Tíminn - 07.07.1937, Blaðsíða 2
114
T I M I N N
Samband ísl. samvínnufélagfa hefír
bæft hag sínn um rúmlega eina
mílfón króna áríð 1936
Skuldir kaupfélaganna vid_ S.Í.S. hafa lækkað um
4,7 milj. króna síðan 1931
Sala ínnlendra vara, og erlendra, var um 20 mílj. kr.
Vaxandi iðnaður og nýting afurðanna
Aðalfundur Sambands íslenzkra
‘•amvinnufélaga var haldinn að
Laugarvatni dagana 1. og 2. þ. m.
Mættir voru fulltrúar frá 38 sam-
\ innufélögum. Tvö félög voru tek-
in inn í Sambandið á þessum að-
alfundi: Kaupfélag Borgfirðinga í
Borgarnesi og Kaupfélag Tálkna-
fjarðar á Sveinseyri. Eru • þá í
Sambandinu 42 samvinnufélög og
félagsmannatala þeirra samtals
yfir 10 þúsundir.
Auk fulltrúanna mættu á fund-
inum stjórn og framkvæmda-
stjórar S. í. S., skólastjóri Sam-
vinnuskólans og fleiri starfsmenn
samvinnufélaganna. Auk þess
nokkrir gestir, þ. á m. tveir full-
trúar frá Pántunarfélagi verka-
manna í Reykjavik.
Fundarstjóri var Sigurður Bjark-
lind og fundarritarar Björn Halls-
son, Sigurður þórðarson og Eyj-
ólfur Leós.
Sala innlandra og crlendra vara.
Árið 1936 seldi Sambandið að-
keyptar vörur fyrir tæpar krónur
8.000.000,00. þar af frá innlendum
iðnfyrirtækjum fyrir tæpar krónur
800.000,00 eða 10% af sölunni. Inn-
lendar framleiðsluvörur seldi það
fyrir tæpar kr. 11.500.000,00 og frá
verksmiðjum sínum seldi það auk
þess fyrir rúmar kr. 600.000,00, svo
að vörusalan alls 1936 var rúmar
kr. 20.000.000,00, og er þa5 rúmnm
kr. 4.000.000,00 meira en árið áður.
Auk þess seldi Sambandið áburð
og grænmeti frá Áburðarsölu rík-
isins og Grænmetisverzlun ríkisins
fyi'ir samtals rúmlega kr. 820.000,00.
Iljá Sambandinu unnu síðastlið-
ið ár við verzlunarstarfsemi 66
menn, og í verksmiðjum þess 221
fastir starfsmenn og ca. 70 starfs-
rnenn, sem unnið hafa hluta úr
árinu sem fastráðnir menn.
Tekjuafgangur ársins nam kr.
255.336,75.
Formaður Sambandsstjórnarinn-
ar, Einar Árnason alþm., setti
fundinn. Minntist hann í ræðu
sinni sérstaklega sr. Sigfúsar
lieitins Jónssonar, sem átt hafði ;
sæti í stjórn Sambandsins. Heiðr- !
nðu fundarmenn minningu hans '
með því að risa úr sætum sínum.
Skýrslur um hag og rekstui
Sambandsins fluttu: formaður
(Einar Árnason), forstjórinn (Sig-
urður Kristinsson), framkvæmda-
ítjóri útflutningsdeildar (Jón
Arnason) og framkvæmdastjóri
innflutningsdeildar (Aðalsteinn
Kristínsson). Forstöðumenn ullar-
\ erksmiðjunnar og skinnaverk-
smiðjunnar (Jónas þór. og þor-
íteinn Davíðsson) gerðu sérstak-
!-ga grein fyrir starfsemi þeirra.
Sæmundur Friðriksson yfirkjöt-
matsmaður flutti erindi um kjöt-
matið og þýðingu þess, sérstaklega
iiinnar nýju aðferðar við fláningu
sláturfjár.
Rekstursfé.
