Tíminn - 06.01.1937, Qupperneq 2

Tíminn - 06.01.1937, Qupperneq 2
a TlMlNN llti Söluverð Grænmetisverzlunar ríkisins er ákveðið: 1. jan. — 28. febr. kr. 22,00 pr. 100 kilo 1. marz— 30. apríl — 24,00 — 100 — 1. mai — 30. jání — 26,00 — 100 — Innkaupsverð Grænmetisverzlunarinnar má vera allt að þrem krónum lægra hver 100 kilo. V erðlagsnef nd Grænmetisverzlunar ríkisins. i. Þegar litóð er yfir árið 1956 skiptast á skin og skúrir. Árið byrjaði með miklum erfiðleik- um. Á Norður- og Austurlandi voru geisimiklir snjóar, og fannfergi með afbrigðum, svo að mánuðum saman var ófært milli bæja nema á skíðum. Á Suðurlandi var jörð löngum auð og ber, en frost hörð, svo að vatn þraut víða í sveitum til mikilla óþæginda. Lengi fram eftir útmánuðum virtist voði fyrir dyrum í snjóa héruðunum austan- og norðan- lands. En sveitafólkið varðist liættunni ágætlega, með fram- sýni og þolgæði. Hermann Jónasson fékk til tvo hina kunnugustu menn, þá Stein- grím Steinþórsson og Pál Zóp- hóníasson til að stýra hallæris- vömunum fyrir hönd ríkis- stjóraarinnar, en heima í hér- aði stýrðu kaupfélagsstjórarn- ir bjargráðunum. Tveir snjó- bílar voru stöðugt í gangi vik- um saman þai’, sem hættan var mest. Mikill fóðurbætir og hey var flutt inn á harðindasvæðið fyrir forgöngu þeirra Páls og Steingríms. Þegar voraði var batinn eindreginn. Fénaðarhöld víða góð, lambadauði afarlítill. Heyskapur í sumar varð mik- ill. Nýting á heyjum góð, eink- um norðan og austanlands. Fé var vænt í haust og verð hækkandi og engin tregða að koma framleiðslunni í verð inn- anlands og utan. En því miður var saga sjáv- arútvegsins ekki jafn glæsileg. Vertíðin var með afbrigðum rýr allt í kringum um land, en þó verst austanlands. ítaKavar að miklu leyti lokuð, nema með óhagstæðum vöruskiptum, og á miðju ári brauzt út borgara- styrjöld á Spáni, sem lokaði að mestu skiptum við það land. Portúgal var enn sem fyr þrautaúrræðið með saltfiskinn, en þar fór verðið lækkandi sök- um framboðs frá keppinautum, einkum Norðmönnum. Síldar- aflinn varð á hinn bóginn mik- ill og góður og verð á síldar- afurðum batnandi eftir því sem á leið. Niðurstaða af atvinnurekstri landsmanna var sú, að afstaða landbúnaðarins var batnandi, og fóru yfirburðir skipulagsins um sölu á kjöti og mjólk nú fyrst að sýna til fulls hve mikla þýðingu það hefir. En sjávarútvegurinn býr enn að því að salan og markaðsleitin á afurðum, sem útvegsmenn selja, hefir verið og er enn í höndum spekúlanta, sem gleyma framtíðinni fyrir hags- munum augnabliksins. II. Alþingi kom saman á venju- legum tíma, lauk allmikilli lög- gjöf, og gerði fjárlög fyrir 1937. Þau eru í aðalatriðum byggð á sömu forsendum og fyrir líðandi ár. Vinnubrögð voru og hin sömu og áður. Stjórnarflokkamir stóðu fast saman um afgreiðslu þeirra, og létu andstæðingum sínum ekki lföast að ætla að stórhækka út- gjöldin með yfirboðum. En jafnhliða því að Eysteinn Jóns- son hefir kveðið niður hrossa- kaupin, sem frá upphafi vega höfðu verið lýti á þingstörfun- um, hefir núverandi þingmeiri- hluti gætt ítrasta réttlætis í skiptingu landsfjárins til um- bóta í héruðunum. Þannig