Tíminn - 31.03.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1938, Blaðsíða 2
62 TtMINN Jón Baldvinsson i. Undár lok þess Alþingis, sem haldið var íyrrihluta yfirstand- andi vetrar, var haldin þing- veizla undir forustu Jóns Bald- vinssonar forseta sameinaðs Alþingis. Slík samkoma hafði síðast verið haldin 1930. Hinar hörðu flokkadeilur, sem risu út af kjördæmamálinu, skiptu þinginu og 'þingflokkunum í sveitir, sem voru það andstæð- ar, að þingmenn höfðu ekki fundið nægilega sterka hvöt til að halda sína eigin gleðisam- komu allan þennan tíma. Þegar liðið var fram yfir mið- nætti þetta veizlukvöld kvaddi einn af þekktustu andstæðing- um Alþýðuflokksins sér hljóðs og lýsti því yfir, að nú væri byrjaður afmælisdagur hins vinsæla og mikilsvirta alþing- isforseta. Hann var þá 55 ára. Gleðifundur þingmanna breytt- ist þá í skyndi í afmælisfagnað forsetans, sem stóð í miðjum hópnum, þreklega vaxinn, gáfu- legur, hýr í yfirbragði, en hvít- ur fyrir hærum. Fáum dögum áður höfðu all- ir þingmenn staðið í Alþingis- húsinu við likbörur eins af jafnöldrum Jóns Baldvinsson- sonar. Forseti þingsins hélt yfir hinum látna þingfélaga stutta en snjalla kveðjuræðu. Menn veittu því eftirtekt hve Jón Baldvinsson var þá fölur og þreytulegur undir hinum hvítu hærum, og fleiri en einn af þingmönnum lét við það tæki- færi í ljós kvíða um það, að þingið fengi ekki lengi að njóta handleiðslu hins framsýna og gætna forseta. Þetta varð orð að sönnu. Jón Baldvinsson átti þá ekki eftir ólifað nema nokkrar vikur. II. Jón Baldvinsson var fæddur og alinn upp á litlu býli við ísafjarðardjúp. Hann fékk ná- lega enga skólagöngu, en fjöl- þætt og sterk uppeldisáhrií á ágætu heimili, við þau hollu og margbreyttu störf, sem unnin eru á hverju heimili, þar sem mætist haf og land. Frelsisbarátta Skúla Thor- oddsen hafði vakið ísfirðinga. Þeir unnu þessum ótrauða baráttumanni og sigrar hans og mótgangur . hleyptu þeim kappi í kinn. Jón Baldvinsson varð alveg sérstaklega fyrir þessum áhrifum. Hann kom í heimili Skúla og fluttist á ung- lingsaldri með þeim hjónum til Bessastaða og var þar í mörg ár, prentari við blað Skúla, en vinur og áhugamaður í heimil- inu og í nánasta fylgiliði þessa merkilega brautryðjanda. Þeg- ar Skúli Thoroddsen flutti til Reykjavíkur 1908, færði hinn ungi prentari byggð sína inn í höfuðstaðinn. Hann notaði vel tímann næstu tíu ár til að nema tungumál og afla sér margháttaðrar þekkingar. Hann lét ekki mikið á sér bera þessi ár. Starfsbræður hans, prent- ararnir, höfðu á honum miklar mætur, og í landsmálabarátt- unni fylgdi hann á þessum ár- um og jafnan síðan þeim, sem lengst gengu í að gera þjóðina frjálsa og óháða. Skömmu áður en heimsstyrj- öldin hófst byrjaði Ólafur Frið- riksson viðreisnarbaráttu verkamanna hér á landi. Hann átti svo sem við var að búast við að stríða mikla erfiðleika og harðfenga mótstöðu, en þó safnaðist um merki hans nokk- ur liðskostur. Jón Baldvinsson kom fljótlega inn í þau samtök og varð eftir það höfuðleið- togi verkamannahreyfingarinn- ar meðan heilsa og líf entist.Með fullveldisviðurkenningunni 1918 var vopnahlé í hinni pólitísku sjálfstæðisbaráttu um aldar- fjórðung. Jón Baldvinsson snéri sér þá að þeim stéttum, sem þá áttu einna erfiðasta aðstöð- una, en það voru sjómenn og verkamenn. Undir forustu hans hafa þessar stéttir barizt fyrir margháttaðri umbót á kjörum sínum