Tíminn - 10.03.1938, Side 1

Tíminn - 10.03.1938, Side 1
XXII. ár. Rvík, fimmtud. 10. marz 1938. 11. blaS. íslenzk kirkja. Eftir rúman mannsaldur eru liðin 1000 ár síðan kristin kirkja var stofnsett á íslandi. Kirkjan er elzta menningarstofnun, sem þjóðin á. Saga hennar er við- burðarík og merkileg. Á fyrstu öldum kristninnax er íslenzka kirkjan grein á stofni lýðveldis, sem borið var uppi af sterkum höfðingjaættum. í skjóli við hina þjóðlegu kirkju og klaust- ur blómguðust ritlistin og bóka- gerð, sem hvergi átti sinn líka í öðrum löndum álfunnar á öll- um miðöldunum. Samfara hnignun þjóðveldisins breyttist kirkjan á verri veg. Erlendir biskupar voru settir hér til valda og fóru oft miður vel með þau völd. Páfi og erkibiskup náðu tökum á hinni frjálsu höfðingjakirkju og' beygðu hana undir áhrif sin. Á fjórtándu og fimmtándu öld varð kirkjan auðug, voldug og að hálfu leyti þjóðleg og til hálfs undir er- lendum áhrifum. Á sextándu öld er siðabótinni þröngvað inn á þjóðina með valdboði dönsku stjórnarinnar, að því er snerti mestan hluta þjóðarinnar. Síð- an verður kirkjan á íslandi um langt skeið og raunar fram á þennan dag bergmál af kirkju- lífi Dana. Með siðabótinni lét danska stjórnin greipar sópa um eignir kirkjunnar. Eftir það varð kirkjan fátækur og kröfu- litill fylgifiskur hins örsnauða íslenzka ríkisvalds. Þýðing hinnar fornu þjóðlegu höfðingjakirkju á lýðveldistím- anum er ótviræð og óumdeilan- leg. Kaþólska tlmabilið, eftir að þjóðveldinu lauk, er að mörgu leyti glæsilegt. Þá var veldi kirkjunnar meira en nokkru sinni fyr eða siðar. Hún átti miklar eignir, skrautlegar kirkjur, auðugar að listrænni prýði. Klerkastéttin var fjöl- menn og hafði algerða forustu um öll andleg mál í landinu. Með kúgun konungsvaldsins er það beygði íslendinga undir siðabótina, var kirkjulíf lands- ins brotið á tvennan hátt. Kirkjan tapaði auði sínum og mestöllu veraldarvaldi. Hitt var þó meira tjón, að trúarskiftin voru gerð með valdboði. Það er erfitt að gizka á, hvort trúar- llf íslendinga bíður nokkum- tima bætur þess áfalls, sem það varð fyrir af ofbeldi Dana- konungs, þegar Ögmundur Páls- son og Jón Arason létu líf sitt fyrir hinn forna sið. Eftir siðabótina er ekkert stórvirki gert af hinni lútersku kirkju nema sálmagerð Hall- grims Péturssonar. í minning- unni gnæfir hann eins og risi yfir flatneskju margra alda. Við frelsistöku íslendinga 1874, 1904 og 1918 var þjóðkirkj- an líkt sett og hinir vanhirtu íslenzku skógar, sem mjög höfðu verið bældir og brotnir á löngum hörmungaröldum. ís- lenzka kirkjan hefir fyrir dóm- kirkju í höfuðstaðnum stíllausa steinkirkju með ósmekklegum turni. Heima fyrir hafa Danir (Frh. á 4. tiöu.) Fjárlagaræðan og gjaldeyrísmálín Upplýsingar þær, sem Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra gaf í fjárlagaræðunni i sambandi við gj aldeyrismálin, hafa vakið al- veg sérstaka athygli. Og sumar af þeim niðurstöðum, sem þar liggja fyrir, hafa áreiðanlega komið ýmsum þeim á óvart, sem lítil tækifæri hafa til að fylgjast með þessum málum. Ráðherrann