Rckstursfé Sambandsins við árs-
iok skiptist þannig:
Eigið fé kr. 1.438.416,08 eða 18.40%
Fé samv.m. 2.208.012,87 — 28.24%
Aðfengið fé 4.172.048,68' — 53.36%
þessu fé var þannig varið:
I húseignir, áhöld og vörubirgðir
kr. 1.817.054,62 eða 23.24%
Innstæða í bönkum og peningum
kr. 1.699.011,02 eða 21.73%
Útistandandi skuldir, víxlar &
skuldabr. kr. 2.106.108,40 eða 26,94%
J fyrirtækjum S. í. S.
kr. 2.196.303,59 eða 28.09%
Hagur Sís batnaði um 1 mlllj.
195 þús. kr. á árinu — og skuldir
iélaganna við Sís hafa lækkað um
4 millj. 660 þús. kr. síðan 1931.
Skuldir Sambandsins út á við
lækkuðu órið 1936 um krónur
468.000,00, og inneignir þess í
ijönkum uxu um kr. 727.000,00, svo
að hagur Sambandsins út á vlð
hefir á árinu batnað um krónur
1.195.000,00.
Siðan 1931 hafa skuldir Sam-
bandsféiaganna við Sis lækkað um
kr. 4.660.000,00 og eru þær nú kr.
1.710.000,00. — Á sama tíma hafa
inneignir Sambandsfélaganna hjá
S. í. S. aukizt um tæpa eina
milljón króna og áttu náiega
helmingur sambandsfélaganna inn-
stæðu hjá Sambandinu um ára-
mótin og höfðu rúmlega 3/4 hlutar
félaganna bætt hag sinn gagnvart
þ\ í árið 1936.
Á árinu hafði Sambandið aukið
starfsemi gæruverksmiðjunnar á
Akureyri, sem nú heitir Skinna-
\ erksmiðjan Iðunn. Er þar nú
auk gærurotunarinnar: sútun,
hanzkagerð og skógerð. Einnig
hefir starfsemi ullarverksmiðj-
unnar Gefjun aukizt mjög á árinu.
Sigurður Kristinsson forstjóri
sagði í skýrslu sinni, að í
heild hefði rekstur Sambandsins
géngið vel síðastliðið ár, og' fjár-
hagur þess stæði föstum fótum.
Félagsinenn þess væru nú fleiri en
þeir hafa verið nokkurntíma áður
og vörusala þess og framleiðsla
meiri síðasta ár, en nokkurt ár
áður.
Iðnrekstur S. í. S.
Sambandið rekur nú, eftirtaldar
verksmiðjur:
Ullarverksmiðjuna Gefjun á Ak-
ureyri með saumastofum á Akur-
c-yri og í Reykjavík.
Skinnaverksmiðjuna Iðunn á
Akureyri.
Garnahreinsunarstöð og reyk-
bús í Reykjavík.
Frystihúsið Herðubreið í Reykja-
vík og frystihús í Vestmannaeyj-
um.
Auk þess rekur Sambandið að
hálfu móti kaupfélagi Eyfírðinga:
Sápuverksmiðjuna Sjöfn ó Akur-
eyri og kaffibætisverksmiðjuna
Freyju á Akureyri.
Á fundinum voru mættir
verksmiðjustjóri ullarverksmiðj-
unnar Gefjun, Jónas þór, og verk-
smiðjustjóri skinnaverksmiðjunnar
Iðunn, þorsteinn Davíðsson, og
gáfu þeir skýrslu um starfsemi
verksmiðjanna, sem þeir stjórna.
Klæðaverksmiðjan.
þegar Sambandið keypti ullar-
verksmiðjuna Gefjun 1930, vann
Imn úr 40 þús. kg. af ull á ári,
en síðasta ár vann hún úr 127
þús. kg. af ull og skiptist fram-
ieiðslan þannig:
Dúkar............ 40.954 m.
Lopi............ 34.934 kg.
Band............. 22.950 —
Talsvert miklu var bætt við
\ erksmiðjuna af vélum á árinu,
þar á meðal 6 nýjum vefstólum,
sem hafa gert mögulegt að tvö-
íalda dúkaframleiðsluna frá því
sem var næsta ár ó undan.
