Tíminn - 24.02.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.02.1938, Blaðsíða 4
34 TÍM INN sérplægni frú Þórhildar í þessu margþætta hjúkrunarstarfi seint rómað um of. Síðasta haustið, sem séra Guttormur lifði, veiktist hann af illkynj- aðri kvefpest, og var hann jafn- an fársjúkur úr því til bana- dægurs og oft rænulaus. Má nærri geta, hvílík feikna raun það hefir verið að stunda hanri allan þennan tíma. Mun frú Þóxhildur hafa notið ágætrar aðstoðar Benedikts sonar síns í þessari lokabaráttu. Er séra Guttormur andaðist, hafði hjónaband þeirra frú Þórhildar staðið í nær 60 ár, enda voru þá á lífi 44 afkom- endur þeirra. II. Höfuðstörf æfi sinnar leysti séra Guttormur af hendi í Stöðvarfirði. Þessi litla út- kjálkasveit naut lengst starfs- krafta þessa andlega höfðingja. Hann var Stöðvfirðingum and- legur leiðtogi meðan hans naut við, vitinn á hafi trúmálanna, sem þeir stýrðu eftir í meira en aldar þriðjung, huggari þeirra og ráðunautur á raunastund- unum, fræðari þeirra í hvers- konar menntun og hrókur alls fagnaðar í veizlum og á mann- fundum. Þeir Stöðfirðingar, sem orðnir eru miðaldra og eldri, hafa þvi ástæðu til að minnast séra Gutt- orms með þakklæti og aðdáun, og þeir gera það líka. Fyrst og fremst minnast þeir hans sem prests. Eins og þegar hefir verið að vikið, var séra Guttormi ann- að hugstæðara en að verða prestur. „Auðvitað þótti mér vænt um guðfræðina“, sagði hann eitt sinn við mig, „en ég blátt áfram elskaði málfræð- ina!“ Þrátt fyrir þetta má fullyrða, að hann hafi verið með beztu prestum síns tíma. Hann var gæddur mælsku í ákaflega ríkum mæli, og hugmyndaauðgi hans yfirgnæfandi. Hann var framúr- skarandi góður íslenzkumaður, og voru því ræður hans á hreinu og þróttmiklu máli. Þar við bættist það, að hann flutti ræð- ur sínar með eldlegum ákafa og krafti. Enda munu menn, sem til þekkja minnast hans, sem eins hins áhrifamesta predikara, allan siðasta mannsaldur verið í hröðum uppgangi. í hreppn- um eru aðeins 12 búendur, en 7 þeirra greiða eignarskatt. Kaupfélag Króksfjarðar er verzlun þessara tveggja sveita. Enginn skuldar því og það skuld- ar engum. Það mun vera- bezt stæða kaupfélagið á öllu land- inu. Á árinu 1936 þurfti enginn í Geiradalshreppi að leita fá- tækraframfæris. Skáldið virðist hafa ferðazt um þessar sveitir með lokuð augu, því úrskurðar það; „.... jörðin í skuld, búið í skuld, hvergi lánstraust .... ekkert undirlendi, engar samgöngur, grjót niður í sjó.“ Það eina, sem skáldið sér, er „armingjar, með steingerðu hugmyndakerfi auð- valdsins". í upphafi greinarinnar talar skáldið um það, að hvarvetna blasi við tortíming þeirra verð- mæta, sem gerðu sveitirnar að burðarstoð menningar áður. Áð- ur er nokkuð víðtækt orð og ekki gott að vita, hvenær þessi miklu, nú tortímdu verðmæti voru til, að dómi skáldsins, enda getur hann ekki um það, hver þau hafi verið. Ég held, að það bezta verð- mæjá, sem sveitirnar hafa nokkru sinni átt, eigi þær enn. Það eru greindir atorkumenn og konur, drenglundað fólk, í þess orðs beztu merkingu. Ýms rit Laxness benda í þá er þeir hafa á hlýtt. Sérstaklega er til þess tekið hvað tækifæris- ræður hans voru oft