Tíminn - 20.10.1937, Blaðsíða 2
178
TÍMINN
Fjárlagaræðan
Framh. af 1. síðu.
þús. Er þetta mjög eftirtektar-
ver'ö tala og lcemur illa heim við
hið stöðuga tal og skrif stjórnar-
andstæðinga undanfarin ár um
skuldasöfnun ríkissjóðs.
Stjórnarkostnaður, dóms-
mál og löggæzla, o. s. frv.
Af hækkun á 10. gr. stafa 85
þús. kr. af kostnaði við utanrík-
ismál, aðallega samninga við er-
lend ríki, en 69 þús. kr. er hækk-
un á kostnaöi við stjórnarráöið,
hagstofu og ríkisfjárhirzlu, og er
það furðulega lítil hækkun á 10
ára tímabili, þegar tekið er tillit
til hinnar gífurlegu starfsaukn-
ingar, sem orðið hefir hjá þess-
um stofnunum. Á 11. gr. A, er
250 þús. kr. hækkun vegna land-
helgisgæzlunnar, 69 þús. kr.
vegna stofnunar vinnuhælisins á
Litla-Hrauni, 179 þús. kr. vegna
toll- og löggæzlu, og má það
heita nýr liður, þar sem sú gæzla
var naumast til áður, miðað við
það sem nú er orðið og nauðsyn
ber til. Afgangurinn, eða um 88
þús. kr., er hækkun á skrifstofu-
kostnaði hjá lögmanni, lögreglu-
stjórum öllum og sýslumönnum.
Á 11. gr. B, stafa hækkanirnar af
auknu burðargjaldi, símakostn-
aði og eyöublaðanotkun og
hækkuðum kostnaði hjá skatta-
nefndum og skattayfirvöldum.
Eru þetta afleiðingar af aukinni
starfsemi ríkisins og íhlutun um
allan gang mála, sem orðið hefir
mjög veruleg á þessu tímabili.
Hækkun vegafjár um 820 þús.,
strandferðir, hafnargerðir,
fræðslumál.
Á 13.gr.A, liggur hækkunin í 365
þús. kr. auknu vegaviðhaldi og
ca. 455 þús. kr. hækkuðum fram-
lögum til nýrra vega og sýslu-
vega. Á 13. gr. B, stafar hækkun-
in af 170 þús. kr. auknu framlagi
til strandferða og 60 þús. kr.
styrkhækkun til Eimskipafélags
íslands. Á 13. gr. C, stafar hækk-
unin nærri öll af auknu framlagi
til nýrra hafnargerða. Á 14. gr.
B, er 208 þús. kr. af hækkuninni
aukið framlag til barnafræðsl-
unnar, bæði aukin kennaralaun
ekki sízt vegna miklu fleiri
kennara nú en áður, og enn-
fremur framlög til barnaskóla-
bygginga. 183 þús. stafa aftur á
móti af auknum tillögum til hér-
aðs- og gagnfræðaskóla.
16. greinin (verklegar fram-
kvæmdir) hefir hækkað um
nærri 2 milljónir króna.
Þá kem ég að 16. grein-
inni, en þar hefir aðal-
hækkunin orðið, eins og kom
fram áðan, þar sem greiðslur
hafa hækkað um nálega 2 mill-
jónir króna, og yrði of langt upp
að telja allar þær hækkanir og
þá nýju liði, sem þar eru.
Aðalliðina vil ég þó benda á,
ýmist alveg nýja eða hækkaða
frá 1936 (allir nýir nema jarð-
ræktarstyrkur, þar hækkun):
Nýbýlasjóður kr. 180.000
Atvinnubætur — 520.000
Jarðræktarstyrkur — 525.000
Verkfærakaupasjóður — 60.000
Búfjárrækt — 42.000
Bygg. og landnámssj. — 250.000
Verkamannabústaðir — 142.000
Kartöfluverðlaun — 30.000
Kreppulánasjóður — 250.000
Mjólkurbúastyrkir — 60.000
Vextir af fasteigna-
veðslánum — 85.000
Veðurstofan — 66.000
Iðnlánasjóður — 25.000
Ennfremur margar aðrar
hækkanir minni til nauðsynlegra
framkvæmda. Aftur á móti voru
framlög í fjárlögunum fyrir árið
1926 sem ekki voru 1936, svo sem
til kæliskips 350 þús. og Flóa-
áveitu 225 þús. kr., en heildar-
hækkunin, eins og áður er um
getið, samt nálega 2 millj. kr.
