Tíminn - 19.01.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.01.1938, Blaðsíða 4
14 TÍM INN Komandi ár Framhald, af 1. síSu. trúans stóð hið veika en byrj- andi fylgi verkamanna, fylgi Framsóknar og fylgi „þversum“- manna. Með því að sameina fylgi þessara þriggja flokka tókst að fella Knút Zimsen og þó með naumindum. Utan Reykjavíkur vann ég með báð- um bændaflokkunum sem á þingi runnu saman í Fram- sóknarflokkinn með góðum á- rangri. Þegar á þing kom beittu Heimastjórnarmenn Hannesi Hafstein við forsetakosningu í sameinuðu þingi, en hann féll með eins atkvæðis mun fyrir ,,þversum“-manninum Kristni Daníelssyni. Sigurður í Yzta- felli var af sömu mönnum kos- inn varaforseti. Þessi úrslit komu Heima- stjórnarmönnum mjög á óvart. Þeir höfðu búizt við fullum sigri, en sáu nú slagbrandi skotið fyrir dyrnar. En þeir tóku ósigrinum karlmannlega, og eftir nokkur átök bak við tjöldin, var ákveðið að mynda þriggja manna ráðuneyti, undir forustu leiðtoga stærsta flokks- ins. Jón Magnússon varð for- sætisráðherra og hafði dóms-, kennslu-, kirkju- og heilbrigðis- mál. Sigurður Jónsson varð at- vinnumálaráðherra með öll at- vinnu- og bankamál og Björn Kristjánsson varð fjármálaráð- herra. Heita mátti að þjóðin öll stæði á bak við þessa stjórn. ,,Langsum“ voru í einskonar andófi, en þeir voru nálega þýðingarlausir. Ef litið var á þessa stjórn og stuðning hennar, var ljóst að Framsóknarmenn höfðu mótað alla aðstöðuna. Þeir höfðu stað- ið fyrir allsherjarsamtökum merkari flokkanna móti Heima- stjórninni, og þeir höfðu stöðv- að einræði þess flokks. Þeir höfðu komið í ráðherrastöðu, og einmitt yfir þýðingar- mestu deildina, eins og mál- um var þá komið, einum af höfuðskörungum samvinnu- bændanna í landinu. Fulltrúi verkamanna var í nánu banda- lagi við Framsóknarflokkinn, og Sigurður í Yztafelli sinnti í því sem fleiru framsýnum kröfum verkamanna og samvinnu- manna, að útvega núver- andi eigendum lóðirnar und- ir Sambandshúsið og Alþýðu- húsið. Á sama hátt og í þessum byggingarmálum má rekj a þróun samvinnuhreyfingarinnar sem landsmálastefnu, og sjálfs- varnarsamtök verkamanna til stjórnarsamvinnunnar um Sig- urð Jónsson í Yztafelli. Hinir varanlegu ávextir flokkasamstarfsins 1917—1920 eru mjög miklir. Samningar, sem nálega öll þjóðin sam- þykkti, náðust við Dani um sambandsmálið. Hallgrímur Kristinsson flutti skrifstofu Sambandsins til Reykjavíkur veturinn 1917 og skapaði hina íslenzku samvinnuheildsölu á næstu missirunum. Á þingi átti Framsóknarflokkurinn megin- þátt í þeim starfsfriði, sem fenginn var og ekki varð án verið við lausn sambandsmáls- ins. En þýðingarmestu sérmál flokksins voru landsverzlunar- málið og viðreisn Landsbankans. Sigurður Jónsson tók við Landsverzlun í mikilli niður- lægingu og óáliti, sem von var, því að samkeppnismenn höfðu stofnað hana en vildu sem minnst þrengja að hag kaup- manna. Hinsvegar var yfirvof- andi neyð og voða dýrtíð, ef ekki var tekið djörfum tökum á málinu. Hin sterka og heil- brigða dómgreind Sigurðar Jónssonar, hin langa lífsreynsla hans og mikli samvinnuþroski gerði honum auðvelt