ljómandi af mælsku og spámannlegum mætti. Honum var í brjóst bor- in inngróin þekking á sálarlífi manna, ekki sízt ungmenna og barna. Það sýndi sig líka áþreifan- lega, að menn höfðu trú á hon- um sem kennara, því margir urðu’til þess að koma efnilegum piltum til hans, og fá hann til að búa þá undir skóla. Eru margir af lærisveinum hans meðal hinna nafnkunnustu manna, sem íslendingar hafa átt. Má t. d. nefna: Geir T. Zoéga rektor, Finn Jónsson pró- fessor og Jón Jensson yfirdóm- ara, af þeim, sem látnir eru. Af núlifandi mönnum má nefna: Einar Benediktsson skáld, Jó- hannes Sigfússon, menntaskóla- kennara, Þorstein Gíslason, rit- stjóra og skáld, Björgvin Vigfús- son, fyrv. sýslumann, Stefán Björnsson prófast á Eskifirði og doktor Stefán Einarsson, auk margra annara þekktra manna og óþekktra. Séra Guttormur var ágætlega menntaður maður, og gegnir furðu, hvað vel hann hélt við þekkingu sinni og hversu mikið hann jók hana, þegar tekið er tillit til þess, hvað erfiðar aðstæðurnar voru. Hann var ágætur sögumaður og unni af alhuga fornnorræn- um fræðum. Eins og minnst hef- ir verið á, var hann íslenzku- maður ágætur. Hann talaði, skrifaði og kenndi fagurt, lifandi og hreint mál. Var honum mikið áhuga- mál að glæða skilning almenn- ings á fögru og hreinu máli. T. d. má geta þess, að hann þver- neitaði að skíra börn nöfnum, sem honum þóttu afkáraleg og smekklaus, Þá 'sætti það undr- um hvað hin íslenzka tunga varð auðug og frjó í munni hans og hve fljótur og markviss hann var að nafngreina hverskonar hugtök. Eitt sinn, er hann kom á heimili foreldra minna, sá hann hanga spjald á veggnum, og á því stóðu orðin: „Kunst bringer Gunst“. „Snilli færir hylli", sagði hann óðara. Þekking séra Guttorms á er- átt, að hann hati sveitafólk, og enginn íslenzkur rithöfundur hefir ritaö jafn ljótar lýsingar á íslenzku sveitalífi sem hann, og hann hefir látið þýða þær á er- lend mál. Það er með þetta eins og sumt annaö, sem áður var út- lendur iðnaður, en nú er orðinn íslenzkur. Áður fyrr voru það Blefken o. fl., sem framleiddu sögur ís- lendingum til háðungar, en sér og sínum til framfæris. Nú er „Sjálfstætt fólk“ selt á erlend- um markaði. En svo er önnur hlið á þessu máli. Ýmsir sem í kaupstöðum og sjávarþorpunum hafa sótt eftir lýðfylgi, hafa á óheillavænlegan hátt lokkað fólk úr sveitunum til kaupstaðanna og hvatt það til að gerast „öreigar", því nú er fínt að vera öreigi og atvinnu- laus og talið rétt fyrir fíleflda karlmenn að lifa á sveitarfram- færi, þótt nógar vistir bjóðist í sveit, því að þar er ekki greitt taxtakaup. Ennþá hefir þó ekki verið lagt út í það, að banna bændum að vinna að búskapn- um, af því að arðurinn gefi þeim ekki taxtakaup. Það er látið nægja, að þekktasti rithöfundur landsins og einn skæðasti áróð- ursmaður kommúnista lýsi því yfir i víðlesinni grein, að þeir virðist vera geðbilaðir. En skáldið kveður Barðstrend- inga ekki án þess að benda á það, hvernig á því stendur, að hann hefir allt illt á hornum sér, er lendum málum var mjög góð, en langbeztur mun hann hafa ver- ið í latínunni, talaði hann hana og ritaði sem sitt móðurmál. Telja þeir, sem þekkingu hafa á þeim málum, að fáir eða engir af samtímamönnum hans, hafi staðið honum þar á sporði, enda unni hann latínunni, sem aug- um í höfði sér. Og eftir að hann var blindur orðinn var það hans mesta yndi, ef lesið var fyrir hann í latneskum bókum, mun það helzt hafa verið Vigfús son- ur hans, sem það gerði. Jafnvel fáum mánuðum fyrir dauða sinn, þá mjög veikur, sagði hann við Vigfús, er var hjá hon- um í heimsókn: „Æ, lestu nú fyrir mig dálítið í Seneca!