Tíminn - 03.03.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár.
Á valdatíma íhaldsins 1924—
27 efldist Pi’amsóknarflokkur-
inn mjög við kyrrstæða við-
leitni stjórnarflokksins. Og eftir
kosningarnar 1927 var mikill
samhugur meðal andstæðinga
ihaldsins, að hefja skipulega
framfarabaráttu.
Pramsóknarfl. stóð þá
fyrir stjórnarframkvæmdum
sem Alþýðuflokkurinn studdi.
Þá var komið frá vinstri hlið
inn á götuna miðja. Stórfelld
umbótamál voru leyst í land-
búnaði, fiskveiðum, verzlun,
bankamálum, samgöngum, lög-
gæzlu og réttarfari og ekki sízt
í uppeldis og heilbrigðismálum.
Undir forustu Pramsóknar-
flokksins gekk yfir landið á-
hrifamesta framfarabylgja, sem
þjóðin hefir þekkt.
Alþýðuflokkurinn gerði ekki
kröfur um þjóðnýtingu, heldur
um almennar framfarir á borg-
aralegum grundvelli. Alþýðu-
flokkurinn óx að fylgi og áliti
á þessum árum meir en nokk-
urntíma endranær, Hin fasta
og fjölþætta umbótapólitík
hugnaðist verkamönnum ekki
siður en bændum til sjávar og
sveita.
En eftir því sem fjórir helztu
leiðtogar verkamannaflokksins
hafa tjáð mér síðar, undu þeir
ekki þessu samstatfi nema í tvö
ár eða til 1929. Árið 1930 kom
garnadeilan í Reykjavík, þar
sem leiðtogar verkamanna
beittu byltingarkenndu ofbeldi
við Sambandið. Sást á því máli
að úti var um gott nábýli við
verkamannaflokkinn í bili.
Helzt er svo að sjá, að tveir
stjórnræðisflokkar á íslandi
geti ekki haldið góðu samstarfi
í meirahluta aðstöðu nema
stutta stund — árabil í einu. Á
þeim tíma leysa flokkarnir sam-
an þau verkefni, sem þeim er
báðum hentugt að hafa sam-
starf um. En jafnframt safnast
fyrir hjá báðum mál, sem þeir
eru ósammála um, en geta ef til
vill ráðið fram úr með gömlum
andstöðuflokki.
Þetta kom fyrir Alþýðuflokk-
inn 1931. Hann taldi sig þurfa
að breyta kjördæmaskipuninni
og gat ekki fengið Framsóknar-
menn til þess. Þá kastar Al-
þýðuflokkurinn sér til hægri
handar og hefir samstarf við í-
haldsmenn um það mál frá
1931—34. Hin pólitíska afstaða
á þessum árum var mjög sér-
kennileg. Sósíalistar höfðu op-
inbert og leynt bandalag við
ihaldið um að brjóta á bak aft-
ur vilja Framsóknarmanna í
kjördæmamálinu. En á yfir-
borðinu var Framsóknarflokk-
urinn í stjórnarsamvinnu við í-
haldið frá 1932—34, en á þann
hátt að íhaldið og sócíalistar
höfðu saman hið raunverulega
vald.
Stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar
stóð I tvö ár. Hún er eina nið-
urlægingartímabil Pramsóknar-
flokksins. Þau ár voru fyrir
Framsóknarmenn það sama og
herleiðingin til Babýlonar fyrir
Gyðinga. Eftir eitt ár voru
(Frh. á 4. síOu.)
874 þús.
Hér fer á eftir ræða sú, er
Eysteinn Jónsson fjáiinálaráð-
herra flutti á Alþingi í sl. viku,
við 1. umræðu fjárlaganna:
Samkvæmt venju mun ég nú
við 1. umræðu fjárlagafrum-
varpsins fyrir árið 1939, gefa
yfirlit yfir afkomu ársins, sem
leið. Verður í því sambandi að
hafa sama fyrirvara og áður, að
tölur þær, sem reiknað er með,
kunna að breytast nokkuð við
endanlegan frágang reikninga,
en óhætt er að treysta því, að
þær breytingar verða ekki veru-
legar, eins og reynzla undanfar-
inna ára gefur glögglega til
kynna.