að koma heilbrigðu skipulagi á þetta bjargráðafyrirtæki almennings. í bili var ungur kandidat, Héð- inn Valdimarsson, settur yfir fyrirtækið eftir ráðum okkar Jóns Árnasonar. En annað- hvort var hann ekki nógu stór fyrir Landsverzlunina eða Landsverzlunin of stór fyrir hann, og festa fékkst ekki í framkvæmdina fyr en settir voru þrír menn til stjórnar Landsverzlunar, þeir Hallgrím- ur Kristinsson, Magnús Krist- jánsson og Ágúst Flygenring. Varð Landsverzlunin undir þeirra stjórn sannarlegur bjarg- vættur íslendinga út úr neyð dýrtíðar og vöruskorts. Átökin um viðreisn Lands- bankans stóðu alla stjórnartíð Sigurðar Jónssonar, en áður en hann fór úr stjórn, hafði hann fengið þangað víðsýna og dug- andi menn í bankastjórastöður, sem síðan þá hafa stýrt þroska bankans frá eymd og niðurlæg- ingu og til þess að vera megin- afl og öryggi í fjármálastarf- semi landsins. Fulltrúi verka- manna kom í þessu máli til stuðnings Framsóknarmönnum frá vinstri, en nokkrir menn úr Heimastjórn og „þversum" frá hægri hlið. í báðum málunum hafði Framsóknarflokkurinn hina skapandi forustu, og þáði liðsstyrk þar sem hann var fá- anlegur. Framsóknarflokkurinn hafði einbeitt sér móti Heimastjórn- armönnum í kringum 1916, og stöðvað framrás þeirra og fullnaðarsigur. En eftir kosn- ingarnar var tekið upp við þá skynsamlegt samstarf. Sam- vinnan í ráðuneyti Jóns Magn- ússonar var sæmilega góð, Hver ráðherra hafði sína deild, og mótaði starfsemi hennar, en komu fram hinum nauðsynlegu dægurmálum sameiginlega. En flokksblöðin á báðar hendur héldu uppi sérmálum flokkanna. Mbl. og öll fylgiblöð þess héldu fast fram kaupmannastefnunni og gagnrýndu Framsóknar- stefnuna oft allóvægilega. Hið sama gerðu blöð Framsóknar- manna, Tíminn og Dagur. Þau vörðu mál samvinnumanna og snéru venjulega vörn i sókn. Á þessu samstarfstímabili Framsóknarmanna við tvo í- haldssama flokka, tókst Fram- sóknarmönnum að halda sæmi- legri samvinnu við nábúana, ljúka með þeim í félagi all- mörgum merkum málum, en jafnframt að koma merkum stefnumálum í framkvæmd með aðstoð til skiftis frá báðum hliðum. En jafnframt þessu óx flokkurinn og efldist stórlega að kjósenda- og þingmannatölu 1919. Skýringin á því hvers- vegna flokkurinn gat verið í pólitískri samvinnu við tvo í- haldssama flokka, sótt fram með merkileg stórmál, en þó safnað um sig áhuga- og þrótt- mönnum hvaðanæva af landinu, er í sjálfu sér einföld og auð- skilin. Sigurður Jónsson ráð- herra var sannur fulltrúi flokks- ins, og honum tryggur og heill í öllum hlutum. En í skjaldborg um ráðherrann stóð þingflokk- ur þrautreyndra samvinnu- manna og utanþingsmenn eins og Hallgrímur Kristinsson, Jón Árnason, og mikill fjöldi af á- hugamönnum ungmennafélag- anna. Þessir menn komu úr tveim áttum, með fangið fullt af skapandi hugsjónum, ann- arsvegar úr starfsemi sam- vinnufélaganna og hinsvegar frá ungmennafélögum. Og blöð- in Tíminn og Dagur sóttu og vörðu hugsjónir flokksins og studdu samherjana í hverri raun. Hin fyrsta ganga Framsókn- armanna inn í landsmálabar- áttuna var mikil og sigurvæn- leg. Þeir byggðu sterkan flokk. Þeir