Sala á framleiðsluvörum verk-
smiðjunnar var kr. 591 þús.
Skinnaverksmiðj an.
I skinnaverksmiðjunni Iðunn
voru afullaðar 124 þús. gærur.
Sútað var: 904 húðir til sölu og
294 fy'rir aðra, 4934 sauðskinn til
sölu og 166 fyrir aðra, 306 kálfs-
skinn til sölu og 255 skinn fyrir
aðra. Auk þess voru loðsútaðar
1356 gærur.
Á árinu var sett upp skógerð í
sambandi við skinnaverksmiðjuna,
en vörur frá henni komu ekki á
markaðinn fyr en eftir áramót.
Skógerðin framleiðir nú 50 pör á
dag, karlmanna og unglingaskó,
en búizt er við að hægt verði að
auka framleiðsluna fljótlega upp
i 100 pör á dag.
í sambandi við skinnaverksmiðj
una, er einnig starfrækt hanzka-
gerð, saumaði hún 1027 pör, aðal-
lega kvenhanzka.
Alls voru seldar framleiðsluvör-
ur frá sútunarverksmiðjunni
íyrir kr. 66.000.00.
í Garnalireinsunarstöðinni voru
hreinsaðar 310 þús. gamir.
Sápuverksmiðjan Sjöfn seldi á
árinu sápuvörur fyrir kr. 182 þús.
og kaffibætisverksmiðjan Freyja
seldi kaffibæti fyrir kr. 96 þús.
Stofnkostnaður verksmiðja Sam-
handsins, að undanskildum stofn-
kostnaði Freyju og Sjafnar, sem
Kaupfélag Evfirðinga á með
Sambandinu, er nú orðinn rúmar
kr. 1.100.000,00.
Skyldí þeím vera órótt?
Það er eins og Mbl. og Vísi
falli illa að á það sé minnst, að
Framsóknarflokkurinn þurfi
ekki nema 7 manna liðsauka
úr öðrum flokkum til þess að
hafa nægilegan meirahluta á
Alþingi og stjóma landinu til
næstu kosninga.
Það skyldi þó ekki vera, að
kominn sé upp ótti um það,
að „breiðfylkingin“ muni ekki
standa alveg eins fast saman
núna og ráð var fyrir gert í
upphafi kosningabaráttunnar í
vor!
Það sltyldi þó ekki vera, að
einhverjir af hinum óbreyttari
liðsmönnum Kveldúlfs væru
orðnir langleiðir á því að láta
prédika sér væntanlega kosn-
ingasigra kjörtímabil eftir
kjörtímabil, kosningasigra, sem
alltaf reynast ósigrar, þegar á
hólminn kemur.
Fyrir 10 árum tapaði íhaldið
alþingiskosningum í fyrsta
sinn. En það átti nú svo sem
ekki að endurtalca sig eftir
því sem Mbl. sagði. Þá var í-
í stjórn Sambandsins voru kosn-
ir Björn Kristjánsson kaupfélags-
stjóri á Kópaskeri, Vilhjálmur
þór kaupfélagsstjóri á Akureyri og
þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri
á Reyðarfirði (endurkosinn). Fyr-
ir voru í stjóminni Einar Árnason
alþm. og Jón ívarsson kaupfélags-
stjóri á Hornafirði.
I fundarlolc ávarpaði EinarÁrna-
son Jón Gauta Jónsson, fyrv.
kaupfélagsstjóra i Kaupfélagi
Norður-þingeyinga,sem var mættur
ur á fundinum og' sem hann taldi
að mundi vera elztur kaupfélags-
stjóra hér á landi og alltaf ör-
uggur samvinnumaður. Bað hann
fundarmenn að risa úr sætum sín-
um, sem þeir gjörðu, til viðurkenn-
ingar fyrir starfi þessa gamla
hoiðursmanns.
