Tíminn - 07.07.1937, Blaðsíða 3
T 1 M I N N
115
Feðgarnír á Hörgfshóli
Nokkur mísmingarorð
Ljósmæðraskóli Islands
Námíárið hefst 1. október nœstkomandi. Nemend-
ur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri
en 30 ára, heilsuhraustir (heilbrigðisástand verður
nánar athugað í Landspltalanum). Konur, sem lokið
hafa héraðsskólaprópi eða gagnfrseðaprófi ganga
fyrir öðrum. Eiginhandarumsókn sendist stjórn
skólans á Landspítalanum fyrir 1. september. Um-
sókninni fylgi aldurevottorð, heilbrigðisvottorð og
prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er.
Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að
gegna Ijósmdðurumdæmi að námi loknu, skulu
senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita.
Landspítalnum, 30. júní 1937.
Guðm. Thoroddsen.
Umsækjendur Ijósmæðraskólans eru beðnir að skrifa á umsókn-
ina greinilegt heimilisfang. og hver sé nœsta símastöð við heimlli
þeirra.
safnað í kosningasjóð. Og það,
sem ríða skyldi baggamuninn,
var stofnun „breiðfylkingar-
innar“ með nazista í öðrum
armi og „Bændaflokkinn“ i
hinum. Og hver er svo niður-
staðan? íhaldið tapar þrem
þingsætum 'til Framsóknar-
flokksins, og neyðist til að
gefa Þorsteini Briem tvö af
fátækt sinni!
Fimm kosningar í röð eru
þá búnar að sýna það, að ó-
mögulegt er að skapa íhalds-
meirahluta á Alþingi íslend-
inga.
Ætli það sé furða, þó að ein-
hverjir væru famir að óltyrr-
ast í röðum íhaldsins eftir að
hafa komið heim úr fimm or-
ustum í röð með sár á baki?
Ætli það sé furða, þó að ein-
hverjir þessara manna væra
orðnir uppgefnir á því að
hugsa sér íhaldið sem stóran
flokk með meirahluta vonir?
Nei, það er sannarlega engin
furða. Það er ekkert óeðlilegt,
þó að einhverjir af hinum
gætnari mönnum Sjálfstæðis-
flokksins færu að hætta að láta
hafa sig að ginningarfíflum,
og reyndu heldur að svipast
um eftir samstarfi, sem meir
er í samræmi við þjóðarviljann
og þróunina í þessu landi.
Innfilutniragurion
og S, í. S.
Málgagn heildsalanna, Morg-
unblaðið, er með ónot út af því
að vörusala Sambandsins til
samvinnufélaga skuli hafa auk-
izt til muna á árinu 1936. Þyk-
ir blaðinu þetta benda til þess,
að skipting innflutningsins
hafi verið ranglát samvinnufé-
lögunum í hag.
Þess ér nú í fyrsta lagi að
geta, að af vörusölu Sambands-
ins, um 20 millj. kr. samtals,
eru HVá rnillj. kr. innlendar
vörur og þar að auki 600 þús.
kr. í vörum frá verksmiðjum
Sís. Aðkeyptar vörur, sem Sís
hefir sel't, eru þá tæpar 8
milljónir. Enn þar af eru um
800 þús. kr. vörur frá innlend-
um iðnaðarfyrirtækjum, sem
ekki koma innflutningshöftun-
um við í þessu sambandi.
Mbl. finnst það hið mesta
hneyksli, að innflutningur Sam-
bandsins skuli vera lítið eitt
meiri nú en hann var árið 1933.
Má það teljast furðuleg
dirfska hjá heildsalamálgagn-
inu, að ldyfa sér að halda slíku
fram. í fyrsta lagi eru erlend-
ar vörur til muna dýrari nú en
þá. í öðru lagi, er það vitan-
legt öllum þeim, sem vita vilja,
að kaupfélögin spöruðu inn-
kaup sín svo sem frekast var
unnt, meðan landbúnaðarkrepp-
an kom þyngst niður, og sköp-
uðu þannig sín eigin innflutn-
ingshöft áður en ríkisvaldið
tók í taumana, og það á þeim
tíma þegar heildsalarnir enn
fluttu inn takmarkalítið. Það
má því teljast hið herfilegasta
ranglæti, ef miða ætti innflutn-
ing þeirra eingöngu t. d. við ár-
ið 1933 og láta þau þannig
gjalda varfærni sinnar. I þriðja
lagi hefir félagsmönnum sam-
vinnufélaganna og Sambands-
ins fjölgað, og þurfa þá um
leið á meiri innflutningi að
halda.
