Tíminn - 03.03.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.03.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 37 uðum samkvæmt þessu, kr. 160 þús. Kostnaðurinn, sem færður er á rekstrarreikning ríkissjóðs nemur þvi kr. 402.500.00. En 160 þús. kr. verða færðar sem eign ríkissjóðs hjá hlutaðeig- andi héruðum. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að hefja innheimtu þessara upphæða, og verður að óreyndu gengið út frá, að þau héruð, sem enn hafa eigi orðið fyrir barðinu á vágesti þessum, greiði fúslega sinn hluta af kostnaði við varnirnar. Verður hann að teljast mjög léttbær, miðað við gagn það, sem þegar hefir af þeim orðið. Tal- ið er, að tekizt hafi að stöðva framrás veikinnar við hinar yztu varnarlínur, a. m. k. norð- an- og sunnanlands. Þá hefir verið gerð ítarleg grein fyrir umframgreiðslum ársins 1937. Sézt þá, að þær eru með tvennu móti: Annarsveg- ar vegna óumflýjanlegrar verð- hækkunar, svo sem aukinn rekstrarkostnaður sjúkrahús- anna og strandferðaskipa rík- issjóðs, og hinsvegar kostnaður vegna ráðstafana, sem engan óraði fyrir að til framkvæmda kæmu, þegar fjárlög ársins voru samin og samþykkt, t. d. kostnaður vegna sauðfjárveik- innar og gengisfalls lírunnar. Mér þykir í þessu sambandi rétt að vekja athygli á því, að um- mæli ýmsra háttvirtra alþingis- manna, er þeir hafa viðhaft bæði utan þings og innan, að umframgreiðslur ríkissjóðs stöf- uðu aðallega af greiðslu hærri launa en Alþingi gerði ráð fyrir með fjárveitingum eru gjörsam- lega villandi og röng, eins og samanburðurinn hér að framan hefir glögglega sýnt. Hitt er annað mál, að útaf ber um ein- stök atriði í því efni og þurfa samtök á Alþingi að eflast sem mest til þess að skapa aðhald í þeim málum. TeUjuafgangurinn Samkvæmt rekstrarreikningi er gert ráð fyrir kr. 874.000,00 rekstrarafgangi árið 1937, og er það að vísu um 170 þús. kr. minna en fjárlög ráðgerðu. En þrátt fyrir það er þetta hag- stæðasta rekstursniðurstaða, sem orðið hefir um mörg ár. Ber sérstaklega að minnast í því sambandi hinna mörgu óhappa, sem ríkissjóður hefir orðið fyrir. Nægir að benda á, að ef ekki hefðu orðið töp vegna gengis- fallsins á Ítalíu og ekki þurft að leggja fram fé vegna mæðiveik- innar, myndi rekstrarafgangur- lnn hafa orðið um 1,4 millj. króna, eða allmiklu hærri en ráðgert var í fjárlögunum. Ilíiiisshultlirnar Ef við athugum þá þessu næst reikning þann um eignahreyf- ingar, sem ég las hér áðan, þá sjáum við að ca. 390 þús. kr. vantar til þess að allar afborg- anir af föstum lánum ríkissjóðs séu greiddar af tekjum ársins, — án þess að nokkur ný lántaka færi fram. Afborganir af þeim skuldum, sem ríkissjóður stend- ur sjálfur straum af, nema kr. 1,35 millj. og af þeim lánum ríkisins, sem aðrar stofnanir greiða ca. 420 þús. kr. Fastar afborganir af öllum ríkislánum nema því nál. 1780 milj. kr. Ættu því skuldir ríkisins að hafalækk- að á árinu um ca. 1.400 millj. kr., ef ekki kæmu fleiri kurl til graf- ar. En í því sambandi ber þess að geta, að ríkissjóður hefir greitt nokkrar upphæðir, sem ekki eiga heima meðal útgjalda