gerði í fyrsta lagi samanburð á útflutningi og verzlunarjöfnuði, annarsvegar áranna 1925—34 (10 næstu ár- anna áður en saltfisksmarkað- irnir hrundu) og hinsvegar ár- anna 1935—37. Niðurstöður eru þessar: Á árunum 1925—34 hefir með- alútflutningur á ári verið 59,9 millj. kr. Á árunum 1935—37 heíir meðalútflutningurinn ekki verði nema 52 millj. kr. á ári. Á þessum árum höfum við íslend ingar misst markað fyrir 27 þús. smál. af saltfiski á Spáni og ítal- íu. Meðalútflutningur síðustu þriggja áranna hefir því verið ca. 8 milljónum króna lægri en meðalútflutningur næstu 10 ár- anna á undan — áranna 1925— 34. Vel hefði því mátt ætla, að verzlunarjöfnuður 3 síðustu ár- anna við útlönd hefði orðið mun lakari en fyrri 10 áranna, sem höfðu að meðaltali 8 millj. kr. hærri útflutning. En því fer fjarri, að svo sé. Á áratugnum 1925—34 hefir verzl- unarjöfnuðurinn verið hagstæð- ur um 2,5 millj., en á árunum 1935—37 hagstæður um 5,3 millj. kr. að meðaltali á ári. Mismunur útflutnings og inn- flutnings hefir með öðrum orð- um verið að meðaltali helmingi hærri okkur íslendingum í hag á hinum síðustu þrem erfiðu út- flutningsárum, en hann var á meðan útflutningurinn var að meðaltali 8 millj. kr. hærri. En ráðherrann gerði líka ann- an samanburð, sem eigi er siður athyglisverður. Sá samanburður sýnir hversu mikið af gjaldeyri sínum þjóðin hefir lagt í arðbær iðnaðar- og önnur framleiðslu- fyrirtæki, annarsvegar á árunum 1925—34, hinsvegar á árunum 1935—37. Samkvæmt útreikningl, sem gexður er af Hagstofunnl, hefir samanlagður stofnkostnaður slíkra fyrirtækja á síðustu þrem árum numið rétt að segja sömu upphæð og samtals á öllu 10 ára tímabilinu næsta á undan, eða nál. 20 millj. kr. og hin erlendu efniskaup til þessara fram- kvæmda þá vafalaust i svipuð- um hlutföllum. Þannig hafa á fyrra tímabilinu verið lagðar tæpar 2 milljónir króna í slík fyrirtæki að meðal- tali á ári. En á síðustu þrem ár- um 6.6 millj. kr að meðaltali á ári. Þetta eru vissulega eftirtekt- arverðar staðreyndir. Samhliða því, sem útflutning- urinn lækkar um 8 milljónir á ári vegna lokunar saltfisksmark- aðanna, hefir það tvennt tekizt í einu, að bæta verzlunarjöfnuð- inn um meira en helming frá því sem var næstu 10 árin á und- an, og leggja að meðaltali á ári A víðavangi Togara-kaupdeilan í Reykjavik er enn óleyst. Pyrir nokkru lagði sáttasemjari rlkisins fram tillögu til mála- miðlunar, sem fór fram á lítils- háttar hækkun kaups á salt- fisksveiðum og nokkrar bxeyt- ingar á ráðningarkjörum síld- veiðisjómanna, en henni var hafnað af báðum aðilum. Sl. mánudag snéri forsætisráð- herra sér til Hæstaréttar og bað hann að tilnefna þriggja manna sáttanefnd til að gera ásamt sáttasemjara, nýja til- raun til að leysa málið. í nefnd þessa hefir hæstiréttur tilnefnt þá Einvarð Hallvarðsson for- mann gj aldeyrisnefndar, Gunn- laug Briem fulltrúa í stjórnar- ráðinu og Hilmar Stefánsson bankastjóxa. Ný mál á Alþingi. Þessi mál hafa verið flutt af Framsóknarmönnum á hinu ný- byrjaða Alþingi. Skúli Guð- mundsson flytur frumvarp um