Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 4
4 TÍM INN urnar, og haldið fljótandi stjórnarsamvinnu við Alþfl. til næsta þings. En mjög hafði reynt á stillingu Framsóknar- manna í þessum átökum. Þeir höfðu viljað gefa betri mönnum meðal leiðtoganna og hinum mörgu drengilegu kjósendum Al- þýðuflokksins ítrasta tækifæri til að rétta við hag flokksins. En útlitið var skuggalegt. Hinir reyndari og gætnari menn flokksins höfðu með naumind- um getað varizt því, að Héðinn Valdemarsson færi með flokkinn í faðm kommúnista. Og bak við þessa menn stóð Héðinn, með a. m. k. þriðjung fulltrúanna á flokksþingi, reiðubúinn til að halda áfram sama leik við Fram- sóknarmenn, eins og í Kveld- úlfsmálinu. Og á bak við Héðinn Valdemarsson stendur Komm- únistaflokkurinn, undir rúss- neskri yfirstjórn, reiðubúinn til að koma af stað verkföllum hvar sem er í landinu og gera stjórn sem Alþfl. á fulltrúa í, hverja þá erfiðleika, sem atvikin leyfa. VIII. Jafnhliða því, sem sýnilegir urðu meiri og meiri misbrestir á því fyrir Framsóknarflokkinn, að vinna hiklaust með Alþfl., varð óhjákvæmilegt að mæla að nýju sólarhæðina. Alþfl. var að hálfu leyti orðinn byltingar- flokkur, og í makki um sam- steypu við byltingarflokk. Það var vitað af Kveldúlfsmálinu og fleiru, að margir af leiðtogum Alþfl. óskuðu Framsóknarmönn- um ófarnaðar og helzt að flokk- urinn leystist upp. Það hlaut að verða meir en lítið aðgæzluvert fyrir Framsóknarmenn, að sýna eingöngu bróðurlega ást og sam- vinnutryggð við svo brattgengan ferðafélaga. Ef Framsóknar- flokkurinn bauð stöðugt hægri kinnina, þegar Héðinn eða Finn- ur lömdu þá vinstri, þá hlaut að verða stutt saga flokksins. Jafn- framt þessu söfnuðust saman ýms atvinnumál, sem Fram- sóknarmenn og Mbl.menn voru að mestu sammála um, en Alþfl. á móti. Síldarbræðslumálið, vinnulöggjöfin, lögin um óþarf- lega marga starfsmenn á skipum og bátum eru dæmi af þessu tagi. Því fleiri snurður sem urðu á sambúðarþræðinum við Alþfl., því nauðsynlegra var að fylgja reglunni að vinna eftir málefn- um. Tókst mér að eiga nokkurn Við vitum, að í hverri stétt eigum við seAi betur fer marga menn, sem vinna störf sín af mikilli skyldurækni, iðjusemi og trúnaði.. Oftast vinna einmitt þessir menn störf sín í mestum kyrþey og án þess að óska að eftir þeim sé tekið, og oftast er það, því miður, heldur ekki gert. En það eru einmitt störf þessara manna, sem vekja þarf athygli á, ekki vegna þeirra sjálfra, heldur vegna þjóðfé- lagsins í heild, sem er það sjálfs síns vegna nauðsynlegt að sýna, að það heiðri sína beztu menn og til þess að benda öðrum á fordæmi og fyrirmyndir. Það er ætíð nauðsynlegt fyrir hvert þjóðfélag að fylgja þessari reglu, og nauðsynin er aldrei meiri en á erfiðleikatímum. Og skyldi það ekki vera staðreynd, að það sé greinilegt hrörnunar- merki hjá hverri þjóð, ef hún hættir að sýna að hún virði störf sinna beztu manna, af hvaða ástæðu sem menn láta það undir höfuð leggjast. Það er áreiðanlega ekki gott for- dæmi fyrir uppvaxandi æsku, ef hún sér það fyrir sér í þjóð- lífinu, að yfirborðshátturinn og þeir sem vekja mesta athygli á sjálfum sér með hávaða, eru mest metnir. Þjóðfélögin hafa veitt dugandi mönnum heið- ursmerki, en ég held að við þátt í að undirbúa sameiginlega lausn síldarbræðslumálsins, þrátt fyrir andúð socialista. Alþýðu- flokkurinn undi því hið versta. Sáu þeir nú, en hefðu átt að sjá það fyrr, að miðflokkur hlýtur að starfa til beggja handa, „eft- ir málefnum“. Og því meiri ó- sanngirni sem miðflokkur er beittur í málefnameðferð, frá annari hlið, því fúsari hlýtur hann að verða til þess að vita, um stundarsakir, hvort undir- staða er fyrir málefnalausn til hinnar hliðarinnar. IX. Ég