Tíminn - 07.07.1937, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.07.1937, Blaðsíða 4
116 T I M I N N A vfðavangí. Framh. af 1. síðu. hættu öfganna til beggja handa. Mistök „órólegu deildarinnar“. Þegar hin órólega deild Al- þýðuflokksins á 13. þingi Al- þýðusambandsins lét á þrykk út ganga svigurmæli sín um væntanleg samvinnuslit við Framsóknarflokkinn, þóttí flestum þar meir gæta barna- legs ofurkapps en djúphyggju. Sama var að segja um hið fá- vánlega frumvarp um að gera Kveldúlf upp með lögum, sem hefði þýtt það, að Kveldúlfs- mönnuin hefði raunverulega verið gefin ein milljón króna, sem þeir svo, ef þeir hefðu kært sig um, hefðu getað not- að til þess að ná aftur eignar- haldi á skipum hins gjaldþrota fyrirtækis. Jafnvel upphafs- mönnum þessa frumvarps varð ljós glópska sú, er í því fólst örfáum dögum efti r að það kom fram í þinginu. En þá var of seint að snúa aftur. Þá var horfið að því ráði að breiða yfir Kveldúlfsfrumvarpið með ýmiskonar meira og minna óat- huguðum tillögum um „við- reisn sjávarútvegsins“, sem í fyrsta lagi fóru fram á gífur- leg útgjöld og lántökur, og í öðru lagi gengu sumar hverjar svo langt í ríkisrekstrarátt, að cngir nema hreinustu börn í stjórnmálum gátu gert sér vonir um, að þær næðu fram að ganga. Hafa þeir ekkert lært? Öllum þorra Alþýðuflokks- manna er það ljóst nú, ekki sízt eftir að kosningaúrslitin urðu kunn, að hér hafi ekki verið hyggilega að farið. Og það er nú áreiðanlega almennt álit í flokknum, að þeir, sem í'yrir þessu háttalagi stóðu, hafi bakað honum all verulegt tjón. Flestir Alþýðuflokksmenn munu vera þeirrar skoðunar nú, að það hafi verið hið mesta flan að slíta stjórnmálasam- vinnunni á þeim tíma, sem gert var og að frá sjónarmiði Al- þýðuflokksins hefði verið sjálfsagt'að halda samstarfinu áfram til loka kjörtímabilsins. En á Alþýðublaðinu núna er ekki að sjá, að þeir, sem stjórna pennum þess, hafi lært nægilega mikið af því, sem skeð hefir. Þar er ótvírætt gef- ið í skyn, að blaðið muni fullt eins vel óska þess, að sam- vinnan við Framsóknarflokkinn verði frá hægri eins og frá vinstri, ef ..,kosningabombur“ Alþýðuflokksins frá sl. vetri geti ekki orðið að veruleika! Það er sýnilegf, að þeir menn, sem þannig hugsa, telja lítilsvert það umbótastarf fyr- ir almenning, sem unnið hefir verið á undanfömum þremur árum með samstarfi Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- fiokksins. En hitt er erfitt, að sjá hvaða hagsmunamálum verka- manna Alþýðuflokkurinn ætti að geta komið í framkvæmd með sína átta þingmenn (af 49) í stjórnarandstöðu. Myndi sú barátta, sem háð yrði í land- inu undir slíkum kringum- ottaduftið PERLA er bezt! ,,Nú skal ég þvo fyrír mömmu á meðan hún er í burtu, segir Gunna“ Þær kouur sem reynt hafa Perlu-þvottaduft telja það lang bezta þvottaefnið. Það leysír óhreinindin fljótt og vel úr fötunum. Allir blettir hverfa. Það er því ótrúlega létt að pvo úr Perlu-þvottaduftinu. Óhreinindin renna fyrirhafnarlaust úr og pvott- urinn verður hvítur og fallegur; ÞETTA ER RAUNVERULEIKI. Húsmæður! Reynið Perlu-pvottaduÍtið! Það mun sannSæra yður um ágætí þess, og paðan a£ notið pér ekki annað pvottaefni. stæðum, vera 'til þess fallin, að liindra vöxt fasismans? Myndi það vera hyggilegt fyrir Al- þýðuflokkinn — á sama tíma sem hann hefir tapað þriðj- ungnum af fylgi sínu í Reykja- vík — að bjóða fylgismönnum sínum úti um landið upp á það sem höfuðúrræði, að taka upp andstöðu og fjandskap gegn Framsóknarflokknum, aðal- flokki sveitanna og sjávarþorp- anna í hinum dreifðu