og margháttuðu frelsi í meir en fimmtung ald- ar. Saga þeirrar hreyfingar er mjög verulegur hluti af sögu landsins á einhverju hinu sögu- legasta tímabili í æfi íslenzku þjóðarinnar, þegar fólkið úr dreifbýlinu hóf stórfellt land- nám við hafið, og byrjaði að nota mátt vélanna til að beygja gæði náttúrunnar undir vilja mannsins. Jón Baldvinsson gaf verkamannahreyfingunni meg- inhlutann af starfsorku sinni, og á forustu hans í málum þjóð- rækinna verkamanna mun byggj ast frægð hans og viðurkenning á ókomnum tímum. Hitt, að hann stýrði einu af atvinnufyrir- tækjum verkamanna í 12 ár og var einn af þrem bankastjórum Útvegsbankans síðustu 8 árin, eru aukaatriði í æfisögu hans. Að vísu gegndi hann báðum þessum störfum í bezta lagi, eins og hverju því verki, sem hann tók að sér. En verka- mannamálin urðu hans æfi- störf. Þar varð hann einn af þýðingarmestu mönnum sinn- ar samtíðar. III. Jón Baldvinsson var kosinn á þing í Reykjavík 1921 og var einn síns liðs fyrir verka- mannaflokkinn í sex ár. Árið 1927 fékk flokkur hans 5 þing- sæti, og eftir kjördæmabreyt- inguna og kosningarnar 1934 stækkaði þingflokkurinn um helming, og tók í fyrsta sinn beinan þátt í stjórn landsins. Jafnhliða þessu var flokkurinn í bæjarmálum kaupstaöanna oftast stærsti eða næststærsti flokkurinn. Verkamannafélög mynduðust í flestum iðngrein- um og nálega í öllu þéttbýli. Jón Baldvinsson kunni vel skil á þessari þróun. í hans iðn- grein, prentlistinni, hafði myndazt hið fyrsta sterka og vel æfða stéttarfélag í landinu með flestum þeim kostum og nokkr- um þeim ókostum, sem jafnan fylgja slíkum samtökum. Und- ir hinni staðgóðu og rólegu formennsku Jóns Baldvinsson- ar óx ríki það, sem hann stýrði, að því er virtist, ár frá ári. Straumur atvinnulífsins bar fley hans áfram. Vélamenning- in var að leggja undir sig land- ið. Kaupstaðir og kauptún risu upp af litlum stofni. Ný iðja hófst í fjölmörgum starfsgrein- um. Hugur þjóðarinnar hneigð- ist að þéttbýli og því öryggi, sem margir menn telja í því fólgið, að vera á kaupi hjá öðr- um. Öll þessi þróun studdi það að verkamannastéttin varð fjöl- menn og samtök hennar marg- háttuð. Á tuttugu árum höfðu myndazt, undir höfuðforustu Jóns Baldvinssonar, fjöldi iðn- félaga, sem flestöll voru deildir í Alþýðusambandinu. Auk þess hafði verkamannaflokkurinn mikil bein og óbein áhrif á stjórn kaupstaðanna, og var síðan 1927 einn af þrem höfuð- flokkum á Alþingi. Inn í þessa þróun hafði bor- ist einn sjúkleiki, en það var á- róður frá Rússlandi á stefnu og störf íslenzku verkamannanna. Byltingin í Rússlandi hófst um sama leyti og Jón Baldvinsson tók að sér forustu í íslenzkum verklýðsmálum. Áhrifanna frá Rússlandi gætti allt af á ein- stöku menn í verkamanna- hópnum, en fram að 1930 tókst Jóni Baldvinssyni að halda þeim eldi niðri. En þá um haustið rauf Einar Olgeirsson félagsheildina og stofnsetti kommúnistadeild undir yfir- stjórn í fjarlægu landi. Jón Baldvinsson beitti sér af alhug móti stefnu kommúnista, og naut til þess fylgis sinna sam- herja, þar til í sumar sem leið, að einn af elztu og áhrifamestu samherj.um hans, Héðinn Valdi- marsson, hvarf út á sömu slóð og þeir, sem höfðu yfirgefið Al- þýðuflokkinn 1930. Þessi tvenn frávik tefja að vísu eðlilega þróun verkamannasamtak- anna hér á landi, en svo vel hafði Jón Baldvinsson lagt grundvöll að sjálfstæðisbar- áttu fátækustu stéttanna í landinu, að hvorug þessi upp- reisn mun hafa varanlega þýð- ingu. IV. