Tíminn - 29.10.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1936, Blaðsíða 4
176 TIMINN Um ýarðræktarlögin nýju Framh. af 1. fiiöu. rœktunarskilyrði eru fremur erfið, þá verður að gera þá kröfu, að ekki fáist minna en 50 hestar af hverjum hektara í slíku túni, og er það alltaf nægur fóðurforði iyrir 11—12 kýr, eða allt að því 1/3 meira en í>. Br. gerir ráð fyrir. j Bíkið er þá búið að styðja ábúandann til að koma upp á- burðargeymslu fyrir 22—23 kýr og véltæku, ræktuðu landi fyrir 11—12 kýr. Allir ættu að geta verið á einu máli um það, að ákjósan- | legast væri að hvert einasta býli á landinu gæti fengið meira en 5000 kr. í styrk samtals. Enn er meðalstyrkurinn a býli ekki kominn upp fyrir 700 kr. Til þess að koma öllum býlum landsins upp í 5000 kr., eða ! núgildandi hámarksstyrk, þarí ríkissjóðurinn að leggja fram l Hiimtflla riíml. 30 milljónir króna, ef reiknað er með, að býlin j séu rúml. 6000. Enn er þessi uppliæð ekki komið nema upp í , rúmar 5 milljónir, og hefir þó nokkur hluti þess gengið til rækt- i unar í kaupstöðum og kauptúnum._ Það á því býsna langt í land , eða um hálfa öid með sama áframhaldi og verið hefir, að þessu ! hámarki geti almennt orðið fullnægt, hvað þá, ef það væri sett 1 hærra. Að lokum skal svo á það bent hversu ójafnt styrkurinn hefn* j skipzt til býlanna, þar sem 110 jarðir, sem hann hafa hlotið iiæstan, hafa fengið rúxnlega hálfa miljón alls, en um 3000 j arð- ir, sem hver um sig heíir ekki náð 1000 krónum, hafa ails aðeins íengið rúmlega 600 þúsund krónur eða aðeins rúmar 200 krónur að meðaltali. Ilámarksákvæðið er m. a. sett til þess að tryggja það, að þær jarðirnar, sem skemmst eru komnar áleiðis með ræktun, nái jafnvægi við hinar, sem lengst eru komnar. En þetta vill Þ. Br. auðsjáanlega ekki skilja. „Forgöngumexm4*. Þ. Br. heldur því fram, að með hámarksákvæðinu sé hemill iagður á „forgöngumenn“ í jarðrækt. Þar er fyrst því til að svara, að vafasamt er að telja þá alla „forgöngumenn", er mest hafa ræktað, en hina „amlóða“, sem skemmra eru komnir, eins og þrásinnis hefir verið gert af stjórnarandstæðingum, þegar þeir hafa verið að telja eftir 20% uppbótina. Margt kemur þar tíi greina því að eflaus’t hafa margir þeir, er skemmra eru komnir, haft einlægan vilja til framkvæmdanna og engu síðri þekkiugu en hinir, þótt hamlað hafi ytri ástæður, svo sem fá- tækt og óhæfileg ábúðarskilyrði. Þ. Br. virðist ganga út frá því sem gefnu, að þeir sera komnir eru upp í hámark, hætti samstundis allri ræktun. Þetta er allt of mikil vantrú á íslenzka bændur. Hlutverk jarðræktar- styrksins á að vera það að íleyta öllum yfir fyrstu og dýrustu framkvæmdirnar og ■skapa aistaðar lífvænleg skilyrði til bú- rekstrar. En að sjálfsögðu munu þeir bændur, sem búnir eru að ná hámarkinu, halda áfram með sína ræktun, ef þeir telja sig þuría þess. Og það liggur í augum uppi, að sá, sem búinn er að fá styrk til að koma upp nægum hlöðum og áburðargeymslum og 8—10 hektara stóru, véltæku túni, á ólíkt hægara með að halda áfram en hinn, sem lítið, eða ekk'ert er á veg kominn. Og við þetta eru hámarksákvæði laganna einmitt miðuð, að styðja bónd- ann til að framkvæma allt það dýrasta, en ætla honum að halda síðan áfram af eigin ramleik með ræktunina. . Þ. Br. endar þessar athugasemdir sínar um hámarkið með því, að ákvæði þessi séu „á alla vegu óheppileg“. Eins og hér hefir verið bent á, eru allar aðfinnslur hans um þetta atriði á misskiln- ingi byggðai’, og má því