Ég mun þá fyrst lesa rekstrar-
yfirlit ríkissjóðs fyrir árið 1937,
þvínæst yfirlit um eignabreyt-
ingar, og að lokum yfirlit yfir
skuldir ríkissjóðs í ársbyrjun og
árslok, ásamt skýringum, sem
snerta endanlega fjárhagsaf-
komu ársins. (Sbr. rekstursyfir-
lit og yfirlit um eignabreytingar
á öðrum stað i blaðinu).
Heildarupphœð
shatta oy tolla
Eins og rekstraryfirlitið ber
með sér, þá hefir árið 1937 orðið
allmiklu betra tekjuár fyrir
ríkissjóð en árið 1936. Má full-
yrða, að tekjur rikissjóðs hafa
reynzt eins og búizt var við.
Heildartekjur á rekstrarreikn-
ingi hafa reynzt um 18 milljón-
ir króna, en voru áætiaðar tæp-
ar 16 millj. kr., og hafa því far-
ið 2 millj. kr. fram úr áætlun.
Að vísu nemur það því allveru-
legri fjárhæð, sem tekjurnar
hafa farið fram úr áætlun, en
þó sízt meiri en oft áður, þótt
hin síðari ár hafi að þessu leyti
ekki reynzt eins vel og stundum
áður. —
Tekjur af sköttum og tollum
hafa orðið um 13,860 millj. kr.,
en voru áætlaðar kr. 12,6 millj.
Tekjur umfram áætlun hafa
því á þessum lið numið kr. 1,26
millj. kr., eða réttum 10% áætl-
aðra skatt- og tolltekna. Er það
í raun og veru ekki meira en
telja verður alveg nauðsynlegt
ef tekjur ríkissjóðs eiga að heita
varlega áætlaðar. Heildartekjur
rikissjóðs af sköttum og tollum
árið 1936 námu kr. 12,338 millj.,
eða því nær sömu fjárhæð og
áætlaðar voru tekjur ríkissjóðs
1937 af þessum liðum. Hafa því
skatt- og tolltekjurnar reynzt
nú rúmlega 10% hærri en 1936.
Helztu tekjuliíiir um-
fram oy undir áœtlun
Um einstaka liði er þess helzt
að geta, að aðflutningsgjöldin
bera uppi þá hækkun, sem orð-
ið hefir. Verðtollurinn hefir orð-
ið 378 þús. kr. hærri en áætlað
var, tóbakstollur um 290 þús. kr.
hærri, og áfengistollurinn 226
þús. kr. umfram áætlun. Þá
hefir útflutningsgjald einnig
farið kr. 220 þús. fram úr áætl-
un. Þetta er allt eðlileg afleið-
ing af auknu inn- og út-
flutningsverðmæti, sem aftur
Rvík, fimmtud. 3. marz 1938
kr. tekjuaígangur
Skuldir ríkisins hafa
lækkað um 1 millfón
Þessl niðurstaða hefir náðzt, Jirátt fyrir
ssajög miklar, óvæntar umframgreiðslui*
vegna fjárpestarinnar og stóraukið vega-
viðhald, m. a. vegna nýrra þjóðvega.
Síóimerkar athuganír um gjaldeyrismál og
arðbærar framkvæmdír á síðustu 13 árum
Ey»t»imi Jóneeoo, fjármáikráðhemi,
stafar aðallega af þeirri verð-
hækkun, *em oi'ðið heflr er-
lendis á árlnu, og nánar mun
drepið á í sambandi við við-
skiptin við útlönd. Aftur á móti
hafa aðrir skattar litlð farlö
fram út áætlun. Tekju- og
eignaskattur og hátekjuskatt-
ur hafa ekki náð þeirri upphæð,
sem til var ætlazt, enda eru þeir
skattar miðaðir við tekjur
manna árið 1936, sem var yfir-
leitt rýrara tekjuár en árið 1937.
Tekfur ríkisstofnana
Tekjur af ríkisstofnunum hafa
farið hlutfallslega meira fram
úr áætlun en tekjur af tollum
og sköttum. Hefir svo oft verið,
enda þær tekjur varlegar áætl-
aðar í fjárlögunum en aðrar
tekjur. Samtals hafa þessar
tekjur farið 860 þús. kr. fram úr
áætlun. Munar þar mest um
umframtekjur áfengisverzlun-
arinnar, kr. 600 þús. Þá hafa
viðtækjaverzlunin og ríkisút-
varpið gefið 100 þús. kr. meiri
tekjur en búizt var við, og tó-
bakseinkasalan hagnazt kr. 84
þús. meira en áætlað var. Allar
hafa ríkisstofnanirnar nema
landssmiðjan gert heldur betur
en að skila í ríkissjóð áætlunar-
upphæð fjárlaganna.