bókhald. Einar Árnason flytur frv. um breytingu á samvinnu- lögunum. Skúli Guðmundsson og Gísli Guðmundsson flytja frv. um birtingu efnahagsreikn- inga einstaklinga og félaga, sem skulda tiltekna upphæð í bönk- um landsins. Sveinbjörn Högna- son flytur frv. um breytingu laganna um endurbyggingu sveitabæja, um að lelguliðar geti fengið styrk meðan húsa- skylduákvæði ábúðarlaganna gengur ekki að fullu í gildi. Þingmenn Skagflrðinga, Vest- ur-Húnvetninga og Norður- Þingeyinga flytja frv. um breyt- ingu á dragnótalögunum. Gísli Guðmundsson og Skúli Guð- mundsson flytja frv. um breyt- ingu á sjómannalögunum. Jón- as Jónsson flytur tillögu til þingsályktunar um bátasmíða- stöð á Svalbarðseyrl. Helgi Jón- asson flytur ásamt Vilmundi Jónssyní frv. um lífeyrlssjóð ljósmæðra. Bjarni Ásgelrsson ílytur ásamt Pétri Ottesen frv. um br. á lögunum um skemmt- anaskatt (um að undanþiggja héraðsmót ungmennasam- banda). Skúli Guðmundsson, Gísli Guðmundsson og Bergur Jónsson flytja frv. um fækkun yfirmanna á skipum. Páll Her- mannsson og Ingvar Pálmason flytja frv. til nýrra bifrelða- laga. Glsli Guðmundsson flytur frv. til nýrra laga um bygging- arsamvinnufélög. Fulltrúar rúmlega þrlsvar sinnum meira í að koma upp arðbærum iðnað- ar- og framleiðslufyrirtækjum. Því mótmælir enginn, að hér séu gjaldeyriserfiðleikar eins og sakir standa. En hvernig myndi gjaldeyrisástandið vera nú, ef hinum erlenda gjaldeyri hefði verið ráðstafað á sama hátt og gert var á árunum 1925—34? Og hversu miklu hefði á þessum ár- um verið hægt að verja til stofn- unar nytsamlegra fyrirtækja, ef á sama hátt hefði verið haft eft- irlit með notkun hinna ríflegu gjaldeyristekna og nú siðustu árin hefir verið haft með notkun gj aldeyristekna, sem eru 8 millj. kr. minni að meðaltall á ári? stjórnarflokkanna í fjárhags- nefndum flytja að tilhlutun fjármálaráðherra tillögu til þingsályktunar um skipun milli- þinganefndar til að endurskoða tolla- og skattalöggjöf landsins. Sjö Framsóknarmenn I neðri deild flytja frv. um húsmæðra- fræðslu. Gísli Guðmundsson flytur frv. um Raufarhafnar- læknishérað. Bjarni Bjarnason og Jörundur Brynjólfsson flytja frv. um eignar- og notkunar- rétt hveraorku. Gísli Guð- mundsson flytur ásamt Finni Jónssyni frv. um hafnargerð á Raufarhöfn. — Nokkur þessara mála eru flutt að tilhlutun ríkisstjórnarinnar og undlrbú- in af henni. Réttarrannsókn. Síðara hluta desembermán- aðar sl. birtist grein i Alþbl. eftir Finn Jónsson alþm, um viðskipti Sjóvátryggingarfélags íslands við síldarverksmiðjur rikisins, meðan Þormóður Eyj- ólfsson á Siglufirði var í stjórn þeírra og jafnframt umboðs- maður S. í. Þormóður Eyjólfs- son krafðist þá opinberrar rannsóknar á þessu atriði. Varð dómsmálaráðherra við þeirrl ósk og fól Ragnari Jónssyni full- trúa rannsóknina. Hefir Ragnar nú lokið rannsókninni og skilað ítarlegri skýrslu til dómsmála- ráðuneytisins. í niðui'lagl henn- ar segir: „Þá hefi ég farið yfir bækur verksmiðjanna árin 1930—1936 og gert skýrslur um allar trygg- ingar þeirra hjá Sjóvátrygging- arféiaginu. Þær