hef- ir geisifé verið varið í brim- brjótinn í Bolungarvík, þó að stjómin eigi Jóni Auðunn litl- ar þakkir að gjalda. Svo sterk eru þessi tök um fjármálin og svo réttlát, að íhaldið hefir í tvö ár ekki séð þess neinn kost að væna þingmeirihlutann um undanhald eða hlutdrægni. Brá mjög við á aðra lund er Jón Þorláksson fjármálaráð- herra beittist móti byggingu Eiðaskóla og Kristneshælis. Hvortveggja gekk fram, en að honum nauðugum. III. Mörg ný lög og þýðingar- mikil voru gerð á þinginu. — Meðal hinna merkari em vegalögin. Þar voru gerðar breytingar til bóta í hverju kjördæmi landsins, utan kaup- staða, en langveigamest var sú breyting, sem gerð var um Suð- urlandsveginn. Síðan laust eft- ir aldamót höfðu landsverk- fræðingarnir og Jón Þorláksson verið að velta fyrir sér þeirri spurningu, hversu skyldi tengja saman Reykjavík og lágléndið austanfjalls. Stund- um var svar verkfræðinganna að leggja ætti járnbraut um Hellisheiði að ölfusárbrú. Stundum var horfið frá því, og dýr og hár vegur átti að koma í staðinn. Dýrar rannsóknir vom um málið og leitað til lær- dómsmanna í útlöndum. Er tal- ið að í þessar rannsóknir muni hafa eyðst nokkuð á þriðja hundrað þúsund krónur. Að lokum var almenningur farinn að sjá, að hér var engin alvara í bjástri verkfræðinganna. Á hverjum vetri lokaðist austur- leiðin af snjó. Miklu fé var varið til að halda leiðinni op- inni, oft fyllti í skörðin báðum megin við bifreiðamar. Og þó var vitað, að í miklum snjóa- vetram fara allir vegir á þess- ari leið algerlega í kaf. Menn í stjórnarflokkunum tóku nú ráð sín saman um að lofa verkfræðingunum að mæla áfram eins og hingað til, með- an þeim þætti það stætt, en ef úr framkvæmdum ætti að verða, myndu umbótaflokkam- ir verða að ráða gátuna sjálfir. Formenn beggja stjómarflokk- anna báru málið fram á nýjum grundvelli. Nú skyldi gerður vetrarvegur frá Hafnarfirði um Krísuvík, Selvog og ölfus. Þetta er snjólausa leiðin svo- kallaða. Nú um jólaleytið hefir verið hríðarfjúk af og til. Leið Geirs Zoéga hefir lokast um leið, og bændur austanfjalls koma ekki vömm sínum til liöfuðstaðarins nema með liörmungum. En hin nýja leiS um Selvog er alauð. Þegar Geir vegamálastjóri frétti um frv. þetta, sá hann að nógu lengi myndi nú hafa verið spurt um hans ráð í þessurn efnum, og þótti máli skipta, hvort hin nýja leið myndi vera flokksmál í báðum flokkum stjómarinnar. Mundi hann þá daga, er Ásgeir og Jón í Dal höfðu hlaupið úr liði sinna samherja og eyðilagt mál þeirra með Mbl.-liðinu. Enginn gat svarað þessu þá, en raunin var sú, að Mbl. beitti sér með öllu liði sínu móti málinu, en stjómarsinnar voru fastir fyr- ir eins og veggur og björguðu stórmæli þessu í höfn. Jón Gunnarsson verkfræðingur mældi fyrir vegi þessum í sum- ar og telur að hann muni kosta eina miljón króna frá Hafnar- firði og austur að Hjalla í ölf- usi. Sumarið 1935 höfðu vinnu- flokkar frá Litla-Hrauni lagt nm 4 km. af vegi eftir ölfusi. Nú vinna þeir menn í vetur að fyrirhleðslu Ála og Affalls austur í Rangárvallasýslu. En í sumar var unnið að hinni nýju Suðurlandsbraut fyrir 70 þús. af ríkisfé og 