Tíminn - 30.06.1937, Page 2
110
TIMINN
Úrslit kosninganna 20. júní.
F ramsóknarf lokkurínn
Sjálfsfæðisflokkurínn
Alþýðuflokkurinn
Kommúnistaflokkurinn
Bændaflokkurinn
Vestur-ísaf jarðarsýsla.
Hér fara á eftir atkvæðatöl-
nrnar í einstökum kjördæmum,
og til samanburðar atkvæða-
tölur kosninganna 1934, sam-
kvæmt skýrslum Hagstofunn-
ar. Þar sem niðurstöður nú eru
ekki enn komnar til landkjör-
stjórnar getur hugsast að ein-
hverjar af tölunum séu ekki
rákvæmlega réttar, en þar
skalckar þó hvergi svo að neinu
máli skipti.
[Skammstafanir: A = Al-
þýðuflokkur, B = Bændaflokk-
nr, F = Framsóknarflokkur,
K = Kommúnistaflokkur, S =
Sjálfstæðisflokkur Þ = Þjóð-
einissinnaflokkur, U = Utan
flokka].
Reyk javík:
E-listi (S) 10138 atkv.
A-listi (A) 4135 atkv.
D-listi (K) 2742 atkv.
C-listi (F) 1047 atkv.
B-(land)listi (B) 59 atkv.
Kosnir eru: Magnús Jónsson,
Jakob Möller, Pétur Halldórs-
son og Sigurður Kristjánsson
af E-lista, Héðinn Valdimars-
son af A-lista og Einar Olgeirs-
son af D-lista.
í kosningunum 1934 fékk E-
listi (S) 7525 atkv., A-listi (A)
5039, D-listi (K) 1014, C-listi
(F) 805, F-lis’ti (Þ) 215 og B-
listi (B) 183.
Hafnarf jörður;
Kosinn er Bjarni Snæbjörns-
son (S) með 996 atkv. Emil
Jónsson (A) fékk 935 atkv.,
landlisti Framsóknarfl. 7, land-
listi Kommúnista 6 og landlisti
Bændafl. 4.
1934: Emil Jónsson (A)
1064, Þorleifur Jónsson (S)
781, Björn Bjarnason (K) 31,
landlisti Framsóknarfl. 7, land-
listi Bændafl. 5.
Gullbringu- og Kjósarsýsla:
Kosinn er Ólafur Thors (S)
með 1504 atkv. Sigfús Sigur-
hjartarson (A) fékk 593, Finn-
bogi Guðmundsson (Þ) 118,
landlisti Framsóknarfl. 86 og
Haukur Björnsson (K) 58 atkv.
1934: Ólafur Thons (S) 1240,
Sigfús Sigurhjartarson (A)
309, Klemenz Jónsson (F) 187,
Finnbogi Guðmundsson (Þ) 84,
Hjörtur Helgason (K) 48 og
Jónas Bjömsson (B) 31 atkv.
Borgaif jarðarsýsla:
Kosinn er Pétur Ottesen (S)
með 730 atkv. Sigurður Jónas-
son (F) íekk 398, Guðjón Bald-
vinsson (A) 288, landlisti
Bændafl. 40 og Ingólfur Gunn-
laugsson (K) 9 atkv.
1934: Pétur Ottesen (S) 602,
Jón Hannesson (F) 236, Guð-
jón Baldvinsson (A) 233, Ei-
ríkur Albertsson (B) 127 og
landlisti Kommúnista 6 atkv.
Mýrasýsla:
Kosinn er Bjarni Ásgeirsson
(P’) með 516 atkv. Þorsteinn
Þorsteinsson (S) fékk 421, Ein
ar Magnússon (A) 21, landlisti,
Bændafl. 15 og landlisti Komm-
únista 8 atkv.
1934: Bjarni Ásgeirsson (F)
481, Gunnar Thoroddsen (S)
398, Guðjón Benediktsson (K)
40, Pétur Þórðarson (B) 38
og Amgrímur Kristjánsson (A)
21 atkv.
Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýsla:
Kosinn er Thor Thors (S)
með 752 'atkv. Þórir Steinþórs-
son (F) fékk 433, Kristján
Guðmundsson (A) 222 og EÞ
ríkur Albentsson (B) 65 atkv.
1934: Thor Thors (S) 753,
Þórir Steinþórsson (F) 356, Jón
Baldvinsson (A) 330, Sigurður
Ólason (B) 91 og landlisti
Kommúnista 11 atkv.