Fátækraframfæri, sjúkrakostn-
aður og tryggingar.
Á 17. gr. stafar hækkunin af
auknu framlagi vegna berkla-
sjúkra, 300 þús. kr., aukinni
þátttöku ríkissjóðs í fátækra-
framfæri kr. 160 þús., og aukn-
um framlögum til tryggingar-
mála, kr. 300 þús.
Um lækkunina, sem orðið hefir
á 1,2. gr., er það að segja, að hún
er vegna þess, að árið 1926 var
varið 330 þús. kr. til bygginga á
nýjum sjúkrahúsum, þannig að
raunverulega hefir árlegur
kostnaður við heilbrigðismál
vaxið allverulega á tímabilinu,
eins og eðlilegt er, þar sem bæði
Nýi Kleppur og Landsspítalinn
hafa bætzt við á þessum árum,
og töluverður rekstrarhalli er á
báðum þeim sjúkrahúsum.
Aðalhækkanir eru á útgjöldum
til almannaþarfa, en á kostnaði
við ríkisreksturinn hverfandi
litlar.
Hvaða ályktun er þá hægt að
draga af þeim samanburði, sem
hér hefir verið gerður á greiðsl-
um úr ríkissjóði árin 1926 og
1936? í fyrsta lagi. aö mínum
dómi sá, að beinn kostnaður viö
rekstur þjóðarbúsins hafi vaxið
furðulega lítið þessi ár, eins og
bezt sést á því, að hækkanirnar
á 10. gr. og að nokkru leyti á 11.
gr. eru smávægilegar samanbor-
ið við aðrar hækkanir, og í fram-
haldi af því, að svo að segja öll
þessi hækkun, sem orðið hefir, er
vegna stuönings við atvinnuveg-
ina (16. gr.), aukinna sam-
gangna (13. gr), aukinna fram-
laga til hjálpar sjúkum mönn-
um, til tryggingarmála og fá-
tækraframfæris (17. gr.) og auk-
ið framlag til fræðslumála (14.
gi'.). Þessi samanburður sannar
þá einnig glögglega það sem ég
hefi stöðugt haldiö fram, að hin-
ar margendurteknu deilur milli
flokkanna hér, innan þings og
utan, um upphæð ríkisútgjald-
anna, eru ekki deilur um bein og
bitlinga, heldur deilur um það,
hversu miklu rétt sé að verja af
sameiginlegu fé landsmanna til
styrktar atvinnuvegunum og al-
menningi, um hendur Alþingis
og ríkisstjórnarinnar.
íhaldið býsnast út af „eyðsl-
unni“, en vill eiga heiðurinn
af framkvæmdunum!
Það er eftirtektarvert, að
fjöldi þeirra þingmanna, sem átt
hefir sæti hér á Alþingi þessi
umræddu 10 ár, og allir þing-
flokkar, telja sér það til gildis,
að hafa verið meömæltir yfir-
gnæfandi meirihluta þeirra mála
sem ég hefi nú gert grein fyrir
og hafa haft kostnað í för með
sér, þótt hinu sé ekki að leyna,
aö sumir flokkanna hafa lítið að
því unnið að hrinda málunum
fram. Og það er ekki síður eftir-
tektarvert, að þeir flokkar, sem
mest gera að því að deila á aðra,
fyrir há ríkisútgjöld, gera síður
en svo minna að því en aðrir, að
eigna sér vinsældirnar af fram-
lögum þeim til nauðsynjamála,
sem valda yfirgnæfandi meiri-
hluta útgjaldanna. Hver myndi
ekki hrósa sér af því, að hafa
veriö með því aö fjölga sjúkra-
húsum, aö auka framlög til vega
og auka og bæta strandferðirn-
ar? Að leggja fram fé til hafnar-
gerða, eða efia unglingafræðsl-
una, aö auka jarðræktarstyrk-
inn, aö leggja fram fé til bygg-
ingar- og landnámssjóðs, aö
veita fé til kreppulánasjóðs,
hækka styrk til berklavarna og
auka framlag til fátækramála
og sjúkra- og ellitrygginga? —
Svona mætti lengi telja. Um þaö
þarf ekki að deila, að yfirgnæf-
andi meirihluti þessara greiðslna
gengur til nauðsynlegra mála.
