Tíminn - 30.06.1937, Síða 4
112
T í M I N N
Framsóknarilokkuríim er orðínn stærstí flokkur þíngsíns.
Framh. af 1. síðu.
í góðri trú studdu Bænda-
flokkinn og enn hafa stutt hann
við nýafstaðnar kosningar
hverfa á ný inn á þá braut að
efla áfram þann flokk, sem í 20
ár hefir að því unnið með betri
árangur en nokkur flokkur ann
ar að safna sveitafólkinu sam-
an til sameiginlegra átaka. Og
í þeirri geigvænlegu árás á
réttindi dreifbýlisins, sem nú
stendur fyrir dyrum og síðar
verður að vikið, mun meiri
þörf verða slíkra samtaka en
nokkru sinni fyr.
Kommúnistagrýlan
og íalsbréíið
1 sambandi við úrslit kosn-
inganna er rétt að minna á það,
að höfuð rógsefni „breiðfylk-
ingar“-frambjóðendanna á hend
ur Framsóknarflokknum, var
það, að Framsóknarflokkurinn
hefði gert leynisamning við
Kommúnis’ta um gagnkvæman
stuðníng í kosningunum. Áttu
samningar þessir að hafa verið
á þá leið, að Framsóknarmenn
skyldu kjósa kommúnista í
Reykjavík og á Akureyri en
aftur á móti skyldu kommún-
istar kjósa Framsóknarflokks-
frambjóðendur í þeim sveita-
kjördæmum, þar sem atkvæði
þeirra gætu riðið baggamun-
inn!
Forráðamenn Sjálfstæðis-
flokksins gengu svo langt í
þessum ósannindum, að þeir
birtu í ísafold falsað bréf, sem
átti að vera frá „einum af aðal-
foringjúm Framsóknarflokks-
ins“ og hafa verið sent trúnað-
armönnum flokksins víðsvegar
um land rétt eftir áramót í
vetur! I bréfi þessu var skýrt
svo frá, að „vottfastur“ samn-
ingur hefði verið gerður við
kommúnista! „Bréfið“ var ekki
birt í Moi’gunblaðinu og til-
gangurinn sýnilega sá, að koma
því í ísafold út um allt land
rétt fyrir kjördag svo að lítið
bæri á og miðstjóm Framsókn-
arflokksins bærust ekki fréttir
af. En þetta fór á annan veg.
Ritstjórar Isafoldar voru kall-
aðir fyrir rétt, og gá'tu þar
hvorki gert grein fyrir höfundi
bréfsins né hverjum það hefði
verið sent! Sögðust aldrei hafa
séð bréfið sjálft heldur aðeins
afrit, og þetta afrit væru þeir
búnir að eyðileggja! Af trúnað-
armönnum Framsóknarflokks-
ins, sem skipta mörgum hundr-
uðum, kannaðist enginn við að
hafa fengið þetta bréf í hend-
ur eða neitt líkt því! -
Og nú vai’pa kosningaúrslit-
in sjálf skýru Ijósi á vopnaburð
þeirra heiðursmanna, sem
Sjálfstæðisflokknum stjórna. f
Reykjavík, þar sem Framsókn-
arflokkurinn átti að hafa samið
um að kjósa kommúnista(!),
hefir hann aukið atkvæðamagn
sitt um 30% — og á Akureyri
úr 337 atkvæðum upp í 528 at-
kvæði. Hitt má vel vera, að
menn sem áðm’ fylgdu komm-
únistum, hafi í sumum kjör-
dæmum greitt frambjóðendum
Framsóknarflokksins atkvæði
fremur en „breiðfylkingunni“,
og er það sízt að lasta, ef svo
væri, því að ekki getur Fram-
sóknarflokkurinn haft á móti
því, að menn sem stutt hafa
aðra flokka, snúist til fylgis við
hann. Á það má hinsvegar
benda, að jafnvel þótt gengið
væri inn á þá fráleitu staðhæf-
ingu fsafoldar, að öll kommún-
istaatkvæði sveitakjördæmanna,
í kosningunum 1934, sem ekki
komu fram nú, hefðu verið
greidd Framsóknarflokknum,
þá hefði Framsóknarflokkur-
inn, eins og atkvæðatöluraar
sýna, alstaðar getað fengið
þingmenn sína kosna án þeirra.
Þetta getur hver og einn sann
fært sig um sjálfur við nánari
athugun atkvæðatalnanna.
Vonbrlgði
»Breiðfylkingarínnar“
f skrifum íhaldsblaðanna um
kosningaúrslitin ber mest á
tvennu: Vonbrigðunum út af
fylgisleysi Bændaflokksins og
gremjunni út af „ranglátri
k jördæmaskipun".
