Tíminn - 19.01.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1938, Blaðsíða 2
12 TlM INN Auglýsiné Framkvæmdastjórastaðan við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki er laus til umsóknar frá 14. maí n. k. Umsóknir, ásamt launakröfum, þurfa að vera komnar til undirritaðs, formanns kaupfélagsins, fyrir 10. febr. n. k. Sauðárkróki, 27/11. 1937. Sigurdur Þórðarson haldsmaður og heimsveldissinni, er frjálslyndið stóð í blóma sín- um í Bretlandi. Það var reynsla hans af kjör- um verkamanna frá 1910 og á árunum þar á eftir, sem færðu hann inn í verkamannahreyf- inguna. Hann gekk í félagsskap Fabína og óháða verkamanna- flokksins, barðist við hlið Sid- neys og Beatrice Webb, fyrir gagngerðum umbótum á fá- tækramálum, varð kennari við verkamannastofnunina Ruskin College í Oxford og frá 1913 til 1923 viö þáverandi verkamannaháskóla, sem seinna varð deild í hinum stóra há- skóla: London School of Econo- mics and Political Science. Hann komst ekki inn í verkamanna- hreyfinguna, eins og margir af borgaralegum ættum, vegna þess að hann væri viðkvæmur friðar- sinni. Honum fannst eðlilegt, að vera ekki hlutlaus í ófriðnum mikla. í stéttarþjóðfélagi eins og Englandi, var hann neyddur í liðsforingjastöðu vegna fyrri starfa sinni. En hann var líka hraustur hermaður og barðist í Litlu-Asíu og Frakklandi. Er ó- friðnum lauk, lá hann á sjúkra- húsi, en reynsl'an af stríðinu hafði gert hann að áköfum frið- arvini. Hann sneri sér fyrst að sveit- arstjórnarmálum og varð bæjar- stjóri í Stepney, verkamanna- hverfi í London. 1922 var hann kosinn á þing og varð aðstoðar- ráðherra í hermálaráðuneytinu í fyrstu verkamannastjórninni, 1924. Hann tók að sér hið vanda- sama starf, að vera fulltrúi verkamannaflokksins í Ind- landsnefndinni, sem undir stjórn Sir John Simons steig fyrsta skrefið í áttina til ritskoðunar. En hann var áfram einn af hin- um kyrrlátu meðal þjóðarinnar. Hann tók fyrst þátt í stjórn 1930, en stóð fyrir utan hið eiginlega ráðuneyti, unz hann varð póst- málaráðherra síðasta ár stjórn- arinnar. Attlee var lítt þekktur meðal fjöldans, þegar flokkurinn missti marga foringja sína og nýi for- maðurinn, Lansbury, þurfti að fá varamann 1931. Aðeins nán- ustu samstarfsmenn Attlees vissu hvaða kosti sá maður hafði, sem átti að koma í stað Lans- burys. Það hefir haft mikið að segja fyrir starf flokksins á þingi, á þessum róstusömu tímum, að á Um ekkert er bændum tíð- ræddara en mæðiveikina. Þeir ræða um útbreiðslu hennar, og hvaða afleiðingar hún muni hafa fyrir framtíð þeirra og bú- skaparins í landinu. Þó ég daglega ræði um þetta við ýmsa, þá vildi ég gjarnan biðja Tímann að flytja orð mín um þetta mál til bænda al- mennt.. Ég verð oft var við mis- skilning og ranghermi í sam- bandi við veiki þessa, og vildi því stuðla að því með þessari grein, að menn viti hið rétta, eftir því, sem vitneskja manna er nú á málinu, og að menn hugleiddu þau hugsanlegu ráð, sem helzt kemur til greina að grípa til og starfa eftir í fram- tíðinni. Að því er bezt er vitað nú, þá varð veiki þessarar fyrst vart seint á árinu 1934 í Deildar- tungu. Litlu síðar varð hennar vart á Kletti, og eftir áramótin í Geirshlíðarkoti en allir þessir bæir eru í Reykholtsdalshreppi. Lungu úr þessum veiku kindum voru send Rannsóknarstofu Há- skólans til rannsóknar. Pró- bak við stæði maöur með fram- komu Attlees, maður sem allir