sannarlega snúa upp á þæx hans eigin orðum, að þær séu „á alla vegu óheppilegar“. „Hroðvirkni**. Þ. Br. skrifar heilan kafla með þessari fyi'irsögn, en getur þó ekki bent á nema eitt einasta dæmi um það, sem hann kallar hroðvirknislegali frágang á lögunum. En þetta dæmi er um það, að styrkur til hlöðu og áburðarhúss greiðist ekki nema mælt sé sama ár og verkinu er lokið. Þetta ákvæði var sett til að koma í veg fyrir, að eldri framkvæmdir, sem ekki hafa verið styrktar áður, svo sem ósteyptar heyhlöður, yrðu mældar til styrks. En vitanlega er það ekki ætlunin að fx’amkvæma þetta ákvæði þann- ig, að menn missi af réttmætum styrk, og verða nánari ákvæði sett um það í reglugerð á sínum tíma. Þ. Br. hefði því alveg getað sparað sér þessar hugleiðingar. „Frumvarp Bændaflokksins**. Þ. Br. eyðir miklu rúmi í það að vegsama frumvarp það til jarðræktarlaga, er hann sjálfur hefii’ flutt á Alþingi eftir síðustu kosningar, þar sem farið var fram á allmikla hækkun á styrk ti) sumra framkvæmda og sumstaðar óeðlilega mikla samanborið við aðrar. Ef Þorsteinn Briem hefði flutt þetta fi'umvarp 1—2 árum fyr, meðan hann sjálfur var ráðherra með stuðningi meiri hluta Alþingis, myndi bæði ég og aðrir hafa tekið það alvarlega. En þá virðist hann ekki hafa séð þess neina þörf að hækka jarðræktar- styrkinn. Um svona „forgöngu" í landbúnaðarmálum er bezt að hafa sem fæst orð. En hitt er vert að undirstrika, að Þ. Br. kemst ekki hjá því í þessum kafla greinar sinnar að viðurkenna berum orðum, að styrkurinn sé í nýju jarðræktarlögunum í ýmsum atriðum venx- lega hækkaður frá því, sem áður var., Hinu gleymir hann auðvitað, sem þó er frá sjónarmiði bændanna, einn af meginkostum laganna, sem er það, að styrkur- inn er nú lögfestur á ákveðnum grundvelli. Eftir eldri jarðrækt- arlögum miðaðist styrkurinn við dagsverk, sem ráðherra gat breytt með reglugerð. Nú er hann miðaður við flatarmál og rúm- mál og verður því ekki bi-eytt nema með lögum. Héðan af getur enginn ráðherra gi’ipið til þess í spamaðarskyni, að stækka dags- verkið, og lækka þannig jarðræktarstyrkinn án þess að spyrja Alþingi. ja ‘puÁaign^s ngiðASjixiiui nssacj e upuaq gu ssaij guqs ; ug Þ. Br. enn að klifa á því, að 20% uppbótin sé blekking ein, og er helzt svo að skilja á málflutningi hans, að hann telji að heild- arupphæð jarðræktarstyi’ksins muni lækka, frá því sem áður var. I því sambandi vil ég skýra frá því, að fyrir liggur útreikn- ingur á því fyrir árið 1934, hver jarðæktarstyrkurinn þá hefði orðið, ef hann hefði verið reiknaður út eftir hinum nýju lögum. Sá útreikningur leiddi í ljós, að heildarupphæð styrksins hefði orðið hærri það ár samkvæmt nýju lögunum en þeim gömlu, og það án þess að tekið væri tillit til 20% uppbótarinnar til handa jörð- um, sem eru neðan við 1000 kr. En þessi uppbót nemur alls um yó millj. kr., þegar öll býli landsins hafa náð 1000 kr. styrk. Þess er og að gæta, að bændur munu að sjálfsögðu auka þær framkvæmdir, sem styrkurinn hefir verið hækkaður tiL Hefir það komið í ljós nú þegar á þessu sumri, að byggt er meira af áburðai’húsum, þvaggryfjum og hlöðum en áður héfir verið. Hinsvegar treysti ég mér vel til að búa til frumvarp til jarðræktarlaga, sem kvæði á um hærri styrk, en gert er ráð fyrir í hinum nýju jarðræktarlögum, og jafnvel hærri en Þor- steinn Briem gerði ráð fyrir í sínu frumvai’pi! Það mætti vel verða mér til loís, en hitt er vafamál, hvort bændur landsins hefðu gagn af slíku yfirboði! „Réttur leiguliða**. Þá heldur Þ. Br. því fram, að réttur leiguliða á opinberum jarðeignum sé skertur um þriðjung frá því, sem áður var. Þetta mun hann byggja á því, að samkv. 