Jafnframt minntist fundarstjóri,
Sigurður Bjarklind, tveggja deild-
arstjóra mættra úr Kaupfé-
lagi Svalbarðseyrar, sem væru
gestir fundarins, en þeir eru Sig-
urður Sigurðsson á Halldórsstöð-
um og Guðni þorsteinsson, Lundi.
— Minntist fundurinn samvinnu-
starfs þeirra með þvi að fundar-
menn risu úr sætum sínum.
haldskjósendum sagt, að Fram-
sóknarflokkurinn hlyti að tapa
strax á því að vera í stjórnar-
aðstöðu. Til frekara öryggis
var tekið til þess ráðs, að inn-
byrða Sigurð Eggerz og Jakob
Möller og skipta um nafn á
flokknum. En allt kom fyrir
ekki. Ósigur íhaldsins 1931
varð enn meiri hinum fyrri.
Sjálfstæðisflokkurinn nýi tap-
aði nokkrum þingsætum, sem
Ihaldsflokkurinn gamli hafði
áður haft.
Svo kom nýtt þingrof og
kosningar 1933. Þá var Ásgeir
Ásgeirsson búinn að hjálpa í-
haldinu til að fá ráðherra í
samsteypustjóm og Framsókn-
arflokkurinn hafði orðið fyrir
stórum óhöppum í kjördæma-
málinu. Þá átti líka að láta til
skarar skríða, og kosninga-
skrifstofa íhaldsins var rétt
búin að leggja síðustu hönd á
listann yfir íhaldsandstæðinga,
sem reka skyldi úr embættum
— þegar fregnin barst um fall
Jóns Auðuns fyrir vestan. Það
var þriðji kosningaósigurinn.
Og svo kom nýja kjördæma-
skipunin með uppbótarsæti
handa íhaldinu og nýjar kosn-
ingar 1934. Og þá var fundið
upp á því stóra herbragði að
stofna Bændaflokkinn. Með því
átti að kljúfa fylgi Framsókn-
arflokksins í sveitunum. íhald-
ið hjálpaði til að koma „móð-
urskipinu“ á flot í Vestur-
Iíúnavatnssýslu og sveik sinn
oigin frambjóðanda í tryggð-
nm. En all't fór á sömu leið.
íhaldið gat ekki sigrað. Það
tapaði kosningum í fjórða sinn.
Og enn — á síðastliðnu vori
— fær ihaldið nýtt tækifæri
upp í hendumar. Og nú skyldi
berjast til úrslita. Það var vit-
?ð, að Alþýðuflokkurinn hafði
með hinum óhyggilegu sam-
vinnuslitum við Framsóknar-
flokkinn, skapað sér veika
kosningaaðstöðu. Aldrei hafa
aðrar eins stríðskvaðir verið
lagðar á liðsmenn íhaldsins og
einmitt í þessum kosningum.
Hundruðum þúsunda var
Kynningarierðir bænda
Eitir Ólai Sigurðsson, bónda á Hellulandi
Líklega er það enginn, sem
eíast um, að margt gott mætti
af því hljótast, ef bændur og
sveitafólk ætti þess kost, að
íerðast um aðrar byggðir og
kynnast búskap og starfshátt-
um þar, sjá og þekkja land og
fólk víðar en í sinni eigin fæð-
ingarsveit eða sýslu. Það er
líka að verða viðtekinn háttur
meðal nokkurra menningar-
þjóða, að lyfta undir slík ferða-
lög bænda með nokkrum s'tyrk
af almannafé, t. d. í Þýzka-
landi. I Ameríku flytja jám-
brautarfélög hópa af sveita-
fólki ókeypis frá einhverri til-
tekinni stöð (t. d. að sunnu-
dagsmorgni) á aðra stöð langt
í burtu. Þar umhverfis getur
svo fólkið skoðað sig um allan
daginn og kynnst búskap og
háttsemi þess byggðarlags.
Brautarfélagið flytur svo fólkið
til baka aft'ur að kvöldinu.
Þrennt er það, sem sérstak-
lega má telja kynningarferða-
lögum mest til gildis.
1. Þau eru hvíld og hressing
írá því daglega og vanalega.
