Tíminn - 05.05.1937, Page 2

Tíminn - 05.05.1937, Page 2
74 T 1 M I N N Ásgeirs Ásgeirssonar og banka- stjóranna Helga Guðmundsson- ar og Magnúsar Sigurðssonar. S. 1. F. gerði áreiðanlega gagn, ráði á eina hönd ca 9/10 af saltfiski landsmanna og verðið hækkaði. En stjórnin var sjáifkjörin og ekkert skipulag að baki, sem tryggði réttlæti fyrir framleiðenduma og rétt- láta þátttöku í sölunni, auk þess sem -framlenging sam- takanna var aðeins ákveðin fyrir eitt ár í senn. Framsókn- armenn kröfðust samvinnu- skipulags á fisksölunni, sbr. blaðadeilur á milli ólafs Thors cg Jóns Árnasonar, enda mátti þegar í ársbyrjun 1984 sjá fyr- ir hrun á Spánarmarkaðnum. Á þinginu 1934 settu svo stjórnarflokkamir lögin um fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o. fl., gegn harðvítugri mótstöðu Sjálfstæðisflokksins og hinna skoðanalausu taglhnýtinga þeirra, hins svokallaða „Bænda- flokks“. Fisksölumenn og framleiðendur urðu að velja um samvinnuskipulagið eða einka- sölu. Var það fyrir áhrif Fram- sóknannanna, að samvinnu- skipulagið var gert að aðalat- riði, en einkasala neyðarúrræði, ef fisksalar gætu eigi skipu- lagt sig. S. I. F. varð að beygja sig og þótt skipulagið sé eigi leist á fullum lýðræðis- og samvinnugrundvelli, er það stór bót frá því sem áður var og stendur vonandi til bóta. En nú skall fyrir alvöru á hrun saltfiskmarkaðarins, um ca. 20 millj. verðmæti á ári. Spánn hefir lokazt alveg. Italía að minnsta kosti að hálfu og Grikkland má heita lokað nema til vöruskipta, og á Portúgals- markaðinum hefir orðið verð- lækkun vegna innkaupasam- bands saltfiskinnflyt j endanna, hins svokallaða „Giemio“. Því ','ar sjáanlegt að hefjast yrði öfluglega handa um að beina framleiðslunni inn á nýjar brautir, auka fjölbreytni í meðferð afurðanna og leita að cg vinna nýja markaði. I þessu skyni var fiskimálanefnd sett, fiskimálasjóður stofnaður og ríkisstjórninni heimilað að veita til hans allt að milljón kr. Nefndin hefir unnið að fiskherzlu til útflutnings. Árið 1935 var fluttur út úr landinu harðfiskur fyrir 117 þús. kr. Árið 1936 voru flutt út 560 tonn harðfisks fyrir 315 þús. kr. og frá áramótum munu hafa verið seld um 270 tonn. Með fiskherzlunni komust í út- fiutningsverðmæti fisktegundir, sem lítt eða ekki liöfðu verið nýttar áður, svo sem ufsi og keila. Nú eru til í landinu tæki til fiskherzlu á 2000 tonnum. Þá var byrjað á karfaveiði og karfavinnslu fyrir atbeina fiskimálanefndar og síldar- bræðsluverksmiðja ríkisins. Karfa-afurðir 1936 seldust út úr landinu fyrir 1.628 þús. kr. Eétt er að geta þess að útgerð- arfélagið Ó. Jóhannesson á Patreksfirði hefir reist ný- tízku karfavinnsluverksmiðju fyrir 2 togara. Með tilstyrk fiskimálanefnd- ar hefir verið komið upp rækju- verksmiðju á Isafirði, sem sauð niður 100.000 dósir 1936, fyrir tæpl. 50 þús. kr., þar af í vinnulaun og til sjómanna 30 þús. Er eftirtektarvert hversu vinnulaun skipta miklu. máli við þessa atvinnugrein. Rækj- urnar hafa reynst ágætlega og má vafalaust vinna þeim mark- að erlendis. Virðist því líka sjálfsagt að verða við beiðni Bílddælinga um að styrkja þá til þess að stofnsetja rækju- verksmiðju á Bíidudal, því í Amarfirði munu hin beztu rækjumið, en kauptúnið í neyð- arástandi vegna atvinnuleysis. Þá hefir nefndin staðið fyrir útflutningi á fiskflökum. Með tilstyrk nefndarinnar og ríkissjóðs hafa verið reist 6 hraðfrystihús. fyrir fisk. Allt það sem nú er talið og