í rekstrarreikningi og ekki held- ur í yfirliti því um eignahreyf- ingar, er ég las upp. Þessar greiðslur snerta viðskiptareikn- inga ríkissjóðs og ýmsra stofn- ana. Ber fyrst að telja hækkun á varasjóðum ríkisstofnana kr. 114 þús. kr., þá bráðabirgðalán og greiddar ábyrgðir 122 þús. kr., og að lokum hluta héraða af mæðiveikiskostnaði 160 þús. kr. Samtals nema þessar greiðsl- ur 396 þús. kr. Niöurstaðan verð- ur því sú, að þessi viðskipti hafa þyngt á ríkissjóði um 390 þús. kr. á árinu 1937, og verða þess valdandi að skuldir ríkis- ins á árinu 1937 hafa eigi lækk- að um 1.400 þús. heldur rétt um 1 milljón króna eins og skal nánar rakið í yfirliti um breyt- ingar á skuldum ríkissjóðs ár- ið 1937, og yfirliti um skuldirn- ar í ársbyrjun og árslok. Skuldaupphæðirnar eru mið- aðar við 31. desember 1936 og 1937. Getur orðið lítilsháttar breyting á lausaskuldum við endanlegan frágang landsreikn- ingsins, en ekki ætti það að muna neinu verulegu. SUuldalœhhunin á sl. ári Samkvæmt þessu yfirliti hafa þær skuldir, sem ríkissjóður stendur sjálfur straum af lækk- ar um kr. 565 þús., og kemur það heim við þær tölur, sem að framan hafa verið nefndar um rekstrarafkomu og aðrar út- og innborganir. Þá hafa skuldir ríkisins, sem aðrir greiða af verið lækkaðar um 423 þúsund. ' Heildarniðurstaðan er því sú, eins og áður segir, að skuldir ríkisins hafa lækkað á árinu um kr. 988 þús., eða nálega 1 millj. kr. Eins og skuldayfirlitið ber greinilega með sér, þá hefir orðið nokkur breyting á skuld- unum að öðru leyti. Lausaskuld- ir hafa hækkað um ca. 730 þús., en lækkunin öll orðið á föstum lánum. Skuld ríkissjóðs við Landsbankann þ. 31. des. 1937 hefir þó hækkað nokkru meira en þessari fjárhæð nemur, og er það vegna þess að lausaskuld við landhelgissjóð hefir lækkað á móti. Hagur ríkisins hefir töluvert batnað á árinu 1937, þrátt fyrir óvænt óhöpp, þar sem skuldir hafa lækkað um ca. 1 milljón króna. Einnig hafa eignir nokk- uð vaxið, þótt ekki verði gerð grein fyrir því hér sérstaklega. Ýmislegt hefir verið um það rætt af háttvirtum andstæðing- um, að ríkisssjóður hafi aukið skuldir sínar við Landsbankann, og það eitt út af fyrir sig talið bera vott um erfiða afkomu. Það væri að vísu æskilegast, eins og ég hefi margsinnis bent á, að unnt væri að greiða samn- ingsbundnar afborganir af skuldum rikissjóðs án þess að taka lán í því skyni. En þótt þetta sé hið æskilega, þá verða menn að gera sér það vel ljóst, að á þessu eru miklir erf- iðleikar, þar sem afborganir af öllum skuldum ríkisins nema um 1.780 millj. króna árlega. Ef þetta tækist svaraði það til þess að allar skuldir ríkisins , væru greiddar á 27 árum. í fjár- , lögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að þetta geti tekizt. Reynslan á eftir að leiða í ljós, hvort það tekst, en fróðlegt er í því sambandi að gefa því gaum, að ef ríkissjóður hefði ekki ekki orðið fyrir hinum ó- væntu óhöppum síðastliðið ár, af völdum mæðiveiki og gengis- falls lírunnar, þá hefði tekist að lækka skuldirnar um 1.670 millj. króna. Það er rétt, að Lands- bankinn á erfitt með