“ Upphaflega mun séra Gutt- ormur ekki hafa verið mikið lakari í grísku og las hana allmikið á fyrstu prestsskapar- árum sínum. En þegar hann flutti frá Svalbarði að Stöð, sendi hann dálítið af flutningi með skipi, sem átti að koma honum til Djúpavogs. En skipið lét í haf, án þess að koma þang- að, og komst flutningurinn ekki til skila fyr en árið eftir. Var hann þá mikið skemmdur og allar hinar grísku bækur séra Guttorms ónýtar. Varð þetta til þess, að hann las grískuna lítið eða ekkert eftir að hann kom að Stöð. Þá var séra Guttormur ágæt- ur í norðurlandamálum og þýzku, og las auk þess hrukku- laust ensku, frönsku og jafnvel fleiri tungumál. Framburði hans á þessum málum hefir vafalaust verið ábótavant, eins og eðlilegt var um mann er aldrei sigldi; er og vert að athuga það, að tungumálakennslan var ekki, á skólaárum séra Guttorms, neitt í líkingu við það, sem hún nú er í hinum æðri skólum vorum, og mun hann hafa mest af eigin rammleik kynnst hinum nýrri málum. Séra Guttormur var laglega skáldmæltur, og fékkst töluvert við ljóðaþýðingar, sérstaklega á tímabili. Hafði hann mikið yndi af þessu og var afar vandvirkur og nákvæmur í þessu efni; enda bera þær þýðingar hans, sem ég hefi séð þess ljósan vott. Lítið mun hafa birzt af þessu á hann minnist þeirra. Skáldið hefir hvergi rekið sig á komm- únistiskan hugsunarhátt né samyrkjubú að rússneskri fyrir- mynd. Þess vegna er allt einskis virði. Því fer betur, að yfir húgsun- arhætti Barðstrendinga grúfir ekkert örvæntingarmyrkur. Þeir halda enn við lífsskoðun feðra sinna og breyta eftir reglunni: Bú es betra, þótt búkot sé. Halur es heima hver. Þótt tveir geitu eigi og taugreftan sal. Þat es þó betra en bæn. Þeir eru minnugir Stephans G. Stephanssonar og vita það, að mestur þroski fæst með því að vinna hörðum höndum ár og eindaga, og eru glaðir og reifir, unz sinn blða bana. Skáldið Sig- urður á Arnarvatni kann betur en Laxness að meta íslenzka bændamenningu. Hann kveður: En alið af orku og dyggðum í íslenzkum háfjallabyggðum, býr manndómsins skírasta skart. Þar lifir hann, kjörsonur fjallanna, frjáls, þar flekkar ei hetjuna okbeygður háls, né hugur með hálfstýfðum fjöðrum og háður og bundinn af öðrum. En samt lýsir Laxness þessum hugsunarhætti skemmtilega í gerfi gamals manns og hjá ung- mey, er hann hittir í Skálavík. prenti, nema fáein kvæði í „Óðni“ endur og eins. Þá mun hann einnig hafa þýtt nokkur alllöng leikrit, og hafa tvö þeirra verið leikin hér á Stöðvarfirði: „Förin til lindarinnar“ og „Fólk- ið í húsinu“, sem bæði eru létt og fyndin alþýðuleikrit. III. Séra Guttormur var með lægri mönnum á vöxt, en ekki ýkja grannvaxinn. Hann var ljós á hár og skegg, fríður sýnum, ennið hátt og