Tíminn - 03.03.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1938, Blaðsíða 4
38 TÍM INK Aðvörun. Að gefuu tftlefni eru ftnnflytjendur liér með alvarlega varaðlr við því, að gera ráðstafanir til innkaupa á erlendum vörum, nema þeir hafi áður tryggt sér gjaldeyris- og iiwflutningsleyfi. Vegna erfiðs gjaldeyrisástands geta menn ekki búizt við að leyfisveiting- um á þessu ári verði liagað á sama hátt og t. d. síðastliðið ár, oggeta þess vegna ekki gert áætlanir um innkaup frá útlöndum eftir fyrri reynslu. Þeir, sem ekki taka ofangreínda að- vörun til greina, mega búast við, að þeir verði látnir sæta ábyrgð, samkv. gjaldeyrislögunum. Reykjavík, 23. febrúar 1938. GJALDEYRIS- OG INNFLUTNINGSNEFND. kostnaður þeirra. Hagstofan hef- ir nú samlð þetta yfirlit og mun ég birta hér nokkrar niðurstöðu- tölur til fróðleiks. Að sjálfsögðu eru skýrslur þessar ekki alveg tæmandi, en skekkjur ekki svo verulegar, að dómi þeirra sem að þeim hafa unnið, að heildar- myndin geti raskast. f skýrsluna eru tekin öll iðnaðarfyrirtæki, hvort sem þau vinna úr innlendu eða erlendu efni, og framleiðslu- fyrirtæki, ennfremur aflstöðvar þær, sem byggðar hafa verið, og eru það þó nær eingöngu raf- stöðvar. Aftur á móti hafa ekki verið teknar með neinar almenn ar framkvæmdir, sem ekki geta beinlínis talizt arðgæfar; heldur ekki íbúðarhúsabyggingar, jarð- ræktarframkvæmdir eða fram- kvæmdir á einstökum heimilum, í sveitum eða við sjó. Yfirlit þetta nær frá 1920—1937. Þar sem ég mun hinsvegar nota yfir- litið til þess að sýna þróunina í þessum efnum, sömu árin og ég hefi rætt hér um að framan, mun ég aðeins taka hér árin 1925—1937. Tek ég þá fyrst árin 1925—34, en það eru 10 árin næstu á undan lokun fiskmark- aðanna. Hefir stofnkostnaður þeirra fyrirtækja, sem áður eru nefnd, orðið þau ár, sem hér segir: Árið 1925 . .. . kr. 1270.1 þús. — 1926 . ... — 830.0 — — 1927 . ... — 704.5 — — 1928 . ... — 2897.8 — — 1929 . ... 1970.0 — — 1930 . ... — 3936.5 — — 1931 . ... — 1566.2 — — 1932 . ... — 1617.6 — — 1933 . ... — 2184.5 — — 1934 . * 2932.5 — eða samtals kr. 19909.7 þús. Séu síðan tekin árin 1935—37, verður niðurstaðan þessi: Árið 1935 ........ kr. 8024.3 þús. — .1936 ..........— 5281.5 — — 1937 ...........— 6546.6 — Samtals kr. 19852.4 þús. Samkvæmt þessu kemur í ljós, að á síðustu þrem árunum hefir verið varið til allskonar nýrra fyrirtækja, t. d. síldarverk- smiðja, mjólkurstöðva, frysti- húsa, lifrarbræðsla, og síðast en ekki sízt rafveita, nærri því jafn mikilli f járhæð samtals og varið hafði verið til slikra fyrirtækja samtals næstu 10 árin á undan, eða að meðaltali á ári um 6.6 millj. síðustu 3 árin, á móti tæp- um 2 milljónum að meðaltali næstu 10 árin á undan. Þetta sýnir það greinilega,, er raunar var vitað áður, þótt það lægi ekki fyrir skjallega, að þrátt fyrir um 10 millj. kr. lægri með- alinnflutning síðustu 3 árin en næstu 10 ár á undan, þá hefir margfalt hærri upphæð af inn- flutningnum verið varið til arð- beTandi fyrirtækja. Kemur þá þá fyrir gjaldeyriserfiðleikunum, greinilega í ljós ein ástæðan enn þar sem mikill hluti þessara fyr- irtækja er stofnsettur án erlends lánsfjár, en sum með stuttum, erlendum lánum. Undanfarin 3 ár hefir hér gerzt allt i senn, að innflutningur erlends lánsfjár hefir minnkað stórkostlega frá því sem verið hafði síðustu 10 ár- in, að útflutningurinn hafði lækkað um 8 míllj. kr. að meðal- tali á ári frá þvi, sem hann hafði verið næstu 10 ár á undan, að verzlunarjöfnuðurinn hefir, þrátt fyrir það, orðið hagstæður um 5.3 millj. kr. á