér er einstæð lýsing á snílcjudýrum þeim, er með manninum búa, og hvaða ráðum eigi að beita til þess að verða af með þau. Með mörgum myndum. 160 bls., ób. 4.50. Björg C. Þorlákson dr. phil.: Daglegar máltíSir, nýjustu rannsókn- ir á nauðsyn fjörefna. Bókin er rituð fyrií* húsmæður, 104 bls., ób. 2.50, ib. 3.50. MataræSi og þjóðþrif, manneldis- fræði. Nauðsynleg bók hverri hús- móður. Með myndum. 272 bls., ób. 5.50, ib. 8.00. Hermann Jónasson (frá Þingeyrum) : FóSrun búpenings, 190 bls., ób. 1.50. Jón Rögnvaldsson: SkrúSgarSar. Ómissandi bók öllum garðeigendum og þeim, sem enga garða eiga, því að þeir eiga að sníða garða sína eftir þessari bók. Fjöldi mynda er í bókinni. 94 bls., ób. 2.50. Óskar B. Vilhjálmsson: Innijurtir. Nýjustu leiðbeiningar um ræktun og hirðingu innijurta. Með 80 myndum. 104 bls., ób. 4.00. Nú þegar allir safna kaktusum, mun ekki vanþörf á að kynna sér hirðingu þeirra og meðferð, og Ó. B. V. er manna kunnugastur þeim málum. Þjóðsagnir. Einar Guðmundsson safnaði: íslenskar þjóSsögur. 35 sögur, að mestu safnað í Hreppunum í Árnes- sýslu. 80 bls., ób. 1.85. Jón Thorarensen: RauÖskinna, I.—III. Sögur og sagnir af Suðurnesjum og víðar, 96 + 194 + 197 bls., ób. 3.50, 4.80, 4.80. ÞjóSsögur Jóns Árnasonar, úrval: Huldufólkssögur, Útilegumannasög- ur, Seytján æfintýri, Þrjátíu æfin- týri, Tröllasögur, Draugasögur, Upp- vakningar og fylgjur, Galdrasögur, Náttúrusögur. Hvert hefti ib. á 3.00. Innb. í þrjú bindi á 25.00. — Þetta er safn, sem enginn má láta vanta í skápinn sinn. Hér er alt það besta úr þjóðsögum J. Á., en hinu slept, sem minna er um vert. Eilífðarmálin. Einar H. Kvaran: Dularful! fyrirbrigSi, ób. 0.60. Samband viS framliSna menn, ób. 0.30. Friðrík Hallgrímsson dómk.prestur: Kristur og mennirnir, 88 bls., ib. 3.50. Guðm. Jónsson (Kamban): Úr dularheimum, fimm æfintýri, rit- uð ósjálfrátt, 64 bls., ób. 0.50. Haraldur Nielsson: Hví slær þú mig? I. Erindi um rann- sókn dularfullra fyrirbrigða. 72. bls., ób. 0.50. Hví slær þú mig? II. Andsvar gegn ummælum biskups. 191 bls., ób. 2.50. Kirkjan og ódauSIeikasannanirnar. Fyrirlestrar og predikanir. 2. útg., 268 bls., ób. 2.00. Vörn og viSreisn, tvær ræður, 31 bls., ób. 0.50. Jakob Jónsson prestur: Framhaídslíf og nútímaþekking. Bók þessi gefur yfirlit yfir reynslu og röksemdir sálarrannsóknamanna. Sjö myndir eru í bókinni til skýringar efninu. 208 bls., ób. 6.00, ib. 8.00. Mikilvægasta máliS í heimi. Tvær rit- gerðir um rannsókn dularfullra fyr- irbrigða. 82 bls., ób. 1.00. W. H. Stead: Eftir dauSann, bl'éf frá Júlíu. Ritað hefir ósjálfrátt W. T. Stead. Þýtt hefir Einar Hjörleifsson (Kvaran). 208 bls., ób. 1.75, ib. 2.50. „Eilífðarmálin" eru mál, sem hver einasti maður verður að taka afstöðu til. Allir erum vér dauðlegir og eng- inn veit, hvenær dauðann ber að; — Kynnið yður, hvað fræðimenn og prédikarar hafa að segja um lífið og dauðann og lífið eftir dauðann. Leikrit. Einar II. Kvaran: Hallsteinn og Dóra, sjónleilcur í 4 þáttum, 159 bls., ób. 4.00. Jósafat, sjónleikur í 5 þáttum, 158 bls., ób. 4.00. Bæði þessi leikrit hafa verið leikin í Reykjavík, og vöktu þá mikla at- hygli sökum óvenjulegs efnis og góðrar meðferðar höf. á því. •— Síð- asti þútturinn í „Hallsteinn og Dóra“ gerist eftir dauðann „einhverstaðar í tilverunni". Ferðabækur. Knútur Arngríms8on: HjóliS snýst. Ferðaminningar frá Þýskalandi. 