Tíminn - 18.11.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1936, Blaðsíða 3
TÍMINN 187 Aðstað kommúnism Kommúnistar hafa um nokk- u r ár haldið uppi litlu flokks- bro'ti hér á landi, og nú fyrir nokkrum dögum byrjað að gefa út dagblað hér í Rvík. Frá því fyrsta að þeir hófu starf sitt hér, hefir verið ó- slitin barátta við stefnu þeirra frá hálfu oklcar Fram- sóknarmanna. Meðal annars hefi ég ritað ítarlegar tímarits- greinar um vanmátt og skað- semi kommúnismans í lýðræðis- löndum, móti helzta málsvara þessarar byltingarstefnu hér á landi, og lauk þeirri deilu svo, að sá maður neyddist til að gefa upp alla vörn um fram- kvæmanleika kommúnismans á íslandi. í þeim löndum, sem bezt eru mennt og hafa sterkast lýðræð- isskipulag, er kommúnismirm algerlega fylgislaus. Svo er í Sviss, Hollandi, Englandi, Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og hér á landi. I Danmörku munu vera tveir kommúnistar á þingi og þegar þeir tala, fara aðrir þingmenn út, eða skrifa sendibréf til kjósenda sinna. Stauning • hefir algerlega neitað öllu samneyti við rússnesku byltingarstefn- una og allt hennar athæfi. — Sama gerir Per Albin Hanson, forkólfur jafnaðarmanna í Sví- þjóð, og þá ekki síður Ny- gaardsvold og félagar hans í Noregi. Fyrst eftir rússnesku bylt- inguna voru um 50 kommúnist- ar á þingi Norðmanna, en nú er þar enginn, og í haust sem leið treystu kommúnistar sér elcki til að bjóða menn fram nerría í einu kjördæmi í Nor- cgi, en unnu ekki á. Hér á landi hefir Alþýðu- flokkurinn algerlega afneitað félagsskap við kommúnista, og að því leyti hreinsað til fyrir sínum dyrum. Má að sjálfsögðu gera ráð fyrir, að Alþýðu- flokkurinn starfi framvegis, eins og hliðstæðir flokkar á Norðurlöndum, á lýðræðis- p.rundvelli og afneiti í verki öllu framferði hinna ofstopa- fullu óróaseggja, er vilja draga þá niður í algert áhrifaleysi með sér. Að sjálfsögðu vill enginn borgaralegur flokkur á Norður- löndum eða í Englandi, líta við kommúnistum til eins eða neins. En sú undarlega aðstaða er komin í heimspólitíkinni, að eínvaldi Rússa, sem áður skip- aði deildum sínum í öðrum löndum að ófrægja og spilla fyrir öllum frjálslyndum flokk- um í þingræðislöndum, hefir nú algerlega snúið við blaðinu, og skipað sínu fólki að hafa hægt um sig og jafnvel að gera sig líklegt til að styðja verka- mannaflokkana í þingræðislönd- unum til friðsamlegra umbóta. En það er einmitt þessi sam- vinna við byltingarflokkinn rússneska, sem hefir verið af- neitað í öllum þeim löndum, þar sem þingmenn útkljá ekki deilumál sín með áflogum á þingfundum. Á Norðurlöndum cg í Englandi segja allir frjáls- lvndir menn við kommúnista þjóðar sinnar: Þið eruð menn ættjarðarlausir, en við eigurn ættjörð. Þið takið við skipun- um frá ríkisstjórn í öðru landi um hversu þið skuluð hegða vkkur í málefnum þess lands, þar sem þið hafið fæðst, en brugðið trúnaði. Fyr á árum var ykkur skipað að efla ófrið og illindi í landinu. Ykkur var skipað að fótumtroða lög lands- ins, og prédika uppreisn og hervirki. Þið teljið ykkur bundna af fyrirskipunum út- lendrar ríkisstjórnar, en ekki af lögum ættjarðarinnar Nú er sagt að ykkur sé skip- að frá Rússlandi að látast