Tíminn - 12.06.1937, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1937, Blaðsíða 3
TIMINN 107 Uppgj öíÓlalsThors Lokatílraun hans er að reyna að koma sökinni af sér yfir á Hermann Jónasson! Hann fínnur . að eftír lögreglurannsóknína er pýðingariaust að halda pví fram að liðssafnað- ur til að fangelsa uppreisnarmennína hafi ekki átt sér stað Seinasta tilraun Morgun- blaðsins til að verja ósannindi Ólafs Thors, er að halda því fram, að Hermann Jónasson hafi upp á eigin ábyrgð ákveð- ið að kalla saman 400 manna her eftir óeirðirnar 9. nóv. 1932, en Ólafur Thors hafi þar hvergi nálægt komið. Þessa röksemdaleiðslu sína hyggst blaðið að byggja á þeim framburði Erlings Pálssonar, að hann hafi fengið fyrirmælin u m liðssöfnunina frá lögreglu- stjóranum En sá framburður Erlings fer að öllu leyti saman við frá- sögn forsætisráðherrans. Her- mann Jónasson hefir alltaf við- urkennt, að hann hafi lagt fyrir Erling Páisson að undirbúa slíka liðssöfnun sam- kvæmt fyrirskipun frá dóms- málaráðherranum ólafi Thors. En jafnframt kom lögreglu- stjórinn því þannig fyrir, að liðsamdráttur þessi var dreginn á langinn, æsingarnar í Rvík sefuðust smátt og smátt, og veigameiri ástæður mynduðust þannig stöðugt á móti því, að gripið yrði til þeirra ráðstaf- ana, að fangelsa uppþotsmenn- ina, og setja allt í bál og brand aftur. Þegar lögreglustjórinn hafði þannig undirbúið, að erf- itt var fyrir ólaf að beita hin- um fyrirhuguðu hörlcubrögð- um, úrskurðaði hann sjálfan sig úr málinu og neitaði að framkvæma fangelsanimar. Jafnframt fór hann fram á það við hinn nýja rannsóknar-. dómara, að hann neitaði einn- ig að framkvæma fangelsan- irnar. Hann féllst á það og fyrir lögregluréttinum bar hann líka, að Hermann hafi verið „sér sammála um það að handtökum og gæzluvarðhaldi yrði ekki beitt“. Hermann Jónasson hafði þannig leikið á Ólaf Thors og eyðilagt fyrirætlanir hans. Hann lætur Erling Pálsson eyða tímanum í að undirbúa skrá yfir hinn væntanlega her og semja eyðublöð, en lætur ekkert gera til þess að kalla liðið saman. Á meðan stendur Ólafur Thors í góðri trú um það, að herveldi hans sé á hraðri uppsiglingu. En með hverjum degi, sem þannig líð- ur frá 9. nóv., án þess að bóli á þessu liði, eykst friður að nýju í bænum og mótvægið gegn öllum ofbeldisráðs’töfun- um styrkist. Síðan úrskurð- ar lögreglustjórinn sig úrleikn- um og fær hinn nýja rannsókn- ardómara til þess að neita einn- ig að framkvæma handtökurn- ar. Ólafur Thors sér að spila- borg hans er hrunin, og nokkru síðar hrökklast hann úr ráðherrastólnum, mað- urinn, sem’ hafði setið þar skemmri tíma en nokkur ann- ar, en jafnframt reyn't að nota i'áðherradóm sinn til að fram- kvæma meiri endemi og fólskuverk en nokkur ráðhen’a annar. Lögreglurannsóknin upplýsir það líka mæta vel, þó Morgun- hlaðið reyni að láta sér sjást yfir það, að ólafur Thors var hvatamaður liðssöfnunarinnar. Rannsóknin upplýsir það, að félagaskrá Varðarfélagsins og kosningakjörskrár Sjálfstæðis- flokksins voru notaðar við val hins væntanlega herliðs. Það var gert, án vi'tundar lögreglu- stjórans. Hver átti upptökin að því? Erlingur Pálsson segist ekki hafa beðið um slíkar upp- lýsingar. Hver gat þá gert það annar en aðalhvatamaður liðs- söfnunarinnar, Ölafur Thors, sem af skiljanlegum ástæðum