Þáð er óhætt að segja heild-
sölunum og málgögnum þeirra
það í ei'tt skipti fyrir öll, að svo
lengi sem þjóðin felur Fram-
sóknarflokknum að fram-
kvæma innflutningstakmarkanir
á þessu landi, mun réttur neyt-
endanna til að kaupa sjálfir inn
h'fsnauðsynjar sínar verða meir
\irtur en réttur einstakra
lieildsala til að flytj a inn vorur
í þeim tilgangi að hafa af þeim
solugróða. Enda er nauniar:
liægt að hugsa sér meiri
ósvinnu en þá að synja félags-
skap neytendanna um innflutn-
ing til eigin þarfa til þess að
kaupmenn geti grætt á að selja
þeim vörur, sem neytendumir
sjálfir óska að flytja inn. Með
því væri stöðvuð hin eðlilega
þróun í verzlunarmálum, sem
ev sú, að neytendurnir sjálfir
og félög þeirra, auki innkaup
sín ár frá ár, en kaupmanna-
verzlunin minnki sama skapi.
Og nú, þegar málstaður
heildsalanna, sem betur fór,
hefir beðið ósigur í kosningun-
um, verða þeir að láta sér lynda
Þegar ég fluttist hmgað að
Þóreyjaraúpi fyrir 30 árum,
komst ég brátt í kynni við ung-
an mann á næsta bæ. Mér
geðjaðist fljótt vel að hinum
b'fsglaða, tápmikla, unga, manni
og urðum við góðir kunningjar,
sem haldizt hefir síðan.
Nú hefir hinn slingi sláttu-
maður kallað þennan kunn-
ingja minn til æðra lífs og há-
leitari starfa, og fjarlægt okk-
ur um stundarsakir.
Árni Sigurjón Ámason, svo
hét hann fullu nafni, var fædd-
ur 16. júní 1888 á Hörgshóli í
Vestur-Húnavatnssýslu. Hann
var sonur Áma Árnasonar og
konu hans Rósu Guðmunds-
dóttur. Bjuggu þau hjón góðu
húi á Hörgshóli í mörg ár. Er
Arni látinn fyrir allmörgum
árum. Rósa móðir Sigurjóns
er enn á lífi, nú á níræðisaldri.
Hefir hún verið hjá Sigurjóni
syni sínum síðan Árni maður
hennar andaðist.
Árni var dugnaðarbóndi og
einn af þeim, sem bjó alla sína
tíð upp á gamla móðinn. Hann
sótti búskapinn fast, notaði
jörð sína til hins ítrasta og
liélt börnum sínum mjög til
vinnu. Sigurjón varð því ungur
að ganga í hinn harða skóla
lífsins og æfa huga og hönd við
hin daglegu störf sveitafólks-
ins. Úr þessum skóla kom Sig-
urjón með ódeiga karlmanns-
lund og kom það. honum að
góðu haldi síðar, við örðugan
einyrkjabúskap.
að réttlæti sé fram fylgt. Nöld-
ur þeirra út af skiptingu inn-
flutningsins getur ekki orðið til
annars en að minna á það, að
ef innflutningsnefnd að ein-
hverju leyti er átöluverð fyrir
bessa skiptingu, þá er það frem
ur .fyrir það, að hún hafi tekið
óþarflega mikið tillit til áróð-
urs heildsalanna, heldur en hitt,
að hún hafi dregið fram rétt
oeytendanna meir en rétt og
s.iálfsagt var.
Sigurjón dvaldi allan aldur
sinn á Iiörgshóli utan 2 ár er
hann hjó á Hvoli í sömu sveit.
Bjó hann allmörg ár á litlum
parti af jörðinni á móti föður
sínum, en tók við allri jörðinni
að föður sínum látnum.
Á síðustu ái’unum byggði
Sigurjón lítið en snoturt í-
veruhús úr steinsteypu, ásamt
nokkrum fleiri varanlegum
’imbótum. En árlega varð hann
að verja miklum tíma og erfiði
í viðhald hinna hrörlegu húsa-
kynna, þar sem. efni voru af
skornum skamti, og ekki fært
að leggja í mikinn tilkostnað.
Er það mikil fórn, sem færð
hefir verið af bændum lands-
ins frá fyrstu tíð, til vorra
daga, í viðhaldi óviðunandi
húsakynna, og óskandi væri að
eftirmæli næstu kynslóðar
hefðu ekkert af því a,ð segja.