Dalasýsla:
Kosinn er Þorsteinn Briern
(B) með 404 atkv. Hilmar
Síefánsson (F) fékk 322, Alex-
ander Guðmundsson (A) 17,
landlisti Sjálfstæðisfl. 10 og
Jón Sivertsen (U) 2 atkv.
1934: Þorsteinn Þorsteinsson
(S) 344, Þorsteinn Briem (B)
260, Jón Ártnason (F) 146,
Kristján Guðmundsson (A) 35
og landlisti Kommúnista 2 at-
kv.
Barðastrandai’sýsla:
Kosinn er Bergur Jónson (F)
með 565 atkv. Gísli Jónson (S)
fékk 406, Sigurður Emarsson
(A) 290, Hallgrímur Hallgríms-
son (K) 62 og landlisti Bænda-
fl. 8 atkv.
i 1934: Bergur Jónsson (F)
| 508, Sigurður Einarsson (A)
292, Jónas Magnússon (S) 266,
Hákon Kristófersson (B) 140
og Hallgrímur Hallgrímsson
(K) 70 atkv.
Kosinn er Ásgeir Ásgei’csson
(A) með 490 atkv. Gunnar
Ihoroddsen (S) fékk 411, Jón
Eyþórsson (F) 255, landlisti
Bændafl. 8 og landlisti Komm-
únista 1 atkv.
1934: Ásgeir Ásgeirsson (U)
491, Guðmundur Benediktsson
(S; 223, Gunnar Magnússon
(A) 164), landlisti Framsókn-
arfl. 47 og landlisti Bændafl.
7 atkv.
ísafjörður:
Kosinn er Finnur Jónsson
(A) með 754 atkv. Bjami
Benediktsson (S) fékk 576,
landlisti Kommúnista 16, land-
listi Framsóknarfl. 8 og land-
listi Bændafl. 4.
1934: Finnur Jónsson (A)
701 atkv., Torfi Hjartauson (S)
534, Eggert Þorbjamarson (K)
69, landlisti Framsóknarfl. 3 og
landlisti Bændafl. 1.
Norður-Isaf jarðarsýsli:
Kosinn er Vilmundur Jónsson
(A) með 759 atkv. Sigurjón
Jónsson (S) fékk 694, iandlisti
Bændafl. 6 og landlisti Komm-
ún:ífa 1 atkv.
1934: Jón A. Jónsso.i (3;
780, Vilmundur Jónsson (A)
74u, landlisti Bændafl. 9, land-
listi Framsóknarfl. 4 og and-
list: Kommúnista 1 atkv.
Strandasýsla:
Kosinn er Hermann Jónasson
(F) með 632 atkv. Pálmi Ein-
arsson (B) fékk 311, landlisti
Sjálfstæðisfl. 4, landlisti Kom-
múnista 4 og landlisti Alþýðu-
fl. 2 atkv.
1934: Hermann Jónasson (F)
359, Tryggvi Þórhallsson (B)
256, Kristján Guðiaugsson (S)
244, Björn Kristmundsson (K)
28 og landlisti Alþýðufl. 7.
Vestur-Húnavatnssýsla:
Kosinn er Skúli Guðmunds-
son (F) með 436 atkv. Hannes
Jónsson (B) fékk 364, landlisti
Sjálfstæðisfl. 14 og landlisti
Alþýðufl. 1 atkv.
1934: Hannes Jónsson (B)
266, Skúli Guðmundsson (F)
243, Björtn L. Björnsson (S)
215, Ingólfur Gunnlaugsson
(K) 37 og landlisti Alþýðufl. 7
atkv.
Austur-Húnavatnssýsla:
Kosinn er Jón Pálmason (S)
með 428 atkv1. Hannes Pálsson
(F) fékk 318, Jón Jónsson (B)
261, Jón Sigurðsson (A) 94 og
landlisti Kommúnista 2 atkv.
1934: Jón Pálmason (S) 454,
Jón Jónsson (B) 334, Hannes
Pálsson (F) 216, Jón Sigurðs-
son (A) 33 og Erling Elling-
sen (K) 17 atkv.
Skagaf jarðarsýsla:
Kosnir eru Pálmi Hannes-
son (F) með 1072 atkv. og
Steingrímur Steinþórsson (F)
með 1066 atkv. Magnús Guð-
mundsson (S) fékk 983, Jón
Sigurðsson (S) 972, landlisti
Bændafl. 8 og landlisti Alþýðu-
fl. 1 atkv.
1934: Magnús Guðmundsson
(S) 934, Sigfús Jónsson (F)
911, Jón Sigurðsson 911,
Steingrímur Steinþórsson (F)
898, Magnús Gíslason (B)
65, Pétur Laxdal (K) 51, Elísa-
bet Eiríksdóttir (K) 47, Pétur
Jónsson (A) 36, Kristinn Gunn
laugsson (A) 34.