hefi fyrr drepið á, að Fram- sóknarmenn hafi á hinu liðna ári unnið annað stærra verk en að vinna nokkur ný þingsæti. Þeir hafa unnið að því, með ekki litlum árangri, að koma á frjáls- mannlegri sambúð milli flokk- anna í þinginu í stað haturs og beiskju. Framsóknarmenn höfðu 1926 komið á Alþingishátíðar- nefnd, sem starfaði launalaust í fjögur ár og undirbjó hina miklu hátíð, svo að ekki hefir verið á deilt. En í þessari nefnd voru miklir andstæðingar úr helztu stjórnmálaflokkunum, en unnu þar saman svo sem bezt mátti verða. Upp úr þeirri nefnd kom Þingvallanefndin, þar sem Jón Baldvinsson, Magnús Guðm. og ég, unnum saman í 10 ár, líka launalaust, en með ágætu samkomulagi. Þá var' mennta- málaráð stofnað 1928, með leið- andi stjórnmálamönnum úr þrem flokkum, og hefir sam- starfið verið þar á þá lund, að nálega aldrei eru afgreidd mál, nema allir séu samdóma. í þrjú ár hefir, undir forustu Fram- sóknarmanna á Alþingi, verið unnið í fjárveitinganefnd á þann hátt, að stjórnarandstæð- ingar hafa viðurkennt, að sér væri sýnd fullkomin sanngirni um fjárveitingar í kjördæmi minnihlutans. Loks tóku Fram- sóknarmenn upp á haustþinginu tillögu Jóns Baldvinssonar, sem flokkur hans vildi þá ekki styðja, um að skipta hinum 9 forseta- embættum á þingi jafnt milli þingflokkanna þriggja. Höfðu Sjálfstæðismenn ekki séð í tíu ár mann úr þeirra flokki í forseta- stól, fyrr en eftir að sú breyting var gerð. Hvaða ástæður hafa knúð Framsóknarmenn til að leita að auknu samstarfi þingflokkanna? Þær eru margar og samsettar. verðum að viðurkenna, að þær aðgerðir hafi ekki náð til- gangi sínum, og að hér þurfi að firtna nýjar leiðir. Það væri vissulega mikill ávinningur, ef blaðamenn, án tillits til annara sjónarmiða, vildu rækja þetta hlutverk betur en gert hefir verið. Slíkt myndi hafa mikla og almenna þýðingu fyrir þjóð- ina. — Þessir ágallar, sem ég hefi með fáum orðum minnst á í skóla- og uppeldismálum okkar yfirleitt, og að nokkru leyti á öðrum sviðum þjóðfélagsins, eiga víða rætur. Við stjórnmála- mennirnir verðum að viður- kenna það, að þeir eiga einnig djúpar rætur í sjálfu stjórn- málalífinu. Það er stundum æði erfitt að fá menn til að taka á málum eftir sjálfum málavöxt- unum og í samræmi við það, sem er rétt og framkvæman- legt. Mönnum" hættir allt of mikið til, að taka á málunum, ekki eftir eðli þeirra sjálfra, heldur í samræmi við það, sem er heppilegast til þess að geta greitt andstæðingunum sem stærst högg, og geta talað og skrifað eins og líklegast þykir í þann svipinn að falli í beztan jarðveg hjá kjósendunum. Og þá er það augljóst að slíkt við- horf við málum og framkvæmd- um verður öllum til tjóns um Erfiðleikarnir sem bíða þjóðar- innar eru geigvænlega miklir, en þjóðin fámenn. Sjálfstæðismál- ið eitt verður varla leyst á við- unandi hátt, nema af allri þjóð- inni. Miðflokksaðstaðan gerir Framsóknarflokknum ófram- kvæmanlegt að leita ætíð sam- vinnu til annarrar hliðar. Skip- brot Breiðfylkingarinnar og löm- un útvegsins gerir Mbl.flokkinn ekki jafn ósanngjarnan og yfir- lætisfullan nábúa eins og hann áður var. Vanmáttur jafnvel hinna betri Alþýðuflokksmanna til einlægrar samvinnu, hefir glögglega komið í ljós, en þar við bætist byltingarstefna Héðins Valdemarssonar og hinn yfirlýsti vilji hans til að sameinast opin- berum byltingarflokk, sem stendur undir erlendri stjórn. Málefni Framsóknarflokksins eru þannig, að sum verða ekki leyst, nema með samstarfi við socialista, t. d. mjólkurmálið, en önnur með samvinnu við Mbl.