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn eru nálega jafn gamlir og hafa þróast hlið við hlið. Þeir hafa byggt á mis- munandi lífsskoðun og fengið fylgi og stuðning frá ólíkum stéttum. Þessir tveir flokkar hafa oft haft náið saihstarf og ' oft átt í harðri samkeppni. En með samstarfi sínu, þegar það hefir verið bezt, hafa þessir tveir flokkar sett varanlegt mót á svip landsins. Starf beggja þessara flokka hefir sætt harðri gagnrýni frá andstæð- ingum og vafalaust verið á ýms- an hátt ábótavant eins og öðr- um mannanna verkum. En þó að það sé viðurkennt, verður því ekki neítað, að undir for- ustu þessara flokka hefir ver- ið siglt í gegnum hina mestu breytingatíð, sem gengið hefir yfir þjóðina og komið við fram- förum og umbótum, sem vekja undrun og aðdáun erlendra manna, sem hingað koma og skilja við hve mikla erfiðleika var að etja, í svo stóru og lítt- numdu landi, með almenna fá- tækt og reynsluleysi í arf frá fyrri öldum. Við öll þessi marg- háttuðu átök tveggja flokka, þar sem skiptast á samheldni og skoðanamismunur, eftir því sem málefnum er háttað, var viðhorf Jóns Baldvinssonar persónulega ætíð hið sama.í þrjú ár, frá 1931 til 1934, var Al- þýðuflokkurinn raunverulega í bandalagi við Sjálfstæðisflokk- inn móti Framsóknarmönnum, og Jón Baldvinsson stöðvaði fjárlög og skattalög með Mbl.- mönnum, til að dTaga mátt úr Framsóknarflokknum í þessu tiltekna máli. En jafnan hélzt góð vinátta með honum og þingmönnum Framsóknar- manna öll þessi ár. Hann átti mikinn þátt í því með öllum þorra verkamanna í flokki sin- um, að hindra ofbeldi og ofsa móti Tryggva Þórhallssyni í þingrofinu 1931, og þannig var öll hans framkoma jafnan við andstæðinga sína. Hann hélt fast á máli flokks síns á þingi og þjóðar sinnar út á við, en vann á þann hátt, að hann hlaut eftir því sem mér er kunnugt, óskipta velvild og hlý- hug þeirra manna, innlendra og erlendra, sem hann þó varð að eiga við málefnabaráttu. Sáust þess merki við fráfall hans, bæði innan lands og utan, hve vel hann var virtur og hve mjög honum var treyst. V. Hverju sætti það að Jón Baldvinson varð slíkur fremdar- maður með sinni þjóð án stuðn- ings af áhrifamiklum ættmenn- um, auði eða langri skólagöngu? Gengi sitt átti hann að þakka mjög góðum meðfæddum eigin- leikum, uppeldi við störf til sjávar og sveita og þátttöku í djörfu, frjálslyndu og þjóðlegu hugsjónalífi Skúla Thoroddsen og félaga hans. Það, sem á vant- aði bætti hann úr með framsýnni sjálfmenntun. Hann las og tal- aði þær tungur, sem íslendingar þurfa að kunna í skiptum innan- lands og utan. Félagsmálaþroska sinn fékk hann af hinum marg- breyttu störfum og baráttu fyr- ir áhugamálum þúsunda af samlöndum sínum. Jón Baldvinsson var ræðu- maður góður, en ekki mælsku- maður. Hann var skjótur að átta sig á málum og fá um þau fullt yfirlit. í sókn eða vörn á þingi eða stórum mannfundum hafði hann á hraðbergi öll þau rök, sem unnt var fram að færa um málið á skömmum tíma. Hann var mjög vel að sér í bókmennt- urn landsins og alveg sérstak- lega kunnugur rímnakveð- skapnum frá veru sinni á Bessa- stöðum. Mér er í minni úr lang- dregnum deilum á stjórnmála- fundi hversu Jóni Baldvinssyni tókst að fá hlátur tilheyrend- anna móti andstæðingi sínum með heppilegri tilvitnun í Örv- ar-Oddsrímur og vann um leið fundinn, svo