lét sér annt um að fá sína menn til að vera kjarnann og meginhlutann í hinu fyrirhug- aða herliði? Einmitt framangreindar upplýsingar lögreglurannsókn- anna sanna það, sem áður hafði verið grunað, að liðið, sem Ólafur Thors ætlaði sér að koma upp 1932 á ríkisins kostnað, átti að vera flokksher íhaldsins, reiðubúinn til að að- stoða a'tvinnurekendur og stéttasvikara í verkföllum. Rannsóknin upplýsir það líka eins vel og þörf krafði, að Ól- afur Thors ætlaði að láta fang- elsa uppþotsmenn. Hann lætur skrifstofustjóra sinn, að sér viðstöddum, leggja það 'til við Kristján Kristjánsson, að beita handtökum. Enginn skrifstofustjóri ög allra sízt Guðmundur Sveinbjömsson, myndi hafa vogað sér að gera svo áhættumiklar tillögur und- ir slíkum kringumstæðum, nema í samráði við yfirmann sinn og að fyrirlagi hans. Rannsóknirnar hafa því leitt í ljós, svo héðan af verður því ekki á móti mælt, að Ólafur Thors ætlaði sér að draga saman fjölmennt lið til að fangelsa uppþotsforingjana og gera það með slíkum hætti og Hermann Jónasson lýsti á Hólmavíkurfundinum. Lögreglurannsóknin hefir upplýst, að mótmæli ólafs Thors gegn frásögu forsætis- ráðherra eru tilhæfulaus ósann- indi, knúin fram af ótta við réttlátan dóm almennings um það mesta óhæfuverk, sem ís- lenzkur ráðherra hefir ætlað að fremja. Ólafi Thors tekst því ekki héðan af, hvorki með ósann- indum eða öðrum undanbrögð- um, að flýja þann þunga dóm sögunnar, að hann hafi ætlað að fremja óhæfuverk, sem er hliðstætt verstu verkum Sturl- ungaaldar eins og t. d. Sauða- fellsför. Að næturlagi áttu hin vopnuðu ruddamenni íhaldsins að brjótast inn á heimili varn- ! arlausra manna, rífa þá klæð- ! litla úr rúmunum frá ótta- slegnum konum og bömum og flytja þá með hörkubrögðum til geymslu í hinum óvistlega og kalda steinkjallara Sundhall- arinnar. Þaðan átti síðan að verjast aðsókn liðsmanna hinna fangelsuðu manna, þó það hefði að öllum líkinduni kostað hið mesta blóðbað í sögu Is- lands, því fleiri hefðu þá bar- izt og hættulegri vopnum beitt en nokkru sinni áður í bar- daga, sem háðir hafa verið hér a landi. Lögreglurannsóknin hefir leitt það í ljós, að það voru þvílíkir voðaviðburðir, sem hafðir voru í undirbúningi haustið 1932 af dómsmálaráð- herranum ólafi Thors. Og þjóðin getur á þeirri nið- urstöðu lögreglurannsóknanna byggt öi-ugga vissu um það, að það eru þvílíkir atburðir, sem eru í vændum, ef sá mað- ur kemst aftur í ráðherrastól. Ef breiðfylkingin sigrar 20. júní, verður það ekki á valdi Hermanns Jónassonar eða ann- ara íhaldsandstæðinga að stöðva þau óbótaverk á heimil- um varnarlausra manna og það hryllilega blóðbað, sem stofna átti til haustið 1932. Þjóðin getur aðeins fyrir- byg'gt það með fullkomnum ó- sigri „breiðfylkingarinnar“ í kosningunum, að slíkir atburð- ir endurtaki sig á Islandi. Var Eyjólfurkeyptur pekktur íhaldsprestur fyrir aust- an fjall hefir látiö svo ummælt, að ’íyjólfur .Tóhannsson hljóti að hnfa verið keyptur til þess af r'ramsóknarmönnum að lialda fundinn við Olfusárbrú á dögun- um. Aðra skýringu sennilegri sé rkki hægt að gefa fyrir þessu fcrðalagi lians til að spilla fyrir dialdinu í Arncssýslu. „Ég er íhaldsmaður — en það má nú samt ekki gleyma mjólk- inni", er setning, sem höfð er eftir sama prcsti. Á víðavangi Forseti neðri