vera friðsamir og látast vilja um stund virða lög og rétt ætt- landsins. En hve lengi stendur sú dýrð? Og hvaða þjóðfélag getur haldið frelsi og virðingu sinni, el' það sættir sig við • þvílíka hlutsemi um sín eigin mál, frá erlendum stjórnarvöldum. Sú algerða andúð og gagn- gerða fyrirlitning, sem allar lýðræðisþjóðir hafa á kommún- ismanum, nær líka til nazism- ans. Báðar þessar stefnur falla é. sama bragði. Fylgismenn þeirra í lýðræðislöndunum eru ættjarðarlausir, og hættuleg verkfæri í höndum erlendra valdhafa gegn frelsi og menn- ingu lýðræðisþjóðanna. Kommúnistar í Noregi höfðu um skeið 50 þingsæti og eiga nú ekki neitt. Hér hafa þeir aldrei átt neitt þingsæti og munu aldrei fá það. Hin íslenzlca þjóð mun á næstu misserum sýna það í verki, að hún þolir engri út- lendri þjóð, að segja fyrir um málefni lands og þjóðar. J. J. Sýnísliorn aS „samSylkísig-ar4*- Sréttwm íhaldsms Mbl. leggur á það mikla áherzlu nú siðustu daga að telja fólki trú um, að „starfs- skrá“ Alþýðuflokksins, sem ný- !ega var út gefin, sé tekin, upp úr stefnuskrá kommúnista. Þessi þvættingur hefir að vísu verið borinn til baka. En Mbl. er svo sem ekki á því að láta sig. Því oftar, sem vitleys- unni er mótmælt, því fastar e'* Jienni haldið fram í Mbl. En síðastl. laugardag hefir Mbl. flett nokkuð eftirminnilega cfan af sínu eigin slúðri í þessu máli. Og þar með er vísvitandi ósannsögli þess sönnuð svo rækilega, sem á verður lcosið. En sönnunin er þessi: í „starfsskrá" Alþýðuflokks- ins stendur m. a.: „Stofnað sé sérstakt verzlun- ar og utanríkismálaráðuneyti, or hafi það verkefni, að undir- búa alla verzlunarsamninga við erlend ríki, stjórna markaðs- leitum, ráðstafa inn- og út- flutningi og hafa að öðru leyti yfirumsjón með öllu, er viðkem- ur utanríkisverzluninni". Um þetta segir Mbl.: „Hér ér algerlega gengið inn á óskir kommúnista frá í vor". En þessar „óskir kommúnista frá i vor“ segir það, að komið hafi fram í „samfylkingartilboði“ 1. j inaí s. 1. og, að þar standi: „Við gætum hugsað okkur, í að yfirstjórn gjaldeyrismál- anna og utanríkisv«i-zlunarinn- ar væri sameinuð“. Þetta, sem lcommúnistar gátu „hugsað sér“ 1. maí s. 1. er nú, eftir því sem Mbl. fullyrðir, or- sök þess, að áðurnefnd sam- þykkt var tekin upp í „starfs- skrá“ Alþýðuflokksins. Og vérði einhver framkvæmd gerð : í þessa átt, þá ætlar Mbl. sér að halda því fram, að Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn liafi gert það vegna kröfu frá kommúnistum! En ef betur er að g'áð, eiga Mbl. piltarnir erfitt með sjálfa sig í þessu máli. Því að samþykkt Alþýðusam- bandsþingsins er ekkert annað ; en nokkurnveginn orðrétt upp- prentun á 3. lið stjórnarmynd- i unarsamningsins frá 14. júlí 1934. Þar er gert ráð fyrir. „Að fela sérstakri stjórnar- ; skrifstofu á meðan núverandi viðskiptaörðugleikar haldast, að undirbúa verzlunarsamninga við erlend ríki, stjórna mark- aðssleitum, ráðstafa inn- og út- flutningi og hafa að öðru leyti yfirumsjón með öllu, er við- kemur utanríkisverzluninni". ICannslce þeir Jón og Valtýr vilji nú reyna að halda því fr.am, að 3. liður stjórnar- myndunarsamningsins 14. júlí 1934 hafi verið tekinn upp úr „samfylkingartilboði" kommún- ista 