Sigurjón naut engrar mennt-
unar í æsku, utan hinnar
venjulegu bamafræðslu, sem á
þeim dögum var af skomum
skammti. Hugur hans mun
aðallega hafa staðið til söng-
r.áms. Hann var söngelskur og
hafði skæra og mikla söng-
•Ödd. Hann var orgelleikari í
Preiðabólsstaðark rkju um 20
ára skeið, án þess að hafa
notið nokkurrar tilsagnai sem
heitið gat.
Sigurjón var hár maður
vexti og karlmannlegur, djarf-
ur í framgöngu og bar höfuðið
hátt. Hann var vinsæll maður
og óáleitinn, og óhætt mun að
fullyrða, að hann hafi engan
óvildarmann átt. Hann var glað-
ur og einlægur eins og bam.
Ef til vill var barnshugurinn
það sérkennilegasta í fari hans
og þann dýrmæta eiginleika
varðveitti hann til síðustu
stundar.
Sigurjón kenndi nokkurrar
vanheilsu á síðastliðnu hausti.
En hinn banvæni sjúkdómur
lagði hann á sóttarsæng um
síðastliðin áramót. Lá hann
síðan rúmfas'tur lengst af
þungt haldinn. Hann andaðist
25. marz, sem bar upp á skír-
dag. Hinn kvalafulla sjúkdóm
bar hann með aðdáanlegri
karlmennsku og sálarró, og eft-
ir að hann vissi að hverju
draga mundi, ráðstafaði hann
öllu, sem í hans valdi stóð,
viðkomandi framtíð konu sinn-
ar.
Sigurjón var kvæntur Guð-
björgu Sigurðardóttur, systur
Stefáns heitins skálds frá
Hvítadal, greindar- og mynd-
arkonu. Lifir hún mann sinn á-
samt fjórum sonum þeirra, sem
allir eru uppkomnir og hinir
efnilegustu menn. Einn sonur
þeirra hjóna er nýlátinn.
Við vinir hins framliðna
góða manns, sem þekktum
hann bezt, vitum hvað mikið
þau hafa misst, söknum með
þeim og blessum minningu
hans. ------
Sama daginn og Sigurjón
andaðist barst sú sorgarfregn
vestan af Hellissandi, að Björn
sonur Sigurjóns hefðí andast
þann sama dag. Björn var
r.æst elzti sonur Sigurjóns, 22
ára, fæddur 4. ágúst 1914.
Björn hafði gengið á Laugar-
vatnsskóla og síðan á Kenn-
araskólann og útskrifaðist
þaðan á síðastliðnu vori. Hann
var kennari við barnaskóla síð-
astliðinn vetur vestur á Hellis-
sandi. Björa var prýðilega gef-
inn, stilltur og prúður í fram-
göngu, svo af bar, reglusam-
ur og laus við allan útslátt.
Hann var gæddur óvenjugóðum
rámsgáfum. Það stóðu því
bjartar vonir til hans frá fjöl-
skyldu hans, sem nú eru að
engu orðnar, við hið sviplega
fráfall hans, þegar hann hafði
stigið fyrstu sporin á mennta-
braut sinni með mikilli prýði.
Björn var myndarlegur á
velli 0g hafði verið hraustur til
heilsu. Hann lézt af afleiðing-
um inflúenzu.
Við fráfall þeirra feðga er
þungur harmur kveðinn að eft-
irlifandi eiginkonu og móður,
og sonum hennar. Dauðinn
kallaði þá báða sama daginn.
Annan á miðjum aldri, hinn í
blóma lífsins.
Ég enda þessi fáu minning-
arörð með þeirri ósk, að Guð-
björg og synir hennar geti í
fullu trausti tekið undir með
trúarskáldinu góða, Matthíasi
Jochumssyni:
„Hvað er Hel —?
öllum líkn, sem lifa vel. —
Engill, sem til ljóssins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu reiðir,
sólarbros er birta él,
heitir Hel.“ ól. G.
bændur f ái árlega . tækif æri til
að fara u'tan og ferðast um
Norðurlönd er alveg ný og
áreiðanlega stórmikils virði
fyrir þróun íslenzkrar landbún-
aðarmenningar. Ekki er bænd-
um síður þörf að kynnast
stéttarbræðrum sínum í öðrum
londum en t. d.: prestum,
læknum, kennurum og iðnaðar-
mönnum o. fl„ en u'tanferðir
þessara stétta eru að verða
nokkurn veginn fastar og sjálf-
sagðar.
