Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 2
48 TfMINN liðið og minnka áhrif Stahrem- bergs. Að lokum bannaði hann Heimwehrliðið og Stahremberg varð að beygja sig. Hann er nú fullkomlega valdalaus. ERFIÐLEIKARNIR AUKAST. Þrjú síðustu árin hefir Sehus- snigg raunverulega verið ein- valdi Austurríkis. Það hefir verið erfitt hlutverk. Vegna inn- anlandsfriðarins hefir hann orðið að banna tvo stærstu flokkana, jafnaðarmenn og naz- ista. Áður veitti Mussolini Aust- urríki vernd sína. Nú getur hann það ekki lengur, sökum hernaðarins í Abessíniu og á Spáni. Á sama tíma hefir her- veldi Hitlers aukizt og þar með áhrif þeirra manna, sem vilja sameina Austurríki Þýzkalandi. Síðan stuðningur Ítalíu brást hefir Schussnigg reynt að leita eftir aukinni vináttu Tékkó- Slovakíu, Frakklands og Eng- lands til að láta það vega á móti veldi Hitlers. En það hefir ekki reynzt einhlítt. Á fundi þeirra Hitlers í byrjun febrúarmán- aðar síðastl. neyddi Hitler hann til þess að breyta stjórn sinni til hagsbóta fyrir nazismann. Meðan stjórnarbreytingin fór fram var þýzkur her við landa- mærin. Schussnigg gekk þó ekki lengra til samkomulags við Hitler en það, að hann hefir enn engu minni völd en áður. Allir hinir nýju ráðherrar eru nákomnir vinir hans. Seyss-In- quart, sem fékk lögreglustjórn- ina samkvæmt kröfu Hitlers, er aldavinur Schussniggs og kat- ólskur. Hann hefir lítið skipt sér af stjórnmálum. Schussnigg hefir heldur ekki gengið að því að leyfa nazistum sjálfstæða flokksstarfsemi. Þeir fá aðeins að starfa pólitískt innan Föðurlandsfylkingarinn- ar, en þar hefir Schussnigg tögl- in og hagldirnar. Síðustu frétt- ir benda einnig til þess, að Schussnigg ætli að veita verk- lýðsfélögum aftur nokkurt frelsi til að vega á móti naz- ismanum. Þau munu styðja hann, þrátt fyrir gamlan ágrein- ing, því þau vilja hann heldur en nazismann. Hjá bændum hefir fiokkur Schussnigg mest- an stuðning. Hann getur því nokkurnveginn treyst á stuðn- ing bænda og verkamanna. En þau auknu réttindi, sem Schussnigg hefir veitt nazist- : um, gera honum þó stórum erf- iðara fyrir. Fjölmörgum saka- mönnum þeirra hefir aftur ver- ið veitt frelsi. Meðal þeirra er \ Fritz Woitsche, sem reynt hefir j að myrða Schussnigg. Um 30 i þús. austurrískra nazista, sem flúið hafa til Þýzkalands, munu í hverfa heim aftur, hvattir og studdir til áróðurs af Þjóðverj- um. Og hvenær sem í odda skerst milli þeirra og Schus- snigg getur hann vænzt að Hit- ler skakki leikinn. Hann þarf því sannarlega að þræða milli skers og báru. ÞJÓNN KATÓLSKU KIRKJUNNAR. Schussnigg á fáa kunningja j og lifir mjög einmanalegu lífi. j Hann missti konu sína í bílslysi ; fyrir nokkrum árum og er sagð- ut mjög þunglyndur síðan. : Margir segja að hann vilji ! helzt losna við áhyggjur stjórn- málanna og ganga í klaustur. En sjálfstæði Austurríkis og frelsi katólsku kirkjunnar geta ekki misst hann úr núv. starfi, en katólska kirkjan berst með oddi og egg gegn yfirráðum nazism- ans í Austurríki, vegna þess ó- frelsis, sem hun býr við í Þýzka- landi. Það er hvatning hinna I katólsku kirkjumanna, sem ekki veldur því hvað sízt, að Schus- snigg er enn á sínum stað. Þeir treysta engum betur, sökum ró- lyndis, hygginda og áræðis, til að halda um stjórnarvöl Aust- urríkis og stýra því undan ; verstu áföllunum. Ef til vill fórnar Schussnigg kirkjunni þannig lífi sínu. Ein kúla, sem gerði enda á lífi hans, væri ekki I ólíkleg til að gera jafnframt