báru traust til. í utanríkismálum eru vinnubrögð brezka þingsins ekki byggð á fullkomnu lýðræði. Þar er engin utanrikismálanefnd sem allir flokkar eiga fulltrúa í og þar sem gerð er grein fyrir stefnu stjórnarinnar. En forsæt- isráðherrann getur kallað til sín leiðtoga andstöðuflokkanna og skýrt þeim frá öllu. Þetta bygg- ist á fullkomnum trúnaði, og síð- an Attlee tók við þessu starfi, hefir forsætisráðherra ætíð not- að þessa heimild. Þótt utanríkis- stefna verkamannafl. hafi með þessu orðið ógreinilegri, þá er Attlee trygging fyrir að tekið sé tillit til álits flokksins. Verka- mannaflokkar annarra landa geta gengið út frá, að brezki verkalýðsflokkurinn hefir góða Aðalritstjórnargrein Mbl. 15. þ.m., er það langbezta, er birzt hefir í blaðinu í mörg ár. Greinin heitir: Eigum við að slíta menningarsam- bandi við Norðurlönd? og er í fám orðum sagt mjög þörf og réttmæt áminning til Reykvíkinga um það, að fylgja fordæmi Norður- landaþjóðanna í pólitískum efnum. Segir blaðið um þetta m. a.: „Norðurlandaþjóðirnar hafa, vegna nágrennis- og menning- arþroska, beztu skilyrði allra í heiminum til þess að dæma upp á milli stjórnarfarsins, annars- vegar þar sem lýðræðið ríkir, hinsvegar þar sem einræðið hefir setzt að völdum, hvort sem um er að ræða hægra eða vinstra einræði." Vegna þessarar aðstöðu sinnar fullyrðir Morgunblaðið hiklaust að íslendingar eigi að fylgja dæmi hinna Norðurlandaþjóð- anna. Hvert er þetta fordæmi Norð- urlandaþjóðanna, sem Morgun- blaðið bendir reykvískum kjós- endum á til eftirbreytni? í stuttu máli þetta: í hinum fjórum höfuðborgum Norðurlanda, hefir íhaldið verið brotið á bak aftur og andstæð- ingar þess fara þar með völd. fessor Dungal var erlendis, en þeir er fyrir hann voru á Rann- sóknarstofunni töldu, að um lungnabólgu væri að ræða. Féð var því bólusett, en þrátt fyrir það hélt það áfram að drepast, og drapst sérstaklega ört eftir að þvi var sleppt, og ef það varð fyrir einhverri óvenjulegri hreyfingu. Bændur þóttust því vissir um að þetta væri ekki lungnabólga, enda einkenni veikinnar í þeirra augum öll önnur en vant var að vera í lungnabólgufaröldum. Haustið 1935 fannst allmargt fé dautt á fjalli, frá þeim bæjum, sem veikin hafði verið á um vorið. Fleira drapst þó í leitunum, réttunum og rekstrunum milli bæja og til sláturstaða. Þá verður veikinnar líka vart á fleiri bæjum, en þó ekki mörg- um. Ég snéri mér þá til ráðu- neytisins, og fór fram á það að rannsóknarstofa Háskólans yrði látin rannsaka þetta nánar. Lagði ráðherra strax fyrir að svo yrði gert og sunnudaginn milli rétta, haustið 1935 fóru svo menn frá Rannsóknarstof- og gilda ástæðu fyrir afstöðu sinni, þótt hún sé að einhverju leyti torskilin. Þegar stefna verkamanna- fiokksins skerst í odda við stefnu stjórnarinnar, þá er víst, að á- stæður liggja til grundvallar. Þetta sýndi sig, þegar Attlee fór til Spánar sem gestur lýðveldis- ins, þrátt fyrir úlfaþyt stjórnar- flokkanna. Það kom í ljós, að þetta hafði engin áhrif á hinn viðkvæma tiltrúnað hans hjá forsætisráðherranum, því að ráðherrann snerist á móti árás- um íhaldsflokksins í þinginu. Hin alþjóðlega hreyfing verka- manna getur þess vegna verið ánægð yfir að hún hefir, á þess- um hættulegu tímum fyrir lýð- ræðið, fulltrúa eins og Attlee, í miðstöð lýðræðisins, London. (Þýtt úr sænsku blaði.) . .