2. Þau auka þekkingu og yf-
irsýn.
3. Þau eru sérstaklega vel
fallin til að auka þrótt og
framkvæmdaþrá.
Að sjálfsögðu hafa allar
stéttir gagn af og þörf fyrir
ferðalög til að kynnast stéttar-
bræðrum sínum annarsstaðar
cg starfsháttum þeirra í einu
og öðru. En sérs'taklega er þó
tændunum slíkt nauðsynlegt
vegna þeirrar fjölbreytni sem
er í atvinnurekstri þeirra. Ef
vel á að vera, þurfa bændur
helzt að hafa sérþekkingu á
mörgum sviðum t. d. jarðrækt
aliri, hirðing heys og áburðar,
fóðrun og kynbótum búpen-
ings, meðferð véla og áhalda
o. fl.
Þó er þeim það ekki sízt
nauðsynlegt vegna þess að þeir
fcru stað og tímabundnari, en
flestar eða allar stéttir þjóð-
félagsins.
Þó undarlegt megi virðast,
þá er það nú svo, að fólk það,
cr við sveitabúskap fæst, er nú
rninna kunnugt, bæði landinu og
fólkinu í öðrum sýslum og
landshlutum en áður var, þrátt
fyrir margfaldlega auknar
samgöngur. — Skulu færð að
þessu nokkur rök.
Allt framundir síðustu alda-
mót tíðkuðust kaupafólksferð-
irnar milli Suður- og Norður-
lands.
Það er auðvelt að álykta
hvað slík ferðalög hafa haft
mikla þýðingu til að auka og
viðhalda þekkingu á landi og
fólki í öðrum landshlutum
ásamt kunnugleika á aðalfjalla-
leiðunum. Skemmtileg og við-
burðarík hafa þessi ferðalög
oft og einatt verið og oftar
hafa verið greiddir lokkar við
Galtará eða einhverja aðra
líka, en þegar Jónas Hallgríms-
son var þar á ferð.
Þá voru það útróðrarnir, sem
unnu í sömu átt. Þeir voru
stundaðir í gamla daga svo al-
mennt úr sveitum af vestan-
verðu Norðurlandi, að varla var
nokkur bóndi, sem ekki hafði
róið „suður“ fleiri eða færri
\ertíðir á sínum yngri árum
og sumir fóru til sjóróðra
„suður“ eða vestur undir jökul,
mikinn hlu'ta af sinni búskap-
artíð.
Ekki má gleyma skreiðar-
ferðunum, þær skemmtilegu
vorferðir hafa án efa ekki lítið
aulcið þekkinguna á landi og
lýð.
Ég vil til gamans rifja það
upp, sem athuga þurfti áður en
lagt var af stað í skreiðarferð-
irnar.
Fyrs't voru það fjöllin —
heiðarnar, þær þurftu að vera
orðnar færar — runnar, sem
Izallað var. I því tílliti hafði
ekki þýðingu að líta í alman-
akið eða telja hvað margar vik-
ur voru af sumri, því færð og
gróður á fjöllum uppi og heið-
um, fóru auðvitað eftir fann-
dýpi að vetrinum og vorveðr-
á'ttunni. Menn, tóku eftir, að
snjóskaflar í háfjöllum við
byggðina, fylgdu mjög eftir
leysingu á heiðum uppi.
Þegar vissir skaflar í heima-
fjöllum höfðu fengið vissa
stærð og lögun var þessi eða
þessi fjallaleiðin fær. Þannig
er t. d. í Mælifellshnjúk í
Skagafirði snjóskafl, sem líkist
hesti að lögun til að sjá. Þenn-
an skafl leysir þannig, að fyrst
grennist hesturinn um bógana
unz rifa kemur þvert í gegn-
um hestinn, og þegar hestur-
inn í hnjúknum var tekinn
sundur um bógana var Stóri-
sandur fær. Á líkan hátt lögðu
menn merki til um færð fjall-
vega í mörgum byggðarlögum.
Þá voru það hestarnir, þeir
þurftu að ganga undir próf.