Ey jaf jarðarsýsla:
ICosnir eru Bernharð Stef-
ánsson (F) með 1684 atkv. og
Einar Árnason (F) með 1593
atlcv. Garðar Þorsteinsson (S)
fékk 1356, Stefán Stefánsson
(B) 1292, Erlendur Þors’teins-
son (A) 653, Barði, Guðmunds-
son (A) 582, Gunnar Jóhanns-
son (K) 291 og Þóroddur Guð-
mundsson (K) 270 atkv.
1934: Bernharð Stefánsson
(F) 1319, Einar Árnason (F)
s 19 þíngmenn
s 17 þingmenn
s 8 þíngmenn
s 3 þíngmenn
s 2 þingmenn
1252, Garðar Þorsteinsson (S)
917, Einar Jónasson (S) 905,
Barði Guðmundsson (A) 371,
Stefán Stefánsson (B) 348,
IJalldór Friðjónsson (A) 303,
Pétur Eggerz (B) 301, Gunn-
ar Jóhannsson (K) 262 og Þóif
oddur Guðmundsson (K) 237
atkv.
Akureyri:
Kosinn er Sigurður Hlíðar
(S) með 913 atkv. Steingrímur
Aðalsteinsson (K) fékk 639 at-
kv., Árni Jóhannsson (F) 528,
Jón Baldvinsson (A) og 258 og
landlisti Bændafl. 4.
1934: Guðbrandur Isberg (S)
921, Einar Olgeirsson (K) 649,
Árni Jóhannsson (F) 337, Er-
lingur Friðjónsson (A) 248 og
landlisti Bændafl. 9.
Suður-Þingey jarsýsla:
Kosinn er Jónas Jónsson (F)
með 1054 atkv. Kári Sigurjóns-
son (S) fékk 288, Arnór Sigur-
jónsson (A) 235, Aðalbjörn
Pétursson (K) 213 og Árni
Jakobsson (B) 87 atkv.
1934: Jónas Jónsson (F)
1093, Kári Sigurjónsson (S)
303, Aðalbjörn Pétursson (K)
173, Hallgrímuii Þorbergsson
(B) 96 og Sigurjón Friðjónsson
(A) 82 atkv.
Norður-Þingeyjarsýsla:
Kosinn er Gísli Guðmunds-
son (F) með 539 atkv. Jóhann
Havsteen (S) fékk 183, Bene-
dikt Gíslason (B) 85, Oddur
Sigurjónsson (A) 48 og Elísa-
bet Eiríksdóttir (K) 34 atkv.
1934: Gísli Guðmundsson (F)
464, Sveinn Benediktsson (S)
298, Benjamín Sigvaldason (A)
32, Ásgeir Bl. Magnússon (K)
32 og Jón Sigfússon (B) 22 at-
kv.
Norður-Múlasýsla •.
Kosnir eru Páll Zophoníasson
(F) með 723 atkv. og Páll Her-
mannsson (F) með 696 atkv.
Árni Jónsson (S) fékk 585 og
Sveinn Jónsson (B) 564 atkv.
1934: Páll Hermannsson (F)
457, Páll Zophoníasson (F) 441,
Árni Jónsson (S) 385, Árni
Vilhjálmsson (S) 350„ Halldór
Stefánsson (B) 254, Benedikt
Gíslason (B) 219, Skúli Þor-
steinsson (A) 64, Sigurður
Árnason (K) 42 og Áki Jakobs-
son (K) 38.
Seyðisfjörður:
Kosinn er Haraldur Guð-
mundsson (A) með 288 atkv.
Guðmundur Finnbogason (S)
fékk 199, landlisti Framsóknar-
fl. 10, landlisti Kommúnista 10
og landlisti Bændafl. 2 atkv.
1934: Haraldur. Guðmunds-
son (A) 294, Lárus Jóhannes-
son (S) 219, Jón Rafnsson (K)
27, landlisti F'ramsóknarfl. 3 og
landlisti Bændafl. 2 atkv.
Suður-Múlasýsla:
Kosnir eru Eysteinn Jónsson
(F) með 1124 atkv. og Ingvar
Pálmason (F) 1000 atkv. Magn
ús Gíslason (S) fékk 684,
Kristján Guðlaugsson (S) 627,
Jónas Guðmundsson (A) 563,
Friðrik Steinsson (A) 409,
Arnfinnur Jónsson (K) 332,
Lúðvík Jósefsson (K) 263 og
landlisti Bændafl. 19 atkv.