1. maí 1936!! Blöðum annara flokka myncli auðvitað eklci þýða, að flytja slíka kenningu. En íhaldið á vafalaust eitthvað af fólki, sem myndi trúa þessu! Kolaverzlun' SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: EOL. Rcykjavík. Sími 1933 Notíð SjaSnar-sapur. Aða»lfiixiduxm Skógræktarfélags Islands, verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna í Reykjavík þriðjudaginn 29 des. þ. á. kl. 8 siðdegis. Dagskrá samkvæmi íélagslögum. Stjórnin SillsfhiikiM Þann 17. þessa mánaðar minntust þau 25 ára hjúskap- arafmælis síns, hjónin að Borg í Skriðdal, þau Bjarni Björns- son og Kristín Ámadóttir. Var afmælisins minnzt með mestu rausn, þar sem um 80 gestir voru staddir á heimili þeirra þennan dag, fyrst og fremst sveitungar þeirra, en einnig fólk lengra að. Sá rausn- ar- og myndarbragur, sem allt af hefir hvílt yfir því heimili, kom þar fram í sinni beztu mynd. Þar var ekkert til spar- að að gestum mætti sem bezt líða. Dvölin þar þessa stund verður öllutn lengi minnisstæð, myndarskapur við framreiðslu, glaðværð húsbóndans, hin hóg- væri og prúða framkoma hús- freyjunnar og synir þeirra sjo, sém allir eru myndar- og ágæt- isdrengir, gerir sitt til að allir muna þessa samverustund lengi. Það er ánægjulegt að koma heim að Borg. Gesti er þar fagnað með slíkri alúð og gest- risni að vart verður lengra komizt. Og allt ber þar vott um hinn mesta myndarskap. Bær- inn mikið og vel húsaður, svo að ekki varð vart við þrengsli, þótt þarna væri um 100 manns samankomið heila nótt. Mikið gert að girðingum og öðrum hagnýtum umbótum. Borgar- heimilið hefir alltaf verið veit- andi. Þau hjón eiga 7 syni, sem allir eru heima og ásamt for- eldrum sínum gera garðinn frægan. Einn drengjanna minntist foreldra sinna í sam- sætinu og það svo vel og fall- ega að unun var að heyra. Margar ræður voru haldnar í samsætinu, sr. Þór. Þórarins- son, Valþjófsstað gifti silfur- brúðhjónin að nýju til, og við allir, sem þarna vorum staddir og allir vinir þeirra óska þess, að næstí áfanginn að gullbrúð- kaupinu megi verða þeim svo farsæll og giftudrjúgur eins og sá, sem nú er náður, og þau meg’i áfram sem hingað til vera tákn rausnar, stórmennsku og inyndarskapar í hvívetna. 25./9. 1936. L. L. 19 Iireppabúnað- aríélög á rnóti meiríhíuta búnadarfjíngs pessi hreppabúnaðaríélög hafa samþykkt að skora á búnaðarþing nb taka við framkvæmd hinna nýju jarðrælctarlaga: Búnaðarfélag Búða- og Fáskrúðs- fjarðarhreppa í Suður-Múlasýslu. Tvö búnaðarfélög í Vallahreppi í Suður-Múlasýslu. En í þeim hreppi hýr Sveinn á Egilsstöðum, og hefði Mbl. mátt geta um það í gær, úr þvi að það fór að segja frá atkvæðagreiðslunni í hreppi Björns á Rangá. Búnaðarfélag Mjóafjarðar í Suð- ur-Múlasýslu. Búnaðarfélag Loðmundarfjarður 1 Norður-Múlasýslu. Búnaðarfélag Öngulsstaðahrepps i Eyjafjarðarsýslu. Búnaðarfélag Svalbarðsstrandar- hrepps í Suður-þingeyjarsýslu. Búnaðarfélag Óspalcseyrarhrepps i Strandasýslu. Búnaðarfélag Hrófbcrgshrepps i Strandasýslu. Búnaðarfélag Bæjarhrepps í Strandasýslu. par var tillagan samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Búnaðarfélag Bislavpstungna- i'.repps í Ániessýslu. Aður hefir verið getið um sams- konar