enda á sjálfstæði Austurríkis. j Slíka upplausn gæti hún skap- j að. Það vita nazistarnir. Eitt ; blað þeirra sagði líka fyrir ; skömmu, að Schussnigg væri | líftryggður fyrir 200 þús. schil- j lings og „sú upphæð gæti þurft ! að greiðast fyr en varir“. Síðan þessi grein var skrifuð hafa þau stórtíðindí gerst, að Austurríki hefir misst sjálf- stæði sitt og veTið innlimað í Þýzkaland með skyndilegum hætti. Schussnigg er nú fangi þýzkra nazista. Lesið og útbreið- ið Tímann! I' l Enn um síldarverksmíðjur ríkisins Framkvæmdastjóri S. R. hr. Jón Gunnarsson skrifar í Tímann nú nýlega um fjár- hag ríkisverksmiðjanna og ræðir þar sérstaklega um rekstursafkomu þeirra s. 1. ár, í grein þessari gerir hann nokkrar athugasemdir við grein mína um þetta sama mál, sem áður hafði birzt í Tímanum. — Um stofn- kostnað verksmiðjanna að við- bættum áhöldum, sem keypt hafa verið, og endurbótum ber okkur alveg saman, enda eru þær tölur teknar eftir bók- um verksmiðjanna. En það sem hann telur athugavert við reikningsfærzlu verksmiðj anna s. 1. ár er: a. Að rétt sé að telja miklu meira af viðbótum og endur- bótum verksmiðj anna á við- haldsreikning en gert hafi verið, eða sem nemi 136,713,06 kr. í viðbót við þær 130,000,00 kr., sem þegar höfðu verið færðar, sem viðhald á þessu eina ári. b. Að afskrifa beri nýju þróna um 178,931, 57 kr. V iðhaldskostnaðiii*. í grein minni fór ég eingöngu eftir þeim tölum, sem færðar voru í bækur verksmiðjanna. Verksmiðjustjórnin hafði sjálf ekki ákveðið neitt um það, hvað skyldi færast á viðhalds- reikning og hvað teljast viðauk- ar og umbætur á verksmiðj- unum, reiknað til eignar s. 1. ár. Enda mun það jafnan hafa verið venja, að framkvæmda- stjóri í samráði við skrifstofu- stjóra hafi metið, hvað beri að telja af umbótum til eigna og hvað til viðhalds. Að sjálfsögðu getur það oft verið álitamál, hvað telja beri eigna-aukningu og hvað viðhald. Samkvæmt því, sem ég hefi áður skýrt frá, þá hefði verið talið' til viðhalds verksmiðjunni á síðastl. ári um 130 þúsund krónur, og er það miklu meira, en reiknað hefir verið nokkru sinni fyrr, eða um 9 þúsund kr. meira en öll árin til samans frá því verksmiðjurnar voru byggðar og keyptar og til ársloka árið 1935. Hr. Jón Gunnarsson vill reikna af fé því, sem lagt var í umbæt- ur og viðhald S. R. s. 1. ár um 267 þúsund krónur til viðhalds, sem er miklu hærri upphæð en allt það fé, sem lagt hefir verið til viðhalds verksmiðj- unum frá byrjun að meðtöldu árinu 1936, en þá var lagt í við- hald, sem nam rúmum 68 þús. kr. Ef þetta mat framkvæmda- stjórans væri að öllu leyti rétt, þá sýnist verksmiðjunum hafa verið allmikið ábótavant og að of lítið hafi verið' gert, til að halda þeim við, allt fram til s. 1. árs. Ég er á sama máli og hr. Jón Gunnarsson um það, að fremur beri að reikna of mikið en of lítið af umbótum verk- smiðjanna á viðhaldsreikning, en þar verður þó að gæta hófs. Reikningar verksmiðjanna fyrir árið 1937 eru enn óendurskoð- aðir, en fyrr en það er gert og ríkisstjórnin hefir samþykkt þá, er vitanlega ekki hægt að slá neinu algerlega föstu um útkomu þeirra í öllum atrið- um. Afskrlft á nýju jirónni. Það mun aldrei hafa verið venja að afskrifa neinar sér- stakar fasteignir S. R.; hins- vegar er myndaður fyrningar- sjóður af fyrningarsjóðsgjaldi. Árlegar afborganir eru reikn- aðar sem afskriftir en ekki sem eignaaukning, þegar reikning- ar verksmiðj anna eru gerðir upp ár hvert. Oft má deila um, hvort