fleira, sem eigi er tími til að telja, hefir orðið til þess, að vinna að miklu leyti upp hið geysilega hrun á saltfiskmark- aðinum frá 1934. Er þetta tímabil, frá 1934—1936, fyrsta tímabilið í fjármálasögu okkar, sem bein f járframlög hafa ver- ið veitt úr ríkissjóði til eflingar og viðreisnar sjávarútveginum svo verulegu nemi Til nýbreytn- innar og markaðsleitanna hef- ir ríkissjóður lagt fram yfir 600 þús. kr. Nýjar afurðir hafa numið kr. 2.690.000, aukning á síld og síldarafurðum hefir numið kr. 6.538.000, hefir heildarútflutningur sjávaraf- urða því aðeins orðið 470 þús. kr. minna árið 1936, heldur en 1934, þrátt fyrir hið stór- kostlega hrun saltfiskmarkað- arins. Samkvæmt lögunum um skuldaskilasjóð vélbátaeigenda frá 1935 mátti verja 1*4 milljón til skuldaskila fyrir vélbátaeigendur fyrir vélbáta undir 60 smál. Ríkissjóður hefir samkvæmt þessari heim- ild þegar veitt smáútgerðinni á aðra milljón krónur að láni í þessu skyni og jafnótt og það fé kemur inn aftur, rennur það í Fiskveiðasjóð og verður þann- ig áfram útveginum til styrkt- ar. Alls hafa 122 menn, með 157 vélbáta fengið lán úr sjóðnum, og þar að auki eftirgjöf á lán- um 2 millj. 800 þús. Auk þess hefir verið lánað til 116 vél- bátaeigenda 226 þús. kr. 250 þús. kr. var heimilað að verja i síðasta þingi til línuveiða- gufuskipa. Framsóknarflokkurinn og þá sérstaklega forsætisráðherra Ilermann Jónasson, hefir gert landhelgisgæzluna margfalt virkari en áður með uppljóstr- un togaranjósnanna og raun- verulegri útilokun þeirra fram- vegis. ' ' "‘j Ég þykist hafa með þessu sýnt að Framsóknarflokkurinn hefir eigi legið á Iiði sínu til þess að vinna sjávarútvegin- um allt það gagn, er hann mátti. Og vel ættu menn að at- liuga það, að allar aðgerðir ílokksins hafa verið í fullu samræmi við flokksþingssam- þykkt Framsóknarmanna 1934. Er það lærdómsríkt til saman- burðar við þá flokka, sem fyrir hverjar kosningar gylla sig í augum kjósenda með glamurs- fullum loforðum, sem þeir sum- part vita að eigi er unnt að efna, sumpart ætla sér alls ekki að reyna að efna. Á síðasta flokksþingi Fi'am- sóknarmanna voru gerðar ítar- legar samþykktir um sjávarút- vegsmál, sem sýna vilja flokks- ins í þeim málum nú. Þar er lögð sérstök áherzla á að auka og tryggja tekjur út- vegsins: 1) Með því að halda ötullega áfram tilraunum til að gera sem flestar fisktegundir að markaðsvöru. 2) Að auka framleiðslu og nýtingu þeirra sjávarafurða, sem þegar hafa sýnt góðan á- rangur. 3) Að halda áfram að reyna nýjar verkunaraðferðir, svo sem niðursuðu og reykingu og ýta undir framleiðslu með þeim nýju verkunaraðferðum, sem vel hafa reynst, svo sem fisk- lierzlu og hraðfrystingu. 4) Að leita að nýjum fiski- miðum og að hagnýtum fiski- tegundum á grunnmiðum. 5) Að auka atvinnu í landinu og verðmæti útflutnings, með því að senda afurðirnar sem mest unnar út úr landinu. 6) Að halda einbeittlega á- fram markaðsleit fyrir sjáv- arafurðir. Þá leggur flokkurinn sér- staka áherzlu á að tryggja heilbrigðan rekstur á síldar- \'erksmiðjum ríkisins. Til þess að létta kostnað út- gerðarinnar er í samþykktun- um lögð rík áherzla á að lækka verðið á vörum til útgerðar, svo sem olíu, veiðarfærum, kol- um, salti, annaðhvort með lög- gjöf um hámarksverð eða há- marksálagningu á útgerðarvör- um eða með samtökum útgerð- armanna um samvinnu við inn- kaup. Ennfremur lagði flokkurinn á- herzlu á, að sj ávarútveginum væri eigi íþyngt um of