að sjá ríkissjóði fyrir lánum til þess að greiða niður aðrar skuldir. Alþingi hefir því heimilað ríkis- stjórninni samkv. tillögu henn- ar að taka innanlands allt að 3 millj. króna lán. Mun ríkis- stjórnin reyna að notfæra sér þessa heimild, þótt það muni að sjálfsögðu verða gert á eigi skemmri tíma enn 3 árum. FjtírlagafrumvarpiS fyrir áriS 1939 Fjárlagafrumvarp það fyrir árið 1939, sem hér liggur fyrir til 1. umræðu, er nálega eins að efni og fjárlög yfirstandandi árs, sem afgreidd voru rétt fyr- ir áramótin og sé ég því ekki ástæðu til langra skýringa á því. Engin ástæða var til verulegra breytinga. Ef við athugum þetta frumvarp og fjárlög yfirstand- andi árs í sambandi við niður- stöður ársins 1937, þá sjáum við, að allar tekjur reyndust ár- ið 1937 kr. 18 millj., en eru áætl- aðar 17.4 millj. í fjárlagafrv. fj'rir 1939 og fjárlögum yfir- standandi árs. Hafa þær því reynzt 600 þús. kr. meiri en áætlað er í frumvarpinu. Nú ber þess að geta, að nýrra tekna var aflað á síðasta þingi, sem ætla má að nemi 1,5 millj. kr. Verður því að álíta tekjuáætlun fjárlagafrv. og fjárlaga yfir- standandi árs sæmilega varlega. En þess verður að gæta vel að verðlag er lækkandi frá því sem var á síðastliðnu ári og tel ég því að öllu samanlögðu á engan hátt hægt að tefla á tæp- ara vað um áætlun tekna og gjalda en gert er í frumvarpinu eins og það er nú. Það verður ávalt að gera ráð fyrir ófyrir- sjáanlegum útgjöldum, þótt reyna verði eftir megni að standa gegn þeim. Það er því ekki unnt að bæta neinum veru- legum útgjöldum á frumvarp þetta til fjárlaga ef varleg á að vera afgreiðsla þess. V erzlunarj öfnu&urinn á árinu 1937 Þá mun ég fara nokkrum orð- um um viðskiptin við útlönd og gjaldeyrisverzlunina 1937. Ég hefi að vísu utan þings gert all- nákvæma grein fyrir þessum málum. Geri ég ráð fyrir að háttvirtir alþingismenn hafi kynnt sér þessa greinargerð þótt hún væri ekki ætluð Al- þingi sérstaklega og verð því stuttorðari en ella. Útflutningur siðastliðið ár nam samkvæmt bráöabirgða- skýrslum hagstofunnar, kr. 58,8 millj. kr. eða rúmlega 10 millj. kr. meiru en 1936. Innflutning- ur nam samkvæmt sömu heim- ildum, 51,6 millj. kr., en árið 1936 kr. 41,6 millj. Lætur því nærri, að bæði út- og innflutn- ingur hafi hækkað um 10 millj. kr. síðastliðið ár. Viðskipta- jöfnuður var hagstæður um 7,2 millj. kr. Þessi innflutnings- hækkun á ekki rætur að rekj a til þess, að slakað hafi verið á inn- flutningshöftunum, heldur ná- lega eingöngu til hækkaðs verð- lags og farmgjalda. Einnig til aukinna verksmiðjubygginga og aukinnar síldarútgerðar. Er þetta hagstæðasti verzlun- arjöfnuður, sem náðst hefir síð- an árið 1932. Ekki hefir tekizt að afla full- kominna skýrslna um hinar svokölluðu „duldu greiðslur“, en talið hefir verið, og til þess bendir óneitanlega margt, að verzlunarjöfnuðurinn hafi und- anfarin ár þurft að vera hag- stæður um allt að 6 millj. kr., til þess að skuldir þjóðarinnar við útlönd eigi færi vaxandi. En þá eru ekki meðtaldar afborg- anir af föstum lánum, og ef enginn innflutningur lánsfjár ætti sér stað, þyrfti