Á Norðurlöndum eru íhalds- flokkarnir líka komnir í vonlaus- an minnihluta í landsmálum og eigi þeir eftir að komast þar í stjórnaraðstöðu, getur það ekki orðið nema í samstarfi við ann- an flokk. Norðurlandaþjóðirnar hafa af vinnubrögðum og stefnu íhalds- ins í menningarmálum, atvinnu- málum og öðrum hagsmunamál- um vinnandi stéttanna dregið þær ályktanir að ekki sé heppi- legt að fela því umsjá hinna þýð- ingarmestu valda í landinu. Þess vegna er það í minnihluta í bæj- arstjórnum höfuðborganna og á löggjafarþingum þessara þjóða. Og þó eru íhaldsflokkarnir á Norðurlöndum tvímælalaust frjálslyndari en Sjálfstæðis- flokkurinn hér og ekki jafn ó- ákveðnir og tvístígandi í afstöðu sinni til nazismans. Það má bezt marka með samanburði á skrif- um íhaldsblaðanna þar og Mbl. um einræðisstjórnirnar í naz- istalöndunum. Hverjum skynbærum manni hlýtur því að vera Ijóst, á hvern hátt okkur ber að fylgj a fordæmi Norðurlandaþj óðanna: Að koma íhaldinu í minnihluta í höfuðborg landsins, Reykjavík. Að koma íhaldinu í vonlausan minnihluta í landinu, svo að það geti aldrei myndað stjórn, nema unni að Deildartungu til frek- ari rannsókna. Þar sem vitað var um komu þeirra, var allt féð geymt á túnunum, svo þeir gætu skoðað það, og drepið af því eftir vild og þörfum til frekari rannsókna. Við þá rann- sókn komst rannsóknarstofn- unin helzt að þeirri niðurstöðu, að veikin mundi stafa af sér- staklega magnaðri ormasýk- ingu í fénu. Var þá mikið rætt um smitun frá heyi og högum, og hvernig hún yrði fyrirbyggð. Kom ýmislegt fram í þeim um- ræðum, meðal annars lagði einn dýralæknir landsins þá til að höfð yrðu hænsni til éta orm- ana úr högunum!! Þetta haust, og næsta vetur útbreiðist veikin nokkuð, og vorið 1936 mun hafa verið vitað um hana á rúmlega 30 bæjum. Haustið 1936 er enn margt fé dautt á afréttum, og þá hrynur fé niður í leitunum og réttunum að haustinu. Þá leggur enn ráðherra fyrir Rannsóknar- stofnun Háskólans að rannsaka veikina, og nú fær hún sér til aðstoðar Ásgeir Einarsson dýralækni, sem vann að þessum rannsóknum mikinn hluta vetr- arins 1936—37, Ásgeir Þ. Ólafs- son dýralækni, er vann að rannsóknum í Borgarfirðinum, og Guðmund Gíslason, sem að í samstarfi við annan stjórn- málaflokk. í bæjarstjórnarkosningunum 30. jan. gefst reykvískum kjós- endum tækifæri til að gera þetta hvorttveggja, því tapi íhaldið meirihlutanum í Reykjavík, get- ur það aldrei hér eftir orðið meirihlutaflokkur í landinu. T í m i n n tekur því ein- dregið undir áskorun Morgun- blaðsins: Reykvíkingar, fylgið fcrdæmi Norðurlandaþjóðanna, sem hefir treyst lýðræðið þar í sessi, eflt menninguna, svo hún er hvergi meiri annarsstaðar, og skapað alþýðunni betri kjör en í öðrum löndum. Fellið íhaldsmeirihlutann í bæjarstjórninni, svo Reykjavík verði ekki eina höfuðborgin á Norðurlöndum, sem stjórnað er af hugsjónasnauðu og framtaks- lausu afturhaldi. Þakkarávarp Þegar við undirrituð hjón urðum fyrir því hörmulega slysi næstliðið vor, að íbúðarhús okkar brann til kaldra kola á- samt mestöllum innanstokks- munum, matvælum o. fl., sýndu margir okkur svo mikla hjálp- semi í vandræðum okkar og húsnæðisleysi, bæði með fé- gjöfum og vinnuhjálp við nýja húsbyggingu, að við finnum okkur skylt að geta þess opin- berlega. Þannig höfum við þeg- ið slíka hjálp frá flestöllum heimilum í Staðarsveit, sumum stórkostlega og ennfremur frá nokkrum bæjum í Miklaholts- hreppi. — Þess skal sérstaklega getið, að Jón