með kröfum um mannahald á skip- um. Má merkilegt heita, að mjög sanngjamar kröfur í þessa átt, sem ég hefi borið fram í frumvarpsformi á þing- inu, hafa mætt illkynjaðri mót- stöðu einmitt af hálfu flutn-. ingsmanna frv. um „viðreisn sjávarútvegsins“. Sýnir það vel skeytingarleysi þessara manna um fjárhagsafkomu sjávarút- vegsins, að þeir vilja eigi létta t. d. af togaraútgerðinni 100 þús. kr. óþörfum kostnaði, þótt engin nauðsyn sé fyrir þessum útgjöldum. Þá lagði flokksþingið áherzlu á að lækka tryggingarkostnað vélbáta, og á rækilega rannsókn á bví, hvernig smábátaútvegur- inn yrði bezt studdur og á rannsókn á því, hvemig bezt sé unnt að samræma og lækka vexti til útgerðar. Eitt er það, sem eigi má ganga framhjá á þeim erfið- leikatímum, sem nú eru fyrir sjávarútveginn. Það eru hvala- veiðarnar. Á Vestfjörðum hefir verið komið upp hvalveiðastöð án annars stuðnings frá ríkinu, en heimildar til þess að hafa er- lend skip. Skipulagsnefnd at- vinnumála telur mjög varlega að um 2 millj. króna útflutning geti verið að ræða áilega um S—10 ár, eftir mínu áliti senni- lega 12—14 ár. Við höfum ekki ráð á að kasta slíkri atvinnu og gjaldeyri því okkur. Við Framsóknarmenn viljum stuðla að því, að aulcin verði samvinnuútgerð í landinu á heilbrigðum fjárhagslegum grundvelli, þar sem þeir, sem vinna að fiskframleiðslunni, eru sjálfir þátttakendur í útgerð og eiga beinna hagsmuna að gæta um rekstursniðurstöðuna. Höfum við flutt frv. í þessa átt á 3 undanfömum þingum, en þau hafa ávalt verið svæfð af Alþýðuflokknum og Sjálfstæð- isflokknum í sameiningu. Þó hafa þeir ávalt verið látnir vita, að flutningsmenn væru reiðubúnir til þess að athuga allar þær rökstuddar athuga- semdir, sem fram kæmu við frv. í byrjun þessa þings sagði þm. ísf., Finnur Jónsson, við mig, að hann vildi samvinnu um mál þetta, en síðar bregður svo undarlega við, að í blaði Alþýðuflokksins er ráðizt á málið, án þess, að hann verji það á nokkurn hátt. Hinsvegar viljum við alls eigi samþykkja ríkisútgerð til fiskvejða. Við höfum látið socialista vita, að við erum fúsir til þess að verja útflutningsgjaldi sjávarafurða, sem getur numið um 700 þús. kr., að mestu eða öllu leyti til heilbrigðrar starf- semi, fyrir sjávarútveginn, ef unnt væri að útvega ríkissjóði nauðsjmlegan tekjustofn í stað- inn. En þeir hafa eigi fengizt til að ræða málið alvarlega, en kasta hinsvegar út sem kosn- ingabombu frv. um raunveru- lega ríkisútgerð togara, sem Framsóknarflokkurinn hefir lýst sig andvígan. Að lokum vil ég taka þetta íram: Framsóknarfl. er full- 1 j óst, að f járhagsafkoma og vel- gengni sjávarútvegsins er eitt meginskilyrðið fyrir' fjárhags- afkomu ríkissjóðs og þjóðar- innar. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar veltur ekki hvað síst á honum. Flokkurinn vill því styrkja á allan hátt fjárhagslega við- reisn sjávarútvegsins og leggja i'ram til þess fé, svo sem frek- ast er unnt. En þá fyrst, þegar útvegurinn er kominn á örugg- an fjárhagslegan grundvöll, með öruggan markað að baki sér, er vit í því, að fara að leggja stórfé, sérstaldega er það fé fæst aðeins með nýjum miljónalántökum erlendis, í það að kaupa ný og dýr skip í stór- um stíl. Nýjar erlendar lántök- ur í því skyni, gætu valdið f jár- þroti ríkisins, í stað þess að lyfta sjávarútveginum, svo hann geti orðið það sem hann vegna legu landsins, auðlegða fiskimiðanna og dugnaðar sjó- mannastéttarinnar á að vera: Aðalgrundvöllurinn undir f jár- hagsafkomu þjóðaiinnar út á við. er 400 bls. á ári í stóru broti og kost- ai aðeins 6 kr. Hún er einhver allra ódýrasta bók (sbr. við les- mál), sem prentuð hefir verið á síðustu árum. Dvöl flytur fjölda- margar úrvalssögur beztu heims- skáldanna, ferðasögur, kvseði, kýmnisögur og margskonar annað skemmtiefni og fróðleik eftir á- gajta íslenzka og erlcnda höfunda. — Eignizt Dvöl áður en upplagið þrýtur. — Send gcgn póstkröfu um allt land. Utanáskrift: Dvðl, Reykjavik. KoSaverzlun SIGURÐAR ÖLAFSSONAR Simn.:Kol. Reykjavík. Símil938. Ágfæt herbergí til leigu á Hverfisgötu 82 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454. Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Bændur og bændavald Hin eína von Sjálíslæðísilokksíns um meira- hluta í næstu kosningum byggist á kloSnings- starfsemi »BændaSlokksins« Litið um öxl. Alþingi hefir nú nýlega ver- íð rofið, og eiga því kosningar 1il Alþingis fram að fara í vor. Þjóðin á að fella sinn dóm um menn og málefni á vettvangi sljórnmálalífsins. Sá dómur getur haft mikil áhrif á fram- tiðarlíf hinna ýmsu stétta í landinu og þá náttúrlega einn- ig þjóðfélagsins i heiIH. í síðastliðin 20 ár eru það fyrst og fremst tvær stjórn- málastefnur, sem barizt hafa um völdin í hinu íslenzka þjóð- félagi: Stefna Framsóknar- fíokksins og íhaldsstefnan, sem borið hefir margskonar flokks- nöfn, eins og kunnugt er. Að verulegu leyti hefir þessi bar- átta verið háð um afstöðu hins cpinbera til bændastéttarinnar í landinu. Þegar íhaldsstefnan ■ hefir haft undirtökin í barátt- ' unni, hefir fjármagni ríkisins og bankanna fyrst og fremst verið eytt í þágu stórútgerðar- manna og braskara í kaupstöð- um og sjávarþorpum. Sbr. m. a. hin gífurlegu bankatöp, sem svo að segja eingöngu hafa crðið við sjóinn. Með vaxandi gengi Fram- sóknarflokksins hefir hins veg- ar verið tekin upp su stefna að veita fjármagninu í sveitirnar, jafnhliða því sem reynt heíir | verið að efla heilbrigðan at- vinnurekstur við sjoino. Bar- | áttan um þetta hexir verið : langvinn og hörð. Svo mun cnn verða í næslu kosnhigum. j íhaldið hafði í öndverðu greinilega meirahlutaaðstöðu i ' þjóðfélaginu. En nú hefir það 1 tapað fernum alþingiskosning- t um í röð. Hrörnunin í öllu lífi þess og starfi er svo auðsæ, að eigi verður neitað með rökum. ! Um þetta mætti nefna fjölda dæma. Hér skal fyrst og fremst bent á eitt: Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn vonlaus um að geta sjálfur skapað sér meirahlutaaðstöðu í þjóðfélaginu. Hans eina von er að geta það með því að kljúfa utan úr fylkingum síns aðaland- stöðuflokks, Framsókn- arflokksins, með sprengi- flokksstarfsemi. Ihaldið tapaði í kosningun- um 1927. Fyrir næstu kosning- ar innbyrti hann Frjálslynda flokkinn í því augnamiði að ná með þeim liðauka undirtökun- um á ný. En eigi heppnaðist það. íhaldið fitnaði ekki af því að gleypa forystun'enn Frjáis- íynda flokksins. Ösigur þess í kcsningunum var að sínu leyti eins mikill og sigur Framsókn- arflokksins var glæsilegur. Flokkur sveitanna hefir aldrei verið nær því en þá að ná hreinum meirahluta á lög- gj afarsamkomu þj óðarinnar. *). íhaldið sá, að ef þess stefna átti nokkurn tíma að verða ríkjandi, að þá varð það enn að grípa til nýrra ráða. — Og það var heldur ekki farið mjög riult með það, hvemig þessu nýju ráð ættu að vera. I Mbl. 5. júní 1932 birtist grein um það, að íhaldsstefnan myndi ekki geta