15. gr. er svo ákveðið, að tii aígjaldsgreiðslu reiknist styrkur til jarðabóta helmingi hærri en þeim ber samkv. 9. gr„ en var áður þrefaldur. Hér er eins og víðar ekki nema hálfsögð sagan hjá þessum höfundi. Honum ætti þó að vei'a kunnugt um það, að á þinginu 1935 voru sam- ; þykkt lög um eifðaábúð og óðalsrétt og i þessum lögum er á- j kveðið, að allar opinberar jarðir nema embættisjarðir skuli leigð- | ar á eifðaíestu gegn 3% afgjaldi, miðað við fasteignamat, næst • þegar ábúendaskipti verða og strax, ef ábúandi óskar. Nú þegar i hafa margir óskað eftir erfðafestunni, og áreiðanlega mun innan- 1 skamms meginhluti jarðanna leigður á þennan hátt. Leigan i greiðist þá í peningum, en ábúandi fær þá venjulegan jarðabóta- styrk. Hann eignast þá sinn hluta umbótanna og ríkisstyrkur- inn verður fylgifé býlisins. Ákvæði 15. gr. snertir ekki þorrann af ábúendum hinna opinberu jarða, heldur aðeins þá fáu, sem búa á embættisjörðunum. 17. grein jarðræktarlaganna. 1 greir, sinni eyðir Þ. Br. eigi minna en átta köflum til að i’áðast á 17. gr. jarðræktai’laganna. Er þetta því undarlegra, sem hann að lokum lýsir því yfir, að aðeins eitt smávægilegt atriði hafi á Alþingi valdið því, að hann greiddi atkvæði gegn grein- inni. Áður hefir vei’ið á það bent i umræðum urn þetta mál, að Þ. Br. og flokksmenn lians hafa í frv. því til nýbýlalaga, sem þeir íluttu þing eftir þing, borið fram ákvæði, sem eru nákvæmlega hliðstæð við 17. gr. jai’ðræktarlagarma. Sbr. útvarpsumræður í sl. mánuði. Þessu hafa þeir ekki mótmælt. Hinsvegar er það vitað, að sú hindrun jarðabrasksins, sem í Í7. gr. felst, er og hefir verið hinn mesti þyrnir í augum í- haldsmanna, og hefir ekkert ákyæði laganna verið afflutt eins af þeim. Þ. Br. hefir hér sem endranær sýnt þjónkun sína við í- haldið, og það svo átakanlega, að hann í þessu tilfelli verður að berjast gegn því sem hahn sjálfur hefir áður haldið fram. Skulu þá lauslega tekin til athugunar helztu atriðin í árás- um hans á 17. gr. „Eignaskattur á lánum”!! Svo langt gengur Þ. Br. í vísvitandi blekkingum, *að hann heldur því fram, að ábúendur verði að greiða eignaskatt af þeim hluta jarðarinnar, sem svarar til jarðræktars’tyrksins og nefnd- ur er „fylgifé" hennar. Þetta er vitanlega sú regin fjarstæða, að engum orðum þarf að eyða að því að hrekja hana. Að sjálfsögðu verður þetta fylgifé skattfrjálst, með því að á því eru þær kvaðir, að ábúandinn, sem þess nýtur, má hvorki selja það né veðsetja. Sama er að segja um erfðafjárskatt. Hann kemur held- ur ekki til greina í þessu sambandi. Þá virðist Þ. Br. standa í þeirri meiningu, að fylgiféð eigi „í ákveðnum tilfellum“ að renna í sveitar- eða bæjarsjóð. Hér er um misskilning að ræða, því að eins og skýrt er fram tekið í 17. gr. laganna, er það aðeins verðhækkun fylgif járins, miðað við fasteignamat, sem greiða á í sveitarsjóðinn. Tökum dæmi. Jörð hefir fengið 8000 kr. í styrk. Fasteigna- mat er 15 þús. kr„ þar af fylgifé metið 1500 kr. (hálft kostn- aðarverð). Nú selst jörð þessi 1500 kr. yfir fas’teignamat eða 16500 kr. Þar sem 1/10 hluti af fasteignamatsverði hennar er fylgifé, þá á 1/10 af verðhækkuninni að renna í sveitarsjóð, eða 150 kr. Seljandinn fær þá sjálfur 14850 kr„ því að af heildar- söluverðinu hefir hann orðið að skila aftur til kaupanda