deildar. Jörundur Brynjólfsson hefir verið forseti neðri málstof- unnar síðustu 7 árin, og getið sér mikinn orðstír. Hann er í einu röskur og harðsnúinn í stjórn sinni og þó mildur og réttlátur. Það þarf mikla skarp- skyggni og mikið lag til að vera forseti og Jörundur hefir hvorttveggja. Stjórn hans á málum Alþingis er föst og sterk. Bæði vinir og andstæð- ingar meta störf hans mikils og ekki er kunnugt um að neinn maður sé nú á Alþingi, sem myndi gera störf þau betur. Allrasís't myndi Eiríkur gera það. Hann gæti ekki stjórnað þingfundi einn dag án þess að tandræði hlytust af. Maðurinn er í öllu svo óskýr og loðinn, ao allt sem hann kemur nærri, við þingstörfin. Duglegir inenn. Árnessýsla hefir haft þrjá sérstaklega duglega og ein- beitta þingmenn síðan 1923, að Eiríkur hæfcti þingmennsku, en það eru þeir Magnús Torfason, Jörundur Brynjólfsson og Bjarni á Laugarvatni. Mikið hefir á þessum tíma verið gert að vegum í sýslunni. Sogsveg- urinn, Laugardalsvegurinn, Eyrarvegur, Hreppavegur, Flóavegur, vegur út í ölfus. Hafnarbætur í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Tvö mjólkurbú reist. Reykja- hæli byggt og hin miklu gróð- urhús. Laugarvatnsskóli reist- ur og gerður s'tærstur allra beimavistarskóla og stærsta gistihús í sveit. Vinnuhælið á Eyrarbakka reist og heima- menn þar látnir vinna þjóð- nytjastörf víða um Suðurland. Keypt lönd handa Eyrarbakka og Stokkseyri og þau kauptún undirbúin til að geta orðið mikil landbúnaðarþorp. Reist tvö mjólkurbú fyrir um 600 þús. kr. og hafinn stórfelldur landbúnaðax'iðnaður, vegna bænda um allt Suðurland. Frið- að geysimikið landflæmi frá Þorlákshöfn að Selvogi og grær það upp á nokkrum árum. Sandsléttan breytist í frjó- samt gróðurland. Hver þorir að segja, að Eiríkur og Þorvaldur gætu hrundið slíkum verkum af stað ? Landhelgisn jósnimar. Að þessu sinni kemur ihald- iS í fyrsta sinn fram fyrir þjóðina til þess að biðja um traust hennar og atkvæði, eftir að uppvíst var um landhelgis- njósnirnar. Heill hópur af í- haldsmönnuni hefir haft það fyrir atvinnu að njósna um ferðir varðskipanna, til þess að veiðiþjófar ættu hægara með veiðar í landhelgí. Og þessi þokkalega iðja var ekki aðeins rekin í þágu innlendra, heldur einnig erlendra veiðiþjófa. Mundi nú ekki mörgum til sjávar og sveita veitast erfitt að leggja atkvæðaseðilinn sinn, sömu ummerkjum og landhelgisnjósnararnir, og við hliðina á atkvæðaseðlum þeirra í atkvæðahlaða íhaldsins nú við þessar kosningar. Engan f jármálaráðherra nema Eystein! Kunnur íhaldsmaður í Rang- árvallasýslu, sem alltaf hefir fylgt íhaldsflokknum fast að málum, hefir sagt: „Ég vil engan fj ármálaráðherra nema Eystein Jónsson“. Jafnvel Jafnvel flokksföstustu íhalds- menn finna glöggt yfirburði Eysteins til þess að fara með fjármál þjóðarinnar og viður- kenna afrek hans á þessu sviði. Á Mosfellssveitin Reyk j avíkurmarkaðinn ? Einn úr s'tjórn Mjólkurfé- lags Reykjavíkur hefir höfðað mál gegn Mjólkursölunefnd sakir þess, að rekstrarhagnaði Samsölunnar var að nokkru varið til þess að jafna mjólk- urverðið hjá bændunum á verð- jöfnunarsvæðinu. Tækist með- limum Mjólkurfélagsins að vinna málið, þá fengju bændur í Mosfellssveit og Kjalarnesi sllt að 30 aurum fyrir mjólk- ina, þegar allir aðrir bændur fengju aðeins 15—16 aura. lendir