náð völdum í landinu eða orðið hin ráðandi stefna án hjálpar manna í öðr- um stjómmálaflokki. Síðan er greinilega vikið að því, að *) Framsóknarflokkurinn hafði þá meirihluta í sameinuðu þingi og neðri deild, en ekki i efri deild. valdaaðstöðunni verði að ná með aðstoð nokkurs hluta Framsóknai'flokksins. Og er augljóst í greininni, að gert er ráð fyrir því, að slíkt muni beppnast. Þessum ummælum var að sjálfsögðu eigi vel tekið í blöðum Framsóknai’flokksins, enda gátu þau ekki skoðast öðruvísi en sem móðgun við flokkinn. En Mbl. virðist þá þegar hafa haft hugmynd um það, að til væru menn í Fram- sóknarflokknum, sem eigi væru með öllu ófúsir til að vinna fyrir íhaldið, þótt það hlyti að lama landsmálasamtök bænda- stéttarinnar. Um þetta leyti hafði líka samsteypustjómin verið mynd- uð. „Afrek“ hennar eru vænt- anlega meginþorra kjósenda ! enn í fersku minni. — Byggða- ■ valdið var nú rýrt stórkostlega. , Fólk hinna dreifðu byggða átti i við ei’fiðari kjör að búa en um ( langan tíma áður. Framsóknar- ' ílokkui’inn hafði vikið frá sínu gamla vígorði: „Allt er betra en íhaldið“. Kjósendumir felldu sinn dóm um það í kosningun- um 1933. Ihaldið hafði vissu- lega ástæðu til að brosa í kamp. inn yfir þeim dómi. Svo var hinn svokallaði „bændaflokkur“ stofnaður um áramótin 1933 og 1934. 1 nafni bændanna sjálfra var nú vegið aftan að landsmálasamtökum bænda- stéttarinnar. Slíkir atburðir voru vissulega þannig, að íhaldið hafði ástæður til að gleðjast yfir þeim. Fagnað samherjum. Þegar frá upphafi var það augljóst mál, að hinn nýstofn- aði „flokkur“ gat eigi haft önn- ur áhrif í hinum væntanlegu kosningum heldur en að auð- velda aðstöðu íhaldsins og þá um leið að rýra bændavaldið í landinu. Sumum „bændavinun- um“ virðist líka hafa verið þetta fyllilega ljóst. Slíkt kem- ur meira að segja opinberlega fram í blaðinu „Framsókn“ 7. apríl 1934. Þar segir svo: „Ætla skyldi maður, að bændum þætti það nokkuð snögg umskipti, sem fyrirsjá- anleg eru um þátttöku þeirra í skipun Alþingis, þegar á þessu ári“. Hvað var það, sem átti að skapa þessi „snöggu umskipti"? Kin nýja kosningalöggjöf hlaut auðvitað mjög að rýra áhrif bændastéttarinnar. Ihaldið mun þó eigi hafa gert sér minni vonir um hitt: Árangurinn af sprengistarfsemi „Bændaflokks ins“. Hinni nýju flokksstofnun hafði líka verið telcið hið bezta af Sjálfstæðisflokknum. Víða á fi amboðsfundunum fögnuðu frambjóðendur þess flokks fi-ambjóðendum „Bændaflokks- ins“ eins og lengi þráðum sam- herjum. Blöð eins og t. d. Heimdallur skýrðu með fjálg- leik eðli og tilgang hins nýja flokks. I Heimdalli 5. apríl 1934 segir á þessa leið: „— Skoða ég þessa bænda- flokksstofnun þeirra sem nauð- verju í bili og millispor í þá átt að sameinast í anda, sann- leika og starfi, utan þings og innan, Sjálfstæðisflokknum“. Gifta bændastéttarinnar var þó slík, að víðast hvar rak hún sprengiframbjóðendurna hraust lega af höndum sér. Ihaldið komst ekki í meirahluta. Samt hafði það nokkra ástæðu til að vera ánægt með bændadeild sína. Beint eða óbeint hennar vegna hafði það eftir síðustu kosningar 6—7 þingsæti, sem annars hefðu án efa hlotnazt Framsóknarflokknum, ef hann hefði eigi um skeið staðið að samsteypustjórninm með íhald- inu og síðan orðið fyrir ein- dæma hörðum árásum af fyrr- verandi samherjum, sem flokk- urinn var búinn að skapa á- hrifaaðstöðu á vígvelli stjóm- málanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.