byggingar og aðrar fram- kvæmdir hafi ekki orðið of dýrar. Flestir, sem til þekkja, á- lita að verksmiðjan S. R. ’30 hafi orðið allt of dýr, miðað við afkastagetu hennar, allt að hálfri milljón' króna. Aldrei hefir um það verið rætt, að minnsta kosti er það ekki bók- að í fundargerðarbækur verk- smiðjustjórnarinnar, að það beri að afskrifa hana sérstak- | lega. Ef afskrifa ætti nýju | þróna, og það þegar á fyrsta ári, þá er hér um nýjung að ræða lijá verksmiðjunum. Það mun líka vera óvenjulegt hjá hvaða fyrirtæki, sem er, og með hvaða formi, sem er á reikningshaldi þeirra, að af- skrifa byggingar sama árið og þeim er komið upp. Þessi af- skrift, sem hr. Jón Gunnarsson vill gera á nýju þrónni er held- ur ekkert smáræði — 178,931,57 kr. — Til mála gæti alveg eins komið að afskrifa S. R. ’30 og fleiri byggingar verksmiðj anna og ef allar þær afskriftir væru settar á rekstursreikning árs- ins 1937, þá þarf ekki um það að ræða að útkoma á árinu sýndist óglæsileg. Hvað myndi ríkisskattanefndin segja, ef verksmiðjurnar væru einstakl- ings fyrirtæki, nýja þróin kostað 248 þúsund krónur, en eigandi ekki reiknað hana sama árið, sem hún var byggð, nema 70 þúsund króna virði, en fært mismuninn sem reksturs- útgjöld á árinu(!). Nýja þróin. Því, sem framkvæmda- stjórinn segir um þróna að öðru leyti, ætla ég ekki að svara hér. Full reynsla á henni er ekki fengin ennþá. Og þótt síld skemmdist í neðri þrónni s. 1. sumar, þá er það ekki eins- dæmi. Það eru takmörk fyrir því, hvað lengi má geyma síld- ina í hvaða þró sem er. En skemmdirnar í síldinni í nýju þrónni stöfuðu meðal annars af því, að síldin var skemmd, þegar hún kom i þróna og var geymd í þrónni óhæfilega lengi. Annars ber fyrverandi fram- kvæmdastjóra að svara fyrir gerðina á þrónni. Hann fékk, sem verkfræðingur að ráða gerð hennar og hafði sér til aðstoðar tvo aðra verkfræðinga. Þróin fór langt fram úr því verði, sem verksmiðjustjórnin hafði leyft framkvæmdastjóra að hún mætti fara,' eða úr krón- um 175,000,00 upp í nál. krónur 248,000,00. En þar færði hann sér til málsbóta, ófyrirsjáan- lega verðhækkun á efni o. fl. Aths. hr. Jóns Gunnarssonar viðvíkjandi færzlum til fyrn- ingarsjóðs tel ég réttar. Raunverulega fjárhagslega þýðingu fyrir verksmiðjurnar hefir það enga, hvort farið yrði eftir tillögum hr. Jóns Gunnarssonar með færzlu á reikningnum fyrir s. 1. ár eða ekki. Á pappirnum kæmi það þannig út, að í stað 921,309,56 kr., sem verksmiðjurnar hefðu bætt fjárhag sinn s. 1. ár, samkv. grein minni 19. febrú- ar, þá teldist það, samkvæmt tillögum hr. Jóns Gunnarsson- ar 605,664,93 kr. En hinsvegar lækkar þá stofnkostnaður verk- smiðjanna með umbótum, sem teljast til eignar úr 4,070,049,72 kr. í 3,654,384,79 kr. En eftir hvorri aðferðinni sem reiknað yrði, þá verða ógreiddar skuldir verksmiðj anna óbreyttar. Umbætsirnar á síðastl. árl. Ég áleit það mjög óheppi- lega ráðstöfun, þegar hr. Jón Gunnarsson var látinn fara frá verksmiöjunum fyrir tveim ár- um síðan, og var ég því ein- dregið fylgjandi að koma hon- um að aftur sem framkvæmda- stjóra, þegar tækifærið gafst nú um s. 1. áramót. Þegar hann kemur nú aftur að verksmiðj- unum, þá sýnist honum margt hafa verið gert á annan veg, en hann myndi hafa látið gera, ef hann hefði ráðið. Ég efast ekki um hagsýni hr. Jóns Gunnars- sonar, en þrátt fyrir það, þá kann ég ekki vel við að hann þegar felli eins þungan dóm og hann hefir gert, yfir manni þeim, sem séð hefir um