í óskiljanlegri bendu og ! með öllum þvælingi. En það sama á líka Á öllum framfaraárunum, 1928—1931, meðan fyrri Fram- sóknarstjórnin sat, uxu lánin, sem ríkissjóðurinn sjálfur tók til eigin þaria, um rúmlega hálfa aðra milljón króna. En þau árin skullu háar skuldir á ríkið vegna bankatapanna frá dögum íhaldsins. Hvað fékk þjóðin fyrir þær 12—13 millj., sem íhaldið safnaði fram 'til 1927 ? Enginn íhaldsmaður getur bent á verð- mæti, andleg eða efnaleg, sem skuldum svari. En þrátt fyrir það þó skuldir yxu eigí meira, hófst hin mikla viðreisn á öll- um sviðum íslenzkrar menning- ai árin 1928—31. Island tók meiri framförum á 4 árum en dæmi munu til með nokkurri Norðurálfuþjóð, fyr eða síðar. Fyrstu fjármálaafrek Ey- steins Jónssonar voru unnin árið 1930, þegar hann var að- stoðarmaður í stjórnarráðinu með lágum launum og vann það sem aukastari að framkvæma ránnsóknir og gera tillögur, sem færðu form landsreikning- anna í það horf, sem þeir síðan hafa og sjálfsagt þykir. I samsteypustj órninni 1932— 1934 réði íhaldið mestu. Það á'tti Magnús og Þorstein alla og óskifta, og Ásgeir því meira sem lengur leið. Á þeim dögum seig allt á ó- gæfuhlið með fjárhaginn. Rekstrarhalli var á landsreikn- ingi o g skuldasöfnun ríkis- sjóðs, en allar framkvæmdir minnkuðu. Þegar Eysteinn Jónsson 'tók við stjórn fjármálanna, varð al- ger stefnubreyting í fjármá1.- um, svo að jafnvel andstæðing- ar hans, hvaðanæfa á landinu, hafa orðið til að samþykkja traustsyfirlýsingar á fjármála- stefnu hans. Þe'tta er einkum þrennu að þakka: 1. Nánara samsarfi milli þings og stjórnar um samningu fjárlaga. 2. Nákvæmari áætlanir um tekjur og gjöld. 3. Tekjuhalli hefir ekki orðið á reks'tri ríkisins og skuldir ekki safnazt. II. Búnaður íslendinga var fram að 1917 byggður að mestu á rányrkju. Framsóknarmenn beittu sér fyrir alhliða ræk'tun. Jarðræktarlögin gömlu voru samin að tilhlutun þingflokks Framsóknarmanna af Hallgrími Kristinssyni og Sigurði Sig ■ urðssyni og borin fram til sig- urs af Framsóknarmönnum. Framsóknarmenn knúðu fram til sigurs, gegn andstöðu í- haldsins, lögin um tilbúinn á- burð, verkfærakaupasjóð og mörg önnur lög, sem landbún- aðinn varða miklu. Fulltrúi í- baldsins í Búnaðarfélaginu, Magnús á Blikastöðum, gerði aftur á móti árangurslausar til- raunir um að lækka styrkinn. Þá fór og helzt að miða áfram sandgræðslu og kornrækt eftir að Framsóknarmenn tóku völd. Þegar bændurnir áttu að fá beint vald yfir Búnaðarfélag- inu og hæfcta átti að styrkja Thor Jensen, sem borgað hafði verið úr ríkissjóði um 50 þús. kr. til að keppa við smábænd- ur á mjólkurmarkaði Reykja- víkur, þegar hækka átti s'tyrk- inn til smábændanna um 20%, þá reis allt íhaldið upp á aftur- fótunum og skar upp herör um allt land móti jarðræktarlög- unum nýju. III. Afurðir landbúnaðarins voru, meðan kaupmenn réðu einii', svo sóðalega vei’kaðar, að þær máttu verðlausar lxei'ta. Fyrsta starfið að verðaukning þeirra, var unnið af kaupfé- lögum og samvinnufélögum, rneð sauðaútflutningi, bættri verkun ullar,stofnun sláturhúsa og smjörbúa. Þau umbótavei'k, sem unnin hafa verið síðan í stríðslok, eru unnin af Fi’am- sóknarmönnum. íhaldsmenn, sem skipaðir voru I kæliskips- nefnd, lögðu á móti kaupurn á kæliskipi og s'tofnuix frysti- húsa. Ihaldsmenn lögðust á