1934: Eysteinn Jónsson (F)
1062, Ingvar Pálmason (F)
947, Magnús Gíslason (S) 679,
Árni Pálsson (S) 603, Jónas
Guðmundsson (A) 564, ölafur
Þ. Kristjánsson (A) 378, Am-
finnur Jónsson (K) 141, Jens
Figved (K) 116, Sveinn Jóns-
son (B) 84 og Ásgeir L. Jóns-
son (B) 49.
Austur-Skaptaf ellssýsla:
Kosinn er Þorbergur Þor-
leifsson (F) með 337 atkv.
Brynleifur Tobiasson (B) fékk
248, Eiríkur Helgason (A) 28
og landlisti Sjálfstæðisfl. 4
atkv.
1934: Þorbergur Þorleifsson
(F) 299, Pálmi Einarsson (B)
155, Stefán Jónsson (S) 96,
Eiríkur Helgason (A) 40 og
landlisti Kommúnista 4 atkv.
V estur-Skaptaf ellssýsla:
Kosinn er Gísli Sveinsson
(S) með 436 atkv. Helgi Lárus-
son (F) fékk 289, Lárus
Iíelgason (B) 105, Ármann
Halldórsson (A) 32 og landlisti
Kommúnista 16 atkv.
Eftír kosníngarnar
Kosningabardaganum er nú.
lokið. Iiann hefir verið langur
og strangur og lauk með því að
sá af stjórnarflokkunum, sem
borið hafði mest af hita og
þunga umbótastarfsins á und-
angengnum árum vann meiri
sigur en nokkum andstæðing
hafði gmnað.
Andstæðingum og keppinaut-
um hefir orðið tíðrætt um það,
hvað hafi valdið gengi Fram-
sóknarflokksins í þessum kosn-
ingum. Það mál verður ekki
tæmt hér. En ástæðurnar em
margar. Framsóknarflokkurinn
byggir á hinni einu gömlu
menningu, sem til er í landinu,
hinni þúsund ára gömlu menn-
iugu dreifbýlisins. Hann bygg-
ir á æfingu samvinnufélaganna
í meir en hálfa öld. Hann hélt í
vetur hið fjölmennasta flokks-
þing og með meira mannvali
en aðrir flokkar hafa getað
gert. Hann lagði á þessu flokks-
þingi gmndvöll að skipulegri
cg rólegri þróun þjóðlífsins á
árum þeim, sem koma. Hann
hafði í framboði meira úrval
af þjóðkunnum hæfileikamönn-
um en aðrir flokkar, og blaða-
kost, sem var að vísu minni en
sumir aðrir flokkar höfðu, en
hagnýtari í málafylgju vegna
góðs yfirlits og sterkari rök-
semda.
Og að síðustu hafði flokkur-
inn á bak við sig fjölþætt um-
bótastarf frá undangengnum
þremur árum. Ekkert heimili á
landinu hafði farið varhluta af
árangri þessa starfs. Ef Fram-
sóknarflokkurinn tapaði milli-
flokksaðstöðu sinni átti þjóðin
á hættu nýja Sturlungaöld út
af baráttu verkamanna og at-
vinnurekenda um afrakstur
vinnunnar. Frelsi borgaranna,
frelsi landsins og afkoma alls
þorrans af landsmönnum var í
hættu ef „Breiðfylkingin" sigr-
aði.
En þetta fór á aðra leið.
Breiðfylkingin tapaði og er
saga hennar búin. „Bænda-
flokkurinn" svokallaði dó sömu-
leiðis, og legst til hinnstu
hvíldar umvafinn almeimri
fyrirlitningu sinna síðustu vina,
íhaldsmannanna. I'naldið hafði
áður 20 þingsæti og hefir nú
17. Alþýðuflokkurinn hefir tap-
að þingsætum en lialdið at-
kvæðatölu. Kommúnistaflokk-
urinn hefir í fyrsta og síðasta
skipti fengið þingumboð á Is-
landi, án allra áhrifa eða fram-
tíðarvona.
Hvað tekur nú við?
Mbl. liefir boðið Alþýðu-
flokknum upp á nýja flatsæng
um kjördæmamálið, væntanlega
í þeim tilgangi að gera landið
allt að einu kjördæmi. Þó að
slík sambræðsla sé ósennileg nú
sem stendur er hún fremur á-
litleg. Næsta stjómarmyndun
yrði þá milli íhaldsmanna og
Alþýðuflokksins. I kosningum
um kjördæmamálið myndi
Framsóknarflokkurinn hafa
möguleika til að bæta við sig
það mörgum þingsætum, að
hann gæti stöðvað stjórnar-
skrárbreytingu, sem stefndi að
því að gera landið raunveru-
lega að einu kjördæmi.