verzlunar- jöfnuðurinn að vera hagstæöur um töluvert hærri fjárhæð ef gjaldeyrisverzlunin ætti að geta gengið án erfiðleika. Þegar tekið er tillit til þess, að árið 1937 var nokkur innflutningur erlends lánsfjár til landsins, þótt hann væri með minnsta móti, ætti ekki vafi á því að leika, aö greiðslujöfnuður hefði náðst á síðastliðnu ári ef ekki hefðu komið til greina alveg sérstak- ar ástæður. En eins og alkunn- ugt er, hafa erfiðleikar gjald- eyrisverzlunarinnar verið mjög miklir árið 1937 og eru enn mjög tilfinnanlegir. Hafa menn al- mennt varla gért sér grein fyrir hvernig á þessu stendur, þar sem verzlunarjöfnuðurinn er hagstæðari en áður hefir verið. Eins og ég gat um í yfirliti því um gjaldeyrisverzlunina, sem ég áðan vitnaði til, stafa erfið- leikarnir á þessu ári aðallega af því, að vörusalan til þeirra landa, sem ekki greiða okkur í frjálsum gjaldeyri, hefir orðið ca. 2 milljónum króna meiri á borganir og vextir árlega 8.2 millj. kr. og mun þó fremur van- talið, þar sem mjög er hæpið, að Hagstofan hafi fengið upp- lýsingar um öll smærri lán ein- staklinga. Þetta er hærri fjár- hæð en þurft hefir að greiða undanfarin ár og kemur það til af því, að nú bætist við afborgun af Sogsláninu, og ýmsum öðrum lánum. Er enginn efi á því, að hallinn á „duldu greiðslunum“ fer vaxandi. Ég hefi falið Hag- stofunni rannsókn á þessu. Nið- urstöðutölur liggja þó ekki fyrir ennþá, en mér virðist allt benda til þess, að hallinn á duldu greiðslunum muni nema allt að 10 millj. kr., ef afborganirnar af árinu en vörukaup okkar hjá föstum lánum eru taldar með. þessum þjóðum, og sú fjárhæð af útflutningsverðmæti því ekki verið greidd til landsins á árinu. Þar við bætist svo, að skuldir bankanna voru í árslok heldur lægri en um næstu áramót þar á undan, vegna minnkaðra fisk- birgða. Þetta eru höfuðástæð- urnar fyrir því, að þótt verzlun- arjöfnuður sl. árs væri með bezta móti, hefir gjaldeyris- verzlunin gengið mjög örðug- lega. „Duldar greiðslur“ 1938 Samkvæmt yfirliti, sem hag- stofan hefir gert um afborganir og vexti á yfirstandandi ári, af föstum, erlendum lánum ríkis- sjóðs, banka, sveitar- og bæjar- félaga og einstaklinga, nema af- borganir kr. 4.7 millj. og vextir kr. 3.5 millj., eða samtals af- Ef verzlunarjöfnuðurinn væri hagstæður um 10 millj. kr„ myndu skuldir þjóðarinnar við útlönd, þá að sjálfsögðu lækka verulega, eða sem svaraði föst- um afborgunum. Ef enginn inn- flutningur lánsfjár á sér stað, þyrfti verzlunarjöfnuðurinn því væntanlega í framtíðinni að vera hagstæður um ca. 10 mill- jónir, til þess að erfiðleikar gjaldeyrisverzlunarinnar færu ekki vaxandi. Hitt er annað mál, hvort kleyft er að ná slíkri nið- urstöðu að óbreyttu ástandi fiskverzlunarinnar og með því að leggja annað eins fjármagn í uppbyggingu iðnaðarins og gert hefir verið undanfarin ár. Eins og stendur er mjög þungt fyrir fæti í þessum málum, og a. m. k. ekki minni ástæða til að framkvæma innflutningshöftin stranglega enn verið hefir und- anfarið. Meðaliítflutiimgui* þriggja síðustu ára er, vegua lokunar saltfisksmarkaJlaima, O