gerðu bandalag við hina veikari flokka móti hinum sterkasta og ólíkasta og stöðv- uðu framgang hans. En þegar |! þeim sigri var náð buðu þeir samstarf til beggja handa. Ann- arsvegar samkeppnisflokki Jóns Magnússonar, hinsvegar hinum byrjandi flokki verkamanna. Hér var barizt hvar sem með þurfti og saminn friður til hálfs eða fulls, þar sem þaö átti við. Siðan hélt Framsóknar- flokkurinn út á starfs- og bar- ! áttubrautina, og leysti hvert vandamálið af öðru. Stundum kom liðstyrkur frá hægri, stund- um frá vinstri. Framsóknar- menn brostu þá þegar til beggja hliða eftir því sem við átti. Þeir tóku upp hinar djörfustu hug- sjónir og í liðsveit þeirra safn- aðist hvaðanæva af landinu það lið, sem vaskast var og bezt fallið til starfa. Þannig var málum háttað er Sigurður Jónsson lét af ráð- herradómi fyrir Framsóknar- menn, snemma árs 1920. Framh. J. J. Aðalfundur míðstfórn- ar Framsóknarfl. (Frh. af 1. síðu.) Reykjavík og grennd eru (í þessari röð): Þórir Steinþórsson, Vigfús Guðmundsson, (nú gjaldkeri flokksins), Björn Konráðsson, Hannes Jónsson, Hallgrímur Jónasson, Eyjólfur Kolbeins, Gísli Jónsson, Björn Birnir. Þeir 20 miðstjórnarmenn, sem kosnir eru með búsetuskilyrði í einstökuin kjördæmum hafa enga varamenn á aðalfundi. Verkefni aðalfundar eru m. a. kosning formanns, ritara og gjaldkera, en þessir trúnaðar- menn eru kosnir til eins árs í senn. En auk þess mun aðal- fundurinn taka til meðferðar þýðingarmikil og vandasöm mál, sem fyrir liggja til úr- lausnar á Alþingi því, er sett verður sama dag og miðstjórn- arfundurinn hefst. Reykjavík. Sími 1249. Niðursuðuverksmi&ja, Reykfaús. Jörð tíl sölu Jörðin Brattsholt í Stokks- eyrarhreppi er til sölu og ábúð- ar á komandi vori. Semja ber við undirritaðan. Egill Gr. Thorarensen, Sigtúnum. Kolaverziun SIGURÐAR ÓLAESSONAR Símn.: Kol Reykjavík Sími 1938 Símnefni: Sláturfélag. Bjúgnagerð. Frystlhús. Jörðin Fell i Biskupstungum, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er nýlegt timburhús, túnið að mestu slétt, engjar og beit fremur góð, þjóðvegurinn neðan við túnið og simi á næsta bæ. Semja ber við skólanefnd hreppsins, sem einnig gefur nánari upplýsingar. Þorsteínn Sígurösson Vatnsleysu. Ritstjóri: Gísli Guffmundsson. Prentsm. Edda h.f. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Nlðursofflff kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fyrst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frá Mjólhurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Bifreiða- tryggingar S Sími 1700 mig, sem framtíðar stefnumið í þessu máli. Sumir vilja láta halda áfram að starfa að þessum málum eins og gert hefir verið: Hafa varn- arlínur og varna fjársamgöngum milli þeirra svæða, sem veikin er á og hinna, sem hún er ekki komin á enn. Þeir benda rétti- lega á það, að varnirnar verði léttari í ár en í fyrra. Stroku- féð, sem slapp yfir línurnar í fyrra sé nú dautt, en frá því hafi hættan verið mest. Þeir benda ennfremur á, að líkur séu nokkrar til þess, að lækning finnist við veikinni, og verið geti, að leið finnist til þess, að gera féð ónæmt fyrir