15 þús. af at- vinnubótafé úr Hafnarfirði. Var unnið á tveim stöðum, bæði í ölfusi og frá Hafnar- firði og í átt til Krísuvíkur. Sóttist verkið vel, en mikil ' nauðsyn er að hækka þessa fjárveitingu. Þetta er höfuð- vegur landsins. Þetta er hin mikla lífæð milli Faxaflóa og Suðurláglendisins. Hún þarf að vera fullgerð eftir fáein ár, því að hún er undirstaðan undir lieilbrigða framþróun alls at- vinnulífs og verzlunar á Suð- urlandi. Byrjað var í sumar á annan stórframkvæmd í samgöngu- málunum með því að gera as- falt-vegkafla á tveim fjölförn- ustu leiðum við höfuðstaðinn. Var til þess varið um 150 þús. kr. Tilgangurinn er að steypa á þann hátt leiðirnar frá Reykjavík að Elliðaám og til Ilafnarfjarðar. Aldrei hafði Mbl.-liðið hugsað svo hátt að framkvæma þvílíka vegagerð. Þvert á móti höfðu leiðtogar þess flokks átt með kommún- istum aðalþátt í að koma af stað hinu illræmda bflstjóra- verkfalli fyrir jólin í fyrra, til að hindra það, að fé fengizt í þessa vegalagningu. En í sumar var lágt risið á þeim, sem að uppþotinu stóðu, er þeir sáu framkvæmdir þær, sem nú hefir verið lýst. IV. Tvenn önnur lög skal nefna, sem vakið hafa mikið umtal. Eru það annarsvegar breyting- ar á barnafræðslunni, en hitt eru jarðræktarlögin. Fræðslu- lögin eru í sjálfu sér lítið ann- að en kjarabót fyrir kennara í kaupstöðum. Var þess full þörf að því leyti, að launakjör kennara í kauptúnunum voru hin ömurlegustu. Tilgangurinn er nú sá, að þeir kenni smá- bömum á haustin og vorin. Við það lengist vinnutími þeirra. Ég lagði við meðferð málsins ánerslu á, að þrennt þyrfti að fara saman: Launa- bætur kennara, fækkun kenn- ara og léttir á andlausum ítroðningi, sem gerir börnin heimskari en þau þurfa að vera. Allmikill mótblástur var gegn tillögum mínum, en þó náðu sumar þeirra fram að ganga. Þannig á nú ekki að kenna bömum innan 10 ára aldurs nema lestur og skrift og ekki kenna bömum á skóla- aldri erlend tungumál, nema þau séu áður vel að sér í ís- lenzkri málfræði. Ef skynsam- lega er haldið á þessari fræðslulöggjöf, má bæta kjör kennaranna, en um leið fækka þeim til stórra muna, en gera nám bamanna léttara og skemmtilegra en verið hefir. I-Ivort svo verður vtl á haldið er komið undir áhuga foreldra, skólanefnda og kennara. Um jarðræktarlögin hefir mikið verið rætt. Ihaldið og vaa’alið þess gerði það að flokksmáli, að berjast móti um- bótunum, og vonast eftir að geta afvegaleitt villugjarna menn með blekkingum sínum. Við Framsóknarmenn vitum, að við stöndum á sterkum gmndvelli eins og í jarðhita- málinu, ömmumálinu og hæsta- rétti, til að nefna aðeins þrjú dæmi. Hver er nú sá íhaldsmað- ur, sem ekki leggur blessun sína yfir hugkvæmd okkar að nota jarðhitann til gagns fyrir land og þjóð? Hver ofsækir nú fyrir Laugarvatn? Hver fyrir kaupin á Reykjum? Hver fyrir að hindra leigða föðurlands- svikara frá að stýra veiðiskip- um um nótt inn á miðin? Og hver stendur nú uppi með Jóni í Dal og vesalingum þeim, or honum fylgdu í því að láta ör- vasa gamalmenni velja sér verri vesalinga í hæstarétt? Við Framsóknarmenn eram orðnir vanir við að taka hin stóru umbótamál