ári, á móti 2.5 millj. áður, og að í ný iðn- og framleiðslufyrirtæki og orku- veitur hefir á þessum 3 sl. árum verið varið tæpum 20 millj. kr., eða nærri jafnhárri fjárhæð, og samanlagt var varið í sambæri- Ieg fyrirtæki næstu 10 árin á undan. í Ijósi þessara staðreynda verður það ekki furðulegt í aug- um hugsandi manna, þótt þröngt sé fyrir dyrum í málum þessum. Þessar tölur sýna að efnahag þjóðarinnar sem heildar hefir á- reiðanlega ekki farið hnignandi þessi síðustu ár og tel ég rétt og sjálfsagt að þess sé getið hér. Hinu mega menn þá jafnframt ekki gleyma, að þrátt fyrir þess- ar staðreyndir, eða ef til vill réttara sagt vegna þeirra, er gjaldeyrisverzlunin meiri erfið- leikum háð en áður. Verða menn að horfast beint í augu við þá erfiðleika. Ósanngjamar árásir Það vantar ekki menn, sem leggja vilja vinnu í að mála á- standið með sem svörtustum lit- um og svala sér með því móti. En það eru færri, sem benda á skynsamleg úrræði til bóta. Af framangreindum upplýs- ingum um þessar gífurlegu fjár- hæðir, sem varið hefir verið til þess að byggja upp íslenzkan iðnað og ýms ný fyrirtæki und- anfarin ár, verður það ljóst, að þar liggur ein meginorsök gjald- eyrisvandræðanna. Neyzluvöru- innflutningurinn hefir stöðugt farið lækkandi að magni og hon- um verður varla komið lengra niður, nema með skömmtun. Af gjaldeyrisvandræðum dagsins í dag og atburðum síðustu ára, er hér hafa verið skýrðir, kemur það því berlega fram að svo framarlega sem ekki gerast miklar breytingar til bóta í út- flutningsverzlun okkar nú á næstu mánuðum, þá er ekki hægt að halda áfram uppbygg- ingu iðnaðarins og annarra nýrra fyrirtækja með sama hraða og gert hefir verið undan- farin ár, nema með meiri notk- un erlends lánsfjár og lengri gjaldfrestum en fengizt hafa fram að þessu í fjölmörgum dæmum. Ennfremur er sjáanlegt að gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hlýtur að þurfa að neita um innflutning til ýmsra fram- kvæmda, sem einstaklingar eða stofnanir kunna að hafa fyrir- hugað. Hjá þessu sé ég ekki að verði með neinu móti komizt. Er þess þá að vænta, að þeir, sem nú gera sér mest far um að halda á lofti tíðindum um gjaldeyris- vandræði þjóðarinnar, taki með mestum skilningi þeim ráðstöf- unum, sem nauðsynlegt verður að gera til þess að mæta þeim. Uftan úr heimi (Frh. af 1. síðu.) setullð Frakka draga sig burt úr Rínarhéruðum til að bæta úr rangindum Versalasamning- anna. Það nægði til að fella hann. Siðan hefir Herriot verið ráð- herra í ýmsum ráðuneytum og forsætisráðherra skamma stund 1932. Hann var andvígur alþýðu- fylkingunni, en lenti þar í minnihluta og lagði því niður flokksforystuna. Hann hefir þó veitt stjórnum alþýðufylkingar- innar fullan stuðning, en lýsir jafnan andúðinni á kommún- ismanum. Ágæt herbergi til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. Hent- ugt fyrír ferðafólk. — Sími 3454 NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim sem óska. Gunnar Guðmundsson, Laugaveg 42. Pósthólf 551 Sími 4563. — Reykjavík. Komandi ár (Frh. af 1. siðu.) kosningar, og tapaði flokkurinn þá fjórða hlutanum af þing- fylgi sínu, og miklu af kjós- endatölu. Ári síðar voru aftur kosningar. Þá týndist stjórnar- forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson. Hann hafði byrjað 1932 að stýra flokki, sem var meirihluti Al- þingis, og endaði tveim árum síðar með að bjóða sig fram ut- anflokka, og á þann hátt að fá- ir mundu eftir að hann var til. í hugum margra Framsóknar- manna eru hrakfarir flokksins á þessum árum talin