fylgi- fénu, sem er metið 1500 kr. „Ginning fyrir sveitarstjórnir**. Þ. Br. gerir sveitarstjórnum þær getsakir, að þær muni í eiginhagsmunaskyni stuðla að óeðlilegri verðhækkun jarða, t’I þess að geta no’tið þeirrar verðhækkunar, er á fylgifénu verður. Sveitarstjómir virðast raunar ekki hafa neina séi-staka mögu- leika til að koma þessu fram, þótt þær vildu, enda reynir Þ. Br. ekki að gera grein fyrir því. Og þessi aðdróttun í garð sveita- ! stjórna verður að teljast í mesta máta óviðeigandi. , „Lögbýli“, Þ. Br. slær því föstu, að fylgifjárákvæðið nái aðeins til „lög- býla“ en ekki til ræktunarlands í grennd við kauptún og kaup- staði, og sé þá hér um tvennskonar rétt að ræða fyrir þá, sem jarðræktarstyrksins njóta. Við þetta er það að athuga, að í 17. gr. er hvergi talað um „lögbýli“ heldur „býli“, og verður það 1 að sjálfsögðu reglugerðarákvæði, hvað lagt verður í það orð. En því má slá föstu, að ýms smábýli við kauptún og kaupstaði, sem ekki teljast til „lögbýla“, muni falla undir það ákvæði. Þó karrn að vera, að einhverjir smá-ræktunarblettir falli undan, og verðui’ að breyta lögum í því efni, ef með þarf, því að vitanlega hefir þeim, er lögin samþykktu, ekki dottið í hug að gera hér upp á milli. ,4tökvillur~ Þorst. Briem. Þ. Br. virðist mjög hneykslaður yíir því, að gerðar séu ráð- stafanir til að hindra það, að jarðræktarstyrkur hækki söluverð, en hinsvegai’ séu ekki slíkar hindranir* lagðar á verðhækkun þeirra jarða, sem einskis styrks hafa notið. Það er mál út af fyr- ir sig, að lögleiða almennan verðhækkunarskatt fasteigna. En þó að það hafi ekki enn verið gert, eru það þó engin rök gegn því, að ríkið noti aðstöðu sína, sem veitandi jarðræktarstyrksins, til að koma í veg fyrir óeðlilega verðhækkun af hans völdum. Ég held því óhikað fram, að ríkinu sé ekki einungis rótt heldur og skylt að gera þetta, og þá ekki sízt til þess að koma í veg fyrír, að þeim íjármunum, sem það greiðir sem vaxtalaust framlag til ræktunarframkvæmda í sveitunum, verði breytt í lánsfé við það að styrkurinn sé seldur, þegar eigendaskipti verða að jörðunum, og að nýi eigandinn þuríi þannig að fara að inna af hendi vexti af ríkisíramlaginu. Þ. Br. kallar það nú „rökvillu“ að löggjaíarvaldið neyti að- stöðu sinnar til þess að vemda sveitrmar frá þeim voða, að f jár- magnið streymi óhindrað þaðan við jarðasöluna eins og það liefir gert undanfarið. Harm hefir þá sjáiíur með nýbýlafrum- varpi sínu gert sig sekan um sömu „rökvillu“, eins og áður er fram tekið. Og þar var einmitt í greinai’gerð lögð á það alveg sérstök áherzla, að með þessu ætti að hindra það, að braskað yrði með ríkisstyrkinn til nýbýlanna, en ekiíi einu orði á það minnst, að verðhækkanir af öðmm ástæðum skyldu heftar jafnframt. Mönnimi verður að leiða getum að því hvort heldur er, að Þ. Br. sé algerlega búinn að gleyma írumvarpi síns eigin flokks, iivort hann treystir því, að aðrir séu búnir að gleyma því, eða hvort hin blinda hlýðni hans við húsbændur sína í íhaldsílokknum ræður hér ein athöfnum hans og orðum án tillits til alls annars. „Hlutur** seljandans. Næst kemur Þ. Br. með ýrnsar bollaleggingar um það, að bóndanum, sem selur jörð sína, sé ekki tryggt kostnaðarverð þess hluta umbótanna, sem hann hefir framkvæmt fyrii1 eigin fé, og talar um, að ekkert orð finnist í lögunum, er tryggi jarðræktar- bóndanum endurgjald fyrir framlagðan kostnað. Með þessu virðist hann vera að gefa í skyn, að eldri jarðræktarlögin hafi tryggt bændum