Verður að telja, að ekki sé
nein ástæða tll óánægju yfir
tekjum ársins 1937, og vll ég þá
jafnframt taka það fram, að
þetta er í raun og veru eina ár-
ið, af þeim þremur heilu árum,
sem núverandi stjórn hefir far-
ið með völd, sem tekjurnar hafa
reynst fyllllega eins og Alþingl
og ríkisstjórn hafði gert ráð
fyrir við frágang fjárlaga og
skattalaga.
Heildarupphœð
ríkisútgfaldanna
Eins og rekstraryfirlitið ber
með sér, þá hafa útgjöld ríkls-
sjóðs á rekstrarreikningl farlð
töluvert fram úr áætlun, eða um
2,3 milljón kr. Eru það hærrl
umframgreiðslur en á áTlnu
1936. Þá voru umframgreiðslur
um 1, 53 millj. króna. Hinsveg-
ar hafa umframgreiðslur síð-
asta árs orðið því nær jafnar
umframgreiðslum ársins 1935,
Gjöld ársins 1937 hafa farið
nálægt 15y2% fram úr áætlun
ársins, 1936 nálægt 10y2% og
1935 um 16%, allt miðað >ið á-
ætlun fjárlaganna og endan-
áríð 1937
lega niðurstöðu útgjalda á
rekstrarreikningi. Ef þessar um-
framgreiðslur eru síðan bornar
saman við umframgreiðslur
undanfarinna ára, kemur i
Ijós, að þótt hér sé um verulegar
fjárhæðir að ræða, eru þær mun
lægi'i en áður hefir tíðkast yf-
irleitt, og enda þótt umfram-
greiðslurnar 1937 séu um 15y2%
miðað við áætlun fjárlaganna,
þá eru það samt hlutfallslega
minnstu umframgreiðslur, sem
orðið hafa undanfarin 12 ár,
þegar frá er talið árið 1936.
Þá skulu hér taldar helztu
umframgreiðslur 1937.
Helztu umfram-
greiðslur
Vaxtagreiðslur hafa reynzt um
230 þús. kr. hærri en fjárlög
gerðu ráð fyrir, og eru þær lítið
eitt hærri en þær voru 1936.
Ástæðan til þessarar hækkunar
er fyrst og fremst sú, aö þótt
skuldir ríkissjóðs hafi farið
lækkandi á árinu, eins og siðar
mun á drepið, þá gengur breyt-
ingin á skuldum rikissjóðs í þá
átt, að föstu lánin lækka, en
lausaskuldir hafa hækkað, og
vextir af þeim eru nokkru hærri
en af hinum föstu lánum.
Vaxtagreiðslurnar hafa því far-
ið lítið eitt hækkandi, miðað
við Landsreikn. 1936, en ástæð-
an til þess að sjálf umfram-
greiðslan nemur þessari fjár-
hæð, er sú, að þegar fjárlögin
fyrir árið 1937 voru undirbúin,
snemma á árinu 1936, var gert
ráð fyrir meiri skuldalækkun
1936 og 1937 en raun hefir á
orðið.
Stjórnariöggjafur-
og löggœzlukostnuSur
9. gr. fjárlaganna, alþingis-
kostnaður, hefir farið fram úr
áætlun um liðlega 100 þús. kr.
Stafar það af því, að Alþingi
kom saman tvisvar árið 1937, og
hlaut þvi kostnaðurinn að verða
meiri en fjárlög ráðgerðu. Sam-
anlögð útgjöld á 10. gr., vegna
stjórnarráðsins, hagstofunnar
og utanríkismála, hafa aðeins
farið 16 þús. kr. fram úr áætl-
un. Er sú upphæð svo lág í sam-
anburði við íjárveitinguna, að
ég sé ekki ástæðu til að fara
frekar orðum um hana. — Um-
framgreiðslur á 11. gr. A og B
hafa orðið 220 þús. kr. Eru þar
margir liðir, sem hver um
sig hafa farið nokkuö fram úr.