og leysa þau. Við þekkjum hina ofsafengnu gagnsókn andstæðinganna, sera i öllum tilfellum er sprottin af hæfileikaleysi, menntunarleysi og skammsýnni eigingimi. I hverju máli eftir annað hefir sókn andstæðinganna snúizt í viltan flótta, eins og í dæmum þeim, sem ég nefndi. Eftir fáa mánuði verður jafn erfitt að finna skynsama bændur, sem vilja borga spekúlöntum í Rvflc fé úr landssjóði til að gera nýja Korpúlfsstaði, eins og að finna útvegsmenn, sem vilja halda Þorgeir Pálsson 6 laun- um til að koma togurum í land- helgina. Og eftir tvö missiri verða bændur jafn sneypulegir á svip, ef þeim er borið á brýn, að þá langi til að hlunnfara böni sín, er taka við jörðum þeirra, með því að selja þeim Um samstarf Búnaðarfólags íslands og ríkisvaldsins Eftir Jón Hannesson, bónda í Deildartungu I. Blað sem nefnist Framsókn flutti um mig nokkrar Gróu- sögur fyrir skömmu, sem eru á því stigi ritmennsku, að ég tel þær ekki svaraverðar. Hinsvegar var drepið á það, í ritsmíði þessu, að ég myndi hafa haft annan skilning á að- stöðu Bf. ísl. til ríkisvaldsins þegar ég vann, ásamt öðmm, að undirbúningi á breytingum á lögum Bf. ísl. milli búnaðar- þinga 1929—31, heldur en fram kemur í fyrsta kafla jarðræktarlaganna nýju. Um það og málið í heild sinni vildi ég fara nokkmm orðum, ef það gæti orðið til ekilningsauka um þetta mál. H. Nefnd sú, sem vann að breyt- ingum á lögum Bf. ísl., sem samþykktar vom á Búnaðar- þinginu 1931, var skipuð þess- um mönnum: Jakob H. Líndal bónda, Lækjamóti, Sigurði E. Hlíðar dýralækni á Akureyri og Jóni Hannessyni í Deildar- •Lungu. Nefndinni og Búnaðarþing- inu var það ljóst, að tillögur hennar og samþ. þeirra í lög- um Bf. ísl., hvað viðkom að- stöðu Bf. Isl. til ríkisvaldsins, voru aðeins tilraunir til sam- komulags um málið. Þetta bera lög Bf. Isl. með sér, þar sem tekið var upp, að í stað þess að ráðherra skipi tvo menn af þremur í stjóm Bf. ísl., væri annar endurskoðandi félagsins félagsins skipaður af ríkisvald- inu. Þessi réttur, sem lög Bf. ísl. þannig ætla ríkisvaldinu, bendir ótvírætt á viðurkann- ingu á rétti ríkisvaldsins til afskipta af málum félagsins. Hinsvegar er ekki að því vikið, hverjar leiðir ríkisvaldið ætti að fara til þess að leið- rétta það sem áfátt væri, ef endurskoðanda þess þætti ekki stefnt í rétta átt, en óbeint er gefið í skyn með þessu, að hér sé um óbeinan rétt að ræða. Það var öllum, sem kunnugir voru málinu, ljóst, að þáver- andi formanni félagsins, Tryggva Þórhallssyni þótti í- hlutun ríkisvaldsins í málum Bf. ísl. í veikasta lagi, þó hann mælti fátt um það, en það kom ljóst fram, þegar farið var að leggja grundvöll máls- ins síðar á Búnaðarþingi þessu, svo sem nú skal greina. Sjálfstæðisflokkurinn hafði valið sem fulltrúa sinn í stjóm Bf. ísl. Magnús Þorláksson bónda á Blikastöðum. Magnús hafði kastað kaldyrð- um til formanns félagsins þá á Búnaðarþinginu og býst ég við að þau hafi bitið betur vegna þess að þá var form. fé- lagsins jafnframt forsætisráð- herra og orðin því tekin að nokkru setn árás á landstjóm- ina. 1 lok Búnaðarþings var gengið til kosninga á fulltrúum í stjómina, sem