að það skar úr um þingmannskosningu í því kjör- dæmi tveim árum síðar. í gáfnafari Jóns Baldvinsson- ar gætti mest þeirra hygginda, sem í hag koma. Hann var fram- sýnn og ráðagóður í bezta lagi. Hann sá hættur og hættumögu- leika öðrum mönnum betur. Var Um mæðiveikina og varnír gegn útbreíðslu hennar ESiír Ágúst B. Jósissoa bónda á HoSi Slæmar horfur. Mæðiveikin svokallaða, sem drepið hefir sauðfé bænda um vestanvert landið nú síðustu 3 árin, hefir þegar lagt afkomu- möguleika þeirra svo að segja i rústir og má ennþá búast við að þeim fari mjög fjölgandi, þar sem vitað er, að útbreiðsla hennar hefir orðið mikið meiri en vænta mátti fyrir ári síðan, þrátt fyrir það þó Alþingi og landbúnaðarráðherra hafi gert allar þær ráðstafanir, sem vænta mátti að kæmu að haldi. Er það nú kunnara en frá þurfi að segja, að eigi verður komizt hjá miklum fjárfram- lögum á næstu árum bæði til beinna útbreiðsluvarna, vís- indalegra rannsókna og stuðn- ings til þeirra bænda, sem eigi geta haldið áfram framleiðslu vegna efnaskorts. Ekkert mál er nú eins um- talað út um sveitirnar og það, á hvern hátt verði ráðin bót á þessu ástandi, og hverjir fram- tiðarmöguleikar bíði þeirra bænda, er ganga verði frá jörð- um sínum vegna skulda eða skorts á gjaldeyri til brýnustu lífsnauðsynja fyrir fjölskyldur sínar. Nú á næstu vikum liggur fyr- ir Alþingi að taka afstöðu til þess, hverjar ráðstafanir ríkis- valdið telji nauðsynlegastar að gera, og hver aðalsteína verð- ur tekin til varnar gegn pest- inni. Þar sem svo stendur á, að ég hefi haft nokkra sérstöðu til að kynnast gangi og út- breiðslu veikinnar. einkum í Húnavatnssýslum, vildi ég gjarnan gefa stutt yfirlit yfir það helzta, sem bændur geta sjálfir gert til að tefja út- breiðslu hennar, og draga úr tjóninu, svo sem verða mætti, á þeim stöðum er veikin vofir nú yfir. Ctbreiðsla veikiimar. Um útbreiðslu veikinnar er þegar margrætt áður, en minna má á það, að veikin hefir út- breiðst eftir nokkuð föstum reglum, benda bæði til þess niðurstöður próf. Dungals og reynsla bænda sjálfra. Með tilliti til varnarráðstaf- ana hins opinbera, og bænda þarf því að gera sér ljóst, að ýmislegt má af þeirri reynslu læra, sem hægt er að styðjast við, meðal annars það hversu mikil höfuðnauðsyn það er, að allir fjáreigendur skilji það vel, að bezta og öruggasta vörnin er í því, að þeir séu sjálfir hver og einn á verði gegn veikinni í sínu fé, og hagi meðferð þess, í samræmi við það. Með þessu á ég þó sérstaklega við þá bændur sem búsettir eru á jað- arsvæðum veikinnar, því þeir hafa öllum öðrum fremur mest í hendi sér, hvort girðingar og varðlínur koma að fullu gagni. Vanræksla á því að rannsaka sjúkdóm eða dauðamein kinda getur í mörgum tilfellum haft mjög alvarlegar afleiðingar og hefi ég þess fleiri dæmi. Því til sönnunar hvernig veikin hefir útbreiðst, má benda á, að hún var búin að vera á mörgum bæjum í Borgarfirði hátt á annað ár, áður en hún gerir verulega vart við sig í V.