Um hitt getur verið ágreiningur,
hversu mikilli heildarfjárhæð er
hægt að verja í þessu skyni og á
hvern hátt eigi að afla hennar.
Af þessu á einnig að geta orðið
ljósara en áður, að ef verulega á
að færa niður greiðslur ríkis-
sjóðs, þá verður slíkt ekki gert á
annan hátt en þann, aö skerða
framlög til framkvæmda, sem
taldar eru nauðsynlegar. Þetta
verður þó vafalaust að gera að
einhverju leyti, og kem ég inn á
það síðar. Vegna þeirrar tiltölu-
lega litlu hækkunar, sem orðið
hefir á beinum útgjöldum, vegna
rekstrar þjóðarbúsins síðastliðin
10 ár, og sparnaðar, sem fram-
kvæmdur var í byrjun síðasta
kjörtímabils, er ekki hægt að bú-
ast við neinum verulegum spam-
aði á þeim lið, þótt sjálfsagt sé
að gera ítrustu tilraunir til að
færa þau gjöld niður og ekkert
nema gott um það aö segja, að
skynsamleg gagnrýni frá stjórn-
arandstæðingum á hverjum tíma
veiti aðhald um allan þessháttar
kostnað.
Fjárlagafrumvarpið.
Þá mun ég minnast á fjár-
lagafrv. það, sem hér liggur
fyrir. Frv. þetta er að mestu
leyti samhljóða fjárlagafrv.
því, er lagt var fyrir siðasta Al-
þingi, en þó ber þess að geta,
að greiðslur samkv. frv. eru um
270 þús. kr. hærri en samkv.
frv., er lagt var fyrir síðasta
þing. Er það aðallega vegna
greiðslna, sem fjárveitinga-
nefnd fyrir sitt leyti var búin
að samþykkja áður en þing var
rofið. Ennfremur hefi ég hækk-
að áætlunarfé til vegaviöhalds
um 100 þús. kr. samkv. reynzl-
unni. Frumvarpið gerir ráð fyr-
ir greiðsluhalla, er nemur um
730 þús. kr., en ég skal taka þaö
fram, aö láðst hefir við samn-
ingu frv. að leiðrétta áætlun
vaxtaútgjaldanna, sem þarf að
hækka um 150 þús. kr., þannig
að raunverulegur greiðsluhalli
á frv. er um 900 þús. kr. Eru þá
tekjurnar áætlaðar mjög svip-
að og þær reyndust árið 1936,
en eins og gefur að skilja, þarf
árið 1938 aö verða betra tekju-
ár en 1936, til þess að útkoma
fjárlaganna verði eins og gert
er ráð fyrir. Liggur það í því,
að útgjöldin fara alltaf eitt-
hvaö fram úr áætlun, hvernig
sem gegn því er barizt. Ég verö
þó að líta svo á, að ef ekki
verður veruleg breyting á til
hins verra um tekjuvonir íikis-
sjóðs, þá sé áætlunin sæmilega
varleg, en þó ekki varlegri en
svo, að ekki getur komið til
mála að tefla í því á tæpara
vað. —
Skuldir ríkissjóðs standa í stað.