veikinni með bólusetningu. Og takist það, þá sé öllu óhætt. Móti mælir aftur það, að kostnaðurinn við þessa leið er mikill, og því meiri, sem lengra líður. Þó það kunni að nægja nú að veita 300 þúsund kr. fjárhagsaðstoð til þeirra bænda, sem mest hafa misst í af tekjum sínum, vegna fækkunar á bú- stofninum, þá verða þeir fleiri 1939, sem þá aðstoð þurfa, og þá nægir sú upphæð ekki. Og enn fleiri verða þeir 1940 o. s. frv. Öll von þeirra manna, sem fara vilja þessa leið byggist því á því, að lækning finnist við veikinni, eða þá öllu heldur bólusetning, svo féð verði ó- næmt fyrir henni. Hvað fram- tíðin hér kann að bera í skauti sínu veit enginn. Því verður ekki neitað, að það hefir tekizt að lækna kindur, en lækning virðist enn ekki örugg, og um það hvort hægt verður að bólusetja móti veikinni og gera féð þannig ónæmt fyrir henni, getur enginn sagt nú. Þeir sem því vilja fara þessa leið, sigla á veikri von, sem kannske rætist og kannske ekki. Þá eru aðrir, sem vilja láta hafa fjárskipti, þ. e. drepa allt fé á hinu sýkta svæffi, og flytja aftur inn á þaff fé af heilbrigðu svæffi. Með því móti mætti út- rýma mæðiveikinni úr landinu. Vafi hefir leikið á þvi hvort það fé, sem flutt væri inn á svæðið mundi aftur smitast úr högun- um eða húsunum, og til að fá skorið úr því, var í haust haft fjárskipti á Heggstaðanesinu í Húnavatnssýslu. Jafnframt hef- ir heilbrigðu fé verið sleppt á lítið afgirt land, strax og veikt fé, sem búið var að vera á því lengi, var af því tekið, það haft þar nokkra daga, og síðan aftur tekið og ekki látið hafa sam- gang við sjúkt fé. Fyrst í vetur og vor fæst því skorið úr því, hvort fé getur smitazt af hög- um, sem sjúkt fé hefir gengið á, en fyrirfram verður það að teljast mjög svo ólíklegt, enda engin dæmi, sem benda í þá átt. ÖU smitun virðist hafa verið milli kinda, eða beint frá kind til kindar, án nokkurrar milli- leiðar eða milliliða. Fjárskipti má gera á fleiri vegu. Þau má framkvæma á einu hausti. Þó er mjög erfitt að vera búinn að gera allt það svæði, sem veikin er á, sauð- laust það snemma að hausti, að tími vinnist til að koma aftur á það öðru fé áður en tíð spill- ist og fjárflutningar verða ó- mögulegir eða mjög erfiðir. Fjárskipti má líka framkvæma á fleiri árum, og þá á vissum svæðum hvert ár. Yrði þá byrj- að á jaðrasvæðunum og hið sýkta svæði þannig smáminnk- að. Hætt er við að það mundi mæta mikilli mótspyrnu frá mörgum, að drepa t. d. næsta haust allt fé milli Héraðsvatna og Blöndu, þar sem veikin nú er ekki komin í ljós, nema á fá- um bæjum. Þó yrði það að gerast, væri þessi leið farin. En þegar bændur athuga það, sem framundan er, ef ekkert er gert, þá er ótrúlegt að þeir stæðu mikið á móti slíkri ráðstöfun. Til að létta varnirnar gæti líka vel komið til mála, væri þessi leið farin, að hafa fjárlaus belti milli heilbrigðra svæða og sýktra, sumarið áður en fjár- skiptin væru gerð. Það bæði gæfi öryggi um það, að veikin ekki rétt áður en drepið væri niður, gæti borizt yfir marklín- una, og svo komið þar upp síð- ar, og það sparaði fé, sem þá mætti verja til fj árskiptanna, en þau