Tíminn - 15.02.1937, Side 5

Tíminn - 15.02.1937, Side 5
7 T í M I N N ..... ... XI. ... . t>að leiðir af því, sem hér er sagt á undan, að það yar tilgangslaust fyrir Matthías að ætla að bæta ^væði sín eða þýðingar með endurskoðun og langri vinnu. Eins og að líkindum lætur, voru slíkar til- raunir meir en gagnslausar. Breytingin varð aftur- för. Ljóst dæmi um þetta er í þýðingu hans á Frið- þjófssögu. I hinni upprunalegu þýðingu segir hann um hina sorgmæddu konungsdóttur: , Ingibjörg í Baldurshaga beiskan grætur alla daga. Getur þig ei ginnt til víga grátin mær með augun blá? Hér er hrífandi skáldskapur, sem öll þjóðin nam og dáði. En seinna finnst skáldinu ástæða til að breyta niðurlagsorðum þriðju línu og segja: Getur þig ei ginnt að morði o. s. frv. Ekkert stórslcáld sem hefði haft gáfu til að vinna að kvæðum sínum pieð seigri elju, myndi hafa gert slíka breytingu. En þegar Matthías endurbætti ljóð sín eða þýðing- pr, þau sem hann hafði gert í hrifningu, þá var afturförin ótvíræð og óhjákvæmileg. Eftirmæli sr. Matthíasar segja alla sögu hans. þau eru ekki aðeins mörg, heldur afarmörg og þau eru geisilega misjöfn að gæðum. Þar eru dýrmætar perlur eins og eftirmælin um móður hans, konu hans, Börnin í Hvammkoti, Hallgrím Pétursson og marga' fleiri, bæði vini og vandamenn. Annar sér- stakur þáttur í erfiljóðagerð hans eru kvæði eins og dánarljóðin um Pétur Hafstein amtmann og Krist- ján kammeiTáð á Skarði. Matthías gerði slík kvæði eins og Egill Skallagrímsson, Höfuðlausn. Það eru hetjukvæði, sem eru ópersónuleg í eðli sínu. Hjarta skáldsins skelfur ekki af angist og tilfinningu eins Og þegar hann yrkir um hin umkomulausu og hon- um óþekktu fermingarböm frá Ilvammkoti. — I beztu eftirmælum sínum er Matthías léttur og á- stúðlegur eins og vorblær, en í kvæðinu um höfð- ingja þessa heims eins og amtmenn og kammerráð, tekur hann á sig brynju fornskáldanna. Hann tekur hætti þeirra og orðskrúð, líkingar þeirra og ræðu- form. Mörg af þessum kvæðum eru undursamlega vel gerð." Þungi mælsku og orðgnóttar lamar les- andann, eins og nálægð við tröllaukinn foss. Samt hitnar engum um hjartarætur við að lesa þvílík kvæði, en það er hægt að dást að fínleik þess skálds sem hefir ort þau. Langflest af eftirmælum sr. Matthíasar eru hversdagsleg, vel rímuð, fallegt mál, orðgnótt o. s. frv. Þau kvæði eru gerð í hinni jarðnesku tilveru skáldsins. Þau eru gerð til að hugga syrgjandi ást- vini. Vitanlega bregður líka fyrir leiftrum í slíkum kvæðum. Þau koma oft inn á landamæri sálma hans og trúarljóða og fá við það aukið bókmenntasögu- legt gildi, að því leyti sem þau skýra trúarlíf skáldsins. Mér kemur í hug eftirmæli um unga og glæsilega stúlku, sem dó á Akureyri skömmu fyrir andlát skáldsins og tveim árum eftir að hann hafði misst tvær dætur sínar úr drepsóttinni miklu 1918. Kvæðið byrjar þannig: Ertu dáin, unga silkilín? Eru slokknuð fögru Ijósin þín? Ýfast sollnu sárin, sorgar vakna tárin. Kveð mér huggun, harpan gamla mín. Horfin, farin, ung og ástúðleg? Einnig gengin sama dimma veg. Fórstu að finna mínar, félagssystur þínar, hjartarósir þær, sem þrái ég? Upphafið á þessu kvæði er slétt og vel ort. Það eru presturinn og skáldið saman. Unga, dána stúlk- an, er dóttir .vinar hans og öllum harmdauði. En strengir gömlu hörpunnar fá enn dýpri tóna, er minningin um hans eigin sorg kemur inn í ljóðið. Það eru hans eigin hjartarósir, sem hann þráir end- urfundi við. Menn breytast lítið þó að þúsund ár líði. Egill Skallagrímsson og Matthías Jochumsson finna til á sama hátt við líkbörur bama sinna. - XII. íslendingar hafa átt tvö mikil trúarskáld og ekki nema tvö. Það eru þeir Hallgrímur Pétursson og Matthías Jochumsson. Hér skal enginn samanburð- ur gerður á þeim tveim miklu mönnum, en aðeins bent á þá undarlegu staðreynd, að sá þeirra, sem stendur nær nútíma mönnum, og ort og þýtt hefir fleiri snilldar kirkjuljóð en nokkur annar Islend- ingur, skuli með vissum hætti hafa verið gerður út- lægur úr sálmasafrii þjóðar sinnar. Það eru hlið- stæð örlög við Jón Sigurðsson, sem ekki var boðið á frelsishátíð landsins 1874. Einn af hinum miklu kostum við útgáfu þá, sem hér er vikið að, er að þar fær þjóðin í fyrsta sinn sálma Matthíasar Jochumssonar í einni heild, bæði frumsamda og þýdda. Þar er yfirlit yfir trúarlíf hans eins og það birtist í sálmunum. Trúarlíf hang var vakandi. Á hann sóttu oft trúarlegur kvíði og efasemdir, serri bezt er lýst í sálminum: Guð, minn guð ég hrópa. Hann las og braut til mergjar speki mikilla vitringa og duldar rúnir. En niðurstaðan varð ætíð hin sama. Hann kom heim að knjám móð- ur sinnar. Enginn hafði kennt honum eins og hún. Ef til vill stækkaði hann guðshugmynd bemskuár- anna, þannig, að guð varð kraftur, sem fyllti al- heiminn. Mannssálin hvarf við andlátið inn í guð- dóminn, eins og lítill lækur hverfur brotalaust í útr hafið. Eins og öll mikil skáld og vitrir menn hafði Matthías takmarkalausa aðdáun á Kristi. 1 augum skáldsins var hann bæði guðs sonur og mannsins sonur, án þess að hann fyndi í því nokkurt ósam- ræmi. Allar efasemdir Matthíasar enduðu eins og í lofsöngnum, sem Islendingar hafa gert að þjóð- söng sínum, með því að mannssálin bað, eins og lítill lækur, að mega hverfa í úthafið mikla. Ég held að Matthías hafi aldrei lokið við trúarlegt kvæði öðruvísi en sem örlítið eilífðar smáblóm, sem tilbiður guð og deyr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.