væntanlega kæmi tM framkvæmda ef Al- þingi gengi að breytingum þeim, sem lög Bf. Isl. gerðu ráð fyrir. Kom þá sá einkenni- legi hlutur upp, að Jón ólafs- son framkvæmdarstjóri var kosinn en Magnúsi Þorlákssyni hafnað, — sem skýring á þessu var talið, að nauðsyn bæri til að svai’a kaldyrðum Magnúsav á þennan hátt. Þeir sem nokkuð þekktu til hinna pólitísku strauma þá, vússu að þetta myndi ekki efla fylgi málsins hjá Sjálf- stæðisflokknum, og mun Tr. Þórh. hafa verið það fullljóst. Hefi ég fengið þá sannfær- ingu að þarna hafi ráðið meira hjá honum, að tengslin milli Bf. Isl. og ríkisvaldsins yrði með lagabreytingunni of veik, og vikið svo málinu á þennan hátt til að eyða því, því ekki var hann svo orðsjúkur, að hann þyldi ekki að til hans væri talað. Aftur á móti munu Búnaðarþingsfulltrúar þeir, sem tóku þátt í þessu, hafa tal- ið, að þetta væri svo auðsótt mál, að þessi kosning myndi lítil áhrif hafa og þar sem þeir voru flestir Framsóknar- menn, þá þótti þeim gott að sýna formanni flokksins þessa þjónustu. Bæði af þessum orsökum og fleirum stöðvaðist málið á Al- þingi 1931. Bjami Ásgeirsson alþm. sem ó þessu tímabili hefir verið í stjórn félagsins,og beitti sér fyrir því að koma málinu fram, fékk engu áorkað næstu árin, enda tóku þá í bili við stjóm landsins þeir menn, sem létu sig málið litlu skipta, þó Þor- steinn Briem prestur á Akra- nesi tali nú hátt um þes3a hluti. III. Núverandi landstjórn tók málið upp á nýjum grundvelli í fjárlögum fyrir árið 1935, þar sem sett voru skilyrði um styrk til Búnaðarfél. íslands. Búnaðarþingið 1935 tók upp samninga um málið við ríkis- stjómina. Náðu þeir samningar aðeins um það að felld skyldu niður ákvæðin í jarðræktarlögum um stjórn Bf. ísl. og var þá jafn- framt lagður grundvöllur um þá skipun að búnaðarmála- stjóri skyldi vera einn. Hins- vegar var alls eklci gengið frá því atriði hvemig aðstöðu Bf. ísl. væri skipað í framtíðinni gagnvart ríkisvaldinu. Þetta viðurkennir meirihluti nefndar þeirrar er fjallaði um málið á aukaþingi Bf. ísl. síðastliðið haust, þar sem þeir orða grein- ar, sem þeir vilja láta fella inn í hin nýju jarðræktarlög um þetta efni. Það verður því ekki um það deilt, að Búnaðarþing 1935 gekk svo frá málinu, að Bf. Isl. tók við styrknum ó þeim grundvelli, að eftir var að koma á fullum samningum milli þess og ríkisvaldsins. Það er því hlutverk Bþ. 1936, að ganga frá þessu máli. Ég hefi orðið svo langorður um þetta, vegna þess að ýmsir hafa gefið í skyn, að landstjórnin hafi gengið á gerða samninga með fyrsta kafla jarðræktarlaganna Einkum hefir Fálmi Einarsson orðað þetta mjög villandi í út- vai’psumræðum. IV. Þegar ég gekk að samstarfi við samning fyrsta kafla jarðræktarlaganna nýju, þá óskaði ég eftir að þau atriði sem fjölluðu um Bf. Isl. yrðu sem fæst, enda er ekki hægt að segja að langt sé gengið inn á það mál, þar sem ekki er nema um fvö atriði að ræða, það er samþykki ráðherra á vali bún- aðarmálastjóra og úrskurðar- vald hans í ágreiningsmálum milli stjómar Bf. ísl. og bún- aðarmálastjóra, í málum sem

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.