Tíminn - 15.02.1937, Blaðsíða 1
XXI. ár.
7. tbl.
Reykjavik, 15. febr. 1937.
UÓttctö gfóxtíssson:
^Ratt^ías ^oclntmsson
I.
Tveir af sonum sr. Matthíasar Jochumssonar,
hinn elzti ogf hinn yngsti, Steingrímur lælcnir á Ak-
ureyri og Magnús kaupmaður í Reykjavík hafa nú
fyrir jólin gefið út ljóðmæli föður þeirra í prýði-
legri útgáfu, sem nú mun komin á bókamarkaðinn
í stærstu kaupstöðum landsins.
Þessi útgáfa er hin þriðja og mesta af ljóðmælum
#r. Matthíasar. Hún er miklu meiri og vandaðri en
östlundsútgáfan, sem var í 5 bindum, og á ýmsan
hátt áfátt um ytri búning. Hér eru Ijóðmælin öll í
einu bindi, í fallegu formi, á þunnum pappír, svo að
bókin er fyrirferðariítil þó að hún sé nálega 1000
blaðsíður. Kvæðunum ei raðað í bálka eftir skyld-
leika. Fremst í bókinni er gott yfirlit, en síðast full-
komin skrá yfir kvæðin, eftiv upphafsorðum ijóð-
anna.
Steingrímur læknir hefir sjálfur, og með stuðn-
ingi annarra, safnað miklum drögum til þessarar
bókar í handritum skáldsins norður á Akureyri.
Síðan hefir Magnús Matthíasson haldið áfram því
starfi í Reykjavík. Að lokum hefir Þorsteinn skáld
Gíslason lagt síðustu hönd á allan undirbúning úr-
gáfunnar og að því er virðist leyst það af hendi
með smekkvísi og miklum kunnugleika. Hinsvegar
er. prófarkalesturinn hvergi nærri sem skyldi.
n.
Bréf sr. Matthíasar komu út íyrir skömmu og
urðu aðdáendum hahs ekki óblandinn gleðifengur.
Þó eru þau afarmikils virði fyrir þá, sem í sam-
bandi við skáldskap hans, vilja skilja þessa mikii-
fenglegu listamannssál. En með þessari bók eru
Matthíasi gerð bezt skil. Hér liggur fyrir augum
lesendanria ljóðagerð hans nálega öll, að fráteknum
hinum stærri leikritaþýðingum. En hér eru öli
hans frumsömdu ljóð, þau sem þekkt eru og nokkra
þýðingu hafa. Jafnvel hið umdeilda kvæði: „Volaða
land“ er elcki undanfellt.
í þessari eiriu bók gætir geysimikillar f jölbreytni,
bæði um efnisval, form og alla meðferð. Þar eru
hátíðaljóð, kvæði um landið og þjóðina og um önnur
lönd og aðrar þjóðir. Þá koma fjölmargir sálmar,
bæði frumsamdir og þýddir. Síðan ótölulegur grúi
érfiljóða, um söguhetjur, móður og föður skáldsins,
konur hans, böm þeirra og venslamenn. Þá gleymir
Matthías ekki listamönnum og skáldum, fræðimönn-
um, prestum og biskupum, læknum, lögfræðingum,
fjölda kvenna, unglinga og barna. Þá koma hugg-
unarljóð til vina hans, sem eru í raunum staddir,
veizlukvæði, brúðkaupskvæði, gamankvæði, barna-
kvæði, ljóðabréf, vísur úr leikritum hans. Að lokum
koma svo Grettisljóð og þýðingar úr helztu tungu-
málum álfunnar. Það lætur að líkum, að hér er um
ótrúlega mikla auðlegð að ræða. Hér er skáld, sem
byrjar ungur að yrkja og heldur áfram fram í háa
elli. Hér er maður, sem er alla æfi leitandi að ljósi
og sannleik, fullur af skapandi þrá og víðfeðma
samúð. Sé því bætt við, að Matthías hafði ótrúlegt
vald yfir málinu, svo að mælska hans og orðgnótt
var eins og hamramur fossflaumur, þá má fá nokkra
hugmynd um hvílíkur fengur það er ljóðrænni
menningu í landinu að hafa fengið til almennrar
eignar þetta merkilega — eða öllu heldur volduga
ljóðasafn.
III.
Hver sá maður, sem ætlar sér í stuttu máli að
gefa yfirlit um verk þessa mikla skálds, lendir í
sama vanda og Matthías sjálfur, er hann byrjaði
að yrlcja hina glæsilegu drápu um Skagafjörð. Menn
vita ekki hvar á að byrja og hvar skal enda. Hinn
mikli breytileiki í efni og meðferð truflar og villir
lesandann. Hér er af svo mildu að taka, svo mikið
að verða hrifinn af og svo margt, sem hægt er að
ganga framhjá með lokuð augu, að leitin að þehn
háa sjónarhól, þar sem sést yfir allan skáldaheim
Matthíasar, verður flestum erfið.
Ef til vill er æfi Matthíasar engu síður merkileg
en ljóð hans. Hann er fæddur og uppalinn í af-
skekktri, fátækri sveit, með útsýn suður yfir Breiða-
fjörð og í skjóli við hin háu Vestfjarðafjöll. For-
eldrar hans eru fátæk. Hann vinnur erfiðisvinnu á
sjó og landi eins og flestir íslenzkir drengir, sem
nokkuð er spunnið í. Hann fær stórar vinnuheridur
af ár og orfi eins og vinur hans og samtíðarmaður
Tryggvi Gunnarsson, eða Jóhannes Kjarval, sem
minnir manna mest á Matthías af öllum íslenzkum
listamönrium, í hinum undursamlega innblæstri og
furðulegu gönuskeiðum. Fram eftir öllum unglings-
árum sýnist örvænt um að Matthías geti notið
nokkurrar eiginlegrar skólagöngu. Þó verður það
um síðir. Menn sem skynja hinar einkennilegu gáf-
ur hans, koma honum í LatínuskóJann. Þaðan fer
hann í prestaskólann, útskrifast þar, verður prestur
í tveim sveitaprestaköllum sunnanlands og um stund
ópólitískur ritstjóri að pólitísku blaði í Reykjavík.
Um síðir verður hann prestur á Akureyri, á þar