Sem betur fer virðist svo
sem ráðherrann ætl: ekki að
láta lenda við orðin tóm um
þetta mál. Síðastliöið sumar
voru fyrir hans tilstuðlan
styrktir fimm bændur 'til ferða-
laga um Norðurlönd og dvalar
á búnaðarnámskeiði Norræna
félagsins er haldið var við há-
skólann í Ultuna í Svíþjóð.
Það mun vera eins dæmi í
nútímasögu þjóðarinnar að svo
margir bændur hafi farið utan
í einu til að kynna sér búskap
nágrannaþjóðanna, en ætti að
verða að fastri reglu í framtíð-
inni.
Það er féleysið, sem hér
strandar á sem oftar. Ríkis-
sjóður hefir haft mörgu að
sinna og sumu allstóru viðkom-
andi okkur bændunum nú um
tíma.
En nú er komin fram ný
hugmynd að leysa málið á hinn
hagkvæmasta hátt, það er: að
bændurnir leggi fram nokkuð
af fénu sjálfir, þó þannig, að
þeir finni alls ekkert til þess.
Hugmyndin er að taka 1—
2% af veittum jarðræktar-
styrk hvers árs og leggja í sjóð
sem nefnist „Ferðasjóður
bænda“. Að sjálfsögðu á ríkis-
sjóður að leggja eitthvað á
móti.
Ef áætlað er að venjulegur
jarðræktarstyrkur nemi árlega
500 þús. kr. og tekið væri
11/4%, yrði sú uphæð, sem
sjóðnum hlotnaðist 7500 kr.
Framlag ríkissjóðs yrði að
vera það mikið, að samanlagð-
ar árlegar tekjur sjóðsins yrðu
ekki undir 12.000 kr.
öll ferðalög sem sjóðurinn
veitti fé til þurfa að vera vel
undirbúin og skipulögð. Væri
að sjáífsögðu heppilegast að
Búnaðarfélag íslands og bún-
aðarsamböndin hefðu það mál
með höndum. Tækju á móti
umsóknum, ákvæðu hverjum
yrði veitt, sæju um leiðbein-
ingar fyrir ferðaflokka o. fl„
allt eftir reglugerð, sem samin
væri fyrir sjóðinn.
Eins og vi’tað er, eru hús-
freyjur til sveita mest bundn-
ar við störf og stað af öllum
þegnum okkar þjóðfélags. Þeim
er 'því ekki síður þörf en bænd-
unum að njóta þeirrar hvíldar
og hressingar, sem góð ferða-
lög veita. Er því í alla s'taði
sjálfsagt að þær njóti styrks
af sjóðnum eins og bændur og
bændaefni.
Það má hugsa sér, að skipta
sjóðnum í tvennt, verja öðrum
belmingnum 'til styrktar kynn-
ingaferðalögum innanlands, en
hinum til að styrkja bændur
og bændaefni til ferðalaga um
Norðurlönd.
Vil ég nú skýra nánar hvern-
ig þetta má takast og hve
margir er hugsanlegt að geti
notið styrks árlega.
Ferðalagið innanlands sé
miðað við tveggja vikpa tíma
nokkru fyrir slátt. Ferðast sé
í bílum 15—18 manna, þó
aldrei svo þröngt, að ekki sé
sæti fyrir 1 eða 2 aukamenn,
því leiðsögumann um hvert
svæði þarf nauðsynlega. Verð-
ur sá maður að vera ákveðinn
íyrirfram t. d. af Búnaðarfé-
lagi Islands eða búnaðarsam-
bandi og vera til taks á vissum
stað og tíma um leið og ferð
ei hafin um það svæði, sem
hann á að leiðbeina um.
Til þess að gera ferðalagið
sem ódýrast er sjólfsagt að
hafa með sér tjald 'til að sofa
í þegar gott er veður, nokkrir
geta sofið í bílnum. Annað at-
i'iði er að hafa nesti að ein-
bverju leyti og hitunartæki.
(Slík ferðamannahitunartæki
eru orðin ákaflega handhæg og
fyrirferðarlítil, t. d. nýjasta
gerð af sænskum ferðaprímus-
um, sem brenna bensíni). —
Það mundi auka samhygð og
giaðværð meðal samferðamann-
anna og oft flýta ferð. Það er
engu síður ánægjulegt að
stansa á fögrum stað, taka upp
r.esti sitt og snæða með góðum
ferðafélögum, en fara heim á
bæ eða gististað og, bíða þar
fcftir hressingu, þar sem oft
geta verið misjafnar ástæður
tll að taka á móti fólki.