G. Sigurðsson fyrv. oddviti og bóndi í Hofgörðum, maður á áttræðisaldri, tókst á hendur umsjón alla og smíði húsbyggingarinnar gegn vægari borgun en hér tíðkast, þegar smiðir reyndust ófáanlegir. Höfum við nú komið upp nýju og vönduðu íbúðarhúsi í stað þess er við misstum og eigum það að þakka guði og góðum mönnum. Öllum þessum mönn- um viljum við votta hjartans þakkir og biðjum guð að launa velgjörðir þeirra. Bergsholti í Staðarsveit. Lúther Jónsson. Kristín Pétursdóttir. vísu er ekki dýralæknir, en hef- ir þó fengizt mikið við rann- sóknir á búfjársjúkdómum. Og nú er það fyrst, sem þessir lærðu menn komast á þá skoðun að hér sé ekki um venjulega lungnasjúkdóma í sauðfé að ræða. Eftir áramótin 1937 setti ráð- herrann svo nefnd til að gera tillögur um, hvað gera bæri til að verja því, að veikin breidd- ist frekar út. Sú nefnd lagði til að nokkrum mönnum yrði kennt að þekkja veikina. Til þess var haldið námskeið í Reykjavík, og mönnum þessum kennt á því að þekkja veikina og taka lungnasýnishorn og senda rannsóknarstofnuninni. í febrúar, marz og apríl veturinn 1937 framkvæmdu þeir svo al- almenna fjárskoðun til að reyna að fá ábyggilegar upplýsingar um veikina. Kom þá í ljós, að hún var orðin allmikið útbreidd i Borgarfirði og Húnavatnssýsl- um, en auk þess líka nokkuð í Dala-, Árness- og Strandasýsl- um. Nefndin lagði líka til, að Sigurði E. Hlíðar, sem er elztur að reynslu sem dýralæknir hér á landi, yrði gefinn kostur á að kynnast veikinni, með því að láta hann koma hingað suður landveg, og rannsaka útbreiðslu hennar á leið sinni, og að Ný bók | „Sæld og syndir“, sögur eftir Jakob Thorarensen. I Reykjavík 1937. Jakob Thorarensen er, sem i rithöfundur, of kunnur almenn- ingi til þess að ástæða sé til að fara um hann mörgum orðum, í kynningarskyni við lesendur. Hann hefir nú um fimmtung aldar verið eitt af höfuðljóð- skáldum vorum. Þó eru ljóð hans ekki að jafnaði á vörum fjöldans, svo sem ljóð sumra þeirra skálda, er léttast yrkja og lipurlegast. Ljóðlist J. Th. hefir ætíð krafizt íhygli af les- endum, og, að þeir gæfu sér stundartóm til umhugsunar gagnvart efni kvæðanna. Kvæði hans njóta sín vel mælt af munni fram yfir hálfnuðu tali tveggja manna, eða rólegum viðræðum þriggja, og þau seytla inn í vitund manns við alúðar- fullan lestur. Frábærileg orð og persónubundin framsetning orka því að almenningur verður ekki fyrir hópsefjun af þeirra völdum við einfaldan upplestur. Fyrir áratug síðan byrjuðu að birtast sögur eftir J. Th„ og ár- ið 1929 gefur hann út fyrsta smásögusafn sitt, „Fleygar stundir". Varð þá augljóst, að hér var á ferðinni eitt hiö merkasta skáldefni í smásagna- heimi bókmennta vorra, og eignaðist höf. þá samstundis jafn einstakan og hugleikinn reit í hugum ýmsra lesenda, og hann hafði áður átt sem ljóð- skáld. Er það athyglisvert þeg- ar þess er gætt, að þetta var honum algjör nýsköpun, svo og hitt, að í kvæðabókum hans var fengnar yrðu síðan tillögur allra dýralækna landsins um, hvað réttast væri að gera. Þetta var gert. Dýralæknarnir voru boð- aðir á fund hér í Reykjavík og þeir beðnir um tillögur sínar í málinu. Ekki voru þeir sammála um orsakir veikinnar. Sumir töldu hér ekki að ræða um nýja veiki, en aðrir álitu, að svo væri, eða þá að minnsta kosti um nýtt „form á gamalli veiki“. Aftur voru þeir allir sammála um að leggja til að reynt yrði að varna frekari útbreiðslu