Eins og drepið hefir verið á
hér að framan, hefir ekki tek-
izt undanfarin ár að greiöa af-
borganir af föstum, samnings-
bundnum lánum ríkissjóös,
sem nú orðið nema um 1,4 millj.
kr. á ári, af tekjunum, heldur
hefir reynzlan oröið sú, að á
móti þessum afborgunum hafa
myndazt skuldir innanlands,
aðallega í Landsbankanum.
Þótt þetta geti í raun og
veru talizt sæmileg útkoma,
að skuldirnar standi í stað, þá
verður ekki við það unaö til
lengdar, sökum þess hve erfitt
er um lántökur innanlands til
þessara greiðslna og neyöarúr-
ræöi að leita út fyrir landið
með slíkar lántökur. Af þessu
leiðir það, að skapa verður
fullan greiðslujöfnuð á fjár-
lögunum. Það má að vísu segja,
að til mikils sé ætlazt að ríkis-
sjóöur lækki skuldir sínar um
1,4 millj. kr. á ári, en ég tel ekki
hjá því komizt að setja markið
þar.
Nýjar kröfur um opinberan
stuðning hljóta að leiða af sér
nýja skatta og tolla.
Nú er kunnugt, að áhugi
mun vera fyrir því í þinginu, aö
styrkja ýmsar framkvæmdir á
sviði sjávarútvegsmála í fram-
haldi af því sem gert hefir
verið í þeim málum og enn-
fremur vitað, að fjárpestin,
sem geysað hefir undanfarið,
mun hafa áframhaldandi
kostnað í för með sér. Þá mun
og vera áhugi fyrir aö styrkja
byggingar í sveitum og ein-
stakir þingmenn munu vafa-
laust bera fyrir brjósti ýms
mál, sem kosta munu fé ef til
framkvæmda koma. Þegar
þetta er athugað og þess gætt,
aö á fjárlagafrumv. er raun-
verulega 900 þús. kr. greiðslu-
halli, sem á að vega upp á.móti,
þá sjá allir, aö það er örðugt
verkefni að skapa fullan jöfn-
uð á fjárlögunum, en það er
verkefni sem verður að leysa.
Að mínum dómi verður fyrst
að svipast eftir því, hvort ekki
sé unnt að fella niður eitthvað
af greiðslum, sem áður hafa
verið inntar af hendi úr ríkis
sjóði og nauðsynlegar hafa
verið taldar, en verja því fé til
hinna nýju verkefna, sem
verða að teljast enn nauðsyn-
legri. En þess verða menn þá
vel að minnast, að til slíkra úr-
ræða yrði gripið sumpart til
þess að mæta þeim breytingum
á tollamálunum, sem nú hefir
þegar verið lýst og sumpart til
þess að komast hjá stórfeldum
niðurskurði á framlögum til
heilbrigðismála — menntamála
— samgöngumála og framlög-
um til beins stuðnings fyrir at-
vinnuvegina: landbúnaö og
, sjávarútveg. Að þeirri leið at-
; hugaðri til fullrar hlítar, er
í vitaskuld ekki um annað að
í ræða en auka tekjur ríkissjóðs
■ frá því sem nú er. Ég ætla ekki
að fara út í það að sinni meö
hvaöa móti slíkt myndi verða
gert, en tek það þó fram, að þar
sem beinar skattálögur eftir
efnum og ástæöum eru nú mjög
háar orðnar, þá mun varla um
það að ræða, að veruleg upp-
hæð fáist með hækkun þeirra
einna. Enginn vafi leikur þess
vegna á því, að grípa yrði til
hækkunar á þeim almennu
gjöldum, sem nú eru á lögð eða
leggja á ný meö tilliti til breyt-
inganna, sem oröið hafa í við-
skiptum okkar.
Ríkisábyrgðir.