verða ekki gerð nema með beinum og þó enn meira ó- beinum stuðningi ríkisvaldsins. Ég hygg, að eina leiðin til að losna við veikina úr stofninum, sé fjárskiptaleiðin, og hana ber að athuga mjög vel. Þá eru sumir, sem telja allar varnir vitleysu og óþarfar. — Sumir segja, aff veikin sé þegar um allt land. Það sé því heimska að vera að berjast við varnir við t. d. Héraðsvötn, þegar veikin sé í Eyjafirði og kannske líka í Skagafirði austan Vatna. Þetta ætti að vera rökrétt afleiðing og eðlileg afstaða þeirra manna, sem halda að hér sé um sjúk- dóm að ræða, sem sé um land allt. Þó eru ýmsir þeirra, sem það halda, fylgjandi vörnum, af hverju sem það kemur. Aðrir halda að varnirnar geti aldrei aftrað því að veikin fari um land allt, en þeir búast við því, að í fjárstofninum séu ein- staklingar, sem séu ómóttæki- legir fyrir veikina. Þessir ein- staklingar lifi hana af, og af þeim verði siðan að ala upp framtíðarstofninn. Þeir sem þessu halda fram, benda á, að þar sem veikin hefir verið, hef- ir það komið greinilega í ljós, að fjárættirnar eru misnæmar fyrir henni. Bóndi, sem átti margt fé, og vissi urn ætt hverrar kindar, hefir á þrem ár- urn misst um 90% af því fé, sem var út af einum ákveðnum hrút, en ekki nema innan við 10% af því, sem var út af öðrum, og mætti það benda á misjafnan næmleika fyrir veikinni. Svipuð dæmi eru allmörg. Af þessum dæmum, og svo því, að tiltölulega lítið hefir drepizt á þeim bæjum, sem veikin er búin að vera lengst á, í haust og vetur (en þar er farið 60— 90% af fénu), draga þeir menn, sem vilja láta veikina flæða yf- ir, þá ályktun að féð drepist aldrei allt úr henni, og það sem eftir lifi eigi að mynda framtíð- arstofninn, það sé ónæmt eða lítið næmt fyrir veikinni. En það yrði dýrt, að láta veik- ina hreinsa þannig úr. Af þeim 600000 sauðkindum sem nú eru í landinu, mætti ætla að 50000— 100000 kynnu að lifa eftir. Hitt færi. Og erfitt yrði að veita þá fjárhagsaðstoð, sem þyrfti til þess að menn gætu haldið bú- um sínum, og flosnuðu ekki frá þeim. Ég hygg því, að það væri misráðið, ef veikinni væri þann- ig lofað að leika lausum hala. Ég hygg að Alþingi það, sem saman á að koma nú eftir 6 vikur, verði að taka afstöðu um framtíðarstefnu í málinu. Því eftir henni fer, hvað gera á í vor. Þess vegna hreyfi ég þessu nú, og bið menn að hugleiða, hvort réttara sé, að skipta um fjárstofn og útrýma veikinni, eða að reyna að hefta útbrelðslu hennar, og hjálpa með fjár- framlögum þeim, sem svo hart verða úti af völdum hennar, að þeir ella flosna frá búum sín- um, eða að láta veikina eiga sig, í trúleysi á það, að hún verði stöðvuð, og von um að eftir lifi fé, sem sé ónæmt fyrir henni, og af megi ala framtiðarstofn- inn. Mér þætti vænt um að heyra álit bænda á þessum þrem stefnum. Þær eru mis- dýrar fyrir rikissjóðinn, og mis- jafnar fyrir þá. Og væntanlega kynna þing- menn þeirra héraða, sem veikin nú er í, sér skoðanir manna og viðhorf gagnvart veikinni, í kjördæmunum, áður en tekin verður upp framtiðarstefnan. Reykjavík 2. janúar 1938. Páll Zóphóníasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.