veik- innar með því bæði, að láta sjúkt fé vera sem mest sér — í girðingum — og varna fjársam- göngum milli þeirra héraða, sem veikin væri vitanlega kom- in í, og hinna, þar sem hennar hefði ekki orðið vart ennþá. Nefndin lcomst að raun um það, að hvert einasta nýtt sjúk- dómstilfelli, mátti rekja til fjár- samgangna við fé frá bæjum, sem veikin var komin á, og því þótti henni sýnt, að veikin væri smitandi. Henni virtist að eftir því, hvenær veikin kom í ljós á þessum og hinum bæjum, væri sýnt, að 6—8 mánuöir liðu frá því að kindin smitaðist og þang- að til færi að bera á veikinni. Ennfremur virtist nefndinni allar líkur benda til þess, að smitun ætti sér því nær ein- miklu rneira efni til úrvals og eftirlætis, heldur en kostur var á í þessari einu sagnabók. Næstliðið haust birtist önnur bók smásagna eftir J. Th„ „Sæld og syndir“. Hefir hún tvenna yfirburði yfir fyrri bók höf„ og má nú öruggt þykja, að honum verði auðunninn jafn óskoraður og sérstakur sess í huga lands- manna yfirleitt og hann á, á sviði kvæðagerðarinnar. Þeir yf- irburðir er síðari bókin hefir, eru mun fullkomnari og jafn- gengari tækni, — og að nánast fullkomlega er stillt í hóf þeirri öfgakenndu glettni, er svifti sumar hinar fyrri sögur full- komnum veruleikablæ. Bók þessi, sem er tæpar átta arkir að stærð, hefir að geyma sjö sögur, allar áður óprentað- ar. Sögurnar eru með ramís- lenzku en þó tildurslausu mál- bragði, og eru hver annari betri. Efni sagnanna er all óvenjulegt, og þó um leið mjög eðlilegt. Það er gengið beint og hiklaust til verks, og lítið um óþarfa útúr- dúra. í fyrstu sögunni, „Bréfi svar- að“, segir höf. á örfáum blað- síðum, sögu ungrar stúlku, er stendur andspænis örðugustu reynslustund síns misheppnaða lífs, — og hversu henni tekst að leysa vandræði sín á erfiðan og fórnfærandi hátt. í sögunni „Langferð inn í liðna tíð“, tekur höf. til meðferðar vandasamt og viðkvæmt efni. Það er lýs- ing á miðaldra manni, — og konu; og tilraun þeirra að bæta úr því misræmi er örlögin ófu inn í líf þeirra tveim áratugum áður. Fjáður borgari höfuð- staðarins tekst ferð á hendur norður í land til að fastna sér konu þá, er hann unni í æsku göngu stað í réttum og húsum, en að um smitun úti í högum væri lítið eða ekki að ræða. Vegna þessa lagði nefndin til, að fjársamgöngur væru hindr- aðar með vörzlum þar sem henni varð við komið, og girð- ingum samhliða vörzlu, þar sem ætla mátti að varzla ein yrði ekki nægjanleg. Um þetta samdi hún síðan uppkast að lögum um varnir gegn útbreiðslu veikinn- ar, sem síðan var flutt á Al- þingi og samþykkt að mestu ó- breytt. Jafnframt benti hún á það, hve nauðsynlegt það væri, að menn reyndu að haga sam- rekstrum fjárins svo, að sem minnst komi saman veikt fé og heilbrigt, og hafa menn mjög lagt sig fram um að gera það bæöi í vor, sem leið og þó alveg sérstaklega í haust, þar sem leitarsvæðum var víða öðru- vísi skipt til rétta en áður, með tilliti til þessa. Framkvæmdastjóri fyrir varn- arráðstafanir var ráðinn Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri eftir tillögum sameinaðra land- búnaðarnefnda beggja deilda Alþingis, en hver sýslunefnd skipaði honum til aðstoðar einn fulltrúa fyrir sýsluna, sem svo í samráði við Hákon, sá um ráð- stafanir þær, er gerðar voru. Um mæðiveikina Eftír Pál Zophóníasson Fordæmí Norðurlanda- þjóðanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.