hvelft, nefið beint, kinnarnar rjóðar og svipurinn allur bjartur og höfðinglegur. Skein vingjarnleiki og Ijúf- mennska úr svipnum. Hann var glæsilegur fulltrúi liðinnar prestakynslóðar, sem, í krafti yfirburða sinna yfir fjöld- ann, brá upp kyndlum þekking- arinnar í sveitum íslands, og var þannig merkisberi og vegvísandi þeirrar menntunar og menn- ingar, er síðari tímar hafa skap- að. Vegna þessa, fyrst og fremst, á séra Guttormur heimtingu á, að honum sé vottuð virðing og þökk, er hann er liðinn, og bæði þessvegna og margs annars, ber honum þessi grafskrift allra beztu sona íslands: Deyr fé deyja frændr, deyr sjálfr et sama, en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Vinur. Utan úr heimi (Frh. af 1. síðu.) fram fjölþætt menntunar- og verzlunarviðskipti, og ef til ó- friðar kæmi á milli stórveld- anna, væri þetta samband nógu sterkt til þess að vernda hlut- leysi smáríkjanna, sem að því stæðu. Teodoras Bieliackinos. NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim sem óska. Gunnar Guðmundsson, Laugaveg 42. Pósthólf 551 Sími 4563. — Reykjavík. Hún fer sínar leiðir, ríður taum- laust, slær upp á nárann, kippir sér hvorki upp við storm né regn og hatar athafnaleysi og fyrir- lítur þá, sem gefast upp í lífs- baráttunni af tómum erlendum hj átrúarkreddum. Barðstrenzkir bændur vita vel að margt þarf umbóta við, en þeir muna, að við þeirra kjör hafa forfeðurnir megnað að við- halda lífvænlegum kynstofni, þróttmikilli þjóð. Þeim dettur því ekki í hug að leggja árar í bát, segja sig til sveitar og heimta allt af öðrum. Þeir vita og hafa sýnt með framförum síðustu ára, að á traustum velli er vænlegast að berjast fyr- ir skipulegum þjóðfélagsumbót- um. Öll okkar þjóðfélagsvandræöi nú á tímum stafa frá fólki, sem gálauslega hefir yfirgefið sveit- irnar. Þetta veit Laxness líka, og hann lítur ekki á allt með rang- hvolfdum augum. Hann lítur landgæði Snæfellsness réttu auga. Væri mikils um vert, ef hann vildi framvegis beita sín- um beitta geiri meira til fram- gangs nýju landnámi og hvetja menn til að leggja nokkuð í söl- urnar fyrir hugsjónir sínar. — Hans yrði lengi minnzt, ef hann kæmi upp blómlegri samvinnu- byggð á Snæfellsnesinu og tæki þingsætið af vini sínum, sem heldur því nú. I Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Niðursu&uverhsmiðja. Reykbús. Bjúgnayerð. Frystihás. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fyrst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútlma- kröfum. Ostar oy smjör frá Mjólhurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Bíðjið kauptnann yðar um B. B. mnnntóbakð Fœst allsstaðar. Prjónavélar Husqvarna- prjónavélar eru viðurkend- ar iyriv gœði Þó er verðið ótrúiega lágt Samband ísl. samvinnuiélaga REYSIÐ J. GEUNO’S ágæta hoUenzka reyktóbak TBBDi AROMATISCHER SHAG kostar.kr. 1.15 7™ kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1.25-- Fæst í ölhtm verzlunum. Ágæt herbergi * til leigu á Hverfisgötu 32 yfir ^~Allt með Islenskum skipam! lengri eða skemmri tíma. Hent- Prentsmiðjan EDDA h.f. ugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454 Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.