Eins og kunnugt er, þá hefir
þeirri stefnu verið fylgt um rík-
ísábyrgðir undanfarin ár, að
forðazt hefir verið að takast á
hendur ábyrgöir fyrir erlendum
lánum. Síðan á árinu 1934 mun
ekki hafa veriö tekin ábyrgð á
neinu erlendu láni, nema til eins
fyrirtækis, rafveitu á ísafirði,
sem áður hafði verið gefið loforð
um. Hinsvegar hafa verið teknar
nokkrar ábyrgðir á lánum inn-
anlands. Ástæðan til þessarar
stefnubreytingar var sú, að hin-
ar mörgu ábyrgöir ríkissjóðs er-
lendis voru farnar að hafa slæm
áhrif á lánstraust landsins út á
við, og eins og sakir stóðu um
gjaldeyrisástandið, var mjög
varhugavert ao sækjast eftir er-
lendum lánum yfirleitt. Fyrir
undanförnum þingum hafa þó
legið margar beiðnir um ábyrgö-
ir á erlendum lánum, en af-
greiðslu þeirra mála hefir verið
frestað, ekki sízt með það fyrir
augum, að sýnt yrði,' hvort ekki
yrði hægt að fá lán til nytsam-
legra stórfyrirtækja hér án rík-
isábyrgðar. Reynsla sú, sem
fengizt hefir í þessu, verður hins
vegar aö teljast sú, aö mjög erf-
itt sé að koma slíku í kring, ekki
sízt vegna þeirra gjaldeyriserfið-
leika, sem við eigum við að búa.
Af þessu virðist mega draga þá
ályktun, að vel gæti þaö legiö
fyrir, að annaðhvort yröi að
fresta þeim stórfyrirtækjum öll-
um, sem nú eru á prjónunum,
eða Alþingi gæfi kost á einhverj-
um ábyrgðum. En hvaö sem við
kann að sýnast liggja, verður
það að vera ljóst, aö Alþingi
hlýtur að sýna hina mestu gætni
og festu í því að veita slíkar á-
byrgðir.
Það er alveg víst, að fyrir þetta
þing munu koma margar á-
byrgðarbeiðnir, og það er einnig
víst, að ef nokkurt vit á að verða
í afgreiðslu þeirra, þá ver'ður að-
eins unnt aö sinna fáum þeirra.
Það er ekki unnt að ráðast í einu
í byggingar allra þeirra stórfyr-
irtækja, sem nú virðast fyrirhug-
uð í landinu, og á ég þar sérstak-
lega við rafveitur. Þaö verður því
að ákveða einhverja röð á þess-
um framkvæmdum. Þjóðin verð-
ur að gæta þess, að spilla ekki
fyrir sér út á viö með því að fær-
ast of mikið í fang á erfiðum
tímum, jafnvel þótt um góöar og
nauðsynlegar framkvæmdir sé
að ræða. Þá hefir sú venja tíök-
azt, að ábyrgjast allt andvirði
þeirra stórfyrirtækja, sem ráðizt
hefir verið í. Þetta nær engri átt.
Ef ríkissjóður á að ganga í á-
byrgðir fyrir fyrirtæki, þá má
það ekki vera nema að vissum
hundraðshluta, t. d. ekki yfir 75
—80% af kostnaðarverði. Alþingi
hefir ekki á hverjum tíma full-
komna aðstöðu til aö meta það,
hvort fyrirtæki, sem sótt er um
ríkisábyrgö fyrir, eru raunveru-
lega lífvænleg og réttmætt að
rétta þeim hjálparhönd. Þeir,
sem um slíkar ábyrgðir sækja,
verða þvi að sýna trú sína á
fyrirtækin með því að leggja
sjálfir fram áhættufé. Það eru
engin eða lítil takmörk fyrir
því hverskonar fyrirtækjum
yrði komið hér á fót ef þeirri
reglu yrði framfylgt, aö ábyrgj-
ast allan stofnkostnaðinn fyr-
ir hlutaðeigendur. Þá verður þess
ekki síður að gæta aö ríkis-
ábyrgð sé ekki veitt nema henn-
ar sé full þörf og að það sé eðli-
legt að fé fáist ekki til fram-
kvæmdarinnar meö öðru móti.