„Kosningarnar sýna, að
Bændaflokkurinn er liðinn und-
ir lok“, segir dagblaðið Vísir í
feitri fyrirsögn 26. þ. m. dag-
inn eftir að fullnaðarúrslit
kosninganna urðu kunn* *). Og
blaðið heldur áfram á þessa:
leið: „Bændaflokkurinn hefir
reynzt að mestu leyti hugar-
burður, og hefir það eflaust
komið ýmsum mjög á óvart.“
Einn af miðstjórnarmönnum
Sjálfstæðisflokksins sagði á
fundi í vikunni sem leið:
Stærstu mistök, sem ég hefi
þekkt í kosningaundírbúningi
eru að hafa gert kosningabanda
lag við flokk, sem hvergi er til
nema í heilabúi Jóns I Stóradal!
Morgunblaðið 27. f. m. tek-
ur í sama streng, en reynir þó
vP friða flokksmenn sína. 1 grein
með fyrirsögninni „Eftir kosn-
ingamar“ segir á bessa leið:
„Bændaflokkurinn hefir fengið
heldur rýra uppskeru i þessum
kosningum. Hann hefir fengið
einn þingmann kosinn í sjálfstæð-
iskjördæmi og eitt uppbótarþing-
sæti fyrir bandalag sitt við sjálf-
stæðismenn annarsstaðar, þar sem
sjálfstæðismenn annaðhvort buðu
ongian fram cð*u buðu frajm í
bandálagi við þá í tvímennings-
kjördæmum.
Bændaflokksins eigin fylgi virð-
irt hafa verið nálega hverfandi.
Bændaflokkurinn virðist hafa
beðið sinn hnekki við það, að það
er ekki pláss fyrir hann.
..þrátt fyrir það getur enginn séð
oftir þvi, að þessi tilraun var gerð.
það var sjálfsagt að spyrja íbúa
sveitanna að því, hvort það væri
mikill hópur manna, sem vildi
herjast á móti áhrifum sósíalista
og kommúnista án þess að þeir
þó vildu fylgja Sjálfstæðisflokkn-
um.það gat vel hugsast að hann
væri allstór þessi hópur — — —
En kosningarnar gáfu svarið. þessi
hópur er mjög fámennur — —.“
En Pálmi Einarsson er ekki
í vandræðum með sitt svar!
Hann segist hafa verið viss í
Strandasýslu, en Ólafur Thors
hafi haft af sér a. m. k. 150
atkvæði með fundinum á
Hólmavík!
Árásin
á kjördæmaskíþunina.
Og nú er af hálfu Sjálfstæð-
isflokksins hafin ný árás á
kjördæmaskipunina. Nú á að
taka upp á ný baráttuna frá
1931 baráttuna fyrir því að
brjóta niður „bændavaldið" —
áhrif sveitanna og smáþorp-
anna á löggjöf og stjórn lands-
ins.
Mbl. talar um það 27. þ. m.
„hvílík óskapa hætta er fólgin í
svona kosningarfyrirkomulagi“.
0g Vísir talar um „rangláta
*) Börn af íhaldshoimilum í
Reykjavík hafa, eítir því sem dag-
blöð skýra frá, tekið upp nýjan
loik i sambandi við kosningaúr-
slitin. þeir, sem í leiknum eru fara
að skima í kringum sig í allar átt-
ir eins og þeir séu að leita að ein-
hverju. Eitt leiksystkinanna spyr:
Að hverju eruð þið að leita? En
hin svara: Ég er að leita að
Bændaflokknum!
kjördæmaskipun“, sem hafi við
þessar kosningar „leikið flokk-
inn*) ver en nokkru sinni áð- |
ur“.
Það er bert að hverju er
stefnt með þvílíkum ummælum.
Eina úrræðið sem Sjálfstæð-
ismenn koma auga á sjálfum ;
sér 'til viðréttingar, er að ráð- i
ast á stjórnarskrána, sem þeir
sjálfir greiddu atkvæði með
íyrir fjórum árum og ganga
enn á ný á rétt sveitanna —
Reykjavíkurvaldinu til fram-
dráttár.
Með stuðningi sósíalista og
kommúnista geta þeir vitanlega
látið samþykkja nýja stjórn-
arskrá á Alþingi, þrátt fyrir
kosningasigur Framsóknar- i
flokksins.
En áður en slík stjórnarskrá
gengur í gildi verða að fara
fram nýjar kosningar — kosn-
ingar þar sem hinar dreifðu
byggðir enn hafa þann rétt,
sem þeim var eftir skilinn í
kjördæmaskipun Ásgeirs Ás-
geirssonar. Ennþá hafa íslenzk
ir bændur meira að segja um
skipun Alþingis en íhaldsat-
kvæðin frá Kleppi!