214 bls., ób. 4.00. Ingivaldur Nikulásson: Á sjó og landi I—II. Endurminningii* Reinalds Kristjánssonar fyrv. pósts milli Bíldudals og ísafjarðar. Segir þar frá ýmsum svaðilförum á sjó og landi, ennfremur Skúla-málinu marg- umtalaða á ísafirði, 96 + 64 bls., ób. 2.50 og 1.50. Sveinbjörn Egilson: Sjóferðasögur. Sveinbj. Egilson er löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín í þágu farmanna þessa lands. En hitt er og eigi síður kunnugt, að á yngri áruni var hann einn af víðförl- ustu farmönnum Norðurlanda. Sjó- ferðasögurnar segja frú ýmsu, er fyrir höf. bar á þeim árum. 136 bls., ób. 3.20 Þorsteinn Jósepsson: Undir suðrænni sól. Ferðaþættir frá Suður-Sviss. Þ. J. hefir ferðast um þvert og endilangt Sviss, en í þessari bók segir aðallega frá Tessin, syðstu og fegurstu kantónunni, sem er rétt norðan við landamæri Ítalíu. — 96 bls. + 34 bls. myndir. Framan við bókina er kort af Sviss. Æfintýri förusveins. Ferðaminning- ar og myndir sunnan úr löndum. — Bólcin er fádæma skemmtileg, prent- uð á blúan pappír og prýdd um 50 myndum, prentuðum á ekta mynda- pappír. Ób. 6.00, ib. 8.00. Ármann Halldórston Uppeldismál. Berlrand Russell: Uppeldið. Íslenslc þýðing eftir Ár- mann Halldórsson. — Bókin ræðir um eitt af mestu vandamálum nú- tímans: uppeldismálin. Henni er skifi í 3 aðalkafla: Uppeldishugsjónir, Uppeldi skapgerðarinnar og Uppeldi vitsmunalífsins, og marga smærri kafla. — Höfundurinn er heimsfræg- ur heimspekingur og uppeldisfræð- ingur. 213 bls. í stóru broti, ib. 10.00. í ritdómi í N. Dagbl. er komist svo að orði um „Uppeldið“: „Árið er elcki liðið. En líklegt þykir manni, að út sé komin hér á landi sú bókin, sem hlýtur dóminn „Besta bók ársins“. En það er bók Russells um uppeldið. ... Ef ekki væri unnt að tryggja það öðru vísi, að allur almenningur gerði sér að skyldu að kynnast efni hennar, ætti að fela gullsmiðum að sjá svo um, að eitt ein- tak af henni fylgdi hverjum tveimur tiúlofunarhringum, sem þeir selja ..“ Sagnfræði o. fl. Guðbrandur Jónsson prófessor: Krístján X., minningarrit um 25 ára ríkisstjórn konungs vors. Bókin er í stóru broti, mestmegnis myndir úr ferðum konungs hér á landi. Ób. 15.00. Gaðmundur Finnbogason dr.: Mannfagnaður. 52 tækifærisræður. 190 bls., innb. í afar fínt band 16.00. Þessi bók hefir vakið almenna at- hygli vegna andríkis höf. og glæsi- legs frágangs. Fornsöguþættir, 1. bindi: Goðasögur og forneskju- sögur. 2. — íslendingasögur. 3. — íslendingasögur. 4. — íslendingasögur. Valið hafa og búið undir prentun: Pálmi Pálsson og Þórhallur Bjarnar- son biskup. — 240 + 231 + 240 + 239 bls., hvert hefti ib. 3.00. Hermann Jónasson: Draumar. Þetta er merlcileg bók eftir merkan gáfumann og forvitran. H. J. var draumamaður mikill, er t. d. Njálu-draumur hans eftirtektarverð- ur og ættu allir þeir, sem Njálu iesa, að kynna sér draum þennan. Bregð- ur hann ljósi yfir mörg atriði sögunn- ar, og verður allur aðdragandi að Njáls brennu skiljanlegri og senni- legri eftir draumnum. Ób. 1.60. Indríði Einarsson: Reykjavík fyrrum og nú, ób. 1.00. Islensk fræði, 1. hefti: Sagnaritun Oddaverja eftir dr. Einar Ól. Sveins- son; ób. 3.50. 2. hefti: Ætt EgiU Halldórssonar og Egils eaga eftir Ólaf Lárusson pró- fessor; ób. 2.50. Jónas Jónas3on frá Hrafnagili: íslenskir þjóðhættir. Með fjölda mynda, 504 bls. í stóru broti, skinn- band 24.00. — Þetta stórmerka rit er nú að verða uppselt; dragið ekki að tryggja yður eintak, áður en það verður of seint. ••

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.