- menn, t. d. sildarverksmiðjuum- bæturnar. Þannig knýr straumur atvikanna og eðli hinna daglegu nauðsynjamála, sem bæta þarf úr, þá, sem standa mitt í púður- reyknum til að hörfa til beggja handa og leita eftir opnum sundum, þar sem skeiðin getur komizt leiðar sinnar milli hættu- legra skerja. X. Framsóknarmenn geta nú um þessi áramót litið til baka á 20 viðburðarík ár. Allan þann tíma hefir flokkur þeirra verið í far- arbroddi, og fylgt fastri, fyrir- framgerðri áætlun um hinar helztu framkvæmdir. Hin fyrstu ár var hin nýja flokkaskipun eitt af meginviðfangsefnum flokksins. Næst kom tímabil, þegar flokkurinn eflir mátt sinn, en uppgötvaði að enginn var um allt sjálfum sér nógur. Að lokum kom hið þriðja tímabil, sem nú er að hefjast, þegar flokkarnir eru smátt og smátt að ná full- komnara jafnvægi og þroska og kunna skil á því að vinna saman um stund að sameiginlegum málefnum og slíta síðan sam- starfið, án illinda eða afbrýði. Bæjaflokkarnir tveir, Alþýðu- flokkurinn og Mbl.flokkurinn, eiga sameiginleg vandamál í tekjuhallarekstri atvinnu við sjóinn. Nú um áramótin segja þeir sundur með sér griðum, út af því, hversu skipta skuli feng, sem báðum þykir of lítill. Ef síðir. Ég get nefnt það hér sem dæmi, að því skuli hafa verið haldið fram að við þörfnuðumst ekki vinnulöggjafar og aukins vinnufriðar fyrir okkar veika atvinnulíf eins og aðrar þjóðir, og að verkamönnum skuli af sumum vera sagt, að í slíkri lög- gjöf felist kúgun, þrátt fyrir það, þótt staðreyndirnar sýni að hinar lýðræðissinnuðu ná- grannaþjóðir vorar hafa sett sér vinnulöggjöf og að hvergi eru verkamenn betur settir eða frjálsari en þar. Ég vil benda á það sem annað dæmi, að því skuli vera haldið fram, að því er virðist í alvöru, að hægt sé að verða við hverskonar kröf- um til hins opinbera um þarf- legar framkvæmdir eða hjálp á vandræðatímum, án þess að þyngja um leið skatta á landsfólkinu, eða a. m. k. á ein- hverjum hluta þess. Slíkt getur verið þægilegt að heyra. En heilbrigð skynsemi mælir því í gegn. Þannig má ekki starfa. Þing- ræðið krefst einlægni til þess að geta staðizt — og verið traust. — Við þurfum að læra betur en hingað til, að þora að taka á hverju máli eftir eðli þess og samkvæmt því, sem við álítum að heillaríkast verði fyrir heildina, en án tillits til alls annars. — haldið er á slíku máli með forsi og lítilli góðgirni, gæti deilan leitt til sorglegra tíðinda, eins og 9. nóv. 1932. Enginn getur séð fyrir, hversu slík vandamál kunna að ráðast, en það vil ég fullyrða, að á þeim úrslitadögum muni sú tiltrú, sem kjósendur veittu Framsóknarflokknum á síðasta kjördegi, ekki verða á- hrifalaus. Ekki munu heldur þræðir góðs nábýlis, sem Fram- sóknarmenn hafa lengi, en mest nú síðustu misseri, undið milli andstæðra flokka í landinu, reynast þýðingarlitlir, þegar mest er þörf. Margar blikur, og sumar þung- ar, eru á stjórnmálahimni ís- lendinga, en þó er ekki ástæða til að kvíða komandi dögum. Gæði landsins eru mikil og marg- háttuð. Elja fólksins og þol til að nota þessar góðu gjafir, hefir aldrei verið meiri en nú. Pestin, sem ógnar byggðunum, mun verða yfirstigin. Nauðsynlegar fjárgreiðslur vegna einstaklinga, bæjarfélaga og ríkis, munu verða inntar af höndum. Og hið mikla mál, hinn aldalangi draumur ís- lendinga um að verða alfrjáls þjóð, og vernda það frelsi um alla framtíð, mun líka rætast með sameiginlegu átaki manna, sem annars sýnist ekki hið sama um lausn augnabliksþarfa á líð- andi stund. J. J. í þessum hugleiðingum kann sumum að þykja gæta bölsýni. En því fer fjarri. Ég hefi aldrei verið bölsýnn á framtíð þjóð- arinnar. Og við höfum sízt á- stæðu til þess að vera það nú þegar við hugleiðum með hve miklum dug og framtaki þjóð- in hefir háð baráttuna gegn erfiðleikum síðustu ára eins og svo oft áður. — En við lifum á tímum, hættu- legum okkar þjóð, með sterkum erlendum áhrifum