ótvíræð sönnun þess, að hann hafi beðiö allt þetta afhroð eingöngu vegna þess að hann starfaði með ihaldinu. En ósigur Framsóknarmanna á stjórnar- árum Ásgeirs Ásgeirssonar og Þorsteins Briem stafaði líka af því að „þessir leiðtogar" svikust að flokkn- um, drógu hann nauðugan inn í stjórnarsamvinnu móti vilja alls þorrans af flokks- mönnum. Ásgeir og Þorsteinn voru viljalaus verkfæri i hönd- um íhaldsins, létu ofsækja þekta Framsóknarmenn eins og Hermann Jónasson, Guðbrand Magnússon, Pálma Loftsson og Einar Einarsson, algerlega án saka, snéru kjördæmamálinu upp í hefndarpólitik á Fram- sóknarflokkinn og brúkuðu kreppusjóð til framdráttar and- stæðingum og keppinautum Framsóknarmanna. Það er sízt að furða, þó að Framsóknar- menn hafi ekki skemmtilegar endurminningar um samstarf þessara ára. Vegna atburða í sjálfum Framsóknarflokknum, sem ekki verður skýrt frá hér, höfðu þeir Ásgeir Ásgeirsson og Þ. Briem náð um stundarsakir kverkataki á Framsóknarflokknum og not- uðu það á tvennan hátt. Fyrst til að auka sér sjálfum skamm- vinn völd, og til að reyna að koma Framsóknarflokknum undir íhaldið. Með niðurlægingu flokksins ætluðu þeir að tryggja sér langt og áberandi forustu- starf í íslenzkum stjórnmálum. Ef borið er saman valdatíma- bil Sigurðar í Yztafelli með Jóni Magnússyni frá 1917—20 við samstarfsár Ásgeirs fræðslu- málastjóra við Magnús Guð- mundsson frá 1932—34, sézt þessi munur glögglega. Það átti að vera auðveldara að vinna með Magnúsi Guðmundssyni en Jóni Magnússyni, því að M. G. stóð að lífsskoðun og skapferli miklu nær Framsóknarmönnum en J. M. En niðurstaða þessara tveggja bræðingsstjórna var samt ólík. Tímabil Sigurðar i Yztafelli er glæsilegur fram- faratími í sögu Framsóknar- manna, en stjórnarár Ásgeirs fræðslumálastjóra ósigra- og hrakningsár. Og ástæðan er augljós. Sigurður var trúr flokki sínum og stefnu. Hann hélt leið sína eftir miðjum þjóðveginum. í fylgd með sér hafði hann kjarna bændastétt- arinnar og samvinnumanna. Þeir mótuðu þróun tímabilsins. Jón Magnusson sveigði frá hægri inn á leið bóndans frá Yztafelli, en þó með fullri gætni og hélt virðingu sinni og flokks síns. Ásgeir fræðslumála- stjóri og Þorsteinn Briem höfðu enga stefnu nema að tildra sér fram persónulega. Þeir höfðu engin lífræn áhugamál og ekk- ert skapandi afl í stjórnmál- um. Þeir brutu af sér megin- hluta flokksins. Til að fá að halda völdunum sem lengst hnipruðu þeir sig upp að kjarna íhladsins og leituðu þar skjóls og verndar. Hrakningur Framsóknarmanna 1932—34 var ekki nema að nokkru leyti að kenna samstarfinu við íhaldið, heldur því, að flokkurinn var þennan tíma herfangi íhalds- ins, og þeir Ásgeir fræðslumála- stjóri og Þ. Briem fangaverðir Mbl.stefnunnar. Það var þess vegna ekki furða þó að Fram- sóknarmenn brytu af sér þenn- an herfjötur og það gerðu þeir með -flokksskipulagi sínu frá 1933 og 1934. Stjórnarsamvinnan 1934—37 með Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum var 1 aðalat- riðum með sama hætti og frá 1927—30. Framsóknarflokkur- inn réð stefnunni. Alþýðuflokk- urinn vann að umbótum, en fékk ekki þjóðnýtingu. Viðreisn sú í landinu, sem lagðist niður um 1930 fyrir vanþol og bylt- ingargirni Alþýðuflokksins og þau innri óheilindi, sem Jón Jónsson flutti inn í Framsókn- arflokkinn, hófst nú að nýju. Bændur, útvegsmenn og verka- menn fengu stórfelda leiðrétt- ingu á mörgum sínum vand- kvæðum. En haustið 1936 bilar Alþýðuflokkurinn og sendir Framsóknarmönnum kröfu með þriggja mánaða fyrirvara um samvinnuslit, eða ganga inn á