Á hinn bóginn hafa núver-
andi stjómarflokkar nægilegt
þingfylgi til að fara með stjóm
saman eins og hingað til, ef
ekki dynur yfir landið hallær-
isástand minnkandi sjávarafla.
Um það verður ekki sagt fyr en
lokið er síldveiðunum í sumar.
Mun því þykja eðlilegast fyrir
hið nýkosna þing að fitja ekki
upp á framtíðarráðagerðum fyr
en með haustinu og ljúka fjár-
lagaþingi af nokkru fyrir jól.
Mbl.-flokkurinn hefir nú end-
anlega sannfærst um, að hann
getur ekki fengið meirihluta-
aðstöðu við kosningar hér á
landi. Hann hlýtur þessvegna
að fara að byggja framtíðar-
ráðagerðir sínar á nýjum
grundvelli. Hann veit að engr-
ar hjálpar er lengur að vænta
frá Jóni í Dal og Þorsteini
Briem, en að flokkurinn hefir
beðið mikinn álitshnekki af
verzlun sinni við þessa tvo
menn og nazistaskrílinn í
Reykjavík. Mbl.-flokkurinn get-
ur tekið upp þá aðstöðu að af-
neita nazistum og öllu þeirra
athæfi, og verða hreinlega
íhaldssamur þingræðísflokkur
eins og slíkir flokkar eru, sem
nú starfa í Danmörku eða Eng-
landi.
Út um land þar sem íhalds-
menn em í minnihluta í sveit-
arfélögum og bæjum eins og
t. d. Siglufirði, Akureyri, Húsa-
vík og Seyðisfirði, eru Mbl.-
menn hófsamir og að mörgu
leyti sómasamlegir í framkomu
og starfa á jákvæðan hátt að
þróun sveitarfélaganna með
Framsóknarflokknum og stund-
um með Alþýðuflokknum.
Ólán íhaldsmanna er að hafa
lent í klónum á fjölskyldu, sem
eyðir meira en hún aflar, og
no’tar flokksmenn eins og peð í
áhættutafli. Breiðfylkingar-
bröltið með bandalagi við naz-
ista og hina fylgislausu speku-
lanta, sem næstir standa Þ. Br.
var verk Thorsbræðra og mið-
að við að brjóta af Kveldúlfi
þann herfjötur, sem Framsókn-
armenn höfðu lagt á óhófs-
eyðslu Thorsfjölskyldunnar síð-
astliðinn vetur. Jón Þorláksson
myndi aldrei hafa spilað slíkt
glæfraspil, af því að hann gat
metið líf og framtíð íhalds-
stefnunnar meir en hagsmuni
sinnar fjölskyldu á gjaldþrota-
barminum. Ihaldið heldur á-
fram að síga neðar og neðar
meðan það elur snák nazismans
við brjóst sér, og hefir þvílíka
forustu sem flokkurinn hefir
haft síðan Jón Þorláksson féll
frá.
Kommúnistarnir hafa, þrjá
fulltrúa á þingi, en munu eng-
in áhrif hafa þar. Árið 1924
voru margir kommúnistar á
þingi Norðmanna, en nú eng-
inn. Aðalflokkar þingsins geta
myndað stjóm á marga vegu
án þess að spyrja byltingar-
mennina um hvort þeim líki
betur eða ver. Algert áhrifa-
leysi bíður Einars Olgeirssonar
og félaga hans á þingi. Og
lengra framundan bíða þeirra
sömu forlög og „varaliðsins“.
Á næstu árum hljóta kommún-
istar að afneita, í verki, öllu
pólitísku hlýðnisástandi við er-
lenda stórþjóð og um leið öll-
um byltingaráróðri. Eins og
liðsmenn Þ. Br. hafa nú að
mestu gengið aftur inn í Fram-
sóknarflokkinn, þannig munu
þeir, sem nú kalla sig kom-
múnista, vitkast af gengisleysi
sínu, hætta við byltingarskraí
og ofbeldishugsjónir og ganga
sem starfandi liðsmenn inn í
umbótaflokkana. Einn af hinum
rauðustu byltingarleikmönn-
um hefir nú lagt af sér hið
rauða gervi fyrir nokkru og
vinnur að mjög nýtilegri sam-
vinnuþróun í Rvík. Þá hina
sömu leið verða flokksbræður
bans að fara, áður en þeir eiga
völ á samstarfi við lýðræðis-
menn landsins.
Andstæðingar Alþýðuflokks-
ins telja að hann hafi goldið
mikið afhroð í þessum kosning-