fram- kvæmdir verksmiðjanna s. 1. ár, þar sem hann segir að f ramkvæmdir verksmiðj anna séu þannig úr garði gerðar, að þær að miklu leyti séu einkis virði. Allmiklu fé hefir verið \arið í skilvindur. Ég held að gæði þeirra séu hin sömu hver sem hefði keypt þær. Lýsis- tankinn á Raufarhöfn, sem byggður var af Landssmiðj- unni, vatnsleiðsla á Raufar- höfn, girðing um verksmiðj- urnar á Siglufirði, síldarpressa á Siglufirði. Þetta nefni ég að- eins af handahófi af því, sem fTamkvæmt var s. 1. ár. Eru þetta allt einkisverðar fram- kvæmdír? Hitt má allt af deila um, hvort rétt sé að ráðast í miklar framkvæmdir eða ekki. Árið 1936 var óvenjulega hag- kvæmt ár verksmiðjunum. Þær græddu þá allmikið og var eðlilegt að sjómenn og útgerð- armenn gerðu kröfur um um- bætur á verksmiðjunum og um byggingu nýrrar síldarþróar. Við þessum kröfum þeirra varð Gerðardómslðgin Eftir Hermann Jónasson forsætisráðherra I. Iimgangur. Nýlega var samþykkt frum- varp til laga um, að ágrein- ingur milli útgerðarmanna og sjómanna um kaup og kjör skyldi lagður í gerðardóm. Vegna þess, að þetta er í fyrsta skipti sem slík löggjöf er sett hér á landi, og þar sem hún hefir valdið nokkrum ágrein- ingi, sem m. a. hefir haft þær afleiðingar, að fulltrúi Alþýðu- flokksins í rikisstjórninni hef- ir sagt af sér, tel ég rétt að gera almenningi nokkra grein fyrir, hvaða orsakir liggja til þess að lögin voru sett. II. Sættir vorn strandaðar. Deilan hafði staðið frá því um síðustu áramót. Sáttasemj- ari ríkisins hafði á þessum tíma unnið að sættum milli aðila, en án árangurs. Hann hafði borið fram miðlunartil- lögu þar sem kaup var lítils- háttar hækkað, en umboðs- menn beggja aðila neituðu að mæla með þeirrí tillögu við i umbjóðendur sína. Sjómenn og i j útgerðarmenn voru því mjög j fjarri sáttum, og fyrir þá sök ! gerði ríkisstjórnin þá óvenju- legu ráðstöfun, að biðja hæstarétt að skipa 3 menn á- samt sáttasemjara til þess að reyna samkomulagsleiðina til þrautar. Þessi sáttanefnd hélt i stöðuga fundi með sjómönnum og útgerðarmönnum, sameigin- lega og sitt í hvoru lagi, og bar að lokum fram miðlunartillögu, sem hún gerði sér vonir um að yrði samþykkt af báðum að- ilum. En leikslokin urðu þau, að útgerðarmenn samþykktu tillöguna með skilyrði, en sjó- menn höfnuðu henni með 58 atkvæða meirahluta. Hinn 15. þ. m. ritar sáttasemj ari, dr. Björn Þórðarson, lögmaður, forsætisráðherra bréf, og segir í niðurlagi þess: „Þar sem á- rangurslaust hafa verið bornar fram 2 miðlunartillögur í kaup- deilu þessari, verð ég að líta svo á, að frekari sáttatilraunir af minni hendi og meðnefnd- armanna minna muni vera þýðingarlausar." Eins og menn geta séð af þessu, var vinnudeilan, eftir að hún hafði staðið í 2 y2 mánuð, og valdið verulegu tjóni vegna stöðvunar ufsaveiðanna*) kom- in í fullkomið öngþveiti, þegar alveg var að líða að saltfisk- vertíðinni, sem hingað til hef- ir verið stærsti atvinnuvegur íslendinga. III. Það, sem í húfi var. Mér þykir hlýða, þótt þess sé tæpast þörf, að gera nokkra grein fyrir því, hvaða tjón myndi hafa af því leitt, ef salt- fiskveiðarnar, og jafnvel síld- veiðarnar í sumar, hefðu stöðv- ast. Það myndi fyrst og fremst hafa valdið atvinnuleysi og skorti hjá meira en 1000 sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra. Það myndi hafa valdið gjald- þroti útgerðarmanna, sem hefðu orðið að liggja með hin dýru veiðitæki, togarana, að- gerðarlausa. En hörmungarnar *) Um ufsaveiðar