Ekki mátti fara með svo hold-
granna hesta að þeir uppgæf-
us't á miðri leið og yrðu þannig
til vandræða. Þeir voru þannig
prófaðir að róinn sjóvetlingur
var lagður á milli lærvöðvanna
að aftan, ef vetlingurinn datt
ekki niður var hesturinn fær
til ferðarinnar. Hann hél't sjó-
vetlingi, sem kallað var. Auð-
vitað þurfti allur reiðskapur að
vera hinn traustasti og vel eft-
irli'tinn.
Að síðustu vil ég nefna
grasaferðimar. Það indæla úti-
líf uppi á fjöllum eða fram til
heiða fyrir og um Jónsmessu
hefir verið ákaflega hressandi,
fcftír langan vetur, einhæf störf
c-g ill húsakynni. Enda man ég
að gamalt fólk í Skagafirði
sagði mér frá sínum grasaferð-
um með miklum fjálgleik, þar
sem það hafði legið við „grös“
2—3 vikur frammi í Guðlaugs-
tungum, á Hveravöllum í
Hvannadölum og víðar.
Þetta sem nú var nefnt hef-
ir vafalaust átt slhn þátt í því
að viðhalda þeirri menningu,
sem hér lifði þrátt fyrir skor-
inn skammt og ýmsa óáran.
Nú eru kaupafólksferðir,
skreiðarferðir og grasaferðir
lagðar niður, en útróðrarnir
eru að mestu stundaðir af
mönnum úr kauptúnum og ver-
stöðvum.
Sveitafólkið situr fastar og
fastar bundið við sín vanastörf,
eftir því sem fólkinu fækkar á
heimilunum. Það smáhættir að
eygja fegurð og möguleika
sveitar sinnar og áhuginn dofn-
ar til úrræða og átaka á sviði
framkvæmdanna.
Þetta hafa ýmsir góðir menn
séð á undanfömum árum og
beitt sér fyrir því að koma
aí stað kynningarferðalögum
bænda.
Fyrsta tilraunin í þessa átt
var „Bændaförin“ 1910, þegar
30 bændur og bændaefni úr
Norðlendingafjórðungi fóru
kynnisför um Borgarfjörð, Ár-
nes- og Rangárvallasýslur og
norður Kjöl til baka.
Upptök og framkvæmd að
þessu átti Ræktunarfélag Norð-
urlands eða að ég hygg þáver-
andi forstjóri þess, Sigurður
Sigurðsson fyrverandi búnað-
armálastjóri. S’tyrkti R. N.
þrjá bændur úr hverri sýslu í
fjórðungnum með 30 kr. hvem.
Ég, sem þetta rita, var einn
þátttakandinn í förinni og verð-
ur hún án efa ógleymanleg
skemmtiferð, fyrir u'tan ýmsa
hagnýta þekkingu, sem okkur
veittist á mörgum sviðum.
í samsæti er Búnaðarfélag
íslands hélt norðlenzku bænd-
unum var mjög talað um ágæti
slíkra kynnisfara og þýðingu
þeirra fyrir íslenzka búnaðar-
menningu. Ennig var um það
talað, hver nauðsyn væri á, að
slíkar reglubundnar kynnisfar-
ir milli bænda af Suður- og
Norðurlandi gætu hafizt sem
fyrst.
Annað sporið var, að 12
bændur af Suðurlandi fóm um
Norðlendingafjórðung árið 1918.
Styrkti Búnaðarfélag Islands
för þeirra að einhverju leyti.
Þessi för var nokkurskonar
kvittun fyrir heimsókn norð-
lenzku bændanna.
Síðan þetta hafa kynnisfarir
bænda legið í algerðu þagnar-
gildi, þar til Hermann Jónas-
son núverandi forsætisráðherra
ritaði merkilega grein um mál-
ið í Tímann 1933. Þar er fyrst
lireyft hvílík nauðsyn það sé að
nokkmm bændum gæfist kost-
ur á að fara utan við og við.
Þessi uppástunga að nokkrir