Reykjavík. Sími 1249. Niðursuðuverhsmiðja Reykbús. þjóðnýtingu. togaranna. Á sama hátt hafði Alþýðuflokkurinn rofið samstarfið 1930 með of- beldi sinu við Sambandið. í bæði skiftin sté Alþýðuflokkur- inn víxlspor. Honum hefir aldrei vegnað vel nema í hóglátu um- bótasamstarfi við Framsóknar- flokkinn. Reynsla 20 undangenginna ára sýnir, að Framsóknarflokk- urinn er miðílokkur í landinu. Hann hefir alla þessa stund nema stjórnartíð Ásgeirs Ás- geirssonar, staðið í fararbroddi um forustu í þjóðmálum öllum. Hann hefir haldið leiðir sínar eftir miðri þjóðleið. Stundum hefir Alþýðuflokkurinn sveigt inn á veginn frá vinstri, en stundum koma Mbl.mennirnir, þó að það sé sjaldan. Fram- unum vel, sýna báðum fulla sanngirni og festu. Framsókn- armenn vinna eftir því, sem málefni eru til. Þeir beita sér að hinum þýðingarmestu viðfangs- efnum, og þeir taka með skyn- samlegu jafnaðargeði tilboðum frá hægri og vinstri um stuðn- ing að leysa öll þessi vandamál. J. J. Grein um síldarverksmiðj- urnar, eftir Jón Gunnarsson framkvæmdastjóra, birtist í næsta blaði. Símnefni: Sláturfélag. Bjágnagerð. Frystihús. Samvinnunámskeið. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hefir ákveðið að halda námskelð fyrir starfsfólk samvinnufélaganna 8.—13. maí n. k., ef nægileg þátttaka fæst. Á námskeiðinu verða gefnar leiðbeiningar í bókfærslu, vöru- álagningu, skýrslugerð, búðar- afgreiðslu og endurskoðun. Auk þess verða haldnir fyrirlestrar um ýms samvinnumál, skoðuð samvinnufyrirtæki í Reykjavík og nágrenni o. s. frv. Námskeiðið er ókeypis en þátttakendur verða að greiða dvalarkostnað og ferðir. Auk starfsfólks samvinnufélaganna geta aðrir áhugasamir sam- vinnumenn sótt námskeiðið. Sérstaklega væri gagnlegt fyrir félagsstjórnarmenn og endur- skoðendur og aðra, sem taka virkan þátt í starfinu eða ætla sér að gera það, að sækja nám- skeiðið. Þátttöku þarf að tilkynna Sambandinu fyrir marzmánað- arlok. Ráðlegast er fyrir þann, sem óskar að sækja námskeið- ið, að snúa sér til kaupfélags síns og biðja það að tilkynna þátttökuna og geta þess um leið, hvenær hann hyggst að koma til Reykjavíkur og hvort hann óskar að húsnæði sé pantað fyr- ir sig meðan hann dvelur þar. Framleiðlr og selur i heildsölu og smásölu: Niðursoðlð kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fyrst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. -5 ; sj Ostar og smjör frá Mjólhurbúi Flóumannu. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Yý bók frá Memiiiigarsjóði Knut Líestöl: Uppruni Íslendíng-a sagna Björn Guðfinnsson íslenzkaði Verð: 5 krónur Fæst hjá bóksölum Aðalútsala í Rikisprentsmiðjunni Gutenberg Innflutníngfur á lauk Samkvæmt lögum um verzlun með kartöflur og aðra garðávexti o. fl. frá 1. febr. 1936 og auglýsingu At- vinnumálaráðuneytisins 28. apríl 1936, munum vér framvegis annast innflutning og heildsölu á LAUH, eftir því sem innflutningsleyfi og gjaldeyrir verður veittur til kaupa á þessari vöru. Grænmetisverzliiii rlkisius. Tílkynning' tíl innflytjenda. Þeir, sem úska að flytja til laiidsius vörur á 2. þriðjungi þessa árs, þurfa að senda uinsúknir um gjaldeyris- og inuflutniugsleyfi fyrir 15. marz n. k. I nisúknir. sem berast oss síðar, verða ekki teknar til greina, nema sérstak- lega standi á. IJmsúknir, sem lierast oss til þess tíma, iim leyfi til innflutnings á 1. ársfjúrð- ungi, verða ekki teknar til afgreiðslu fyrr eu við næstu úthlutun. Reykjavík, 21. febrúar 1938. GJALDEYRIS- OG UVAFLLTiYIYGSAEFAD.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.