þetta. En svo var auðvitað ekki. í nýju lögunum eru engar hömlur lagðar á það að bóndinn geti sel’t sinn hluta svo hátt sem vera skal. En það sem skilur stefnu okkar Þ. Br. í þessu efni, er það, að hann virðist hafa allan hugann við hags- muni þess mannsins, sem er að fara frá jörðinni og yfirgefa búskapinn, en mér finnst frá sjónarmiði sveitanna öllu meiri á- stæða til að gæta hagsmuna viðtakandans, sem kemur til að reka þar búskap og helga sveitinni starfskrafta sína. Þetta er einmitt tilgangur 17. gr. Út af fyrir sig býst ég heldur ekki við, að nokkrum n-mnni dettí í hug að halda því fram í alvöru, að allur útlagður kostn- aður á jörðunum eigi stöðugt að leggjast við jarðarverðið, kyn- slóð eftir kynslóð. Með því yrði fljótlega óbúandi á flestum eða öllum jörðum. Verðhækkun vegna annaia ríkisframlaga. Þá heldur Þ. Br. því fram, að ræktunin sé „lögð í einelti" með ákvæðum 17. gr„ þar sem löggjöfin hindri ekki óeðlilega verðhækkun af völdum annara ríkisstyrkja en jarðræktarstyrks- ins. Þetta er alrangt með farið, eins og Þ. Br. sjálfur hlýtur að vita. Nægir þar að vísa í lögin um Byggingar- og landnámssjóð (9. gr.), lögin um verkamannabústaði (5. gr.) og lögin um ný- býli og samvinnubyggðir, þar sem hliðstæðar ráðstaf- anir eru gerðar til að hindra það, að ríkisstyrkur valdi verðhækk- un. Þ. Br. talar um, að verðhækkun ge’ti orðið vegna vegalagn- mga, hafnargerða og annara slíkra opinberra mannvirkja til al- menningsnota. Ber að viðurkenna, að það er rétt. Skal sízt standa á mér að styðja löggjöf til hindrunar slíkri verðhækkun, ef not- hæf aðferð finnst fyrir framkvæmd hennar. En hitt má draga mjög í efa, eftir þá reynslu, sem fengin er af löggjafar- starfsemi Þ. Br„ að hann muni gerast einlægur frumkvöðull slíkra umbóta. Þ. Br. spyr: „Hversvegna á einmitt að leggja kvaðir á vinn- una og þá jarðabótavinnu sérstaklega?“ 17. gr. leggur einmitt ekki kvaðir á vinnuna. Hún léttir kvöðum af manninum, sem ætlar að vinna á jörðinni, þar sem hún losar hann við að vinna fyrir rentum af framlagi ríkissjóðs. Þetta er því öfugmæli eins og flest annað í þessari ritsmíð Þ. Br, Ástæðan til þess, að Þorst. Briem greiddi atkvæði móti 17. gr. En í næsta kafla lýsir Þ. Br. þó yfir því, að hann hafi á Al- þrngr greitt atkvæði móti 17 gr. vegna þess, að ekki hafi fengizl breytt því ákvæði greinarinnar, að verðhækkun jarðabótastyrks- ms skuh renna í sveitarsjóð. Þet’ta verður ekki skilið á annan veg en þann, að ef þessu smáatriði hefði verið breytt, myndi hann hafa greitt atkvæði með greininni. Þetta er í sannleika merkrleg yfrrlýsmg, eftir að maðurinn er búinn að eyða löngu rúmi og mörgum orðum til þess að leitast við, að sanna, hversu skaðleg og óviðeigandi öll meginhugsun greinarinnar sé. Manni verður að hugsa, að honum sé nú allt í einu aftur farið a8 renna blóðið til skyldunnar við nýbýlafrumvarp sitt, sem áður er nefnt. Tilgangur 17. gr. Þ. Br. spyr að lokum: „En hvaða tilgangi nær 17. gr. þá?‘ Það er von, að maðurinn spyrji, þegar hann er búinn að fars hring í röksemdaleiðslu sinni á þann hátt, sem skýrt hefir verif hér að framan. Mér þykir fara vel á því að veita honum lítilsháttar úrlausr þessarar spurningar, þótt raunar sé oft búið að gera það áður. 17. greinin á að hjálpa til að tryggja það, að jarðræktar- styrkurinn verði til þess að létta lífsbaráttu allra þeirra, sem i jörðunum búa í nútíð og framtíð. Steingrímur Steinþórseon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.