byggðum. Framsóknarflokkurinn telur það vitanlega ekki sitt hlutverk að hafa íhlutun um það, hverra ráðum meirihluti Al- þýðuflokksins hlítir í þessum málum. Hann mun nú sem fyr leggja fram þann málefna- grundvöll, sem hann telur skynsamlegastan og liagfelld- astan atvinnuvegunum og hin- um vinnandi stéttum þessa lands. Og hann mun taka í þá hönd — hvort sem hún er frá vinstri eða hægri —, sem fram verður rétt til sameigin- legrar lausnar vandamálanna á þann hátt, sem hann telur við- unandi. Reynslan mun skera úr um ábyrgðartilfinningu þeirra, sem þátt geta tekið í slíku samstarfi. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. EDDA h-í. Kennslukonu vantar við KVENNA.SKÓLANN A BLÖNDUÓSI, er kennt geti allskonar sauma, vélprjón og leikfimi. Umsóknir ásamt kunnáttuvorðum sendist skólaráði kvennaskólans fyrir n. k. ágústmánaðarlok 1937, er einnig gefur allar nánari upplýsingar. Skólaráðid. Húsmæðraskólinn á Staðarfelli í Dalsýslu, starfar frá 15. október nsestkomandi til maf 1938. (Verklegt nám: Matreiðsla og öll venjuleg heimilisstörf. fatasaumur, vefnaður og vélprjón o fl. Bóklegt nám: Næringarefnafrssði, heilsufrseði, ís- lenzka, reikningur, bókfærsla og eitt erlent tungumál, ef nægilega margir nemendur óska. Til þess að námsmeyjar fái safingu í að starfa sjálfstætt fær bver og ein að sjá um lítið heimili 5-6 manns eina viku af skólatímanum undir umsjón forstöðu- konu. Trygging frá vandamönnum fyrir dvalarkostnað óskast. Umsókn fylgi heibrigðis- og fullnaðarprófsvottoið Umsóknir um skólann óskast sendar til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins Reykjavík, eða til sýslumanns Þorsteins Þorsteinssonar Búðardal. Dóms- og kirkjumálaráðuneytíð. Héraðsskólínn að Laugum hefst í haust 12. okt. og starfar sem að undan- förnu í 3 deildum, yngri og eldri og verklegri deild (smíðadeild). Nánari npplýsingar veita auk mín aðrir kennarar skólans. Umsókuir óskafct send- ar sem fyrst. Símasamband um Breiðumýri. Póst- hús Einarsstaðir. Leifur Ásgeirsson skólastjóri. Staðaíellsskólinn Kennslukonu vantar næsta vetur að húsmæðra- skólanum á Staðarfelli. Hún þarf að kenna vefnað vél- og handprjón og fatasaum. Umsóknir sendist til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins fyrir 15. ágúst næstkomandi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Nýtt! Nýtt! Júgursmyrsl. Júgursmyrsl verja að spenarnir særist við mjólkunina sóu þau notuð daglega, og Jækna á stuttum tíma sár og bólgu utan á júgrinu. Júgursmyrsl eru mjög' drjúg í notkun, því að þau eru mjög efnarík og halda sér stöðugt ems. Við hverjar mjaltir nægir á einum fingurgómi, Dós með 750 grömmum endist, með venjulegri daglegri notkun, handa 5 kúm í ca. 2 mánuði. Júgursmyrsl eru algjörlega lyktar- og bragð laus. þ>au geta ekki þránað eins og tólg eða aðrar lélegar og óviðeigandi áburðarfitur. Reynslan hefir sýnt, að notkun tólgar við mjaltir á kúm með spenasár, getur orsakað alvarlega júgursjúbdóma (húðbólgu o s. frv. Júgursmyrsl gera mjólkina tiltölulega gerla- snauða, séu þau notuð við mjaltirnar, andstætt við það, ef mjólkað er með höndum vættum í mjólk, smurt með tólg o. s. frv. Notið daglega júgursmyrsl, þá fáið þið heil- næma gerlasnauða mjólk. Veikist kýr alvarlega í júgri, þá farið tafar- laust til dýralæknis. Einnig hann mun ráðleggja ykkur að nota daglega hin ágœta júgur- smyrsl frá Efnagerðínni SJÖFN á Akur- eyri. Júgursmyrsl fást hjá kaupfélögum. Bírgðír í Reykjavík hjá Samb. ísl. samvínnufélaga sími 1080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.