- Húnavatnssýslu en þar gætir hennar ekki verulega fyr en síðara hluta vetrar og um vorið 1936. Eru þó miklar sauð- fjársamgöngur milli þeirra héraða. Haustið 1936 og vetur- inn á eftir hefst svo stórkost- legur fjárdauði í 4 hreppum sýslunnar, sem allir hafa greið- ar fjársamgöngur við Borgar- fjörð. í þeim 2 hreppum, er hafa sérafrétt í Vatnsnesfjalli, og litlar fjársamgöngur við hina hreppana, varð veikinnar aðeins vart á 2 bæjum á sama tíma, og mátti þar rekja smit- unina til samgangna við af- réttarsvæði hinna hreppanna. Á sama tíma verður vart við veikina á nokkrum bæjum í austursýslunni, en þar hefst útbreiddur fjárdauði ekki fyr en haustið 1937, og gengur veik- in nú sem ákafast yfir sveit- irnar vestan Blöndu. Sýnir þetta, að veikin gengur nokkuð reglulega yfir viss svæði landsins — er hafa miklar fjársamgöngur — með þeim hætti, að í byrjun hefir hennar orðið vart á 1—2 bæjum í hrepp, en hefir náð mikilli útbreiðslu eftir 1 ár, og nálega komin á alla bæi eftir tvö ár, þar sem fjársamgöngur og smitun er ó- hindruð. Reynslan hefir þegar sýnt, að mikið má draga úr smithættu og útbreiðslu, með því að varast samgang heil- brigðra hópa við sýktar kind- ur, o. s. frv. Þá hefir svo farið mjög víða, að fjárfækkun af völdum veik- innar hefir orðið 30—60% fyrsta árið, og eftir tvö ár verið frá 40—90%. Dæmi eru til þess, að bændur hafa orðið að slátra eða misst nálega allt féð á fyrsta ári, þar sem að féð hefir þolað hana verst. í sambandi við veikina er at- hugunarvert, hversu vissar ætt- ir og fjái'kyn þola hana mis- jafnt, má svo heita, að í sum- um tilfellum eyðist vissar ættir alveg úr hópnum þegar i stað, á meðan fé af öðrum stofni veikist mjög lítið, mestur mun- ur á þessu sézt þó á fyrsta ári er veikin gengur yfir. Hefi ég veitt því eftirtekt víða þar sem ég hefi skoðað fé og tekið sjúkt eða grunsamt fé frá því heilbrigða, að þessi munur er mjög áberandi, t. d. ef teknar eru til samanburðar, mislitar kindur, kollótt, og aðrir fjár- stofnar, er séreinkenni hafa. Vill oft svo til að á einum bænum er veikin skæðust í mis- lita fénu eða alveg öfugt, á öðrum er jafnvel kollótta féð áberandi hraustara, o. s. frv. Héfir í þessu sambandi sýnt sig, að viss fjárkyn, sem dreifð eru yfir víðsvegar, hafa víðast sýnt það sama. Mjög víða er líka alveg útilokað, að greina neinn verulegan mun á þessu í fénu. Hvað líður með lækningu á velkinnl? Ennþá hefir ekki fundizt neitt ráð eða lyf, sem vakið hefir verulegar vonir um það að plágu þessari yrði aflétt með meðölum, enda þótt það hafi sýnt sig, að kindum hafi batn- að að einhverju leyti viö not- kun þeirra. Fjöldi bænda hefir þar lagt traust sitt á próf. Dungal, þar sem reynsla þeirra er, að sauð- fjárlyf hans hafa reynst mjög vel við öðrum sjúkdómum, og hann hefir til umráða vísinda- stofnun, sem er sérstaklega styrkt vegna rannsókna á mæðiveikinni. í sambandi við fjárpestina hafa verið reynd lyf og húsráð af leikmönnum, og hafa um það myndazt mjög ýktar frá- 1 sagnir, einkum þegar frásagnir um það hafa verið búnar aö ganga milli landsfjórðunga, eða í aðra sýslu, en tilraun átti sér stað. Meðal annars ganga miklar sagnir um það, að Hún- vetningar séu farnir að lækna féð með því að dæla steinolíu í barka á því, og hafa meðal annars stuðst við það, að viðtal birtist við Halldór Sigurðs- son á Efri-Þverá í Nýja dagbl. um tilraunir hans og sveitunga í sambandi við lækningu með olíu. Nú er mér kunnugt um, að ýmsir aðrir hafa reynt þetta líka, og þar á meðal nágrannar mínir, og hefi ég fylgst dálítiö með því hvernig þetta hefir reynst, og verð ég því miður að segja það, að ekki gefur það ráð neinar vonir um verulega lækn- ingu; þó er mér vitanlegt, að nokkrum kindum hefir virzt batna af olíusprautum. Ég hefi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.