Eins og áður er framtekið, er
æ'tlast til að verja helmingi
sjóðsins eða ca. 6 þús. kr. til
innanlands ferðalaga Með
þeirri upphæð mætti styrkja 75
manns árlega.
Það er: 15 bændur og bænda-
efni með 100 kr. styrk hvem
cg 30 bændahjón með 150 kr.
bver hjón.
Þetta verður alls:
15 bændur með 100 kr.
= 1500 kr.
30 hjón með 150 kr.
= 4500 —
Samtals 6000 kr.
Þessar 100 kr. á mann munu
nær hrökkva fyrir bílfarinu og
útbornum eyri við ferðalagið,
ef komizt verður að hagkvæm-
um samningum um bílana. —
Sanngjarnt þykir að bóndi,
sem ferðast með konu sína
þurfi nokkuð á sig að leggja.
Hvað ferðalaginu um Norð-
urlönd viðvíkur, þá eru það
gjaldeyrisvandræðin, sem mest-
um erfiðleikum valda eins og
nú standa sakir, en maður von-
ar að þau standi ekki til ei-
lífðar.
Þetta ætti að vera 5—8
vikna ferðalag. — Lagt af stað
héðan snemma vors t. d. um
sumarmál og komið aftur fyrir
slátt.
Enginn efi er á því, að flokk-
urinn (6—8 menn) á að hafa
með sér bíl til ú'tlanda og nota
liann þar. (Eimskip kvað flytja
bil ókeypis í fari minnst 5
manna).
Auðvitað þarf cinhver í
flokknum að kunna að aka bíl
og akstur á hinum góðu veg-
um erlendis er ákaflega auð-
veldur. Mjög skýr og greinagóð
kort eru til yfir alla vegi svo
auðvelt er að rata eftir þeim.
Þannig ætti bíllinn að vera
útbúinn, að hægt væri að taka
upp sæti og búa um sig til
svefns í honum. Nokkrir geta
sofið í litlu tjaldi, sem hafa
þarf með sér. Ekki þarf að ótt-
ast kuldann eða rosann því hit-
inn og staðviðrið utanlands á
þeim tíma árs er okkur ís-
lendingum óþekkt.
Þetta að hafa með sér bíl,
mundi mjög spara gjaldeyri
cg færa ferðakostnaðinn til
stórra muna niður. Því stærstu
útgjaldaliðir við ferðalög er-
lendis eru járnbrautar- og bfla-
gjöld og gistingar á hótelum.
Að kaupa sér mat og aðra
hressingu á matsöluhúsum, er
tiltölulega ódýrt. Nauðsynlegt
er að fararstjóri flokksins hafi
farið utan einhverntíma áður
og þekki inn á ferðalög erlend-
is. —
U'tanfararstyrknum má verja
þannig:
Styrkja árlega tvenn bænda-
hjón með 1500 kr. = 3000 kr.
cg þrjá bændur 0g bændaefni
með kr. 1000 kr. == 3000 kr.
En það gerir samtals 6000 kr.
Ég hefi í þessum línum bent
á og fært nokkur rök fyrir, að
íerðalög og kunningsskapur
bænda og sveitafólks er minni
nú en áður og um leið bent á
þá þörf, sem á því er, að bænd-
mn landsins gefist kostur á að
kynnast og sjá framkvæmdir
hver annars og hvemig það
mætti helzt takast.
Þá er einnig opnaður mögu-
leiki fyrir allmarga bændur að
sjá önnur lönd, og kynnast
starfsbræðrum sínum þar, og
á þann hátt draga fróðleik, víð-
cýni og framkvæmdahug heim
í byggðir okkar lands.
Að síðustu er bent á leið til
að afla fjár til þessara ferða-
laga, sem hefir það til síns á-
gætis að þar er að litlu leyti
knúið bein't á ríkissjóð og mjög
auðvelt er að safna fénu.
Ég veit og hefi nokkurn
kunnugleika þar á að það verða
fáir bændur sem láta sig’muna
um 1—2 kr. af hverjum 100
dögum, sem þeir vinna og fá
styrk fyrir, og um leið eiga von
á að njóta skemmtilegrar ferð-
ar, þó ekki sé nema einu sinni
eða tvisvar á æfinni.
ólafur Sigurðsson
Hellulandi.