skýrslur hefi ég síðan, tölu fyrir tölu, borið saman við skilagreinar Þor- móðs Eyjólfssonar til félagsins, svo og nótur yfir tryggingarnar í vörzlum þess og ennfremur farið yfir viðskiptareikning hans við það. Hefir við þá at- hugun ekki fundizt, að Þormóð- ur Eyjólfsson hafi á nokkurn hátt dregið sér fé af viðskiptum verksmiðjanna við félagið né heidur þegið nokkra þóknun þeirra vegna eða annars frá fé- laginu, eða haft af þessum við- skiptum aðrar tekjur en um- boðslaun sín, sem eru hin sömu og aðrir umboðsmenn félagsins hafa“. Byggingar- og landnámssjóður. Auk þeirra mála, sem áður var getið, heflr verið lagt fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um Byggingar- og landnáms- sjóð. Eru þar tekln til greina ýms frumvörp, sem fyrir síðasta. þingi lágu, og heflr landbúnað- arráðherra látið fella þau sam- an í heild milli þinga og haft hliðsjón af breytingartlllögum frá landbúnaðarnefnd nd. i fyrra. Er hið nýja frumvarp flutt af nefndinni. í hinum nýju lögum er ætlazt til að sameinuð verði öll eldri ákvæði og nýmæli um lán til húsabygg- inga I sveitum, um lán og styrk til nýbýla og samvlnnubyggða, ákvæði um teiknistofu landbún- aðarins og um endurbygginga- styrk, sem nú á að verða lögá- kveðinn 125 þús. kr. alls á ári, eins og hann er með hækkun- inni á þessu ári. í þessu frv. eru nokkuð rýmkuð skilyrðin til að geta orðið styrksins aðnjót- andi. Dr. Jón Ófeigsson yfirkennari við menntaskólann I Reykjavík andaðist 27. febr. sl. 56 ára að aldri. Hann var frá- bær kennari og fræðimaður góð- ur, vann m. a. mikið að orðabók Sigfúsar Blöndals árum saman. Kennslubækur hans I þýzku og dönsku eru alþekktar. Tímamannabréf Um skyidur Timamanna við við Tímann. Nú eru liðin meira en 20 ár síðan Timinn hóf göngu sína. Það er viðurkennt af vinum og andstæðingum, þeim sem dóm- bærir eru, að aldrei hafi jafn áhrifamikið blað verið gefið út á íslandi. Hlutlaus ferðamaður, sem fór fyrir nokkru víða um fjórar sýslur, sá Tímann á hverjum bæ, þar sem hann kom. Annar hlutlaus máður í Reykja- vík, sem oft var á ferð upp um sveitir, sagði að það hefði verið ánægjulegt að sjá Framsóknar- mennina taka við Tímanum úr póstinum, opna hann og lesa. Ánægjan yfir blaði þeirra hefði ekki leynt sér meðan þeir lásu. Andstæðingar Framsóknar- manna kölluðu þá menn I Rvík, sem mest sinntu Tímanum, al- veg sérstöku gælunafni. Sá hóp- ur var nefndur „Tímaklikan“. í hugum andstæðinganna var þessi fámenni hópur eins og heilt stjórnarráð. Þaðan bjugg- ust þeir við að kæmu þau ráð og ákvarðanir, sem mótuðu svip landsins. Raunverulega voru Tímamennirnir í Reykjavík fá- mennir og fátækir, eins og venjulega er sagt um íslenzku þjóðina. En það voru menn með hugsjónir og bjartsýna trú á landið og þjóðina. í tuttugu ár hafa þeir prédikað trú sína 1 þessu blaði, og ekki aðelns sína trú, heldur lífsstefnu þúsunda af bjartsýnum, lífsglöðum sam- herjum út um allt land. Timinn hefir verið og er á- hrifamikið blað vegna hugsjóna fylgismanna sinna. Hann var 1 fyrstu rödd hrópandans á eyðimörkinni. Hann vakti dulda