samþykktir í 8 hreppabún- aðarfélögum. um, sem geng'ið hafa yfir landið. V. Þegar Eysteinn Jónsson kom austur í Suður-Múlasýslu vorið 1933 var dapurt um að litast eins og víða annarsstaðar. Und- ir hinni öruggu forustu Sveins í Firði og Ingvars Pálmasonar hafði Framsóknarfl. vaxið ár frá ári í kjördæminu. Og í hinni miklu raun eftir þing- rofið 1931 höfðu Sunnmýlingar fylkt sér fast um málstað flokksins. Og þeir trúðu flokkn- um vel í þeim málum sem öðr- um. En ári síðar hafði nokkur liluti flokksins gengið á hönd íhaldinu, og valið til forsætis- ráðherra eina þingmann flokks- ins, sem var alveg samþykkur íhaldinu í kjördæmamálinu. Á útmánuðum ári síðar, sam- þykkti svo þingið, sem sprottið var upp úr þingrofinu, stjórn- arskrá, þar sem þingmenn voru 49, en Jón Þorláksson hafði beðið um 50. Svo gersamlega hafði íhaldið sigrað fyrir und- anhald og þróttleysi þeirra manna, er síðar gengu í bænda- deild íhaldsins. Þegar Eysteinn byrjaði að ferðast um Suður-Múlasýslu, var engu lílcara en kjördæmið myndi tapast í ihendur íhalds- ins. Góðir og dugandi flokks- menn sögðust mundu sitja heima á kjördegi. Það væri sama, hvort íhaldið sigraði eða Framsóknarmenn af sömu teg- und og þeir sem síðar gengu í bændadeildina. Hér greip Ey- steinn Jónsson í taumana á lík- I an hátt og gert hafði Þórólfur Beck móðurbróðir hans, er hann tók við stjórn á skipi, þar sem skipstjóri hafði gefizt upp í baráttunni við óveðrið. Þórólfur bjargaði skipi og skipshöfn úr yfirvofandi sjáv- arháska. Eysteinn Jónsson vakti aftur sigurvonina í brjóstum samherjanna. Og sig- urinn kom. Kjósendur, bæði á Austurlandi og víðar, hafa reynt síðan 1934, að máttur og skapandi þróttur Framsóknar- flokksins hefir aldrei verið meiri en nú. Ásgeir Ásgeirsson og stjórn hans höfðu að vísu lamað skemmilega fórnar- vilja Framsóknarkjósenda eftir þing’rofið. En eftir þann eina ósigur var liði fylkt að nýju og sótt fram til lausnar á fjöl- mörgum hinum þýðingarmestu málum. VL Sumarið 1933 tókst með naumindum að hindra íhalds- ílokkinn frá að hrifsa völdin í landinu. Um það leyti tóku þeir Jón Árnason og Eysteinn Jónsson höndum saman um að undirbúa skipulag á kjötsölunni i landinu, eftir þeim línum, sem Framsóknarmenn höfðu lagt á ílokksþingi sínu þá um vetur- inn. Kjötverðið hafði þá í tvö haust verið allt að því helmingi lægra en 1930 og bændastétt- inni var að blæða út undir bræðingsstjóm íhaldsins og bændadeildar þess. Um sumarið og haustið 1933 beittu þessir tveir menn sér fyrir, að ný stjórn yrði mynduð þá á vetr- arþinginu með skipulagningu afurðasölunnar, sem aðalmáí. Jón Jónsson og Hannes Jónsson gengu í lið með íhaldinu í þessu máli, en var vikið úr flokknum. Höfðu þeir félagar stefnt að því að svo yrði til að geta opin- berlega komið fram sem bænda- deild íhaldsins. Var öll þróun, sem gerðist í þingflokknum á vetrarþingi 1933 afar þýðingar- mikil og merkileg. Og í þessu máli tók yngsti þingmaður flokksins forustuna og bjargaði flokknum yfir hin hættulegu sker. Þorsteinn Briem og lið hans höfðu stefnt að því að eyðileggj a Framsóknarflokkinn. Þeir óttuðust siðgæði samvinn- unnar. Þeir hræddust þann um- bótavilja á kjörum almennings, sem