var sér- stakur samningur, sem ekki var fallinn úr gildi, en útgerðar- menn vildu eigi láta- skip fara á þær veiðar meðan deilan stóð. hefðu ekki aðeins komið niður á deiluaðilum sjálfum, því að fjöldi manna, sem unnið hefir við fiskverkun í landi myndi hafa misst atvinnu sína, liðið skort og komizt á vonarvöl. Bæjarfélögunum myndi hafa reynzt það erfitt, ef ekki ó- kleift, að standa undir þeim byrðum, sem stöðvun . togara- flotans hefði lagt þeim á herð- ar. Fyrir bankana hefði stöðv- unin orðið stórkostlegt fjár- hagslegt tjón, sem erfitt hefði reynzt fyrir þá að rísa undir. Fyrir þjóðina í heild hefði orð- ið gjaldeyristjón, sem nam mörgum milljónum króna, og að lokum má á það benda, að við íslendingar hefðum ekki getað fullnægt þeim saltfisk- mörkuðum, sem við nú eigum aðgang að, og því óhjákvæmi- lega tapað þeim til keppinaut- anna um ófyrirsjáanlegan tíma. Út af þessu rís sú spurning, sem hver þegn í þjóðfélaginu verður að svara fyrir sig: Átti ríkisstjórnin að horfa á þessar afleiðingar, allaT þær hörm- ungar, sem af togarastöðvun- inni hefðu hlotizt, án þess að hafast nokkuð að, eða átti að gera tilraun til þess að leysa deiluna. Ég held að flestir séu sammála um það, að ekki hafi orðið hjá þvi komizt að Al- þingi gripi í taumana og reyndi að binda enda á þetta mál. Enda kom það fram í umræð- unum um gerðardómsfrum- varpið, að allir þingmenn voru sammála um, að Alþingi og rík- isstjórn hefði borið skylda til þess að binda enda á deiluna og koma i veg fyrir þær ömur- legu afleiðingar, sem yfirvof- andi voru, ef deilan héldist. En menn kunna að vera ósammála um það, á hvern hátt hefði átt að leiða málið til lykta. IV. Hinn „heilagi réttur“. Það sem virðist standa í vegi íyriT því hjá sumum mönnum, að þeir geti hugsað um þessa deilu og lausn hennar eins og frjálsir menn, er hve hugsun þeirra virðist bundin af göml- um hugtökum, sem þeir hafa talið sér trú um að væru ein- hverjar alveg ófrávíkjanlegar reglur. Það er vissulega gott að búa sér til reglur, en þó því að eins, að menn muni jafnframt, að sannasta reglan er sú, að „engin regla^ er án undantekn- ingar“. Það hefir verið mikið um það rætt, að verkfallsrétt- urinn sé „heilagur réttur“ verkamanna, og er það i sjálfu sér alveg rétt, því vel má kom- ast svo að orði, að allur réttur sé heilagur. En verkfallsrétt- urinn, rétturinn til þess að deila, réttur verkamanna og vinnuveitenda til þess að svelta hvor annan til hlýðni, hann er þó a. m. k. ekki helgari en réttur heildarinnar til þess að lifa. Deilan milli 20—30 útgerð- armanna og 400—500 sjómanna sem á félagsfundunum mæta, snertir ekki einungis þessa að- ila sjálfa heldur og þúsundir manna í öðrum stéttum, og hún snertir velferð þjóðarinn- ar i heild, vegna þess, að ef deilan héldi áfram var þar með skorið á eina af lífæðum þjóð- félagsins. Og þegar þannig stendur á, hefir þjóðin tví- mælalausan rétt til þess að grípa inn í og skipa fyrir. Það álít ég, að sé sú rétta takmarka- lína milli þess, hvenær þjóðfé- lagið grípur inn í slíkar deilur og hvenær ekki. Það er að mínu áliti að verða mjög hættuleg hugsun í okkar þjóðfélagi, að réttur einstaklinga og stétta eigi að vera helgari og rík- ari en réttur heildarinnar, sem einstaklingar og stéttir eru þó aðeins brot af. Jafnvel rétt- ur einstaklinga og stétta til að deila, á að vera helgari en réttur þjóðfélagsins til að sætta. Það er of almennt orðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.