Skrlfstofukostnaður tollstjórans
í Reykjavik, tollgæzla, landhelg-
isgæzla og ýmsir aðrir smærri
liðir. Sé ég ekki ástæðu til að
rekja þá sérstaklega, þar sem
þeir eru margir, en ekki háar
umframgreiðslur á hverjum um
sig.
Heilbrigðismál
Þá kem ég að 12. gr. fjárlag-
anna, fjárveitingum til heil-
brigðismála. Umframgreiðslur
hafa orðið 236 þús. kr., sem er
all veruleg fjárhæð, og veldur
rekstur sjúkrahúsanna hækk-
(Frh. d 2. 8l0u.)
10. tbl.
Uían úr heimi
Edouard Herriot er einn af
frægustu stjórnmálamönnum
Frakka. Honum svipar á
ýmsan hátt til Lloyd George.
Hann er ræðumaður með af-
brigðum, tilfinningamaður mik-
ill og’ ágætur rithöfundur.
Framgangan er fjörleg og að-
laðandi. Enginn franskur
stjórnmálamaður getur jafn
auðveldlega heillað og hrifið á-
heyrendur sína og Herriot.
Herriot er fæddur 1872. Hann
lagði stund á bókmenntir og
fagurfræði og varð síðar kenn-
ari í þeim greinum. En brátt
hófust afskipti hans af stjórn-
málum og tóku upp mestan
tíma hans. En hann hefir þó
aldrei lagt bókmenntirnar alveg
á hilluna. í hjáverkum sínum
hefir hann skrifað bækur um
Beethoven og Chopin, Nor-
mandí, rússnesk stjórnmál 0. s.
frv. Hann er mjög elskur að
hljómlist.
Herriot er uppalinn og bú-
settur í Lyon. Það er oft sagt að
París sé höfuðborg Frakklands,
en Lyon höfuðborg lýðveldisins.
Þetta hefir fullkomlega við rök
að styðjast. í París hafa oft
risið og rísa nú hæst þær
stefnur, sem granda vilja lýð-
veldinu. Það nægir að nefna
Bouianger sem dæmi frá fyrri
tímum. Nú eiga kommúnisminn
og fasisminn sínar sterkustu
rætur i París. En allar þessar
hræringar frá París á móti lýð-
veldinu hafa beðið ósigur fyrir
mótstöðunni utan af landinu.
Þar hefir miðflokkurinn, sósial-
radikali flokkurinn, sínar
traustu rætur. Með réttu má
nefna Lyon háborg hans.
Herriot hefir opt verið nefnd-
ur hlnn ókrýndi konungur I
Lyon. Stj órnmálaf erill hans
hófst með þátttöku i bæjarmál-
unum þar. Hann varð fljótlega
foringi radikalaflokksins í bæn-
um og jafnframt borgarstjóri.
Því starfi hefir hann gegnt
jafnan síðan, nema þegar hann
hefir verið ráðherra. Undir
stjórn hans hefir Lyon orðið
fyrirmynd franskra borga í fé-
lagslegum umbótum. Hinn
skapandi stórhugur Herriots
hefir hrint hverju stórvirkinu á
fætur öðru í framkvæmd.
En Lyon ein nægði Herriot
ekki. Hann varð þingmaður
1912 og eftir skamma þingsetu
var hann orðinn einn af helztu
foringjum radikalaflokksins.
1916—17 var hann verkamála-
ráðherra í striðsráðuneyti Bri-
ands. Undir forystu hans vann
sósíal-radikali flokkurinn sinn
glæsilegasta sigur I kosningun-
um 1924. Herriot varð forsætis-
og utanríkismálaráðherra. Hann
var ákafur stuðningsmaður
Þjóðabandalagsins, vildi efla
vináttuna við Breta og taka upp
vinsamlega sambúð við Þjóð-
verja. í innanlandsmálum varð
hann svo afkastasamur að auð-
kýfingarnir, sem áttu Frakk-
landsbanka, sáu þann kost
vænstan að fella hann eftir eins
árs stjórn. Hann varð forsætis-
ráðherra aftur 1926 en aðeins i
einn dag. En sá dagur var þýð-
ingarmikill, því Herriot lét
(Frh. á 4. siöu.)