hafði myndast. Upp af rústum Framsóknarstefnunnar ætiuðu þeir sér að skapa bænda- deild íhaldsins. Þorsteinn Briem og nánustu félagar beittu í þessum málum állri sinni skug'galegu lævísi. Átökin á þingfundum Fram- sóknarflokksins \Toru löng og hörð. Það var barizt um líf eða dauða flokksins. Það var barizt um hve mikið liðhlaup Þor- steins Briem gæti eyðilagt, og hve miklu yrði bjargað af hin- um raunverulega liðskosti Framsóknai’flokksins. Á þessum löngu og miður skemmtilegu fundum féllu stundum heit og hörð orð milli þeirra, sem lengi höfðu starfað saman í flokknum, en voru nú að skilja. En þær tilfinningar náðu ekki til yngsta þing- mannsins. Hann gekk að starf- inu með kaldri ró, eins og skurðlæknir, sem starfar að hættulegum holskurði. Ey- steinn Jónsson hélt alltaf fram rökum og engu nema rölcum. Þegar andstæðingarnir ætluðu að sleppa úr hættulegri aðstöðu með útúrdúrum og vífilengjum lagði hann aftur og aftur á borðið hin þungu rök, sem ekki varð flúið frá. Þessi forstaða Eysteins Jónssonar átti höfuð- þátt í að flokkurinn missti ekki meira en varð þá á þinginu, og að brotthlaup Þ. Briem og fé- laga hans varð sérlega óglæsi- legt í augum almennings. Dóm- ur þjóðarinnar féll um vorið. Framsóknarmenn fengu 15 kjördæmakosna þingmenn, en bændadeild íhaldsins 1. Og sá náði kosningu með því móti, að Ölafur Thors flutti nokkuð aí fiokksfylgi íhaldsins beinlínis yfir á þennan mann, og þáð í íorboði flokksforingjans, Jóns Þorlákssonar. VII. Eftir kosningarnar 1934 var það sýnilegt, að núverandi stjórnarflokkum bar skylda til að mynda stjórn saman, ein- mitt um viðreisn atvinnulífsins eftir sömu línum og þeir Jón Árnason og Eysteinn Jónsson höfðu lagt sumarið áður, en strandaði í það sinn á íhalds- hlekkjum Jóns Jónssonar og Ilannesar á Ilvammstanga. Ilin nýja stjórn hlaut að rnæta aðal- erfiðleikunum, og innsti kjarni allra almennra erfiðleika voru fjármálakröggur einstaklinga, þjóðarinnar og viðskiptaþjóð- anna. Starf fjármálaráðherr- ans í hinu nýja ráðuneyti hlaut að verða erfiðara en nokkurs manns, er áður hafði gegnt því starfi, síðan landið fékk sjálf- stjórn. í hópi Framsóknarmanna innan þings og utan var enginn skoðanamunur um það, að Ey- steinn Jónsson yrði að vera fjármálaráðherra í hinu nýja ráðuneyti. Og’ andstæðingar fiokksins voru yfirleitt á sömu skoðun að svo híyti að verða. Ráðuneyti Hermanns Jónas- sonar var myndað um mitt sumar og engin fjárlög til fyr- ir næsta ár, en þing átti að koma saman um haustið, vegna fjárlaganna. Eysteinn Jónsson gerði þá sín fyrstu fjárlög á nokkrum dögum. En hann lét ekki þar við sitja. Hann fylgdi fjárlögunum eftir með daglegri vinnu allt þingið. Hann bætti því ofan á sín mörgu óhjá- kvæmilegu störf að sitja á fundum fjárveitinganefndar all- an fyrri hluta þingsins. Þar vann hann með samherjum og andstæðingum að því að gera íjárlögin, bæði tekjuáætlun og útgjaldaákvarðanir sem allra bezt úr garði. Enginn annar fjármálaráðherra hefir unnið á svo hag-nýtan liátt að samningu íjárlaganna. VIII. Eysteinn Jónsson tók við tómri fjárhirzlu, mildum lausa- skuldum, miklum ábyrgðum á ríkissjóði og afarmiklum kröf-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.