millj. kr. lægri að meJlaltali á ári en næstu 10 ár á undan. Þrátt fyrir það er verzlunarjöfnucS- urinn hagstæður um 5.3 millj. kr. að meíSal- tali síllustu árin, en ekki nema inn 2.5 millj. kr. fvrri 10 árin. Um nokkur undanfarin ár hefir þjóðin átt við mikla gjald- eyriserfiðleika að stríða og er ekki um annað meira rætt manna á milli en þau vandræði. í raun og veru hafa þessir erfið- leikar stöðugt gert vart við sig síðan 1931, þótt fyrst þrengdi verulega að eftir 1934. Þá hefir einnig verið rætt töluvert um á- stæðurnar fyrir þessum erfið- leikum. Sökum þess, að áríðandi er fyrir þjóðina alla að gera sér ljósa grein fyrir því á hvaða leið hún er í þessu efni, og ennfrem- ur vegna þess, að nauðsynlegt er fyrir þá, sem viðskipti eiga við okkur, að eiga aðgang að upp- lýsingum um þessi mál, vil ég með nokkrum orðum leitast við að gera fyllri grein en áður hefir verið gerð fyrir þróun síðustu 10 —20 ára. Lohun saltfishs- marhaðanna Það verður að líta svo á, að alger tímamót hafi orðið í verzlun okkar og viðskiptum, þegar Spánn og Ítalía lokuðu að miklu leyti mörkuðum sínum fyrir íslenzkum saltfiski. Árið 1934 er síðasta árið, sem nokkurn veginn eðlileg viðskipti áttu sér stað við þessi lönd, og hið nýja tímabil í utanríkis- verzlun okkar hefst því með ár- inu 1935. Árið 1934 seldum við til Ítalíu 16725 tonn af verkuð- um og óverkuðum saltfiski. Síð- astliðið ár seldum við þangað 7576 tonn. Árið 1934 seldum við til Spánar 18589 tonn, og var það þó miklu minna en oft áður, en síðastliðið ár seldum við þangað 578 tonn. Árið 1934 seldum við til Portúgal 19546 tonn, en síðastliðið ár 12330 tn. Árið 1934 seldum við til annarra landa samtals 9551 tonn, en árið 1937 17896 tonn. Við samanburð þessara talna verður ljöst, að aukning útflutningsins til ann- arra landa en Suðurlandanna þriggja, nemur aðeins ríflega þeirri tonnatö'lu, sem lækkað hefir útflutningurinn til Portu- gal. Nærri lætur því, að útflutn- ingslækkunin til Spánar og ít- alíu, ca. 27 þús. tonn, hafi orðið án nokkurrar hækkunar á móti. Nemur lækkunin nærri því heildarfiskafla ársins 1937. Það eru því engar ýkjur, þótt því sé haldið fram, að við þetta hafi skapazt nýtt tímabil í viðskipt- um okkar við aðrar þjóðir. Nær því um sama leyti bættist hér við, að Þjóðverjar, ein af aðal- viðskiptaþjóðum íslands, hætti að greiða fyrir útflutningsvörur með frjálsum gjaldeyri, en greiddi í þess stað með vörum. Meðal inn- og útflutn- ingur 1925-34 og 1935-37 Til þess að fá sem gleggst yfirlit yfir heildarafkomu þjóð- arinnar fyrir og eftir þessa at- burði, hefi ég gert samanburð á meðalinnflutningi og meðalút- flutningi næstu 10 árin fyrir 1935 annarsvegar, og hinsvegar þau 3 ár, sem liðin eru síðan markaðslokanirnar hófust fyrir alvöru. Meðaiútflutningur ár- anna 1925—34 að báðum árum meðtöldum, hefir samkvæmt Hagstofuskýrslum orðið kr. 59.9 millj. kr., en meðalinnflutningur sömu ára 57.4 millj. kr. Hefir því verzl.jöfnuðurinn þetta tímabil verið hagstæður um 2.5 millj. kr. árlega að meðaltali. Ef við tökum síðan árin 1935—37, þá hefir útflutningur orðið að meðaltali 