á okkar þjóðlíf, mikið umrót og örar breytingar. — Að minni hyggju eru skólamál okkar og uppeld- iskerfið allt of veikt og ekki þess megnugt að vernda og efla það bezta úr ísl. menningu, spyrna gegn skaðlegum erlend- um áhrifum, en tileinka sér annað á þann hátt, að það megi verða okkur til gagnsemdar en ekki til óþurftar. — Við viljum verða fullkomlega sjálfstæð þjóð. Við erum að gera tilraun til að lifa sem menningarþjóð og höfum til þess lagt mikið i kostnað, en við lifum á fjár- hagslega erfiðum tímum, — því er veitt talsverð athygli af um- heiminum hvernig þessi ein- staka tilraun muni takast, þar sem rúmar 100 þúsundir manna reyna að lifa sem sjálfstæð menningarþjóð. Ég er ekki í neinum vafa um, að þessi til- raun tekst, en til þess þarf að vera valinn maður í hverju rúmi, — því aö átak okkar svo fárra, er mikið á hvern einstak- ling. Og þess vegna mun okkur því aðeins takast að lyfta þessu Grettistaki, að undirstaðan sé okkar gamla menning. Það mun sannast þó síðar verði, að „Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir þó vökvist hlýrri morgun- dögg.“ Ég vil taka undir þetta með Grími Thomsen, að sá gróður- inn muni beztur og kjarnmest- ur reynast, sem vex „í skauti móður“, vex upp úr okkar gömlu menningu og gömlum og reyndum lífsvenjum. — í sam- ræmi við það eigum við að taka öll okkar uppeldismál til endur- skoðunar og gjörbreytinga. Það tel ég eitt af stærstu verkefnum komandi tíma. Góðir íslendingar! Ég óska ykkur öllum árs og friðar! Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Jarðeígnír tíl sölu með góðum greiðsluskílmálum. Dalasýsla: 15 hndr. úr H u n d u d a I-iV e ð r i í JIiÖ- duluhreppi. Spáyilsstuðirí Luxárdulshreppi. Eyjafjarðarsýsla: Flögusel í Shri&uhreppi. K o t í Svurfuðurdulshreppi. S e l j u hl í ð í Suurbœjurhreppi. Æsustuðugerði í Suurbœjur- hreppi. Gullbriiigiisýsla: Hulldórsstuðir í Vutnsleysu- strundurhreppi. Austur-IIiiiiavatnssýsla: Illugustuðir í Engihlíðurhreppi. Vestur-ísafjarðarsýsla: Gljúfurá í Auðhúluhreppi. H r u u n og 72 álnir úr H ál s i í Mýru- hreppi. Ruuðsstuðir í Auðhúluhreppi. IVorður-Múlasýsla: Brúnuvíh t Borgurfjurðurhreppi. 1/2 Geituvíh í Borgurfjurðurhreppi. 2/3 úr Gunnólfsvíh í Sheggju- stuðuhreppi. 1/10 úr Njurðvíh í Borgurfjurður- hreppi. V i ð v í h í Sheggjustuðuhreppi. Þ ó r s n e s í Hjultastuðuhreppi. Suður-Múlasýsla: Gilsárstehhur í Breiðdulshreppi. Hleinargurður í Eiðahreppi. Snjóholt í Eiðahreppi. Mýrasýsla: Ytr i-H raundalur í Alftaneshreppi. Rangárvallasýsla: S y ð r i-É Ifsstuðuhjáleigu í Austur-Lundeyjuhreppi. Skagaf jarðarsýsla: Kr á hu s t a ð i r í Fellshreppi. M i n n i-Þ v e r á í Holtshreppi. Steinavellir í Huguneshreppi. Valbjörg í Seyluhreppi. N or ður-Þingey j ar sýsla: Á s s el í Suuðaneshreppi. S h á l a r á Langanesi í Sauðaneshreppi. Suður-Þingeyjarsýsla: Heiðurse l í Bárðdœlahreppi. 9/14 úr Hóli í Ljósuvutnshreppi. S u u r b r ú a r g e r ð i i Grýtubahha- hreppi. Vestmaunaeyjar: V e s t r i-V e s t u r h ú s húseign með lóðurréttindum. Framgreíndar jarðir eru tíl sölu með góðum greíðsluskilmálum. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS REYKJAVÍKSími4816.== Auglýsing Framkvæmdastjórastaðan við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki er laus til umsóknar frá 14. maí n. k. Umsóknir, ásamt launakröfum, þurfa að vera komnar til undirritaðs, formanns kaupfélagsins, fyrir 10. febr. n. k. Sauðárkróki, 27/11. 1937. Sigurður Þórðarson Jörð í Árnessýslu á áveitusvæðinu, fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1938. Engjar ágætar, véltækar, nýtt íbúðarhús. Upplýsingar gefur Helgi Ágústsson Sigtúnum Árnessýslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.