Hvað mundi höfðatölureglan
hafa þýtt í kosningunum sem
nú eru nýafstaðnar? Hún |
mundi hafa þýtt það að kom- j
múnistar hefðu fengið úrslita- j
atkvæðið á þinginu. Ef hún ein
hefði ráðið skipun þingsins
hefðu Framsóknarmenn og Al-
þýðuflokkurinrí ekki getað
myndað stjóra saman og Sjálf-
stæðisflokkurinn og Bændaflokk
urinn ekki heldur.
En hvað sem þessu líður, þá
er eitt víst: Að gegn þessari yf-
irvofandi árás af hálfu Sjálf-
stæðisflokksins verða sveitirn-
ar og sjávarþorpin í hinum
dreifðu byggðum að skipa sér
cinhuga til vamar undir for-
ustu Framsóknarflokksins.
Kosningasiguriim
og framtíðin.
Á tuttugu ára starfsafmæli
Framsóknarflokksins og Tím-
ans hefir flokkurinn nú unnið
annan sinn glæsilegasta kosn-
ingasigur. Sá sigur er óbrot-
gjarn og verðugur minnisvarði
þessara tímamóta.
En þessi sigur er eins og all-
ir aðrir sigrar, að hann skapar
sigurvegurunum skyldu til að
vinna fleiri sigra og meiri á
komandi árum: Fyrst og
fremst sigra á þeim viðfangs-
efnum í þágu alþjóðar, sem úr-
lausnar bíða á næstunni — en
einnig í öðru lagi nýja sigra í
kosningum komandi ára til þess
að tryggja farsælum málstað
allan þann framgang, sem
verða má.
Af Framsóknarflokkskjör-
dæmunum frá 1931 eru fjögur
ennþá óunnin. Þrjú þeirra,
Austur-Húnavatnssýsla, Vest-
ur-Skaptafellssýsla og Dala-
sýsla eru samkvæmt niður-
stöðum þessara kosninga, unn-
in jafnskjótt, og það, sem eft-
ir er af fylgi Bændaflokksins,
bverfur aftur inn í Framsókn-
arflokkinn. í Borgarfirði á Ak-
ureyri og á Snæfellsnesi hefir
stórlega unnizt á í þessum kosn
ingum. Og í Vestur-lsafjarðar-
sýslu er flokksfylgið á ný kom-
ið á fastan grundvöll**).
Framsóknarmenn um Iand
allt! Látum kosningasigurinn
*) p. e. Sjálfstæðisflokkinn.
* *) Framsóknarflokkurinn hefir
nú aðeins tveimur kjördæmakosn-
um þingmönnum færra en 1931.
pá hafði hann tvo landkjörna
þingmenn (en alls 23), hinsvegar
aðeins einn þingmann í Skagafirði
og einn í Rangárvallasýslu.
Hítaf, ilmar, heillar drótt,
hressir, styrkir, kætir.
Fegrar, yngir, færír prótt
Freyju kaffibætir.
„ - - - VEIT ÉG ÞAÐ, en pað
er pó að minnsta kosti eitt
sem má reyna til ad bæta
og hlíðka skapið með og pað
er REGLULEGA GOTT KAFFI
•
En ei pú vilt búa til óað-
fínnanlegt kafií pá verðurðu
blessuð góða að uota
Ferðamenn
ættu að skipta við Kaupfélag
Reykjavíkur. — Þar hafa þeir
tryggingu fyrir góðum og ó-
dýrum vörum.
Happdræíii
Háskóla Islands
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Símn.: Kol. Reykjavík. Sími 1933.
Endurnýjum til 5. flokks er hafin. Endur-
nýjunarfrestur til 5. júlí.
í 5. — 10. flokki eru 4000 vinningar.
Ágæt herbergi
til leigu á Hverfisgötu 82
yfir lengri eða skemmri
tíma. — Hentugt fyrir
ferðafólk. — Simi 3454.
samtals 861 pús. krónur.
eða samtals 4 5 allra vinninga.
Arður til hluthafa.
aðeins Loftur.
Aðalfundur H f. Eimskipafélags íslands 19. júní sam
;;
þykkti að greiða 4 af hundraði í arð fyrir árið 1936
Aðalskrifstofa vor í Reykjavík og afgreiðslumenn fó-
lagsins úti um land, greiga arðinn gegn afhendingu
arðmiða.
Allt með islenskum skipum!
H.L Eímskipaíélag Islands.
20. júní ekki reynast oss neina
værðarvoð — heldur hvatningu
til nýrrar bjartsýni, meira
samstarfs, öflugri átaka og
stærri sigra!
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Prentsm. EDDA h.í-
Sumarskólí guðspekinema
verður haldinn að Valhöll á Þigvöllnm dagana
10—16 ágúst. öll erindi flytur E. C. Bolt Erind-
in verða þýdd orði til orðs á íslenzku,
| Nánari upplýsingar gefa Marta Indriðadóttír
Bergstaðastræti 50 A. sími 4944 og Sigurður
Ólafsson Lindargötu 18 sími 3625.