52 millj. kr. og innflutningur 46.7 millj. Hefir því viðskiptajöfnuð- ur orðið hagstæður um 5,3 millj. kr. að meðaltali þessi 3 ár. Meðal útflutningur seinna tímabilið hefir því orðið nálega 8 millj. kr. lægri á ári en fyrra tímabilið. Þrátt fyrir það liefir verzlunar- jöfnuðurinn orðið að meðaltali meir en helmingi hagstæðari, eða 5.3 millj. árlega á móti 2.5 millj. árlega. Nú kannast allir við það, að á siðara tímabilinu hafa verið miklu meiri gj aldeyriserfiðleikar en á hinu fyrra, en af þessum tölum, sem hér hafa verið birtar, sézt það mjög greinilega, að erf- iðleikar gj aldeyrisverzlunarinn- ar síðustu árin umfram það, er áöur var, staða ekki -af því, að verzlunarjöfnuður hafi verið ó- hagstæðari en áður. Hann hefir þvert á móti verið verulegum mun hagstæðari. Það liggur í augum uppi, að þar sem verzl- unarjöfnuðurinn var ekki að meðaltali árin 1925—34 hag- stæður um meira en 2.5 millj. kr., þá hlyti að hafa oxðið geysileg- ur skortur á gjaldeyri á þeim árum, ef ekki hefði átt sér stað mjög verulegur innflutningur lánsfjár. Nú er kunnugt að mjög hefir verið dregið úr erlendum lántök- um undanfarin ár. Hér hefir því gerzt tvennt í senn, meðalút- flutningur lækkað um 8 milljónir og innflutningur erlends láns- fjár minnkað á sama tíma svo stórkostlega, að erfiðleikar gj aldeyrisverzlunarinnar exu af þeim ástæðum miklu meiri síð- ara tímabilið með ríflega helm- ingi hagstæðari verzlunarjöfn- uð að meðaltali en árin 1925— 1934. Síðustu þrjú ár liefir, samkvæmt skýrsl- um Hagstofunnar, verið lagt eins mikið í ný iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki og samtals næstu 10 árin á undan. Yfirfærsiuörðugleik- arnir eiga rót sína að rekja til lokunar salt- fisksmarkaðanna, innflutnings erlends láns- fjár á síðari árum og Mnnar stórkostlegu aukningar arðbærra fyrirtækja síðustu 3 ár. Þegar fyrirtæki eða einstak- lingar gera sér grein fyrir fjár- hag sínum, þá er ekki venjan að líta einungis á aðra hliðina, skuldahliðina, heldur eru þá jafnframt athuguð þau verð- mæti, sem aflað hefir verið. Ég hefi oft um það hugsað, að fyrir þyrftu að liggja skýrslur um það, hve mikill hluti innflutningsins færi í raunverulega eyðslu þjóðarinnar og hve mikið til þess að skapa eignir og verðmæti, og þá alveg sérstaklega hve mikið væri notað til þess að skapa arð- gæfar eignir. Um þetta hafa engar skýi'slur legið fyrir, en menn hafa haft það „á tilfinn- komast, að á síðustu árum væri meira lagt í ný frirtæki af ýmsu tægi en áður hefði verið gert. Hefi ég þi-áfaldlega bent á það, þegar ég hefi birt skýrslur um innflutning til landsins, að sí- vaxandi hluti af gjaldeyrinum hefir farið til kaupa á vélum og byggingarefni, vegna nýrra fyr- irtækj a. Ég hefi farið fram á það við Hagstofuna, að hún semdi yfir- lit um öll þau iðnaðar- og fram- leiðslufyrirtæki, sem sett hafa verið á stofn hér á landi síðast- liðinn hálfan annan áratug, og fengi þá jafnframt upplýsingar um, hvenær í þau hefði verið ingunni,“ ef svo mætti að orði ráðizt og hver hefði verið stofn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.