En fyrst og fremst veröa menn
þó aö skilja það, þótt þeir hafi
áhuga fyrir framgangi ýmissa
máia, að ekki er mögulegt aö
gera allt i einu og að það er ó-
hugsandi að iítið land eins og
ísland geti fengið nema tak-
markað fjármagn aö láni er-
lendis, jafnvel þótt þaö sé ætl-
a'ð til nytsamlegra fyrirtækja,
fyrirtækja, sem út af fyrir sig
gætu staðiö undir sjálfum sér.
Gjaldeyrisástandið, sem ég mun
fara um nokkrum orðum, sýnir
það, að enda þótt atvinnuveg-
irnir hafi gengiö betur á þessu
ári en áöur og meiri peningar
séu í umfer'ð manna á milli, þá
er engu síður ástæ'ða til var-
færni en áður í öllu því er snert-
ir nýjar skuldbindingar þjóðar-
innar út á við.
Hversvegna innfluíningur hefir
hækkað á árinu 1937,
þrátt fyrir höftin.
Þá sé ég ástæðu til að minn-
ast á gjaldeyrishorfurnar. Sam-
kvæmt síðustu skýrslu um inn-
flutning og útflutning til loka
septembermánaöar, nemur inn-
flutningur og útflutningur hvor
um sig ca. 40 millj. kr. og hefir
verzlunarjöfnuði því sem næst
verið náð. Á sama tíma í fyrra
stóðu þessi mál þó nokkuð bet-
ur því a'ð þá var verzlunarjöfn-
uðurinn hagstæður um rúmar 2
millj. króna, en hins ber þá
jafnframt að geta, að í landinu
liggja nú mun meiri vörubirgðir
en á sama tíma í fyrra. Vir'ðast
allar líkur benda til þess, að
greiðslujöfnu'ður muni nást á
þessu ári ef vörur þær, sem ó-
seldar eru, seljast svo sem viö
má búast. En hitt er ljóst, aö
innflutningurinn hefir hækkaö
svo verulega á árinu, eða um
9 millj. kr., að um verulegan
afgang verður ekki að ræ'ða.
Af hverju stafar þá þessi hækk-
un á innflutningnum? Er þa'ð
vegna þess aö neyzla erlendra
eyðsluvara hafi aukizt, og að
raunverulega hafi þannig veri'ð
linað á innflutningshöftunum.
og því eigi sparast sá gjaldeyrir,
sem ætla hefði mátt? Þessu má
hiklaust svara neitandi. A'ð vísu
liggur ekki fyrir yngri sundur-
liðuð skýrsla um innflutning-
inn en frá ágústmánaðarlokum
þ. á. Þá var heildarinnflutning-
urinn orðinn rúmum 8 millj.
kr. meiri en í fyrra um sama
leyti, en þá voru eftirtaldir 5
vöruflokkar hærri en í fyrra
sem hér segir:
Byggingarvörur
höf'ðu hækkað um kr. 1,325 þús.
Útgeröarvörur
höfðu hækkað um kr. 3,334 þús.
Rafmagnsvörur
höfðu hækkað um kr. 595 þús.
Skip og vélar
höfðu hækkað um kr. 683 þús.
Landbúnaðarvröur
höfðu hækkað um kr. 310 þús.
eða samtals um kr. 6,200 þús.
Ásíand saltfisksölunnar krefst
áframhaldandi, strangra
innflutningshafta.