krafta. Hann varð síðar rödd þjóðarinnar, eða þess hluta hennar, sem trúði heitast og einlægast á landið, þjóðina og framtíð hennar. Það er dálítið erfitt að hugsa sér hvernig ísland líti nú út, ef Tíminn hefðl ekki verið til. Menn geta borið saman skóla- húsið á Hvanneyri og skólahús- ið i Reykholti. Húsið á Hvann- eyri er Ijótt, illa byggt, óþægi- legt til íbúðar, var lengi vel (Frh. á 4. síöu.) Utan úr heimi Af þeim mörgu fjármálaráð- herrum, sem verið hafa I Frakk- landi seinustu árin, hefir Bon- net getið sér mestan orðstir. Georges Bonnet verður 49 ára á þessu ári. Hann gekk ungur menntaveginn og sýndi strax framúrskarandi dugnað og vinnuþrek. Þegar hann var 24 ára gamall sendi hann frá sér réttarfræðllegt rit, sem vakti mikla athygli m. a. fyrir þá sök, að það bar höfundinum vitni um mikla skarpskyggni og lær- dóm. Síðan hefir Bonnet skrif- að mikið, bækur og timarits- grelnar. Árið 1925 skrifaði hann bók, sem hann nefndi: Hvernig er hægt að tryggja gengi frank- ans? Þar benti hann á leiðir, sem Poincaré hagnýtti sér flestar, þegar hann kom til valda skömmu seinna. Flest skrif Bonnets fjalla um fjár- mál. Ritstörfin hafa þó ekki verið aðalvinna Bonnets. Hann hefir starfað I ótrúlega mörgum nefndum, sem fengizt hafa við fjárhags- og atvinnumál, ekki sízt alþjóðleg. Hann hefir verið viðurkenndur sem einn fróðasti maður Frakklands um alþjóðleg fjármál og viðskipti. Dugnaði hans hefir líka verið viðbrugðið og því hefir verið til hans leit- að. Hann hefir fyrir fasta venju, að vinna aldrei skemur en 14 klst. á dag og oftast vinn- ur hann mlklu lengur. Bonnett hefir verið 14 sinnum ráðherra, 4 sinnum verzlunar- ráðherra og 4 sinnum fjármála- ráðherra, en í önnur skipti hefir hann stýrt öðrum stjórnmála- deildum. í marz síðastl. vetur var hann gerður sendiherra Frakka í Washington. Það var gert í því augnamiði, að hann væri manna líklegastur til þess að vekja áhuga Roosevelts for- seta fyrir endurreisn heimsvið- skiptanna. Bonnet gegndi þeirri stöðu skemur en ætlað vaT. í júnímánuði var hann kvaddur heim til að taka að sér embætti fjármálaráðherra I ráðuneytl Chautemps. Seinustu sex mán- uði Blumsstjórnarinnar hafði tekjuhallinn numið 4.5 mill- jörðum franka. Á jafnlöngum tíma, sem Bonnet gegndi störf- um fjármálaráðherra, varð enginn tekjuhalli, þó ekkl væri dregið úr f j árveitingum til nauðsynlegra framkvæmda og félagsmála. Jafnfremt hafði verið undirbúinn tekjuhallalaus ríkisbúskapur. Bonnet hafði af- rekað meira verki en nokkur annar franskur fjármálaráð- herra síðan heimsstyrjöldinni lauk. Bonnet er ekki fjármálaráð- herra í hinu nýja ráðuneytl Chautemps. Hann er ráðherra, án sérstakrar stjórnardeildar, en i raun og veru mun hann þó halda áfram að vera valdamesti ráðherra stjómarinnar í öllum fjármálum. Hann hefir litið gert að því að umgangast kjósendur til að vinna hylli þeirra. Störf hans hafa verið unnin á öðrum sviðum og þar hefir hann aflað sér þess álits, að núverandi valdhafar 'rakk- lands geta ekki án hans verið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.