rnóti kjötlögum, sem gefa bæixdum 600,000 í auknu kjöt- verði ái’lega og mjólkurlögum, sem forðuðu frá mjólkurstríði og bjöi’guðu þar með allri af- komu bænda á Suðurláglendiixu cg Faxaflóaundii’leixdinu. — íhaldsmenn lögðust á móti hinni nýju garðyrkjulöggjöf, garðyrkjuskóla, gi’ænmetis- einkasölu og gai’ðyrkjustyrk. IV. Byggingamál sveitanna hafa lengi verið deiiumál milli flokkanna. Öll þau grundvallar- atriði, sem nú eru franx komin 'til hagsbóta þeim, sem vilja hyggja í sveitum, á nýjum og gömlum jörðum, fólust í hiixu fyrsta frumvarpi J. J. um Landnámssjóð. En það fruxxx- varp felldi íhaldið, þing eftir þing. Nú rísa milli 50—60 ný- býli árlega og margir tugir jarða endurbyggðar fj rir foi’- göngu Framsóknarmanna. V. Útvegsmál. Ihaldsmenn hafa löngum hælt sér af foi’sjá sinni gagnvart útvegsmálunx. En hvílík er þeii’ra forsjá? Þeir segja sjálfir, að þeir geti ekki látið xi'tveg bei’a sig hve vel sem aflist. Og þó eigum við styttra á mið og dúglegi’i og aflasælli sjómenn en allar aðrar þjóðir, sem hingað sækja á hundruðum stórskipa yfir breið höf. — Ein útvegsfjölskylda skuldar bönkum 5 rnillj • kr. eða þúsund meðal jarðarverð, sem enginn veit hvoi’t borguð verða. Þegar saltfisksmai’kaðurinn féll, stóðu þeir úrræðalausir og máttvana. En þá bjargax karfa- vinnslan, ufsaveiðarnar, síldai’- verksmiðjur xúkisins og frysti- hús samvinnufélaganna, allt stofnanir, sem íhaldið, í fyrstu, taldi heimsku og hneyksli, en eru stofnaðar af Fi’amsóknarmönnum. VI. Vegamál. Frá 1917—1923 fóru x’áðherrar Framsóknai’- manna xneð saxxigöixgumál. Þegar stríðinu létti, knúðu þeir fram brúalögin 1920, og stói’- felldar brúagerðir og vega- gerðir hófust. Þegar íhaldið tók við völdum 1924, minnkuðu framlög til vega stói’kostlega, en íxxargfölduðust á tímabil- inu 1928—1931, en féllu svo að miklu leyti niður undir stjórn Þ. Bi’iem. — Ihalds- menn sýndu hug sinn til vega- mála á fundi að Sveinsstöðum x Húnaþingi 1926. Þar íxiætti sá maður, sem jafnan bar höf- uð og herðar yfir sína sam- fiokksmenn, Jóix heitinix Þoi’- láksson. En iafnvel þessi sér- fræðingur þeiri'a í vegamálum gei’ði sér eigi hæri’i vonir en þær, að bílfært, yrði frá Rvík að Bólstaðai’hlíð árið 1940. En Framsóknarmenn tóku við stjórn skömmu seiixna. Þeir stjórnuðu svo vegagerðum, að bílfært varð frá Húsavík, við Skjálfanda, austur að Mai’kar- fljóti 1930. Á Bi’iems árunurn þokaði vegum og brúrn lxægt áleiðis, en allt bi’úaféð var lagt á seinni tímann. — Not hinna nýju vega urðu fyrst fullkom- in, þegar Hermann Jónasson skipulagði fólksflutninga nxeð bifreiðum. En þeim þörfu lög- um veitti allt íhaldið andstöðu. VII* Síminn var áður en Framsóknai’menn tóku til stai’fa fyi’st og fi-emst fyi’ir kaupstaðina. Og svo mundi vera enn ef íhaldið hefði alltaf ráð- ið. Franxsóknarmeixn beittu sér fyrir íxýjum- sínxalínum, fjölgun stöðva á landsímalín- unum og einkasímum um sveitir. Allt þetta var íhaldinu ands'tætt, nema þegax nýjar línur gátu verið kosningabeita. ! Rérstaklega böi’ðust Framsókn- | armenn fyrir einkasímum ! sveitanna. VIII. íhaldsmemx vildu gera úlvarpið að eihkarekstri til eigin afnota sínunx flokki. Sú stofnun „fór á höfuðið“ eins og fleira í þeim hei’búðum. Fraxn- sóknarmenn stofnuðu ríkisút-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.