Það er þessvegna ljóst: að
hækkandi innflutningur hefir
stafa'ð af aukinni síldarútgerð,
af auknum framkvæmdum í
byggingum, sérstaklega verk-
smiðjubyggingum og vélaaup-
um til þeirra, af auknum inn-
flutningi rafmagnsvara, og þó
er þar ekki meðtalinn innfluftn-
ingur, sem gengur beint til raf-
veitanna sjálfra. Það sem er
eftir ótalið af innflutningshækk-
uninni er bein afleiðing af verð-
hækkun á vörum á erlendum
markaði. M. ö. o. eða þátt fyrir
svipaða framkvæmd innflutn-
ingshaftanna og undanfarin ár,
þá hefir innflutningurinn hækk
aö af framangreindum ástæ'ð-
um 9 millj. kr. það, sem af er
árinu, og ekki sýnilegt, að gjald-
eyrisafgangur verði frá árinu,
sem neinu nemur í áslok. Ein
meginástæðan enn til þess a'ð
þetta yfirstandandi ár nær ekki
aö verða þa'ð góðæri í verzlun
okkar út á vi'ð, sem allar venju-
legar ástæður bentu til, er vit-
anlega ör'ðugleikinn, sem er á
fiskútflutningi. Fiskver'ðið hef-
ekkert hækkað og .útflutningur-
inn á fiski virðist tæpast muni
ná sömu fjárhæð og síðastl. ár,
og þó var hann þá það lægsta
sem orðið hefir um fjölda ára,
e'ða 9 millj. kr. lægri en árið
1933 t. d. Þá er ennfremur þess
a'ð geta að verð á saltsíld hefir
eklcert hækka'ð og þannig hefir
verðhækkunin ekki náö til fisks-
ins eöa síldarinnar, sem venju-
lega hafa náð því að vera helm-
ingur alls útflutningsins. Verð-
hækkun mun hinsvegar undan-
tekningarlítið hafa náð til alls
innflutningsins. AÖ þessu at-
huguðu er engin ástæ'ða til
neinnar sérstakrar bjartsýni
um vi'ðsiptin út á við, þótt á-
stand atvinnuveganna hafi batn
að allverulega á þessu ári. Af
þeim tölum, sem ég hefi nefnt,
veröur að draga þá ályktun, að
ekki sé unnt a'ð slaka til á inn-
flutningshöftunum í næstu
framtíð — því mi'ður. Sú fullyrð-
ing, sem menn heyra daglega,
aö hægt sé, vegna batnandi ár-
ferðis, a'ð veita þennan eða hinn
• innflutninginn fremur nú en
áður, á sér því miður e n g a
sto'ð í veruleikanum.
„Við verðum að fara varlega“.
Enda þótt sí'ðasta ár hafi mátt
teljast gott ár yfirleitt, þegar frá
eru talin þau stórfelldu óhöpp,
sem leitt hefir af fjárpestinni,
þá má ekki gleyma því aö enn
hefir ekkert rætzt úr um markað
fyrir þá vöru, sem fram á árið
1934 var aðalútflutningsvara
landsmanna, saltfiskinn, og við
megum ekki gleyma því þótt
síldin hafi reynzt vel í ár, að á
me'ðan svo stendur um fisk-
markaðinn að ööru leyti eins og
nú er verðum vi'ð að fara var-
lega.
Lfósasföð til sölu
Þar sem Raflýsíngarfélag Hnífsdælinga
hættir starfsemi sökum þess að Hnífs-
dalur fær afl frá hinni nýju rafveitu
ísafjarðar, vill það selja 12—15 hesfafla
Bolindervél með sambyggðum 8 kiíó-
watta dínamo ásamt töflu, volt og em-
permælaæ, spenna 110 voif. Ennfremur
ca 20 kilówattamæla
Sérstakt tækífærísverð!
Upplýsingar gefur:
ÓLAFUR ANDRÉSSON Hnífsdal
Vilhjálmur Stefánsson
fer sigurför um landið!
ÁRSÆLL ÁRNAS'ON, REYKJAVÍK
Ý
J-/G undirr. geriat hér með kaupandi að ferðahókum dr. Vil-
hjálms Stefánssonar „Veiðimenn á hjara heims“, „Meðal Eskimóa" og’
„Heimsskautslöndin unaðslegu“. Bækurnar kaupi ég jafnóðum og’ þær
koma út, i heftum á kr. 250 (eitt hofti á mánuöi, 5 arkir hýert) og
horga ég hvert hefti um leiö og ég fæ það i hendur, enda séu heftin
send og andvirðið innheimt mér að kostnaðarlausu.
Meö þessari áskrift minni skuldbind ég mig til að kaupa all’ar ofan-
nefndar bækur með þessurn kjörum.
Nafn
Staða..........................................
Heimilisfang...................................
I’óststöð
Fyrsta heftið er komið út.